Dagur - 09.01.1974, Blaðsíða 5
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Sókn má ekki stöðva
FRÉTTARITARI Dags á Sauðár-
króki sagði nú um áramótin, að árið
hefði verið hagstætt á mörgum svið-
um. Grasspretta liefði verið mikil í
héraði, nýting lieyja góð, féð margt
og vænt. Á Sauðárkróki hefði at-
vinna verið óvenjulega mikil og liag-
ur fólks í sveitum og í kaupstaðnum
því góður og betri en oftast áður.
Hitt væri ekki síður mikils um vert,
hve mikil bjartsýni fólksins væri og
framkvæmdahugur þess meiri en
nokkru sinni. Framkvæmdir væru
miklar hjá einstaklingunum, svo
sem íbúðabyggingar, og framlög
ríkisins til skólamála, vegamála og
flugvallarmála væru margföld við
það, sem áður hefði verið, en í þeim
málum liefðu orðið alger þáttaskil.
í útgerðarmálum væri þá sögu að
segja, að á Sauðárkróki, þar sem áður
hefði verið sáralítil útgerð, væru nii
komnir þrír skuttogarar, sem öfluðu
vel og sköpuðu mikla atvinnu og
dýrmætan gjaldeyri.
Þessi ummæli um atvinnu, fram-
farir og aukinn þátt ríkisins í hinum
ýmsu framkvæmdum, eru ekkert
sérstök fyrir Sauðárkrók, því svipað-
ar umsagnir berast frá fjölmörgum
stöðum um land allt. Þær birtast
meðal annars oft í viðtölum í hlöð-
um stjórnarandstæðinganna, og
vitna um byggðastefnu í verki, ásamt
náttúrlegu góðæri til lands og sjávar
og hagstæða markaði erlendis.
Meirihluti fólksins í landinu styður
eflaust þá stefnu núverandi stjórnar-
flokka, að efla byggð landsins og
nýta gæði þess í öllum héruðum.
Það man eymdarár „viðreisnarinnar“
of vel til þess að óska breytinga, land-
flótta þúsunda manna, atvinnuleysið
og hina mögnuðu verðbúlgu, sem á
þeim árum stafaði þó ekki af um-
talsverðum verðlagsbreytingum er-
lendis, svo sem nú er og engin stjóm-
völd fá við ráðið, heldur af mis-
heppnaðri stjórnarstefnu.
En ekki er að leyna þeim ótíðind-
um, að einn af stuðningsmönnum
stjórnarinnar, sem í síðustu kosning-
um gekk fram undir merki vinstri
manna, með sameiningartáknið í
báðum höndum, hefur opinberlega
sundrað vinstri mönnum, hefur
stofnað nýjan flokk, segist vera þing-
maður hans og vilja ríkisstjómina
feiga. Veldur þetta ófyrirsjáanlegum
erfiðleikum á Alþingi. Hvort sem
þar dregur til stórra tíðinda af þess-
um orsökum eða ekki, mun það vilji
meirihluta þjóðarinnar, að hin
mikla sókn á flestum sviðum þjóð-
lífsins verði ekki stöðvuð. □
NÝJAR VÖRUR
LOÐKÁPUR OG JAKKAR.
ULLARKÁPUR, fjölbreytt úrval.
JERSEYBUXNADRAGTIR og stakar buxur.
VERZLUN BERNHARÐS LAXDAL
AKUREYRI.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í sntíði á 28 eidhúsinnréttingum í
fjölbýlishúsið Skarðshlíð 22—28 Aknreyri.
Útboðsgagna sé vitjað til Sigurðar Ilannessonar,
Austurbyggð 12 Akureyri 10. janúar 1974.
Tilboð verða opnuð mánudaginn 21. janúar á
skrifstofu Freys Öfeigssonar, Hal’narstræti 107
3. hæð, kl. 11 f. h.
STJÓRN VERKAMANNABÚSTAÐA,
Akureyri.
Akureyrarbær.
Fyrirframgreiðslur útsvara
á Akureyri 1974
Bæjarráð Akureyrar hefir ákveðið, að fyrirfram-
greiðslur útsvara skuli inna af hendi með íimm
jöfnurn greiðslum hinn 1. febrúar, 1. marz,
1. maí og 1. júní.
Á hverjum þessara gjalddaga skal greiða sem
svarar 12% af álögðu útsvari 1973.
Akureyri, 8. janúar 1974
BÆJARRITARINN.
Auglýsing
Innritun í Námsflokka Akureyrar fer fram dag-
ana 9.—14. janúar frá kl. 17—22 í Iðnskólanum
og í síma 2-16-62. Eftirtaldar greinar verða
kenndar: Enska í sjö flokkum, danska í fram-
haldsfloikki, þýska, franska, sænska fyrir börn,
íslenska fyrir-útlendinga, bókhald, bókband og
vélritun. Nemendum gagnfræðaskóla er bent á
Ihjálparflokka, sem starfræktir verða í kennslu-
greinum gagnfræðaskóla. Allar nánari upplýsing-
ar veittar við innritun.
FORSTÖÐUMAÐUR.
Skrilstofusfúlka
Stúlka óskast til skrifstofustarfa á bæjarskrifstof-
unni nú þegar. Vélritunarkunnátta nauðsynleg.
Frekari upplýsingar um starfið veitir bæjarritari.
Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 16. janúar
n. k. ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf.
Akureyri, 8. janúar 1974
BÆJARSTJÓRI.
Til
Eiríks Sigurðssonar
efni blaðsins, að greinarhöfund-
ar þurfa að láta nöfn sín fylgja,
en það getur svo orðið sam-
komulag við ritstjóra hvort það
nafn, fangamark eða dulnefni
er notað.
Hér hefst þá fyrsta Fokdreifa-
bréfið á þessu ári:
ORÐSENDING
TIL DAGSKRÁKSTJÓRA
RÍKISÚTVARPSINS
Á þriðjudaginn var, eða á
jóladag, stuttu eftir hádegið,
eða á meðan ég var að borða
hádegisverðinn, opnaði ég út-
varpið mitt, til þess að sjálf-
sögðu að fá þaðan hátíðlega inn-
gjöf með matnum, en þá var
bara verið að lesa úr sögu Skál-
holtsbiskupsdæmis, og þar sagt
af miklum fjálgleik og með ítar-
legri nákvæmni frá því hvaða
aðferð fyrrum var notuð til að
lífláta einn Skálhóltsbiskup, og
svo var þar fleira í svipuðum
dúr. Ég verð að segja, að mér
brá. Ég átti von á að fá helgan
innblástur, en þá var það bara
morðingja- og draugasaga.
Ég get ekki varist því að
spyrja: Hverskonar mannverur
eru þær, sem stjórna Ríkisút-
varpinu? Óg hvaða hugmyndir
gera þær sér um helgihald?
Nú er jólanótt og jóladagur
opinberlega viðurkenndir og
það jafnvel af Ríkisútvarpinu
sjálfu, að vera hinn eini alfrið-
helgi dagur tími ársins, og allur
hinn kristni heirhur, að svo
miklu leyti, sem ég fæ séð, kepp
ist um að sýna það opinberlega,
jafnvel.svaésnustu illvirkjasam-
tök ýttu starfseminni til hliðar
þennan dag. En Ríkisútvarpið í
Reykjavílc virðist ékki hafa átt
annað að gæða hlustendum sín-
um á, á meðan þeir borðuðu
hádegismatinn þerinan dag, en
morðingjasögu frá fyrri öldum.
Enda þótt þessi saga úr Skál-
holtsstifti eigi að vera sönn og
umræddur biskup hafi átt með-
ferðina skilið, þá á hún ekkert
skylt við helgihald jólanna og
sízt af öllu þennan alfriðhelga
dag. Og hafi ykkur í dagskrár-
stjórn Ríkisútvarpsins fundizt
alveg bráðnauðsynlegt að troða
þessari frásögn inn um eyru út-
varpshlustenda fyrir áramótin,
Gjalddagar fasteignagjalda
á Akureyri 1974
Ákveðnir hafa verið tveir gjalddagar fasteigna-
gjalda á Akureyri á árinu 1974.
15. janúar fellur í gjalddaga upphæð seni svarar
til 60% af álögðum fasteignagjöldum s. 1. ár.
15. maí er síðan gjalddagi á eftirstöðvum fast-
eignagjaldanna 1974.
Þess er vænst, að fasteignaeigendur bregðist vel
ivið og greiði á réttum gjalddaga tilskilinn hluta
fasteignagjaldanna, þótt gjaldseðlar berist ekki
'fyrr en síðar.
Dráttarvextir eru samkvæmt lögum fallnir á öll
ógreidd bæjargjöl'd frá fyrra ári og nema þeir
U/2% fyrir hvern mánuð eða brot úr inánuði frá
gjalddaga.
Bæjarsikrifstofan er opin daglega frá kl. 8,30—
12,00 og 13,00—16,00, en auk þess á mánudögum
og föstudögum kl. 17,00—18,30.
Akureyri, 8. janúar 1974
BÆJARRITARI.
MARGIR GOÐIR GESTIR
í þessum þætti blaðsins, sem
við köllum „Fokdreifar11, hafa
margir komið fram og þó enn
fleiri rætt um að senda þessum
þætti línur til birtingar. Þakkar
blaðið þeim öllum, og minnir á,
að enn eru bréf í þennan þátt
kærkomin og vonandi verður
meira rúm í blaðinu eftirleiðis
en oft var á síðasta ári. Hér
gildir hið sama og um annað
Húsnæói
Til leigu frá næstu
mánaðarmótum versl-
unar- eða skrifstofuliús-
næði í miðbænum.
Uppl. gefnar frá kl.
6—8 e. h. í síma 1-19-07.
Ung barnlaus hjón
óska eftir að taka á leigu
íbúð.
Uppl. í síma 2-25-78
á daginn.
Óskum eftir að taka
1—2 lierbergja íbúð á
leigu.
Fyrirframgreiðsla ef
óskað er.
Uppl. í síma 1-12-91.
Liðin er tið,
nýr timi kemur.
Alegi Guðs blessun
landsbarna leiða
líf og síarf.
ORÐ DAGSINS
á Akureyri sendir lands-
mönnum öllum hug-
heilar nýjárskveðjur.
Í0RÐ DflgSINS
fs/M/á
þá voru'eftir af árinu sjö dagar,
sem allir gátu verið móttæki-
legir fyrir slíkan lestur. Svo
má bæta því við, að sagan af
Jóni biskupi Gerrekssyni, fram-
ferði hans og endalokum hér á
landi, mun vera það vel kunn
flestum íslendingum, sem náð
hafa fermingaraldri, að ekki
hafi verið nein þörf á að bera
hann fram, sízt af öllu á jóla-
dag, og varla munu þeir, sem
yngri eru hlusta á svona lestur
á hátíðisdegi.
Ég veit að ég skrifa með sam-
þykki margra, er ég lýsi hér
með yfir megnustu vanþóknun
á umræddu helgihaldisinnleggi
ykkar í dagskrárstjórninni, og
þar með fyllstu óþökk fyrir
lesturinn.
Akureyri, 27. desember 1973.
Egill Jóhannsson.
ÓLÁNSAMIR UNGLINGAR
í FJÖLMIÐLUM
Sunnudaginn 30. desember sl.
var birt í Ríkisútvarpinu viðtal
við afbrotaunglinga að upptöku
heimilinu í Kópavogi.
Þetta viðtal var það ósmekk-
legasta útvarpsefni sem ég hefi
hlustað á. Látum það vera þótt
haft sé viðtal við afbrotaungl-
inga og jafnvel þótt það sé birt
í útvarpi, en hvernig má það
vera að það sé látið viðgangast
að þessir ólánssömu unglingar
séu látnir segja til nafns síns
og afbrota í útbreiddasta fjöl-
miðli landsins, Ríkisútvarpinu?
Eða er þetta ef til vill einhver
ný hegningaraðferð sem á að
vera öðrum börnum og ungling-
um til varnaðar.
Nokkrum kvöldum seinna
var birt viðtal í sjónvarpinu við
eiturlyfjaneytanda, þar sem
andlit hans var vandlega falið
og ekki heyrði ég hann segja
til nafns síns. Sem sagt: Ef það
er leyfilegt að birta nöfn og af-
brot barna og unglinga á opin-
berum vettvangi, hvers vegna
má þá ekki birta nöfn fullorð-
inna afbrotamanna í fjöhniðl-
um, en það mun ekki vera gert.
Ég beið með að skrifa þetta nið-
ur fram yfir laugardagsþátt
Páls Heiðars í morgunkaffinu,
því ég gekk að því sem vísu að
þar yrði rætt um þetta eftir-
minnilega viðtal, en viti menn,
þar var ekki minnzt einu orði
á þennan dagskrárlið og hefur
þó oft verið eytt löngum tíma í
þessu laugardagsrabbi um
ómerkilegra útvarpsefni en það
sem hér um ræðir.
Akureyri, 7. janúar 1974.
Húsmóðir.
fyrrv. skólastjóra
sjötugs
Ort þegar höf. barst afmælis-
grein um hann í Degi.
Austfirðingi ágætum
og íslendingi líka,
sendi ég kveðju heim um haf
hlýju — og þakkaríka.
Ricliard Beck.
FRÁ SKÁKFÉLAGI
AKIJREYRAR
HIÐ árlega jólahraðskákmót
S. A. er nýlokið. Þátttaka var
mjög góð, eða 50 manns. Tefldar
voru 22 umferðir eftir Monrad-
kerfi.
Efstur varð Björn Jóhannes-
son, Reykjavík, sem tefldi sem
gestur og hlaut hann 16.5 vinn-
inga. 2.—3. urðu Jón Björgvins-
son og Guðmundur Búason með
15 vinninga, og tefldu þeir um
bikar, sem gefinn var til þess-
arar keppni af Skjaldborg s.f.,
og varð Jón hlutskarpari.
Margar lausnir bárust í jóla-
getraun Skákfélagsblaðsins. —
Dregið var úr réttum lausnum
og upp kom nafn Sigurvins
Jónssonar, Suðurbyggð 15,
Akureyri.
N. k. fimmtudag mun Guð-
mundur Búason tefla fjöltefli
að Hótel Varðborg og hefst það
kl. 8 e. h. Öllum er heimil þátt-
taka.
Stjórnin.
„ÍSLENSKAR
LÆKNINGA- OG
DRYKKJARJURTIR“
BÓK þessa tók saman Björn L.
Jónsson læknir eftir ýmsum
heimildum, eldri sem yngri, og
er hún gefin út af Náttúrulækn-
ingafélagi íslands. í henni eru
taldar milli 60 og 70 jurtir, sem
um langan aldur hafa verið
notaðar til lækninga, sem
drykkjarjurtir og til matar, og
sumar til litunar. Upplýsingar
eru um vaxtarstaði jurtanna,
meðferð þeirra, verkanir og
notkun, og flestum þeirra fylgja
ágætar myndir, teknar úr ís-
lenzkri Ferðaflóru eftir Áskel
Löve, teiknaðar af Dagny Tande
Lid. Bókin er 80 blaðsíður í
bandi, og kápuna prýða lit-
myndir af purtum úr bókinni.
- Haninn háttprúði frumsýndur
(Framhald af blaðsíðu 8)
endann. Hann er tákn nýrra
viðhorfa og er af hinum þröng-
sýnustu álitinn hættulegur og
réttdræpur.
Aðal söguhetjurnar eru tvær,
vinirnir mógrafareigandinn og
gamall skipstjóri, sem nú rekur
vörubílastöð, báðir hjátrúar-
fullir með afbrigðum, enda
verða þar dularfullir atburðir,
og peningamenn fram í fingur-
góma.
Heildarmynd sýningarinnar
ber því vitni, að leikstjórinn
átti gott erindi til Akureyrar.
Ur takmörkuðum hópi leikara
hefur skipan í hlutverkin tek-
izt með ágætum og úrvinnslan
ber einnig glögg merki góðrar
leikstjórnar.
Langstærstu hlutverkin leika
þeir Arnar Jónsson og Þráinn
Karlsson. Með sex önnur
veigamikil hlutverk fara: Jón
Kristinsson, Ólafur Axelsson,
Aðalsteinn Bergdal, Þórhildur
Þorleifsdóttir, Saga Jónsdóttir,
og svo gesturinn frá London,
Jónína Ólafsdóttir. Aðrir leik-
endur eru: Gestur Einar Jónas-
son, Friðrik Steingrímsson, Guð
mundur Ólafsson, Kjartan Ólafs
son, Tryggvi Kristjánsson, Stein
ar Þorsteinsson, Ari Rögnvalds-
son, Valgerður Bjarnadóttir,
Guðmundur Magnússon, Þór-
halla Þorsteinsdóttir, Kristín
Árdal, Hermann Arason og
Hörður Karlsson.
Mér fannst sýningin einkar
skemmtileg og einnig umhugs-
unarverð. Hvet ég fólk eindreg-
ið til, að fara í leikhúsið til að
sjá Hanann háttprúða og eiga
þar glaða stund. E. D.
m
zy
mm
0MSJ9N: EINUR HELGKSQN
íslandsmótið, 2. deild: -
100 áhorfendur sáu KA sigra
Völsung með 30 mörkum gegn
19. Sigur KA var sannfærandi
og öruggur allt frá upphafi til
leiksloka og færir þá feti nær
því marki sínu að sigra í 2.
deild, en til þess að ná því
marki verður vörn þeirra að
batna. Reyndar var vörnin
sæmileg í seinni hálfleik, en
afleit í þeim fyrri. Markvarzlan
er að batna, ef marka má þenn-
an leik, einkum virðist Viðar í
framför. Leikur Húsvíkinga er
ekki nógu léttur og hreyfingar-
leysið á liðinu veldur því að
auðvelt er að verjast sókn þess.
Vörnin fór hvað eftir annað á
hreina ringulreið hjá þeim, en
ágæt markvarzla Guðmundar
Jónssonar kom í veg fyrir enn-
þá stærra tap. Mjög óvænlega
horfir nú fyrir liðinu, sem ekki
hefur hlotið stig í mótinu það
sem af er. Vonandi tekst þeim
þó að forða sér frá falli, en til
þess þurfa þeir samstillt átak.
Margir góðir einstaklingar eru
í liðinu, en aðstöðuleysi og
reynsluleysi háir því mjög.
KA byrjaði leikinn vel, komst
FYRIR nokkrum árum flykkt-
ust áhorfendur í íþróttaskemm-
una ef meiriháttar keppni í
körfuknattleik var háð þar. Nú
brá svo við, að aðeins 150
manns, mest börn, komu í
skemmuna til að horfa á banda-
ríska háskólaliðið Luther keppa
við lið Þórs. Þetta bandaríska
lið er án efa bezta körfuknatt-
leikslið, sem hingað hefur kom-
ið, enda þótt leikur þess að
þessu sinni væri ekki neitt af-
bragð, enda liðið búið að keppa
marga leiki á stuttum tíma.
Luther-liðið sigraði lið Þórs
með 76 stigum gegn 41. Þessi
úrslit komu mér satt að segja á
óvart, ég átti von á meiri stiga-
mun. Þórs-liðið hélt furðu lengi
í við Bandaríkjamennina, en
þar kom að lokum að botninn
datt úr leik Þórsara og kom þá
styrkleikamunur liðanna skýrt
í ljós. Gestirnir voru á allan
hátt ofjarlar heimamanna í list-
um leiksins. Sérstaklega vöktu
athygli mína leifturhröð upp-
hlaup þeirra og hittni úr lang-
skotum. Samleikur liðsins var
og ágætur á köflum og áber-
andi einleikstilraunir sárafáar.
í byrjun leiksins skoruðu þeir
flest stig sín langt utan af velli,
en síðar tók leikur þeirra á sig
fleiri blæbrigði og sáust þá oft
falleg tilþrif, sem hérlendir
KA-Völsungur 30-19
í 3—0 með mörkum Harðar,
Halldórs og Þorleifs. Guðlaugur
skorar laglegt mark úr hægra
horninu, 3—1. Litlu síðar er
gróflega brotið á Herði, sem
hlaupið hafði af sér vörn Völs-
ungs. Vítakast var réttilega
dæmt og veittist Brynjólfi auð-
velt að skora, 4—1 fyrir KA.
Bjarni gerir næsta mark Völs-
ungs 4—2 og Halldór Rafnsson
svarar strax með góðu marki,
5—2. Enn er Bjarni á ferðinni
og skorar 3ja mark Völsungs.
Tvívegis komst Þorleifur í færi
á línunni en Guðmundur varði
í bæði skiptin. Þegar 10 mín.
voru af leik hafði Völsungi tek-
izt að minnka markamuninn í
eitt mark, 6—5. Stuttu síðar er
aftur eins marks munur, 7—6
fyrir KA, en eftir það fer að
draga sundur með liðunum og
í hálfleik er staðan orðin 16—11.
Það markverðasta, sem í hálf-
leiknum gerðist var að Guð-
mundur varði vitakast, sem
Brynjólfur tók og varði strax á
eftir hörkuskot sama, sem feng-
ið hafði boltann eftir vítakastið.
Hörður sendi Hermanni snilldar
körfuboltamenn megna ekki að
sýna. Eins og fyrr sagði héldu
Þórsarar lengi vel í við banda-
ríska liðið. Það hefur eflaust
komið þeim sjálfum á óvart eins
og öðrum. Framan af léku þeir
yfirvegað og heldur rólega,
skutu ekki nema úr góðum fær-
um. Síðar í leiknum fóru sumir
leikmanna að einleika í tíma og
ótíma og skjóta úr fáránlegum
færum. Afleiðing þessa varð sú,
að bandarísku leikmennirnir,
sem yfirleitt voru hærri en mót-
herjar þeirra, náðu flestum frá-
köstum af spjaldi og hring ef
boltinn þá kom nálægt körf-
unni. Eini leikmaður Þórs, sem
virtist veita Luther-leikmönn-
unum keppni í að ná fráköstum
var Eyþór. Hann barðist af
mestu hörku allan tímann.
Brynjólfur varð að fara af velli
í seinni leikhlutanum, er hann
hafði fengið 5 villur. í lið Þórs
vantaði Rafn Haraldsson. —
Bandarísku leikmennirnir voru
alls 15 og leikmannaskipti hjá
þeim voru tíð. Heimsókn þessa
liðs var skemmtileg tilbreyting
í fáskrúðugu körfuknattleikslífi,
en sannarlgea leitt að áhorfend-
ur skyldu ekki vera fleiri en
raunin varð.
Hörður Tuliníus dæmdi leik-
inn ásamt Bandaríkjamanni.
Fórst þeim dómgæzlan vel. □
sendingu, sem hann skoraði úr
af línunni. Sveinn Pálsson gerði
tvívegis falleg mörk með leiftur
snöggum skotum.
Síðari hálfleikur byrjaði frem
ur rólega. Liðin skoruðu sitt á
hvað. Þegar 10 mínútur voru
liðnra af hálfleiknum fór að
gæta töluverðrar hörku, einkum
af hendi heimamanna. Það bar
þann árangur, að Völsungur
gerir aðeins 5 mörk á móti 13
mörkum KA-manna það sem
eftir var leiksins. Sigurður Sig-
urðsson gerð’i tvö stórglæsileg
mörk í þessum leikkafla, ann-
ars var hann heldur óheppin
með skot sín að þessu sinni.
Viðar skoraði fallegt mark eftir
góða samvinnu við Þorleif.
Brynjólfur misnotaði vítakast
öðru sinni í leiknum, þegar
hann ætlaði að vippa yfir Ingólf,
sem kominn var í mark Völs-
ungs. Undir lok leiksins gerð-
ust KA-menn of skotglaðir, gáfu
sér engan tíma til að vinna sam
an, allt skyldi gerast með hraði
og einstaklingshyggju. Lið eins
og KA með marga bráðtekniska
leikmenn má ekki bjóða upp á
slíkt, jafnvel þótt sigurinn blasi
við. Einmitt þá, þegar öruggt
forskot er fengið á liðið að leika
létt og af öryggi, það getur það.
Það er synd að nýta ekki betur
leikmann eins og Þorleif, en
hann verður auðvitað utangátta
í leikaðferð eins og þeirri, sem
ég minntist á.
Mörk KA skoruðu: Brynjólf-
ur 9, Halldór 7, Hermann 4,
Hörður 3, Þorleifur 2, Viðar 2,
Guðmundur 1 og Árni 1 mark.
Mörk Völsungs: Sveinn 7,
Sigurður Sigurðsson 5, Bjarni 3
og Guðlaugur og Þór 2 hvor.
Benedikt Guðmundsson og
Jónas Þórarinsson dæmdu leik-
inn. Þeir voru alltof linir við að
hegna mönnum, einkum er líða
tók á leikinn. □
\ ölsungur-KA 11-5
LEIKUR stúlknanna var held-
ur tilkomulítill, og má mikið
vera ef ekki hefur verið slakað
á æfingum að undanförnu. —■
Fyrri hálfleikur var mjög jafn
og skiptust liðin á að skora.
Staðan í hálfleik var 4—4, og
áttu flestir von á jafnri baráttu
í síðari hálfleik, en raunin varð
ekki aldeilis sú. Völsungur skor
aði 7 mörk gegn 1 marki KA í
seinni hálfleik, og urðu loka-
tölurnar því 11—5 fyrir Völs-
ung. KA-stúlkurnar misnotuðu
4 vítaköst í leiknum og talar
það sínu rnáli um form liðsins.
Dómarar voru Halldór Rafns-
son og Jónas Þorvaldsson. □
____________________
Köi fubolti: ÞÓR - LUTHER COLLEGE, 41-76