Dagur - 08.08.1974, Blaðsíða 4
4
5
Skriístofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Stjórnarmyndun
ÞEGAR þetta er ritað ríkir enn
óvissa um myndun nýrrar ríkisstjórn-
ar. Forseti landsins fól formanni
stærsta stjórnmálaflokksins að al-
þingiskosningum loknum, að mynda
stjórn, er hefði þingmeirihluta að
baki. Tilraunum formanns Sjálf-
stæðisflokksins lauk 24. júlí, án
árangurs. Síðan var Ólafi. Jóhannes-
syni, forsætisráðherra, falin stjórnar-
myndun og standa viðræður f jögurra
flokka yfir og vandséð hvenær eða
livemig þeim lýkur.
Blöð stjórnmálaflokkanna hafa
ekki verið margorð síðustu vikur um
myndun nýrrar ríkisstjórnar, enda
mun það sannmæli sem sagt er, að
íslendingar hafi verið í slíku hátíðar-
skapi að undanfömu, að stjórnmálin
hafi fallið í skuggann. Nú munu
hinar einstæðu þjóðhátíðir að mestu
um garð gengnar og fá stjórnmálin
þá væntanlega meira rúm í blöðum
og útvarpi. Stjórnarmyndun er þó
hið sígilda umræðuefni er menn liitt-
ast og virðast flestir á einu máli um,
að þörf sé nýrrar vinstri stjórnar.
En myndun fjögurra flokka stjóm
ar er mörgum erfiðleikum bundin,
vegna liinna ólíku sjónarmiða, eink-
um í efnaliagsmálum og utanríkis-
málum, og svo er að sjá og heyra, að
sameiginleg stjórnarstefna sé fvxir-
fram torvelduð á ýmsan lxátt, vilj-
andi eða af ólieppilegum vinnubrögð
um. Þannig hefur Alþýðubandalagið
sett fram skýlausar kröfur fyrirfram,
einnig gagnrýnt óvægilega ráðherra
Framsóknarflokksins og í þriðja lagi
reynt að spilla þeirri samstöðu, sem
reynt var að ná meðal vinstri flokk-
anna um foisetakjör í upphafi yfir-
standandi þings. Þetta auðveldar
ekki sameiginlega stjóinaistefnu í
mikilvægustu málunum, sem er þó
forsenda stjóxnaimyndunar á
„vinstri væng.“
Tvær þýðingarmiklar nefndir,
skipaðar mönnum vinstri flokkanna
og undir stjórn ráðherranna Ólafs
Jóhannessonar og Einais Ágústsson-
ar, eru að störfum, lialda viðræðu-
fundi um hina ýmsu málaflokka,
hafa einnig sameiginlega fundi og
var einn þeina haldinn í gær. Á
fundinum í gær mun forsætisráð-
hierra hafa lagt fiam diög að stefnu-
skrá væntanlegrar vinstri stjórnai', en
blaðið hefur ekki haft spumir af
undirtektum eða árangii. Hitt má
ljóst vera, að stjómai'myndun, ef af
henni verður, mun taka nokkum
tíma. Hins vegar ætti Jxað fljótlega
að liggja Ijóst fyrir, hvort áhugi
hinna einstöku vinstri flokka til
myndunar nýrrar vinstri stjórnar,
nægir til þess að forystumenn þeirra
vinni heilshugar að stjórnarmyndun-
inni. □
PAPEY er kennd við Papana
eins og Papós. Hún er 2,5 fer-
klíóbetrar að stærð og liggur í
austur frá Hamarsfirði. Á fyrri
hluta 17. aldar komu Tyrkir
þangað og rændu tveim piltum,
en annað fólk gat falið sig. Þar
er talið, að sjáist enn minjar
Papabyggðar. Papey er hlunn-
indajörð. Um einn bónda þar er
sagt, að hann hafi orðið svo
ríkur, að hann vissi naumast
aura sinna tal og gróf gull sitt
áður en hann dó. Það hefur enn
ekki fundist. Ekki var ég að
hugsa um gullið í Papey þegar
ég sofnaði, heldur um gullið í
Höfn í Hornafirði, gullið, sem
duglegir menn draga úr sjón-
um.
Hornafjörðurinn er mikið lón
með þröngum en skipgengum
ósi. Hornafjarðarfljót var brúað
fyrir nokkrum árum. Það var
mikill farartálmi og hálfrar
klukkustundar ferð yfir það á
hestum. Kemur það úr Vatna-
jökli, eins og öll fljót á stóru
svæði á Suðausturlandi, en
hlutar hins mikla jökuls bera
þó hin ýmsu nöfn. Hornafjarðar
fljót, sem er raunar oftast haft
í fleirtölu, koma úr Hoffells-
jökli, eða Heiðnabergsjökli segir
í þjóðsögum. Einhverju sinni
hlupu þau fram undan jöklin-
um og eyddu mikilli byggð, þar
sem nú renna fljótin og fórst
allt kvikt er fyrir varð. Þrem
árum síðar var smali á ferð
niður við ósinn og hundur hans
með honum. Hundurinn stað-
næmdist við þúfu og gaf for-
vitni sína til kynna. Þegar betur
var að gáð, var þar stúlka og
hundur hjá henni í sandgröfn-
um bæ og var báðum bjargað.
Dagurinn 5. júlí rann upp
fremur morgunmildur, en þann
dag varð sorglegt slys skammt
frá Höfn. Sóknarpresturinn í
Bjarnarnesi, séra Skarphéðinn
Pétursson, lést í bílslysi. Kom-
um við þar að rétt á eftir. Prest-
urinn var þá látinn, og viðstadd
ir að vonum daprir. Ég þekkti
séra Skarphéðinn frá gamalli
tíð og héldum við kunningsskap
okkar síðan. Hann var á ferð-
inni hér á Norðurlandi í fyrra-
sumar og ég ráðgerði að koma
suður í ár. Hann sagði mér ýmis
legt af því markverða, sem ég
þyrfti að skoða syðra. Víst lágu
leiðir okkar saman, en á annan
hátt en ætlað var.
Förinni var fram haldið og
nú fóru jöklarnir að setja svip
sinn á fjallasýnina. Hinn mikli
Vatnajökull teygir sig fram á
mörgum stöðum og enda hinar
ýmsu totur hans sem skriðjökl-
ar niður við byggð og heita allar
eitthvað. Eru þessir skriðjöklar
hinir hrikalegustu ásýndum.
Vatnsföllin, er frá þeim koma,
eru öll leirlituð. Víða voru hest-
ar á beit og varð mér hugsað til
hinna frægu vatnahesta, er
urðu að vaða og synda þessar
ár, ýmist með vörur eða fólk á
baki. Nú eiga hestarnir betri
daga, líklega of góða.
Frá Höfn ókum við með
stefnu á Hoffellsjökul, framhjá
bæ Helga Guðmundssonar í
Hoffelli og alla leið upp að skrið
jökli. Á þeirri leið eru áreyrar
og ein örlítil árspræna með svo
lausan botn, að bílarnir fóru að
spóla. Þar á eyrunum kat kría
á eggi sínu svo nærri hjólförum,
að seilast mátti í eggið út úr
bílnum. Kríumamma, sem kom-
in var alla leið frá Suðurheim-
skautinu norður til íslands til
að lifa sínu fjölskyldulífi, flaug
af egginu en settist strax á það
aftur.
Okum við svo fram að mikl-
um malarkambi og gengum
uppá hann. Þar innan við var
allstórt jökullón með stórum og
smáum jökum og svo skrið-
jökullinn sjálfur, sprunginn og
óhreinn, heldur ófrínilegur á að
sjá. En til hægri er kjarri vaxin
hlíð og sérkennilegir klettar.
Þar er álfakirkja og undir henni
gott tjaldstæði. Þaðan kunna
nokkrir Akureyringar frá tíð-
indum að segja, sem torskýrð
eru, en engum urðu þeir atburð
ir að meini. En þess vegna var
hér Helgi á Hoffelli nefndur,
kunnugur nágranni, að hann
undraðist þau ekki, er hann
fi'étti þau.
Það bragðaðist vel niður-
soðna kjötið frá Kjötiðnaðarstöð
KEA þarna undir jöklinum við
lónið og skóginn og það var svo
kyrrt, að ekki þurfti að reisa
tjald til matargerðar.
Brátt komum við í Suður-
sveit þeirra bræðra Þorbergs
Þórðarsonar og Steinþórs á
Hala. Fyrst komum við ]jó að
Kálfafellsstað, undir Hellna-
kletti. Þar er völvuleiði og talið
að völvan hafi engin önnur ver-
ið en systir Olafs konungs helga
í Noregi. Kálfafellsstaðúr er
hálfgert þorp, og þar er skóli og
félagsheimili, auk bændabýl-
anna.
Við heimreiðina á Hala nám-
um við staðar. Skammt frá er
Hulduhóll, fullur af Huldufólki.
Kunnugan spurði ég hvað sá
bær hefði heitið, er nú væri að-
eins hluti af steinsteypu og
löngu yfirgefnu húsi, er við ný-
lega fórum framhjá. En hús
þetta stóð í brattri hlíð undir
hrikafjalli og grjóthrunið mik-
ið. Sléttaleiti, svaraði maðurinn.
Er það mikið öfugmæli. En
þetta bæjarnafn kemur þeim
ekki ókunnuglega fyrir, sem
heyrt hafa Steinþór Þórðarson
á Hala segja sögur af sér og sín-
um í Suðursveit. Frá Hala ligg-
ur leiðin yfir Breiðamerkusand.
Þar gengur skriðjökull fram
undir sjó. Þar er allstórt vatn
með borgarísjaka, rétt við veg-
inn, og til allrar guðslukku er
þar brú yfir á milli lóns og
sævar, sem er aðeins stuttur
spölur. Margt var þar um mann
inn og voru flestir þögulir og
furðu lostnir yfir því, sem fyrir
augu bar.
Jökulsá á Breiðamerkursandi
er aðeins 1500 metra löng frá
upptökum til ósa og er þó meðal
mestu vatnsfalla hér á landi.
Margt manna hefur drukknað
við að komast yfir ána. Áður
var oft farið uppi á Breiðamerk
urjökli, sem áin kemur undan,
en jökulsprungurnar eru jafnan
hættulegar, og fórst maður í
einni þeirra 1927. Sprakk jökull
inn þar sem maðurinn fór með
hesta sína og myndaðist djúp
gjá. Þrír hestanna náðust lif-
andi en fjórir drápust. Okind er
í Jökulsá, lík skötu í laginu!
Nú. yfirgáfum við Suðursveit
og héldum vestur í Orævi. Þar
eru Kvísker austasti bær og þar
Ilöín í Hornafirði.
áðum við í undurfögrum
hvammi. Þar er skógargróður
og Alaskalúpínur eru að græða
upp afgirtan hluta sandsins. Frá
þessum bæ var ferðafólki jafn-
an veitt fylgd austur yfir Breiða
merkursand og ferjað yfir jökul
árnar á leiðinni. Á Kvískerjum
■ búa bræður, miklir náttúrufræð
ingar. Sveiiin Pálsson læknir
gekk upp á Öræfajökul fyrstur
manna og fékk staðfestingu á
því, sem bændur áður héldu
fram, að jökullinn skríður fram
af eigin þunga.
ANNAR HLUTI
Einhvers staðar á næstu grös-
um við áningarstað okkar
fannst glitrósin og er ekki vitað
um hana á öðrum stað á land-
inu.
Mikið er af skúmum á Breiða
merkursandi og reyndar einnig
miklu vestar á söndunum. Sand
arnir eru varpstaðir þeirra.
Skúmar eru aðsópsmiklir fuglar
og ráðast á ■ menn og skepnur,
sem koma nálægt eggjum þeirra
og ungum. Selur kæpir við ár-
ósana.
Selir eru menn í álögum,
segja þjóðsögur og það með, að
liðið hans Faraos, sem í Rauða-
hafinu drukknaði, hafi orðið að
selum og að þaðan sé allt sela-
kyn komið.
Einu sinni gekk maður á
sjávarströnd í tunglsljósi á
þrettándakveldi jóla. Sá hann
þá hvar margt fólk, allsnakið,
lék sér í fjörunni. Er hann gekk
lengra rakst hann á marga
blauta selshami. Tók hann þá
einn belginn og fór að skoða.
Hljóp þá nakta fólkið þar að,
sem belgirnir voru, steypti þeim
yfir sig og hvarf í sjóinn. Ein
stúlka varð þó eftir, því hún
fann ekki haminn sinn. Kom
hún til mannsins og bað hann
um belginn sinn, en hann lét
hann ekki falan. Hann bauð
henni heim til sín og þáði hún
það. Hún hafði allt manneðli og
giftu þau sig og eignuðust þau
þrjú börn.
Einu sinni mælti hún við
börn sín: Mörg á ég nú börnin
hérna, en fleiri á ég þau í sjón-
um. Bóndinn læsti selshaminn
vandlega niður í kistu sína og
bar á sér lykilinn. Eitt sinn
gleymdi hann þó lyklinum, er
hann fór að heiman. En þegar
hann kom heim, var ltonan horf
Hvannadalshnjúkur, sem í
minni barnalærdómsbók var
hæstur fjalla á íslandi, 2119
metrar, er upp af Hnappavöll-
um og stendur uppúr Öræfa-
jökli. Uppúr jöklinum standa
Hnapparnir, tindar þeir, sem
bærinn dregur nafn af. Eftir
fróðlegar viðræður við Pál Þor-
einsson á Hnappavöllum, sem
hefðu þurft .að vera lengri og
síðan nótt á Hofi, ókum við að
gamni okkar til Fagurhólsmýr-
ar og þar niður á flugvöllinn
frammi á söndunum, undir há-
um hamrastöllum: En Öræfing-
ar hafa undanfarin ár notið
reglubundinna flugferða, á með
an leiðir á landi voru enn lok-
aðar til austurs og vesturs og
ströndin hafnlaus.
Frá þessum síðasttöldu bæj-
um blasir Ingólfshöfði við í
suðri. Ógrynni verpir þar af
fugli. Einn bændanna á Hofi
sagði mér, að fílnum, sem síð-
ustu áratugi er farinn að verpa
í klettum ofan við bæina, myndi
hafa fjölgað ákaflega síðan
eggjataka og unga hefði að
Skógar undir Eyjafjöllum.
in svo og selshamurinn úr kist-
unni.
Enn var ekið og nú meira til
suðurs, í átt til Hnappavalla.
Páll Þorsteinsson ætlaði að
skjóta yfir okkur skjólshúsi
eina nótt og útvegaði okkur tvö
herbergi í gömlu íbúðarhúsi á
Hofi, sem er skammt þar frá.
Á Hofi í Öræfum kynntumst við
nemendum og kennurum frá
arkitektaskólanum í Kaup-
mannahöfn, er þár bjuggu þá
og unnu við að mæla og kort-
leggja gömul torfhús. Farar-
stjóri var Curt von Jessen arki-
tekt. En nú í sumar og í fyrra-
sumar var unnið að þessu verki
víða um land. Hópurinn á Hofi
var konum prýddur og sumt af
fólkinu var trúlofunarlegt í til-
tektum.
Við sváfum vel um nóttina og
hituðum okkur kaffi um morg-
uninn við bæjarlækinn, svo
Danirnir gætu haft sína henti-
semi í eldhúsinu. Senn fer að
sjóða vatnið í pottinum, sagði
önnur konan. En ekki sauð
vatnið á kósangastækinu. Já, nú
fer að sjóða, sagði hin, Þær
heyrðu að suðaði, en suðið var
í bæjarlæknum, því engum
hafði hugkvæmst að kveikja á
kósangastækinu. Á Hofi er all-
gömul torfkirkja.
Á Hofi eru fjórir bændur,
eins og á Hnappavöllum, og er
það allvíða svo, að nokkrir bæir
standa saman. Þar eru ný og
myndarleg íbúðarhús, en einnig
torfhús og skemmur frá eldri
tíma. Mér hefur jafnan fundist
þetta fara illa saman, en hér
kunni ég því vel.
Verið var að taka ull af sauð-
fénu þennan dag, bæði á
Hnappavöllum og fleiri bæjum,
og við fjárréttina hittum við
hinn roskna þingmann, Pál Þor-
steinsson, sem sæti hefur átt á
Alþingi í meira en þrjá áratugi,
tólf sinnum háð kosningabar-
áttu og jafnan haft sigur. Hann
er maður fremur smár- vexti,
harðgreindur maður og vekur
traust vjð fyrstu kynni. Páll
hefur nú drégið sig í hlé frá
þingstörfum og býr búi sínu.
Hann er enn léttur á fæti.
Á leið okkar um Austur- og
Suðausturland höfðum við. lítið
séð af hvítum hestum, en hér á
Hnappavöllum voru þeir til og
höfðu fengið að svita sig ofur-
lítið við smölunina.
mestu lagst niður í Ingólfshöfða,
og næmi hann þess vegna ný
varplönd heima við bæi.
Frá Fagurhólsmýri beygir
vegurinn til norðvesturs, og
eins og áður eru skriðjöklar á
hægri hönd og nú Skógarsand-
ur til vinstri, ógurlegt flæmi
með vatnaflaum Skeiðarár.
Svínafell er gamalt höfðingja-
setur. Þar bjó Brennu-Flosi
Skammt er nú til vestasta
bæjar í Öræfum, en það er
Skaftafell, forn þingstaður
Skaftfellinga og nú þjóðgarður.
Bæjarstaðaskógur er í landi
jarðarinnar, Skaftafellsjökull og
Skeiðarárjökull eru þar ör-
skammt frá og Morárdalur.
Svartifoss er rétt við bæinn í
fallegu gljúfri.
Mikill ferðamannastraumur
er að Skaftafelli. Þar eru góð
tjaldstæði og vel merkt og þar
er verið að koma upp margs-
konar ferðamannaþjónustu. Um
sjónarmaður sagði mér, að
kvöldið áður en við komum
þangað, hefði hann þurft að
reka um 200 manns af tjald-
stæðum vegna ölvunar og óláta,
hefði það verið Ijóta forsend-
ingin.
Stórir áætíunarbilar runnu í
hlaðið á meðan við skoðuðum
okkur um og fólkið streymdi
upp í kjarrivaxnar brekkurnar
neðan við gamla bæinn í Skafta
felli og sumir urðu göngumóðir.
Einar nokkur Jónsson bjó í
Skaftafelli á átjándu öld. Hann
smíðaði byssur, sem mikið orð
fór af. Sjálfur drap hann með
einni þeirra bjarndýr árið 1848
og eru slíkir atburðir fáheyrðir
á Suðurlandi. Sonur hans, Jón
Einarsson, var einnig mikill hag
leiksmaður og talinn óvenjuleg-
um andlegum hæfileikum gædd
ur, las hann t. d. mörg tungu-
mál, var vel að sér í náttúru-
fræði og ágætur læknir, þótt
ólærður væri.
Nú kvöddum við Öræfin með
þakklátum huga og margar góð
ar minningar og héldum vestur
yfir Skeiðarársandinn að Núps-
stað undir Lómagnúp. Leiðin
yfir sandinn er 33 km. Norður
af Lómagnúp er Grænalón.
Núpsstaðaskógar þykja fagrir
og ferðamenn fá stundum fylgd
þangað. En ekki er fyrir alla að
fara þá leið og verður að hand-
styrkja sig á járnkeðju upp
Kálfaklif, i
Það rigndi mikið í logni er
við komum á Núpsstað. Geng-
um við þegar í bænhúsið. Þar
er lágt undir loft og gólfið lagt
náttúrlegum steinhellum. Páll
Bergþórsson, þar einnig gestur,
settist við litla orgelið og spilaði
en viðstaddir sungu „Hærra
minn guð til þín“.
Næsti viðkomustaður var
Kirkjubæjarklaustur, sem er
sfórbýli og byggðakjarni. Þar
er læknis- og prestsetur, versl-
un, félagsheimili og gistihús, og
þar er hin sérkennilega litla
kirkja, nýbyggða, til minningar
um eldklerkinn, Jón Steingrims
son, vígð 17. júní í sumar. Fyrr-
um var nunnuklaustur á staðn-
um. Þar er Systrastapi, er þjóð-
saga er við kennd.
i sunnanverðum Mýrdals-
jökli er hin fræga Katla, sem
sextán sinnum hefur gosið síð-
an land byggðist, tortýmt fólki
og lagt heilar sveitir undir ösku
og gjall.
Skaftárgosin eða Síðueldar
1783 eru mestu eld- og öskugos,
sem sögur fara af hér á landi.
Höfðu þau stórkostleg áhrif á
hag manna og sögu landsins. Af
þeim varð mikill manndauði, en
á öði'um stöðum eymd og vol-
æði. Það var hinn 8. júlí, sem.
menn sáu mikinn gosmökk
koma upp norðan við Síðuna.
Daginn eftir þornaði Skaftá al-
gerlega upp. En 12. sama mán-
aðar kom eldurinn fram úr
Skarftárgljúfri „með ógnar
brestum og undirgangi", eins og
segir í Lýsingu íslands eftir Þor
vald Thoroddsen, og breiddist
um gömlu hraunin, milli Skaft-
ártungu og Skálarfjalls. Síðan
rigndi eldi og brennisteini og
svo mikil var ólyfjanin, að
mönnum lá við öngviti. Grös
sölnuðu, fuglar drápust, svo og
silungar í vötnum. Svo tók eld-
urinn, þ. e. hraunið, stefnuna á
Meðallandið. Tuttugu jarðir tók
af í þessum náttúruhamförum,
ár stífluðust og landið varð allt
annað en fyrr. Ein kvísl hrauns-
ins rann austur hjá Systrastapa
og stöðvaðist þar og tók af flesta
bæi er þar voru. Frá þessum
tíma er eldklerkurinn, Jón
Steingrímsson, og þær sögur
margar, er um hann mynduðust
og aðrar er hann sjálfur skráði,
um þessa atburði og fleira.
Við höfðum skamma viðdvöl
á Kirkjubæjarklaustri og lögð-
um nú lykkju á leið okkar og
héldum suður Landbrot og allt
suður að Meðallandssandi og
kynntumst þá vel Eldhrauninu,
sem vaxið er gráum, mjúkum
mosa. Síðan héldum við upp
með Kúðafljóti austanverðu og
þar á aðalveginn á ný og ókum
vestur í Skógarskóla í einum
fleng að kalla. Þar er Edduhótel
í skólanum og þar ræður Þór-
hildur Þorleifsson leikkona
ríkjum. En það er margt að sjá
á leiðinni frá Kúðafljóti og Eld-
hrauni vestur á Skógarsand, svo
sem Mýrdalssandur, Vík, Mýr-
dalurinn búsældarlegi og á bak
við er Mýrdalsjökulinn
Vík í Mýrdal er eins og fleiri
nálægir staðir á áhrifasvæði
Kötlu. Sjór gekk fyrrum miklu
lengra upp en nú. Þar er þurrt
land sem áður var dreginn fisk-
ur á tuttugu faðma dýpi. Undan
Reynisfjalli rísa drangarnir
fögr.u og tignarlegu, um 66
metra háir og blasa þeir við frá
Víkurkauptúni. í Hvamms-
hreppi, sem Vík tilheyrir, býr á
sjötta hundrað manns.
Þar sem tími vannst ekki til
að tala við kunnuga um lands-
ins gagn og nauðsynjar, rifjaði
ég upp í huganum söguna af
kii'kjusmiðnum á Reyni í Mýr-
dal. Hann átti að byggja kirkju
en varð naumt fyrir. Þá kom til
hans maður og bauðst til að
byggja kirkjuna fyrir hann,
með' einu skilyrði, og hóf svo
kii'kjusmíðina. Ur þessari þjóð-
Keldur á Rangárvöllum.
sögn er vísa þessi, er heyrðist
kveðin í hól:
Senn kemur hann Finnur
faðir þinn frá Reyn,
með þinn litla leiksvein.
Fallegt er í Mýrdalnum og-
sérkennilegt og þar sýnist góð-
ur búskapur, enda er þar véður
sælla en víðast annars staðar á
landinu og kemur þar sjaldan
snjór að marki. Fólk hamaðist
við heyskapinn, enda skúraleið-
ingar á næsta leita. Ekki sá ég
Höfðabrekku-Jóku eða svipinn
hennar þegar ég fór um Mýr-
dalinn. En frá henni segir í
fornum sögum og var liún göldr
ótt og skapmikil. Sonur hennar
átti barn með konu í „lausaleik“
og líkaði kellu það stórilla og
heitaðist við hann. Þegar hún
andaðist, gekk hún aftur og
sótti að syni sínum svo fast, að
hann hraktist til Vestmanna-
eyja og var ráðlagt að koma
ekki til lands næstu tuttugu
árin.
Ekki náði Jóka til hans í Eyj-
um og sonurinn undi þar hag
sínum. En rétt áður en tuttugu
ár voru liðin skrapp hann til
lands og kom á Eyjasand. Jóka
var þar þá fyrir, þreif hann á
loft og færði niður í fjöruna svo
hart, að hann var jafnskjótt
dauður.
Þegar komið er í Vík, að aust-
an, er Vatnajökull langt að
baki. En norður af Vík og Skóg-
arsandi eru Mýrdalsjökull og
Eyjafjallajökull, einnig Tinda-
fjallajökull og Torfajökull, báð-
ir litlir að ummáli. Bak við
þessa jökla er hin nafnkunna
Fjallabaksleið, sem raunar eru
fleiri en ein, miklir furðuheimar
taldir.
Við hina löngu og hafnlausu
sandströnd Suðurlands er eilíf
barátta brimsins og strauma við
jökulárnar. Þótt úthafsöldurnar
séu sterkar, brjóta þær aldrei
verulega af þessari strönd, því
önnur öfl spyrna á móti. Jökul-
árnar bera ógrynni af grjóti,
sandi og leir með sér til sjávar,
og til viðbótar eru svo jökul-
hlaupin ógurlegu. í sarrieini'ngu
liafa brimið, hafstraumarnir og
jökulárnar myndað sandrif og
lón innan þeirra. Þessi miklu
lón verður ferðafólk undrandi
yfir að sjá, er það ferðast rétt-
sælis um hringveginn og kemur
að Hamarsfirði og Álftafirði, og
heldur áfram, sem leið liggur,
því lónin ná alla leið vestur
undir Eyjafjöll, eða á öllu því
svæði, sem jöklar eru næst
byggð og ágengastir.
Stundum stíflast lónin og
hækkar þá í þeim og getur það
valdið búandmönnum skaða,
t. d. við heyskapinn. Þess er
getið á 12. öld, að Holtsós undir
Eyjafjöllum stíflaðist og vorú
menn í vandi'æðum með að
moka hann út. Þá var heitið á
Þorlák biskup og varð hann vel
við áheitinu, því ósinn reif sig
þá fram af sjálfsdáðum.
Eins og fyrrum segir fórum
við alla leið vestur í Skógar-
skóla undir Eyjafjöllum og gist-
um þar. Um kvöldið gengum
við Björn ferðafélagi um stað-
inn. Sáum við þá meðal annars
byssumann einn á stjákli. Ekki
var hegðun hans neitt grunsam-
leg, en byssan, er hann bar um
öxl, var haglabyssa. Kannski er
hann að fara á greni, ræddum
við og héldum í átt til svefn-
staðar okkar. Er við vorum nær
þangað komnir, heyrðum við
skothvell mikinn. Vissum við
ekki hvert skotmarkið var, og
ekkert annað en það, að við
vorum báðir ósárir, svo og gul-
ur hundur, sem úfinn og með
skottið á milli fóta sér, þaut sem
kólfi væri skotið framhjá okkur.
(Framhald í næsta blaði)
Bindiiidismótið
(Framhald af blaðsíðu 1)
voru fjölmörg og tókust vél.
Þetta bindindismót var öðr-
um þræði fjölskyldumót og
voru á fjórða hundrað tjöld
þegar þau voru flest og voru
þetta tjöld ferðafólks, sem
margt var langt að komið til
þess að vera á þessu móti. Tjald
stæði og bílastæði skipulagði
Æskulýðsráð Akureyrarkirkju,
en undir stjórn Stefáns Matt-
híassonar.
Mót þetta sóttu hátt á þriðja
þúsund manns og er það fjöl-
mennasta mótið, sem við höfum
haldið síðustu þrjú árin.
Umgengni fólks var mjög góð
og á annað hundrað sjálfboða-
liðar hinna ýmsu félaga störf-
uðu á mótinu, og er framlag alls
þessa fólks, svo og gestanna
sjálfra, hin þakkarverðasta. Um
hádegi á mánudag voru allir
farnir af hátíðarsvæðinu og
hófst þá sú eftirhátíðarvinna,
sem slíkum mótum íylgir.
Á fyrsta dansleiknum bar tals
vert á ölvun, en löggæsla var
mikil og góð og kom í veg fyrir
vandræði. Var það einkum fólk,
langt að komið, sem ekki gætti
hófs í þessu efni. Tveir síðari
dansleikirnir fóru vel fram.
Að samanlögðu er ég ánægð-
ur yfir mótinu og þakka ég
alveg sérstaklega öllu starfs-
fólki mótsins og forráðamönn-
um á Hrafnagili, sagði Sveinn
Kristjánsson að lokum. Q