Dagur - 08.08.1974, Blaðsíða 2
2
Talið írá vinsíri: Halldór Haraldsson, William Grubb, Guðný Guð-
mundsdóttir og Guillermo Figueroa. (Studio Guðmundar)
MIÐVIKUDAGINN 7. ágúst
hefst tónleikaferð fjögurra
ungra tónlistarmanna víðs veg-
ar um landið á vegum Mennta-
málaráðs. ÍSAMER ’74 stofnuðu
þau Guðný Guðmundsdóttir,
fiðluleikari, Halldór Haralds-
son, píanóleikari, Guillermo
Figueroa, fiðlu- og víóluleikari
frá Puerto Rico og William
Grubb, cellóleikari frá Banda-
ríkjunum. Þeir Guillermo og
William hafa undanfarin ár
stundað nám ásamt Guðnýju
við Juilliard-tónlistarskólann í
New York.
Verkin, sem leikin verða, eru
píanókvartettar eftir Mozart,
Copiand og Brahms, stroktríó
eftir Dohnanyi og Beethoven og
píanótríóið eftir Ravel. Að sjálf-
sögðu mundi þetta neegja til að
fylla tvenna tónleika og því
verður uimt að velja hverju
sinni hvað leikið verður á.hyerj
um stað. Einnig er möguleiki á,
að leikin verði léttari tónlist inn
á milli verka. ÍSAMER ’74 mun
hefja ferð sína með tónleikum
í Vestmannaeyjum þann 7.
ágúst. Næstu tónleikar þar á
eftir verða að Mývatni þann 11.,
Húsavík 13., Akureyri 15. og
Akranesi 18. ágúst. Listafólkið
mun ljúka þessari ferð sinni um
landið með tónleikum á ísafirði
og Bolungarvík í september.
Auk þessa mun ÍSAMER ’74
halda tvenna tónleika í Reykja-
vík, þá fyrri á vegum Tónlistar-
félagsins og þá síðari á vegum
Kammermúsikklubbsins. Að
NÝLEGA útskrifaðist ungur
Akureyringur, Sigurður Þor-
geirsson, í ljósmyndun og kvik-
myndatöku frá Ealing School of
Art and Photography í London,
sem talinn er einn af fremstu
lista- og ljósmyndaskólum í
Bretlandi. Hlaut hann eina af
hæstu einkunnum skólans og
inngöngu í „The Royal Photo-
graphic Society of Great
Britain.“
Sigurður hefur tekið þátt í
4 ljósmyndasýningum í London,
og vann 1. verðlaun í Portfolio
samkeppni blaðsins Practical
Photography, auk þess sem sum
ar mynda hans hafa birst í ensk
um blöðum.
í sumar verður Sigurður á
Akureyri við auglýsingaljós-
myndun og tekur einnig að sér
almenna andlitsljósmyndun, en
í haust mun hann halda til
Frakklands þar sem hann hefur
fengið atvinnutilboð.
SMÁTT & STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8)
SKÖRIN FÆRIST UPP í
BEKKINN
En það er víðar en á íslandi,
sem ný stjórnmálasamtök eru
stofnuð, því víða í Evrópu hafa
nýir flokkar sett svip á stjóm-
málabaráttuna á síðustu misser-
um og er nærtækast að nefna
Danmörku í því sambandi. En
sunnar í álfunni færist skörin
upp í bekkinn, að því er mörg-
um þykir, því að á ítalíu hinni
sólríku og fögru hafa atvinnu-
gleðikonur, er áður höfðu sín
stéttarfélög, stofnað nýjan
stjórnmálaflokk og þykir ekki
ósennilegt, að innan tíðar muni
einhverjir fulltrúar þeirra þurfa
að sinna löggjafarstörfum þar í
landi.
LOKAÐ OG LÆST
Yfirvöldin sýndu þann myndar-
skap að loka áfengisútsölu fram
yfir þjóðhátíð á Þingvöllum.
Hið sama var gert 1930 og þótti
hin ágætasta ákvörðun. Ýmsum
fannst þó, að reynslan af hinuni
mörgu héraðs-þjóðliátiðum, sem
haldnar hafa verið víða um land
í sumar fyrir Iokun, væri sú, að
allsherjar lokun áfengisbúða
hafi verið óþörf. Eldti er þó að
þessu fundið, síður en svo. En
umliugsunarvert er það, að all-
ar þjóðliátíðir Iandsins skyldu
vera þurrar hátíðir, og þakkar-
vert er það einnig.
PRESTURINN TALAR
Þótt prestar þyki oftast slétt-
orðir, kveður við annan tón hjá
Árelíusi Níelssyni í Vísi fyrir
skemmstu. Hann ræðir um
áfengismál og bendir þar á, að
varla væri nokkur íslendingur
í fangelsi ef ekki væri brenni-
vínsþambið. Allir helstu glæpir
eru framdir í ölæði, segir hann,
allt frá innbrotum til morða, og
stundum af úrvalsfólki, ef vit
þess hefði fengið að ráða. Og
hann bætir við: Kvenfólk þenur
sig við drykkju á börum öldur-
liúsanna, ungmenni öskra full á
hverju götuhorni um helgar,
jafnvel skólabörn innan við
fermingu. Hvað höfum við yfir-
leitt að gera með sjálfstæði og
landhelgi, ef við glötum okkar
eigin viti, í okkar eigin landi?
Séra Árelíus endar grein sína
með þessum orðum: Krefjumst
þess af sjálfum okkur að varð-
veita vitið og þeim, sem stjórna,
að veita til þess vernd og styrk
framsýnnar forystu.
Könnun s opinberum aðgsrðom wBifrejðt
KOMIN er út í bókarformi
skýrsla um áhrif opinberra að-
gerða á atvinnulífið á árunum
1950 til 1970. Skýrsla þessi er
gefin út af Félagi íslenskra iðn-
rekenda og Landssambandi iðn-
aðarmanna, og unnin af Hag-
vangi h.f., undir yfirumsjón
Sigurðar R. Helgasonar, hag-
fræðings. Bókin er 470 síður og
hefur verið safnað þar saman
miklum upplýsingum, sem áður
voru ekki aðgengilegar á einum
stað.
í niðurstöðum bókarinnar
kemur fram að hið opinbera
hefur mikinn fjölda tækja til að
hafa áhrif á atvinnulífið og að
naumast hefur nokkru þeirra
lokum skal þess getið, að
ÍSAMER ’74 mun halda kammer
músikkynningu í Menningar-
stofnun Bandaríkjanna, en hún
hefur greitt fyrir listafólkinu á
ýmsa lund.
Menntamálaráð.
- GÓÐAR HEIMTUR
(Framhald af blaðsíðu 1)
Mun hin lága kjötverð í landinu
hafa veruleg áhrif á laxverðið.
Þá sagði veiðimálastjóri, að
endurheimtur laxa í Laxeldis-
stöð ríkisins væru mjög góðar
og hefðu 1600 laxar gengið upp
í stöðina í sumar, ennfremur
gæfu endurheimturnar margs-
konar markverðar upplýsingar,
vegna aukinna merkinga og fjöl
breyttari ræktunaraðferða. □
Keflavíkursjónvarp
SJÓNVARPSSTÖÐ varnarliðs-
ins á Keflavíkurflugvelli verður
lokað innan skamms, sam-
kvæmt opinberum heimildum.
En um þessa sjónvarpsstöð hef-
ur verið eytt mikilli prentsvertu
undanfarin ár. En þessi sjón-
varpsstöð hefur lengi haft meiri
styrk en til var ætlast og hafa
því Reykvíkingar getað fylgst
með útsendu efni hennar og
fleiri nágrannar stöðvarinnar.
Nú á að setja upp aðra stöð,
sem nægja á varnarliðinu, án
þess að raska ró hinna þjóðlegu
íslendinga. □
Skemmtanir
Eldri dansa klúbburinn
heldur dansleik í Al-
þýðulnisinu laugardag-
inn 10. ágúst.
Húsið opnað kl. 21.
Miðasala við inngang-
inn.
tækja verið beitt, að sjávarút-
vegur og landbúnaður hafi ekki
notið þar meira en aðrir at-
vinnuvegir. Segir í niðurstöð-
unum að sjávarútvegur og land
búnaður hafi allt tímabilið verið
forgangsatvinnuvegir, gagnvart
hinu opinbera.
Þá segir í niðurstöðunum að
dregið hafi úr beinum afskipt-
um hins opinbera á tímabilinu,
sem hafi orðið til hagsbóta fyrir
þá, sem ekki hafa notið for-
gangs. Bent er á að hlutur iðn-
aðar sé verri en annarra fram-
leiðsluatvinnuvega, sérstaklega
hvað viðkemur lánsfjármálum.
Stór hluti lánsfjár fer nú beint
til sjávarútvegs og landbúnaðar
um stofnlánasjóði, og sem af-
urðalán og rekstrarlán. Bent er
á að hlutur iðnaðar hafi farið
batnandi á síðari hluta tíma-
bilsins, enda hafi skilningur á
gildi hans og vaxandi hlutverki
í þjóðarbúskapnum farið mjög
vaxandi.
Þar sem bókin er unnin sem
vísindarit, er ekki lagður dómur
á hvort opinberar aðgerðir hafi
verið réttar eða rangar, heldur
leitast við að sýna aðeins hverj-
ar þær hafa verið og hver áhrif
þeirra hafa verið.
Bókin er í 8 köflum og margir
unnið að gerð hennar. Hún fæst
í bókabúðum og kostar 1.170
krónur.
ímislegt
Vegna flutnings verður
símanúmer mitt eftir-
leiðis 2-21-62.
Eggert Davíðsson frá
Möðruvöllum.
Veiðileyfi!
Örfáar laxa- og silunga-
stengur eru lausar á A-
deildarsvæði Skjálfanda-
fljóts.
Sala veiðileyfa og nán-
ari upplýsingar í
Sportvöruverslun
Brynjólfs Sveinssonar
sími 1-15-80.
Til sölu SKODA 100
árgerð 1970.
Uppl. í símum 1-14-83
eða 1-11-67.
Til sölu Ford Cortina
árgerð 1971.
FORD-umboðið
Bílasalan h. f.
Strandgötu 53,
sími 2-16-66.
Til sölu FÍAT 850
special með nýujrptek-
inni vél.
Uppl. í síma 2-26-15.
SKODA 1202 til sölu.
í góðu lagi. Selst ódýrt.
Uppl. í síma 1-17-77.
Til sölu bifreið,
7-manna Volkswagen
rúgbrauð, ekin 48 þús-
und mílur.
Ný dekk og í góðu lagi.
Verð kr. 180.000.
Uppl. í Byggðaveg 122
kl. 17 á föstudaginn.
Til sölu Volkswagen
1300 árg. ’67 í varahluti.
Uppl. í síma 2-27-38
eftir kl. 5.
Tilboð óskast í mjólkur-
flutningabifreiðina
A-818, Volvo, árg. 1967,
burðarþol 8 tonn og
A-252 Mercedes Benz
árg. 1969, burðarþol
9 tonn.
Tilboð sendist til
Sveinbjarnar Halldórs-
sonar Hrísum, sein gef-
ur nánari upplýsingar.
Sími um Saurbæ.
AUGLYSIÐ I DEGI
íbúðir fil sölu
Til sölri er góð fjögra herbergja íbúð við Skarðs-
lillð.
Einnig þriggja herbergja íbúð á 1. hæð við sömu
götu.
FASTEIGNASALAN H.F., Hafnarstræti 101.
Sími 2-18-78. Opið kl. 5-7 síðd.
Stjórnin.
Fæst í kaupfélagiiiu
Frá Félagsmálasfofnun
Akureyrar
Athygli skal vakin á því, að Félagsmálastofnunin
er flutt í Geislágötu 5, 3. hæð (Búnaðarbanka-
húsið). Símasamband við stofnunina er þó enn í
gegnum síma bæjarskrifstofanna, 2-10-00.
Viðtalstímar starfsmanna eru sem hér segir:
Hreinn Pálsson félagsmálastjóri kl. 10—12
Björn Þórleifsson félagsráðgjafi kl. 10—12
Stefán Sveinsson fulltrúi kl. 13—16
FÉLAGSMÁLASTJÓRI.