Dagur - 21.11.1973, Blaðsíða 4

Dagur - 21.11.1973, Blaðsíða 4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVlÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Kosningar HIN ýmsu blöð á Akureyri em byrjuð að koma út, eítir að hafa legið í dvala um lengri eða skemmri tíma. Bæjarstjómarkosningamar, sem fram eiga að fara í vor, vekja blöðin af þessum dvala, því að vart mun fjárhagsgrundvöllur blaðaút- gáfunnar betri en áður. Ber að fagna. því að málgögn liinna ýmsu pólitísku félagasamtaka geta nú komið skoð- unum sínum á framfærí og þarf þá heldur ekki í rökræðum um menn og málefni, að taka mið af því, að talað sé við dauða eða vamarlausa á opinberum vettvangi. Hinu er ekki að leyna, að þessi blöð, sem á ýmsum tímum reyna að láta til sín taka, hafa brugðizt þeirri skyldu við hina almennu borgara, bæði þá sem styðja þau og aðra, að veita þá almennu þjónustu, sem vikublöð geta veitt i sínum byggðarlögum með því að koma reglulega út. Undirbúningur kosninganna er eflaust þegar hafinn hjá þeim aðil- um, er í þeim ætla að taka þátt. Ef að líkum lætur velta menn fyrir sér nöfnum á framboðslistum, leita e.t.v. eftir samvinnu um framboð við fyrr- verandi andstæðinga o. s. frv. Hinir mörgu einstaklingar, sem á fram- boðslistum verða, bera væntanlega einhverja þá hugsjón í brjósti, eina eða fleiri, sem þeir vilja berjast fyrir í nýkjörinni bæjarstjóm fremur en að það sé þeim persónulegt metnað- armál að sjá nafn sitt ofarlega á lista; Eflaust gera menn nægilegan grein- armun á þessu og ennfremur á því, að ekkert mál er eina málið og verð- ur að vinna mörg bæjarmál í sam- hengi og af þeim sjónarhóli, er horfa megi af til nokkurrar framtíðar. Það er freistandi að líta yfir far- inn veg í bæjarmálum, því að mörg- um málum hefur verið komið í höfn á yfirstandandi kjörtímabili. Má þar minná á skólabyggingar, endumýjun togaraflotans, sjúkrahúsmál og gatna gerð, aukinn þátt bæjarins í atvinnu- lífinu og að unnt reyndist að þurrka út atvinnuleysið og veita öllum vinn- andi höndum sómasamlega atvinnu. En þó að margt hafi áunnizt, em ótæmandi verkefni framundan, svo sem vera ber í vaxandi menningar- bæ. Umræður um bæjarmálin og kosningar, em þegar hafnar í sum- um bæjarblöðunum, en því miður í slúðurfréttastíl. Eftir því sem efni standa til og ástæður leyfa, munu málefnalegar rökræður um bæjar- mál verða upp teknar á þessum vettvangi síðar. O SIGFÚS ÞORSTEINSSON BÓNDI í RAUÐUVÍK: Svar við athugasemd GÓÐAR NAUTNIR OGILLAR f DEGI, sem kom út 31. októ- ber sl., er smágrein, sem heitir „Athugasemd um vegamál", eftir Gunnar Gunnarsson lög- fræðing Vegagerðar íslands. Þar sem undirritaður er einn af landeigendum í Árskógs- og Arnarneshreppum, sem lögfræð ingurinn minnist á, langar mig til að fara um „athugasemdina11 nokkrum orðum, vegna þess að mér finnst lögfræðingurinn láta sér nægja að segja hálfan sann- leikann og sums staðar minna en það. Lögfræðingurinn segir: „Vega gerð ríkisins reynir ætíð að ná samkomulagi við landeigendur um bætur vegna vegagerðar." Ég hef ekki orðið var við þessar tilraunir til samkomulags. Þegar liðin voru tæp tvö ár frá því að byrjað var á endur- byggingu Ólafsfjarðarvegar á leiðinni frá Skriðulandi að Haga ási og síðar innar í Amames- hreppi, án þess að farið væri að 'bjóða okkur nokkrar bætur vegna skemmda á landi og annarra skemmda og óþæginda, þótti landeigendum orðið tíma- bært að óska eftir því við Vega- gerðina að farið yrði að semja um og greiða bætur. Þá kom fram, að Vegagerðin taldi sig ekki þurfa að semja um landið, það hefði Vegagerðin og Bún- aðarfélag íslands ákveðið sam- eiginlega fyrir allt land. Mun ég koma að því síðar. Einnig kom fram, að þegar búið var að mæla út það land, sem eyðilagðist vegna lagningar nýja vegarins, var dregið frá því það land, sem á sínum tinia var tekið undir gamla veginn. Það land mun Vegagerðin aldrei hafa greitt neitt fyrir, en ætlar nú að selja landeigendum. Líklega munu fáir aðrir en Vegagerð ríkisins nota svona viðskiptahætti. Lögfræðingur- inn segir einnig, að reynt hafi verið að koma til móts við land- eigendur, m. a. um frágang veg- svæðis o. fl. Ég held að það sé ekkert til að hæla sér af þótt Vegagerðin láti ganga svo frá vegköntum og tengingu heim- vega, sem henni ber skylda til. En þrátt fyrir kröfur landeig- enda, vantar enn mikið á að forsvaranlega sé frá gengið. Þá segir lögfræðingurinn: „Þegar Ijóst var, að ekki næðist . samkomulag um landverð, fór talsmaður landeigenda þess á leið við matsnefnd eignarnáms- bóta, að hún tæki málið til úrskurðar." Hérna vantar töluvert á, að allur sannleikurinn sé sagður. Þegar ljóst varð, að Vegagerð ríkisins ætlaði ekki að gera neina tilraun til að ná samkomu lagi, óskuðu landeigendur eftir því, að sýslumaður Eyjafjarðar- sýslu tilnefndi tvo óvilhalla matsmenn til að meta tjón ein- stakra jarða vegna vegalagning- arinnar (sem hann og gerði). Landeigendur lýstu sig fúsa til að hlíta þeirra dómi, hvemig sem hann yrði, og það hefði mátt ætla, að Vegagerðin, sem „alltaf reynir að ná samkomu- lagi“, hefði fallizt á þessi mála- lok. En þá fór nú Vegagerðin að sýna klærnar. Lögfræðingur hennar tilkynnti, að Vegagerð- in neitaði fyrirfram að taka matið til greina, enda hafði Vegagerðin ekkert með slíkt mat að gera, þar sem hún hefði tekið landið undir veginn eign- arnámi!! Þetta voru alveg nýjar fréttir fyrir landeigendur og komu a. m. k. tveim árum of seint, ef ætlast má til, að Vegagerð ríkis- ins fari eðlilega leið í svona máli, og eins og mér sýnist að lög mæli fyrir. Merkilegt, að lögfræðingur skyldi gleyma að geta um þetta í grein sinni, því að svona vinnu brögð hljóta að vera mjög fátíð, ef ekki einstök og því frásagnar verð. Að þessum upplýsingum fengnum fóru landeigendur fram á það við lögfræðinginn, að hann óskaði eftir því, að eignarnámsmat færi fram, svo hægt væri að ljúka þessu máli og greiða bændum þær bætur, sem þeim yrðu metnar. Og enn sýndi lögfræðingur- inn vilja Vegargerðarinnar til vinsamlegra samskipta við bændur landsins og aðra land- eigendur, með því að neita að óska eftir eignarnámsmati, á þ'eim forsendum, að vegagerð- inni væri lokið á þessum kafla, og því væru það ekki lengur hagsmunir Vegagerðarinnar að fá þetta metið. Sjálfsagt er þetta allt löglegt, annað kemur varla til greina. Þá kemur að því, sem lög- fræðingurinn gat um, að síðasta úrræði landeigenda var að óska sjálfir eftir eignarnámsmati á eigin landi. Um bætur fyrir land segir lögfræðingurinn: Vegagerð ríkisins býður fram landbætur á verðgrundvelli, sem gerður hefur verið í sam- ráði við Búnaðarfélag íslands o. fl. Ekki veit ég hverjir hjá Búnaðarfélagi íslands telja sig hafa umboð frá bændum í land- inu til að verðleggja land þeirra til sölu, og er mál til komið að það komi fram, hvernig þessi „verðgrundvöllur“ er til orð- inn. Því er óspart haldið að bændum, a. m. k. af sumum fulltrúum Vegagerðarinnar, að B. í. hafi samið fyrir hond okk- ar og að við séum bundnir af þessum „verðgrundvelli“. Við, þessir umræddu bænd- ur, neitum því að hafa gefið nokkrum slíkt umboð, og þeir ráðunautar B. í., sem ég hefi talað við, telja það algera fjar- stæðu, að hægt sé að verðleggja allt land, sem tekið sé undir vegi í landinu, á sama verði. Verð það, sem Vegagerðin telur sig eiga að greiða, er frá 1.200 krónum til 8.000 krónur fyrir hvern hektara, að viðbættum ræktunarkostnaði í túnum. En átta þús. kr. væri eðlileg greiðsla fyrir nytjatap af ha. í 1—3 ár eftir gæðum landsins, en langt frá öllu eðlilegu fyrir missi lands um alla framtíð. Ég reikna ekki með að leyft verði eða gert öllu lengur, að beita búfé í vegarkanta. Lögfræðingurinn virðist ekki vilja leggja að jöfnu land út með Eyjafirði og suður í Ölfusi, þar sem það land sé nærri þétt- býliskjarna. Ég held að ástæðu- laust sé að gleyma Akureyri og Dalvík þegar svona samanburð- ur er gerður, enda er þegar vaxandi eftirspurn eftir landi, t. d. undir sumarbústaði, í lokin viðurkennir lögfræðingurinn, að rétt sé, að Vegagerðinni sé skylt að girða meðfram vegi, sem lagður sé gegn um tún. Það virðist nú vera svo sjálfsagt, að ekki þurfi að taka það fram, en þó eru enn ógirt tún við um- ræddan vegarkafla, þar sem Vegagerðin lét rífa niður girð- ingar, án þess að setja aðrar í staðinn. „Hins vegar ber Vegagerð- inni ekki að girða, þegar farið er gegn um opin, ógirt svæði,“ segir Gunnar Gunnarsson að lokum. Ég held, að þetta sé ekki allur sannleikurinn, hvað sem veldur. Víða hagar svo til, að þar sem farið er gegn um opin, ógirt svæði, að öðru megin vegar eru túngirðingar, en hinu megin, kannski í einhverri fjarlægð, haga- eða fjallgirðingar. Nú eru bændur í vaxandi mæli að loka beitarhólfum með því að girða milli þeirra girðinga, sem fyrir eru. Þar sem vegur er kominn, þvert yfir slíkt land, verður að girða að vegunum beggja meg- in frá og síðan meðfram vegin- um, beggja vegna. Þá koma tvö hólf í stað eins, ef enginn vegur hefði verið. Lögfræðingurinn virðist vilja fá bændur til að trúa því, að Vegagerðin sé laus allra mála, viðkomandi girðing- um, ef henni tekst að koma veginum gegn um landið áður en þvergaflar eru girtir. Það rétta mun vera, að í slík- um tilfellum er Vegagerðin skyldug til að girða meðfram veginum, ef landeigandi óskar eftir því, enda hafi hann girt þvergafla að veginum, svo girð- ingin meðfram honum loki ákveðnu hólfi. Rauðuvík, 13. nóvember 1973. Fékk óblíðar viðtökur FYRSTI brezki togarinn, sem leitaði hafnar vegna bilunar, eftir að samkomulag tókst í landhelgisdeilunni, kom til ísa- fjarðar. Ölvaðir óróaseggir skáru landfestar togarans og höfðu í frammi hin dólgsleg- ustu læti, þar til bæjarfógetinn fyrirskipaði lögreglunni að taka MAÐURINN er þannig gerður, að hann þráir einhverjar ánægjustundir utan skyldustarf anna. Er það eðlilegt og aðall mannlegs lífs. Sumir leita þessarar ánægju úti í náttúrunni, hlusta þar á kvak fugla, dást að fegurð blóm anna og litfögrum eðalsteinum í íslenzkum fjöllum. Aðrir horfa á fagurt sólarlag eða stjörnur himinsins. En sumir leita þessara nautna í listinni. Þeir hlusta á sígilda tónlist, fara í leikhús eða lesa sér til ánægju fræði- og skáld- rit. Enn aðrir fara á málverka- sýningu og njóta þess þar að horfa á fagrar myndir. Allt þetta er uppbyggjandi og gerir hvern að meiri og betri manni. En til eru tvær hliðar á flest- um hlutum. Önnur björt en hin dimm eins og dagur og nótt. Svo er og með nautnirnar. Eins og til eru góðar nautnir, sem ég FRA SKAKFELAGI AKUREYRAR NÚ ER lokið sex umferðum í haustmóti Skákfélagsins, og er staðan þessi: Meistaraflokkur. Vinn. 1. Jón Björgvinsson 5% 2. Júlíus Bogason 5 3. Gylfi Þórhallsson 4% 4. Kristinn Jónsson 4 I. flokkur. Vinn. 1.—2. Davíð Haraldsson 5 1.—2. Eiríkur Jónsson 5 3.—4. Stefán Hreiðarsson 3% 3.—4. Ólafur Steinarsson 3\í Keppni í unglingaflokki er lokið og urðu helztu úrslit þessi: Vinn. til sinna ráða. D 1. Jónas Þorbjörnsson 2. Jón Árni Jónsson 3. Helgi Jósteinsson 4. Dan Jens Sörensen 5. Friðjón Halldórsson 7 6 5V2 4 Vz 4 Sambyeet útvarp oe seeulband | PHILIPS LM MB 220 volt og battery 14.940,00 NONTON LB MB FM 220 volt og battei^ 15.450,00 HITACHI LB MB FM i 220 volt og battery Automatic stop 18.165,00 Orugg viðhalds- og ábyrgðar- þjónusta. 1 Greiðsluskilmálar. Póstsendum, m % Á • N •* \k» nú hef lýst, eru einnig til illar nautnir. Þær má þekkja á því að þær láta eftir sig ljót spor. Það eru eigingjarnar nautnir, sem valda manninum sjálfum eða öðrum einhverju böli. Þannig er því varið með allar eiturnautnir. Menn segja, að þær gefi neytendanum ánægju í bili, en eftirköstin eru ill. Við þekkjum vel bæði tóbaks- og áfengisnautn. Og nú á síðari árum hafa bæzt við ný eitur- efni, sem draga allt lífsafl úr fólki, svo að það liggur í vímu og er ófært til að bjarga sér. Það þótti sérvizka áður fyrr, þegar tóbaksreykingar voru bannaðar í barnastúkum. Nú hafa læknavísindin sannað, hve skaðlegar tóbaksreykingar eru fyrir heilsuna. Sígarettureyking ar eru ein af hinum illu nautn- um, sem valda heilsutjóni og eitra andrúmsloftið fyrir öðr- um. Áfengisnautnin er ein af hin- um illu nautnum. Það er alveg augljóst hvað hún þjáir þjóð okkar. Bæði einstaklinga og fjölskyldur. Spyrjið framfærslu nefndirnar. Hvaða fólk þarf að fá hjálp frá samfélaginu? Mér er sagt að um 80% þeirra þurfi þess vegna áfengisneyzlu. Og oftast er það eiginmaðurinn, fyrirvinna heimilisins. Þó er það aðeins önnur hlið málsins. Hin er það heimilisböl, sem þetta orsakar. Konur og börn verða oft að líða af þessum sök- um. Það er því bróðurleg skylda allra sem geta, að rétta þeim hjálparhönd, sem þjást af áfengissýkinni, og hjálpa þeim að losna undan oki hennar. En frumskilyrði þess, að það tak- ist eru þau, að þeir hafi vilja á því sjálfir. Eru það þá ekki ýkjur að heimili þjáist vegna áfengis- nautnar? Því miður ekki. Ný- lega spurði kennari nemendur sína á unglingastigi, hvort þeir þekktu þetta af eigin raun á heimilinu eða hjá ættingjum sínum. Flestir þeirra höfðu ein- hverja reynslu af vínbölinu. Og hvernig er þá ástandið í þessum efnum? Fyrri hluta þessarar aldar drukku aðeins karlmenn áfengi. Nú er þessi nautn orðin miklu algengari, — bæði konur og unglingar hafa bæzt í þann hóp. Og gylltir vínbarir hafa verið reistir í veitingahúsum, sem hof Bakkusar. Slíka virðingu sýndu menn honum ekki fyrr á árum. En það er eins og leynist skuggi af öðrum nánuga bak við hann í hinum gylltu hofum. Skyldi það ekki vera Mammon? Er þá ekkert gert til að koma í veg fyrir ofnautn áfengis? Jú, vissulega. En það er við ramm- an reip að draga, þegar mann- legar ástríður eru annars vegar. Áfengisvarnakerfi er hér starf- andi og félög áhugamanna til að verða hér að liði. Og alltaf gera þessi samtök bindindis- manna eitthvert gagn. G. T. stúkurnar eru hér öllum opn- ar og þær hafa mörgum hjálp- að. Og engan lætur það ósnort- inn, sem leitar inn á þá leið. En ef hún hentar ekki, þá er að velja aðra. Ég hef þekkt mörg heimili, sem komin voru að hruni, vegna áfengisnautnar en tókst að rétta við, þegar heimihs faðirinn gerðist bindindismað- ur. En laltof margir eiga í erfið- leikum af þessum ástæðum. En í sambandi við Bindindis- daginn 25. nóv. n. k. verður mér þó eitt hugstæðast: Drykkju- skapur unglinganna. Og ef ein- hver þeirra, sem látið hefur ánetjazt af áfenginu, les þessi orð, þá langar mig til að segja við hann: Hættu í tíma. Snúðu þér að hinum góðu, jákvæðu nautnum en forðastu hinar. Notaðu tómstundirnar til að byggja þig upp og auðga and- ann, en ekki til að brjóta lífs- þrótt þinn niður. Og við hina, sem sneitt hafa hjá staupa- glamri samkvæmislífsins, vil ég segja: Haldið áfram þeirri venju. Ykkur mun aldrei iðrast þess. Mörgum æskumanninum hefur orðið hált á menntabraut- inni, af því að hann hefur leyft Bakkusi að leiða sig. Lífið er margþætt. Maðurinn á oft tveggja kosta völ. Er þá mikilvægt að hann velji rétt, svo að hann fái sem mesta ánægju út úr lífinu og hæfi- leikar hans fái að njóta sín. En stundum þarf hann að láta eitt- hvað á móti sér, svo að það heppnist. Aðvaranir eru oft á vegamót- um, og er nauðsynlegt að veg- farandinn veiti þeim athygh, svo að honum auðnist að velja rétt. Bindindisdagurinn er ein þessi aðvörun. Athugið lesend- ur hvað góðum nautnum hann mælir með, og hvaða illum nautnum hann mælir á móti. Eiríkur Sigurðsson. Z7 ZI/ mmiiiym UMSJON: EINIR HELGOSON Brotið gróflega á Sigtryggi. (Ljósm.: Fr. Vestmann) Þór sigraði Ármann 13—11 MEÐ merki stórfyrirtækisins KEA á búningum sínum unnu Þórsarar fyrsta sigur sinn í ís- landsmóti 1. deildar í handknatt leik sl. laugardag, er liðið vann Ármann með 13 mörkum gegn 11. Vonandi aðeins upphafið að sigurgöngu liðsins. Sigurinn var ekki auðunninn og það var ekki fyrr en á lokamínútu leiksins að áliangendur þess gátu andað á eðlilegan hátt. Eftir góða byrj- un misstu Þórsarar allt úr bönd unum um tíma. Þriggja marka forskot, sem þeir náðu í upphafi glataðist á næsta klaufalegan hátt. Eftir að þetta ákjósanlega forskot hafði náðzt, greip um sig í liðinu slík skotgleði, að sama var hvort menn voru í færum eða ekki, alltaf var skot- ið, og oftast án árangurs. Mark- vörður Ármanns, Ragnar Gunn- arsson, varði mjög vel, en flest skotanna fóru fyrir ofan garð og neðan. Árangur þessa skot- æðis varð sá, að Ármann hafði yfir í hálfleik, 8—7. Vilbergur Sigtryggsson skor- aði fyrsta mark leiksins á 4. mínútu. Næstu 4 mörkin skora svo Þórsarar, og voru þar að verki Þorbjörn, Sigtryggur, sem skoraði 2 mörk í röð, annað úr vítakasti, og Benedikt, sem Eitt og annað frá bæjarstjórn — -fíP Byggingalánasjóður Akureyrar. Byggingalánasjóður Akureyr- ar hefur starfað yfir tuttugu ár og var hann upphaflega stofn- aður í þeim tilgangi að lána hús- byggjendum fé til að ljúka bygg ingum sínum, einkum hið ytra. Árlegar ráðstöfunartekjur sjóðs ins eru vextir af eigin fé og ár- legar afborganir af lánum, enn- fremur framlög bæjarsjóðs, sem árlega eru ákveðin við gerð fjár hagsáætlunar. Sjóðurinn starfar í A- og B- deild. Úr B-deild sjóðsins er einkum veitt til húsnæðiskaupa, sem njóta fyrirgreiðslu sam- kvæmt lögum um útrýmingu heilsuspillandi íbúða, og er sjóð urinn fremur þróttlítill síðan ráðist var í blokkabyggingu bæjarins. Úr A-deild er hins vegar lán- að til almennra íbúðabygginga og í ár var hægt að lána úr sjóðnum rúmar 4 milljónir kr. Var þessu fé úthlutað fyrir skömmu. Til athugunar er að endur- skoða lánareglur sjóðsins. Snjótroðari. Nýlega hefur íþróttaráð sent frá sér greinargerð um skíða- mannvirki, sem tilheyra Hlíðar- fjalli og áætlun um byggingu nýrra. Heildarkostnaður sam- kvæmt þessari áætlun er um 10 milljónir króna og byggist að verulegu leyti á því að mögu- leikar séu á útvegun lána, er nemi allt að 80% heildarupp- hæðarinnar. Þessar framkvæmd ir eru: Kaup á snjótroðara og bygging skíðalyftu, einnar eða fleiri. Bæjarstjórn hefur ekki tekið afstöðu til erindisins í heild, en veitir íþróttaráði heimild til að leita eftir lánsfé til kaupa á snjó troðaranum, sem áætlað er að kosti 1.7 millj. kr. Um brunavarnir. Bæjarstjórn hefur heimilað slökkviliðsstjóra að panta nýjan slökkvibíl með ábyggðum slökkvitækjum og yrði sá bíll fyrsta bifreið slökkviliðsins. Áætlað verð er rúmar 3 millj. kr., en afgreiðslufrestur fast að einu ári. Víkingur Þór Björnsson hefur verið ráðinn eldvarnaeftirlits- maður bæjarins. En það er nýtt starf. Gjaldskrá Rafveitunnar. Bæjarstjóm hefur samþykkt tillögur rafveitustjórnar um að innheimt verði heimtaugargjald af nýbyggingum og meiriháttar breytingum, þegar rafmagn er lagt í húsin. Rafveita Akureyr- ar mun hafa verið eina rafveit- an eða ein af fáum, sem ekki hafa áður tekið slík heimtaugar gjöld. □ gerði mark úr hráðupphlaupi. Skyndiupphlaupin virðast ekki gefa Þór mörg mörk, en þetta mark Benedikts vaf þó eitt slíkra. Benedikt átti reyndar eftir að fá færi til fleiri marka úr hraðupphlaupum, en mis- tókst tvívegis í seinni' hálfleik á næsta hrapalegan hátt. Nú er komið að Ármenningum að svara fyrir sig, og það gera þeir svo sannarlega, því næstu fjög- ur mörkin skora þeir og ná þar með forystu öðru sinni í leikn- um. Mörk Ármanns gerðu þeir Olfert, Ragnar, Vilberg og Þor- steinn. Árni skorar fallegt mark af línu um miðjan hálfleikinn eftir góða sendingu frá Aðal- steini. Tvö næstu mörk gera Ármenningar, Ragnar og Þor- steinn. Töluverð harka fór að gera vart við sig um miðjan hálfleikinn, og þar kom að lok- um að Olfert og Bimi Jóhannés syni var vísað. af leikvelli og voru báðir utanvallar í einu um tíma. Aðalsteinn og Árni ná að jafna leikinn fyrir Þór 7—7, en þegar ein mínúta er til leikhlés nær Ármann forystu á ný méð langskoti Björns Magnússonar, og þannig var staðan í hálfleik, 8—7 fyrir Ármann. Tryggvi Gunnarsson var tek- inn út af í lok fyrri hálfleiks og Þorsteinn Árnason settur inn. í upphafi seinni hálfleiks var ljóst, að Tryggvi, sem kominn var aftur í mark Þórs, var koln- inn í „stuð“ eins og það er kall- að. Hann varði nú hvað eftir annað með ágætum. Við þáð fékk liðið góða kjölfestu og tókst að snúa gangi leiksins sér í hag og sigra. Þorbjörn, sem skoraði aðeins eitt mark í fyrri hálfleik, tók nú af skarið og gerði tvö mork í röð, það síðara með hörku skoti. Nú fara að lifna vonir í brjóstum áhang- enda Þórs, og taka þeir nú til við að hvetja lið sitt sem ákaf- legast. Við hvatningahrópin eykst hraðinn í leiknum og harkan í réttu hlutfalli við hann. Ármenningar eru langt- um atorkumeiri í fangbrögðun- um, enda eru þeir óspart áminntir og reknir af velli. Einn Þórsara fær brottvísun, Bene- dikt er vísað af velli í tvær mínútur. Hörður Kristinsson jafnar fyrir Ármann, 9—9. Árni tekur forystu fyrir Þór með marki úr skyndiupphlaupi, og það sem eftir er leiksins hefur Þór ávallt frumkvæðið. Sig- tryggur gerir næsta mark Þórs 11—9. Björn Jóhannesson skor- ar næsta mark fyrir Ármann og við það eykst spennan. Aðeins eitt mark skilur liðin og innan við 10 mín. til leiksloka. Á 58. mín. glæðast vonir Þórs á ný um sigur, þegar Árni skorar 12. mark Þórs af línu. Mínútu síðar er dæmt vítakast á Þór. Þor- steinn skorar auðveldlega. Rétt fyrir lokin fá Þórsarar svo víta- kast á Ármann og það fellur í hlut Sigtryggs að innsigla sigur Þórs. Við mark Sigtryggs léttir mörgum áhorfandanum. Leikn- um er lokið með sanngjörnum sigri Þórs. Innáskiptingar hjá Þór voru nú allar betri en í leiknum við Fram á dögunum. Línumennim ir voru heldur atkvæðalitlir og langskytturnar of skotglaðar, sérstaklega framan af. Liðið þarf að ná betri tökum á hrað- upphlaupum, og miðað við sunnanliðin eru leikmennirnir of mjúkhentir í vörninni. Lið Ármanns er ekki líklegt til stórræða, en liðið er nokkuð jafnt. Línuspilið er lélegt, en markvörður þeirra er ágætur. Mörk Þórs skoruðu: Sigtrygg- ur 4, Árni 4, Þorbjörn 3 og Aðal steinn og Benedikt 1 hvor. Mörk Ármanns skoruðu: Þor- steinn 3, Ragnar 2, Vilbergur 2 og Björn Magnússon, Björn Jó- hannesson, Olfert og Hörður 1 mark hver. Leikinn dæmdu Ingvar Viktorsson og Eysteinn Guð- mundsson. Þeir höfðu lítil tök á leiknum og yfirsást oft. Áhorfendum til mikils hægð- arauka fengu þeir afhenta leik- skrá með nöfnum og númerum leikmanna. Áhorfendur voru milli 4 og 5 hundruð. □ KA HLAUT 4 STIG K. A. lék tvo leiki um helgina, syðra, og sigraði í báðum. Á laugardag lék liðið við Breiða- blik og sigraði með 23 mörkum gegn 22. Seinni leikur þeirra var svo við Fylki. Þeim leik lauk með 26 mörkum KA gegn 25 mörkum Fylkis. Völsungar voru einnig á ferð syðra. Þeir léku við Þrótt og Gróttu og töpuðu báðum leikj- um sínum. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.