Dagur - 18.05.1974, Blaðsíða 5
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Um þingrofið
ÞINGROF samkvæmt 24. grein
stjórnarskrárinnar hafa farið sjö
sinnum fram: árið 1908 og tók gildi
strax, 1931 og tók gildi strax og 1937
og tók gildi strax. Ennfremur það
þingrof, er fram fór nú í vor. Þrisvar
sinnum tók þingrof liinsvegar ekki
gildi strax og það var árin 1949,
1956 og 1963.
Þegar stjóm er mynduð eftir kosn-
ingar hverju sinni, liggur það fyrir
að meirihlutinn, sem stjórnina
myndar, hefur til þess umboð kjós-
enda. Þegar einstakir þingmenn eða
flokkar yfirgefa þá stjórn eða kom-
ast í andstöðu við hana hefur annað-
hvort gerst, að stjórnin hefur vikið
frá markaðri stefnu í verulegum at-
riðum, eða einstakir þingmenn eða
flokkar hafa gert það. Úr þessu
verða kjósendur auðvitað að skera.
Þess vegna var það rétt, eins og mál-
um var komið á Alþingi nú í vor, að
leggja málin undir dóm kjósend-
anna í almennum þingkosningum.
Allt skraf um ólýðræðisleg vinnu-
brögð í sambandi við þingrofið, er
hrein fásinna.
Forsætisráðhena sem myndaði fyr
ir nær þrem árum ríkisstjóm með
lýðræðislegum hætti, hafði þingiofs-
réttinn alveg ótvíræðan, samkvæmt
stjómarskránni.
Miklu fremur er það ólýðræðis-
legt að menn ,sem vom kosnir á
þing undir merki vinstri stefnu og
vinstri sameiningar, en hafa óum-
deilt valdið sundmng og klofningi
meðal vinstri manna, skuli hafa að
því unnið, svó sem sannanlegt er,
að koma hægri öflum til valda í
landinu, án þess að kjósendur gæfi
þeim nokkurt umboð til þess. Það
eru stærstu svikin.
Þegar forsætisráðherra rauf þing-
ið ,var það fullreynt að ekki var
fyrir hendi starfliæfur meirihluti á
Alþingi.
Stjórnarandstaðan hafði stöðvun-
arvald í neðrideild Alþingis og not-
aði það af fullkomnu ábyrgðarleysi
og hindraði framgang nauðsynlegra
mála. En í efrideild hafði stjórnin
stöðvunarvald, þrátt fyrir brott-
hlaup þremenninganna.
Forsætisráðherra reyndi að mynda
þjóðstjórn eða stjóm á breiðum
gmndvelli. Hann kannaði til hlýtar,
að það var ekki unnt.
Eini möguleikinn var því þingrof
og nýjar kosningar. Hefði forsætis-
ráðherra hinsvegar sagt af sér, mátti
segja, að hanri hlypi frá vandanum
og skilið málið eftir í öngþveiti.
Þess vegna lagði hann málin í dóm
kjósenda. □
Sjúkrahússbygging og heilbríoðismál HUGLEIÐINGAR UM ÆSKULÝÐSMÁL Framkyæmdastefiia í verki
SIGURÐUR JÓHANNESSON,
framkvæmdastjóri Þórshamars
h.f. á Akureyri, er Norður-Þing
eyingur að ætt, því að báðir for-
eldrar hans voru þaðan, hjónin
Jóhannes Jónsson, lengi kaup-
maður á Akureyri, nú látinn, og
kona hans, Sigrún Sigvalda-
dóttir.
Sigurður, sem nú er 43 ára,
vann við verzlunra- og skrif-
stofustörf hjá KEA um fjölda
ára og var fulltrúi innkaupa-
stjóra félagsins fimm síðustu ár-
in, þar til hann tók að sér fram-
kvæmdastjórastarf við Þórsham
ar h.f. 1968, sem hann gegnir
síðan.
Sigurður er gagnfræðingur
og lauk prófi við Samvinnuskól
ann, en stundaði einnig fram-
haldsnám í Svíþjóð og kynnti
sér sérstaklega rekstur sam-
vinnufélaga.
Formaður Félags ungra Fram
sóknarmanna var hann um
skeið og einnig formaður Fram-
sóknarfélags Akureyrar. Sem
varaþingmaður flokksins í kjör-
dæminu sat hann á þingi um
skeið veturinn 1965.
Hann hefur átt sæti í bæjar-
stjó'rn' Akureyrar tvö kjörtíma-
bil, situr þar sem fjórði bæjar-
fulltrúi Framsóknarmanna og
skipar fjórða sæti á lista þeirra
nú.
Sigurður Jóhanesson hefur
starfað í hinum ýmsu nefndum
bæjarins, er í stjóm Rafveitu
Akureyrar, Almennu tollvöru-
geymslunnar, er í kjaranefnd
og framtalsnefnd og hitaveitu-
nefnd, og er stjórnarmaður
Fjörðúngssjúkrahússins.
Kvæntur er Sigurður Lauf-
eyju Garðarsdóttur og eiga þau
'fjögur börn.
Sigurður ræðir nú um sjúkra-
hússbygginguna, almenn heil-
. brigðismál og fleira:
Það málefni sem einna mest
kemur til með að verða í sviðs-
ljósinu á næstu árum, verður
hin nýja bygging Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri.
Bygging þessi hefur alllengi
verið á óskalista bæjarbúa;
enda þörfin á stækkun sjúkra-
húss fyrir Akureyri, Norður- og
Austurland gífurleg.
Þróun í læknisfræðum og heil
brigðismálum almennt hefur
verið mjög ör, og var séð þegar
fyrir átta árum síðan, að gera
þyrfti stórt átak í þessum mál-
um hér á Akureyri.
Hönnun þeirrar byggingar
sem nú hefur verið hafist handa
um að reisa, hófst á árinu 1970,
í byrjun þessa kjörtímabils, og
hefur mikið starf verið unnið
við undirbúning verksins. Sú
heilbrigðisþjónusta, sem þarf að
vera fyrir hendi hér á Akureyri,
er orðin svo fjölþætt, og eðlileg-
ar kröfur í tæknilegu og sér-
fræðilegu tilliti svo miklar, að
útilokað var að Akureyrrabær
gæti tekið á sig þær fjárhags-
legu byrðar, sem byggingu
sjúkrahússins fylgdu, ef miðað
var við þá kostnaðarskiptingu
milli ríkis og bæjar, sem í gildi
var til síðasta árs,
Með nýjum lögum um kostn-
aðarskiptinguna breyttist hlut-
fallið þannig, að nú greiðir bær-
inn 15% af heildarkostnaði við
byggingu sjúkrahússins, og er
þá einnig meðtalinn kostnaður
alls tækjabúnaðar.
Liggja nú fyrir samþykktir
og lagaheimildir frá því opin-
bera um byggingu sjúkrahúss-
ins, og framkvæmdir þegar hafn
ar.
Sigurður Jóhannesson.
Hin nýja bygging verður um
78000 rúmmetrar og um 22.700
fermetrar að stærð, og samkv.
síðustu áætlunum mun hún
kosta milli 1200 og 1300 milljón-
ir. Mun hún fullbúin, ásamt nú-
verandi sjúkrahúsi, rúma alla
þá fjölþættu starfsemi, sem eðli
lega má telja, að hér þurfi að
vera fyrir hendi.
Sjúkrahúsið verður þannig
búið tækjakosti og sérmenntuðu
starfsliði, að það geti leyst af
hendi flest þau verkefni, sem
unnin eru á sjúkrahúsum hér
á landi, og einnig á það að verða
aðalvarasjúkrahús landsins ut-
an höfuðborgarsvæðisins, með
tilliti til almannavarna.
Auk þessa nauðsynlega hlut-
verks sem þetta sjúkrahús hef-
ur hér á Akureyri, má geta þess,
að það er nú þegar ein af stærri
atvinnustöðvum þessa bæjar.
Þar er starfandi í dag á þriðja
hundrað manns, og launa-
greiðslur á síðasta ári námu um
120 milljónum króna.
Þegar hið nýja sjúkrahús
verður komið í fulla notkun,
mun þar starfa enn fleira fólk,
og sjúkrahúsið þannig stuðla að
aukinni fjölbreytni atvinnulífs
bæjarins, og ekki síður að enn
auknum stöðugleika atvinnulífs
ins.
Það hefur verið eitt af þeim
markmiðum, sem Framsóknar-
flokkurinn hefur unnið að á síð-
asta kjörtímabili, að stuðla að
því að atvinnulíf bæjarins yrði
þannig uppbyggt hvað fjöl-
breytni og stöðugleika snertir,
að árstíðabundnar sveiflur og
tímabundnar sveiflur í efnahags
málum eða fiskveiðum hefðu
sem minnst áhrif.
Á FUNDI stjórnar Náttúrugripa
safnsins á Akureyri, sem hald-
inn var nýlega, var skýrt frá
því, að maður að nafni Pétur
Holm hefði ákveðið að gefa safn
inu stórt og verðmætt skelja-
safn sitt. í safni hans eru var-
lega áætluð um 10.000 eintök
af skeljum, víðs vegar að úr
heiminum. Auk þess eru í þess-
ari gjöf nokkurt safn steingerv-
inga, sjávardýra og steina. Gjöf
þessari verður veitt viðtaka
strax og aðstæður leyfa, eða
þegar lokið er innréttingu sýn-
ingarsals á neðstu hæð Hafnar-
strætis 81.
Pétur Holm er kvæntur Ingi-
björgu Stefánsdóttur frá Völl-
um í Svarfaðardal, og bjuggu
þau langan aldur í Hrísey, en
fluttu síðar til Reykjavíkur.
Fyrir hönd Akureyringa flyt-
ur stjóm Náttúrugripasafnsins
þeim hjónum bestu þakkir fyrir
þessa höfðinglegu gjöf og hlý-
hug í garð safnsins.
(Fréttatilkynning).
Annað málefni, tengt þessu,
sem að var unnið á kjörtímabil-
inu, var stofnun læknamiðstöðv
ar á Akureyri. Til verulegra
vandræða horfði með heimilis-
læknaþjónustuna í bænum, og
hefur bygging læknamiðstöðvar
innar breytt þar verulega um,
svo bærinn er nú snöggt um
betur settur en áður var, hvað
viðvíkur möguleikum bæjarbúa
til að leita sér þjónustu heim-
ilislækna í bænum.
Þá hefur verið fram haldið
stækkun og endurbótum á elli-
heimilum bæjarins, og hefur
þróun þeirra mála verið farsæl,
þó alltaf muni flestir óska þess
að enn hraðar væri hægt að
vinna að uppbyggingu þessara
stofnana.
Heimilisaðstoð við aldraða og
aðstoð í heimahúsum er nokkuð
á veg komin, en vert væri að
athuga hvort ekki væri hægt að
koma á hjúkrun í heimahúsum
með sérhæfðu starfsfólki..
Mundi það geta leyst ýmis þau
vandamál á heimilum, sem skap
ast þegat um tímabundin veik-
indi er að ræða, og á vissan hátt
létta á hinni aðkallandi þörf fyr
ir aukið legurými á sjúkrahús-
um.
Heilbrigðismál hljóta ætíð að
verða ofarlega á baugi í starfi
hverrar bæjarstjórnar, og mun
svo einnig verða hér á Akureyri
í framtíðinni.
Auk þess, sem áður getur, er
framundan stórt átak á vegum
Náttúrulækningafélagsins um
byggingu heilsu- og hressingar-
hælis, og hefur bæjarfélagið'
stutt eftir megni, að þær hug-
myndir gætu orðið að veru-
leika.
Sigurður Jóhannesson.
INGIMAR EYDAL kennari og
hljómsveitarstjóri á Akureyri er
36 ára fjölskyldumaður, sonar-
sonur Ingimars Eydals ritstjóra.
En foreldrar hans eru Hörður
Eydal og Pálína Indriðadóttir,
búsett hér í bæ og er Ingimar
því borinn og barnfæddur Ak-
ureyringur.
Ingimar er kennari að mennt-
un og stundaði einnig mennta-
skólanám um hríð, einkum í
tungumálum. Síðan varð hann
kennari, fyrst. við Barna- og
unglingaskólann á Laugarvatni
og við Barna- og unglingaskól-
ann á Dalvík og við Tónlistar-
skólann þar. En síðustu sjö ár-
in hefur hann kennt við Barna-
skóla Akureyrar og Gagnfræða-
skóla Akureyrar.
Hljómsveit Ingimars Eydal er
landsþekkt, enda oft til hennar
gripið þegar vel á að vanda til
skemmtiatriða. Fyrir þessari
hljómsveit hefur Ingimar staðið
frá 1961.
Ingimar Eydal er mikill bind-
indismaður og starfar í áfengis-
varnarráði og í Æskulýðsráði.
Kona hans er Ásta Sigurðar-
dóttir og eiga þau tvær dætur
og einn son.
Ingimar Eydal skipar nú
fimmta sætið á lista Framsókn-
armanna við bæjarstjórnarkosn
ingarnar á Akureyri, baráttu-
sætið. Hann ræðir nú um æsku-
lýðsmálin.
Fyrir nokkrum vikum hlýddi
ég á útvarpsviðtal við einn okk
ar kunnasta sagnfræðing. Mað-
ur sá, sem hér um ræðir, er
fæddur laust fyrir aldamótin
siðustu. Hann kvað það vekja
furðu sína, að „nefndir og ráð“
skyldu vera að vasast í itómr
stundastarfi ungs fólks. Ég vitna
hér í nokkur af ummælum
hans: í mínu ungdæmi kom
þetta af sjálfu sér. Oregla meðal
ungs fólks þekktist varla.
Vinnudagurinn var langur og
þau fáu tækifæri, sem gáfust
til afþreyingar voru notuð á
upphyggilegan hátt. — Svo
mörg voru þau orð. Ef ekki
Ingimar Eydal.
hefði komið til stytting vinnu-
tímans ásamt vaxandi efnalegri
hagsæld gæti lýsing hins aldna
heiðursmanns sennilega átt við
okkar tíma. En háneysluþjóðfé-
lagið okkar er staðreynd og von
andi fylgja því fleiri kostir en
gallar. Einn áf vaxtarverkjum
neysluþjóðfélagsins eru einmitt
hin svonefndu unglingavanda-
mál og við þeim bregst samfé-
lagið meðal annars með stofnun
„nefnda og ráða“.
Akureyrarbær hefur á undan
.. förnum - árum ‘látið æskulýðs-
Miðstöð verklegra mennta
INGÓLFUR SVERRISSON
skipar sjötta sæti á B-listanum
og sýnir það Ijóslega, að Fram-
sóknarmenn sitja ekki yfir hlut
yngri manna hér á Akureyri.
En Ingólfur er 31 árs og hefur
verið starfsmannastjóri Slipp-
stöðvarinnar hér í bæ síðustu
árin. Hann er Akureyringur í
húð og hár, sem kallað er, og
lauk prófi við Samvinnuskólann
1966.
Almenn skrifstofustörf stund
aði hann á Akureyri að námi
loknu en varð síðan fram-
kvæmdastjóri Starfsmannafé-
lags ríkisstofnana og hafði það
starf á hendi næstu fimm árin,
með búsetu í Reykjavík, þar til
hann flutti á heimaslóðir á ný
og varð starfsmannastjóri.
Kona Ingólfs er Áslaug Hauks
dóttir ljósmóðir frá Hvanneyri
og eiga þau hjónin tvo drengi.
Þau eru nú að ganga frá bygg-
ingu eigin íbúðar, Akurgerði
7F.
Ingólfur er áhugasamur um
félagsmál og hefur tekið ríkan
þátt í starfi ungra Framsóknar-
manna, eftir að hann flutti
hingað norður. — Hann segir:
Það hefur löngum verið sagt
að Akureyri væri skóla- og iðn-
aðarbær. Hér hafa þróast nokkr
ar gagnmerkar menntastofnan-
ir og nægir að minna á barna-
skóla, gagnfræðaskóla, mennta-
skóla, iðnskóla, tækniskóla og
vélskóla svo eitthvað sé nefnt.
Iðnfyrirtæki standa flest hver
á gömlum merg og alltaf bætast
við nýjar greinar, til að mynda
stálskipasmíði.
Eitt af grundvallarskilyrðum
þess, að iðnaður fái þrifist er
góð menntun starfsfólksins,
bæði að því er tekur til allrar
almennrar menntunar svo og
menntunar, sem lýtur að verk-
unum sjálfum; verkmenntunar.
Sú hryggilega staðreynd blas-
ir við, að verkmenntun hefur
orðið hornreka í menntakerfi
þjóðarinnra og það svo, að það
Ingólfur Sverrisson.
hefur hvarflað að mönnum, að
þeir sem stjórnað hafi mennta-
málum þjóðarinnar undanfarna
áratugi telji verkmenntun tæp-
ast raunverulega menntun, held
ur sé það einhvers konar annars
flokks viðfangsefni. Birtist þetta
einkum í barnalegu kappi að
efla menntaskólana og útskrifa
sem flesta stúdenta á sama tíma
og allir almennir iðnskólar
liggja í svelti vegna fjárskorts.
Afleiðingin er sú, að fæstir iðn-
skólanna geta sinnt öðru aðal-
viðfangsefni sínu, þ. e. verk-
þjálfuninni.
Nú má ekki skilja orð mín
svo, að ég sé að amast við
menntaskólum í sjálfu sér, en
sú augljósa mismunun, sem ver
ið hefur landlæg á þessum þátt-
um mennta leiðir okkur fyrr
eða síðar á blindgötu ef ekki
verður að gáð.
Við verðum að meta verklega
menntun til jafns við þá bók-
legu; iðnaðarmaður, sem þekkir
alla þætti í starfi sínu og kann
að bregðaát rétt við hinum ýmsu
vandamálum, sem þar koma
upp, er að mínum dómi mennt-
aður maður, jafnvel þótt hann
kunni ekki stakt orð í latínu.
Nú er stefnt að því að hrinda
í framkvæmd mikilli iðnþróun-
aráætlun og er ekki nema gott
eitt um það að segja. En öll
mun sú áætlun byggð á sandi
ef verkmenntunin verður ekki
tekin til rækilegrar endurskoð-
unar. Engin iðnþróun verður að
veruleika án vel menntaðs
starfsfólks.
Það er skoðun mín, að Akur-
eyri eigi hlutverki að gegna í
þessu efni. Bæjarstjórn á hverj
um tíma á að fylgjast náið með
þróun verklegrar menntunar á
íslandi og það sem meira er,
hafa áhrif á þá þróun; vera for-
ystuafl í þeirri viðleitni að efla
verkmenntun þjóðarinnar og
auka skilning á gildi slíkrar
menntunar.
Á Akureyri er iðnskóli, tækni
skóli (að hluta) og vélskóli og
hér er iðnaður undirstaða alls
atvinnulífs. Þess vegná er það
bæði lífsnauðsyn -og metnaðar-
mál fyrir Akureyringa að stefna
að því á skipulegan hátt að gera
Akureyri að miðstöð verklegra
mennta á íslandi.
Ingólfur Sverrisson.
mál til sín taka í vaxandi mæli.
Æskulýðsráð er bænum til ráðu
neytis, auk þess er ráðið og
starfsmaður þess, æskulýðsfull-
trúi, framkvæmdaaðili í ýmsum
málum. Ráðið sér um rekstur
Æskulýðsheimilisins Lóns og
reynir þar einkum að ná til
þeirra unglinga, sem ekki eru
virkir félagar í hinum ýmsu fé-
lögum. Þá beitir ráðið sér fyrir
námskeiðum ýmis konar, vetur-
inn 1973—74 urðu þau 12 tals-
ins. Mörg þessara námskeiða
eru haldin í samráði við hin
ýmsu félög. Auk þess stuðlar
ráðið á margan annan hátt að
hollri tómstundaiðju unglinga.
En margs er enn vant. Á Akur-
eyri eru starfandi á milli 40 og
56 félög ungs fólks. Fjárskortur,
skortur á hentugu húsnæði og
skortur á hæfum leiðtogum há-
ir starfsemi margra þessara fé-
laga. Æskulýðsheimilið er til
húsa í allsendis ófullnægjandi
bráðabirgðahúsnæði. Félags-
legri aðstöðu í úthverfum er
mjög ábótavant og svo mætti
lengi telja. En hvað er til úr-
bóta? Því er fljótsvarað: Auka
þarf stuðning og fyrirgreiðslu
við æskulýðsstarfsemi frá því
sem nú er. f hinu nýsamþykkta
grunnskólafrumvarpi er gert
ráð fyrir aukinni notkun skóla-
húsnæðis í þágu æskulýðs- og
félagsmála, og opnast þar mögu
leikar vegna hinna nýju skóla
í úthverfum bæjarins. Ekki má
dragast að marka ákveðna
stefnu varðandi æskulýðsheim-
ilið Lón.
Ég hef hér að framan drepið
á nokkur atriði varðandi félags-
lega aðstöðu æskufólks hér á
Akureyri. Ýmislegt hefur verið
gert, en betur má ef duga skal.
Setjum okkur það markmið, að
skapa yngstu þegnum bæjarins
okkar aðstöðu til þroskavæn-
legs lífs, þá mun vel fara.
Ingimar Eydal.
INGVAR BALDURSSON skip-
ar sjöunda sæti B-listans hjá
Framsóknarmönnum á Akur-
eyri við bæjarstjórnarkosning-
arnar. Hann er 31 árs og má
segja um þá félaga, Ingólf og
Yngvar, sem skipa sjötta og sjö-
unda sæti listans, að þeir setji,
ásamt fleiri körlum og konum,
svip hinna yngri á framboðslist-
ann að þessu sinni og er það
vel.
Ingvar er ketil- og plötusmið-
ur að iðn og starfar hjá Vél-
smiðjunni Odda h.f. á Akur-
eyri og eru fjögur ár síðan hann
lauk iðnprófi, en það var kosn-
ingaárið 1970.
Síðan Ingvar komst á legg hef
ur ■ hann stundað margvísleg
störf hér á Akureyri, verið
verkamaður og stundað sjó á
skipum, bátum og farskipum.
Sextán ára gamall gekk hann í
Framsóknarflokkinn og fylgir
ódeigur stefnu hans. Hann er
formaður Félags ungra Fram-
sóknarmanna á Akureyri.
Kvæntur er Ingvar Ragnhildi
Bragadóttur og eiga þau dreng
og telpu. Þau búa í Hamragerði
12.
Ingvar segir eftirfarandi:
Hinn 26. maí göngum við að
kjörborðinu og kjósum okkur
nýja bæjarstjórn. Þá er ekki úr
vegi að líta til baka um lengra
tímabil. Á árunum frá stríðslok
um og fram yfir 1960 voru
íhaldsmenn fjölmennastir og
höfðu forsytu í bæjarmálum.
Þá sveif andi framkvæmda- og
úrræðaleysis yfir bænum og Ak
ureyri dróst aftur úr öðrum
byggðarlögum hvað verktækni
og aðra uppbyggingu snerti. Þar
fór dýrmætt tækifæri til vaxtar
og viðgangs á mörgum sviðum.
En þetta fræga hjólbörutímabil
íhaldsins rann sitt skeið er Ak-
ureyringar veittu Framsóknar-
mönnum umboð sitt til að hafa
á hendi forystu í bæjarmálum
Frá Vísindafélagi Norðlendinga
AÐALFUNDUR félagsins var
haldinn á Akureyri um áramót-
in. Þar voru samþykkt ýmis ný-
mæli, m. a.:
. 1. Að félagið beiti sér fyrir sam
ræmingu í safnamálum fjórð-
ungsins, með því að efna til
fundar með forstöðumönnum
eða stjórnarformönnum safn-
anna. Er nú verið að kanna
möguleikana á slíkum fundi.
2. Að félagið beiti sér fyrir því
að hafnar verði skipulegar rann
sóknir á mýrlendi, með tilliti til
nýtingar þess og verndunar, og
komi á samstarfsnefnd náttúru-
fræðinga og búfræðinga um það
mál.
Samstarfsnefnd þessi hefur
þegar verið skipuð og kom hún
saman til fundar á Hvanneyri
þann 5. maí s.l. Nefndin mun
aðallega vinna að þremur verk-
efnum: heimildasöfnun, yfirlits-
könnun eða úttekt á mýrlendi,
og að skipulagningu beinna
rannsókna. Mun hún vinna að
því, að rannsóknastofnanir eða
einstaklingra taki upp rann-
sóknaverkefni á þessu sviði.
Nefndin mun einnig taka upp
samband við erlend félög og
stofnanir á líku sviði.
3. Samþykkt var ályktun til yf-
irstjórnar menntamála þess efn-
is, að heimilað verði í lögum
um framhaldsskóla að kennarar
geti fengið afslátt af kennslu-
skyldu vegna rannsóknarstarfa,
eða orlof á óskertum launum,
ef um er að ræða meiri háttar
verkefni.
4. I tilefni af þjóðhátíðarárinu
beinir fundurinn því til norð-
lenskra félaga, klúbba o. s. frv.,
að þau minnist vísindamanna,
sem lifað- hafa og starfað á
þeirra svæðum fyrr á tímum, og
bendir fundurinn sérstaklega á
Stjörnu-Odda í því sambandi.
5. Samþykkt var að kjósa Theo
dór Gunnlaugsson frá Bjarma-
landi í Öxarfirði bréffélaga fé-
lagsins, í viðurkenningarskyni
fyrir rannsóknir hans á atferli
fugla og annarra dýra og ódrep-
andi áhuga fyrir hvers konar
vísindastarfsemi.
(Frétt frá stjórn V. N.).
Frá Súlum
SÖKUM prentaraverkfallsins
hafa SÚLUR ekki komið út á
þessu ári. Vegna stöðugra fyrir-
spurna skal þess getið, að 7. heft
ið er í undirbúningi og kemur
út strax og unnt er. — Heftin
1—6 (I.—III. árg.) fást enn hjá
útgefanda og kosta aðeins tólf
hundruð krónur fyrir áskrif-
endur— annars kr. 1500.00.
Jóhannes Óli Sæmundsson,
I pósthólf 267, sími 1-23-31,
| Akureyri.
og hið kyrrstæða hjól fór aftur
að snúast, og vöm var snúið í
sókn:
Verklegar framkvæmdir voru
undirbúnar og síðan hafnar.
Fjármagn var dregið til bæjar-
ins og það rann upp framfara-
skeið á kreppuárunum. Skal í
því sambandi minnt á nokkur
atriði: Stækkun dráttarbrautar-
innar, sem var mikið átak og er
Ingvar Baldursson.
hún nú hin stærsta á landinu,
skapar gífurlega möguleika; sam
fara því að rekstursgrundvöll-
ur Slippstöðvarinnar var tryggð
ur með auknu hlutafé og skipu-
lagsbreytingum. SUppstöðin á
Akureyri er nú langstærsta
skipasmíðastöð landsins og'veiL
ir um 200 manns atvinnul .
Framsóknarmenn hétú sam-
vinnustefnunni stuðningi ‘sínum
og hún þurfti á mikilli; fýíir-
greiðslu að halda við.endúrb-ygg
ingu verksmiðjuhúsa éftir
bruna. Ný og glæsileg, v.erk-.
smiðjuhús haf nú risið með istór
auknum vélakosti. Verksmiðjur
SÍS á Gleráreyrum erp stolt
þessa bæjar og , bera merki
gróskumikils starfs samyinnu-
manna á Akureyri.
Endurnýjun togaraflotans er
hafin með kaupum á tveim skut
togurum frá Færeyjum og von
er á tveimur í viðbót frá Spáni;
Ættu þessi stórkostlegu atvinnu
tæki að sjá frystihúsi okkár fyr
ir nægu hráefni, þannig, að þar
verði ávallt næg atvinna. Þann-
ig væri hægt að..telja upp:á öll-
um sviðum, en ég .tel ekki þ.örf
á því.
Sérkenni Akureyrar, miðað
ið aðra kaupstaði' landsins, er
hinn mikli iðnaðar- og vérk-
smiðjurekstur, enda Akureyri
fengið orð fyrir að vera mesti
iðnaðarbær landsins og laun
manna sennilega jafnari og betri
en víðast annars staðar. Vert er
að minna á, að samhliða slík-
um félags- og samvinnurekstri
dafnar einstaklingsframtakið
mjög vel. Einstaklingar standa
í skipasmíðum, húsgagna- og
húsasmíðafyrirtækjum, niður-
suðuiðnaði og ýmsum öðr-
um iðnaði. Þessu verður að við-
halda og auka sem mest, þann-
ig að Akureyri verði um ó-
komna tíð mesti iðnaðarbær
landsins og mannlíf hér betra
en víðast annars staðar.
Einn er sá þáttur útilífs, sem
mér hefur fundist vera afskipt-
ur af hálfu bæjaryfirvalda, en
það er hestamennskan. Líta
verður á hestamennskuna eins
og hverja aðra íþróttagrein og
skipa henni sess meðal þeirra í
fjárveitingum og annarri fram-
kvæmd. Mikið hefur vantað á,
að aðbúnaður þessarar íþróttar
væri viðunandi. Reiðgötur vant
ar og annað skipulag fyrir þá
hestamenn í bænum, sem eiga
500 hesta.
Það hlýtur að vera fagnaðar-
efni fyrir þá, sem að þessum
málum standa, að kynna sér
framtíðarskipulag Akureyrar,
þar sem hestamönnum er ætlað
framtíðarsvæði fyrir ofan Kollu
gerði. Þar er ráðgert að hest-
húsahverfi rísi með aðstöðu til
útiveru, góður skeiðvöllur og
reiðgötur munu vera ráðgerðar,
og eins mun vera ætlunin að
bæta aðstöðu við núverandi
hesthúsahverfi (efra).
En það er ekki nóg að koma
þessum hlutum á skipulagsupp-
dráttinn. Það verður að hefjast
handa um framkvæmdir. hið
allra fyrsta, þannig að þessu
óframdarástandi ljúki sem
fyrst.
Að lokum þetta:
Framsóknarmenn gefa ekki
stór loforð en þeir vinna af ein-
urð og festu að hverju því máli,
sem upp kemur, og lofa nánu
samstarfi við aðra flokka, sem
með þeim vilja vinna að velferð
armálum bæjarins.
Valið milli hinna ýmsu flokka
er auðvelt þegar menn hafa átt
að sig á því, hvort þeir vilja
kyrrstöðu eða framfarir.
Akureyringar! Fylkjum okk-
ur um lista Framsóknarmanna.
Gerum sigur B-listans stærri en
nokkru sinni fyrr.
Ingvar Baldursson,
Miklðf náttúrurannsóknir
UM þessar mundir fara fram
rannsóknir á þörungum og dýra
lífi í fjörum umhverfis Akur-
eyri og við ipnsta hluta Eyja-
fjarðar. Er þetta einn liður í
mengunarrannsóknum þeim, er
Akureyrarbær stendur fyrir, og
starfsmenn Náttúrugripasafns-
ins hafa skipulagt.
Tilgangurinn með þessum
rannsóknum nú er sá, að afla
þeirrar þekkingar á þörunga-
samfélögunum hér um slóðir,
sem nuaðsynleg er til að geta
fylgst með breytingum, sem
verða kunna á þeini í framtíð-
inni vegna mengunar. Einnig
ætti ástand þeirra í dág á mis-
munandi stöðum við Pollinn,
að geta gefið nokkra vísþend-
ingu um, hvers konar breyting-
um þau taka við mengun sjáv-
ar. Um leið er gerð könnun á
útbreiðslu kræklirigs, kletta-
doppu, hrúðurkarlá og fleiri
dýra í fjörunum.
Karli Gunnarssyni, sem ný-
lokið hefur námi í Ííffræði viS
Háskóla íslands, hefur verið fal
ið að sáfna sýnum í fjörum og
niður á 15—20 m dýpi við köf-
un. Hann hefur áður aflað sér
sérþekkingar á íslenskum sjáv-
arþörungum, er hann tók þátt
í leiðangri Dr. Sigurðar Jóns-
sonar kringum landið árið 1971.
Karl fer í sumar til framhalds-
náms í París, og fer fullnaðar-
úrvinnsla gagna héðan fram þar
undir leiðsögn Sigurðar, sem
starfar við líffræðistofnun þra.
Auk þessara rannsókna, sem
eru alveg á vegum Akureyrar-
bæjar, dvelja hér dýrafræðing-
ar um þessar mundir við rann-
sóknir á dýralífi á Leirunum og
í hólmum Eyjafjarðarár, með til
liti til þýðingra þess fyrir fugla-
lífið. Þær eru kostaðar af Vega-
gerð Ríkisins, en Líffræðistofa
Háskólans sér um skipulagn-
ingu og framkvæmd. Verkið er
unnið af Jóni Eldon, Arnþóri
Gatðarssyni prófessor í dýra-
fræði og Agnari Ingólfssyni pró
fessor í vistfræði. Q