Dagur - 03.07.1974, Blaðsíða 2
2
Bátur seldur héSan en
ðnnar kominn í staSinn
Myndina tók Fr. Vestm. á fundi Sambands norð lenskra kvenna.
Grenivík, 1. júlí. Nýr 30 lesta
bátur kom til Grenivíkur 22.
júní og heitir hann Frosti.
Hann leysir af hólmi gamla
Frosta, 12—14 lesta bát, sem
seldur var til Akureyrar og
átti hann Þorsteinn Ágústsson
í Gröf. Nýja Frosta eiga synir
Þorsteins, Hörður og Jakob,
ásamt sonum Harðar, Þorsteini
og Sigurgeir. Báturinn er með
þorskanót og er í sínum fyrsta
róðri.
Á nótaveiðum er einnig bát-
urinn Sjöfn, hefur landað einu
sinni og kom þá með 14 tonn.
Færafiskur er tregur og lítil
vionna í frystihúsinu, annað en
við pökkun á saltfiski.
Friðuð tún voru slegin fvrir
nokkru síðan og hófst sláttur
Fréllabréf frá Náltúrulækningarfélagi Akureyrar
Á FUNDI Sambands norð-
lenskra kvenna að Löngumýri
í Skagafirði í júní 1973, rakti
Laufey Tryggvadóttir það
helsta sem gerst hafði í heilsu-
hælismálum N.L.F.A. Nú á 60
ára afmælisfundi S.N.K. sem
haldinn var að Hrafnagilsskóla
í Eyjafirði 10.—11. júní, fannst
mér við eiga að fulltrúar fundar
ins, sem voru húsfreyjur úr öll-
um sýslum Norðurlands, fengju
að heyra hvað síðan hefur áunn
ist og hvernig málin standa í
dag. Einnig sjálfsagt að birta
þessa greinargerð í fjölmiðlum,
svo allir sem vilja geti fylgst
með.
í fyrrasumar og fram eftir
vetri var unnið að sölu happ-
drættismiða á vegum Náttúru-
lækningafélags íslands. Voru
tryggir samningar um það, að
N.L.F.A. fengi helming ágóða,
sem varð kr. 7—800.000,00. Er
okkar hlutur í láni á fullum
vöxtum hjá nýbyggingunni í
Hveragerði, þar til hafin verðux
bygging hér fyrir norðan. Basar
héldum við í haust, einnig hluta
veltu. Merkjasölu og kaffisölu
9. og 10. mars sl.
Dreifibréf voru send ýmsum
félagasamtökum á Norðurlandi,
með beiðni um fjárframlög og
hafa borist mörg jákvæð svör.
Upphæð sú er nú samtals kr.
84.000,00. Sótt var um fjárveit-
ingar, bæði úr ríkissjóði og
Menningarsjóði KEA. Úr Menn
ingarsjóði fengum við í fyrra
kr. 25.000,00. Á fjárlög Alþingis
komumst við ekki og hafa þing-
menn haft við orð, að ekkert
myndi veitt fyrr en framkvæmd
ir hæfust.
Á aðalfundi N.L.F.A. í vetur
var kosin nefnd til að annast
undirbúning byggingarfram-
kvæmda. Er Ágúst Jónsson
byggingameistari íramkvæmda-
stjóri þeirrar nefndar og hefur
hann starfað ötullega að undan-
förnu.
21. maí komu tæknifræðing-
arnir Karl Ómar og Sigurður
Hermannsson norður, fóru út
að Skjaldarvík til jarðvegsrann-
sókna og er nú beðið eftir
skýrslu þeirra, varðandi besta
stað fyrir hælið. Síðan verður
gengið að þvx, að fá endanlegan
úrskurð um hvort við fáum
heita vatnið frá Laugalandi á
Þelamörk. Væntum þess að
Akureyrarbær kosti að veru-
- Frá Leikfélagi Húsavíkur
(Framhald af blaðsíðu 8)
kollar, sem raðað var upp með
ýmsu móti eftir því hvort þeir
voru notaðir sem borð, stólar
eða predikunarstóll, svo og ann-
að sem til þurfti. Töluverða at-
hygli vakti bakgrunnur leik-
sviðsins, sem Sigurður Hall-
marsson málaði og var myndun-
um varpað á sviðið með mynd-
vörpu. Tónlist með leiknum
samdi Ladislav Vojta. Höfund-
urinn og sjö hljóðfæraleikarar
úr Lúðrasveit Húsavíkur fluttu
tónlistina. Sendiherra Tékka á
íslandi og frú hans komu í
heimsókn til leikfélagsins og
horfðu á síðustu sýninguna. Að
sýningu lokinni steig sendi-
herrann upp á sviðið, þakkaði
leikfélaginu með ræðu og færði
leikurunum gjafir.
Leikarar frá Gladsaxe í
Kaupmannahöfn koma í heim-
sókn til Leikfélags Húsavíkur
um næstu mánaðarmót. Þeir
kalla sig Smedjen eða Bagsverd
Amatör Sena. í hópnum verða
24 leikarar. Þeir munu sýna tvo
einþáttunga eftir Holberg, í
Félagsheimilinu á Seltjarnar-
nesi 30. júní og á Húsavík á
þriðjudag og miðvikudag 2. og
3. júlí. Hugmyndin að heimsókn
Dananna varð til í för Húsvík-
inga til Danmerkur. Danir
koma á vegum Leikfélags Húsa-
víkur og ýmsir hafa greitt götu
þeirra, sérstaklega Dansk—ísl.-
félagið í Reykjavík, Leikfélagið
í Kópavogi, Leikfélag Keflavík-
ur og Leikfélag Seltjarnarness.
Fomxenn leikfélaganna í Kefla-
vík og Kópavogi, svo og for-
maður Dansk—ísl.-félagsins í
Reykjavík hafa veitt Leikfélagi
Húsavíkur mikla aðstoð við að
gera komu dönsku leikaranna
mögulega.
Leikfélag Reykjavíkur hefur
boðið Leikfélagi Húsavíkur af-
not af Iðnó endurgjaldslaust til
í sumar. Gert er ráð fyrir, að
sýninga á Góða dátanum Svæk
Húsvíkingar sýni tvisvar í Iðnó
í Reykjavík um 20. júlí n. k.
Leikfélag Reykjavíkur mun
með þeim hætti hafa boðið einu
leiktélagi úr hverjum lands-
fjórðungi afnot af Iðnó til sýn-
inga á leikhúsverkum, sem þau
eru með á prjónunum. Sýning-
arnar verða í sambandi við
komu Vestur-íslendinga til ís-
lands á þjóðhátíð í tilefni 1100
ára afmælis landnáms Ingólfs
Arnarsonar í Reykjavík.
Þorm. J.
legu leyti lögnina inneftir, á
þeim forsendum, að Elliheimil-
ið í Skjaldarvík geti notið
hennar.
Ef ekki reynist unnt að kom-
ast að tryggum samningum
varðandi þetta aðalatriði máls-
ins, verðum við að velja hælinu
annan stað. Nægir staðir bjóð-
ast á Norðurlandi og verður að
nýta það sem hagkvæmast
reynist.
Nýlega var fundur í N.L.F.A.
og mætti þar Árni Ásbjarnarson
forstjóri Heilsuhælisins í Hvera
gerði. Var hann spurður hvort
Náttúrulækningafélag íslands
myndi ekki styrkja að verulegu
leyti hælisbygginguna hér og
svaraði hann á þá leið, að af
ýmsum ástæðum yrði að ljúka
vissum áfanga nýju vistálmunn-
ar í Hveragerði, helst ekki
seinna en árið 1976. Eftir það
mun N.L.F.Í. einbeita sér að
hælisbyggingu hér og væri
mikið atriði að fleiri deildir
yrðu stofnaðar um landið,
byggja helst svona hæli í öllum
landsfjórðungum, sem svo yrðu
rekin undir einni yfirstjórn.
Nú verða Norðlendingar að
sameinast um að safna fé, svo
hægt verði að hefjast handa um
leið og öll gögn liggja fyrir.
Happdrætti er í undirbúningi
og fáum við helmings ágóða
eins og í fyrra. Er það okkur
stór hagur, því margfaldir mögu
leikar eru á sölu miða á Suður-
landi miðað við Norðurland.
N.L.F.A. hefur yfir að ráða
4—5 milljónum króna, og er það
vitanlega ekki nema eins og
dropi í hafið, en lífsspursmál að
nota það sem fyrst, þar sem
verðbólgan vex hröðum skref-
um, t. d. hefur byggingarefni
hækkað um 200% á tiltölulega
skömmum tíma, að ógleymdum
vinnulaunum.
Á áðurnefndum fundi Sam-
bands norðlenskra kvenna varð
ég vör við, að konur töldu það
mikinn vansa fyrir bæjarráð
Akureyrar, að hafa sett þau
skilyrði fyrir fjárframlagi, að
hælinu yrði valinn staður í Eyja
firði. Slíkar gjafir ættu að vera
óháðar öllum skilyrðum. Þeim
og öðrum sem hugsa á sama
hátt, vil ég leyfa mér að benda
á, að öll sveitarfélög og einstakl
ingar sem boðið hafa staði und-
ir hælið, hafa lofað fjárstuðn-
ingi með sömu skilyrðum.
Reykjahliðarbændur voru fyrst
ir til að bjóða land og höfðu
félög í Þingeýjarsýslu góð orð
um fjárstuðning, ef staðurinn
yrði þeginn. Sýslumaður Húna-
vatnssýslu skrifar 21/8 1972, að
velkominn sé staður að Laugar-
bakka í Miðfirði og muni sýslan
fjármagna fyrirtækið að veru-
legu leyti, ef að því ráði yrði
horfið. Sýlumaður Skagafjarðar
sýslu skrifar 2. júlí 1973. Bendir
á 3 staði þar í sýslu og heitir
fyrir hönd sýslunefndar fjár-
stuðningi, verði valinn staður i
Skagafirði.
Af þessum dæmum má sjá,
að svipuð sjónarmið gilda alls
staðar.
Flestir hafa vafalaust lesið
greinar Heimis Hannessonar
héraðsdómslögmanns um heilsu
ræktarmiðstöð. Hann heldur
því réttilega fram, að ef hægt
yrði að koma því til leiðar að
slík miðstöð yrði staðsett á
Norðurlandi, mætti engin
byggðatogstreita spilla fyrir
framgangi málsins.
Vonandi verðum við ekki svo
þröngsýn, að slík sjónarmið
eyðileggi möguleika á að koma
upp nauðsynlegri endurhæfing-
arstöð, sem örugglega lengir líf
og starfsgetu fjölda manns.
Akureyri, 21. júní 1974.
Svanhildur Þorsteinsdóttir.
svo almennt í síðustu viku af
fullum krafti. Nokkrir eru þó
ekki byrjaðir ennþá.
Vegurinn er þurr og vel
jeppafær út í Fjörður og minn-
hafi orðið fær svo snemma sum-
ast menn þess ekki, að hann
ars. Aðeins mun silungsveiði
hafa verið reynd á stöng en
ekki veiðst ennþá. Veiðileyfin
fást í Útibúi KEA á Grenivík.
P. A. i
Tvíheilagt
þann 17. júní
í Vcpnafirði
Vopnafirði, 1. júlí. Sláttur er
hafinn og laxveiðin hófst í
morgun bæði í Selá og Hofsá
og það kom strax lax á land, en
svo hef ég ekki frétt meira af
því ennþá. En lax er gengin í
Selá fyrir nokkru. Árnar eru
þaulsetnar og að ég hygg upp-
pöntuð veiðileyfin, eins og
venjulega. 1
Atvinnuvegirnir ganga allvel
og næg vinna er í kauptúninu,
enda byrjað á tíu íbúðum nú í
vor og er það meira en áður
hefur verið. í sveitinni er nokk-
uð byggt, einkum útihús og eitts
íbúðarhús.
Hákarlaveiðin varð meiri hér
á Vopnafirði en áður. Munu yfir
50 hákarlar hafa veiðst, og mun
ekki af veita til að svara eftir-
spurninni.
Grásleppuveiðin var ágæt í
vor og er það mörgum góð
tekjuaukning.
Hér var tvíheilagt 17. júní, ef
svo má segja, því að þann dag
var einnig þjóðhátíð. Fór hátíð-
in fram á Hofi, en einnig í fé-
lagsheimilinu og var hún fjöl-
sótt, og þar var að lokum stig-
inn dans.
Vopnfirðingar héldu upp á
gullbrúðkaup hreppstjórans og
konu hans 28. júní. En þau eru,
Oddný Methusalemsdóttir og
Friðrik Sigurjónsson, Ytri-Hlíð
og var þar fjölmenni. Þ. Þ.
Frá Glerárskólanum
GLERÁRSKÓLANUM var slit-
ið 29. maí sl. í skólanum voru
437 nemendur í 18 deildum, 14
á barnastigi og 4 á gagnfræða-
stigi. Þetta vor vax; í fyrsta
skipti, sem tekið er unglinga-
próf frá skólanum og luku 37
nemendur unglingaprófi.
Hæstu einkunn á unglinga-
prófi hlaut Kristján Kristjáns-
son, 9,36, sem er hæsta einkunn
við skólann.
í 6. bekkjum voru 50 nem-
endur og luku þeir allir barna-
prófi. Hæstu einkunn hlaut
Helga Jóna Sveinsdóttir, 9,16.
Sl. vetur störfuðu við skól-
ann 15 fastir kennarar og 4
stundakennarar.
Kvenfélagið Baldursbrá gaf
Glerárskólanum tvær gjafir á
liðnum vetri, 10.000 kr. til
kaupa á eftirprentunum af mál-
verkum íslenskra listmálara og
kr. 5.000 til kaupa á hljómplöt-
um. Færi ég félagskonum bestu
þakkir fyrir gjafirnar.
Mikið félagsstarf var hjá nem
endum sl. vetur og sérstaklega
í gagnfræðadeildunum. Dans-
leikir, spilakvöld og bekkjar-
kvöld voru oft tvisvar í mánuði.
Ársskemmtun skólans var hald-
in í starfsmannasal Gefjunar í
byrjun apríl og tókst með
prýði. Allur ágóði af ársskemmt
uninni og öðrum skemmtunum
gagnfræðadeildanna rann í
ferðasjóð 8. bekkja og var farið
í 4 daga ferðalag í lok maí.
6. bekkir höfðu með dans-
skemmtunum aflað sér tekna
og gátu verið sér að kostnaðar-
lausu einn dag á skíðum í Hlíð-
arfjalli.
Sl. haust var tekin í notkun
ný kennsluálma með 6 almenn-
um kennslustofum, teiknistofu
og 2 hópherbergjum. Einnig
voru handavinnustofur drengja
tilbúnar sl. haust og eru þær
útbúnar fullkomnustu kennslu-
tækjum til tré- og málmsmíði.
Þessa dagana er unnið kapp-
samlega við lóð skólans og verð
ur vonandi lokið við hana fyrir
haustið. Áætlað er að byrja á
leikfimihúsi vestan við skólann
seinna í sumar.
Vilberg Alexandersson,
skólastjóri.