Dagur - 09.01.1974, Blaðsíða 8

Dagur - 09.01.1974, Blaðsíða 8
EYFIRZK FR/EÐI S-fl GERÍZT ÁSKRIFENDUR SÖGUFÉLAG EYFIRÐINGA PÓSTHÓLF 267 * AKUREYRI Dague Akureyri, miðvikudaginn 9. janúar 1974 Dömu og herra steinhringar. Mikiö úrval. Arnar Jónsson, Ólafur Axelsson og Þráinn Karlsson í hlutverkum sínum. (Ljósmyndastofa Páls) Á SUNNUDAGINN frumsýndi Leikfélag Akureyrar Hanann háttprúða I leikhúsi bæjarins, sem við það tækifæri var þétt setið og frumsýningunni fram- úrskarandi vel fagnað. Þýðandi er Þorleiíur Hauksson. Haninn háttprúði er annað leikhiisverk L. A. á þessu leik- ári. En framundan er barna- leikritið Halló, sem' frumsýnt verður seint í næsta mánuði. Þar næst sýnir L. A. nýtt ís- lenzkt verk, sem Vésteinn Lúð- víksson rithöfundur skrifar sér- staklega fyrir félagið og mun það vel á veg komið og kemur höfundurinn innan tíðar hingað til Akureyrar til þess að starfa rneð félaginu að uppsetning- unni, Ovíst er um fimmta verk- efriið. í haust var smíðað nýtt lcik- svið í Samkomuhúsinu og L. A. fékk æfingasal, sem innréttaður var uppi á lofti í húsinu. FALLEGT ÁRTAL í HEIÐIMI FYRIR nokkrum árum inn- leiddi Guðvarður Jónsson mál- ari þann sið hér á Akureyri, að búa til logandi ártal í Vaðla- heiði, til augnayndis fyrir bæjar búa og fleiri. Lagði hann sjálfur til fé og fyrirhöfn, ásamt fjöl- skyldu sinni. Nú hafa skátarnir í bænum tekið að sér þessa sjálfboða- vinnu og ber að þakka þeim það. Hver tölustafur ársins var að þessu sinni rúmir 40 metrar á hæð, gerður úr fjölmörgum hampkyndlum. □ ÞAÐ var ósköp rólegt og nota- legt hér í Hrísey um jól og ára- mót. Og þótt veðrið væri ekki uppá það bezta, munu flestir hafa unað hag sínum vel. Menn eru nú að byrja að fara á sjó. Þeir, sem róið hafa með línuspotta, hafa fengið ofurlítið, og Akureyringar hafa fengið af þessum fiski í soðið. En nú eru sjómenn um það bil að leggja Að þessu sinni fékk Leikfélag Akureyrar skozkan leikstjóra, Davíð Scott að nafni, en hann er bæði leikari og leikstjóri og er einnig höfundur sjónvarps- efnis fyrir börn. Hann er kvænt ur íslenzkri leikkonu, Jónínu Ólafsdóttur frá Jveflavík, sem leikur gestaleik í þessu verki. Höfundurinn er írinn Sean O’Casey, sem meðal annars er kunnur fyrir Júnó og páffugl- inn, leikrit, sem leikið hefur verið hér á landi oftar en einu sinni. Sauðárkróki, 8. janúar. Árið 1973 var mjög hagstætt ár í sveit og við sjó. Grasspretta í sveitum héraðsins var mikil, nýting heyja góð, skeþnuhöld góð. Féð var frjósamt og væn- leiki dilka í bezta lagi. Atvinna á Sauðárkróki var óvenjulega góð og má segja, að hagur fólks í sveitum og hér í kaupstaðnum sé góður. Hitt er ekki síður mikilvægt, hve mikil bjartsýni ríkir meðal almenn- ings og um leið framkvæmda- hugur. Framkvæmdir eru miklar hjá einstaklingum og því opinbera. Af opinberum framkvæmdum má nefna samgöngumálin, bæði flugvallargerð og vegagerð. Á þeim sviðum eru framkvæmdir meiri en nokkru sinni áður. Hið sama má segja um skólabygg- ingamálin, að þar hafa orðið alger þáttaskil og framlög ríkis- ins margfölduð. í því sambandi net í sjó og mun fyrsti báturinn þegar farinn með net sín, nú í dag, þriðjudag, sagði fréttaritari blaðsins í Hrísey. Annars er atvinnulífið auðvitað dauft enn- þá, svo sem venja er um þetta leyti árs. Næst get ég væntanlega sagt þér frá ársframleiðslu sjávar- afurða hér í Hrísey, og svo frá aflabrögðum ef einhver verða. Leikritið Haninn háttprúði gerist í litlu sveitaþorpi. Þar, eins og víðar í því landi, hefur vald kaþólskra klerka þótt mik- ið og snýst leikritið um barátt- una milli þeirrar þröngsýni, er þjakar fólkið og kemur í veg fyrir gleði þess og lífshamingju, og hins nýja tíma og þess réttar, sem hann krefst til þess að njóta lífsgleðinnar. Inn í litla þorpið kemur óvæntur gestur, Haninn hátt- prúði, sem setur allt á annan (Framhald á blaðsíðu 5) má nefna skólana í Varmahlíð, Hofsósi og hér á Sauðárkróki. Framlög ríkisins til skólamála í héraðinu bæði fyrir liðið ár og hið nýbyrjaða, eru myndar- leg svo að við höfum þar ekkert til samanburðar. En hér á Sauð- árkróki eru starfandi, auk barnaskóla, gagnfræðaskóla, iðn skóla og tónlistarskóla, í Hjalta- dal er Bændaskólinn á Hólum og á Löngumýri er húsmæðra- skóli, og miðskóli í Varmahlíð. íbúðarhúsabyggingar eru Mikili snjór Raufarliöfn, 7. janúar. Nú er sunnangola og snjórinn hefur látið ofurlítið ásjá, en hann var orðinn mjög mikill, svo að ruðn ingar voru á sumum stöðum jafn háir og einnar hæðar hús. í gær var byrjað að moka vest- uryfir til Kópaskers og var orð- ið fært þangað að vestan. Flugvöllurinn er opinn og er verið að fljúga í dag, bæði póst- flug og áætlunarflug F. í. í gær biðu hér 40 farþegar, en Flug- félagsvélar höfðu ekki komið hingað síðan fyrir jól, vegna ótíðar og snjóa á flugvelli. Það mátti heita öskrandi stórhríð síðan fyrir jólin og fram til 30. desember. Þá var opnað fvrir litlar vélar. Mjólkin okkar beið þá á Kópaskeri og við mjólkur- lausir. Ekkert hefur verið róið síðan Reyfa ofurlífið á línu MIKIL GRÓSKA ER í BÆ SMÁTT & STÓRT GÓÐ VEIÐI Stundum veiða tollþjónar vel, sem svo er kallað, er þeir kom- ast yfir ólöglegan vaming smygl vara. Tollþjónar í Florida fundu á miðju síðasta ári níu smálestir af marijuna og var það met. En síðasta aðfangadag kórónuðu þeir vertíðina með því að stöðva grunsamlegan bíl og leita í hon- um og finna fimmtán smálestir af sama eiturefni. i 1 1 lí\2 LOÐNULEIT Árni Friðriksson er nú að hefja loðnuleit fyrir Norðausturlandi og Austurlandi. Leiðangurs- stjóri er Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur. Af fyrri rann- sóknum er talið, að loðnan verði seinna á ferðinni en síðastliðið ár. Menn eru þó vongóðir um góða vertíð. Verð á loðnu og loðnuafurðum hefur liækkað mjög í verði og gctur vertíð því orðið góð þótt minna veiðist cn í fyrra. í gær bárust þær fregn- ir, að fyrsta loðnugangan hefði fundizt 60 sjómílur út af Langa- nesi. HAFÍS FYRIR ÖLLU NORÐURLANDI Hafís er nú fyrir öllu Norður- landi og má því húast við öllu af honum, ef vindar og straum- ar stefna lionum til lands. Sigl- ingaleiðir hafa þó haldizt opnar til þessa, þrátt fyrir langvinna norðanátt. En sjálfsagt er fyrir alla þá, sem eiga að sjá um birgðaflutning til Norðurlands, að reikna með siglingatöfum af völdum ísa. að þykir þó góðs viti, að „austurstraumurinn“ er 06 HÉRAÐI miklar á Sauðárkróki og er nýtt bæjarhverfi á Sauðárhæðum, sem hefur verið að rísa tvö síðastliðin ár, ljós vottur um velmegun o gframfarir hér á staðnum. Útgerðarfélag Skagfirðinga gerir út þrjá skuttogara, sem hafa aflað fremur vel og skapað mikla atvinnu. Það er heldur björgulegt að sjá þessi vönduðu skip koma með afla sinn að landi á stað, þar sem útgerð var áður sáralítil. G. Ó. hlýrri en búist var við, og ís- myndunarhættan því minni á lians svæði. NÝR BORGARDÓMARI ’ Norðlendingurinn Björn Ingv- arsson, oft kenndur við Syðra- Laugaland og fyrrum bóndi í Kaupangi og lengi lögreglu- stjóri í Keflavík, liefur verið skipaður borgardómari í Reykja vík frá 1. janúar sl. að telja. KALDASTI MÁNUÐUR ALDARINNAR Síðasti mánuður var kaldasti desember aldarinnar, segja veð- urfræðingar. í Reykjavík var mcðalhitinn 3.6 stigum kaldari en í meðalári ög á Akureyri var hann 5.5 stigum kaldari en í meðalári, miðað við árin 1931— 1960. EYJA GRÍMS í NORÐUR- HAFI Margir sjónvarpsnotendur liafa lýst ánægju sinni með mynd þá úr Grímsey, sem sýnd var um hátíðarnar og kvikmyndatöku- menn sjónvarpsins gerðu. Svo margt er vanþakkað af sjón- varpsefni og surnt mjög að von- um, að réttmætt er þá einnig að þakka það sem vel er gert. Margt var vel um nefnda mynd, cn sumt miður, en aðalatriði þessa máls er það, að kvikmynd ir beint úr atvinnulífinu þykja mynda beztar, og mættum við fá meira að sjá og heyra. 113 MANNS FÓRUST Á LIÐNU ÁRI SÍÐASTA ÁR var mikið slysa- ár og helmingi fleiri íslendingar fórust í margskonar slysum en árið áður, eða alls 118 manns. 36 manns drukknuðu eða fárust í sjóslysum, í umferðarslysum létust 27, og í flugslysum 9 manns. Á árinu var 222 mönnum bjargað úr yfirvofandi lífs- háska, flestum úr strönduðum skipum. Auk þess var öllum Vestmannaeyingum bjargað í land á einni nóttu án slysa, er þar kom upp jarðeldur 23. janúar. Q en lllil mjolk á Raufarhöfn fyrir jól, en Rauðinúpur er bú- inn að landa hér, bæði fyrir jól og fyrir áramótin, svo mikið hefur verið að gera í frystihús- inu fram á þennan dag. Hér var áramótabrenna og dansleikur, en engar messur því að sóknarprestur okkar situr á Skinnastað og ekki auðfarið á milli eins og þá viðraði. Á jóla- nóttina bilaði sendir sjónvarps- ins á Gagnheiði, en brátt lagað- ist það. Raforka hefur vcrið nokkurn veginn nægileg og aðeins einu sinni var gripið til skömmtunar, og gat þó varla talist. Vélar síldarverksmiðjunnar hafa bætt úr í þessu efni nú í vetur, öflugar vélar, sem voru notaðar þegar síldin var, og svo aftur nú til að lýsa og hita. Okkur líður sæmilega, þrátt fyrir vond veður um hátíðir og þrátt fyrir mjólkúrvöntun tvisvar sinnum. II. H. Blysför að Friðbjarnarhúsi TEMPLARAR minnast þess með margvíslegum hætti næstu daga, að 90 ár eru liðin frá stofn un fyrstu stúkunnar á íslandi, sem var stúkan ísafold nr. 1 á Akureyri. Annað kvöld, klukkan hálf níu, verður farin blysför að Friðbjarnarhúsi, þar sem fyrsta stúkan var stofnuð. Verða blys- in 12, því að stofnendur voru 12.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.