Dagur - 21.11.1973, Blaðsíða 8

Dagur - 21.11.1973, Blaðsíða 8
EYFIRZK FRÆÐl I-SI GERIZT ÁSKRiFENDUR SÖGUFÉLAG EYFIRÐINGA PÓSTHÓLF 267 • AKUREYRI SÍMI 96-123-31 Akureyri, miðvikudaginn 21. nóv. 1973 Dömu og n herra i GULLSMIÐIR sieinhringar. f( Jr SIGTRYGGUR IViikiS úrval. |l & PÉTUR J AKUREYRI Lón, þar sem starfsemi Æskulýðsráðs fer fram. SMÁTT & STÓRT Sfarfserni Æskulýðsráðs Akureyrar ÞEIR FARA KLAUFALEGA AF STAÐ Lescndur bæjarblaða hér á Akureyri hafa nú séð livernig hin ýmsu bæjarblöð hefja undir búning væntanlegra bæjar- stjórnarkosninga, sem fram eiga að fara næsta vor. En svo klaufalega tekst þeim til, að þeir hef ja umræður með slúðri, getsökum og beinum ósannind- um, en kjósendur munu fremur óska að þær umræður séu fræð- andi og málefnalegar, enda ekki annað sæmandi. FRA LANDSSAMBANDI GEGN ÁFENGISBÖLINU f frétt frá þessum samtökum segir svo: Landssambandið gegn áfengis bölinu hefur ákveðið, að hinn árlegi bindindisdagur á vegum þess verði sunnudaginn 25. nóvember n. k. Því hefur verið beint til aðild arfélaga Landssambandsins að þau minntust dagsins á þann hátt, er þau telja henta bezt á hverjum stað. ENN SEGIR: Áfengisbölið snertir tugþúsund- ir manna og hættan eykst enn með tilkomu annarra fíkni- og skynvillulyfja. Er því nauðsyn- legt samstillt átak allra góðra manna til að leysa úr þeim vanda. Landssambandið fer þess því á leit, að blöð, hljóðvarp og sjónvarp Ijái þessum málum lið og geri sitt til að minnast bindindisdagsins, svo að góður og jákvæður árangur náist í baráttunni gegn áfengisbölinu. settur í Reykjavík og nú kom- inn á eftirlaunaaldurinn. Vísna- og ljóðagerð hefur honum verið töm allt frá unglingsárum, en í því efni mun hann þó ekki hafa tekið sjálfan sig mjög alvarlega. Hin nýja ljóðabók vitnar um ást höfundar á fegurð blóm- anna og náttúrunnar, virðingu hans á sögunni og glöggt auga fyrir hinu margþætta mannlífi, fegurð þess og blæbrigðum. Þessi ljóðabók er laus við sorg- ir, svartsýni og ádeilur, en auð- ug af léttri kímni. Utgefandi er Leiftur. □ Ingólíur Davíðsson. HESTAR OG HUNDAR | Sumir eiga hest og aðrir eiga hund og þeir lánsömustu hvort tveggja. Stundum hringir fólk til blaðsins og kærir eigendur þessara dýra. En það er þó ekki hin rétta málsmeðferð, þótt blaðið geti birt lesendabréf um þetta efni og önnur, ef nafn fylgir. Því miður er ekkert dýra verndunarfélag til á Akureyri og því ekki unnt að snúa sér til þess, en hins vegar liggur beint við að gera lögreglunni aðvart. Sumar kærur eru á misskiln- ingi byggðar en naumast allar. Hestamenn verða stundum fyr- ir barðinu á fólki, sem til þeirra sér. Hundaeigendur munu síður hafa orðið það. Þó er því ekki að leyna, að aðbúnaður er þar ekki alitaf svo góður sem vera TAMNING OG UMHIRÐA Tamning hesta og hunda er vandaverk og ekki á allra færi, svo vel sé. Um hirðingu þessara dýra er aftur á móti fremur um umhyggju en íþrótt eða sér- staka kunnáttu að ræða. Verður manni þá efst í huga, að það er ósköp leiðinlegt að sjá liunda, tjóðraða að húsabaki í vondum veðrum, skjálfandi og aumingja lega. Það er ennfremur ófært að liafa hesta í girðingum í öll- um vetrarveðrum, þar sem skjól vantar. Sumir hestaeig- endur búa til skjól úr ódýru efni, þar sem náttúran liefur ekki séð fyrir hólum og lautum. Og það þyrftu allir að útbúa, þar sem útigönguhross komast ekki í skjól með öðru móti. HARKALEG VINNUBRÖGÐ Alþýðubandalagsmenn gerðu stjórnarbyltingu á þingi Al- þýðusambands Norðurlands, sem nýlega var lialdiö á Sauðár króki. Þeir steyptu Jóni Helga- syni, formanni, úr stóli en kusu í staðinn Jón Ásgeirsson. Nú er það engin goðgá að skipta um menn í trúnaðarstöðum og skal ekki hér lagður dómur á hæfni þessara manna. En liins vegar cru margir óánægðir með þau vinnubrögð, sem viðhöfð voru cr þetta gerðisí. En þau eru á þann veg, að hætt er við vax- andi óánægju í þessum félags- skap, ennfremur í liinu öfluga verkalýðsfélagi á Akureyri, Ein ingu, þar sem sami Jón Ásgeirs- son er formaður. Virðist mörg- (Framhald á blaðsíðu 2) FRÁ LÖGREGLUNNI Á AKUREYRI UM hádegi á mánudag varð mjög harður bifreiðaárekstur á mótum Þingvallastrætis og Þór- unnarstrætis á Akureyri, Jeþpa bifreið og strætisvagn skullu þar saman og höfnuðu síðan í næsta húsagarði. Ökumaður og farþegi jeppabifreiðarinnar slös- uðust mikið, einkum ökumaður, en aðra sakaði ekki. Bílarnir eru báðir allmikið skemmdir. Síðan á miðvikudaginn hefur lögreglan tekið fjóra fyrir ölvun við akstur og á þeim tíma hafa orðið nokkrir bifreiðaárekstrar á götum bæjarins. (Samkv. viðtali við yfirlög- regluþjóninn). UM HELGINA voru frétta- menn í Lóni, þar sem starfsemi Æskulýðsráðs Akureyrarlcaup- staðar fer einkum fram. Gunnar Jónsson veitir starfseminni for- stöðu og vinnur ennfremur hjá skátafélögunum í bænum, en Sigurður Sigurðsson er for- maður ráðsins. Þeir, ásamt Iier- manni Sigtryggssyni, æskulýðs- fulltrúa bæjarins, skýrðu starf- semi þá, er þarna fer fram, og létu þess jafnframt getið, að þörfin fyrir þetta eða hliðstætt húsnæði væri vaxandi með hverju ári, þar sem þangað leit- uðu ur.glingar sem ekki nota tómstundir sínar á öðrum félags legum vettvangi. Sem kunnugt er á Karlakór- inn Geysir Lón, og Æskulýðs- ráð hefur það húsnæði aðeins í vetur. Er því nauðsynlegt að huga að öðrum stað fyrir þessa starfsemi næsta vetur. Æsku- lýðsstarfið í Lóni er fyrir nokkru hafið, hófst í haust með dansleikjum og námskeiðum. Fyrsti dansleikurinn var hald- inn 15. október og síðan eru þar dansleikir um hverja helgi og miðast aldur við 14 ár vngst. Hefur aðsókn verið góð. Húsið tekur um 250 manns. Áfengið er stærsta vandamálið, sögðu forráðamennirnir. Erfitt er að útiloka það með öllu og vand- séð að unglingum séu aðrir staðir hollari, er þeir fara út til að skemmta sér. Námskeið í leiklist stendur Bændaklúbbsfund ur NÆSTI Bændaklúbbsfundur verður á Hótel KEA á mánudag inn, 26. nóvember, og hefst klukkan 9 e. h. Framsögumaður verður dr. Ólafur R. Dýrmunds son, yfirkennari við framhalds- deildina á Hvanneyri. Ræðir hann um ýmsa þætti varðandi frjósemi sauðfjár. Búnaðarsamband Eyjafjarð- ar, sem gefur út „Fréttir og fróðleik“ prentaði útdrátt úr erindinu í riti sínu nú í síðustu viku, svo að bændur munu verða búnir að kynna sér efnið, er það kemur til umræðu á fundinum. □ yfir og er Magnús Jónsson leik- hússtjóri og kona hans leiðbein- endur. Af öðrum námskeiðum, sem framundan eru eða þegar hafin má nefna: Hjálp í viðlög- um, leiðbeinandi Gunnlaugur Búi Sveinsson, bridgenámskeið stendur yfir, leiðbeinendur Baldur Árnason og Sigurbjörn Bjarnason, kvikmyndatökunám skeið á 8 mm vélar. Eftir ára- mótin verða námskeið í segl- bátasmíði, kennari Vilhjálmur Ingi Árnason, námskeið í með- ferð hljómflutningstækja, leið- beinandi Stefán Hallgrímsson, og félagsmálanámskeið, leið- beinandi Reynir Karlsson, og er á það boðið fólki frá félaga- samtökum í bænum. Þá verður skáknámskeið í samvinnu við Skákfélag Akureyrar, bóklegt námskeið í svifflugi, námskeið í leðurvinnu og tauþrykki, radíó smíði, ljósmyndun o. fl. Má af þessari upptalningu, sem að sjálfsögðu verður síðar auglýst í blöðum, sjá að úr mörgu er að velja. Þá er Æskulýðsráð Akureyr- ar að gefa út „Unga Akureyri11, fimmta hefti af upplýsingariti um hin ýmsu félög í bænum, mjög fróðlegt félagsmálarit, sem sent verður, sem hin fyrri, á hvert heimili í bænum. □ Bók þessi er skemmtileg og fræðandi. Hún er hressileg eins og höfundurinn og það er ávinn ingur fyrir drengi að kynnast báðum. Káta verður fræg Hér er á ferðinni þriðja Kátu- bókin frá Skjaldborg á Akur- eyri og hafa þær náð vinsæld- um. Þessar bækur eru eftir Hildegard Diessel, en þýddar af Magnúsi Kristinssyni. Margar teikningar prýða bókina, sem er um 80 síður og gott lesefni fyrir yngstu lesendurna. Bók þessi skiptist í þessa kafla: Káta ger- ist ráðrík, Jósavin þekkir ekki Kátu, Hjálp, hún er að drukkna, Gleymna fiðrildið, Smáfólk og bjartar klessur, Stigamaðurinn hnerrandi, og Káta ferður fræg. Vegferðarljóð INGÓLFUR Davíðsson grasa- fræðingur hefur sent frá sér ljóðabókina Vegferðarljóð, 160 blaðsíður og kennir þar margra grasa, frá hinum ýmsu aldurs- skeiðum. En höfundur er kunn- ur grasafræðingur og jurtasjúk- dómafræðingur, ættaður frá Stóru-Hámundarstöðum á Ár- skógsströnd við Eyjafjörð, bú- VarðeMasögur Út er komin bók eftir Tryggva Þorsteinsson skóla- stjóra á Akureyri og heitir hún Varðeldasögur, fyrsta bindi. Út- gefandi er Bókaútgáfan Skjald- borg. Eru sögur þessar við hæfi ungra og vaskra drengja, ekki sízt skáta, enda er höfund- urinn kunnur skátaforingi. Bókin er um 130 blaðsíður og í henni 12 frásagnir, myndum prýddar. Tryggvi Þorsteinsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.