Dagur - 18.05.1974, Blaðsíða 2

Dagur - 18.05.1974, Blaðsíða 2
2 Sljórnmálaályklun Framsóknarllokksins Jónína Sveinsdóffir FÆDD 18. FEBRÚAR 1917 - DÁIN 9. MARZ 1974 AÐEINS ÖRFÁ KVEÐJUORÐ STJÓRNMÁLAÁLYKTUN að- alfundar miðstjórnar Framsókn- arflokksins 1947 var svohljóð- andi: Miðstjórnarfundur Framsókn- arflokksins fagnar þeim miklu framförum, sem orðið hafa á þeim þrem árum, sem ríkis- stjórn Ólafs Jóhannessonar hef- ur starfað. Fundurinn þakkar ráðherrum og þingmönnum flokksins for- ystu þeirra í þessu starfi. Aðalfundur miðstjórnar fagn- ar því, að landhelgisdeilan við Breta hefur verið leyst með bráðabirgðasamkomulagi. Þakk- ar fundurinn Einari Ágústssyni, utanríkisráðherra hin mikil- vægu störf hans í því máli, og færir Ólafi Jóhannessyni for- sætisráðherra þakkir fyrir ó- metanlegan hlut hans að lausn deilunnar. Fundurinn lýsir eindregnum stuðningi sínum við þann um- ræðugrundvöll, sem Einar Ágústsson hefur lagt fram í varnarmálum. Fundurinn vekur athygli á hinni miklu breytingu, sem orð- ið hefur á sviði efnahagsmála í landinu á seinustu mánuðum. Hér hefur mikil verðbólga verið og á hún að nokkru leyti rót sína að rekja til mikilla verð- hækkana erlendis á helztu nauðsynjum okkar, að nokkru leyti til þeirra innlendu þenslu, sem jafnan fylgir bjartsýni og almennum framkvæmdarvilja. Nú blasir við, að verðbólgan muni enn færast í aukana. Ekki hefur tekist að framkvæma þá stefnu, sem launþegasamtökin mótuðu áður en gengið var til kjarasamninga og byggt var á í samningi við opinbera starfs- menn, að hækka fyrst og fremst lægstu launin. — Þvert á móti virðist launabilið hafa breikk- að. Sú kaupmáttaraukning, sem felst í þeim grunnlaunahækk- unum, sem ákveðnar hafa verið undanfarnar vikur, munu leiða til örra og mikilla víxlhækkana og reynast með öllu óraunhæf og getur ekki staðist til fram- búðar. Verðbólgan ógnar nú afkomu atvinnuveganna, sem eiga nú mjög í vök að verjast vegna þess, að verðfall hefur orðið á helztu útflutningsafurðum okk- ar. Forsendum batnandi lífs- kjara er stefnt í tvísýnu. Við þessum vanda verður að bregð- ast án tafar. Nauðsyn ber til að stöðva frekari verðlags- og kaupgjalds- hækkanir, um að minnsta kosti sex mánaða skeið, m. a. með bindingu kaupgjaldsvísitölunn- ar. Á móti komi hækkaðar fjöl- skyldubætur og auknar niður- greiðslur vöruverðs frá því sem áætlað var í fjárlögum, þannig að þær haldist á núverandi stigi, en útgjöld ríkisssjóðs verði lækkuð til að ná jöfnuði í ríkis- búskapnum. Jafnframt verði gerðar ráðstafanir til að araga úr peningaþenslu og til að auka sparnað. Fundurinn telur rétt að gera tilraun til að koma á skyldusparnaði tekjuhærri ein- staklinga, og að lánakjör verði tekin til endurskoðunar, í því skyni meðal annars að koma á verðtryggingu fjárskuldbind- inga í auknum mæli. Með samsíilltum aðgerðum af þessu tagi á sviði kaupgjalds- mála, verðlagsmála, ríkisfjár- mála og peningamála, mun gef- ast svigrúm til þess í sumar og haust að vinna að undirbún- ingi og framkvæmd víðtækari jafnvægisráðstafana í efnáhags- málum, sem einkum hljóta að beinast að því að ná víðtæku samkomulagi um launa- og verðlagsmálastefnu, sem geti til frambúðar samrýmst því jafn- vægi í efnahagsmálum, sem einkum hljóta að beinast að því að ná víðtæku samkomulagi um launa- og verðlagsmálastefnu, sem geti til frambúðar sam- rýmst því jafnvægi í efnahags- málum, en reynsla síðastliðins vetrar sannar ótvírætt nauðsyn slíkrar stefnumörkunar. Undir- búningur hennar tekur óhjá- kvæmilega nokkurn tíma og það átand, sem skapast hefur í efna- hagsmálum kallar á tafarlausar aðgerðir, sem ekki þola neina bið. Með tilvísun þess, sem að framan greinir, lýsir fundurinn eindregnum stúðningi við þær hugmyndir um viðnámsaðgerð- ir gegn verðbólgu, sem Ólafur Jóhannesson hefur lagt fram í ríksstjórninni og gert grein fyrir á miðstjórnarfundinum. — Væntir miðstjórnin þess, að samkomulag náist um þær í rík- isstjórninni. Telur miðstjórn- arfundurinn eðlilegt, að stjórnir launþegasamtakanna og stéttar- sambands bænda fái að fylgjast með gangi þessa máls og væntir fullkomins skilnings þessara að- ila á ástandinu. Náist ekki samstaða innan ríkisstjórnarinnar um þessi mál, telur fundurinn rétt, að forsæt- isráðherra leggi fram á Alþingi frumvarp til viðnámsaðgerða gegn verðbólgu. ÁI.VKTUN UM BYGGÐAMÁLIN MIÐSTJ.FUNDUR Framsóknar flokksins samþykkti eftirfar- andi um byggðamálin: Aðalfundur miðstjórnar Fram sóknarflokksins 1974 fagnar mikilli atvinnuuppbyggingu víðsvegar um landið, sem fært hefur fólki í fjölmörgum byggð- arlögum velmegun og bjart- sýni í stað stopullar atvinnu og vonleysis, sem þar ríkti fyrir nokkrum árum. Hefur nú í fyrsta sinn : um. áratugi orðið hlutfallslega rneirii fólksfjölgun á landsbyggðinni en á höfuð- borgarsvæðinu. Fundurinn fagnar því, að tak- ast mun að ljúka hringveginum um landið á þessu ári og lýsir jafnframt ánægju sinni yfir stór auknum framkvæmdum á sviði vegamála, hafnarmála, heil- brigðismála, raforku- og rafvæð- ingarmála og annarra mikils- verðra framkvæmda á lands- byggðinni. Fagnar fundurinn ötulli forystu Framsóknar- manna í þessum málum, en tel- ur þó, að enn beri að herða róð- urinn og stefna að auknum jöfn- urði, einkum á ýmsum sviðum félagsmála, menntamála, heil- ÚRSLIT kosninga á miðstjórn- arfundi Framsóknarflokksins, sem haldinn var í Reykjavík 26.—28. apríl, urðu sem hér seg- ir: Formaður var kjörinn Ólafur Jóhannesson, ritari Steingrím- ur Hermannsson og gjaldkeri Tómas Árnason, allir endur- kjörnir. Varamenn í sömu röð eru: Einar Ágústsson, Jóhannes Elíasson og Halldór E. Sigurðs- son. í blaðstjórn Tímans voru kosnir þessir menn: Ólafur Jóhannesson, Eysteinn Jónsson, Einar Ágústsson, Stein brigðismála og opinberrar þjón- ustu. Þá lýsir fundurinn ánægju sinni yfir löggjöf um sérstaka íbúðarbyggingaráætlun á lands- byggðinni og með nýtt átak í rafvæðingaráætlun dreifbýlis- ins. Þrátt fyrir þær staðreyndir, er að framan greinir, telur fundurinn enn mikil verk óunn- in til að koma á varanlegu jafn- vægi í byggðum landsins, með- al annars telur fundurinn nauð- synlegt að efla Byggðasjóð. Fundurinn felur fram- kvæmdastjórn að láta undirbúa og leggja fyrir næsta flokks- þing tillögur um, hvernig áfram skuli stefnt að auknu byggðar- jafnvægi. Nýr Fokker kominn til F. í. HINN 7. maí kom til Reykjavík ur Fokker Friendship skrúfu- þota sem Flugfélag íslands hef- ur fest kaup á og sem n úbætist í innanlandsflugflotann. Kaupin vrou gerð með milligöngu norsks fjárfestingarfyrirtækis og með ábyrgð Flugleiða h.f. Flugvélin er af sömu gerð og tvær fyrri Friendship skrúfu- þotur félagsins, „Blikfaxi11 og „Snarfaxi" að öðru leyti en því, að á þessari nýfengnu flugvél eru stórar vörudyr, sem auð- velda vöruflutninga og gera reyndar mögulegt að flytja stór stykki. Þessi slcrúfuþota, sem keypt var af fyrirtæki í Þýzka- landi ber einkennisstafina TF— FIP. Kaupverð var um 55 millj. kr. Henni var flogið til Reykja- vikur frá Dusseldorf með við- komu í Glasgow. Flugstjóri var Ólafur Indriðason . (Úr fréttatilkynningu). AA-samlökin AA-SAMTÖKIN voru stofnuð í Bandaríkjunum 1935 af tveim drykkjusjúklingum. Var annar skurðlæknir, en hinn stundaði viðskipti, og voru báðir „sokkn- ir til botns“ í drykkjuskapnum. Þeir ákváðu að reyna að hjálpa hvor öðrum og tókst það. Þeir hófu síðan hjálpar- starf undir kjörorðinu, að hver hjálpaði öðrum. ^ Samtökin starfa nú í meira en eitt hundrað löndum, meðal annars hér á landi og starfa deildir á nokkrum stöðum á landinu, m. a. hér á Akureyri, þótt þær vinni að sameiginlegu vandamáli, starfa þær óháðar hver annarri. Venjulega eru vikulegir grímur Hermannsson, Erlendur Einarsson, Þorsteinn Ólafsson, Óðinn Rögnvaldsson, Jón Kjart- ansson og Friðgeir Björnsson. Varamenn: Ragnheiður Svein- björnsdóttir og Ingi Tryggvason. í framkvæmdastjórn Fram- sóknarflokksins voru kjörnir: Erlendur Einarsson, Eysteinn Jónsson, Guðmundur Þórarins- son, Helgi Bergs, Jóhannes Elí- asson, Jón Skaftason, Jónas Jónsson, Ragnheiður Svein- björnsdóttir og Þórarinn Þórar- insson. Varamenn eru: Krist- inn Finnbogason, Eggert Jó- hannesson og Hannes Pálsson útibússtjóri. „Jónsa amma“ fór svo fljótt frá okkur og dimmdi skjótt. Englar vaki alla stund yfir þeirri góðu hrund. Ég get ekki látið hjá líða að skrifa fáein kveðjuorð til þess- arar vin- og venzlakonu minnar. Mér er margt minnisstætt frá því í fyrsta skipti, sem ég kom á þetta heimili, Austurbyggð 4. Það má þá fyrst nefna höfðing- legar móttökur, einstaklega við feldið viðmót þeirra hjóna, Bergs og Jónínu, og svo það, hvað börnin þeirra, sem þá voru enn unglingar í föðurhúsum, voru skemmtileg og foreldrum sínum samhent í gestamóttök- unni. Seinna vissi ég, að þetta var ekkert sérstalct þarna. Fram- koma þeirra er söm og jöfn við þá, sem að garði bera. Eru þetta augljós áhrif frá uppeldinu. Hér hafa foreldrar þeirra gengið á undan með góðu eftirdæmi. Fljótt fann maður, að fjöl- skyldan var mikið fyrir söng og tónlist. Árin liðu og ég kynntist því betur, hvað það var sérstaklega góður andi á þessu heimili, glað værð og gott samkomulag. Ég held, að Jónína hafi verið óvana lega mikill félagi barna sinna og mikið hefur nú reynt á hana, þar sem eiginmaður hennar var svo mikið fjarverandi. Við Jónína áttum sömu áhuga málin, sem sé blessuð barna- börnin okkar, og mörg voru sam tölin, þar sem orðgnóttin entist varla til að dást að þeim. Jónína var ekki aðeins mikil móðir og húsfreyja, hún var líka dásamleg amma. Mér er í minni frá því í fvrra- fundir hjá deildunum. Engin skilyrði eru fyrir inngöngu í samtökin og engin inntökugjöld eru greidd, og geta allir notið félagsskaparins, sem löngun hafa til að hætta að drekka. Fjöldi manns, sennilega þús- undir manna, hafa af eigin raun kynnst AA-samtökunum þau tuttugu ár, sem þau hafa starfað hér á landi og margir unnið sig upp úr drykkjuskapnum að fullu. En drykkjumennirnir verða sjálfir að koma til samtak- anna af frjálsum og fúsum vilja, því að það er frumskilyrði, að þeir vilji fá aðstoð og hafi löng- un til að losna við áfengisböl sitt. Hingað á skrifstofu Dags kom kom nýlega ungur fjölskyldu- faðir, stór maður og vasklegur. Hann spurði hvort blaðið vildi fyrir sitt leyti styðja við bakið á AA-samtökunum, ef til þess yrði leitað. Afstaða Dags til áfengismála hefur um langt skeið verið ljós og er óbreytt. — Dagur er fús að ljá þeim rúm í blaðinu, sem gegn áfengisböli vilja vinna. Á tuttugu ára afmæli AA- samtakanna á íslandi, á þessu ári, munu þau gefa út mikið fræðslurit um áfengismálin, í senn fræðilegt og alþýðlegt, og ætti það að geta komið að góðu gagni, fremur en hátíðahöld eða annar venjulegur afmælisfagn- aður. Á Akureyri er sími AA-sam- takanna 2-23-73. O sumar einstaklega skemmtileg- ur dagur. Ég var að passa tvær, litlu sonardætur mínar, þadr Guðrúnu Jónínu og Guðnýjú, en Jónína passaði systkini þeirra, Steingrím og óskírða, sem síðar hlaut nafnið Hrefná. Svo fór ég með litlu systurnar upp í Austurbyggð að heirn- sækja . krakkana og „Jónsp. ömmu“, eins og þau kölluðú hana. Okkur var forkunnar vel tek- ið og það var mikill fagnaðar- fundur. Við Jónína settumst að kaffidrykkju á sólpallinum. en börnin léku sér í garðinum. Þetta var fagur sumardagur og sól skein í heiði. Margar fleiri góðar minning- ar koma í hugann. Stundum sungum við saman ásamt fieir- um og var þá hvorki hljóðfæri né raddir sparað. Það kom líka fyrir, að við sungum bara tvær og vorum þá stundum að kenna hvorri ann- arri textana. Við vorum eins með það að hafa jafn gaman af lagi og texta. Mig langar að flétta hér inn í mín fátæklegu kveðjuorð hinu gullfallega ljóði Elínar Ei- ríksdóttur skáldkonu: i Ég minnist þín frá morgni æskuljósum. Ég minnist þín, er heyri ég fagurt lag. Ég minnist þín, er sólin sendir ljóma á sundin blá um heiðan vorsins dag. Ég minnist þín, er lít ég ljós í glugga, er logar út í dimmá vetrarnótt. Ég minnist þín, er mæður börn sín hugga. Ég minnist þín í bænum mínum hljótt. Oft fannst okkur, þegar við höfðum ekki hitzt lengi, að við þyrftum að taka ærlegt símtal. Núna, þegar Jónína er farin, síma ég til hennar og veit, að Vinir Jónínu sakna hennar ég fæ samband. mjög, þá vildi hún ávallt gleðja og þeim öllum gott gjöra. Ég hef hugsað mikið til þeirra, sem hér eiga um sárast að binda, en það er vandi að vita, hvað helzt skal segja und- ir slíkum kringumstæðum, svo manni verður orðfátt. En ég veit, að ástvinum Jón- ínu er það ljóst, hvílík auðæfi það eru, að eiga slíka minningu. G. S. F. Kosningar á midstjórnarfundi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.