Dagur


Dagur - 10.05.1974, Qupperneq 5

Dagur - 10.05.1974, Qupperneq 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON ------- %"S Prentverk Odds Björnssenar h.f. Slór verkefni BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur unnið að mörgum meiriháttar mál- um á þessu kjörtímabili. Atvinnu- leysinu, sem var jafn árvisst og skammdegið, var þurrkað út. Fram- kvæmdasjóðurinn var efldur, svo að kleift varð að endurnýja togaraflot- ann og endurreisa stálskipasmíðina, sem var að stöðvast. En þessar tvær mikilvægu greinar atvinnulífsins hafa síðan skipað sinn sess með sóma. Gatna og holræsagerð var meiri en nokkru sinni áður í sög- unni, en það eru fjárfrekar fram- kvæmdir. Tvær miklar skólabygg- ingar, Glerárskóli og Lundarskóli eru í byggingu, og sá fyrmefndi þeg- ar tekinn í notkun. Hafin er bygg- ing sjúkrahúss, framkvæmdum fram haldið í Hlíðarfjalli og unnið að heildarskipulagi bæjarins. Hin stöðuga atvinna, menntunar- og menningaraðstaða, hefur laðað til sín fólk úr öllum landsfjórðungum svo að bærinn hefur tekið vaxtar- kipp. Hinni öru fólksfjölgun hefur meðal annars verið mætt með því að hafa jafnan nægar byggingarlóðir tiltækar, og er þar um mikla breyt- ingu að ræða. En þótt margt hafi áunnist, eru enn stærri verkefni framundan. Nýtt sjúkrahús, sem nú er áætlað að kosti um eitt þúsund milljónir kr., er viðfangsefni ríkis og bæjar nokk- ur næstu ár. Kaup tveggja þúsund tonna Spánartogara eru undirbúin. Gera verður nýja og mun djarfari gatnagerðaráætlun en þekkst hefur, og við það miðað, að allar núver- andi götur bæjarins verði með var- anlegu slitlagi áður en fimm ár eru liðin. Til þessa verks verður að fá mikið fjármagn að láni, en þessi framkvæmd, er ein liin brýnasta í nútíma bæjarfélagi. Bygging nýrrar og fullkominnar vöruhafnar, sem stöðvaðist, er sá liður samgöngumál- anna, sem mesta áherzlu verður að leggja á næstu misserin, ásamt vega- málunum. Raforkuskortur er Akureyringum nokkur fjötur um fót. Með ný sam- þykktum lögum um jarðhitavirkjun í Mývatnssveit, samtengingu raf- orkuvera, norðanlands og sunnan, glæðast vonir manna um nýja og tryggari orku. En jafnhliða verður unnið að rannsóknum á nýrri hita- veitu frá sömu orkulind og má segja, að ærin verkefni séu framundan. Um öll framfaramál ætlast bæjarbú- ar til að Framsóknarmenn hafi for- ystu, hér eftir sem hirigað til. Bæjarbúar hafa fengið í hendur sérprentað kosningaávarp frá Fram- sóknarfélögunum í bænum, þar sem viðfangsefnin eru rakin. Dalvík með kaupstaðarréttindi Aðallundur Mjólkursamlags KEA Dalvíkurhreppur hefur nú öðl- ast kaupstaðarréttindi frá 22. apríl sl. að telja. íbúar eru 1123, samkvæmt síðasta manntali. Dalvík er þar með orðið sér- stakt lögsagnarumdæmi, en undir stjórn bæjarfógetans á Akureyri og sýslumannsins í Eyjafjarðarsýslu, sem jafnframt er bæjarfógeti á Dalvík. Lög- lærður fulltrúi verður þar hafð- urý er hafi með höndum skipa- skráningu, bifreiðaskráningu, veðmálabækur og aðra þjón- 1 ÚBtú, er slíkar skrifstofur veita. Bæjarfulltrúar eru sjö talsins og verða það áfram. Fram hafa komið fjórir listar til bæjarstjórnarkosninganna á Dalvík. Þeir eru: Framsóknar- flokkur og Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Sjálfstæðis- flokkur, Alþýðubandalag og listi óháðra kjósenda. Bæjarstjórnin er þannig skip- uð nú: Þrír fulltrúar eru frá Framsókn, tveir frá Sjálfstæð- inu og tveir frá Alþýðubanda- lagi, Alþýðuflokknum og Sam- Gerðisnámskeið í Svarfaðardal HÉSTAMANNAFÉL. Hringur í Svarfaðardal gekkst fyrir nám- skeiði í hestamennsku fyrstu vikuna í apríl. Kennari var Sig- urður Haraldsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum. Var þetta gerðis- - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) lyndra og krata. Síðustu atburð- ir hafa og opnað augu manna á bágborinni stöðu þessara flokka. TALBEITA Við síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar bauð íhaldið fram Lárus nokkurn Jónsson. En hann hvarf úr bæjarstjóm vegna setu á Alþingi og var bænum lítið gagn í honum. Nú býður íhaldið Jón Sólnes fram, en hann þykir nú einna bitastæð- astur á listanum og er hafður þar til beitu. En hann er þó að- eins tálbeita, því hann ætlar á þing eins og Lárus, og getur þá ekki fremur en hann sinnt mál- efnum í bæjarstjóm Akureyrar. KONUNGUR f HEIMSÓKN Ólafur 5. Noregskonungur heimsækir ísland í sumar og verður hér á landi 4.—7. júní, ásamt fylgdarliði sínu. Kemur hann hingað á konungsskipinu Norge, og hefst hin opinbcra móttaka á hafnarbakkanum í Reykjavík þriðjudaginn 4. júm'. Til Akureyrar kemur konungur og verður síðar sagt frá þessari heimsókn og undirbúningi henn ar, námskeið og var gerðið 20x40 metrar og fór kennslan þar fram að mestú, bæði áseta, taum hald o. fl. En auk þess voru kvöldfundir og þá fjallað um hestamennsku og tamningar. í námskeiðinu tóku þátt 30 manns og margir fleiri sóttu kvöldfundina, og hleypti lífi í reiðmennskuna. í framhaldi áf þessu hélt hestamannafélagið firmakeppni á laugardaginn fyrir páska og tóku 24 firmu þátt í henni og 24 hestar. Sigurvegari varð Útibú KEA á Dalvík og var það Nótt Ingva Eiríkssonar og Hilmars Gunn- arssonar, sem keppti fyrir það fyrirtæki. í öðru sæti varð Árni Arngrímsson hf. og keppti Þröstur Vilhjálms Þórarinsson- ar á Bakka, en í þriðja sæti BP og færði Skuggi Gunnars Þórar- inssonar, Dalvík, félaginu það sæti. í dómnefnd voru Reynir Hjartarson, Þorvaldur Péturs- son og Zophonías Jósepsson. En þessir menn eru nýbakaðir hestadómarar hjá Landssam- bandi hestamannafélaga, sem námskeið hélt á Akureyri í vetur fyrir norðlensk hesta- mannafélög. En þar voru kenn- arar Sigurður Haraldsson og Friðþjófur Þórkelsson. í stjórn Hestamannafélagsins Hrings eru: Ármann Gunnars- son form., Ingvi Eiríksson gjald- keri og Rafn Arnbjörnsson rit- ari. Um 150 hestar eru í Svarf- | aðardal og Dalvík. IQ Frá Seðlabankanum RÍKISSJÓÐUR hefur til þessa boðið út þrjá flokka verð- tryggðra happdrættisskulda- bréfa, sem varið er til vega- og brúagerða á Skeiðarársandi. Bréfin eru samtals að fjárhæð kr. 330 milljónir og hafa öll selst upp. Framkvæmdir á Skeiðarár- sandi hafa gengið vel, og er nú aðeins lokaáfangi efir við að Ijúka lagningu hringvegar um landið. Er nú boðinn út nýr flokkur happdrættisskuldabréfa, að fjár hæð kr. 250 milljónir. Hlutfall þeirrar fjárhæðar, sem varið er árlega í vinninga, hækkar úr 7% í'9% af heildarfjárhæðinni. Árlegir vinningar eru samtals að fjárhæð kr. 22.5 milljónir, og skiptast þeir sem hér segir: 6 vinningar á kr. 1.000.000 4 vinningar á kr. 500.000 55 vinningar á kr. 100.000 900 vinningar á kr. 10.000 965 vinningar Verð hvers bréfs í þessum flokki happdrættislánsins verð- ur nú 2.000 kr. Sölu lýkur fyrir 12. júlí n. k., og verður þá dreg- ið um vinninga í fyrsta sinn. Alls er dregið 10 sinnum. Bréfin verða endurgreidd handhafa með verðbótum að 10 árum liðnum frá útgáfudegi. Verðbætur eru greiddar á bréfin í hlutfalli við hækkun framfærsluvísitölu næstu 10 ár. Sem dæmi um þróun fram- færsluvísitölu hækkuðu 1.000 kr. bréf, sem útgefin voru 10. april í fyrra, um 322 kr. á einu ári, sem jafngildir 32% árs- vöxtum. Happdrættisskuldabréfin eru framtalsfrjáls og vinningar, sem á þau falla, skattfrjálsir. Allir landsmenn hafa hér tækifæri til að leggja fram sinn hluta til veglegustu afmælis- gjafar, sem þjóðin getur veitt sér á 1100 ára afmæli byggðar á íslandi. ............ kr. 6.000.000,00 ............ kr. 2.000.000,00 ............ kr. 5.500.000,00 ............ kr. 9.000.000,00 .... samtals kr. 22.500.000,00 Útboðsskilmálar liggja frammi á venjulegum sölustöðum, sem eru bankar og sparisjóðir um land allt. tökum frjálslyndra og vinstri manna. Forseti bæjarstjórnar er Baldvin Magnússon og bæjar- stjóri er Valdimar Bragason. Þeir sjö efstu, sem eru í fram- boði fyrir Framsóknarflokkinn og Samtök frjálslyndra og vinstri manna nú, á I-listnaum, eru: Jóhann Antonsson, Hilmar Daníelsson, Bragi Jónsson, Helgi Jónsson, Rúnar Þorleifs- son, Árni Óskarsson og Valgerð- ur Guðmundsdóttir. Q AÐALFUNDUR Mjólkursam- lags KEA var haldinn í Sam- komuhúsinu á Akureyri mið- vikudaginn 8. maí. Formaður félagsstjórnar, Hjörtur E. Þórar- insson, setti fundinn, en á fund- inum voru um 150 mjólkurfram leiðendur á félagssvæðinu. — Mjólkursamlagsstjóri flutti skýrslu um .starfsemi samlags- nis á síðasta ári og skýrði reikn- inga þessj.sem, dreift var einnig meðal fundarmanna. - Rufu (Framhald af blaðsíðu 1) inn getur verið hvorttveggja í senn ráðherra og forseti Al- þýðusambandsins. Þegar maður er ráðherra, er hann ekki leng- ur forseti Alþýðusambandsins, og út frá því sjónarmiði verður að taka ákvarðanir. Forsætisráðherra þakkaði svo Birni Jónssyni samstarfið og óskaði honum alls góðs og góðs bata. (Björn dvaldi í sjúkrahúsi). En raunverulega ástæðan til þessara slita á stjórnarsam- starfi er auðvitað öll önnur, eins og allur þingheimur veit og eins og alþjóð veit, sagði for- sætisráðherra. — Raunverulega ástæðan er sameiningardraum- urinn mikli, Alþýðuflokksins og þessa brots samtakanna. Sá draumur hefur lengi staðið. — Hann hefur staðið frá því þetta stjórnarsamstarf hófst. Ég vil ekki segja, að hann hafi staðið í vegi fyrir á margan hátt á- nægjulegu stjórnarsamstarfi, — en hann hefur verið til og búið um sig í brjóstum þeirra, sem að honum stóðu. Þá hefur langað til að koma honum í framkvæmd sem fyrst. En þröskuldur hefur verið í veg- inum. Annar parturinn hefur verið inni og hinn úti. Viðfangs- efnið hefur nokkuð lengi verið það að nema burt þennan þrösk- uld. Það er hin raunverulega ástæða til þess, að nú er stjórn- arsamstarfið rofið af þessum að- ilum, er fyrir því standa. Nú er þessi þröskuldur numinn á brott. Nú geta þeir sameinast í bandi friðarins. Ég óska þeim hjartanlega til hamingju með það að sameiningin geti tekist sem allra best. — Síðan lét for- sætisráðherra hlýleg orð falla um samráðherra sína. Ef til vill var það óheillaspor, þrátt fyrir allt, sagði Ólafur Jó- hannesson, — að þótt Björn Jónsson sé hinn mætasti maður, að háttvirtur þriðji þingmaður Vestfirðinga, Hannibal Valdi- marsson, skyldi nokkurn tíma yfirgefa ráðherrastólinn. Því hvað sem um þá kempu má segja, er það alveg víst, að hann er maður, sem þorir að gera hlutina, hvort sem þeir eru vin- sælir eða ekki — og stundum hvort sem þeir eru skynsamleg- ir eða ekki. — KEPPNI FIRMAKEPPNI Hestamánnafé- lagsins Léttis fer fram á skeið- velli félagsins á Eyjafjarðarár- bökkum laugardaginn 11. maí kl. 2 eftir hádegi. Áhorfendur munu dæma besta gæðinginn. Allt að 60 bestu hestar bæjarins taka þátt í keppninni. — For- eldrum er bent á að koma með börn sín, en þeim mun þarna verða lofað að koma á bak. HAFNARSTR.91—95 AKUREVRI SlMI (96)21400 Kvenkápur POPLIN Buxur Pils Blússur Peysur FJÖLBREYTT URVAL ánægju sinni með þessa breyt- ingu. Á þessu ári hefjast tank- flutningar úr Saurbæjar- Hrafnagils- og Grýtubakka- hreppum. Er áætlað, að allir mjólkurframleiðendur á mjólk- ursamlagssvæði KEA hafi mjólk urtanka í fjósum sínum 1977. Valur Arnþórsson kaupfélags- stjóri gaf fundinum skýrslu um framkvæmdir við hina nýju mjólkurstöð, sem ráðgert er að taki til starfa um áramótin 1977 og 1978. Framkvæmdir við byggingar hófust í fyrrasumar og á aðalbyggingin að verða fokheld í haust. Alls verður byggingin rösklega 8.500 fer- metrar eða 40 þús. rúmmetrar að stærð. Q Hinn 2. maí 1974 framkvæmdi notarius publicus í Akureyrarkaupstað útdrátt á 9i/£% skuldabréfa- láni til byggingar elliheimila á Akureyri og í Skjaldarvík teknu 1969, og voru eftirtalin bréf dregin út: Litra A nr. Litra B nr. Litra C nr. Gjaddagi útdreginna bréfa er 1. október 1974 og fer innlausn þeirra fram á bæjarskrifstofunni á Akureyri. Akureyri, 3. maí 1974. BJARNI EINARSSON. Áðalskoðun bifreiða 1974 Hinn 10. maí á að vera lokið skoðun bifreiða með lægra einkennisnúmer en A—1700 og hinn 31. maí bifreiða með lægra einkennisnúmer en A-3200. Skoðunin fer fram við skrifstofu bifreiðaeftirlits- ins á Akureyri. Ökutæki, sem ekki verða færð til skoðunar verða"* stöðvuð. BÆJARFÓGETINN Á AKUREYRI. BÆJARFÓGETINN Á DALVÍK. SÝSLUMAÐURINN í EYJAFJARÐARSÝSLU 1, 5,10, 11,12, 28, 29, 35, 37, 39, 42, 46, 55, 56, 59, 87, 93, 96, 100. 1, 9, 11, 16, 17, 26, 36, 39, 52, 58, 59, 61, 62, 65, 84, 91, 95, 97, 138, 141, 152, 154, 162, 165, 174, 181, 185, 191, 192, 193, 196, 198, 200, 203, 207, 209, 211, 224, 228, 230, 234, 235, 248, 252, 253, 259, 265, 285, 286, 287, 294, 295. 2, 11, 12, 17, 18, 20, 25, 53, 61, 62, 63, 65, 70, 80, 81, 83, 85, 87, 88, 91, 99, 100,103, 111, 115,121, 122, 128, 131, 149, 152, 157, 166, 167, 170, 171, 172, 173, 174, 175, 234, 235, 244, 245, 260, 261, 266, 270, 271, 273, 274, 276, 287, 307, 308, 310, 315, 319, 334, 335, 346, 352, 357, 360, 361, 362, 363, 374, 380, 387, 389, 400, 402, 403, 404, 409, 410, 415, 416, 418, 422, 428, 433, 436, 438, 439, 457, 458, 464, 487, 497, 500, 504, 505, 506, 511, 516, 517, 522, 523, 530, 539, 540, 549, 550, 555, 561, 575, 598, 599, 601, 603, 606, 609, 611, 612, 613, 630, 632, 633, 638, 643, 656, 659, 662, 666, 669, 692, 695, 701, 710, 712, 718, rií 735) 739, 740, 741, 759, 779. Innlagt mjólkurmagn nam rösklega 21 milljón lítrum og hafði aukist um 1,7 af hundraði frá fyrra ári. Fitumagn mjólk- urinnar var 4,268%. Mjólkur- framleiðendur voru 383 og hafði þeim fækkað um 21 frá fyrra ári. Meðalinnlegg frá hverjum mjólkurframleiðanda var rösk- lega 55.600 lítrar. 20% mjólkur- innar var seld til neyslu, en unnar ýmiskonar mjólkurvörur úr nær 80% mjólkurinnar. Heildarverð til framleiðenda fyrir hvern innveginn mjólkur- lítra var kr. 25,20. í október á liðnu ári hófust flutningar með tankbílum úr Öngulstaða- og Svalbarðsstrand arhreppum, og hafa bændur lýst Jónas í hvalnum LEIKFÉLAG AKUREYRAR frumsýndi Jónas í hvalnum á Vopnafirði á sunnudaginn. — Næsta sýning var á Þórshöfn og sú þriðja á Raufarhöfn. Sjónleikurinn var sýndur á Akureyri á fimmtudaginn. og stendur hann í tvo klukkutíma. Jónas í hvalnum er eftir Vé- stein Lúðvíksson rithöfund. — Leikstjóri er Þórhildur Þorleifs- dóttir. Leikendur -eru átta tals- ins. Dagvb Dagur kemur næst út miðviku- daginn 15. maí. Fæst í kaupfélaginu r Oskilahross Brúnstjörnótt lii'yssa, 4rá vetrá, er x óskilum. Fannst inn viðt-yindheimajökul. Eigandi haíi' samband við Árni Magnússon og greiði áfallinn kostnað. HESTAMANNAFÉLAGIÐ LÉTTIR. UM LEIKSKÓLA OG DAGHEIMILI AKUREYRARBÆJAR Þar sém ákvéðið hefúr verið að opna leikskóla í gamla Glerárskólanum í sumar, tilkynnist hér með að umsóknif þurfa að hafa borist fyrir 15. maí næstkomandi. Leikskólinn verður opinn frá kl. 8—12 árdegis og frá kl; 1—6 síðdegis.alla virka daga, nema laugar- daga. ■ Tekin verða börn á aldrinum 3ja til 6 ára, þó kemur til greiira að taka tveggja ára börn fyrir hádegi ef nauðsyn krefur. Leikskólinn tekur væntanlega til starfa 1. júní næstkomandi, Eins þurfa þeir, sem óska eftir að koma börnum á Pálmholt í sumar, að sækja um pláss fyrir sama tíma. Eyðublöð liggja frammi á bæjarskrifstofunni. Allar upplýsingar veitir Stefán G. Sveinsson, bæj- arskrifstofunni, kl. 1—5 síðdegis. FÉLAGSMÁLASTJÓRI. M KR.200Ö3 VERÐTRYGGT HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS 1974 UuMabfM MIU M •'MO t*« kundnil ou nmmllM MuMIJMn »'6«« akt V*0*i|ö6t ofl *f »t»iB Ut Mmkvnmt htlmlld 1 llk'lKflu, »J» l«< um kkalUltSk KmlUit toIbfMk •. »■ r*U.|*Suf.. ... 1174, um t|kr6nui> III t«o» brúMtfSa t SktlSnkfMiMI. »f opf-l hfli>»tts um ll n*U.|4*ur tf MuldwpUf h«nft«t« Ifpt.H fkuld«þf*<t VH M tVWMl VSBKt. r •isdufpftlSb Bkuldtnd m KR.2000 VERÐTRYGGT HAPPDRÆXriSLÁN RtKISSJÓÐS 1974 SkutddbrM ptKd m U ofl n ».118 ut i.Rktnm1 balmlM I KR.2000 VERÐTRYGGT HAPPDRÆTTTSIÁN RtKISSJÓÐS 1974 SkulddbrM þ«IU «f MuB Itð KundntS Ofl tlmmHu Mlllón krdna Muld.bf4l.lint fklaaMa ttflna Vtfl..)4Si Pfl Pf fltllS úl Mmktnnd halmJM I qirlSflum fyrk ifls 1174, •bf. I4fl um MtlUUfl. mtSltrS tttSbrMa B. H» thU.ldSuf Mluf lnn.nl.nd.. fci mn 117«. um tlifSnun lll rtfl» Ofl bfúMdtSa « SktlSnitMndl. tr opnl lulnptofl um UndM. HhUi|4Sur tf Mulduguf hindhMi |«u MúMibfMi um l»i puound krtnuf. ».|8Suf tndurflrfllAr Muldlnd moS (VA J SkuldnkrM k»tu 7y dlum I hluMtHI »18 M hnkkun. if W / • sUMa ■« ■-»• * lin.llmtnum i .IM- /Ám^Uégl IramfnrtlukotlniSaf, *f rthnwS »f l VVr—OS/ J FMfl h i xJlllllí Jíuuji Xr-C- YPIflflft I /ydtmdUfdMttTa fddunrylúitydn MWaWP - * Muldibftlilin. fhlMlPS. n 'ISflum tyilf MIS 1S74 *- Ofl btu.ot'B. i SÍ.lSarifMnal. »r opnl hrlnflrtfl um ' -ur h.ndn.l. |rf“. MuMibfiU um N« pumnd kfilt kuidln* m*« C fs~ uMN SkuMkbrM h<b tindd « 1S Inn *ré « hakfcun. .f V I ^hu illlfcly »|»lda»flk o« tofbuf Mkl MmMyM nS I m i bol.fl .14- /.1 UfSfik b«- Omm Uml • t fihnu* m l \\>—rm KkppMnfdorlnfUnflur i MuUMrM 'isx&i xjllliiJr Bréfin brúa Framkvæmdir við vega- og brúagerð á Skeiðarársandi vegna hringveg- arins hafa gengið samkværpt áætl- un. Þessar framkvæmdir eru fjár- magnaðar með fé, sem inn kemur fyrir happdrættisskuldabréf rikis- sjóðs. Nú er unnið að gerð varnargarða og brúar yfir Skeiðará, sem mun verða lengsta brú landsins, 900 melra löng. Beggja vegna Skeiðarár hefur lengi verið beðið eftir þeirri brú, sem nu er að verða að veruleika. : ? ......• 1 • " • —————— Enn vantar nokkuð á, að bilið sé brúað, þess vegna eru nú til sölu hjá bönkum og sparisjóðum um land allt verðtryggð happdrættisskulda- bréf rjkissjóðs, þau kosta 2000 krónur. Brúum bilið. W) SEÐLABANKI ISLANDS (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.