Dagur - 30.01.1974, Blaðsíða 1

Dagur - 30.01.1974, Blaðsíða 1
TILLÖGUR þingflokks Fram- sóknarflokksins í varnarmálum eru fram komnar. Á fundi fram- kvæmdastjórnar flokksins 25. janúar, er lýst fyllsta stuðningi víð þær, en varað við undir- skriftum um varnarmálin. Utanríkisráðherra hefur lagt fram í ríkisstjórninni tillögu að viðræðugrundvelli um varnar- málin. Tillagan felur í sér það tvennt: Að herinn fari í áföng- um úr landinu innan tiltekins tíma. Jafnframt verði samið um þá þjónustu, sem NATO fær á Keflavíkurflugvelli, eftir að her inn er farinn. Með þessu tvennu er að því stefnt, að ísland verði ekki her- setið land um ófyrirsjáanlega framtíð, og að landinu verði tryggð fullnægjandi vörn með þátttöku í NATO og eðlilegri þjónustu þar að lútandi, án her- setu. Varnir landsins ættu ekki að verða minni en áður, en bil ólíkra sjónarmiða hér á landi brúað. Fjöldafundir og undirskrifta- listar hafa gert varnarrnálin að æsingarmáli, á sama tíma og samningar um þau við Banda- ríkjamenn standa yfir. Þjóðar- eining í þessu viðkvæma máli er nauðsyn, en flokkadrættir veikja málstað landsins. □ FRA KNATTSPYRNU- R/ÍÐI AKUREYRAR ÆFINGAR meistara-, I. og II. flokks eru á mánudögum kl. 8 e. h. í íþróttavallarhúsinu og á föstudögum kl. 8 e. h. í íþrótta- skemmunni. □ Myndir á árshátíðinni tók Friðrik Vestmann. Mjög myndarleg árshátíd F ramsóknarmanna ÁRSHÁTÍÐ Framsóknarfélag- anna var haldin á Hótel KEA á laugardaginn. Var þar fjöl- menni, bæði úr bænum en ekki síður úr hinum ýmsu nágranna- sveitum, og var hátíð þessi hin myndarlegasta. Heiðursgestir voru Halldór E. Sigurðsson fjármála- og land- búnaðarráðherra og kona hans, frú Margrét Gísladóttir. Þá komu á hátíðina þingmenn flokksins í kjördæminu og vara- þingmenn, ásamt konum sínum. Samkoman hófst klukkan sjö síðdegis með borðhaldi og var ríflega og myndarlega á borð borið, svo sem þar er venja á árshátíðum Framsóknarmanna. Hal'ldór E. Sigurðsson ráð- Hringborðsfundur haldinn á Húsavík Húsavík, 23. janúar. Framsókn- arfélag Húsavíkur efndi til fundar í félagsheimilinu á Húsa vík 14. janúar. Fundurinn var í formi hringborðsumræðna og til umræðu voru bæjarmálin. Haukur Harðarson bæjarstjóri og fulltrúar Framsóknarmanna í bæjarstjórn, þeir Finnur Kristjánsson og Guðmundur Bjarnason, greindu frá helztu framkvæmdum á vegum bæjar- ins á yfirstandandi kjörtímabili. Fundarmenn tóku síðan mjög almennt þátt í umræðunum, en framkvæmdir á vegum Húsa- víkurkaupstaðar hafa verið mjög miklar á kjörtímabilinu. Ákveðið er að halda annan fund innan skamms og verður þá rætt um framtíð bæjarins. Sigurður Pálsson í Skógar- hlíð í Reykjahreppi heimti af fjalli 8. janúar sl. gimbrarlamb. Lambið fann Tryggvi Óskarsson frá Þverá í Reykjahreppi, skammt norðan við bæinn, og var það mjög styggt. í þessum hreppi er það talið algert eins- dæmi að fé heimtist svo seint af fjalli, og enn furðulegra talið vegna stórviðranna í nóvember og desember. Lambið var í mjög góðum holdum og hefur því verið í ágætum haga. Gizkað er á, að það hafi verið í sand- græðslugirðingu, sunnan og vestan Þeistareykja, í Reykja- heiði, því að melgras fannst í vöngum þess. Ærin, móðir lambsins, hefur ekki komið fram. Talið er að hún hafi mis- farizt, en þó áður verið búin að koma lambi sínu til byggða. Þ.J. herra flutti ræðu, sló bæði á streng'i gamans og alvöru og var henni ágætlega tekið. Þá fóru þau frú Sigríður Schiöth í Hólshúsum og Þórir Valgeirs- son bóndi í Auðbrekku með gamanmál í bundnu og óbundnu máli. Undirleikari var Árni Ingimundarson, en Áskell Jóns- son stjórnaði bæði flokkasöng og almennum söng. Varð af því hin bezta skemmtun þegar þing menn og varaþingmenn voru kallaðir upp á hljómsveitarpall- inn til að syngja og síðan efstu menn á lista Framsóknarflokks- ins við bæjarstjórnarkosning- arnar. Voru hinir síðarnefndu taldir betri söngmenn, eða a. m. k. betur æfðir, enda hafa þeir, en hinir ekki, „fengið bréf upp á það,“ að þeir hafi verið valdir til framboðsins. Formaður Framsóknarfélags Akureyrar, Svavar Ottesen, setti hátíðina og bauð gesti vel- Áfengisneyzlan fer sívaxandi Eru Brefsr að skipfa um skoðun? BRETAR virðast nú vera að skipta um skoðun í landhelgis- málum, þegar líða fer að haf- réttarráðstefnunni, en hún hefst í Caracas 20. júní. Mörg af stærri fiskveiðisamtökum í Bret landi hafa látið í það skína und- anfarið, að þau muni styðja kröfuna um 200 mílna svokall- aða fiskveiðiauðlindalögsögu. Talsmaður sjávarútvegsmála- ráðuneytisins í Noregi segir, að þetta sé einfnitt sú krafa, sem tveir þriðju hlutar þátttakenda í hafréttarráðstefnunni muni halda fram. Fiskveiðisamböndin í Bret- landi hafa áður staðið saman um það sjónarmið, að höfin eigi að vera öllum frjáls og hafa ekki viljað viðurkenna annað en hina venjulegu 12 mílna landhelgi. Talið er að þessi breytta afstaða eigi rætur sínar að rekja til þorskastríðsins við íslendinga, þar sem Bretar urðu að slá mikið af. Jafnframt hafa mörg samtök gert sér grein fyrir, að Bretar berðust fyrir vonlausum mál- stað í fleiri þorskastríðum, þeg- (Framhald á blaðsíðu 2) í NÝÚTKOMNU fréttabréfi frá Áfengisvarnarráði segir, að heildar útsala hjá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins árið 1973 hafi verið samtals krónur 2.056.791.720,00. Söluaukning talin í krónum er 37.7% miðað við árið 1972, en magnaukning var hins vegar miklu minni, vegna hækkunar. Áfengisneyzla á mann á síð- asta ári var 2.50 lítrar, miðað við 100% áfengi, en var 2.81 líter árið 1972. Árið 1965 var áfengisneyzlan 2.50 1 pr. mann. Útsölustaðir Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins voru sjö talsins. Hér á Akureyri nam áfengis- salan rúmlega 203 milljónum króna árið 1973 á móti 146 milljónum 1972. Samanborið við önnur lönd er áfengisnotkun ekki mikil hér á landi, og notkun ekki eins almenn, en hins vegar illa drukkið, svo af skapast veruleg vandamál. Áfengissjúklingar hér skipta þúsundum og fer fjölgandi með hverju ári. Til fróðleiks má geta þess, að Frakkar drekka þjóða mest áfengi, eða 16.7 lítra á mann á ári. En þar af ekki nema 2 lítra af sterkum drykkjum eða minna en íslendingar. ítalir eru næstir í röðinni með 13.4 lítra, Vestur-Þjóðverjar eru í þriðja sæti með 12.3 lítra, allt miðað við 100% áfengi. Næstir eru svo Portúgalar, Spánverjar, Austur- ríkismenn, Luxemborgarar og Svisslendingar, allir með meira en 10 lítra á mann. □ komna, en Haraldur M. Sigurðs son var veizlustjóri. En þegar dansinn hófst tók Baldur Hall- dórsson við stjórninni og mátti segja að öllum færu hlutverk sín vel úr hendi og skörulega. Hljómsveit liússins lék fyrir dansinum, Framsóknarmenn hafa árlega sína árshátíð á Hótel KEA, og fer það orð af þeim, að þær séu hátíða skemmtilegastar og jafn- an eru þær svo vel sóttar sem húsrúm framast leyfir. Þá fer það orð af þeim, að þar sé eng- inn eða alveg hverfandi drykkju skapur, sem má einnig til tíð- inda teljast á okkar óhófsöld í þeim efnum. Q Ekki fær fitt- lingur í nef sitt Kasthvanuni í Laxárdal, 21. janúar. Desember var kaldur og veðravondur hér sem annars staðar. Snjór var orðinn mikill seinni hluta mánaðarins, ófært með bíla í nokkra daga um og eftir áramótin, en hefur verið sæmilegt síðan í fyrstu viku ársins. Þótt snjór hafi sigið fær tittlingur ekki í nef sitt hvað þá stærri skepnur. Síðan um áramót hefur verið sæmileg tíð, en þó óstillt og hefur tíðarfarið allt yfirbragð harðindavetrar, hríðar og spilli- blotar á milli. Það er búið að gefa inni í 10 vikur, og ég kalla gott ef það verða ekki nema 10 vikur til viðbótar. Vel sótt barnasamkoma var eftir áramótin, síðan spilakvöld o. fl. til skemmtunar, og „í daln um er allt í góðu gengi.“ Við erum að flestu leyti ánægðir með síðasta ár, og suma þætti þess alveg sérstaklega. Ég sagði í nóvember, að ég hefði vonazt eftir góðum nóv- ember, til uppbótar á júní. Þannig hefði það verið 1952 og 1924, en ekki 1934, eins og stóð í Degi. G. Tr. G.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.