Dagur - 01.08.1973, Qupperneq 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Sírnar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERJLINGUR DAVlÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Bjömssonar b.f.
Bændadagur
EFTIR að þjóðin fór að skiptast í
hinar ýmsu stéttir og starfsgreinar,
með fjölbreyttari atvinnuháttum,
helguðu þær sér ákveðna daga, til að
treysta samtök sín og halda hátíð.
Bændur landsins voru flestum seinni
og hafa ekki enn eignazt sinn bar-
áttudag, en fyrir allmörgum árum
var sá siður vxða upp tekinn, að
halda sérstakan bændadag fyrir við-
komandi liérað. Svo hefur það verið
hér við Eyjafjörð. Fyrsti eyfirzki
bændadagurinn var haldinn 4. ágúst
1957 á Árskógsströnd og þar var
honum enn valinn staður á sunnu-
daginn. Eldri menn, sem þar vox-u,
muna enn ræðu þjóðskáldsins frá
Fagraskógi og þeirrar hrifningar,
sem hún vakti þeirn á þessum fyrsta
Bændadegi Eyfirðinga. Þau orð eiga
enn við. En þjóðskáldið sagði þá
meðal annars:
„Btxskapur á ekkert skylt við hera-
að eða happdrætti, eftiisókn eftir
vindi né verðlaunafýsn. Hann er hið
hljóðláta og virðulega staxf, sem veit-
ir vel fenginn arð, ef allt gengur að
óskxxm. Framleiðsla bóndans er ekki
frá neinum tekin. Hún er uppskera
jarðar og ávöxtur, lífsviðurværi
heiðarlegra manna, sem að loknu
dagsverki geta gengið til hvíldar án
alls samvizkubits. Starf bóndans er
ræktun og friðarstarf, andstætt öfg-
úm og rótleysi. Það stuðlar að jafn-
vægi þjóðfélagsins og andlegum
þroska.“
Og síðar í ræðunni:
„Einsatklingurinn skiptir mestu.
Án þroska hans er allur félagsskapur
einskis virði. íslenzk bændastétt þai-f
ekki að vantreysta gæfu sinni. Erfið-
leikarnir eru alls staðar, og það er
lögmál h'fsins, að hver maður verður
að glíma við sín Grettistök í lífs-
baráttunni. Og hver er of góður til
iað reyna krafta sína?“
Ræðumaður sagði ennfremur, „að
nú myndi Helga magra vel líka, ef
hann stigi niður af fjallinu og liti
byggðir Eyjafjarðar, svo byggilegar
væru þær nú og manndómur mikill
í bændastétt. Hverri jörð væri skilað
betri og lífvænlegri í hendur afkom-
endanna og vinnugleðin væri enn
hinn sanni fögnuður allra þeirra
manna, sem lifðu og störfuðu með
gróandi jörð. Ljjift væri og skylt að
minnast forfeðranna og blessa þá, en
það skyldu menn gera í störfum sín-
um, fyrst og fremst. Slíkt væri ekki
neitt dekur við fortíðina, en aðeins
virðing við erfleifð okkar.“
í ræðulok bað skáldið menn að
minnast þess, að vanrækja ekki að
ganga á hin andlegu sólarfjöll, til að
skynja fegurð lífsins og öðlast vizku
til að elska skapara sinn. D
Svar við opnu bréfi Eiðs Guðmundssonar bónda
HEILL og sæll óðalsbóndi, Eið-
ur Guðmundsson. Þú óskar
eftir svari við bréfi þínu og vil
ég ekki láta undir höfuð leggj-
. ast að verða við því fljótt, því
ellin nálgast okkur bæði og oft
er tími naumur. Því er bezt að
vinna meðan stundir gefast, en
þess bið ég þig að minnast, er
þú lest svör mín, að þau eru
umbeðin.
Okkur ber saman um að
- Benedikt hafi verið af vamm-
lausu dugnaðarfólki og góð-
bændum kominn, en lifði á
verstu tímum er yfir ísland
hafa gengið, .sífelld harðindi,
hallæri, hafís og Móðuharðind-
in. Foreldrar hans eignuðust
sex börn, fimm þeirra og allt
fullorðið fólk á bænum, annað
en hjónin, dóu í harðindunum.
Búpeningur féll allur og hrökt-
ust hjónin á vergang með Bene-
dikt. Nútímafólki hrís hugur við
að heyra um þær hræðilegu
hörmungar, er það fólk er á
vergang fór þurfti að ganga í
gegnum. Bernska og æska Bene
dikts var því með afbrigðum
dapurleg og erfið. Foreldrar
hans fóru fljótlega aftur að búa,
en auðvitað við lítil efni. Hann
hefur því, að fenginni reynslu,
vitað að betra var að hokra við
búskap og að börnum var meira
öryggi í því að vera heima, en
lítilmagnar meðal vandalausra.
Hann vann því af óþreytandi
elju og dugnaði, reyndi að bjarg
ast og óskaði aðeins að fá að
vera í friði með sitt og sína,
enda óáleitinn við aðra menn.
Hann giftist ungur Rósu Odds-
dóttur og þau eignuðust 19
börn, 8 dóu ung en 11 komust
upp, mörg lifðu til hárrar elli.
Þetta vitum við bæði. — Ekki
veit ég hvað þú telur viðhlýt-
andi rök, en ég nefni heimildir
mínar í greininni: Kirkjubækur
Myrkársóknar, sóknarlýsingar,
annálar, skráðar heimildir úr
ritum um þjóðlegan fróðleik,
sagnir bæði skyldra og vanda-
lausra. Hvergi læt ég liggja að
því, að ég telji þig eiga eitt orð
í þætti þeim í Grímu, er ég
vitna í, aðeins nota ég hann
sem heimild og tek fram, að
hann sé skráður af Jónasi Rafn-
ar eftir heimildum manna er
hann nefnir, þar er efst á blaði
nafn föður þíns. Hvergi getur
Jónas þess í þættinum, hvað sé
eftir hverjum haft og því er
ekki á nokkurs manns færi að
sanna neitt um það. Þetta er
óþarft um að pexa og eftirlæt
ég þér það. Um húsakostinn í
Flögúseli segir þú (bls. 192 í
Súlum IV.): „Á tíð Benedikts í
Flöguseli var húsakostur þar
mjög bágborinn og lélegri en
á flestum bæjum öðrum.“ Því
segi ég aðeins: í Grímu er húsa-
kynnum í Flöguseli lýst ýtar-
lega. Fróðir menn, sem athugað
hafa þá lýsingu, telja bæinn
ekkert frábrugðinn því sem þá
gerðist og jafnvel fram til 1910
—20. Séra Jón Jónsson, lærði,
segir einnig í Sóknarlýsingu
sirini frá 1841: „Vel byggð torf-
hús, hentug en ekki of mörg né
of stór sýnast þeim íslenzka
"bórida, sem lifir af tómum bús-
ávexti sínum, hentugust vera.“
Flónskjaftur minn og/eða ill-
menni segir ekki meira um
þetta. —
Hvergi hef ég heyrt eða séð
að Sigga hafi verið ofdrykkju-
manneskja. Um drykkjuskap
hennar segi ég aðeins það sem
stendur í greininni í Grímu.
Þar segir, að ýmsir vestur þar
í sveit hafi haft gaman af að
gefa Siggu í staupinu og hlusta
síðan á drykkjuraus hennar um
föður sinn og aðra. Jónas Rafn-
ar segir þar, að sumt af því sem
eftir Siggu sé haft, ef rétt sé
hermt, sé svo ljótt og augljós-
lega í ölvun sagt, að ekki sé tak
andi mark á því. Það er alveg
víst, að fleiri feðrum en Bene-
dikt á Flöguseli mundi verða
það lítill virðingarauki að orð
og gjörðir bama þeirra, undir
slíkum kringumstæðum, séu
notuð sem sagnfræðilegar heim
ildir. Mörg vitleysa er í ölæði
sögð þakklátum áheyrendum.
Séra Jón Jónsson, lærði, segir
í Sóknarlýsingu sinni 1841, þá
nýlega kominn að Möðruvalla-
klausturprestakalli: „Útvortis
siðferði eftir manna lögum er
ekki mjög lastvert og engir eru
hér stórfelldir drykkjumenn, en
þó yrði siðferðið mun betra ef
brennivín væri alls ekki til.“
Ættingjar töldu þetta svo aug-
Ijóst vera, svo og væri auðvelt
að sjá af hvaða rótum sögurnar
um illsku föður hennar við
hana væru runnar, að þeir
töldu ekki leiðréttinga þörf, er
þátturinn kom í Grímu. Hvort
ættingjar munu vita betur hið
sanna um heimilishætti og að-
búð þar heima, og því ekki vera
lakari þær heimildir, er frá
þeim kunna að vera runnar, en
slúðursögur vandalausra, legg
ég í dóm lesenda. Einnig er vert
að benda á þá staðreynd, að
samkvæmt kirkjubókum, hafa
verið mörg töku- og fósturbörn
í Flöguseli, bæði skyld og
vandalaus, sum árum saman.
Við lauslega athugun fann ég
hátt á annan tug barna, frá 1816
og fram til 1846, að Benedikt dó.
Gaman er að geta þess, að
Jónatan, sonur Guðrúnar, elztu
dóttur Flöguselshjóna, er þú
segir í Súlugreininni merkis
mann verið hafa (bls. 188), var
alinn upp hjá afa og ömmu.
Björn sonur þeirra, sá er þú
segir í Súluþætti þínum að hafi
„alizt upp á betri bæ“ en misst
ungur heilsuna og látist fyrir
miðjan aldur, „fyrr en hin syst-
kinin er upp komust", eftir
miklar sjúkdómsþrautir, var
heima í Flöguseli með konu og
börn eftir að hann missti heils-
una, samkvæmt sömu heimild.
Merkilegt að fólk skyldi láta
þarna vera heimkynni barna
sinna, er svo var illræmt af
sveitungum, að sögn nágranna!
Ég vil benda þér á að þú segir
í grein þinni í Súlum (bls. 192)
orðrétt: „Stundum sýndist svo
sem Benedikt mæti líf og heilsu
barna sinna einskis.“ Þetta
virðist mér ekki vera alveg
meinlaus ásökun og því segi ég,
í grein minni í Súlum, að ég
telji þetta ekki satt og mjög
ómaklegt, sem ég muni sanna.
í neðstu grein á sömu síðu seg-
ir þú, orðrétt: „Svo sem fyrr
getur var Benedikt verstur við
Stuttu-Siggu, barna sinna allra.
Þegar hún var á þriðja ári,
skildu foreldrar hennar hana
eina eftir frammi á Hörgárdal,
síðsumarkvöld eitt, er þau fóru
þaðan heim frá heyverki. Lá
barnið þar um nóttina, en var
þó vitjað daginn eftir og flutt
heim.“ Nú segir þú í Degi að
Sigga hafi verið kornabarn er
hún lá úti. Eru börn á þriðja
ári talin kornabörn í Hörgár-
dal? Orðabækur skýra orðið á
þann veg að það þýði reifabörn,
og svo held ég að það sé alls
staðar annars staðar notað.
Kornabörn liggja þar sem þau
eru lögð og því auðvelt að
finna.
Sannleikurinn um atburðinn
er svohljóðandi: „Hjónin fóru
með börnin sín til heyskapar á
engi, þar týndist Sigga og fannst
ekki um kvöldið þrátt fyrir
mikla leit fram í myrkur. Von-
uðust foreldrar Siggu eftir, að
hún væri á heimleið, en fundu
hana ekki fyrr en birti og þá
heila á húfi.“ Það hefur marg-
oft komið fyrir, bæði fyrr og
síðar, að börn hafa týnzt, rangl-
að frá fólki, þreytzt af göngu,
lagzt fyrir og sofnað. Ekki er
hægt að sjá að foreldrarnir
hefðu getað brugðizt öðru vísi
við vandanum en þau gerðu.
Það þarf undramikla illgirni til
að nefna svona atvik sem dæmi
um harðneskju og grimmd við
barnið, raunar alveg óskiljan-
legt, því ekkert getur talist
óvenjulegt við atburðinn annað
en það að barninu skildi ekki
verða meint af. Saga þín um
kornabarnið mun eiga að
hnekkja þessari frásögn minni
Sagan um er Benedikt sótti
son sinn vestur í Hjaltadal er
þannig í aðalatriðum: Benedikt
sendi son sinn vestur að Reykj-
um í Hjaltadal, vetrarmorgun
einn í góðu veðri og færð. Leið-
in er löng, 6—7 klukkustunda
gangur yfir há fjöll og klungur.
Seint um daginn brast á stór-
hríð. Þá varð Benedikt svo
hræddur um drenginn, að hann
lagði af stað, svo sem hann var
klæddur, tók aðeins staf sinn.
Hann komst að Reykjum og
fann þar drenginn. Þú segir svo
frá í Súlum bls. 193: „Beztur
var Benedikt við Sigfús og mat
hann mest barna sinna.“ Síðar
á sömu blaðsíðu: „Fúsi hafði
náð að Reykjum rétt áður en
hríðin brast á. Þá grét Benedikt
í Flöguseli og var það víst í
eina skiptið, sem hann sást
vikna.“ Jónas Rafnar segir í
Grímu, skýrt og greinilega, að
það hafi verið Friðfinnur, sá er
talinn er lítill bógur verið hafa,
er Benedikt sótti vestur í stór-
hríðinni. Ekki er getið heimilda
fyrir því sérstaklega fremur en
öðru í (greininni) þættinum, en
það sýnir þó að menn hafa tal-
ið, sumir að minnsta kosti, að
það hafi ekki endilega þurft að
vera uppáhalds sonurinn, er
hann fór að sækja.
í þættinum í Grímu er einnig
sagt frá því, að Sigga hafi í
bernsku orðið fyrir því slysi, að
yfir hana helltist úr heitum
súpudiski. Hún brenndist í and-
liti og hafði ör alla ævi. (Tekið
er fram í Grímu, að hún hafi
ekki verið ófríð þrátt fyrir ör-
in. Þú talar um í grein þinni í
Súlum að þau hafi verið ófríð
öll börnin). Benedikt fór þá til
Akureyrar til að leita læknis og
meðala við sárunum. Að sögn
Grímu, taldi Sigga að þetta
hefði verið eini vottur um föður
lega hlýju, er henni hefði verið
sýndur. Rétt er að geta þess, að
Sigga náði aldrei fullum líkams
eða sálarþroska, var á stærð við
10 ára barn. Kunnugir töldu að
hún hefði þroskazt eðlilega
fram að 5 ára aldri. Jónas Rafn-
ar staðfestir þetta. Ekki er vitað
með vissu hvað þá hefúr komið
til, en um það leyti veiktust
börnin í Flöguseli af einhverj-
um óþekktum sjúkdómi. Tvö
þau yngstu dóu, en Sigga og
Friðfinnur báru þessa menjar
alla ævi. Jónas Rafnar getur
þess einnig að Sigga hafi haft
beinkröm.
í æsku minni var ég eitt sinn
stödd á fjölmennum vinnustað
þar sem talað var um Stuttu-
Siggu, því þarna var fólk ættað
eða kunnugt þar vesturfrá. Það
talaði um framkomu vanda-
lausra við hana, en ekki um
grimmd föður hennar. Stendur
mér enn ógn af þeim lýsingum
er ég heyrði þar. Erfitt er að
sanna slíkt og það því fremur
er umkomulaus lítilmagni á í
hlut. Frásögn Grímu staðfestir,
að er leitað var að barnsföður
Siggu, hafi sýslumaður látið
sýna henni marga menn, hún
bent á einn og sagt: „Þarna er
hann helvítis beinið“. Gríma
segir þetta bæði á venjulegu
máli og tæpitungumáli Siggu.
Lítið mun hún hafa elskað
þennan barnsföður sinn að
minnsta kosti. Svo sem þú veizt,
eru ævaforn lög, samhljóða
fyrir öll Norðurlönd, um það,
er þú skilgreinir svo ýtarlega
og smekklega í 11. lið greinar
þinnar í Degi. Það er aðeins
ein sök og ein refsing, sem það
varðar ef í hlut á kornung
stúlka eða aumingi. Merkin
sýna verkin í máli Siggu. Sekir
menn hafa þá ekki hlotið þá
refsingu er lög mæltu fyrir, ef
hvergi er neitt um það að finna
á sakaskrá. Meiri líkur eru einn
ig til, að betra hefði verið að
leita í skjölum frá því eftir
miðja öld, ef eitthvað ætti um
þetta að finnast. Oþarft er með
öllu að óttast um að ég skaði
saklausa merin með orðum mín-
um, einmitt af því að ég nefni
engin nöfn. Það er eirtnig alltaf
betra að lofa löngu liðnu fólki
að hafa grafarró en rjúfa ekki
nema af illri nauðsyn.
Séra Gamalíel Þorleifsson og
ættfræðingar verða ekki að-
skildir í þessum skýringum.
Eina ritaða heimildin, er þú til-
færir í grein þinni í Súlum (bls.
194), til að sanna staðhæfingar
þínar um að Benedikt hafi verið
fyrirlitinn, er umsögn séra
Gamalíels í kirkjubókinni er
hann nefnir hann „bóndanefnu“
svo segir einnig í Grímu. Ég var
einmitt að sýna fram á, að aðrir
ættfræðingar hefðu ekki tekið
dóma prests um sóknarbörn sín,
sem óyggjandi rök. Ættfræð-
ingarnir voru: Vigfús Guð-
mundsson frá Keldum, Bragi
Sveinsson frá Flögu, séra Benja
mín Kristjánsson og fleiri er
Helgi Valtýsson kvaddi sér til
aðstoðar, er hann var að undir-
búa útgáfu hins ágæta rits
„Söguþættir landpóstanna.“
Hann var mjög vandvirkur og
heiðarlegur í öllum ritstörfum.
Það munu einkum hafa verið
Vigfús og Bragi, sem könnuðu
kirkjubækur og önnur rit, er þá
voru aðeins til í söfnum fyrir
sunnan. Þar segir: „Það er fá-
séður vitnisburður, sem sóknar-
prestur gefur þeim hjónum í
kirkjubókinni og virðist varla
geta verið laus við kerksni og
persónulega áreitni. Hann er
nefndur „bóndanefna eða
vesældarbóndi“ og kona hans
„konumynd eða konunefna“.
Þeir vissu, að þessi maður hafði
aðeins til góðra að telja og kona
hans var myndarkona. „Konu-
myndin“ fékkst við Ijósmóður-
störf, en að vísu ólærð. Þeir
koma, seinna í ritinu, með frá-
sögn af henni, er ekki mun hafa
aukið trú þeirra á réttmæti
dóma prests.
Við athugun á kirkjubókum
Myrkársóknar kemur þetta í
ljós: Benedikt í Flöguseli og
fólk hans liefur. ekki farið var-
hluta af „kerskni prests og
áreitni", því prestur lætur sér
ekki nægja „bóndanefnu“ nafn-
giftir. Vitnisburðir hans fyrstu
árin eru með mjög venjulegum
hætti, bóndi og kona með börn,
læs og ekki út á neitt að setja,
þá er jafnvel Sigga orðin staut-
andi. Svo fer nú heldur að
koma afturför í mannskapinn
og það er orðið „ólæst“, „óskíkk
anlegt" og „fávíst“. Svo gengur
það ár eftir ár, en 1841 tók séra
Gamalíel sér aðstoðarprest, séra
Pál Jónsson. Árið 1842 er svo
Flöguselsfólkið aftur orðið læst,
hegðun þess góð, kunnátta góð
eða sæmileg eftir atvikum.
Bókakostur virðist vera þar
meiri eri víða annars staðar, þar
á meðal er Vídalínspostilla. Ein-
kennilegt hjá ólæsu fólki! Þó er
Sigga ennþá ófermd og hinn
síðasti harði dómur séra Gam-
alíels var: „Getur ekkert gott
lært“. Oft höfðu fallið niður
fermingar í Myrkársókn hin
síðari ár, stundum tvö ár í röð,
samkvæmt kirkjubókum. Séra
Páll tók Siggu heim til sín að
Myrká, kenndi henni og fermdi
síðar, með leyfi stiftprófasts Á.
Helgasonar. Segir þá meðal
annars að hún kunni Lúters
litlu fræði, höfuðlærdóminn,
líka vers og bænir, en sé mál-
hölt. Það er auðséð á vitnis-
burði og framkomu þessara
presta við sóknarbörnin að þeir
hafa verið ólíkir menn. í sóknar
lýsingu segir séra Magnús Jóns
son, að vísu um aðra sókn en
Myrkár: „Siðferðið hefur til
skamms tíma ekki verið sem
skyldi, það hefur máske nokkuð
verið að kenna prestum er
hingað hafa komið fyrr meir, er
að sögn flestir hafa verið breysk
ir, sinn með hverju móti og
ekki hirt um eða haft tök á að
koma á góðri skipan og sið-
semi.“
Geta má þess, að sú erfiða
kvöð hvíldi á Flöguselsbónda,
að gæta búfjárhaga er Möðru-
vallaklausturskirkja átti, þar
fram frá. Var leigð þar haga-
ganga, bæði fyrir naut og sauð-
fé. Það þurfti því auðvitað oft
að stugga við óviðkomandi bú-
peningi er þangað sótti. Mjög
óvinsælt verk og ekki líklegt til
að afla vinsælda þeim er fram-
kvæmdi.
Gaman er að geta þess að á
elliárum fór Sigga, þrátt fyrir
ötullegar tilraunir fólks vestur
þar til að kyrrsetja hana, fót-
gangandi til Siglufjarðar, Snorri
sonur sr. Páls Jónssonar var þar
þá verzlunarstjóri. Hún taldi
sig hafa fóstrað hann forðum á
Myrká og mun það rétt vera,
en öllum heimildum, sem ég
veit um ber saman um að hún
hafi verið barngóð. Hún er sögð
hafa haft með sér pottköku til
að gefa Snorra. Vestur komst
hún og fékk hinar ágætustu
móttökur. Var hún þar síðan
veturlangt í góðu yfirlæti. Einu
sinni var hún þar í veizlu með
mörgu stórmenni, þar á meðal
var læknir þeirra Siglfirðinga,
Helgi Guðmundsson. Kona ein
er þar var bauðst til að gefa
Siggu klæðispeysu ef hún vildi
ganga til læknisins og kyssa
hann. Sigga var feimin og treg
til, en langaði auðvitað mjög í
peysuna. Læknirinn fékk pata
af þessu, gaf Siggu merki um
að koma og kyssa sig. Vann hún
þá til verðlaunanna. (Þessa er
líka getið í Grímu). Víða er til
góð mynd af Siggu í peysunni,
þar sem hún stendur við stól og
er litlu hærri. Læknirinn mundi
ekki hafa gefið henni leyfi til
að kyssa sig ef hún hefði verið
óhrein eða ógeðsleg, enda mun
Flöguselsfólk ekki hafa verið
óþrifið. Þetta er eina frásögnin
úr lífi hennar, er ég hefi heyrt,
þar sem hægt er að finna fegurð
og manngæzku.
Ekki get ég gert svo lítið úr
jafn ágætum ættfræðingi, sem
þér, að fara að telja upp afkom-
endur þeirra Flöguselshjóna, er
lokið hafa háskólaprófum, eru
embættismenn, listamenn eða
aðrir merkismenn. Þó vil ég
segja, að þér er óhætt að fara
víða um land í leit þinni.
Sjálfur segir þú, í Súlnagrein
þinni, að ættmenn Rósu Odds-
dóttur, konu Benedikts, hafi
margir verið merkir menn, þar
á meðal alþingismenn og for-
sætisráðherrar, en þú talar um
að hún hafi verið fávís og
greindarlítil. Þetta heimskutal
er sýnilega frá séra Gamalíel
runnið og er því vorkunn. Dóm-
Endurmat lífsgæfla
ÚR RÆÐU JÓNASAR JÓNSSONAR AÐSTOÐAR-
RÁÐHERRA Á BÆNDADEGI EYFIRÐINGA
ar þínir um konu Benedikts eru
samt það, sem margir ættingjar
eru hvað reiðastir yfir, enda
mjög ljótir og ósanngjarnir.
Hvergi koma fram hjá ættmenn
um eða afkomendum hennar
þeir eiginleikar er þú eignar
henni. Það er varasamt að
skrifa illar umsagnir í kirkju-
bækur og einnig að hafa þær
eftir. Ég hef haldið mig við rit-
aðar heimildir er ég hef tilnefnt
jafnóðum og er merkilegt að
geta fundið svo margt eftir svo
langan tíma, 100—200 ár. Ef
skrifaðar heimildir eru einskis
metnar, er ekki hægt um að
ræða og ég mun ekki eyða tíma
í slíkt, því ekkert hefst upp úr
dómum frá eigin brjósti eða
skattyrðum.
Að lokum þetta: Lofum þessu
löngu látna fólki að hvíla í friði
svo og öllum öðrum, því ekki
eru allir svo lánsamir, sem við
er af Flöguselsfólki erum kom-
in, að eiga aðeins ættingja og
forfeður, er gengið hafa vegi
réttvísinnar. Það er mörgu sak-
lausu fólki þung raun að sjá á
prenti frásagnir um misstig
sinna, oft færð í búning. Látum
hvern og einn í friði með sinn
Drottinsdóm og biðjum aðeins
að við, nútímafólk, stöndum
eins vel í skuldaskilum á efsta
degi eins og þetta þrautpínda
fólk frá hörmunga tímum.
Svo bið ég þig vel og lengi
lifa.
Sigríður L. Árnadóttir.
- SMÁTT OG STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8)
SMÁFISKURINN
Bæjarbúi scndir eftirfarandi:
250 tonn, þannig hljóðaði afla
fréttin í útvarpinu um daginn.
Og það er lireint ekki svo lítið,
jafnvel þótt togari eigi í hlut.
Það er ekki furða þótt gárung-
arnir segi: Skuttogari inn á
hvert heiniili. Við erum miklir
fiskimenn, íslendingar, en samt
liálf skammaðist maður sín,
þegar aflinn sást. Þar var smá-
fiskur, sem varla hefur verið
vinnsluhæfur. Út yfir tók þegar
heilir bílfarmar af þessum smá-
fiski voru fluttir í bræðslu.
AÐ VERA SJÁLFUM SÉR
SAMKVÆMUR
Og bréfritari heldur áfram:
Nú vita allir, að við fslend-
ingar erum að vernda fiskimið-
in og fiskistofnana, svo að fisk-
inum verði ekki útrýmt. Auð-
vitað eigum við að fá stærri
fiskveiðilögsögu, en þá þarf
líka að treysta því, að við stund
um veiðar á skynsamlegri hátt.
Það er ekki meiningin að áfell-
ast eiim öðrum fremur í þessu
efni, lieldur er þetta ritað til að
benda á, að við verðurn að vera
sjálfum okkur sanxkvæmir.
(Framhald af blaðsíðu 8)
Akureyrarkirkju, en um kvöld-
ið bauð bæjarstjórn Akureyrar
þeim til kvöldverðar í Sjálf-
stæðishúsinu. Jón G. Sólnes,
forseti bæjarstjórnar, stjórnaði
samsætinu, en Ólafur Þ. Krist-
jánsson, stórtemplar, þakkaði
fyrir.
Á föstudaginn voru flutt
erindi í Borgarbíói um efni nám
skeiðsins „Börnin og -við“ og
-fóru þar jafnframt fram um-
ræður. Hópvinna fór fram í
Oddeyrarskólanum.
Á laugardaginn var farið í
Mývatnssveit og Reykjahverfi
með erlendu gestunum í glaða
sólskini. Dáðust þeir mjög að
Mývatnssveit og sáu Stóra-hver
gjósa í Reykjahverfi.
Á sunnudag héldu umræður
JÓNAS JÓNSSON, aðstaðar
ráðherra, flutti ræðu í Árskógi,
er þar var haldinn Bændadagur
Eyfirðinga á sunnudaginn. —
Hann sagði þá meðal annars:
Við lifum nú á ákaflega
merkilegum tímamótum. Svo
hefur að vísu oft verið sagt
áður. Mannkynið stendur nú á
þeim krossgötum, að segja má
að ef tekin væri beina brautin
áfram, sem virðast kann auð-
veldust fyrsta spottann, þá leið-
ir hún örugglega til tortímingar
fyrr eða síðar. Við okkur blasir
sem sagt tortíming á lífsmögu-
leikum jarðarinnar, ef svo verð-
ur lengi haldið, sem nú horfir.
Vonandi verður okkar tíma
síðar minnzt, sem byltingar- og'
umsköpunaraldar í sögu mann-
kynsins. Þá verður ekki fyrst
og fremst minnzt atomsprengj-
unnar, geimfaranna eða hljóð-
frárra þota, heldur verður þess
tíma minnzt vegna þess, að nú
hefur mestur hluti hugsandi
manna um heim allan gert sér
ljóst, að nú verður að spyrna
við fótum og stöðva taumlausa
sóun náttúruverðmæta. Sívax-
andi mengun og allsherjar eyð-
ingu lífsgæða og lífsmöguleika.
Þetta eru stór orð en það er
staðreynd, að ekki er langt und-
an að bein fordjörfun lífsmögu-
leikanna blasi við á stórum
svæðum.
Tæknisamfélagið er knúið
áfram af skeíjalausum þörfum
um svonefndan hagvöxt —
aukna framleiðni og síaukna
neyzlu og þar með eyðslu á
verðmætum, sem ekki verða
sköpuð aftur eða aldrei í sama
mæli og þau eru nú. Þetta stefn
ir því að eigin tortímingu. Stöð-
ugt kapphlaup um að finna upp
nýjar framleiðslugreinar og
skapa framleiðslunni markað
— býr til nýjar og áður óþekkt-
ar þarfir — sem enginn fann til
áður. En eftir að þær hafa verið
kynntar með auglýsingum og
tilheyrandi skrumi, verður ekki
linnt látum fyrr en þeim er full-
nægt. Þetta er m. a. sú Gróttu-
kvörn mannkynsins, sem nú
malar og malar og mun mala
þar til allt fer í kaf, ef ekki
verður snúið inn á aðra braut.
Á þessum krossgötum stöndum
við nú.
Andsvarið við þessu hlýtur
að verða nýtt og breytt gildis-
mat hlutanna — annað viðhorf
til þess hvað séu raunveruleg
verðmæti. Menn verða að meta
áfram í Hrafnagilsskóla um
efnið, hvernig hægt væri að ala
upp bindindissama æsku, sem
laus væri við böl áfengis, eitur-
efna og tóbaks. Þá um kvöldið
kom þotan aftur og flutti gest-
ina til Reykjavíkur.
Unaðsleg sumarblíða var alla
þessa daga og rómuðu gestirnir
mjög náttúrufegurð landsins.
í Reykjavík fer fram kynning
á sögu landsins og bindindis-
hreyfingunni hér á landi.
Móttökur þessara norrænu
gesta önnuðust templarar á
Akureyri og voru í móttöku-
nefnd Arnfinnur Arnfinnsson,
Sveinn Kristjánsson og Eiríkur
Sigurðsson.
Svona mót auka kynningu og
tengja vináttubönd milli hinna
norrænu þjóða E. S.
það að nýju, eftir. hverju sé rétt
að sækjast og hvað sé hjóm og
hégómi.
Ein leiðin ti) ,þess áð þjóna
kröfum um aukna tækni, si-
aukna framleiðslu og svonefnd-
an hagvöxt, er stækkun eining-
anna á sem flestum sviðum.
Jónas Jónsson,
aðstoðarráðherra í ræðustól.
Stóreiningar í framleiðslu, verzl
un og annarri þjónustu dragast
þá auðvitað saman í stórborgir.
Þangað dregst fólkið einnig, til
að vera í nálægð ímyndaði-a við
skiptamiðstöðva og svonefnds
athafnalífs. Þessi nálægð er þó
meira og minna ímyndunin ein.
Enginn, sem ekki hefur komið
í stóriðnaðarborgir hinna þétt-
býlu landa, getur gert sér í
hugarlund, hvílíkt samfélags-
afskræmi þær eru. Og allir geta
verið sammála um það, að þær
eru ekki það samfélagsform,
sem stefna ber að.
Sú hugmyndavakning, sem
ég áður nefndi, byrjaði með við-
vörunarorðum náttúruverndar-
manna. Nú eru það áköf hróp
vistfræðinga og umhverfis-
verndarmanna, einnig félags-
fræðinga, sem knýja menn til
að hugleiða, hvernig byggð
skuli háttað, er þjóni sem mest
velferð fólks og veiti því lífs-
fyllingu. Og þá er stórborgar-
byggðin ekki ofarlega á blaði.
Bein, hagræn sjónarmið er stór-
borgunum ekki heldur í vil.
Menn sjá, að stórbo.rgarbyggð-
in er langt frá því að vera hag-
kvæm. Það er ekkj. hagkvæmt
að þurfa að byggja á tveim stöð
um yfir einkabílinn. Vegá- og
gatnakerfi stórbprganna eru
margföld. Þau eru á jörðu,'uppi
í lofti eða undir yfirborði
jarðar. jTi )a j ^
Maðurinn er félagsvéra, en
ekki múgdýr. Hann þjriíst ' í
frjálsu samfélagi en ekki í of-
þröng maurasamfélagsins, serti
stórborgir minna á. Félags- ■ og
afbrotafræðingar eru þess i)ú
fullvissir, að ofþröngin leiðir
fram ranghverfuna og ónáttúru
mannlegs eðlis.
í Svíþjóð, þar sem byggð hafa
verið heil skólablokkahverfi í
útjöðrum borganna, standa nú
æ fleiri nýjar íbúðir og blokkir
auðar, vegna þess, að fólk vill
ekki, að fenginni reynslu, vera
í þeim samfélögum, sem þessar
byggingar skapa.
Þrátt fyrir þetta, er hér á
landi haldið áfram að byggja
stórhverfi eins og Breiðholtið,
þar sem ætlunin er að múra inn
í asvalt og stein allt að 8—10%
þjóðarinnar. Þannig erum við
sein að draga lærdóma af
reynslu annarra, sem ætti að
vera okkur ljós. Erlendis er fólk
löngu farið að streyma út úr
borgunum. Þær eru að tæmast.
Þurfum við að láta sömu þróun
renna sitt skeið hér á landi?
Þurfum við að safna öllu saman
í Reykjavík, til þess að flytja
svo burt á ný? Er ekki mál að
linni, að fólk sé dregið til
Reykjavíkur vegna þess að það
fái ekki atvinnutækifæri á öðr-
um stöðum?
Allir, sem hafa áhuga á jafn-
vægi í byggð landsins, ættu að
gefa þessu gaum. Við eigum
ekki að líta á sveitabyggðina,
sem vandamálið og ekki þorpin
á ströndinni, heldur borgina.
Borgirnar eru þegar orðnar
byggðavandamál fjölbýlisland-
anna.
Það er ánægjulegt að vita til
þess, að hin nýja alda, sem nú
fer um lönd og álfur, hún er
með okkur, íslendingum. Hún
er með þeim, sem vilja að við
byggjum landið, og trúa því að
það sé hægt. Þó er það fyrst og
fremst það, að við eigum að
varðveita þá samfélagsgerð, sem
er bundin við dreifðar byggðir.
Ég á þar við sveitasamfélögin
og þorpasamfélögin, og þau sam
félög, sem eru fremur smáar
einingar. Þessi samfélög eru
bundin beinum, föstum tengsl-
um við frumgæði landsins —■
við að afla hinna raunverulegu
verðmæta úr sjónum og af land
inu. Þar birtist mönnum til-
gangur lífsins og hinnar eðli-
legu lífsbaráttu. Þar finna menn
hin náttúrulegu tengsl við land-
ið, sem við lifum af. Þar verður
ekki sú lífsfyrring, sem fylgir
stórborgai-samfélaginu, þar sem
hver og einn er aðeins lítil
skrúfa í ógnar stórri og flókinni
vél.
Sú hugmyndafræði, sem ég
hef verið að reyna að lýsa, hef-
ur verið nefnd hinn „græni
sósíalismi“. Margt ungt fólk að-
hyllist þetta nú — þetta er þó
ekki skylt sósíalisma, sem rek-
inn er í ákveðnum ríkjum.
Þvert á móti. Inntak hinnar
nýju hugmyndafræði er það, að
við eigum að lifa í takt við
náttúruna og byggja gildismat
okkar á því, sem eru raunveru-
leg lífsverðmæti, fremur en eft-
irkröfum hagvaxtarkenningar-
innar, sem að nokkru er eftir-
sókn eftir vindi.
Framleiðsla er annað hvort
skapandi framleiðsla eða eyð-
andi. Það er einungis landbún-
aður og hvers konar ræktun,
sem er raunverulega skapandi
framleiðsla. Hitt eyðir og geng-
ur á heildarverðmætin, sem
mannkynið hefur úr að spila.
Því hlýtur landbúnaðurixm að
búa við aukna virðingu í fram-
tíðinni.
En tökum eftir því, að byggð-
ir eins og Eyjafjörður falla að
þessu mynstri. Hér fer saman
og er í órofatengslum landbún-
aður og fiskveiðar og full-
vinnsla afurðanna, sem aflað er
úr sjó og af landi. Því vænti ég
þess, að í framtíðinni verði
byggðinni í landinu meira hátt-
að eins og nú gerist í hinum
beztu héruðum. o
- Norrænt góðtemplaranámskeið