Dagur - 08.08.1974, Blaðsíða 8

Dagur - 08.08.1974, Blaðsíða 8
Akureyri, fimmtudaginn 8. ágúst 1974 ASAH! GL)LL3WIIÐ|3 ; ; PENTAX B sjónaukarnir (f M \sIGTBYGGUB' komnir. IP^pétur f AKUREYRI , 4 Barnaíeikvöllur í Innbænum. Ljósm.: E. D.) Grenivík, 6. ágúst. Fiskirí er tregt á snurvoð og nótina og eru menn hættir með nót. Færa fiskur reytist dálítið en erfitt liefur verið á færi vegna ókyrrð ar hér utan við. Þar af leiðandi höfum við fengið fisk frá Út- gerðarfélagi Akureyringa h.f. og hefur það bjargað atvinnu í frystihúsinu. Alls höfum við íengið 146 tonn frá Ú. A., þar af 80 tonn í júnímánuði. En frá áramótum hefur Frystihúsið Kaldbakur tekið á móti 1135 tonnum fiskjar. Heyskap er víða lokið og á öðrum stöðum að verða lokið. Hey eru heldur minni en búist var við, bæði vegna kals og þurrka. Minkabani okkar, Friðrik Ey- fjörð, sem hefur tvo hunda, l^yssu og boga, hefur drepið 48 dýr, síðast þrjú í varnargarðin- um hér við höfnina, núna um helgina. Af þessum dýrum voru 15 drepin úti í Fjörðum. Þrjú tófugreni hafa fitndist og unn- ust 11 dýr. Tvo grenin voru á Látraströnd en eitt í Gæsadal. Reiknað er með, að tankflutn- ingar á mjólk hefjist hér í sveit um miðjan þennan mánuð og hafa bændur keppst við að und- irbúa þá, setja niður mjólkur- tanka, breytt og endurbætt mjólkurhús sín og gert aðrar nauðsynlegar ráðstafánir vegna þessara breytinga. Þá hættir mjólkurbíllinn að ganga, sá þarfi þjónn eins og hann var. Mun nú erfiðara en áður með ýmsar útréttingar, sem mjólkur bilstjórar önnuðust áður. Við höfum átt marga góða Bjössa á mjólkurbílnum, sem hafa verið betri en ekki við hverskonar fyrirgreiðslur. Tveir eða þrír bændur munu við þessi þátta- skil hætta mjólkurframleiðslu og snúa sér að sauðfjárbúskapn uin. Þessi þróun er þó ekki ný, því að mjólkuríramleiðendur eru aðeins 10 í sveitinni, eða minnihlutinn. Hinir búa með sauðfé og kartöflur. Krækiberjaspretta v i r ð i s t mjög mikil en bláber og aðal- bláber sjást naumast, vegna frostanna í vor. Kaupamaður einn hér í sveit, datt nýlega af hestbaki og slas- aðist illa. Hann er í sjúkrahúsi á Akureyri og er nú á góðum batavegi. P. A. Hr ísey, 6. ágúst. Eyjan varð næstum mannlaus um verslun- armannahelgiria því að fólk fór burt í síórum hópum til að ferð- ast og skemmta sér. Og frysti- húsiö var lokað hjá okkur frá því á miðvikudag, til þess að sjóménnirnir fengju'líka sitt frí, sem þeir þurfa að fá eins og: aðrir. En nú er búið að opna og tekið á móti fiski þegar hann berst. Ekki eru allir komnir heim ennþá, en þó flestir og atmnnulífið fer á ný í sinn fyrri farveg. Hér í Hrísey er unnið af- kappi við fjósbyggingu og fleira viðkómandi nýju naútastöðinn'f Segja má, að aflabrögð hafi verið fremur léleg í sumar. Sjó- menn munu enn stunda veiðar með handfæri, áður en þeir taka snurvoðina. Krækiberjasprettan er að verða góð og aldrei hef ég áður íuiidið hér jafn vel þroskuð krækibér í júlílok og nú í sumar. Mannlífið gengur annars sinn vanagang og þó tæplega það, og þar á ég við, að barnsfæðingar eru ekki farnar að þekkjast hér og það er alltof mikil deyfð, finnst mér. Unga fólkið verður að sjá, að þetta dugar ekki og stefnir að fækkun. Það verður að taka sig á í þessu efni, því að þetta getur ekki gengið. S. F. SMÁTT & STÓRT IIJÁLPARGREIN , • hímda. .Þeiiyhlaupa sjálfir, gelta IjANDBÚNAÐAKINS- -• - rog. húa og vinna sjálfir ýniis þau störf, sem fjárbændur annarra > landa láta fjáriiunda sína gera. Það er fyrst nú, á allra síðustu árum, að áhugi manna er að vakna í þessu efni. Það ætti að vera vettvangur Búnaðarfélags íslands, Búnaðarþings og ráðu- nautanna, en þó fyrst og fremst bændanna • sjálfra, að reyna að breyta til og bæta úr þessu. Bæiuhu' eiga ekki að sætta sig við að yinna þau verk, sem í-öðrum löndum eru hund- um ætluð. Steinþór Iíeigason. Einar Hannesson ritar fróðlega grein í Frey um veiðimál. á vestanverðu Norðurlandi eða í Skagafjarðarsýslu, Húnavatns- sýslum og Strandasýslu. Þar segir, að um 60 silungs- og göngusilungsár séu á þessu svæði og 226 stöðuvötn, yfir 300 metra á breidd. Hann lýsir nán- ar ám, vötnum, vatnsmagni og vatnasvæðum, og telur, að heild artekjur af veiði í þessum vötn- um og ám sé um 20 milljónir króna á ári, en að þessi hlunn- indi ættu að geta gefið 36 millj- ónir. Bein og óbein verðmæta- myndun þessara hlunninda tel- ur greinarhöfundur geta orðið * allt að 100 milljónum króna. ÞAÐ, SEM GERA ÞARF Til þess að ná því marki þarf að gera fiskvegi um hindranir ánna, miðla vatni, sleppa göngu seiðum í árnar, bæði laxa og silunga, og setja silungaseiði í fisklaus vötn. í þessari grein, sem hér er að- eins vikið að, eru upplýsingar og ábendingar, sem víðar eiga við en á nefndu svæði, og er hún því bin fróðiegasta og upp- örvandi lestur, varðandi þessa hjálpargrein landbúnaðarins, sem að vísu er og hefur verið mikils metin, en býr yfir nær óþrjótandi möguleikum. SMALAÐI ALLAN DALINN I sama hefti Freys ritar Sveinn Einarsson nokkur orð um hunda. Segir hann þar frá at- viki frá Kleifum í Dalasýslu, en þar eru fjárhundar góðir af skosku kyni. Jóhannes Stefáns- son bóndi þar, sagði við Svein: Ilefur ]>ú nokkurntíma séð góð- an fjárliund smala hcilar fjalls- hlíðar og dali einsamlan, svona eftir því sem maður segir lion- um að maður vilji láta reka féð? Nei, ekki hafði Sveinn séð það. Komdu þá með mér gandi, sagði bóndi við svartbotnóttan smaíahund. Þeir fóru svo í smalamennskuna. Þar sem henta þótíi, gaf bóndi hundin- mn fyrirsk-panir og hann þaut af stað og gerði nákvæmlega það, sem íyrir hann var iagt. Hann smalaði allan dalinn. ÓVIÐEIGANDI Það verður að teljast mjög óvið- eigantíi, að fjárbændur, sem svo áliugasaœir hafa verið um fjárr rtekí alla og kynbætur, ciga fæstir nothæfá smala- eða fjár- FRÁ því blaðið kom síðast út hafa þessir togarar landað á Akureyri, samkvæmt upplýs- ingum skrifstofu Ú. A. á þriðju- dag: Svalbakur gamli landaði 190 tonnum 1. ágúst. Sólbakur landaði 3. ágúst 217 tonnum. Svalbakur nýi landar ca. 190 tonnum í dag. Unnið var af fullum krafti í Hraðfrystihúsi Ú. A. alla hina löngu helgi. Stöðugt vantar fólk til starfa, bæði konur og karla. UTGÁ^AN Fagrahlíð á Akur- eyri (Jóhannes Oli Sæmunds- son) hefur gefið út nýtt leikrit eftir Akureyring. Nefnir höfund ur sig Eystein unga og tileinkar hann fyrstu íbúum landsins, Pöpunum, þetta leikrit sitt. En leikritiö nelnir hann Sögu og er það í fjórum þáttum. Tilefnið er auðvitað þjóðhátíðarárið. Prentsmiðja Björns Jónsson- ar ó Akureyri annaðist prentun, en Halldór Pétursson gerði teikningai. Útgefandi segir á bókarkápu: Á því herrans ári 1974 halda íslendingar miklar hátíðir um allt land og eina aðalhátíð á Þingvöllum við Öxará til að minnast. ellefu alda búsetu í landi sínu. Að litlu ér þá getið þeirra manna, sem öldum sam- an bjuggu á landi hér fyrir hina svokölluðu landnámstíð, Pap- anna, sem lifðu fyrir trúna á almáttugan Guð og þá hugsjón að hér mætti þrífast vopnlaust þjóðfélag. Bókin er prentuð í mjög litlu upplagi. Þess skal svo að lokum getið- um höíundinn, að hann hefur áður fengist við ritstörf og heit- ir réttu nafni Steinþór Helga- son. □ „HIÐ NÝJA STJORN- r, . MÁLAAFI/- • Eitt áf slagorðum manna. sem á síðustu árum hafa verið að bjóstra við myndun nýrra flokka, er „nýtt stjórnmálaafl í íslenskum stjórnmálum“ eins og þeir orða það. Og þetta „nýja stjórnmálaafl“ er skreytt með sameiningarhjalinu, sem allir kannast við. Menn, sem kljúfa flokka og stofna nýja, segjast alltaf vera að sameina fólkið! f málgagni Framsóknarmanna á Austurlandi eru þessir nýju menn nefndir „umhlaupandi strákar.“ Hvort sem það er nú við hæfi, er svo mikið víst, að fólk í Austurlandskjördæmi hafnaði þeim. (Framhald á blaðsíðu 2) NÍXON í KLÍPU FRÉTTASTOFNANIR hafa dag lega miðlað fróðleik um Water- gatemálið og Nixon Bandaríkja- forseta. Virðist þar hafa verið af nægu að taka og hafa íslend- ingar ekki farið varhluta af fréttunum. Forsetinn hefur loks viðurkennt, þvert gegn fyrri yfirlýsingum sínum, að hann hafi vitað um hið umrædda .mál fáum dögum eftir Watergate- innbrotið. Þessi nýja uppljóstr- un hans mun enn veikja stöðu hans sem forseta. Talið er nú líklegt, að forsetinn verði látinn svara til saka fyrir ríkisrétti, en hann hefur hins vegar til- kynnt, að hann segi ekki af sér embætti, og að hann hafi ekkert þáð af sér brotið, sem ríkisrétti beri að fjalla um. FRÁ VÉLSKÓLANUM. VÉLSKÓLANUM á Akureyri var slitið um mánaðamótin maí —júní í vor og ’brautskráðust ■ 10 nemendur frá hvoru stigi. Skólinn verður til húsa í Iðn- skólanum, íyrir bóklega kennslu, næsta vetur. Skólinn hefst 15. september. Væntanlegir nemendur snúi sér til Björns Kristinssonar, for- stöðumanns skólans. — Sjá að öðru leyti auglýsingu á öðrum stáð í blaðinu í dag. □ TVEIR FÓRUST TVEIR ungir menn frá Hvera- gerði, Helgi Símonarson og Símon Gunnarsson, fórust í róðri fró Raufarhöfn í síðustu viku. Fóru þeir út á fimmtu- dagsmorgun, en komu ekki að landi á áætluðum tírna. Var þá •Teit .hafin: Á mánudaginn fund- ust hlutar bátsins, en lík mann- anna eru óiundin. Meim þeir, er fórust voru báðir ókvæntir og barnlausir. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.