Dagur - 10.10.1973, Blaðsíða 8

Dagur - 10.10.1973, Blaðsíða 8
ÐAGUR . DAGUR DAGUR Vér viljum vekja athyrfi á aug'ýsíngasínsa okkar, sem er 1-11-67 DAGUR . DAGUR . DAGUR Eyrna- hringirnir i . GULLSMIÐIR komnir I f Jr \ SIGTRYGGUR aftur. 1 & PÉTUR f AKUREYRI SMÁTT & STÓRT Ilér eru Bárótiælingar að sundreka té yfir Mjcadalsá. En þessi á var í sumar mestur þröskuldur greiðra bilfcrða um Sprengisand til byggða í Bárðardal. (Ljósm.: Fr. Fr.) FerSiirsálaráðsfefnen á Egilsstöðum Egilsstöðum, 8. október. Leyft var að skjóta rúm þúsund hrein dýr, en ekki munu hafa verið drepin nema 6—700 dýr og er veiði lokið. Annríki er og hefur verið geysilega mikið, svo að menn eru að kafna í verkefnum og yfirspennu, jafnt til sjávar og sveita. En auk þess er þetta annasamur tími landþúnaðar- ins. En það hefur ekkert hlé verið hjá neinum verkfærum mönnum í allt sumar. Hvað sem segja má um þjóðlífið og þótt einhverjir kunni að finna sér umkvörtunarefni, er það ekki atvinnuleysið, sem þjakar menn eins og í tíð fyrri ríkisstjórnar. Lagarfossvirkjun mun ganga eitthvað seinna en ætlað var, m. a. vegna manneklu, en góða tíðin hefur aftur á móti létt undir með virkjunarmönnum. Búið er að stífla Lagarfljót og er ekki búist við að það valdi vatnsborðshækkun hér inn um Egilsstaði, en hins vegar hækk- ar vatn á nærliggjandi flóum. Mikil ferðamannaráðstefna var haldin hér um næstsíðustu helgi að tilhlutan Ferðamála- ráðs og munu allt að fimmtíu manns úr öllum landshlutum hafa sótt ráðstefnuna. Mest var rætt um ferðamál almennt og svo um lagafrumvarp, sem dag- aði uppi á síðasta þingi. En sér- stahlega var rætt um skýrslu þá, sem gerð var með styrk frá Sameinuðu þjóðunum og sagt hefur verið frá. Fjögur atriði eru sérstaklega nefnd til þess að örva ferðamannastrauminn. Það - þyrfti að efla ráðstefnu- hald, koma upp heilsulindum, aðstöðu til skíðaiðkana og sil- ungsveiða( Flestir útlendingar, sem hing að til lands koma, koma hingað þó af öðrum ástæðum. Skýrslan felur í sér frumáætlanir um miklar framkvæmdir til þess að geta tekið á móti fleiri ferða- mönnum og er rauði þráðurinn sá, að fjárfesting þessi fari öll fram í Reykjavík og nágrenni. Höfðu dreifbýlismenn ýmislegt við það að athuga, En fjárfest- ingarupphæðin á næstu þrem árum var áætluð á þriðja milljarð króna. Út á landsbyggð ina átti að fara litlir fjármunir, nánast aðeins til að bæta þar náðhúsaðstöðuna. Ráðgerð fjár- festing að heitið getur, miðast við sjónmál úr Hallgrímskirkju- turni. V. S. KVARTAÐ YFIR SJUKRA- ÞJÓNUSTU Heiðar Ástvaldsson danskenn- ari bað blaðið að koma eftirfar- andi gagnrýni á framfæri: Hann kom með ineiddan dreng í sjúkrahúsið að morgni 6. októ- ber, um kl. 10.15. Hitti hann alúðlega hjúkrunarkonu, sem sagði honum, að ekki væri unnt að nú í lækni, því að þeir væru allir á fundi. Beið Heiðar svo með drenginn í tæpar 45 mínút- ur, og komu þá þrír læknar. Telur danskennarinn, að hjúkr- un sjúkra eigi að sitja fyrir íundahöldum á sjúkrahúsinu. VEGIRNIR Eyfii-zkir vegir eru lélegir. Því veldur m. a. það, að þeir voru snemma lagðir og þú með liand- verkfærum og miðaðir við aðr- ar þarfir en nú eru. Um árabil hafa verið litlar framkvæmdir hér í vegamálum, þótt farar- tækin hafi stækkað, þeim fjölg- að og flutningaþörfin margfald- ast. Nú eru Eyfirðingar mun verr staddir í veganiálum en nágrannar okkar í austri og vestri og þeir vcrða að notast við ónotliæfa vegi. • Vegafénu mun vera skipt eftir umferðar- talningu og Iengd vega, en ekki eftir aldri þeirra eða veðráttu. Rokkennt efni er borið í vegina og í þurrviðrasömum héruðum eyðist það fljótt og grjótið eitt verður eftir, en þetta er einmitt einkenni veganna. VIÐHALDSFÉ Fyrir Eyjafjörð og Suður-Þing- eyjarsýslu er viðhaldsféð 12.25 millj. kr. á þessu ári og er það Fáein orð um vegamál í SÍÐASTA DEGI var greinar- korn um vegamálin, og þar eitt og annað haft eftir trúnaðar- mönnum Vegagerðarinnar. Yms ir bændur hafa eflaust lesið það með athygli og sýnzt rétt eftir atvikum, að þeirra sjónarmið komi einnig fram í því máli, einkum um nýbyggingu vega í ræktuðu og óræktuðu landi, malartöku og fleira. Einn þess- ara bænda, Þórður Þórðarson í Hvammi í Arnarneshreppi, leit inn á skrifstofur Dags og hafði m. a. þetta að segja: Nýr vegur hefur verið lagður VERÐUR 100 ARA Á SUNNUDAGINN EIN af merkustu konum þjóðar- innar, Halldóra Bjarnadóttir, nú á dvalarheimili aldraðra á Blönduósi, verður hundrað ára á sunnudaginn, 14. október. Hún er Húnvetningur, var á sín um tíma skólastjóri Barnaskóla: Akureyrar og Tóvinnuskólans á Svalbarði, var ritstjóri Hlínar í hálfa öld og er af flestum talin einn helzti málsvari og kennari íslenzks heimilisiðnaðar á þess- ari öld. Afmælisins verður minnzt í Kvennaskólanum á Blönduósi á sunnudaginn. Dagur sendir hinni öldnu heiðurskonu sínar beztu árnað- aróskir. . Q Halldóra Bjarnadóttir. allt frá hreppamörkum að norð- an og suður að Hofi, nær allur á öðrum stað en gamli vegurinn lá. Hinn nýi vegur liggur að mestum hluta í gegn um ræktað land níu býla. Þessi vegur veld- ur að sjálfsögðu landspjöllum, ekki aðeins sjálft vegarstæðið og land það, sem efni í vegina er tekið, heldur einnig á þann hátt, að við veginn myndast á sumum stöðum skikar, er lítt eru nytjanlegir nema með mikl- um kostnaði. Bændur á þessu svæði hafa ekki mótmælt vega- lagningunni eða landtöku undir hinn nýja veg, en telja Vega- gerðina bótaskylda vegna skemmda á landinu. Vegagerðin virðist ekki hafa áhuga á því, að semja við bænd- ur fyrirfram, eða áður en verk er hafið. Skapar þetta vand- ræðaástand vegna þess hve Vegagerðin er treg til að greiða réttmætar bretur. Munu fimm bændur enn ekki hafa fengið neinar greiðslur, og munu þó um það bil þrjú ár liðin frá því þessi vegagerð hófst. Við höfum farið fram á samn- ingaviðræður við Vegagerðina, án árangurs. Síðan hefur það gerzt, að matsnefnd eignarnáms bóta hefúr komið á vettvang og bíðum við nú eftir úrskurð hennar. En okkur þykir hart, að Vegagerðin skuli ekki fara samningaleiðina við okkur, og það strax í upphafi. Við vitum að landeigendur á Suðurlandi hafa fengið 30—50 þús. kr. fyrir hvern hektara lands, landverð. En Vegagerðin hefur boðið 8 þúsund krónur og allt niður í 1.200 króna landverð hér fyrir norðan. En þar fyrir utan hefur Vegargerðin boðið 54 þús. krón- ur fyrir hektara ræktaðs lands, sem mun hafa samsvarað rækt- unarkostnaði á nýjum stað, en sá kostnaður hefur stórhækk- að. Er vandséð hvers vegna bændum við Eyjafjörð eru boðn ar svo miklu minni bætur, en stéttarbræðrum þeirra sunnan fjalla. Vegagerðinni er skylt að girða meðfram nýjum vegum í ræktuðu landi. Það hefur hún ekki gert í Hvammi og Reistará og veldur það okkur, ábúend- um, ótrulegum skaða og fyrir- höfn. Q 10.7% af því fé, sem veitt er til að bera ofan í vegina. Þessu fé er svo skipt á margvíslegan hátt. Til heflunar á þetta sama svæði eru ætlaðar 4.96 millj. kr. Fé til snjómoksturs er óskipt, en á fyrri liluta þessa árs var 50 millj. kr. varið til hans. Áætlað er, að við þann kostnað bætist 25 millj. kr. til næstu ára móta, og dregst þetta frá þeim 375 milljónuin króna, sem varið er til vegaviðhaldsins. ENDURSKOÐUN Framundan er endurskoðun vegaáætlunarinnar, sem fram fer á tveggja ára fresti. Við næstu endurskoðun hlýtur það að vera sanngjörn krafa, að fjár magn til eyfirzku veganna verði stóraukið, svo aö vegakerfið í Eyjafirði verði ekki til lang- frama undir því lágmarki, sem það er nú, samanborið við önn- ur héruð. TIMBURVERÐ NÆR ÞREFALDAÐ Verð á timbri hefur farið mjög hækkandi á heimsmarkaðinum undanfarið. Sambandið er nú að gcra timburkaup fyrir næsta vor, og í ljós liefur komið, að verðlagið er nú tæplega 200% hærra en var í nóvembey á síðasta ári. Verðið er annars búið að vera stöðugt um all- mörg ár, eða þar til í fyrra, að það hækkaði lltilsháttar, en í ár hafa orðið á' því gífurlegar hækkanir. FLUG TIL NORÐUR- OG NORÐAUSTURLANDS Til Sauðárkróks verða í viku hverri þrjár ferðir frá Reykja- vík, á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum. Til Akur eyrar verða þrjár ferðir alla daga. Til Húsavíkur verða ferð- ir á mánudögum, miðvikudög- um og föstudögum. Til Raufar- hafnar og Þórshafnar verða ferðir á þriðjudögum, fimmtu- dögum og iaugardögum. I ferð- um til Raufarhafnar og Þórs- liafnar verður komið við á Akur eyri í báðum leiðum. í sam- bandi við flug til Sauðárkróks verða áætlunarbílferðir til Hofs óss, Skagastrandar og Siglu- fjarðar. VAR ÞETTA HEPPILEG KYNNING? Marga furðaði á kynningu ís- lenzks fatnaðar í sjónvarpinu á dögunum, og þótti þátturinn, eða vissir þátttakendur hans af veika kyninu, niðurlægja ís- lenzku vörurnar, sem jafnframt voru sýndar. Eru slík mistök leið og skaðleg í senn og hefði þátturinn verið betur ófluttur. (Framhald á blaðsíðu 5) Héraðsfundurinn í Hrísey HÉRAÐSFUNDUR Eyjafjarðar prófastsdæmis var haldinn í Iirísey 9. september. Margar ályktanir voru gerðar á fund- inum, meðal annarra þessar, í styttu máli: Fundurinn beinir þeirri ósk til sóknarnefnda, að þær greiði á næsta ári a. m. k. 5% af hundr aðsgjöldum kirkjunnar í sam- eiginlegan sjóð, er yrði í vörzlu prófasts. Tilgangur sjóðsins yrði sá, að kaupa vinnu til endur- nýjunar girðinga kring um kirkjugarða, lagfæringar á minnismerkjum o. fl. Fundurinn þakkar þá ákvörð- un iðnaðarmálaráðherra, að sjá um að kirkjur fengu á sl. ári keypta raforku á hagstæðara verói en áður. Beinir fundurinn þeirri ósk til ráðherra, að sölu- verð raforku til lýsinga og hit- unar kirkna verði áfram í hóf stillt. (Framhald á blaðsíðu 4)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.