Dagur - 30.01.1974, Blaðsíða 4

Dagur - 30.01.1974, Blaðsíða 4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. STJÓRNIN OG LÁGLAUNAFÓLKH) ÞEGAR kjarasamningar standa yfir er deilt um kaup og kjör og samn- ingsaðilar reyna jafnframt að finna sameiginlega lausn. En hlutur ríkisstjórnarinnar í kjarabaráttunni er ennfrexnur um- talsverður, einnig þar sem lxún er ekki beinn aðili samninganna. Ríkis- stjórnin hefur einkum þrjú atriði til meðferðar, sem snerta kjarasamn- inga beint og óbeint, og marka þau um leið allt önnur viðhorf en áður tíðkuðust. Fyrsta atriðið er um skattamál, annað um búsnæðismál og hið þriðja um vinnuverndarmál. Ríkisstjóniin hefur boðið, að lækka tekjuskattinn um 40% eða uin 2500 milljónir króna, gegn því að gera nokkrar breytingar á vísi- tölunni, þannig að sú kerfisbreyting, sem með þessu yrði framkvæmd, mældi ekki vísitöluna. Ennfremur, að skattleysingjar, þ. e. fólk með lágar tekjur og aðrir þeir, sem ekki njóta hækkunar persónufrádráttar, sem hér er eitt aðal atiiðið, fái það bætt í gegnurn trygginga- og skatta- kerfið. Varðandi húsnæðismálin er það að segja, að það hefur verið boðið fram af hálfu stjóinvalda, að tekjur Bygg- ingaisjóðs ríkisins yrðu auknar til þess að auka möguleika á félagsleg- um framkvæmdum, sem myndi koma hinum fátækari að verulegu gagni, umfiam það sem nú er. Jafn- framt er boðið fiam, að ef lífeyris- sjóðirnir vilja leggja hlut í það verk, sem á þessu sviði þarf að vinna, yrði venilegur hluti af fé þeirra verð- tryggður, og um leið á verulegan hátt komið til móts við kröfur verka- lýðssamtakanna um að búa að þessu leyti við sama borð og opinbeiir starfsmenn. Um vinnuverndina er það að segja, að félagsmálaiáðuneytið hefur þegar látið titbúa nxikið lagafi'um- varp um vinnuvemdarmál, þar sem stuðst er við það bezta, sem þekkist í þeim efnum á Norðurlöndum. í þessu fmmvarpi eða frumvarpsdrög- um munu vera um 25 nýmæli, sem öll em til hagsbóta fyrir verkafólk, m. a. til að bæta aðstöðu og öryggi á vinnustað. Með þessu verður sam- einuð löggjöf um þessi mál, sem nú em í mörgu lagi og lxeyrir undir fleiri ráðuneyti. Frumvarpið er nú til athugunar hjá Alþýðusamband- inu og er lítill vafi á því, að um það verði fullt samkomulag og að því verði tryggður framgangur á Al- þingi. En allt þetta sýnir góðan skilning stjóinvalda á högum láglaunafólks og vilja til úrbóta. □ Hingafl er að koma HALLDÓR E. Sigurðsson, fjár- mála- og landbúnaðarráðherra kom hingað til Akureyrar, ásamt konu sinni, nú um helg- ina og voru þau heiðursgestir á árshátíð Framsóknarfélag- anna og flutti Halldór þar ræðu. Áður en hann fór suður hitti blaðið hann að máli og lagði fyrir hann nokkrar spurningar, sem hann svaraði góðfúslega. Sá hluti þess, sem fjallar um fjárlagagerðina og skattana, verður væntanlega birtur síðar, því að viðtalið varð of langt til að birta það allt í þessu blaði. Hvernig finnst þér að koma liingað til Akureyrar? Hingað er alltaf ánægjulegt að koma, og ekki sízt nú, þegar ég og kona mín áttum þess kost að skemmta okkur með bæjar- búum og fólki úr mörgum ná- grannasveitum á árshátíðinni á laugardaginn. En ég notaði tím- ann vel á laugardaginn til að skoða ýmsa staði og ræða við margt fólk um framtíðarmál- efni bæjarins. Ég skoðaði t. d. þann stað, sem nýja sjúkrahúsið mun rísa á, og var það mál sérstaklega kynnt fyrir mér af heimamönnum. Auk þess kom ég í Slippstöðina, og varð mér það mikið ánægjuefni að frétta um velgengni stöðvarinnar á liðnu ári, svo jafnvel má tala um þáttaskil. Ekki spillti það ánægjunni að hitta skipstjóra úr mínu kjördæmi, sem er að taka á móti nýju skipi frá Slipp- stöðinni. En þessi maður og bræður hans eru aflamenn mikl ir eins og þeir eiga kyn til á Snæfellsnesi og því gleðilegt, að hann fær nú í hendur gott skip. Mér fannst sérstaklega ánægjulegt að vera í hinu mikla fjölmenni á árshátíðinni, kynn- ast hinum ríka félagsanda hjá ykkur og ræða við fólk, sem lítur björtum augum á fram- tíðina. Hvað viltu fyrst segja um atviiinumálin? Þú spyrð um atvinnumálin og uppbyggingu þeirra á valdatíma núverandi stjórnar. Því er til að svara, að stjórnin hefur lagt fram meira fjármagn og meiri vinnu til þess að byggja upp atvinnuna í landinu, en gert hafði verið næsta áratuginn á undan. Þar er um algera bylt- ingu að ræða. Tímabundið at- vinnuleysi hefur verið þurrkað út, og hafa nýju togararnir ver- ið þar þyngstir á metunum. Dreifing þessara atvinnutækja er að minni hyggju svo mikils virði fyrir þjóðina, að einstakt má telja. Með hinum nýju fiskiskipum og endurbyggingu í frystiiðnað- inum er verið að vinna stór- virki, sem tryggir atvinnuaf- komu okkar betur en nokkuð annað. Jafnhliða þessu er svo unnið að því að treysta iðnaðinn og erum við þar skemmra á veg komnir. Gengisbreytingar, sem við höfðum gert á árinu sem leið, og var gengishækkun, voru óhagstæðar þessari at- vinnugrein, en áður voru gengis breytingar, sem jafnan voru gengislækkanir, gagnstætt því sem við gerðum nú, ætíð mið- aðar við sjávarútveginn. Hann þoldi vel gengishækkun þá, sem nú var gerð á íslenzku krónunni. En verðbólgan og lífskjörin Verðbólgan var mikil á síð- asta ári og er það kunnara en frá þurfi að segja. Þó er það rangt, að hún hafi slegið öll MB*SBWBBISgWaiKl^mMtM8B«PÆígagl'B!»«gK'BJ!IBEaECT SEGIR HALLDÓR E. SIGURÐSSON FJÁRMÁLARÁÐHERRA I VIÐTALI m BLAÐAMANN DAGS NU UM HELGINA fyrri met. Árið 1968 mun hún hafa vaxið einna mest á einu ári. En sé tekið þriggja ára tíma bil, þá er verðbólguvöxturinn minni 1970—1973 en á næstu þremur árunum þar á undan. En vöxtur verðbólgunnar orsak ast m. a. af því, að áður en nú- verandi ríkisstjórn kom til valda hafði verðstöðvun verið í gildi á annað ár og var hún framlengd af okkar stjórn um sex mánaða skeið. Þetta þýddi það, að margs konar verðhækk- anir voru geymdar en hlutu að koma fram þegar verðstöðvun lauk. í öðru lagi urðu miklar verðhækkanir erlendis á mörg- um þeim vörum, sem inn voru fluttar á síðasta ári. Þær verð- hækkanir voru meiri en nokkru sinni fyrr. Nema þær 12% í verðhækkun innanlands á síð- asta ári. Vöruflokkar eins og byggingavörur, innfluttar fóður vörur og síðast olían hafa hækk að um meira en 100% á tveim síðustu árum og lætur það sig ekki án vitnisburðar í verð- bólguþróuninni. En á árunum 1960—1970 urðu ekki verðbreyt ingar í innkeyptum vörum. Er því ólíku saman að jafna. Þá hafa kauphækkanir orðið mikl- ar hér á landi og svo er vísi- tölukerfi okkar þannig upp byggt, að verðhækkanir, bæði innlendar og erlendar, koma inn í vísitöluna. Þarf að taka það til alvarlegrar endurskoð- unar. En ljóst er, að þrátt fyrir verðhækkanir og verðbólgu, sem er alvarleg og ríkisstjórnin gerir sér fulla grein fyrir, er afkoma atvinnuveganna, bæði í sjávarútvegi og landbúnaði yfir- leitt góð, en verri í iðnaði. Af- koma þjóðarbúsins í heild var góð á síðasta ári, þrátt fyrir stór áföll, eins og þessar verðhækk- anir og svo Vestmanaeyjagosið, sem hafði ákaflega mikil áhrif á allt atvinnulíf í landinu og jók verðbólguna til muna, þar sem framkvæmdirnar eftir gos- ið komu fyrst og fremst á það svæði landsins, sem mest áhrif hefur á verðþensluna, Suð- vesturlandið. Lífskjör almennings í landinu hafa verið góð á síðasta ári og betri en nokkru sinni fyrr, því að kaupmáttur launa hefur auk izt þrátt fyrir allt. Þar koma til kaupbreytingar, er gerðar voru þegar þessi ríkisstjórn tók við og svo hin mikla og góða at- vinna um land allt á sl. ári. Nú eru varnarmálin á dag- skrá? í varnarmálunum vil ég benda á frásögn utanríkisráð- herra, Einars Ágústssonar, í sjónvarpsviðtali á föstudaginn, þar sem hann gerði grein fyrir tillögum þeim, sem við Fram- sóknarmenn höfum lagt fram í ríkisstjórninni. Þar er gert ráð fyrir, að varnarliðið hverfi af landinu í áföngum, en jafn- framt sé það tryggt, að NATO hafi þar aðstöðu til að sinna því hlutverki, sem því var ætlað að sinna og við gerðum sáttmála um á sínum tíma og munum að sjálfsögðu halda. Ég tel, að í þeim tillögum, sem utanríkis- ráðherra kynnti, sé þeim megin- atriðum náð: að við höldum samninga okkar við NATO og höfum ekki her á friðartímum. Ég hygg, að öllum sé það ljóst, eftir að utanríkisráðherrann kynnti tillögurnar, að þarna er fundin sú leið, sem brúar bilið milli þeirra, sem óttast varnar- leysi okkar ef herinn fer og svo hinna, sem ekki vilja hafa her á friðartímum. Með tillögunum er báðum sjónarmiðunum náð, en sá er líka tilgangurinn með landbúnaðarvörum, en nefnd- ina skipa fulltrúar bæði selj- enda og neytenda. Síðasta ár var mikið fram- kvæmdaár hjá bændum, enda eru þeir bjartsýnir og höfðu margir haldið að sér höndum á Ilaíldór E. Sigurðsson ávarpar árshátíðargesti á Hótel KEA. þessari tillögugerð. Vona ég, að þjóðin athugi þessi mál út frá þessurn upplýsingum, og ég treysti því einnig, að um þessi mál geti náðzt samstaða. Hvað segir þú um undir- skriftirnar? Undirskriftir hafa verið í gangi upp á síðkastið um varnar mál. Um undirskriftir almennt vil ég segja það, að ég tel að þær hafi takmarkað gildi, vegna þess að venjulega eru ekki túlk- uð þau grundvallarsjónarmið, sem þarf að túlka, áður en kem- ur til undirskrifta. Ég er sann- færður um það, að ef tillögur okkar Framsóknarmanna, sem nú eru kunnar, hefðu legið fyrir þegar undirskriftarherferðin var gerð, hefði viðhorf margra breytzt, þegar í ljós kemur, að unnt er að leysa þetta vanda- mál á heppilegan hátt, með til- liti til öryggis landsins og sátt- mála okkar við NATO, og enn- fremur, að hér sé ekki varanleg herseta. í nefndum viðtalsþætti í sjónvarpinu kom ekki fram, að neinn vildi hafa hersetu hér á landi um alla framtíð. Landbúnaðurinn? í sambandi við atvinnumálin, sem ég vék að áðan, vil ég gera landbúnaðinum ofurlítil skil, svo sem þú óskar eftir. Árið 1973 var hagstætt ár fyrir land- búnaðinn, eins og 1972. Það er talið, að aukning í framleiðsl- unni sé þar 4—5% og jókst kindakjötsframleiðslan mest eða um 12.5%, en mjólkurfram- leiðslan um 2.5%. Verðlag á landbúnaðarvörum er hagstætt. Nú í þrjú ár samfleytt er ánægjulegt að minnast þess, að alger samstaða hefur ríkt í sex- mannanefndinni um verðlag á fyrri árum. Heildarútlán Stofn- lánadeildar landbúnaðarins, sem búið var að afgreiða um áramótin, voru 500 milljónir króna, á móti 370 milljónum árið áður. En 1970 voru útlánin í heild 141 milljón króna. í sam- bandi við lánin á síðasta ári er rétt að geta þess, að nokkuð er enn óafgreitt, m. a. til vinnslu- stöðva og önnur stofnlán, en einnig lánin til bústofnskaupa og aukalán til íbúðabygginga í sveitum, sem tekið var upp á sl. ári. Lán hjá Veðdeild Bún- aðarbankans voru á sl. ári 48 millj. kr. og er það svipuð upp- hæð og árið áður. Þær leiðréttingar, sem gerð- ar hafa verið í verðlagningu bú- vara, með nýjum samningum í haust til tveggja ára, er talið að megi meta til 14% kjarabóta fyrir bændur, frá því sem áður var. Óhætt er að fullyrða, að mikil bjartsýni ríkir í land- búnaðinum, enda sýna fram- kvæmdir bændanna það. Ef svo heldur sem horfir, mun land- búnaðinum vegna vel, ef engin óviðráðanleg óhöpp steðja að. Ég vona, að bjartsýni bænda og framfarahugur megi haldast um ókomin ár. Er stjórnarkreppa fram- undan Alltaf geta þau mál komið upp, sem rofið geta samstarf þriggja flokka ríkisstjórnar, en þau sér maður ekki fyrir. Hins vegar sé ég ekki ástæðu til að svo verði. Samstarfið í stjórn- inni er yfirleitt gott, hvað sem hver og einn kann um það að segja og hvort sem einhverja langar til að hafa það öðruvísi, en það er nú þeirra mál. Ég veit að mál eins og varnarmálin er örðugt til úrlausnar og það get- ur komið upp sá vandi, að stjórnarflokkarnir nái ekki sam stöðu um heppilega lausn. Fyrir fram tel ég ekki að svo þurfi að vera. Vandasöm verkefni, svo sem olíukreppan geta orðið ríkisstjórninni erfið vegna þess, hvað þingmeirihluti hennar er veikur. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að stjórnin hefur ekki hreinan meirihluta í neðri deild Alþingis og veldur það henni erfiðleikum. Hitt er ljóst, að það hefur fyrr komið upp í sögunni, að til slíks hefur kom- ið, en stjórnin þó setið. Ég minn ist þess á árunum 1937—1941 að stjórnin hafði ekki hreinan meirihluta í efri deild, en Jón Baldvinsson, fulltrúi Alþýðu- flokksins, tók þá afstöðu, að ljá góðum málum lið, þótt hann tryggði með því líf þeirrar ríkis stjórnar, sem þá sat að völdum og ekki var hans stjórn. Þegar minnihlutastjórn Emils Jóns- sonar fór með málefni ríkisins árið 1959, hefði hún ekki komið sínum efnahagsaðgerðum fram í efri deild, ef Framsóknar- menn hefðu snúizt gegn þeim. Og enn minni ég á vorið 1958, þegar lagðar voru fram tillögur í efnahagsmálum. En þá sat hópur Sjálfstæðismanna hjá við aðra umræðu í neðri deild, af ótta við að allir stjórnarsinnar fylgdu ekki stjórninni. Þannig eru mörg dæmi um það í sögu Alþingis, að pnenn hafa metið málin meira en líf ríkisstjórna á hverjum tíma. Hvort pólitískir hagsmunir verða í næstu fram- tíð metnir meira en heill þjóðar innar, skal ósagt .látið, en þó hygg ég að ríkisstjórninni muni takast að . koma góðum málum gegn um þingið og haldi áfram sínu uppbyggingarstarfi, og það er mergurinn málsins. í kosn- ingum getur þjóðin svo lagt dóm sinn á stefnu og störf ríkis- stjórnarinnar. En eins og er, er ekki um' neina stjórnarkreppu að ræða. Blaðið þakkar ráðherra svör- in. E. D. NOKKRIR þekktir borgarar á Akureyri, með bæjarstjóra og sýslumann í broddi fylkingar, hafa nú opinberlega bundizt samtökum um undirskriftasöfn- un í byggðum Eyjafjarðar til stuðnings áframhaldandi er- lendri hersetu á íslandi. Við undirritaðir viljum hér með lýsa andstöðu okkar gegn þessu fyrirtæki og væntum þess, að sem fæstir láti tilleið- ast að styðja slíkan málstað með undirskrift sinni. Jafnframt hvetjum við stjórn- völd landsins til að halda fast við þá mörkuðu stefnu, að er- lent herlið hverfi úr landinu hið fyrsta. í sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu: 26. janúar 1974. Brynjólfur Sveinsson, ! sýslunefndarmaður i Oxnadalshrepps. Daníel Pálmason, sýslunefndarmaður Saurbæj arhrepps. Eiður Guðmundsson, sýslunefndarmaður ; Skriðuhrepps. Gunnar Guðnason, sýslunefndarmaður Ongulsstaðahrepps. j ■ i Hjörtur E. Þórarinsson, sýslunefndarmaður Svarfaðardalslirepps. ! Hilmar Daníelsson, sýslunefndarmaður Dalvíkurhrepps. Ingimar Brynjólfsson, sýslunefndarmaður Arnarneshrepps. i Snorri Kristjánsson, sýslunefndarmaður 1 Árskógshrepps. Stefán Halldórsson, sýslunefndarmaður Glæsibæjarhrepps. Z7 i a Ha i y i a UMSJON: EINHR HELGHSON KA - FYLKIR: 31-25 KA - ÞROTTUR: - 27 MORK GEGN 20 FYLKISLIÐIÐ kom nokkuð á óvart með því að veita KA all- harða keppni. Allur fyrri hálf- leikurinn var mjög jafn og skipt ust liðin á um forystu. Einu sinni komst Fylkir tveim mörk- um yfir, annars munaði aðeins einu marki á liðunum. í hálf- leik var staðan jöfn, 12—12. I seinni hálfleik hélt sama markaregnið áfram og þó nokkru betur, því KA-menn gerðu nú harða atlögu að marki Fylkis með þeim árangri að 19 sinnum lá knötturinn í netinu hjá þeim, en 13 sinnum í marki KA. Varnarleikur KA var nú snöggtum verri en verið hafði daginn áður. Vörnin var yfir- leitt of sein á móti mönnum og Einar Einarsson fékk ráðrúm til að athafna sig í næði, enda gerði hann 7 mörk í leiknum. Sóknin gaf hins vegar góða upp skeru, eða 31 mark, sem mörg hver voru hin snotrustu. Fylkisliðið leikur létt og skemmtilega og á án efa eftir að láta að sér kveða. Margt er líkt með þeim og KA, t. d. er vörnin mistæk og markverðir sömuleiðis. Eins og fyrri daginn gerði Brynjólfur bróðurpartinn af mörkum KA, að þessu sinni 9, þar af 5 úr vítaköstum. Donni gerði 6 mörk og hefur ekki í annan tíma átt betri leik. Ár- mann og Hermann settu bráð- falleg mörk í leiknum. Þessir 3 síðasttöldu eiga örugglega eftir að leika stór hlutverk í KA-liði framtíðarinnar. Nafnarnir í liði Fylkis, þeir Einar Einarsson og Árnason, gerðu flest mörk Fylkis-manna, sá fyrrnefndi 8 og hinn 4. Dómarar voru þeir sömu og dæmdu leik KA og Þróttar dag- inn áður og tókst þeim aftur allvel upp. □ ÁVARP TIL AKUREYRINGA Góðir Akureyringar! Á seinustu árum hefir farið ört stækkandi sá hluti Lög- mannshlíðarsóknar, sem er inn- an Glerárhverfis. Þannig eru horfur á því, að Glerárhverfi verði kirkjusókn og hin gamla Lögmannshlíðarsókn sérstakt prestakall, sem þriðji prestur bæjarins myndi þjóna. Kirkjan í Lögmannshlíð er svo í sveit sett, að hún getur ekki þjónað því hlutverki, að vera kirkja og miðstöð safnaðar starfs í hverfinu. Auk þess er þörf á safnaðarheimili í Glerár- hverfi fyrir barna- og unglinga- starf og félagsstarfsemi kirkj- unnar almennt. Kirkjubygging í Glerárhverfi hefir því verið á dagskrá um nokkurt skeið. Byggingarnefnd starfar á vegum sóknarnefndar og safnaðarins. Frumteikning af kirkjunni hefir verið gerð, og athugun farið fram á stað- setningu hennar, en endanleg ákvörðun ekki verið tekin. Ráðgert er, að um næstu helgi fari fram fjársöfnun í YFIRLÝSING STJÓRNIR Framsóknarfélag- anna á Akureyri lýsa því yfir, að þær eiga engan þátt í frétta- tilkynningu þeirri, sem birt var í síðasta tölublaði Dags, undir yfirskriftinni „Varið land“. Jafnframt harma þær, að menn úr forystuliði Framsóknar- manna á Akureyri standa að þeirri yfirlýsingu, og að Fram- sóknarfólk skuli taka þátt í þeirri undirskriftasöfnun um varnarmálin, er nú fer fram. Stjórnir Framsóknarfélag- anna minna á marg yfirlýsta stefnu flokksins um, að herinn hverfi af landinu í áföngum, og treystir forystu flokksins og ríkisstjórn til að leysa það mál með sæmd. Vænta stjórnir Framsóknarfélaganna þess, að allir flokksmenn fylki sér ein- huga að baki forystu flokksins í þessu máli og efli á þann hátt hina þróttmiklu utanríkismála- stefnu, sem núverandi stjórn- völd hafa upp tekið. Stjórnir Framsóknar- félaganna á Akureyri. I (Fréttatilkynning) ÁGÆTUR leikur KA færði þeim sætan sigur yfir Þrótti, sem ekki hafði tapað leik í mót- inu fyrr. Nú sýndi KA-liðið hvers það er megnugt ef yfir- vegun og skynsemi fá að móta leik þess. Liðið var nær óþekkj- anlegt frá því að ég sá það síð- ast. Vörnin barðist af festu og rósemi, markverðirnir, Stefán og Hannes, vörðu vel og sóknar leikur liðsins mjög ógnandi. Sum markanna sem liðið gerði voru gullfalleg, einkum og sér í lagi mörk Þorleifs, á þeim var sannkallaður meistarabragur. Leikur Þróttar var góður framan af. Helgi Þoryaldsson var þar aðal skipuleggjari. Send ingar hans voru oft á tíðum afbragðs góðar og komu KA- vörninni. í opna skjöldu. Undir lok leiksins riðluðust raðir Þróttar og leikur þeirra síðustu mínúturnar mótaðist einkum af örvæntingu og ótímabærum skotum. Þessi fumkenndi leikur þeirra í lokin varð aðeins til að gera hlut KA ennþá stærri en þurft hefði að vera, en víkjum nánar að gangi leiksins. Viðar byrjaði að skora fyrir KA, og hafði KA yfir þar til á 19. mínútu, að Þróttur jafnar, 6—6. Nú stóð leikurinn í járn- um næstu mínúturnar, en á 22. mínútu tekur Þróttur forystu í leiknum með marki Helga, sem skorað var úr vítakasti. Jóhann kemur Þrótti í tveggja marka forystu. Halldór jafnar fyrir KA með góðum mörkum og Ár- mann kemur KA yfir með lúmsku lágskoti, 11—10. Þannig var staðan í hálfleik. í byrjun seinni hálfleiks tekst Þrótti að jafna. Brynjólfur skor- ar næstu 3 mörk. Á 40. mín. tekst Þrótti að jafna, 14—14, en eftir það skilja leiðir liðanna. Leikur KA einkennist af góðu spili og óvenju glæsilegum mörkum, en Þróttarar verða ráðvilltir og leikur þeirra fum- kenndur. Markamunurinn jókst jafnt og þélt og lauk leiknum með 7 marka mun. Halldór, Brynjólfur og Þor- leifur áttu stórleik að þessu sinni, og allt liðið var vel með. Hjá Þrótti var Helgi Þorvalds son beztur. Flest mörk skoruðu. Fyrir KA: Brynjólfur 9, Þorleifur 7 og Halldór 6. Fyrir Þrótt: Helgi 7 og Hall- dór 6. Jón Þórarinsson og Ólafur Steingrímsson dæmdu leikinn og fórst það vel úr hendi. □ VOLSUNGUR - FYLKÍR: 18 MÖRK GEGN 26 bænum til stuðnings kirkju- byggingarmálinu. Verður það í formi ferðahappdrættis. Vinn- ingar eru sumarleyfisferðir til sólarlanda og flugferðir innan- lands og til nærliggjandi landa með Flugfélagi íslands. Dregið verður í happdrættinu á sumar- daginn fyrsta 1974. Vér undirrituð væntum lið- sinnis bæjarbúa, hvar sem þeir eru búsettir, þó að það verði sérstaklega hlutskipti íbúa Gler árhverfis að taka höndum sam- an um byggingu kirkjunnar. Samkvæmt skipulagi bæjar- ins á Glerárhverfi eftir að stækka til muna. Þörfin á kirkj- unni fer vaxandi. Það er nauð- synjamál að hefjast handa um framkvæmd þessa máls, og að Glerárkirkja geti svo fljótt sem verða má orðið trúarleg mið- stöð og aflvaki siðmenningar með uppvaxandi kynslóð og styrkur þeim, sem í skjóli henn- ar kunna að búa þar í nútið og framtíð. Pétur Sigurgeirsson, Birgir Snæbjörnsson, Valur Arnþórsson, Hafliði Gúðmundsson, Júdith Sveinsdóttir, Guðbrandur Sigurgeirsson, Þórarinn Halldórsson, Jóhannes Óli Sæmundsson. LEIKUR þessi varð aldrei neitt spennandi, til þess voru yfir- burðir Fylkis í fyrri hálfleik of miklir. Leikur Völsungs var mjög ráðleysislegur lengst fram an af. Því hefur sennilega vald- ið, að hinn snjalli markvörður þeirra, Gúðmundur Jónsson, var fjarverandi. Sveinn Páls- son var settur í markið, en réði ekkert við það hlutverk sitt, það á þó sérstaklega við um fyrri hálfleikinn, því þá varði hann nánast ekki neitt. í síðari hálfleik náði hann sér ofurlítið á strik, en þá var það um sein- an. Fylkir tók frumkvæðið í leiknum strax í upphafi, seig jafnt og þétt fram úr á fyrstu 20 mínútunum, en þá tóku þeir mikinn kipp og skoruðu sex mörk í röð, án svai's frá Völs- ungi. Staðan í hálfleik var 16— 6, tíu marka munur og næsta augljóst hvert stefndi. Völsungur var þó ekki á því að gefast upp við svo búið. Leik ur þeirra snar lagaðist í seinni hálfleik. Sveinn fór að verja eitt og eitt skot og Sigurður, sem hafði verið ærið atkvæða- lítill í fyrri hluta leiksins, vakn- aði nú af dvala sínum og skor- aði nokkur stórfalleg mörk. Völsungur vann seinni hálfleik- inn 12—10. Lokatölurnar urðu 26—18. Mjög misráðið var hjá Völs- ungum að láta Svein í markið, því hann er einn reyndasti úti- spilari þeirra. Fjarvera hans úr sinni eiginlegu stöðu var Völs- ungi til mikils tjóns, því einmitt hann er sá leikmaður, sem stjórnar spili liðsins. Leikur Fylkis var oft léttur og árangursríkur. Einn leik- maður liðsins, Einar, bar þó af. Hann hefur flesta eiginleika, sem þarf til þess að verða afburða handknattleiksmaður, er mjög hávaxinn, eldsnöggur, en það er heldur fátítt um stóra menn, og auk þess er hann hörku skytta. Flest mörk Fylkis skorúðu: Einar 7 og Ásgeir 6. Markahæstir Völsunga voru: Sigurður og Þór með 5 mörk hvor. Jónas Þórarinsson og Árni Sverrisson dærndu leikinn og tókst vel. Q VÖLSUNGUR - ÞROTTUR: - 16 GEGN 22 MEÐ Guðmund í marki sínu mættu Völsungar til leiks við Þrótt, staðráðnir í að selja sig dýrt, enda þótt þeir stigalausir ættu í höggi við efsta lið deildar innar. Leikur liðanna var lengst af hörkuspennandi og tvísýnn. Það var ekki fyrr en 5 mínútur voru eftir, að séð varð hver úrslitin yrðu. Þróttarar léku kæruleysislega, hafa líklega vænzt auðveldra stiga í barátt- unni við botnliðið. Óhemju kraftur var í skotum Sigurðar í fyrri hálfleik og 5 sinnum sendi hnan boltann í Þróttar- markið í hálfleiknum. En þegar lítið var eftir til leikhlés meiddi hann sig í hendi og gat ekki skotið á mark eftir það, og þar með hvarf broddurinn úr liðinu. Þróttarar léku leikinn illa, eins og fyrr sagði, og Þorsteinn mark vörður var auk þess að leika trúð fyrir áhorfendur. Hann hegðaði sér á þann hátt, að rétt- látt hefði verið að reka hann af velli. Auk fíflaláta sinna var hann sífellt með nöldur og að- finnslur við dómarana. Jóhann skoraði flest mörk Þróttar, 6 að tölu, Halldór 4 og Trausti 4. Fyrir Völsung skoruðu flest mörk: Sigurður 5 og Her- mann 4. Bræðurnir Árni og Ragnar Sverrissynir dæmdu leikinn og voru þeir ekki öfundsverðir af hlutverkum sínum. Þeir sluppu þó nokkuð vel frá þehn. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.