Dagur - 03.07.1974, Blaðsíða 5

Dagur - 03.07.1974, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prcntverk Odds Bjömssonar h.f. Úrslif kosninganna MIKIL óvissa ríkti um úrslit kosn- inganna og meiri en oft áður vegna franrboða nýrra flokka og samein- aðra flokksbrota. En nú liggja úrslit- in fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut aukið fylgi, Framsóknarflokkurinn hélt sínu fylgi að heita mátti. Al- þýðuflokkurinn tapaði verulega, svo og Samtökin, en Alþýðubandalagið hélt vel sínum hlut. Af þeim þrenr flokkum, sem, höfðu orðið fyrir áfölli um af brotthlaupi klofningsmanna, stóð Framsóknarflokkurinn einn nokkumveginn jafnréttur og eru það meðal markverðustu tíðinda kosninganna og sýnir mikinn innri styrk flokksins. Svonefndir Möðru- vellingar, sem yfirgáfu flokkinn, urðu fyrir sárum vonbrigðum, eins og önnur flokksbrot í þessum kosn- ingum. En hin ýmsu flokksbrot, er fram komu fyrir alþingiskosningarn- ar, stuðluðu óbeint að sigri Sjálf- stæðisflokksins. En hvernig sem menn velta fyrir sér kosningatölunum, sem auðvitað em um margt fróðlegar og af má draga hinar margvíslegustu ályktan- ir, er niðurstaðan glögg: vinstri flokkarnir hlutu 30 þingsæti og stjórnarandstæðingar einnig 30. Kosningarnar færðu þjóðinni því enn meiri óvissu um framgang þjóð- málanna en áður var. ForsætisráðheiTa hefur beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt og það er á valdi forseta íslands hverj- um hann felur stjórnarmyndun. Möguleikar til stjórnarmyndunar eru talsvert margir, a. m. k. fræðileg- ir, og þegar svo er ástatt um þing- fylgi stjórnmálaflokkanna, sem nú, munu einhverjir eflaust þurfa að endurskoða þá einstrengingslegu af- stöðu til manna og flokka, sem gjam- an einkennir kosningabaráttu. Framsóknarflokkurinn hafði for- ystu fyrir vinstra samstar i síðasta kjörtímabil, og málefnalega gafst það samstarf vel, svo sem stórvirki í landhelgismálinu og byggðastefna í framkvæmd eru góð dæmi um. Flokkurinn lagði áherslu á það í kosningabaráttunni, að hann stefndi að vinstra samstarfi. Úrslit kosning- anna útiloka J>að, nema til komi stuðningur Aljiýðuflokksins. Mun sennilega á Jiað reyna í undirbún- ingi stjórnarmyndunar. Sú skylda hvílir nú á AlJjingi, að sjá Jjjóðinni fyrir starfhæfri ríkisst órn. Eflaust ræðir forseti landsins við leiðtoga stjórnmálaflokkanna og eflaust fara einnig fram viðræður milli for- manna flokka um stjórnarmyndun. Búast má við, að Jjetta allt taki nokk- urn tíma. □ Hóplækningar Viðtal við Brynjólf Ingvarsson, gcðlækni ÍSLENDINGAR hafa náð undra verðum árangri á fjölmörgum sviðum hina allra síðustu ára- tugi, baeði á sviði framkvæmda og framleiðslu, heilbrigðismála, lista og jafnvel vísinda. Þeir hafa lengst og þyngst og muna ekki lengur sult, eru vélvæddir utanhúss og innan, trúa meira á hagvöxtinn en Biblíuna og þurfa fáa að öfunda af lífsins gæðum. Þeir ganga hnarreistir meðal þjóða með gilda sjóði í vösum og fara með þá á þann stórmannlega hátt, sem þeir ein ir gera, sem eiga auðvelt með að afla fjár. Þeir berjast af hörku um neðstu sætin meðal þjóða í öllum íþróttum, en geta drukkið erlenda dára og jafnvel dáindismenn undir borð. Þjóðarmetnaður íslendinga er mikill og dugnaður þeirra svo frábær, að hann rekur fólk til að vinna 18 klukkustundir í sól- arhring til þess að afla sér hús- næðis og fylla það síðan tækj- um úr tré og málmum út úr dyrum. Ásamt óslökkvandi metnaði í því að eiga, er þorst- inn til að lifa, litlu minni, enda lifa margir langa ævi á fáum árum. Á síðari árum, tímum hinna miklu möguleika og hins linnu- lausa kapphlaups um lífsins gæði, hefur ýmislegt úr skorð- um gengið, og hin breyttu við- horf fólks til hlutanna eru með fádæmum. Eftir að menn vildu öllu öðru fremur hafna hinu vinnusama, fábreytta, einfalda og fastmótaða lífi feðranna, en tileinka sér þess í stað nýja og fjörmeiri lifnaðarhætti, hafa ýmiskonar andleg vandamál gert vart við sig. Fjöldi fólks þolir t. d. ekki álag hins ógurlega hávaða á vinnustöðum og í heimahúsum, sem nú er dýrkaður og þykir sjálfsagður úti og inni og hvar sem manneskjan er stödd. Fjöldi manns þolir ekki lengur að vera einn með sjálfum sér nokkra stund. Hópsálin er orðin áberandi einkenni nútímafólks. Múgsefjun er því orðin tiltölu- lega auðveld. Sjálfstæðri hugs- un hrakar. Taugaveiklunin tröll ríður manneskjunum í svo rík- um mæli, að segja má með nokkrum sanni, að ískyggilega stór hluti þjóðarinnar gangi fyrir pillum og sprautum, áfengi, öskurtækjum og öðrum ímynduðum læknisdómum. Það eru sennilega eins margir veru- lega taugaveiklaðir nú, og þeir voru sem sveltu í harðindum fyrri tíma. Á sveltiárunum vildu góðar þjóðir gefa íslendingum brauð. Nú er þörf á allri góðri aðstoð til að reisa hæli fyrir þúsundir drykkjumanna og geðveila ís- lendinga, sem hafa hrakist af leið í volki lífsins. í staðinn fyr- ir brauðstritið fyrrum verður þjóðin nú að koma sér upp sál- fræðingum, geðlæknum og fé- lagsráðgjöfum í stórum stíl til að sinna hinu bágstadda fólki og koma því á réttan kjöl, ann- ars ferst margt af því algerlega. En þetta er nú ef til vill of mikill hrollvekjuformáli, því að vissulega er fegurð mannlífsins mikil og hamingja margra sönn. Björtu hliðarnar eru auðvitað svo miklu meiri að öllu umfangi en þær dökku, og þær gera lífið þess vert að lifa því og fagna hvdrjum degi. í þetta sinn snúum við okkur til Brynjólfs Ingvarssonar geð- læknis á Akureyri, sem veitir forstöðu nýrri geðdeild Fjórð- ungssjúkrahússins, er opnuð var í mars sl. Þar vinna tíu Brynjóliur ingvarsson gcðlæknir. manns, margir þó aðeins í hálfu staríi. Geðdeildin er til liúsa í Álíabyggð 13, heimilisleg stofn- un. Virðist nýja geðdeildin gefa góða raun? Já, við erum bjartsýn af þeirri stuttu reynslu, sem við enn höfum. Hverskonar sjúklingar leita aðstoðar ykkar? Flestir innan þessarar sér- greinar læknisfræðinnar, nema allra veikasta fólkið, sem þarf á lokaðri vist að halda. Fíkni- efnasjúklinga höfum við heldur ekki tekið til meðferðar, vafa- samt hvort við gætum tekið þá, því að deild okkar er opin deild. Áfengissjúklingar? Margir þeir, sem þurfa á hjálp að halda vegna áfengis- notkunar og lyfjamisnotkunar hafa komið til okkar og við reynum að gera allt það fyrir þá, sem við getum. Og árangur- inn eykur okkur bjartsýni. Auk þess kemur nokkuð margt fólk á fundi til okkar og á viðræður við okkur um annarskonar vandamál sín. Sumir koma einu sinni í viku, aðrir oftar og aðrir sjaldnar. Fara þá fram trúnaðarsamtöl læknis og sjúklings? Viðtölin eru yfirleitt hópsam- töl og það er hóplækningin, sem við leggjum mesta áherslu á. Ég vona að okkur hafi tekist að skapa það nauðsynleg'a trúnað- artraust til þess að fólk tjái hug sinn til vandamálanna og geti tekið á móti þeirri hjálp og leið- beiningum, sem við getum veitt, hvort sem hjálpin kemur frá fagmanni eða leikmanni. Hvað felst í orðunum geðræn vandamál? Kannski má fyrst og fremst nefna, að þetta er það sem fólki finnst jafnan örðugt að taka til umræðu. Fólki, sem á við þann- ig vandamál að stríða, finnst það útskúfað úr samfélaginu og óttast samfélagið. Fyrir mér er þetta nánast eins og botnlanga- bólga eða hjartakveisa, sem þarf að lækna og er hægt að lækna og fólk á sannarlega jafn- mikinn rétt á því að fá lækn- ing'u á geðrænum sjúkdómum eins og þeim líkamlegu. Stafa andlcgir sjúkdómar ekki oft af þeim Iíkamlegu? Jú, bæði því og fleiru og er þetta einstaklingsbundið. En á síðari árum beinist athygli manna meira og meira að því, að leita orsakanna aftur í tím- ann, jafnvel til atburða frá frum bernsku. Þegar menn á barns- eða unglingsárum verða fyrir einhverskonar áföllum, geta þau átt þátt í andlegri vanheilsu síðar á ævinni, þegar maðurinn verður fyrir einhverjum áföll- um og þarf á öllu sínu þreki að halda. Hið fyrra áfall, stundum jafnvel fleiri en eitt, hefur aldrei læknast að fullu og við- st vel komandi þolir ekki ný skakka- föll. Þá má minna á beinar or- sakir í sjálfu þjóðlífinu, þar sem tíðarandinn hrindir mörgum í ógæfu. Má þar nefna áfengis- vandann, sem ekki var til á bannárunum. Kannski snýst þetta við, ef almenningur vill taka nýja afstöðu til áfengis- málanna. En tískan er sterk. Unglingar drekka til dæmis mikið vegna þess, að þeir halda að það sé fínt og viðeigandi að drekka áfengi . af því að full- orðnir gera það. Koma ekki sálfræðingar að góðum notum við lækningar geðveikra? Því miður höfum við ekki sál fræðing eða félagsráðgjafa enn- þá á okkar deild, en við eigum mikið af fólki með heilbrigða skynsemi og góða dómgreind, sem getur hjálpað ótrúlega mik ið, þegar vandamálið hefur ver- ið lagt fyrir og aðstoðar er leit- að. En ef við stefnum að lausn geðrænna vandamála, held ég að samstarf margra sé lykilorð- ið. Ég held að hingað til hafi því sem gerist í sjúkrahúsum og svo aftur úti í þjóðlífinu, verið haldið urn of sundurgreindu. Þarna þurfa að vera mikil tengsl og náin samvinna. Hvaða geðrænir sjúkdómar eru algengastir lijá okkur? Tölur um þetta efni eru breytilegar og ég veit ekki ná- kvæmlega hvernig þetta verður best flokkað. En taugaveiklun í víðtækustu merkingu þess orðs er mjög algeng og lýsir sér á margan hátt. Ég tek sem dæmi, að taugaveiklað fólk leitar til heimilislækna og herjar út töfl- ur við verkjum hér og hvar í líkamanum og vanlíðan. Þá leit- ar taugaveiklað fólk oft skemmtistaðanna og ætlar að gera sér dagamun með brenni- víni. Það er algengt að fólk álíti þetta lykilinn að lausninni, en innan skamms er það orðið ánetjað áfenginu og hefur þá við tvöfaldan vanda að fást. Streitan er orðið mikið tísku- orð og gerist víst ekki að gamni sínu? Lífsþægindakapphlaupið, ef . maður á ekki að segja lífsþæg- indagræðgin, er mikil í okkar þjóðfélagi og þreytan og spenn- an, sem þessu fylgir eyk- ur auðvitað störf okkar, geð- læknanna og annarra, er fást við skyld verkefni. Allt of marg ir temja sér óheppilega lifnaðar- Hluti af starfs- og vistfólki. Frá vinstri: Sólveig, Páll, Brynjólfur og Kristín. (Ljósm.: Fr. V.) 5 hætti, sem byggist á afvega- leiddu verðmætamati. Margir hafa um þetta mál fjallað og án þess að komast að niðurstöðu. í þessu sambandi dettur mér í hug, og tel til fyrirmyndar, að Kínverjar senda alla sína há- skólamenn öðru hverju út á lapdsbyggðina til að vinna hin algengu líkamlegu störf. Þetta stuðlar að réttara mati verðmætanna en við höfum. Hinir menntuðu og leiðandi menn öðlast dýpri skilning á kjörum fólksins og mikilvægi hinna ýmsu starfsgreina, en annars væri. Og þetta kennir e. t. v. einnig að meta einfald- leik hlutanna, og að þar megi ekki síður finna hamingjuna, sem allir þrá, en í hinu flókna og litskrúðuga tæknialdarlífi, sem menn sækjast svo fast eftir, að þeir hætta andlegri heilsu sinni. Hamingjan hcfur aldrei vcrið fólgin í yfirhlöðnum einkennum auðsældar? Hún býr hvorki í gyllinæða- sófum eða steriótækjum Sífelld- ur hávaði á vinnustöðum, meira að segja þarflaus hávaði og hávaðinn í heimahúsum er eng- inn heilsugjafi. Menn unna sér jafnvel alls ekki fullrar hvíldar og svefnfriðar um nætur vegna skarkala og svo einnig ýmiskon- ar skemmtana á síðkvöldum. í fjölbýlishúsum virðist einn óró- legur maður eða ein fjölskylda hafa meiri rétt til þess að vaka og dýrka hávaðann en margar fjölskyldur að njóta svefnfriðar og hvíldar. Menn verða að gæta þess að láta ekki glingrið ná valdi yfir sér. í sumum íbúðum fólks er svo mikið af dauðum hlutum, sem þarf að gæta, lag- færa, færa til og dekra við, að líf sumra gengur út á það, að þræla sér út fyrir þessa hluti. Fyrsta steininn tók • • Agúst í Oskjugíg Hið einfalda líf er oftast heil- brigðara líf, segir Brynjólfur Ingvarsson að lokum og þakkar blaðið viðtalið, með óskum um, að geðdeildin sem hann stjórnar megi verða sem flestum að góð- um notum. E. D. ALLIR þeir, sem unna náttúru landsins og reyna að njóta henn ar með gönguferðum um ná- grenni sitt eða lengri ferðalög- um um landið, þurfa að kunna einhver skil á hinum ýmsu þáttum hennar, dauðum eða lif- andi, og til þess þarf ekki lærða náttúrufræðinga, heldur opinn huga og athugul augu og eyru. Hvarvetna er margt að skoða, nánast hvar sem farið er. Er þar fyrst að nefna gróðurinn í fjölbreytni tegunda og lita, steina, kletta og hinar margvís- legu jarðmyndanir. En gróður og jarðsögu lesa náttúrufræð- ingar sem opna bók. Meðfram sjónum er allt iðandi af lífi. Hvar sem gengið er um gróið land er heimur hinna smærri dýra. Þá er fuglalífið forvitni- leg sérgrein, sem mörgum veit- ir yndisstundir. Einhvers af þessu geta flestir notið meira eða minna, ásamt því að virða fyrir’ sér byggðir og óbyggðir. Ágúst Jónsson bygginga- meistari á Akureyri, aldraður maður orðinn og hættur að smíða, hefur á síðari árum ferð- azt mikið um landið á hverju sumri, safnað sjaldgæfum stein- um og tekið mikið af myndum. Hann stundaði lengi lax- og silungsveiðar en hefur nú hafn- að þeirri skemmtilegu íþrótt til að geta helgað sig betur hvers- konar náttúruskoðun. Hann á mikið safn steina og mynda og fékk ég tækifæri til að skoða það á heimili hans, Reynivöllum 6, fyrr á þessu ári. Fyrst varð fyrir mér í steina- herberginu hans safn stein- gervinga, sem flestir eru teknir í Lambafelli í Glerárdal, grafn- ir þar úr skriðum og jarðfræð- INGVAR GÍSLASON ALÞINGISMAÐUR AÐ LOKNUM KOSNINGUM AÐ mínum dómi vann Fram- sóknarflokkurinn varnarsigur í þessum kosningum, ekki síst í Norðurlandskjördæmi eystra. Flokkurinn hélt þingmannatölu sinni óbreyttri, og ekki munar meira, hvað snertir hlutfalls- legt fylgi en svo, að það sem á vantaði má vinna upp við ann- að tækifæri. Þrátt fyrir góða málefnalega stöðu, átti Framsóknarflokkur- inn við nokkur innri vandamál að stríða, sem óneitanlega dró ingar segja margra milljóna ára gamla, og þótt þeir séu alger- lega steinrunnir, þurrir og harð- ari en grjót, bera þeir enn glögg merki viðarins, sem þeir eitt sinn voru og árhringirnir koma vel í ljós þegar þeir eru hreins- aðir, fægðir og slípaðir. En fyrsta steininn tók Ágúst niðri í Oskjugýg eftir síðasta gosið þar og voru þeir Eðvarð Sigurgeirsson ljósmyndari og fleiri þar. Á kvikmynd var æskilegt að einhver væri á ferð- inni í gýgnum og' fór Ágúst þarna niður, þótt ekki muni það hafa , verið mjög fýsilegt. Þar varð fyrir honum einkennilegur steinn og hann greip stein þenn- an með sér, fyrsta steininn í safninu. Síðan hefur hann farið víða um landið, og' þá jafnan haft opin augu fyrir sjaldgæf- um eða sérkennilegum stein- um. Eftir vinnutíma á vetrum eru þessir steinar svo teknir fram og hreinsaðir, bækur tekn- ar fram til að greina þá eftir, og fræðast um myndun þeirra. - Næsta skrefið var svo að koma sér upp sög til að skera steina þessa sundur og slípa þá, Hinar þunnu steinflögur, allt niður í eins millimeters þykkt, Úr steinasai'ninu. N emendasamband Ingvar Gíslason. úr slagkraftinum að þessu sinni. En flokkurinn er nú sem fyrr sterkt stjórnmálaafl, sem á mik- ið traust meðal íslensku þjóðar- innar. Á því hefur ekki orðið breyting, að flokkurinn er aðal- stjórnmálaafl landsbyggðarinn- ar og á öruggu fylgi að fagna meðal þjóðlegs félagshyggju- fólks í kaupstöðum. Verulegar breytingar hafa orðið á þingmannaliði eftir þess ar kosningar. Nær sú breyting mjög til Norðurlandskjördæmis eystra. Gísli heitinn Guðmunds- son lést á kjörtímabilinu, og Jónas Jónsson frá Ystafelli, sem tók við sæti hans, hefur látið af þingmannsstörfum. Björn Jóns- son og Magnús Jónsson hverfa einnig af þingi. Samstarf mitt við alla þessa menn var langt og gott og verður mér minnis- stætt. í stað þessara mætu þing- manna bætast nýir menn, sem ég býð velkomna í hópinn. Vona ég, að samstarfið innan hins nýja þingmannahóps verði gott, þrátt fyrir mismunandi sjónar- mið, sem ekki verður hjá kom- ist að ríki á pólitískum vett- vangi. HINN 6. júní sl. var haldinn stofnfundur Nemendasambands Menntaskólans á Akureyri. Fundurinn var haldinn á Hótel Esju í Reykjavík og var boðað til hans af hálfu þeirra stúdenta árganga, sem samkvæmt venju halda stúdentsafmæli sín hátíð- leg á Akureyri í ár og færa skól anum gjafir og kveðjur. Þessir árgangar eru þeir, sem urðu 40, 25 og 10 ára hinn 17. júní sl., en svo sem kunnugt er heldur Menntaskólinn á Akureyri enn- þá þeim gamla og góða sið að brautskrá stúdenta 17. júní. Á stoínfundi nemendasam- bandsins var mikill fjöldi fyrr- verandi nemenda skólans eða um 100 manns og var þar ríkj- andi mikill áhugi um stofnun sambandsins. Markmið þess er að treysta eftir íöngum tengsl brottskráðra nemenda við sinn gamla skóla, stuðla að auknum kynnum „norðanmanna“ og bæta aðstöðu nemenda í Menntaskólanum á Akureyri til félags- og tómstundastarfa með gjöfum og fjárframlögum. Fundarstjóri á stofnfundinum var Vilhjálmur G. Skúlason, prófessor, og fundarritari Páll Þórðarson, lögiræðingur. í fyrstu stjóm sambandsins voru kjörnir: Runólfur Þórar- insson, stjórnarráðsfulltrúi, for- maður, Gunnar Eydal, lögfræð- ingur, ritari, Vilhjálmur G. Skúlason, prófessar, gjaldkeri, Ragna Jónsdóttir, kennari og Jakob Hafstein, framkvæmda- stjóri. Varamenn í stjórn voru kjörnir Sverrir Páll Erlendsson, stúdent, Björn Þ. Guðmunds- son, borgardómari, og Auður Torfadóttir, fulltrúi. (F réttatilky nning ) Ágúst Jónsson. eru margar gæddar hinum einkennilegustu litum og hreint augnayndi. Þá hefur Ágúst slíp- að litla steina, sem sóma sér vel sem kvennaskraut og er líklegt að einhverjar konur beri þá á brjósti sér, en það er dauður maður, sem ekki hefur fengið áhuga á steinum eftir að hafa dvalið í steinaherberginu hans Ágústar um stund og skoðað safnið undir leiðsögn hans, og virt fyrir sér myndirnar hans. Eflaust má gera marga berg- kristalla í safninu mjög verð- mæta með því að búa til úr þeim skrautmuni og ametist- steinarnir eru sem kjörnir til skrauts. Þeir eru fjólubláir á litinn og sérkennilegir. Jaspisar eru í ýmsum litum, en nöfn og bergfræðilegar skýringar eru öðrum tiltækari. Fyrir nokkrum árum voru til sýnis hér í Náttúrugripasafninu ýmsar fagrar og furðulegar bergtegundir, sem Jóhann Brynjólfsson, Oddagötu 3, safn- aði. En hann er mikill steina- safnari og eldri í hettunni á því sviði. Steingervingar í eigu Ágústar Jónssonar, steinasafnið hans og litmyndirnar frá hinum ólíkustu -stöðum á Norður-, Vestur- og Austurlandi, er allt til þess fall- ið að glæða áhuga á fegurð og fyrirbærum í ríki náttúrunnar. Myndi eflaust vera ávinningur að því fyrir æsku skólanna, að kynnast söfnum sem þessum og þeim áhuga náttúruskoðarans, sem helgað hefur tómstundir sínar þessu skemmtilega og fræðandi starfi. E. D. Ilér cru nokkrar hillur með litfögrmn steinum og summn sjaldgæfum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.