Dagur - 14.04.1973, Síða 1
Eldsvoði varð á Grund í Eyjafirði
Á EIMMTUDAGSNÓTTINA
varð eldur laus á Grund í Eyja-
'firði og urðu menn þess fyrst
varir á nágrannabæjunum og
greðu aðvart. Slökkvilið var þá
þegar kallað á vettvang frá
Akureyri. Reyndist eldurinn
vera í stórri heyhlöðu Snæ-
bjarnar Sigurðssonar bónda.
Hlaða þessi, sem að nokkru er
úr steini en að nokkru boga-
PÁSKAEGG
NÚ FER í hönd tími páska-
eggjanna vinsælu. Þessi siður
er ævagamall og hefur lengi
fylgt páskum hér á landi, en
eggin munu í upphafi hugsuð
sem tákn nýs lífs og upprisu.
Svo sem verið hefur nokkur
undanfarin ár munu félagar úr
Kiwanisklúbbnum K a 1 d b a k
skemma, eyðilagðist í eldinum.
Þá eyðilagðist fjárhús, sem í
voru um 100 kindur, og enn-
fremur skemmdist 14 metra
votheysturn. Fjósið slapp nokk
urn veginn og enga skepnu
sakaði, nema e. t. v. nokkur
hænsn.
Snæbjörn sagði blaðinu í
gær, að enn logaði í heyinu, en
í hlöðunni myndu hafa verið
2500—-3000 hestburðir heys, allt
vélbundið, ennfremur fóður-
kökur, og væri þetta allt ónýtt,
eða því sem næst. Hey og hús
var vátryggt. Snemmrúið fé
Snæbjarnar, um 100 talsins, er
nú húsnæðislaust. Sigurbjöm
Pálsson á kýr þær, er í fjósi
voru, en hann keypti þeim hey-
fóður af Snæbirni. Mikil hey
voru á öðrum stað, er ekki
sakaði. Q
Bjarnarey VE 501 í reynsluför.
(Ljósm.: M. Ó. G.)
knýja á dyr bæjarbúa, er líða
tekur að páskum, og bjóða til
kaups girnileg og gómsæt páska
egg. í þetta sinn fara þeir á stjá
í dag, laugardaginn 14. apríl,
og vonast til að þeim verði vel
tekið eins og alltaf áður. Verð
eggjanna er kr. 150,00 og renn-
ur allur hagnaður af sölunni til
styrktarmálefna. □
Enn eitt skip frá Slippstððinni
í DAG, 11. apríl, afhenti Slipp-
stöðin h.f. 150 lesta stálfiskiskip
til Hraðfrystistöðvarinnar í
Reykjavík h.f. — Einar Sigurðs
r r
SONGLIFIREYKJADAL
SÖNGLÍF hefur löngum staðið
með blóma í Reykjadal og um
árabil kvað þar mest að Karla-
kór Reykdæla. í vetur liefur
starfsemi hans legið niðri, en
Kirkjukór Einarsstaðasóknar á
hinn bókinn starfað af meiri
þrótti en oft áður. Kórinn er
efldur að nýjum söngkröftum
og er söngfólk alls um 30 manns
og æft tvisvar í viku. Um þjálf-
un kórsins sjá Friðrik Jónsson,
Halldórsstöðum, organisti í Ein
arsstaðakirkju, og Páll H. Jóns-
son, fyrrum söngstjóri og söng-
kennari á Laugum.
Kórinn hyggur á þátttöku í
söngmóti kirkjukóra í Suður-
Þingeyjarsýslu, sem haldið
verður í Húsavík annan páska-
dag. Einnig hyggst kórinn halda
samsöng að Breiðumýri 3. maí.
Þar verður m. a. frumflutt nýtt
lag eftir Friðrik Jónsson í út-
setningu Páls H. Jónssonar, og
Hvar á Glerá
að renna?
GESTUR Ólafsson skipulags-
ffæðingur lagði fram uppdrætti
að legu Glerár á Oddeyrinni.
Skipulagsnefnd samþykkti fyrir
sitt leyti, að árfarveginum yrði
lítið breytt, eða Glerá yrði færð
verulega úr stað frá því sem
nú er.
Bæjarstjórn hafði áður látið
grafa Glerá nýjan farveg litlu
no.rðar en áin rennur nú. Á síð-
asta bæjarstjórnarfundi sam-
þykkti bæjarstjórn þann vilja
sinn, að Glerá érði færð í nyrðri
farveginn, einkum vegna lóða
sunnan ár, sem við það voru
miðaðar að áin yrði færð
norðar. Q
Anna Áslaug Ragnarsdóttir,
tónlistarkennari á Akureyri,
leikur einleik á píanó.
Er það eitt út af fyrir sig
nokkur tónlistarviðburður svo
gott orð, sem hún hefur getið
sér fyrir píanóleik sinn að und-
anförnu. G. G.
Tónleikar Ashkenazy
VLADIMIR ASHKENAZY leik
ur í Borgarbíói klukkan 5 í dag,
laugardag. AHur ágóðinn renn-
ur til Vestmannaeyjasöfnunar
og ættu bæjarbúar að fjöl-
menna af því tilefni, um leið og
þeir njóta snillingsins. Q
son. Skipið var sjósett 17. marz
sl. og hlaut þá nafnið „m/b
Bjarnarey VE 501“. Þetta skip
er það fjórða, sem Slippstöðin
h.f. afhendir Einari Sigurðssyni
á rúmlega einu ári og áætlað er
að afhenda honum fimmta skip-
ið, „m/b Álsey VE 502“, í lok
maí.
„M/b Bjarnarey“ er útbúin
til línu-, neta-, tog- og nótaveiða
og togbúnaðurinn er gerður
fyrir skuttog, sem er nýjung.
Skipið er búið öllum nýjustu
siglinga- og fiskleitartækjum óg
má þar nefna tvær ratsjár af
gerðinni KELVIN HUGHES og
DECCA, ATLAS fisksjá, og
asdic af gerðinni SIMRAD.
Aðalvél er af gerðinni MANN-
HEIM, 765 hestöfl og reyndist
ganghraði 12V2 míla í reynslu-
ferð. Auk þess eru tvær hjálpar
vélar af gerðinni BUKH, 84
hestöfl hvor, sem geta framleitt
72 kgw samtals. í skipinu er
innbyggður hraðamælir af gerð
inni SAL-LOG 64. Senditæki
eru af gerðinni SAILOR T 122,
16 rása og viðtæki 23 rása.
Lengd skipsins er 31 meter og
breidd 6.7 metrar. Allar íbúðir,
sem eru fyrir 12 manns, eru í
afturskipi.
Skipstjóri á „m/b Bjarnarey“
er Jón Rögnvaldsson og vél-
stjóri verður Þorgrímur Þórðar
son. Skipið heldur strax á neta-
veiðar.
(Fréttatilkynning)
Flugfélögin undir sönui stjórn
FLUGFÉLAG íslands og Loft-
leiðir hafa fallizt á þær tillögur
trúnaðarmanns ríkisstjórnarinn
ar, Brynjólfs Ingólfsspnar ráðu-
neytisstjóra, að yfirstjórn flug-
félaganna verði sameinuð og
stefnt að fullri sameiningu félag
anna, af hagkvæmnisástæðum.
Á sameiginleg yfirstjórn að
vera komin á 1. ágúst í sumar.
í fréttatilkynningu samgöngu
málaráðuneytisins segir:
„Undanfarna mánuði hafa
staðið yfir viðræður milli Flug-
félags íslands h.f. og Loftleiða
h.f. fyrir atbeina ríkisstjórnar-
innar og með aðstoð trúnaðar-
manna hennar um ráðstafanir
til að draga úr samkeppni félag
anna, auka samvinnu þeirra eða
sameina bæði félögin undir eina
stjórn,
í dag hafa félögin fallizt á
samkomulagsgrundvöll, sem
trúnaðarmenn ríkisstjórnarinn-
ar lögðu fram 14. f. m. um að-
ferðir til að ákveða eignarhlut-
föll í sameinuðu félagi, en eftir
er að semja um mörg önnur
atriði og er stefnt að því að
ljúka samningum um þau fyrir
lok maímánaðar.
Miðað við að endanlegt sam-
komulag takist milli félaganna
er gert ráð fyrir, að yfirstjórn
þeirra verði sameinuð 1. ágúst
Samkomulagið í heild er að
sjálfsögðu háð samþykki hlut-
hafafunda í félögunum síðar.“
HESTAMENN FARA
HINA LEIÐINA
HÓPREIÐ hestamanna fer að
venju fram sumardaginn fyrsta.
En blaðið hefur verið beðið að
geta þess, að önnur leið verður
valin en fyrr. Lagt verður af
stað við Aðalstræti 23, þaðan
að Ferðanesti, þá norður nýja
veginn, upp Lækjargötu, norð-
ur Þórunnarstræti, upp að Elli
heimilinu og þar norður Byggða
veg og allt norður í Glerár-
hverfi.
Breyting þessi er gerð vegna
þess, að malbikið í miðbænum
skapar fjölmennari hópreið
hættu. Q
Frá Skagaströndiimi
Stefán Reykjalín, Einar Sigurðsson og Gunnar Ragnars viö afhend-
ingu Bjarnareyjar 11. apríl. (Ljósni.: M. O. G.)
Skagaströnd 13. apríl. Nýjum
28 tonna bát hjá Skipasmíða-
stöð Guðmundar Lárussonar
var í gær gefið nafnið Jörfi.
Eigendur hins nýja báts eru
Hinrik Þórarinsson og Þórarinn
Höskuldsson frá Húsavík. Bár-
urinn verður sjósettur á morg-
un.
í síðustu viku gerði mikinn
snjó og vegurinn hér norður á
Skagann varð algerlega ófær
öllum bílum. Hann var ekki
ruddur og þar var síðan aðeins
dráttarvélafæri. Snjó tekur nú
óðum upp og vegurinn batnar.
Bátarnir eru hættir rækju-
veiðum, því að þeir eru búnir
að veiða þær 1700 lestir, sem
leyfilegt var að veiða til 1. maí.
Rækjuaflinn var mikill og at-
sinna því góð. Nú er Hafþór
væntanlegur eða þegar kominn
til að leita nýrra rækjumiða
norðar í Húnaflóa. Binda sjó-
menn vonir við að geta bráð-
lega farið að veiða úthafsrækj-
una. X.