Dagur - 17.11.1973, Qupperneq 4
T
UM AMTSBÖKASAFNID Á AKUREYRI
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Súnar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
DALVÍK
DALVÍKINGAR eru að sækja um
kaupstaðarréttindi fyrir sveitarfélag
sitt og liggur það fyrir Alþingi. Gef-
ur þetta tilefni til að rifja upp nokkr
ar staðreyndir um Dalvík og sveitar-
félagið Dalvíkurhrepp.
Dalvíkurhreppur telur á tólfta
hundrað íbúa og eru íbúðabygging-
ar áberandi miklar þar í sumar.
Tekjur fólks munu vera allgóðar,
sérstaklega sjómanna. Nokkrar bú-
jarðir eru innan marka hreppsins,
svo sem Háls, Hrísar, Ufsir, Hóll,
Sauðanes og Sauðaneskot, Hrapps-
staðir, Hrappsstaðakot og Böggvis-
staðir, og á hreppurinn sumar þess-
ara jarða.
Kauptúnið er hitað upp með
laugarvatni og hefur hitunarkostn-
aður verið mun minni en olíukynd-
ing. Neyzluvatn er gott. Dalvíkingar
eiga nýlegt og mjög gott íþróttahús
og sundlaug var nýlega sett þar upp.
Barna- og gagnfræðaskóli er á Dal-
vík og er þar verið að byggja heima-
vistir. Félagsheimilið Víkurröst
þjónar sínu hlutverki um fundahöld
og veitingarekstur, en gamla ung-
mennafélagshúsið er enn leikhús og
kvikmyndahús staðarins. Kirkja er á
Dalvík og héraðsprófasturinn býr
þar. Þar er og læknir og lyfjafræð-
ingar. Dalvíkingar búa við góða
verzlun, þar sem er Útibú KEA og
nokkrar aðrar verzlanir. Byrjað er að
setja varanlegt slitlag á götur.
Tvö stór bifreiðaverkstæði eru á
Dalvík og nokkur trésmíðaverkstæði,
gluggaverksmiðja er að hefja starf og
lagmetisiðja er í smíðum. En undir-
staða framfara og góðrar afkomu
er útvegurinn. Lengi öfluðu
Björgvin og Björgúlfur fyrir frysti-
húsið. Nú eru þessi togskip bæði
seld, svo af stórum fiskiskipum er nú
aðeins eftir Loftur Baldvinsson, sem
er með metafla í Norðursjó og hefur
óefað mikla hátekjumenn um borð.
Eftir áramótin bætist við flotann
skuttogari af minni gerðinni, smíð-
aður í Noregi, og síðar á árinu pólsk-
ur af stærri gerðinni. Tíu þilfars-
bátar frá 8—45 tonn á stærð stunda
sjóinn. Ennfremur verulegur hluti
þeirra 42 opinna vélbáta, sem til eru
á staðnum. Höfnin er orðin allgóð
og var í sumar enn varið til hennar
um 5 millj. kr.
Umhverfi Dalvíkur er hið feg-
ursta, svo og nágrannasveitir sem eru
þéttbýlar og standa á ýmsan hátt
framarlega í búnaðarháttum.
Hvort sem Dalvíkingar fá sín
þráðu kaupstaðarréttindi eða ekki,
má á það líta, að þetta sveitarfélag
er líklegt til vaxtar. □
EINS og mönnum mun vera
Kunnugt, var á dögunum aug-
lýst staða bókavarðar við Amts-
bókasafnið á Akureyri. Þrjár
umsóknir bárust um stöðuna,
og voru tvær þeirra frá háskóla-
menntuðum bókasafnsfræðing-
um. Hin þriðja var frá starfs-
manni við safnið, sem er bók-
bindari að mennt, og hefir starf
að við safnið um alllangt skeið.
Fyrir skemmstu var sagt frá
því í blöðum, að starfið hefði
verið veitt síðastnefnda um-
sækjandanum.
Nú er það ekki ný bóla hér á
landi, að starfsreynsla og starfs-
aldur sé sett jafnhátt eða skör
ofar bókviti sem menn hljóta í
skólum. Slíkt hefir jafnan átt
marga formælendur og enda
nokkurn rétt — á stundum.
Aukin sérhæfni í störfum og
auknar kröfur um sérmenntun
hljóta þó að útrýma þessu sjón-
armiði að verulegu leyti. Það
er mín skoðun, að þegar nú var
ráðinn bókavörður að Amts-
bókasafninu, hafi þetta gamla
sjónarmið ófyrirsynju ráðið val-
inu.
Ég vil taka það skýrt fram,
að með þessum orðum vil ég
alls ekki gera lítið úr hæfileik-
um Lárusar Zophoníassonar —
ég þekki hann að góðu starfi
við Amtsbókasafnið um árabil.
Eins og komið hefir fram, hefir
hann hvað eftir annað gegnt
störfum bókavarðar í forföllum,
og leyst þau með ágætum. En
það er sitthvað að gegna starfi
í forföllum annarra og að takast
það á hendur til langframa. Það
er líka sitthvað að starfa undir
annarra stjórn og að stjórna.
Bókavarðar Amtsbókasafns-
ins bíða ýmis brýn og mikilvæg
verkefni, sem eru þess eðlis, að
búast má við að lausn þeirra
ráði miklu um skipulag og starf
safnsins um langa framtíð.
Amtsbókasafnið hefir það nú
umfram flest svipuð söfn í land
inu, að húsrými þess er gott og
mikið. En starfssvið þess á líka
að vera nokkru víðara en al-
gengast er. Þegar við Norðlend-
ingar viljum gera Akureyri að
höfuðstað fjórðungsins með
hvers kyns mennta- og vísinda-
stofnunum o. s. frv., megum við
ekki gleyma því sem við á að
éta, ef ég mætti orða það svo.
Við þurfum að hafa hér rann-
sóknabókasafn, þ. e. bókasafn,
sem er stoð og stytta vísinda-
legra starfa hvers konar. Eðli
slíks bókasafns er með nokkuð
öðrum hætti en venjulegra
almenningsbókasafna. Fyrir-
komulag og rekstrarform bóka-
safns fer oftastnær nokkuð eftir
því hlutverki, sem safnið á að
gegna. Til rannsóknabókasafns
þarf m. a. að velja önnur rit en
þau sem almenningur les sér til
yndisauka. Má þar nefna til
dæmis vísindaleg tímarit, fræði
Frá Tónlísfarfélagi Akureyrar
NÆSTKOMANDI sunnudag,
18. nóvember, leikur Blásara-
kvintett Sinfóníuhljómsveitar
íslands og Rögnvaldur Sigur-
jónsson píanóleikari í Borgar-
bíói á Akureyri, og hefjast tón-
leikarnir kl. 17.15.
Tónlistarfélag Akureyrar
gengst fyrir þessum tónleikum,
sem eru aðrir í röð fimm fasta-
tónleika, sem félagið býður upp
á starfsárið 1973—74. Fastir
áskrifendur félagsins hafa þeg-
ar fengið aðgöngumiða að tón-
leikunum, en allmargir miðar
verða seldir í lausasölu í bóka-
búðinni Huld og við innganginn
í Borgarbíói.
Á tónleikunum verða hljóð-
færi kvintettsins kynnt sérstak-
lega, og er það gert með tilliti
til hinna ólíku tónbrigða, sem
hvert hljóðfæri býr yfir, og
einnig vegna þess hve áheyr-
endum gefst sjaldan kostur á að
hlýða á hugþekka og fjölbreytta
hljóðfæraskipan blásarakvint-
etts. Blásarakvintett S. í. er
skipaður mönnum, sem leiðandi
eru á sín hljóðfæri innan Sin-
fóníuhljómsveitarinnar, en þeir
eru: Jón H. Sigurbjörnsson
flautuleikari, Kristján Þ. Step-
hensen óbóleikari, Gunnar Egils
son klarinettleikari, Hans P.
Franzson fagottleikari og Stef-
án Þ. Stephensen hornleikari.
Auk þeirra leikur hinn kunni
píanóleikari Rögnvaldur Sigur-
jónsson með þeim félögum.
Kvintettinn hefur nú starfað
um árabil og var hann upphaf-
lega kenndur við Tónlistarskól-
ann í Reykjavík, því hljóðfæra-
leikararnir störfuðu þá allir,
sem kennarar við þann skóla,
en nýlega hefur kvintettinn
fengið það nafn, sem að framan
er getið.
Kvintettinn hefur haldið tón-
leika í Reykjavík og víðar, m. a.
lék hann á vegum Tónlistar-
félags Akureyrar 1968. f sama
skipti fór kvintettinn í skóla
bæjarins, og var mjög góður
rómur gerður að þeirri kynn-
ingu. Ekki reyndist unnt að
halda sérstaka skólakynningu
að þessu sinni, en skólafólki er
bent á 50% afslátt af aðgöngu-
miðaverði sem veittur er á
þessa tónleika.
Á efnisskrá eru verk eftir
Rejcha, Beethoven, Matyas A.
Seiber og Francis Poulenc. □
bækur og uppsláttarrit marg-
vísleg á ýmsum tungum. Við-
skipti einstaklinga eru einnig
með nokkuð ólíkum hætti við
rannsóknabókasafn en venju-
legt útlánasafn.
Hin sérhæfðustu rit eru ein-
att í eigu þeirrar stofnunar, sem
þarf þeirra við, 'en allar vísinda-
stofnanir, skólar eða hvað sem
það nú er, þurfa að eiga að-
gang að fjölþættari og viða-
meiri bóka- og tímaritakosti en
svo, að ætlast megi til að hver
eigi sitt af því. Það væri auk
heldur varla hagkvæmt. Þess í
stað kemur til kasta höfuðstöðv-
anna, þ. e. rannsóknabókasafns-
ins, sem veitir þá þjónustu, sem
til þarf.
Þetta er í sem allra stystu
máli það, sem ég tel að eigi að
vera annar þáttur starfsemi
Amtsbókasafnsins. Hinn þáttur-
inn er almenn útlán bóka og
aðstaða fyrir almenning á lestr-
arsal svo sem nú er.
Hinn eini vísir, sem er að
rannsóknabókasafni á Akur-
eyri, er í M. A. og hann er mjór.
Auk heldur er þar hvorki fé né
húsrými, sem til þarf.. Húsrými
Amtsbókasafnsins þarf að skipu
leggja með hliðsjón af því tví-
þætta hlutverki, sem ég hefi
drepið á. Fjárstyrk þarf að
knýja fram í krafti fastmótaðrar
stefnu að nauðsynlegu marki.
Þessa stefnu á Amtsbókasafns-
nefnd að marka og móta í sam-
ráði við bókavörð.
Þess vegna álít ég, að bóka-
safnsnefndin hafi gert sig seka
um mistök, þegar hún hafnaði
sérmenntuðum starfskröftum,
sem henni buðust til forystu
þessara mála.
Hitt munu þeir vita, sem
réðu, að eftirleiðis munu sér-
menntaðir bókaverðir tæplega
sækjast eftir störfum við Amts-
bókasafnið á Akureyri. Það er
illa farið.
11. nóvember 1973.
Valdimar Gunnarsson.
Sambyggt útvarp og segulband
PHILIPS LB HB
220 volt og battery 14.940,00
NONTON LB MB FM
220 volt og battery 15.450,00
HITACHI LB MB FM
220 volt og battery Autonratic
stop 18.165,00
Öragg viðhalds og viðgerðar-
þjónusta.
Greiðsluskilmálar. Póstsendum.
-JVí.
wLmmvim.
Sími (96)116 26 \—'Glerárgötu 32 Akureyri
HUGSAOU
BÆKURNAR eru sem óðast að
koma á markað, sem nefndur
hefur ve-rið jólamarkaður, því
að þá gerast menn kaupglaðir á
bækur og flest bókaútgáfufyrir
tæki miða við þennan mikla
markað. Degi hafa þegar borizt
margar góðar bækur, en ekki
haft tækifæri til að geta þeirra
vegna þrengsla í blaðinu. Verð-
ur nú reynt að bæta úr þessu,
ekki með svokölluðum bóka-
dómum eða bókmenntagagn-
rýni, heldur.sem fréttir um ný-
útkomnar bækur, sem blaðinu
berast.
Ragnheiður
Brynjólfsdóttir
Ekki þarf að kynna þessa
nýju bók hér sérstaklega, svo
mikið fjaðrafok hefur orðið út
af henni að undanförnu, aðeins
bent á, að hún er komin í bóka-
verzlanir og sögð seljast ört,
sem vænta mátti.
Ragnheiður. Brynjólfsdóttir,
bókin um biskupsdótturina í
Skálholti, sem uppi var fyrir
þrem öldum, er sögð fram af
vörum frú Guðrúnar Sigurðar-
dóttur miðils, er hún var í dá-
svefni. Frásögnin var tekin á
segulbönd á alllöngu tímabili,
þau skráð af Stefáni Eiríkssyni
kaupmanni og bókin síðan búin
undir prentun af Sverri Páls-
syni skólastjóra, og er allt þetta
fólk búsett á Akureyri og mun
vart um græsku grunað í heima
byggð sinni. Skuggsjá gefur út.
Hljðritanirnar eru allar vel
geymdar og auðveldar til saman
burðar, og þær eru allar teknar
í votta viðurvist. Þessi óvenju-
lega tilurð bókar hefur verið
rækilegt umræðuefni. En nú er
bókin sjálf hið forvitnilegasta.
Sá er þetta ritar mun fýrstur
fréttamanna hafa skýrt frá út-
komu þessarar bókar og hvern-
ig hún var gerð. Vísast að öðru
leyti til þeirrar frásagnar. Bók
þessi er 344 blaðsíður og kemur
síðara bindið út snemma á
næsta ári.
Eiríkur Hansson
Bókaútgáfan Edda á Akur-
eyri hefur sent frá sér þriðju
útgáfu af gömlu og góðu bók-
inni, Eiríkur Hansson, skáld-
söguna frá Nýja Skotlandi eftir
Jóhann Magnús Bjarnason.
Árni Bjarnarson bókaútgefandi
bjó bókina undir prentun. Þetta
er 500 blaðsíðu bók, hið
skemmtilegasta lesefni fyrir
unga og gamla, þar sem segir
frá uppvexti íslenzks drengs á
landnámsárum íslendinga í
Vesturheimi, frá því hann flutt
ist vestur, um 10 ára að aldur,
með afa sínum og ömmu, en er
fáum árum síðar orðinn mun-
aðarlaus og á hrakningum. Lýk-
ur þar sögunni er hann stofnar
sitt eigið heimili.
Hinn hvíti galdur
Hirm hvíti galdur nefnist
sjötta bók Ólafs Tryggvasonar
frá Hamraborg og er hún ný-
komin út hjá Skuggsjá. En fyrri
bækur Ólafs, sem telja má í
sérflokki íslenzkra bóka hin síð
ari ár, hafa hlotið stóran les-
endahóp hugsandi manna. Allar
fjalla þær verulega um dulræn
efni, enda hefur höfundurinn
stundað „andlegar lækningar,“
um fjölda ára, sem svo eru
kallaðar og eru hinar merkileg-
ustu. í þessari nýju bók „er sagt
frá fleiri furðulegum atburðum
en í hinum fyrri bókum mín-
um,“ segir höfundur í formála,
„sem ég hef sjálfur lifað og
eru meðal þeirra andlegu at-
burða, er öðlast vaxandi hlut-
deild í sannri menningu." Auk
formála höfundar eru 24 þættir
í bókinni, sem er nær 200 blað-
síður.
Höfundur segir, að tilgangur-
inn með þessum frásögnum sé
sá, að vekja menn til umhugs-
unar á því, hvar þeir eru stadd-
ir, hve mikla fegurð og farsæld
jarðlifið hefur að bjóða, ef
menn ganga að því sem daglegu
skyldustarfi að hreinsa hugar-
far sitt.
Kalli kaldi
Út er komin hjá Skjaldborgar
útgáfunni á Akureyri barna- og
unglingabókin Kalli kaldi eftir
Indriða Úlfsson, rithöfund og
skólastjóra, og er það þriðja
bókin frá hans hendi, sem fjall-
ar um þá félaga, Kalla kalda og
Sigga svarta. En alls hefur
Indriði sent frá sér sex bækur
og er hann „tvímælalaust kom-
inn í fremstu röð rithöfunda,
sem skrifa fyrir yngri kynslóð-
ina á íslandi,“ eins og útgef-
endur segja. Þessi þriðja bók
um Kalla kalda og þá félaga er
algerlega sjálfstæð saga, og
ekki beint framhald af fyrri
bókum í þessum bókarflokki, og
ber undirtitilinn, landnemar á
Drauganesi. Káputeikningar og
myndir eru eftir Bjarna Jóns-
son.
ÞRJÁR NÝJAR
BOB BÆKUR
Blaðinu hafa borizt þrjár
nýjar bækur frá Bókaforlagi
Odds Björnssonar á Akureyri.
Gamall maður
og gangastúlka
1 Gamall maður og ganga-
stúlka eftir Jón Kr. ísfeld er
160 blaðsíðna bók, og er ástar-
saga. Nafn bókarinnar gefur
ýmislegt til kynna og þau
kynntust einmitt í elliheimili,
hann gamall en hún ung. Bókin
er í 23 köflum.
Strokustrákarnir
Strokustrákarnir er eftir
Svein Hovet, en Sigurður O.
Björnsson þýddi. Bókin fjallar
um strákana Ásbjörn og Þór,
báða norska, sem lenda óvænt
í erfiðleikum og taka það til
bragðs að strjúka upp á heiðar
af ótta við lögregluna. Þar lenda
þeir í ýmiskonar ævintýrum,
meðal annars verða þeir varir
við veiðiþjófa við fiskivatn eitt
á heiðinni. Loks finnast stroku-
piltarnir og eru fluttir til síns
heima, og verður heimkoman
önnur en þeir hugðu. Bók þessi
er skemmtileg fyrir börn og
unglinga.
Guðfaðirinn
Þriðja bókin frá Bókaforlagi
Odds Björnssonar er Guðfaðir-
inn, allmikil bók eftir Mario
Puzo en þýdd af Hersteini Páls-
syni. Á bókarkápu segir, að Guð
faðirinn hafi verið talin ein-
hver mest spennandi skáldsaga
sem skrifuð hafi verið á seinni
árum. Samnefnd kvikmynd hef-
ur slegið öll met í aðsókn.
1 bók þessari er flett ofan af
glæpastarfsemi hinnar illræmdu
Mafíu. Þarf naumast að efa, að
þessi bók eignist marga lesend-
ur, sem velja sér æsandi lesefni.
Bók þessi er rúmar 250 blað-
síður í 32 köflum.
Fjallkirkjan
Fjallkirkjan, hið mikla skáld-
verk Gunnars Gunnarssonar,
1—3 bindi, er komið út. Af
þessari nýju og veglegu útgáfu
eru þegar komnar út þessar
bækur hjá Almenna bókafélag-
inu: Svartfugl, Víkivaki og
Saga Borgarættarinnar, og verð
ur útgáfunni haldið áfram. All-
ar þessar bækur eru í endan-
legri gerð skáldsins qg sumar
styttar frá fyrri þýddum út-
gáfum.
Munu hinir fjölmörgu unn-
endur skáldsins og bóka hans,
fagna því heilshugar, að bækur
hans verða innan tíðar allar
„komnar heim“.
Fimleikaflokkar í mótun liér á Akureyri
Kennari leíðbeinir einum nemanda sínum.
KÁRI ÁRNASON íþróttakenn-
ari hefur með höndum þjálfun
fimleikaflokka á vegum Barna-
skóla Akureyrar og íþrótta-
bandalags Akureyrar. Fimleik-
ar eru ein glæsilegasta íþrótt,
sem iðkuð er, en hefur því mið-
ur ekki náð hjá okkur þeirri
fótfestu, sem æskilegt hefði
verið. Vonandi ber þessi tilraun
Kára þann ávöxt, að okkur
auðnist í framtíðinni að sjá hér
listir þjálfaðra fimleikamanna.
Ég heimsótti annan þeirra
tveggja hópa, sem Kári þjálfar.
Mikil vinnugleði ríkti í salnum
og margir svitadropar perluðu
á ungum líkömum drengjanna,
sem glímdu við erfiðar sveiflur
og kippi bæði í hringjum og á
svifrá.
Ég rabbaði stuttlega við
stjórnanda drengjanna og lagði
nokkrar spurningar fyrir hann.
— Á hvers vegum er þessi
flokkur.
— Hann er á vegum Barna-
skóla Akureyrar og er alveg
kostaður af honum.
— Ertu með annan flokk.
— Jú, ég er með eldri stráka,
sem eru á vegum íþróttabanda-
lags Akureyrar.
— Hvað ertu búinn að vera
lengi með þessa flokka.
— Ég man það nú ekki
glöggt, en ætli sumir drengj-
anna séu ekki búnir að vera í
þessu sex, sjö ár, þeir elztu.
— Á hvaða aldri eru dreng-
irnir.
— í ÍBA flokknum eru þeir
á aldrinum 14—17 ára.
— Hvað eru þeir margir.
— Um það bil 15.
— Hvað vakir fyrir þér með
æfingar ÍBA flokksins, ertu
með einhver áform um sýning-
ar eða þess háttar.
— Nei, það er nú ekki mark-
miðið, ég held að aðallega sé ég
að þessu af því að ég hef gaman
af því.
— Væri það ekki ómaksins
vert að halda sýningu.
— Ég held að hægt væri að
velja ágætan flokk úr þessum
eldri, að vísu koma þar ekki
allir til greina, en það ætti vissu
lega að vera hægt.
hérna. Eftir upphitun taka þeir
fram dýnur, hringi og svifrá.
Þeim ferst furðu vel að koma
öllum áhöldum á sinn stað, þótt
ekki séu þeir allir háir í loftinu.
Þeir skipta sér í þrjá hópa og
hefja æfingar af fullum krafti.
Æft er eftir sérstöku kerfi, sem
er norskt að uppruna. Þótttak-
endur verða að vinna sig stig af
stigi upp eftir kerfinu og von-
andi komast þeir á efsta þrepið,
þótt seinna verði.
Ég tek nokrra þeirra tali.
— Hvað heitir þú.
— Björgvin Jóhannsson.
— Hvað ert þú gamall.
— Ég er níu ára.
— Ert þú nýbyrjaður hérna.
— Það er dálítið síðan.
— Ertu í öðrum íþróttum.
— Neei, ja ég er í skólaleik-
fimi.
— Finnst þér gaman í þessu.
— Já.
— Mætirðu alltaf.
— Já.
— Hvað finnst þér mest gam-
an að gera í leikfiminni.
— Ja, það er nú svo margt
hægt að segja.
— Segðu mér eitthvað.
— Ég held að mér þyki hring-
irnir skemmtilegastir.
— Hvað heiturðu.
— Ég heiti Gunnar Gíslason.
— Hvað ertu gamail.
— Ég er tólf ára.
— Ertu búinn að vera lengi
í fimleikunum.
-— Þetta er þriðja árið mitt.
— Hefurðu gaman af þessu.
— Já, já.
— Hvað er skemmtilegast.
— Á svifránni.
— Hvað heitir þú.
— Ólafur Harðarson.
— Hvað ertu gamall.
— Tíu ára.
— Ertu í öðrum íþróttum en
leikfimi.
— Ég er í handbolta, fótbolta
og á skíðum á veturna.
— í hvaða félagi ertu.
— K. A.
— Finnst þér gaman í leik-
fiminni.
— Já.
— Er ekki sýningaraðstaða
fyrir hendi.
— Jú, nú hefur skapazt að-
staða til þess að sýna niðri í
íþróttaskemmunni, sem við höf
um tvívegis notað, annað skipt-
ið með mjög stóra hópa, en hitt
skiptið með fámennari sýningar
flokka.
— Hefurðu farið með hóp til
þótttöku í sýningum sunnan-
lands.
— Já, ég hef einu sinni farið,
það var í sambandi við íþrótta-
hátíðina, sem haldin var árið
1970, þá fórum við einir 10
strákar.
Strákarnir eru í óða önn að
hita sig upp. Af og til gjóa þeir
til mín augunum, eins og þeir
vilji spyrja, hvað ert þú að gera
Gunnar Gíslason gerir æfingar
á svifrá.
— Hvað ertu oft í viku í leik-
fimi.
— Ég er þrisvar í viku, með
skólaleikfiminni.
— Ætlarðu að halda þessu
áfram.
— Já.
— Hvað finnst þér skemmti-
legast að gera.
— Mér finnst skemmtilegast
á svifrá.
— Hvað heitir þú.
— Ingvar Eiríksson.
— Hvað ert þú gamall.
— Tólf ára.
— Ert þú búinn að vera hér
áður.
— Já, já, tvo vetur.
— Er gaman.
— Já.
— Stundarðu fleiri íþróttir.
— Nei.
— Hvað er mest gaman í leik
fiminni.
— Á svifránni.
Að svo mæltu kveðjum við
hina ungu sveina og stjórnanda
þeirra, og óskum þeim góðs á
fimleikabrautinni. □
ÞÓR - ÁRMANN
í DAG, laugardag, fer fram
einn leikur í 1. deild karla í
handknattleik á Akureyri. Leik-
urinn fer fram í íþróttaskemm-
unni og hefst kl. 15.30. Þetta er
annar leikur Þórs í deildinni og
má búast við hörkuleik þar sem
ætla má að liðin séu svipuð að
styrkleika.
Um næstu helgi kemur F. H.
norður og leikur við Þór.
KA fer suður og leikur þar
tvo leiki um helgina, gegn Fylki
á laugardag og Breiðabliki á
sunnudag, og eru þetta jafn-
framt fyrstu leikirnir hjá félag-
inu í 2. deild á þessu keppnis-
tímabili. □
Z7
UMSJQN: EINHR HELGfiSON