Dagur - 10.10.1973, Blaðsíða 1

Dagur - 10.10.1973, Blaðsíða 1
Tankbílar eru byrjaðir aS llytja mjólk frá bændum BYRJAÐ var á laugardaginn að flytja mjólk til Mjólkursam- lags Kaupfélags Eyfirðinga á tankbílum. Sótti nýr tankbíll, er tekur 7.8 tonn, mjólk til bændanna á Svalbarðsströnd í fyrsta sinn og gekk það vel. Síðar í þessari viku hefjast svo mjólkurflutningar með sama hætti úr Ongulsstaða- hreppi. Eiga tveir bílar að anna þessum flutningum og sér Mjólkursamlagið um rekstur þeirra, en Halldór Karlsson á Bifröst verður flutningastjóri. Fjórtán bændur á Svalbarðs- strönd hafa sett um mjólkur- tanka heima hjá sér, en fjórir nota enn gamla lagið. í Önguls- staðahreppi hafa flestir búið sig undir þessa flutninga. Tankflutningar eru taldir hafa marga kosti, og er þegar fengin góð reynsla af þeim á Suður- og Suðvesturlandi, en stofnkostnaður er mikill á bændabýlunum, bæði í fjósum og auk þess við gerð heimreiða. Bílstjórar þessara tveggja nýju mjólkúrflutningabíla verða Stefán Stefánsson, Ásgrímur Karlsson og Ari Árnason. □ Fjögur skip drógu Selfoss SELFOSS strandaði á Vestdals- eyri í Seyðisfirði á fimmtudags- kvöldið í síðustu viku. Var þá veður gott og flestum óskiljan- legt hvers vegpa skipið strand- aði. En stundum koma hin FRÁ LÖGREGLUNNI Á AKUREYRI í SÍÐUSTU VIKU var Akur- eyrarbíll á heimleið, að sunnan. Er hann kom norður fyrir Bakkasel í Öxnadal, sá öku- maður brotið ræsi framundan. Þar sem hann gat ekki numið staðar í tæka tíð, jók hann hrað ann og komst yfir. Bíllinn skemmdist mikið og varð óöku- fær, en bæði ökumaður og far- þegar sluppu án teljandi meiðsla og er það þakkað því, að öryggisbeltin voru notuð í framsætinu. Um síðustu helgi var mikil ölvun í bænum og gistu níu fangahúsið á laugardagsnóttina. Það slys varð, að ökumaður missti vald á bifreið sinni á Eyrarlandsfit. Bíllinn er talinn ónýtur, en ökumaður, sem var einn, slapp án mikilla meiðsla. Hann var fluttur í sjúkrahús, en litlu síðar heim til sín. □ undarlegustu atvik fyrir á sjón- um hér við land, og í því sam- bandi minnast menn skips, sem lagði frá Akureyri í björtu og góðu og hélt norður fjörðinn. Af óskiljanlegum ástæðum breytti skipið um stefnu og kaus sér landleiðina, með stefnu í Öxnadalinn, en steytti fljót- lega kjöl á óbilgjörnu fjöru- skeri. Reykjafoss, Skógafoss, Þór og Óðinn drógu Selfoss loks af eyrinni á sunnudagskvöldið, við mikinn fögnuð fjölmargra áhorfenda. Selfoss er talinn lítt eða ekki skemmdur. □ Píanóleikur SÍÐASTLIÐINN laugardag fór fram tónlistarkynning • í sal Tónlistarskólans á Akureyri. Sovézki fiðluleikarinn Andrei Korsakof lék við píanóundirleik eiginkonu sinnar ágætrar, verk eftir Beethoven, Schubert, Prokofief, Sv. Sveinbjörnsson og Sarasate. Korsakof hefur hlotið marg- háttaða viðurkenningu á alþjóð legum vettvangi, sem afburða fiðluleikari og er verðlaunahafi í stóðréttum eru mörg gæðingseínin og margt að sjá lyrir þá, sem auga hafa fyrir hross á öllum aldri, nýkomin úr frelsinu. (Ljósm.: Fr. Fr.) ækkandi verð íslenzkra hesfa erlendis SAMBANDIÐ er stærsti út- flytjandi hrossa og áætlar að flytja út um eitt þúsund nú á þessu ári. Samkvæmt upplýs- ingum Magnúsar Ingvarssonar í SÍS eru kaupendur flestir í Þýzkalandi, þá Danmörku, Noregi og Hollandi, en langflest fara hrossin til Þýzkalands. Hross til útflutnings eru keypt í öllum landsfjórðungum, fá frá Vestfjörðum og fremur fá en góð á Austurlandi. við fiðlukeppni í Moskvu, Mon- treal, París, Sviss og Brussel. Kona hans er einnig þekktur píanóleikari og hefur haldið fjöl marga tónleika utan Sovétríkj- anna og innan. FYRSTA FERÐABINGÓ VETRARINS KNATTSPYRNUFÉLAG Akur eyrar gengst fyrir ferðabingói í Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 14. okt. n. k. Þar verður m. a. á boðstólum ferðir milli landa og margar ferðir með Flugfélagi íslands fram og til baka Akur- eyri—Reykjavík. — Nánar er þetta á þriðju siðu blaðsins. Knattspyrnufélag Akureyrar. Akureyrartogararnir KALDBAKUR landaði síðast 4. október, 94 tonnum fiskjar í heimahöin. Svalbakur landaði 24. septem- ber, fór síðan í viðgérð en er nú aflur kominn á miðin. Harðbakur landaði 1. október, 121 tonni. Sólbakur landaði 8. október, 152 tonnum. í gær höfðu enn ekki borizt fregnir af heimferð nýkeyptu togaranna frá Færeyjum. □ Sú breyting hefur orðið frá fyrri árum, að nú er þessi út- flutningur að langmestu leyti tamin hross, allt að níu vetra aldri. í vor varð um 30% verð- hækkun á útfluttu hrossunum. Meðalverð á tömdum hrossum tii bænda er sennilega um 60 þúsund krónur, en um 35 þús- und krónur fyrir ótamin hross. En þessi verðmunur er ekki of mikill, því að mikill kostnaður liggur í tamningu og um leið Tónleikarnir voru sæmilega sóttir og listafólkinu vel fagnað. Að lokum léku þau aukalag við mikinn fögnuð. Þessi tónleikaferð til íslands var af því tilefni, að um þessar mundir er minnzt 30 ára afmæl- is stjórnmálasambands milli ís- lands og Ráðstjórnarríkjanna. STEFÁN REYKJALÍN bygg- ingameistari og bæjarfulltrúi, borinn og barnfæddur Akur- eyringur, varð sextugur í gær, 9. október. Hann varð stúdent frá M.A. 1938 og varð húsa- smíðameistari 1943. í bæjar- stjórn Akureyrarkaupstaðar hef ur hann setið síðan 1956, er for- maður liafnarstjórnar, löngum í bygginganefnd og bæjarráði, formaður bygginganefndar Fjórðungssjúkrahússins og stj órnarformaður Slippstöðvar- innar h.f. Fyrir fimmtán árum hóf hann smíði raðhúsa til sölu fyrstur manna hér á Akureyri. Hann stóð fyrir byggingu Heimavistar húss M. A., Amaróhússins, úti- búum Útvegsbankans, Lands- bankans og Búnaðarbankans, svo eitthvað sé nefnt. Steíán Reykjalín hefur í senn verið framkvæmdamaður og fyrirgreiðsiumaður, hreinskipt- inn, harðduglegur að hverju dýru fóðri. Og við tamningu gengur það frá, sem ekkert er í varið. Bændur hafa fengið upp í 130—140 þús. kr. fyrir gæðinga, en fyrir úrvals graðhesta á þriðja hundrað þús. kr. Ýmsir þeir stóðeigendur, sem hingað til hafa treyst á verulega sölu ótaminna hrossa beint úr stóð- inu, og á sölu hrossakjöts, eru nú að skipta um skoðun og munu nú kappkosta að ala upp reiðhesta til útflutnings vegna hins hagstæða verðs. Undir- staða þessara breytinga eru kyn bætur með annað markmið fyr- ir augum en áður og tamning. Fram að þessu hefur vantað verulega á, að unnt væri að temja hrossin sómasamlega, en á því er að verða breyting á allra síðustu tímum, og miðast tamningin þá fyrst og fremst við hinar erlendu kröfur. Má víst segja um þessar mundir, að útlit sé fyrir greiða sölu tam- inna hrossa og sæmilegt verð. sem hann gengur og nýtur mikils trausts og vinsælda. Dagur sendir honum og heim- ili hans hinar beztu árnaðar- óskir í tilefni af sextugsafmæl- inu. □ Stefán Reykjalín. í Tónlisiarskólanum Sfefán Reykjalín sexfugur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.