Dagur - 28.08.1974, Síða 5

Dagur - 28.08.1974, Síða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Þáttaskil í íslenskum stjórnmálum ÓLAFUR Jóhannesson rauf þing í maí, eftir að nokkrir stuðningsmenn stjórnarflokkanna höfðu hlaupist undan merkjum og boðaði alþingis- kosningar, er fram fóru 30. júní sl. Þær kosningar leystu þó engan vanda, því vinstri menn fengu 30 þingmenn kjörna en Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðuflokkur 30. For- seti landsins fól Geir Hallgrímssyni stjórnarmyndun, sem ekki tókst. For- seti kvaddi þá Ólaf Jóhannesson til að gera tilraun til stjórnarmyndun- ar. Reynt var til þrautar að mynda nýja vinstri stjórn með þátttöku Al- þýðuflokks. Sú stjómarmyndun tókst heldur ekki. Forseti óskaði þá eftir, að Ólafur reyndi stjórnarmyndun eftir öðrum leiðum. Þá stjórn tókst Ólafi Jóhannessyni að nrynda, þó ekki undir sínu forsæti heldur Geirs Hallgrímssonar, sem í gærmorgun gekk á fund forseta með ráðherra- lista sinn, og er þessi stjórnarmynd- un því óvenjuleg. Því ber þó að fagna, að þjóðin býr ekki lengur við stjórnarkreppu og að Alþingi tókst að mynda þingræðislega meirihluta- stjórn, svo sem því ber skylda til og mun það mest þakkað formanni Framsóknarflokksins, sem ekki setti það öðru ofar að verða sjálfur for- sætisráðherra, svo sem þjóðin bjóst við. Með hinni nýju ríkisstjórn, sem til mikils verður að ætlast af, verða að sjálfsögðu þáttaskil í íslenskum stjórnmálum, sem framtíðin skýrir. Við þessi þáttaskil er nýrri ríkisstjórn árnað heilla, og við þessi þáttaskil er þess einnig eflaust óskað af þorra þjóðarinnar, að mörgu því verði fram haldið, svo sem liorft hefur undanfarin þrjú ár. Nú mun á það reyna hvort fram verði haldið þeirri þjóðmálastefnu, sem stöðvað hefur fólksflóttann til höfuðborgarsvæðis- ins á síðustu þrem árum. Einnig mun á það reyna hvort atvinnu- öryggið og þau bestu lífskjör, sem þjóðin hefur þekkt, verða skert meira en brýn nauðsyn krefst. Og í enn mun á það reyna, hvort sjálf- stæðri utanríkismálastefnu og hik- | lausri baráttu í landhelgis- og varnar- h málum verði fram haldið. A það ; reynir, hvort hinni nýju stjóm tekst ; nauðsynleg samvinna við Alþýðu- ; samband fslands og aðra aðila vinnu I markaðarins, sem er forsenda þess, ► að unnt sé að stjórna efnahagsmál- ► . um landsins. □ Kjarnaland er öllum opið Unglingakeppni LI.N.Þ. 1974 oMn sem hingað vilja koma 99 SAGÐI BJARNI EINARSSON BÆJARSTJÓRI ER HANN' OPNAÐI HIÐ NÝJA ÚTIVISTARSVÆÐI í KJARNALANDI ALMENNINGI Á ÞJÓÐHÁTÍÐ Eyfirðinga og Akureyringa í Kjarnaskógi í sumar, opnaði Bjarni Einarsson bæjarstjóri formlega hið nýja útivistarsvæði, þar sem ungur skógurinn, Kjarnaskógur, er í örum vexti, Hann sagði við þetta tækifæri: Eyfirðingar, aðkomnir gestir. Gleðilega þjóðhátíð. Við erum hér saman komin til a'ð minnast þess og fagna, að 1100 ár eru liðin síðan forfeður vorir námu land á Islandi. Til þessa mikla samkomuhalds Ey- firðinga hefur verið valinn nýr staður, sem í dag er formlega tekinn í notkun sem hátíðar- svæði og sem vettvangur úti- vistar og hvíldar. Hér í Kjarna- landi er skjól gott og fagurt um að litast, en hér hafa margar hendur unnið mikið starf við að prýða þennan reit. Hér er gott að halda hátíð og hér er gott að njóta hvíldar og hressingar í náinni snertingu við land og gróður. Eitt af helstu táknum sjálf- stæðisbaráttu þjóðar vorrar og endurreisnar hins íslenska þjóð félags er skógræktin. í önd- verðu var land okkar skógi vax- ið, en það er táknrænt fyrir niðurlsegingu þjóðarinnar og örbirgð að hjn varð að eyða þessum skógum að mestu til þess að halda lífi. Þar með gekk þjóðin stöðugt á það forðabúr lífsorku, sem landið bjó yðir, eyddi sjálfum höfuðstólnum. Því var vissulega eðlilegt þegar endurreisnarskrefið hófst fyrir alvöru að skógrækt yrði meðal þeirra verkefna, sem lögð yrði áhersla á. Með skógrækt á ís- landi er einmitt verið að endur- gjalda landinu það, sem frá því hefur verið tekið, endurnýja lífs orku þess, endurgreiða þann höfuðstól, sem eytt hefur verið. Og einmitt nú, á þessu afmælis- ári, er gert ráð fyrir, að grund- völlur verði lagður að nýju stór átaki þjóðarinnar til að greiða upp skuldina við landið. Eyfirðingar skipuðu sér fljótt í forystusveit skógræktarmanna og í þessu héraði var mikið brautryðjendastarf unnið. Ár- angur þess starfs leynir sér ekki, á Akureyri, en trjágróður inn er einn höfuðþáttur svip- móts bæjarins, og víðsvegar um byggðir Eyjafjarðar, í öllum þeim fögru lundum sem þær prýða. Og í dag helgum við þetta skógræktarsvæði hér í Kjarnalandi og opnum það al- menningi til afnota. Það er stefna skógræktarmanna yfir- leitt að opna skógræktarsvæði almenningi þegar þau hafa náð nægum þroska. Þetta er rétt stefna en fólk verður þá líka að sýna það með umgengni sinni um slík svæði að það sé þess trausts vert sem því með þessu er sýnt. Ræktun skógar í Kjarnalandi hefur verið höfuðverkefni Skóg ræktarfélags Akureyringa um árabil. Hér hefur mikið verk verið unnið. Margir hafa lagt hönd á plóginn, og mikilhæfir hugsjóna- og kunnáttumenn hafa veitt starfinu forustu. Við stöndum öll í þakklætisskuld við þessa menn. Ég vil nefna einn mann sem átt hefur sér- stakan þátt í þeirri sköpun, sem vér stöndum hér frammi fyrir. Það er Ármann Dalmannsson, sem er táknrænn fulltrúi endur reisnarstarfsins á íslandi á þess- ari öld. Ég vil óska honum sér- staklega til hamingju í dag og færa honum þakkir okkar allra sem hér erum. Bjarni Einarsson, bæjarstjóri. Skógræktarfélag Akureyrar hefur hér breytt móum og mýr- arflóum í fagran skóg, hér í út- jaðri vaxandi bæjar. Þetta er einstæð aðstaða í jaðri þéttbýlis. Félagið hefur með sérstaökum samningi afhent Akureyrarbæ svæðið í þeim tilgangi að það verði útivistarsvæði ahnenn- ings. Þegar svæðið var afhent var farið að huga að áætlunum um þær framkvæmdir, sem nauðsynlegar voru taldar til að almenningur fengi notið svæðis- ins, og var gert ráð fyrir að þeim yrði lokið á þremur til fjórum árum. En þegar þjóð- hátíðarnefndir Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu óskuðu eftir að halda þjóðhátíð þá, sem nú stendur hér, samþykkti bæjar- stjórn Akureyrar að veita fé til þessara framkvæmda þannig, að þeim yrði að mestu lokið fyrir þjóðhátíð. Til þess að þetta mætti takast þurfti meira en fjármagnið eitt. Gert var skipu- lag af svæðinu og síðan hefur verið unnið af miklu kappi við að koma því skipulagi í fram- kvæmd. Lagður hefur verið nýr vegur hingað og aðrir vegir endurbættir, lagðir akvegir um svæðið, göngustígar og gerð bif- reiðastæði. Lögð hefur verið vatnsleiðsla hingað, byggt hús fyrir hreinlætisaðstöðu auk fjöldamargs annars sem ótalið skal hér. Hafa starfsmenn Akur eyrarbæjar, skógræktar og þjóð hátíðarnefndar lagt fram mikið starf, sem seint mun fullþakkað. Vona ég, að allt það fólk, sem tekið hefur þátt í að skapa þenn an vettvang, þetta umhverfi, finni með sjálfu sér til verð- skuldaðrar gleði og ánægju með að hafa verið þátttakendur í þessu verki. Ég veit, að eftir því sem árin líða og fleiri og fleiri læra að njóta lífsins hér á sól- björtum sumardögum, verður þessi tilfinning sterkari. í dag opnum við þjóðhátíðar- svæðið í Kjarnalandi. í dag tök- um við í notkun útivistarsvæðið í Kjarnalandi, Þjóðhátíðarhald er mikilvægt. Það tengir saman í hugum okkar framtíð, nútíð og fortíð. Það vekur athygli okk ar á sameiginlegum arfi, styrkir þjóðerniskennd okkar og stælir okkur til sameiginlegra átaka í nútíð og framtíð. Slík hátíð sem þessi minnir Eyfirðinga alla einnig á, að þeir búa hér saman í einu fögru og gjöfulu héraði og eru ein heild hvort sem þeir búa úti við hafið, fram til fjalla eða í ellefu þúsund manna bæ. Ég vona að margar sameigin- legar hátíðir Eyfirðinga verði haldnar hér í framtíðinni, það SMÁTT & STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) KÁLFARNIR Fyrir nokkrum órum sáust stækkandi kúahópar á beit við bændabýlin, og svo sem fjórir eða fimm kvígukálfar, sem áttu að lifa. Nú eru heilar hjarðir af geldneytum í liaga, jafnvel á túnum, margt af því tveggja ára uxar, jaínvel þykkvaxin naut, sem eiga að fara í pottinn, ein- hvers staðar úti í löndum í haust. Þessir kálfar eru sællegir og alger andstæða þeirra kálfa, sem hér áður fyrr fæddust á út- mánuðuni og voru Iátnir lifa í trausti þess að hægt væri að halda í þeim lífinu fram í græn grös, þótt mjólkin væri ekki til skiptanna. Svo kom vorið og gróðurinn og þeir slafra grasið, sem nýlega var aðeins hugur guðs, og verður gott af. Geld- neytahópar nútímans eru til að sjá eins og stóð í hrossasveitum. VEL Á MINNST Og vel á minnst hesta. Um þá var prestlærður maður látinn segja: Um stóð veit maður ekki nema eitt með vissu, að það tilheyrir engri kirkjusókn, er ekki skírt, ekki frelsað, með hefur mikla þýðingu. En hvað sem hátíðinni líður og hennar þýðingu er þó mest um vert hið daglega líf,. sem hér mun fara fram. 1 þennan reit mun fólk sækja úr ys og þys hversdags- lífsins. Hér mun fólk finna frið í faðmi fagu-rrar náttúru og það mun hverfá héðan að hvíldar- stund lokinni bjartsýnna og sterkara í baráttu lífsins. Það er einstakt fyrir vaxandi at- hafnbæ sem Akureyri að geta boðið íbúum sínum í slíkan unaðsreit í þessari nálægð. Hingað er hægt að bregða sér á nokkrum mínútum, foreldrar með ung börn, sem ekki þola langan akstur, gamalt fólk, hver sem er. Þessi staður mun frekar en nokkuð annað tryggja tengsl þéttbýlisfólksins við náttúruna þó að bærinn vaxi og taki sífellt meira á sig mynd heimsborgar- innar. Ég vil að endingu bera fram þakkir til allra þeirra, sem hér hafa starfað. Ég ber fram þessar þakkir fyrir hönd okkar allra, sem hér erum í dag, fyrir hönd allra þeirra, sem nú eru fjar- staddir en hingað munu koma í framtíðinni, þar með taldar óbornar kynslóðir því það sem hér hefur verið gert mun lengi standa. Ég býð ykkur öll velkomin hingað og ég lýsi því yfir að Kjarnaland er opið öllum þeim, sem hingað vilja koma. Megi blessun guðs fylgja þess um stað. □ NÍELS Á. LUND framkvæmda- stjóri Ungmennasambands N,- Þing, sendir eftirfarandi: Unglingakeppni NUÞ 1974 fór fram frá 1. júlí til 15. ágúst. Aldrei hefur verið jafn mikil þátttaka í þessari keppni og nú. Alls tóku 210 keppendur þátt í mótinu, sem skiptust þannig í flokka: Piltar, eldri flokkur 33 Piltar, yngri flokkur 101 Stúlkur, eldri flokkur 16 Stúlkur, yngri flokkur 60 Keppendur voru mismargir hjá ■ félögunum. Mest var þótt- takan hjá Snerti. Þar voru alls 55 keppendur og færðu þeir fé- laginu samtals 716 stig og far- andbikar til varðveislu. Næst mest var þátttaka í umf. Oxfirð- inga, 44 keppendur með samtals 575 stig. Leifur heppni hafði 32 keppendur, sem skiluðu 335 stig um. Þá kom Austri með 31 kepp anda og 321 stig. Afturelding var með 22 keppendur og hlaut 300 stig. Umf. Langnesinga hafði 25 kpependur og samtals 272 stig. Umf. Fjöllunga var með 1 keppanda og 15 stig. Þess skal getið að aldrei fór fram nein keppni hjá því félagi heima fyrir. Vonandi verður hægt að bæta úr því næsta keppnistímabil og gera það fé- lag virkt í þessari keppni. Ef litið er á úrslitin og stigin borin saman við keppendafjöld- ann, má sjá að þar er beint sam- band á milli. Því fleiri þátttak- endur því fleiri stig. Það ætti því að vera ljóst að félögunum er nauðsynlegt að sem flestir taki þátt í keppninni. Að þessu sinni tóku öll félög UNÞ þátt í Unglingakeppninni og er það von sambandsins að svo verði á næstu árum. Stigahæstu einstaklingar í hverju félagi: vex nú örí fullan mann á bakinu. Meira að segja engin þörf fyrir þetta í landinu síðan bæði fullir og ófullir fóru að aka maskínu. Samt halda menn áfram að eiga þessa skepnu, til að monta sig af henni, kvelja hana, yrkja lof um hana og eta hana. Við þessa lýsingu má svo ýmsu bæta, eftir því sem hverjum og einum þyk- ir þurfa, og ekki hæfir að horfa á allt með augum skálda. Sumargotssíldarstofninn hefur stækkað ört vegna friðunar undanfarin ár. Sjávarútvegsráðuneytið gaf 20. júlí út reglugerð um bann við veiði smásíldrar. Kemur reglugerð þessi í stað eldri reglu gerða um sama efni og eru óbreytt öll ákvæði um lágmarks stærð síldar, sem er 25 cm. Samkvæmt fyrri reglugerðum voru síldveiðar fyrir Suður- og Vesturlandi bannaðar með öll- um veiðarfærðum öðrum en rek netum til 1. september n. k., en með hinni nýútgefnu reglugerð er bann þetta framlengt til 15. september 1975. Er þetta gert samkvæmt tillögu Hafrann- sóknastofnunarinnar og með samþykki L. f. Ú., Fiskifélags ÁBENDING KONU Greind og roskin kona í bæn- um kom að máli við blaðið í gær. Henni lá eftirfarandi á hjarta: Við, eldra fólkið og ennfrem- ur börnin, horfum mikið á sjón- varpið og njótum þess ríkulega og með þakklátum huga. En oft tapa ég hluta textans á skjánum og tel mig þó sæmilega læsa, og svo er einnig um marga þá, sem ég hef rætt við um þetta. Er nú ekki hægt að bæta eitthvað úr þessu? — gefa okkur örlítið meiri tíma til að lesa textann? Þessi hógværa ábending hef- ur við full rök að styðjast og því er hcnni hér með komið á fram- færi við rétta aðila. (Framhald af blaðsíðu 8) Keflavík, Var það þorskur, 4,67 kg. Þyngstu lúðu veiddi Friðgeir Kristjánsson, Reykjavík, 2,36 kg. Hann veiddi einnig þyngsta ufsann, 1,8 kg. Þyngstu keilu veiddi Hagan, Noregi, 5,36 kg. Mesta veiði á einum degi hlaut í karlaflokki Matthías Einarsson, Akureyri, 237 kg. Mesta veiði á einum degi í kvennaflokki hlaut Margrét Helgadóttir, Keflavík, 93 kg. 2. A-sveit íslands 3. Sveit Sviss s Borgarkeppni: 1. Sveit Vestmannaeyja Sveitina skipa: Sveinn Jónsson, Bogi Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson og Jón Ogmundsson. 2. Sveit Reykjavíkur 389 3. Sveit Keflavíkur 378 Sveitarkeppni milli landa: Kg 1. B-sveit íslands 1343 Sveitina skipa: Karl Jörundsson, Jónas Jóhannsson, Konráð Árnason og Andri Páll Sveinsson, Piltar, eldri flokkur: Stig Björgvin Sigurðsson, Snerti 28 Guðm. Jóhannsson, Umf. L. 24 Helgi Þór Helgason, Leifi h. 22 Björn Þórarinsson, Umf. O. 21 Einar Guðmundsson, Austra 21 Piltar, yngri flokkur: Stig Dagbj. Halldórsson, Umf. Ö. 32 Gylfi Árnason, Snerti 31 Hallur Þorsteinsson, Austra 26 Sigurpáll Arnþórss., Austra 26 Hreggviður Jónsson, Umf. L. 22 Oskar Sigvaldason, Leifi h. 21 Sigurður Bragason, Umf. Fj. 15 Stúlkur, eldri flokkur: Stig Guðný Sigurðard., Snerti 27 Ólöf Þórarinsd., Umf. Öxf. 24 Eyrún Guðmundsd., Aaustra 24 Freyja Ingólfsd., Leifi h. 11 Sigríður Skúlad., Umf. Langn. 6 Stúlkur, yngri flokkur: Stig Kristín Friðriksd., Snerti 26 Anna Þórarinsd., Umf. Öxf. 25 Hulda Haraldsd., Leifi h. 17 Soffía Árnad., Umf. Langn. 14 Hafrún Káradóttir, Austra 10 bandið hafði tvo íþróttakennara á sínum vegum, þá Gunnar Árnson og Níels Á. Lund. Gunn ar sá um æfingar á Þórshöfn, Þistilfirði, Raufarhöfn og Kópa- skeri. Auk þess mætti hann á íþróttaæfingar á fimmtudags- kvöldum í Lund, en á þeim kvöldum voru sameiginlegar æfingar hjá Snerti, Umf. Öx- firðinga og Leifi heppna. Níels sá um æfingar í Öxarfirði og Kelduhverfi, auk framkvæmda- stjórastarfa hjá UNÞ og þjóð- liátíðarnefnd. Auk þess sá Níels um íþróttaæfingar og leiki í Lundi á meðan á sundnámskeiði þar stóð. Komu þar börn frá 4 hreppum og jafnmörgum félög- um, Snerti, Umf. Öxfirðinga, Umf. Fjöllunga og Leifi heppna. Níels var með þessum börnum í 27 tíma. Alls voru haldnar 139 æfing- ar og kennt í samtals 234 klst. var þannig: Æfingafjöldi hjá hverju félagi var þannig: Meðalt.- mæting Æfingar manns ÞANN 16. ágúst sl. lauk tíunda starfssumri sumarbúðanna að Hólavatni. Sumarbúðirnar eru reknar af KFUM og K á Akur- eyri, og hafa börn þaðan og víðs vegar annars staðar að dvalið í sumarbúðunum. Hefur aðsókn verið sívaxandi og er nú svo komið, að vísa verður börnum frá sökum rúmleysis. Af þeim orsökum er nú í bígerð hjá ráða mönnum sumarbúðanna að stækka húsið að Hólavatni. Þrátt fyrir, að rekstur sumar- búðanna byggist að mesttf'leýti á sjálfboðavinnu, er fjárhagur- inn yfirleitt fremur þröngur. Til þess að hressa upp á fjárhaginn, hefur það verið fastur liður á hverju hausti að hafa kaffisölu að Hólavatni. Hafa bæjarbúar og reyndar fleiri jafnan fjöl- mennt að Hólavatni og' keypt það kaffi. Gefst mönnum tæki- færi n. k. sunnudag að heim- sækja Hólavatn og fá sér kaffi- sopa. Verður kaffisala þar frá kl. 14.30 til kl. 18 um kvöldið. Vill stjórn sumarbúðanna fyrir- fram þakka þeim fjölmörgu, tryggu velunnurum starfsins að Hólavatni fyrir komuna. Við hina, sem ekki hafa komið áður segjum við: Verið velkomin að Iiólavatni á sunnudaginn. (Fréttatilkynning) MÁLEFKIVÁKG ' iFTIRTÍ íþróttaæfingar UNÞ 1974. Frjálsar íþróttir voru mikið iðkaðar hjá félögum UNÞ. Sam- Umf. Langnesinga 25 12 Umf. Afturelding 14 14 Umf. Austri 21 12 Umf. Snörtur 42 18 Umf. Öxfirðinga 19 18 Umf. Leifur h. 18 10 RANNSÓKN hefur loks verið gerð á högum vangefins fólks hér á landi, að tilhlutan heil- brigðismálaráðuneytisins, og annaðist hana Margrét Margeirs dóttir, félagsfræðingur. Hún hef tir opinberlega skýrt frá niður- stöðum og kemur þá m. a. þetta í ljós: íslands, Farmanna- og fiski- mannasambandsins, Sjómanna- sambandsins og fleiri aðila. Þegar síldveiðar fyrir Suður- og Vesturlandi voru bannaðar með öðrum veiðarfærum en rek netum í febrúar 1972 var áætluð stærð íslenska sumargotssíldar- stofnsins um 34 þúsund lestir. Nú er áætlað, að stofninn sé orðinn rúmar 84 þúsund lestir og þar af mun hrygningarsíld, sem er 4ra ára og eldri, nú vera um 56 þúsund lestir. Með áfram haldandi friðun er áætlað, að hryrningarstofninn verði haust- ið 1975 orðinn u. þ. b. 95 þúsund lestir og er þá hugsanlegt að hægt verði að taka upp síld- veiðar að nýju að einhverju marki. □ 1225 908 Kg 457 Aflahæsti bátur þriðja árið í röð var Haraldur, Dalvík. Skip- stjóri Anton Gunnlaugsson. 2. Albert, Dalvík. Skipstjóri Sigurður Kristmundssori. 3. Sólrún, L.-Árskógssandi. Skipstj. Sigurður Konráðson. 4. Hafrún, Hrísey. Skipstjóri i Siguibjörn Ögmundsson. SLÆM UMGENGNI Á KRÖFLUSVÆÐINU Orkustofnunin hefur f sumar látið leggja veg um Hlíðardal að Kröflu á Mývatnsöræfum, vegna tilraunaborana til könn- unar á möguleikum nýrrar gufu virkjunar. Vegarlagningin hef- ur tekist vel eftir aðstæðum, og ekki valdið teljandi jarðraski, ef frá er skilinn afleggjari, sem lagður hefur verið upp á stall- inn vestaní Kröflu til að komast að borstæði efst í Hveragilinu. Afleggjari þessi hefur valdið miklum spjöllum á því sérstæða og viðkvæma landslagi, sem þarna er, og áður var alveg ósnortið. Það versta er þó, að hann hefur opnað óteljandi möguleika til að leggja bílaslóð- ir um allt Kröflusvæðið, enda hafa þeir möguleikar greinilega verið notaðir til hins ýtrasta. Þannig hafa verið lagðar slóðir að sprengigígnum Víti, alveg fram á brún hans, og allt um- hverfis, og þaðan eru slóðir upp um vesturhlíðar Kröflu, líklega allt upp á topp fjallsins. Einnig hafa verið gerðar bílaslóðir frá neðra borstaðnum, upp með Hveragilinu og fleiri giljum, og sameinast þær slóðunum frá Víti, svo hægt er að hringkeyra fjallið þvers og kruss. Landið er á þessum slóðum að mestu þakið fíngerðum leir og sandi, og mótast slóðir því mjög skýrt í það. í rigningum blotnar leirinn og slóðirnar graf ast upp, Er hér augljóslega um að ræða einhverjar mestu skemmdir, sem unnar hafa ver- ið á landslagi á Mývatnssvæð- inu. í sumar hefur þarna verið mjög mikil umferð ferðamanna, sem reyna að aka allar slóðir, og nýjar bætast við daglega, því að hægt er að aka næstum hvar sem er. Verður þetta að teljast furðu- legt gáleysi af þeim, sem fyrir þessum framkvæmdum standa, enda er umgengni af þessu tagi sem betur fer orðið sjaldséð fyrirbæri. Enn furðulegra verður þetta, þegar þess er gætt, að síðast- liðinn vetur voru sett sérstök lög um verndun Mývatnssvæð- isins og taka þau yfir allan Skútustaðahrepp. Megintilgang- ur þessara laga var einmitt, að forða landspjöllum af þessu tagi. Eins og flestum mun kunnugt urðu langvarandi eldgos á Kröflusvæðinu á árunum 1723 —29, og hófust þau með mynd- un sprengigígsins Víti, suðvest- an í Kröflu, en síðan hófst hraungos á langri sprungu, sem oftast er kennd við Leirhnjúk. Atburðarás gossins er tiltölu- lega vel þekkt, og þar með land- mótun svæðisins. Hér er því um að ræða mjög mikilvægt svæði fyrir rannsóknir og kennslu í jarðvísindum, auk þess sem landslagið er þarna víða undur- samlega fagurt. Nú hefur þessu einstæða landslagi verið spillt til stórra muna, og að því er virðist algerlega að óþörfu. Þótt vissulega sé erfitt og sumpart ómögulegt, að bæta fyrir þessi spjöll, verður þó að gera þá kröfu til Orkustofnunar innar, að hún láti þegar loka afleggjaranum upp á fjallið fyr- ir allri ónauðsynlegri bílaum- ferð, og tekið verði fyrir allan akstur utan vegar á svæðinu. Jafnframt ætti að reyna að slétta yfir þær slóðir, sem þarna hafa verið gerðar. Mál þetta er nú í höndum Náttúruverndar- ráðs, sem væntanlega sér sóma sinn í að taka það föstum tök- Helgi Hallgrímsson. Atvinna Skemmtanin Eldri dansa klúbburinn beldur dansleik í Al- þýðuhúsinu laugardag- inn 31. ágúst. Húsið opnað kl. 21. Miðasala við inngang- mn. Stjórnin. Karlmannsúlpa tapaðist nálægt Rafdeild K.E.A. s. 1. föstudag. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 2-19-31 eft- ir kl. 7 e. h. Fundarlaun. Tágartaska með barna- fötum, tapaðist af bíl Akureyri — Vaðlaheiði. Finnandi vinsamlegast liringi í síma 1-21-26. ÍSAK, 2ja ára í haust! Hver vill passa mig meðan mamma er í skól anum. Sími 2-18-59. Kona óskast til að gæta drengs á öðru ári í vetur Uppl. í síma 1-16-09. Stúlka getur fengið fæði og húsnæði gegn barna- gæslu fimm kvöld í viku. Uppl. í síma 2-16-68. Unglinga vantar við kartöfluupptöku. Sigþór Björnsson, Hellulandi, sími 1-21-00. Kona óskast til heimilis- starfa einn dag í viku. Hátt kaup. Tryggvi Gíslason, sími 1-10-78. Upplýsingar liggja fyrir um 1304 vangefna einstaklinga á landinu, en þar af eru þó vafa- tilfelli mörg. Af þessum fjölda eru 465 á stofnunum fyrir van- gefna, dagvistunarhéimili þar meðtalin. Þessar stofnanir eru fimm talsins, eða þessar: Kópa- vogshæli, Skálatún, Tjaldanes, Sólheimar og svo Sólborg á Akureyri, en það e.r eina vist- heimilið utan höfuðborgarsvæð isins. Þá eru dagvistunarheimil- in Bjarkarás og Lyngás, bæði í Reykjavík. Af 1304 vangefnum eru karlar 56,6% en konur 43,4%. Þá segir félagsfræðingurinn, að aðeins helmingur vangef- inna, er rétt eiga á örorkustyrk, njóti hans. Af framansögðu má sjá, að við erum langt á eftir nágranna þjóðum okkar í því að sinna þörfum vangefinna á félagsleg- um grundvelli. Þá er það ekki síður athyglisvert, að aðeins eitt vistheimili fyrir vangefna er utan Reykjavíkur og það er Vistheimilið Sólborg á Akur- eyri, sem byggt var af myndar- skap fyrir fáum árum. Á Sól- borg munu vera um 60 vist- menn, þegar dagvistunarfólk er með talið. En í ráði er að stækka vistheimilið til mikilla muna, bæði til þess að geta annast fleira vistfólk og einnig til að bæta kennsluaðstöðu. □ ílr Vafnsdal Ási í Vatnsdal, 27. ágúst. Norð- anáhlaupið um helgina var ekki mjög vont hjá okkur, en þó var bæði kalt og hvasst. Við óttumst ekki fjárskaða, þótt heiðar hafi gránað. Við vorum svo heppnir að vera rétt búnir að taka fé frá girðingum og koma því heim. Þetta fé var rekið til réttar á laugardaginn, bæði í Auðkúlu- rétt og Undirfellsrétt. Mér sýn- ist féð heldur rýrt. Berjaspretta er góð, eftir því sem gerist hjá okkur, og kart- öflusprettan er einnig góð, en kartöfluræktin er svo lítil, að tæplega er orð á gerandi. Veiði er að glæðast mikið í Vatnsdalsá og sýnist hún ætla að verða svipuð og í fyrra, en framan af var veiðin treg. Og enn er góð silungsveiði, en því miður allir dagar upp pantaðir. G. J. Bændakvöldvaka verður í Freyvangi 8. sept. — Nánar verður um hana í næsta blaði. Q L

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.