Dagur - 14.04.1973, Side 7

Dagur - 14.04.1973, Side 7
Ung barnlaus hjón óska eftir 2—3 herbergja íbúð á leigu, erum hús- næðislaus. Sími 1-18-82. 4ra herbergja íbúð til sölu, skipti á bújörð kæmi til greina. Uppl. í síma 1-22-67. 4—5 herb. íbúð óskast á leigu frá 15. sept., lielzt nálægt sjúkraliúsinu. Fyrirframgreiðsla allt að kr. 100.000,00. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Dags. Vantar 2ja lierb. íbúð sem fyrst. Helzt til leigu, kaup koma til greina. Sími 1-23-31. ORÐ DAGSINS SÍMI - 2 18 40 AUCLYSIÐ I DEGI STJÓRNIN. Notaður súgþurrkun- arblásari óskast til kaups. Uppl. í símum 2-13-38 og 2-12-04. Til sölu 8 tonna vöru- bifreið árg. 1967. Bifreiðin er með'stórum st. Páls sturtum og 18 feta stálpalli. Uppl. í síma 96-4-15-39. Til sölu Ford Cortína árg. 1971 ekin 7 þúsund kílómetra. Uppl. í síma 1-15-19 eftir kl. 19. ÓLAFLR JONSSON: Minningaþættir. Seinna bindi. Prentsmiðjan Leiftur h.f., Reykjavík 1972. ANNAÐ bindi æviþátta Ólafs Jónssonar er komið út, og er ekki skorið við nögl, rúmar fjögur hundruð blaðsíður. Þetta er ekki ævisaga í eiginlegum skilningi, fremur en fyrra bind- ið, og raunar í enn minna mæli en það, heldur eru hér raktir ýmsir atburðir, sem orðið hafa höfundinum minnisstæðir, af ýmsum ástæðum. Ferðalög skipa enn sem fyrr mikið rúm í ritinu, og enn er Ólafur tíðum gangandi á sínum tveimur jafn- fljótum, þótt ýmis farartæki séu líka notuð, allt frá reiðhjóli til flugvélar. Bókin. hefst á dagbókarbroti frá sumrinu 1923, þegar höfund- ur dvaldist um tíma á bæ einum á Jótlandi. Kaflinn ber yfir- skriftina Iðjuleysi og sveita- sæla, og er eins konar Idyll eða fjörugt Intermesso í ævikviðu Ólafs, sem annars má helzt kalla Andante con spirito. Slíkt millispil er nauðsynlegur þáttur Á iveimur jafnfljóium í þroskaferli manna, þótt fánýtt virðist í fyrstu, enda fara þeir mikils á mis, sem aldrei reyna slíkt. Þá er greint nokkuð frá Hafnarlífinu á þessum tíma, en þar er Ólafur fremur athugandi en þátttakandi. Hann hefur þá gáfu, að sjá þetta líf úr fjarlægð, þótt hann sé mitt í hringiðu þess, jafnvel í hringekjunni í Tívolí, og því sleppur hann einnig með óskemmda lá og lit frá henni. Næsti kafli lýsir aðkomunni til höfuðstaðar Norðlendinga, og heimilisástæðum Ræktunar- félags Norðurlands, sem Ólafur gerðist nú strafsmaður hjá. Nú kom sér vel að hann var ýmsu vanur, og hafði ekki baðað í rósum alla ævina. „Ég hafði að vísu ekki búizt við miklu, en þó tæplega átt von á svona bágum ástæðum", segir Ólafur. Það virðist jafnvel hafa hvarflað að honum að hætta við starfið, en meðfædd skyldurækni og hæfi- leg þrjóska, komu þó í veg fyrir það. Og því settist Ólafur nú að í „turninum“ í Gróðrarstöðinni, þessu einkennilega húsi, sem er eins og talandi minnismerki um hugsjón Ræktunarfélagsins, Eklri dansa klúbburinn lieldur dansleik í Al- þýðuhúsinu, miðviiku- daginn 18. apríl, síðasta vetrardag, kl. 21,00. Miðasala við inngang- inn, ekki svarað í síma. TREFJAPLAST H. F. A BLÖNDUOSI vanlar duglegan verkstjóra strax. Miklir möguleikar og glæsileg framtíð fyrir góð- an mann. TALIÐ VIÐ JÓN ÍSBERG. SÍMI 95-41-58. í SJÁLFSTÆÐISHÚSINU, sunnudaginn 15. apríl kl. 20,30. 1. Ferðakynning: Ingólfur Guðbrandsson. 2. Kvikmyndasýning frá Útsýnarferðum. 3. Ferðabingó, 2 utanlandsferðir. 4. Dansað til kl. 1. Hljómsveit Ingimars Eydal. FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN. Umboð á Akureyri: BÓKVAL, - SÍMI 1-27-34. Garðlönd bæjarins Vinsamlegast endurnýjið greiðslukvittunina fyr- ir 15. maí n. k. Annars verða garðarnir leigðir öðrum. Viðtalstími á þriðjudögum og föstudögum kl. 10—12 f. h. að Hafnarstræti 69, sími 2-12-81. GARÐYRKJUSTJÓRI. $ r r IBUÐ óskast til leigu Uppl. gefur ARNGRlMUR BJARNASON, K.E.A. eins konar loftkastali í þess orðs réttu merkingu, enda fór svo, að Ólafur varð kenndur við Gróðrarstöðina, og er svo jafn- vel enn, þótt hann sé löngu flutt ur þaðan. Þá segir frá ferðalögum um Norðurland á næstu vetrum, í sambandi við svonefnd bænda- námskeið, sem haldin voru á vegum Búnaðarfélags íslands, svo og frá námskeiðunum sjálf- um. Ferðir þessar voru oft eng- inn leikur, þótt góðæri ætti að heita, og aðstæður til námskeiðs haldsins voru oft neðan við all- ar hellur. En hér fór sem oftar, að erfiðleikarnir gleymdust, en eftir stóð ánægjan. Lýsingar Ólafs á námskeiðum þessum og ferðum eru oft kostuglegar og hreinasti skemmtilestur. Næsti kafli fjallar um Bún- aðarþing, sögu þess og starfs- hætti og ferðalög höfundar í sambandi við þau, en hann átti þar sæti í 25 ár samfleytt. Er kaflinn fróðlegur, og inn í hann fléttað skemmtilegri frásögn af sóttkví á Akureyri, sem í dag hljómar eins og lygasaga. Þá er kafli með allmörgum ferðaþátt- um frá óbyggðum öræfanna, en Ólafur hefur áður sýnt rithöf- undarhæfileika sína á slíku efni, og eru þessir þó ekki síðri. Að lokum eru Eftirþankar, sem eru eins konar stutt æviágrip, þar sem er minnzt samstarfs- manna, sagt frá skólaheimsókíi- um, opinberum störfum, rit- störfum o. s. frv. ^ Ég gat þess í upphafi, að bók Ólafs væri ekki æVisaga hans, nema að nokkru leyti. Um dag- leg störf hans í Gróðrarstöðinni vitum við harla lítið, ekki held- ur um rannsóknir hans eða rannsóknaferðir, og enn síður um heimilishætti hans eða atburði úr einkalífi, sem mörg- um ævisöguritara verður skraf- drjúgt um. Hér hygg ég að með fædd hlédrægni Ólafs og lítil- læti valdi mestu um. Það er að vísu rétt, sem hann segir í for- mála fyrra bindisins, að um þessa hluti má fræðast á öðrum stöðum, m. a í Ársriti Ræktun- arfélagsins og í fyrri bókum höf undarins. Margur hefur þó sjálf sagt búizt við, að um þessi efni yrði fjallað í æviþáttunum, og orðið fyrir vonbrigðum í því efni. j, Sjálfum finnst mér einhvern veginn, eins og það vanti þriðja bindi þessarar bókar, sem mætti kalla Vísindasögu Ólafs, sem hófst litlu fyrr en megin- efni annars bindisins lýkur, eða með undirbúningi ritverksins Ódáðahraun, en því lýsir Ólafur svo í æviþáttum sínum: „í riti þessu beinist hugur minn inn á alveg nýjar brautir, heillandi vettvang fyrir löngun mína til ritstarfa. Það sameinaði í eitt löngun mína til rannsókna, hneigð mína til náttúrufræði- legra viðfangsefna, umfangs- mikla heimildakönnun og alþýð lega frásögn.“ ;| í lok bókar sinnar getur Ólaf- ur þess, að hann vonist til að mæta bókum sínum handan lífs landamæranna. „í nýrri og full- komnari útgáfu." í samræmi við það vona ég að hann komi því í verk að rita vísindasögu sína, ef ekki hérna megin, þá hinum megin tjaldsins. 1 H. Hg. | Margrét Jónsdóttír F. 3G. marz 1885. D. 1. febrúar 1973. Kveðja írá börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Hvert jarðneskt líf er hrörnun háð, og hold er lagt í grafar-skjól. En andinn frjáls sér framtíð býr í fegri heima sól. Þar ævilaunin uppskerð þú, sem áttir hina björtu trú, og þekktir milda gæzku Guðs, er græðir allt, sem kól. I Þitt líf var fórn og stöðugt starf til stuðnings þeim er skorti mátt, að veita huggun hver jum þeim og hjálp, er áttu bágt. Þú gleymdir eigin þreytu þar, sem þörf á skjótri aðstoð var. Og lífs þíns veg þú gekkst með gát í gleði, frið og sátt. i i f klökkri þökk við kveðjum þig. Þú koniin ert á vinafund. Og Guð þig man, því gæzku hans þú gleymdir enga stund. Þú gekkst þá braut, er bauð hann þér. — Svo bjart um þína minning er að Ijós það okkur lýsa mun, er lokast taka sund. (K. f. D.)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.