Dagur - 09.10.1974, Blaðsíða 5

Dagur - 09.10.1974, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prcntverk Odds Bjömssonar h.f. HEIÐURSBORGARI BÆJARSTJÓRN Akureyrar heiðr- aði Jakob Frímannsson fyrrverandi kaupfélagsstjóra 7. október með því að kjósa hann samhljóða heiðurs- borgara kaupstaðarins. í samþykkt þessari felst persónuleg viðurkenn- ing, en kjör heiðursborgara felur þó annað og meira í sér en að gleðja góðan mann á efri árum. Hún fel- ur í sér viðurkenningu, þá mestu opinberu viðurkenningu á störfum manns, sem bæjarfélag veitir. Jakob Frímannsson er borinn og barnfæddur Akureyringur og á þar sína starfsævi alla, og er bún eink um ofin tveim þáttum. Hann var samvinnuleiðtogi um áratugi, sem framkvæmdastjóri Kaupfélags Ey- firðinga, stjórnarmaður Sambands ís- lenskra samvinnufélaga og formaður þess mörg síðustu árin, og liann var nær þrjá áratugi bæjarfulltrúi og um skeið forseti bæjarstjórnar, kjör- inn af framsóknar- og samvinnu- mönnum í höfuðstað Norðurlands. Undir forystu Eyfirðinganna, þeirra Kristinssona og Vilhjálms Þór og Akureyringsins Jakobs Frí- mannssonar, efldist samtakamáttur og starf Kaupfélags Eyfirðiuga og á óumdeilanlega stærri lilut að vexti og velmegun Akureyrar og framfara nálægra sveita en nokkur annarr fé- lagsskapur. Hugsjónir samvinnu- manna gerðu Akureyri öllu öðru fremur að því sem lnin er og meðal annars að hlutfallslega mesta sam- vinnubæ álfunnar. Á síðustu árum hefur það svo komið í ljós, svo ekki verður um villst, að þegar kjósendur á Akureyri juku fylgi við fulltrúa samvinnumanna og framsóknar- manna í bæjarstjórn, liófst þar enn nýtt framfaraskeið, sem enn stendur. Það er samvinnustefnunni og um- bótasinnuðum framsóknarmönnum mikið gleðiefni, að þetta skuli opin- berlega og samliljóða viðurkennt í bæjarstjórn með lieiðursborgarakjör inu á mánudaginn. SAMVINNUSTARFIÐ ÞAÐ fer vel á því að minna á sam- vinnustarfið við Eyjafjörð sem enn einu sinni hefur hlotið viðurkenn- ingu ábyrgra aðila. Félagið var stofn að 1886. Félagsmenn áttu engan sjóð en næga bjartsýni og félagsþroska til að koma samvinnuhugsjóninni í framkvæmd. Þeir hafa með samtaka- mætti sínum lyft mörgum Grettis- tökum, en þau síðustu er bygging kjötiðnaðarstöðvar og nú mjólkur- stöðvar, vöruhússins við Hafnar- stræti og hraðfrystihúsanna á félags- svæðinu. Fastráðnír starfsmenn KEA eru 700, velta félagsins síðasta ár var meira en liálfur fjórði milljarður. Sex þúsund félagsmenn kaupfélags- ins vinna enn að stórum verkefnum. Frímannsson Dánarminning hjónanna á Jakob JAKOB FRÍMANNSSON, fyrr- verandi framkvæmdastjóri KEA, verður 75 ára í dag'. En hann fæddist á Akureyri 7. okt. 1899 af eyfirsku og svarfdælsku foreldri. Jakob tók við kaupfél- lagsstjóastarfi af Vilhjálmi Þór í ársbyrjun 1940 og gegndi því samfleytt uns hann lét af störf- um í samræmi við aldursreglur fyrirtækisins vorið 1971. Það er alkunna og eyfirskum samvinnumönnum í fersku minni, með hvílíkri atorku og hvílíku öryggi Jakob stjórnaði KEA þá fulla þrjá áratugi, sem hann hélt um stýrið. Hann tók við félaginu sem viðskipta- og atvinnulegu stórveldi á íslenska vísu. Það er vandasamt hlut- verk að taka við svo stóru, fjöl- þættu og blómlegu búi og verja það áföllum í umróti tímans. Það tókst þó Jakobi og hans samstarfsmönnum til fullnustu og mun sagan án alls efa kveða upp þann dóm, að ekki hafi veg ur Kaupfélags Eyfirðinga áður orðið meiri eða hagur þess blóm legri en þegar hann skilaði því í hendur næsta manns. Margir munu hugsa hlýtt til Jakobs Frímannssonar á þess- um degi, hvar sem hann er nið- ur kominn. í þeim stóra hópi munu eyfirskir samvinnumenn vera fjölmennastir því þeir munu eiga afmælisbarninu mest upp að unna. Fyrir þeirra hönd sendi ég Jakobi Frímannssyni hugheilar afmæliskveðjur og bið honum og fjölskyldu hans farsælar á komandi árum. Tjörn, 7. október 1974. Hjörtur E. Þórarinsson. TÍMINN líður áfram með sínum þunga nið, inort sem okkur líkar það betur eða verr, og við menn- irnir komumst ekki Iijá því að eldast. í dag (7. okt.) á góðvinur okkar, Jakob Frímannsson, 75 ára afmæli og í því tilefni vil ég biðja blaðið okkar, „Dag“, að flytja Iionum innilegar hamingjuóskir á þessum merku tímamótum ævinnar og jafnframt með óskum um, að liann eigi enn eftir að lifa og starfa í mörg ár að sínum fjöl- mörgu og víðkunnu áhugamálum í þágu þjóðar okkar. Kæri Jakob Frímannsson. Sem vin og góðum félaga vil ég þakka þér fyrir vináttu þína á liðnum árum og einnig fyrir það að hafa notið þeirrar gleði og gæfu að geta verið samferðamaður Jnnn í meira en hálfa ökl. Fyrst í Ungmennafé- lagi Akureyrar í allmörg ár og síðar sem eins konar starfsfélagi hjá KEA hér á Akureyri ,og svo að lokum undir þinni yfirstjórn hjá Kaupfélaginu í meira en 25 ár. Hér verður ekki rakinn uppruni eða æviferill Jakobs Frímannsson- ar í einstökum atriðum, svo sem gert er í æviminningum um menn, sem horfnir eru af athafnasvið- inu og hnigið hafa í faðm hvíldar- innar. Okkur öllum til ánægju, sem enn erum hans samferða- menn, þá býr Jakob Frímannsson ennþá yfir miklum andlegum og líkamlegum styrk og lílsjirótti til starfa og Jjjónustu í Jiágu Jreirra fjölmörgu menningar- og áhuga- mála, sem rikt hal’a í liuga hans, allt frá æskudögum og sem síðar hafa hlotið eldskirn í liinum mik- ilvægu og merku störfum hans á liðnum áratugum. Ungur að árum hreyfst Jakob af hugsjónum og þjónustuvilja ungmennafélagsskaparins. — Með starfi sínu innan Jress félagsskap- ar vann hann sér álit og traust 75 ára til starfa í fremstu víglinu. Hann aflaði sér snemma góðrar mennt- unar innanlands og utan, en að Javí loknu hvarf liann til starfa lijá Kaupfélagi Eyfirðinga, fyrst undir stjórn Sigurðar Kristinsson- ar framkvæmdastjóra en síðar sem aðalfulltriii og nánasti samstarfs- maður Vilhjálms hórs framkv.stj. félagsins til ársins 1939, en frá þeint tíma og til ársins 1969, var Jakob Frímannsson. Jakob framkvæmdastjóri Ivaupfé- lags Eyfirðinga, en hætti því starfi er hann náði sjötugsaldrinum. Fjölþættum og umsvifamiklum störfum Jakobs Frímannssonar hjá KEA, í þágu almennings á Akureyri og hinna eyfirsku byggða, verða ekki rakin hér, enda mun sagan skrá Jrau á sín- um tíma, en eins og kunnugt er, hefur Jakob verið öll sín starfsár sterkur Jjátttakandi í lífi og starfi sinnar samtíðar. Þar tala verkin, svo að um [rau störf Iians er óþarft að hafa hér mörg orð. Með starfi sínu fyrir samvinnu- hreyfinguna á undanförnum ár- um hcfur Jakob Frímannsson veitt nýrri kynslóð góða leiðsögu, en í því efni liefur hann verið sí- vökull og sókndjarfur. Hann hef- ur sýnt alkunna samviskusemi í hverju starfi. Hann er yfirlætis- laus, alúðarfullur og glaðsinna í öllu viðmóti og nýtur sérstakra vinsælda lijá öllum, sem hann á BRÉF TIL ÓLA HALLDÓRSSONAR Á GUNNARSSTÖÐUM Þótt ég sé oftast önnum kafinn ætla ég nú að skrifa þér. Víst er það ljótt með litla stafinn, að láta ei það rétta halda sér. Uppátækið vor augu stingur. Enda á borð við stuld og rán. Og þú sem ert sannur Þingeyingur þola ei máttir slíka smán. Til voru lög svo haldin heimsku að hæddu þau allir góðir menn. Þeim var hollust hjá gröf og gleymsku gisting fengin, og svo er enn, Langskólamenn og landsins pressu langar að buga metnað vorn. Við skulum ekki ansa þessu og áfram nota hið stóra ÞORN. Alúðarkveðja og þökk fyrir viðtökurnar í sumar. J. B. frá Garðsvík. samskipti við. Hann er mjög skýr í öllum málflutningi og djarfur í skoðunum, Jíegar liann túlkar við- liorf sitt á fundum óg í viðræðum um málefni samfélagsins, er taka Jiarf afstöðu til hverju sinni. Kæri vinur, Jakob. Eg ler nærri um Jtað, að þú munir nú vera mér síður en svo þakklátur fyrir ýniis Jjau orð, Jjó ekki séu mörg, sem ég hef liér látið falla varð- andi meðfæddar gáfur þínar og glæsilegan árangur í starfi, Jjví þú hefur aldrei látið mikið af Jjínum störfum í þágu samfélagsins. —• Hins vegar eru Jjcssí fáu orð mín mælt og studd af langri reynslu í gegnum samstarf liðinna ára og eru einnig studd al' áliti samferða- mannanna. Jakob Frímannsson hefur verið gæfumaður í lífi sínu og starfi, og mun gæfa lians hafa náð há- marki er hann, árið 1926, giftist heitmey sinni, Borghildi Jóns- dóttur, sem æ síðan hefur verið lians góði og hjartfólgni förunaut- ur á lífsgöngunni. Þessa dagana dvelja þau Jakob og Borghildur á hressingarhæli í Silkeborg á Jótlandi. Eg Jjykist vera viss um, að í dag leitar liug- ur [reirra heim á hinar fornu og kæru slóðir, og munu áreiðanlega, eins og margir íslendingar, sjá Jrað í hugsýn, að „Fögur er hlíð- in“, og heillandi og gróðursæl er hin gamla Akureyri, umkringd a£ kyrrlátri fegurð eyfirsku dalanna. Kæru vinir Jakob og Borghild- ur. Við, liinir fjölmörgu vinir ykk- ar hér á Akureyri og í Eyjafirði, minnumst ykkar sérstaklega á Jjessum merkisdegi og sendum ykk- ur innilegar hamingjuóskir, og við munum öll gleðjast er við fáum að sjá ykkur aftur hér lieima eftir góða og kyrrláta hvíldardaga í góðviðri á gömlu Jótlandsheið- unum. Akureyri 7/10 1974. Jónas Kristjánsson. TIL SÖLU: Neðri liæð liúseignar- innar Svalbarð, Árskógssandi. Ragnar Steinbergsson, hrl. — Skrifstofan Geisla götu 5, opin daglega kl. 5-7 e. h., sími 1-17-82. Heimasímar: Ragnar Steinbergsson hrl., sími 1-14-59. Kristinn Steinssson sölu- stjóri, sími 2-25-36. Fasteignasalan RÁÐHÚSTORGI 1, SÍMI 2-22-60. Höfum kaujrendur að ýmsum stærðum íbúða. Höfum verið beðnir að útvega einbýlishús eða raðhiis. Góð hæð kemur til greina. Fasteignasalaii RÁÐHÚSTORGI 1, SÍMI 2-22-60. Sami inngangur og Norðlensk trygging. Steindór Gunnarsson, lögfræðingur. OPIÐ BRÉFA TIL BÆJAR- YFIRVALDA. í síðasta tölublaði Dags. 18. sept. birtist grein frá íbúum 15 ára íbúðarhverfis. Það var svo sannarlega rétt sem um var fjallað. Mig langaði í framhaldi af Jjeirri grein að vekja athygli bæjaryfirvalda á íbúðarhverfi, sem er ekki langt frá því sem um er talað í þeirri grein. En þar á ég við Stórholt, Lyngholt og jafnvel ofan í Sand gerðisbót. Þar sýnist mér allt vera í ósómanum. Þar er aldrei hreyft við neinu til bóta, fúll lækur rennur Jjar meðfram vegi a. s. frv. En við fyrrnefndar götur þrífst ekki gróður í görðum svo vel sé, runnar visna á miðju sumri vegna sjávarseltu, því vatnsbíllinn færir okkur ekkert annað en sjó. Hér er orðin mikil umferð af ýmsum ástæðum og vatnsbíllinn kemur hér kannski oftar en í þær götur, sem um- ferð er minni, enda eru runnar þar ennþá í blóma. Svo er ljað barnaleikvöllur- inn hér, hann er áreiðanlega LÖGM ANN SHLf Ð ARKIRK JU hefur borist fögur minningar- gjöf. Er Jjað ljóskross á turn kirkjunnar, en slíkir krossar eru víða á kirkjutumum. Gjöf- in er gefin til minningar um Sigurð Árna Sigurðsson, sem lengi bjó á Þyrnum í Glerár- þorpi, og fyrri konu hans, Sig- ríði Árnadóttur, ennfremur hjónin Þórkötlu Jónsdóttur og Jakob Guðmundsson frá Hjarð- arholti. Gjöfin er gefin í tilefni þess, að 7. október s.l. var 100 ára afmælisdagur Sigurðar Árna Sigurðssonar. Hann fæddist 7. okt. 1874 og dó 7. september 1947. Gefendur eru börn, tengdabörn og seinni kona Sig- urðar Árna, Guðrún Hálfdánar- dóttir, Lyngholti 8, Akureyri. Ljóskrossinn verður settur á kirkjuna í þessari viku og kveikt á honum við guðsþjón- ustu á sunnudaginn kl. 2 í Lög- mannshlíðarkirkju. — Gefend- Bifreióir Til sölu Ford Bronco árg. 1966. Sími 1-21-77. Glæsilegur amexískur bíll til sölu, sjálfskipt- ur. Selst ódýrt ef samið er strax. Uppl. í síma 1-21-59. Til sölu rússajeppi með díselvél. Uppl. gefur Gunnar Kristjánsson, Dagverðareyri. Til sölu er Land Rover dísel árg. 1972. Ekinn 40.000 km. Lítur vel út, ný dekk. Uppl. í síma (96) 22634. Lítið ekinn Citroen til sölu, árg. 1972, gerð D súper. Uppl. í sítna 1-12-49 eða 1-15-09. eitt af olnbogabörnum leikvalla hér í bæ. Þar eru að vísu nauð- synlegustu leiktæki, en þar er líka fleira, t. d. glerbrot á víð og dreif og rusl út um allt. Þetta er svo ljótt að sjá að því verður varla með orðum lýst. Aldrei hef ég séð neinn koma og líta eftir þessum leikvelli í allt sumar. Hvernig er með öll skóla börnin sem eru í sumarvinnu? Er þar ekki nægur vinnukraft- ur? Er það út af manneklu sem þetta er vanrækt? Eins og allir vita er Akur- eyri alltof fallegur bær til þess að svona ljótleiki megi þrífast hér. Og í guðanna bænum, góðu menn sem ráðið, finnið þið lausn á því að börnin slasist ekki á glerbrotum á leikvelli, og að hægt sé að rækta tré og runna hér sem annars staðar í bænum. Við hér fyrir utan Glerá og neðan Hörgárbrautar borgum okkar gjöld til bæjarins eins og aðrir. En við erum látin afskiptalaus. HVERS VEGNA? um eru færðar bestu þakkir fyr ir þessa fögru gjöf til kirkjunnar og Guð blessi minningu hinna látnu ástvina þeirra, sem gjöfin er gefin til minningar um. Sóknarprestar og sóknamefnd. RÆTT UM NÝJA SORPEYÐINGARSTÖÐ Á SÍÐASTA bæjarstjórnar- fundi urðu nokkrar umræður um sorpeyðingu bæjarins vegna tillögu Tómasar Inga Olrich. Að umræðum loknum var sam- þykkt eftirfarandi tillaga frá Val Arnþórssyni og Ingólfi Árnasyni: „Bæjarstjórn Akureyrar sam þykkir að fela bæjarverkfræð- ingi að ljúka við gerð frum- áætlunar um stofn- og reksturs kostnað sorpmölunarstöðvar, og jafnframt verði gerð samskonar áætlun um sorpbrennslustöð fyrir Akureyrarbæ. Skal frestur til að gera áætl- unina við Jjað miðaðaur, að unnt verði að taka tillit til henn ar í fjárhagsáætlun fyrir árið 1975.“ □ ÞEGAR Flugfélag íslands hóf sólarferðir til Kanaríeyja í árs- lok 1970 varð fljótlega ljóst, að mikill áhugi var fyrir vetrar- orlofi í sól og sumri, að margir myndu notfæra sér þessa þjón- ustu, þegar fram í sækti. Sú hefur einnig orðið raunin á og þrátt fyrir nokkra örðugleika í byrjun hvað áhrærði gistingu á Kanaríeyjum, Jjá hafa þessar ferðir átt ört vaxandi vinsæld- um að fagna, enda hefur gisti- aðstaða batnað ár frá ári með auknum viðskiptum og betri fót festu á hótelmarkaði eyjanna. í haust munu Kanríeyjaferðir Flugfélags Islands og Loftleiða hefjast þann 31. október, en alls eru áætlaðar 17 ferðir til Kanarí eyja í vetur. Sú breyting verður á ferðatilhögun, að flogið er nú frá íslandi að morgni fimmtu- dags og komið til Kanaríeyja kl. 14.00. Hópur, sem er á heim- ÞANN 14 september síðastlið- inn var til moldar borin frú Jó- fríður Þorvaldsdóttir frá Hálsi í Svarfaðardal, þá á 81. aldurs- ári, og var hún jarðsett að Völl- um í Svarfaðardal við hlið eigin manns síns Þorsteins Þorsteins- sonar, sem látist hafði fyrr á árinu eða þann 17. apríl og verið jarðaður þar. Prófasturinn Stef- án Snævarr jarðsöng. Fjöl- menni var við báðar þessar jarð arfarir, því að þessi hjón höfðu áunnið sér aðdáun og hylli sam borgara sinna í Svarfaðardal og víðar, vegna ágætrar frammi- stöðu í búskaparmálum sveitar- innar og margháttaðrar lið- veislu, bæði vegna útvegsmála og á ýmsan annan hátt, og vildu þessvegna votta þeim virðingu sína og þakklæti með því að fylgja þeim til hinnar hinstu hvíldar. Ég tel mér skylt með nokkr- um orðum að minnaast þessara ágætu hjóna bæði af því að [jau voru nágrannar mínir í æsku, og þá ekki síður vegna þess, hve síðari kynni urðu framúr- skarandi góð. Frú Jófríði þekkti ég ágæt- lega allt frá því að við vorum smákrakkar, sem einfaldlega kom til af því, að við áttum svo margt sameiginlegt, við vorum samsveitungar og þar að auki systrabörn, þá vorum við lær- dómsfélagar í undirbúningi að fermingu og svo vorum við fermd samtímis, eða vorum fermingarsystkini, en sú athöfn fór fram í Stærriárskógskirkju á Hvítasunnudag vorið 1908. Hinsvegar kynntist ég Þor- steini ekkert í æsku. Hann var sem sé nokkru eldri en ég, og svo var hann hinumegin við hálsinn og það gerði skilsmun- inn, ég heyrði hans bara getið sem fóstursonar Hálshjónanna, og því líklegan til þess að verða bóndi þar þegar hann hefði ald- ur til. Eftir ferminguna slitnuðu tengslin milli okkar Jófríðar um langt árabil, eða þar til árið 1949 að ég heimsótti húsfreyj- una á Hálsi og mann hennar, ásamt með konu minni Margréti og var okkur tekið eins og alda- vinum og boðið allt það besta, sem heimilið hafði að bjóða, og síðan höfum við heimsótt þetta sómafólk á hverju sumri og stundum oft og ávalt mætt vel- vild og ljúfmennsku. Það fór heldur ekki framhjá neinum, sem kom að Hálsi, að þar ríkti samhugur og eining og sást það best á því, hversu leið leggur af stað frá Kanarí- eyjum kl. 16.00 og kemur til Keflavíkur kl. 22.00. Millilent verður í Glasgow í þessum ferð um, en þar fara áhafnaskipti fram. Flestar ferðirnar verða flognar með Boeing 727 Jjotum Flugfélagsins, en fjórar ferðir verða flognar með DC—8 þotum Loftleiða á þeim tímum, sem mest eftirspurn er eftir ferðum til Kanaríeyja, en það er í des- ember og í janúar. Gisting á Kanaríeyjaferðum flugfélag- anna verður sem áður í smá- hýsum, íbúðum og hótelíbúðum eða á hótelum, og eru verð og aðbúnaður við allra hæfi. Þá hefur verið opnuð skrifstofa á Kanaríeyjum til þess að greiða fyrir farþegum. Skrifstofan er á jarðhæð á besta stað á Playa del Ingles og verður opin á skrif stofutíma. Auk þess munu farar stjórar heimsækja ferðafólkið, börnin sem þau eignuðust hænd ust að heimilinu og létu sér annt um það sem Jjar gerðist, jafnvel þótt þau væru orðin sjálfstæðir einstaklingar í öðr- um byggðarlögum og barnabörn in sögðu að gott væri að vera hjá afa og ömmu. Eftir því sem ég kemst næst, kom enginn svo að Hálsi, að honum eða henni væri ekki lið- sinnt ef þurfa þótti og hægt var og góðgerðir í mat og drykk alveg taldir sjálfsagðir hlutir. En oft mun Jófríður hafa átt í erfiðleikum þegar bóndinn var fjarverandi, en það skeði æði oft, að minnsta kosti fyrst fram- an af. Þorsteinn var sem sé mjög hneigður fyrir smíðar og var mjög handlaginn við þá iðju. Hann lærði ungur bátasmíðar og var því gjarnan, þegar bú- skaparannir leyfðu, ýmist niðri á Dalvík, úti í Hrísey, eða kann- ske annarstaðar við bátasmíðar eða viðgerðir á bátum og má þá nærri geta að konan hefur Jjurft að beita sér til þess að halda öllu gangandi. Að sjálfsögðu gekk þetta allt greiðlegar þegar börnin stækkuðu og gátu farið að hjálpa til, en það verður ekki af Jófríði skafið, að henni lét va| að stjórna búinu þótt bóndinn væri fjarverandi, og sýndi með því að hún var mikil búkona. Aldrei sá ég vín haft um hönd á heimilinu og hvorugt hjónana reykti, og bar það óneitanlega mjög ljósan vott þess hve heil- brigðisjjjónustan og reglusemin voru mikils metnar og vafalaust hefur Jófríður átt stóran þátt í því að sá háttur var hafður á á Hálsi, enda var það helsta leiðbeina því, og hjálpa því til að komast í lengri eða skemmri útsýnisferðir. Svo og greiða fyr ir Jjví að öðru leyti. Aðalfarar- stjóri verður sem áður Guð- mundur Steinsson. Hann hefur starfað fyrir Flugfélag íslands á Kanaríeyjum frá upphafi ferða þangað, en starfaði áður að slíkum málum á Spáni og víðar. Um það leyti er sólar- ferðir til Kanaríeyja hófust dvöldu um það bil helmingur farþega í höfuðborginni ó Gran Canaria, Las Palmas. Þróunin hefur hins vegar orðið sú, að fleiri og fleiri kjósa að dvelja á suðurhluta eyjarinnar, Playa del Ingles, sem er að öðru jöfnu sólríkari. Þó eru allmargir, sem kjósa frekar að dvelja norður frá, njóta hins fjöruga næturlífs borgarinnar. Ferðir milli stað- anna eru tíðar. (Fréttatilkynning Flugleiða) ákvæði ungmennafélaganna, en hún var ein af þeim, að hindra áfengisneyslu eða drykkjuskap og tóbaksnautn hjá þjóðinni og mun hún hafa staðið þar traust- an vörð til hinstu stundar. Frú Jófríður var talin mikil fríðleikskona, nettvaxin, tæp- lega meðalhá og grannleit með falleg, blágrá augu og brosti ein staklega fallega og það garði hún oft. Þessum fríðleika hélt hún alveg ótrúlega v.el eða Jjann ig, að á 80 ára afmælisdegi henn ar ætluðu þeir, sem ekki vissu fyrr, að trúa því að aldur henn- ar væri orðinn svona hár. Hún gat verið prýðilega ræðin ef því var að skipta og lét þá ekki eiga hjá sér í orðavali. Þorsteinn aftur á móti var hár og grannur og beinvaxinn, oftast alvarlegur, hlédrægur og fáorður, þungur fyrir ef á móti var mælt, en einkar alúðlegur ef betur lét og brosti þá stund- um. Segja má að þessi hjón hafi verið andstæður í lundarfari, en eru það ekki einmitt andstæð- urnar sem oft tengjast sterk- ustu böndunum, eða svo hefur mér að minnsta kosti virst og má benda á mörg dæmi því til sönnunar. Jófríður Þorvaldsdóttir var fædd 21. sept. 1893 á Hellu á Árskógsströnd dóttir búandi hjóna þar, Soffíu Jóhannsdótt- ur og Þorvaldar Vigfússonar, og ólst hún þar upp við iðjusemi og reglusemi, ósamt allstórum systkinahópi framyfir fermingu en frá þeirri athöfn er áður sagt. Árið 1910 eða 1911 hætti móðir hennar búskap á Hellu, Jjá fyrir löngu orðin ekkja og farin að heilsu og varð Jófríður Jjá að sjá um sig sjálf. Réði hún sig þá að Ósi í Möðruvallasveit og var þar nokkur ár. Vistaðist þar næst að Hálsi í Svarfaðardal og mun það hafa verið vorið 1914. Haustið 1915 kom Jófríður til Akureyrar til þess að læra fata- saum og var þá trúlofuð Þor- steini Þorsteinssyni fóstursyni hjónanna á Hálsi og svo giftu þau sig vorið eftir, eða þann 27. maí 1916. Þorsteinn Þorsteinsson á Hálsi, sem fullu nafni hét Þor- steinn Elías Þorsteinsson, var fæddur í Syðri Haga á Árskógs- strönd fyrsta febrúar 1889, son- ur hjónanna Ágústu Guðmunds dóttur og Þorsteins Vigfússon- ar, sem síðar varð þekktur und- ir nöfnunum Þorsteinn í Rauðu vík eða Þorsteinn selaskytta. I janúar 1893 missti Þorsteinn móður sína, þá tæplega fjögurra ára gamall, og var Jjá tekinn til fósturs af hjónunum á Hálsi í Svarfaðardal, Guðrúnu og Jóni, eins og áður er frá sagt, ásamt með tveim öðrum systkinum Þorsteins, Elínu og Gunnlaugi, en Guðrún og Ágústa voru syst- Akureyri, 22/9 1974. Virðingarfyllst, Húsmóðir. Fögur minningargjöf Þorsteinn Þorsteinsson og Jófríður Þorvaldsdóttir á Hálsi. ur. Þorsteinn ólst síðan upp sem fóstursonur hjónanna á Hálsi enda átti hann þar heima alla tíð síðan. Hann var fermdur í Vallakirkju 31. maí 1903 a£ sóknarprestinum, séra Stefáni Kristinssyni. Eftir ferminguna mun Þor- steinn hafa unnið að búverkum á Hálsi eins og sjálfsagt þótti í þó daga, en löngun til að læra smíðar mun snemma hafa gert vart við sig hjá Þorsteini, sem svo varð til Jjses að hann lærði bátasmíði og mun faðir hans, scm var bátasmiður, hafa veitt honum tilsögn í Jjeirri iðn, og þar sem pilturinn var námfús og fljótur að læra varð hann brátt ágætur bátasmiður og vann síðan við það af kappi þeg ar búsumstang leyfði. Ekki hefi ég getað komist að Jjví hversu marga bóta Þorsteinn smíðaði, en þeir voru margir. Þann 27. maí 1916 giftist hann Jófríði Þor valdsdóttur eins og áður er frá sagt. Síðan þetta skeði er nú liðinn langur tími. Ungu hjónin á Hálsi tóku við búsforráðum ekki löngu eftir að þau giftu sig. Þau hafa búið rausnarbúi Jjar síðan, bætt jörðina, aukið bústofn og endurbyggt húsá- kost og verið sveitarprýði í allri umgengni, ennfremur hafa [jau lagt byggðarlaginu og þjóðinni til 9 mannvænleg börn sem öll hafa orðið ágætir þjóðfélags- þegnar, og verður ekki annað sagt en að það sé vel af sér vik- ið, og þrátt fyrir allt umstang sem óhjákvæmilega fylgir stór- um barnahópi auk annarra skyldustarfa, gaf frúin sér tíma til að sinna kvenfélagsmálum í sveitinni og inna þar af hendi miskunnarverk ef svo bar und- ir. Börn þeirra eru þessi: Guðrún, nú húsfreyja á Hálsi; Þorsteinn, verkstjóri hjá Slipp- stöðinni á Akureyri; Áslaug, ekkja á Akureyri; Þorvaldur, bústólpi foreldranna á Hálsi; Soffía, húsfreyja, nú dáin; Jón, bifvélavirki í Reykjavík; Anna, húsfreyja á Akureyri; Guð- mundur, húsasmiður og organ- isti, og Gerður, bústýra í Reykjavík. Árið 1966 áttu þessi ágætu hjón 50 ára hjúskaparafmæli, og hafði Jjá verið ákveðið að þau hættu bústjórn. Þorsteinn hafði Jjá kennt sér nokkurs lasleika undanfarið, kominn hátt á átt- ræðisaldur og slitinn af vinnu og konan á áttræðisaldri líka. Tóku þá við bústjórninni dóttir þeirra, Guðrún, og maður henn- ar, Friðrik Magnússon, ásamt með Þorvaldi, sem verið hafði bústólpi foreldranna frá því að hann hafði getu til. Um mánaðamótin mars-apríl síðastliðin veiktist Þorsteinn og var fluttur á spítalann á Akur- eyri og Jjar dó hann eftir stutta legu eða þann 17. apríl. Konan, sem einnig þá hafði orðið nokk- urs sjúkleika vör, hélt þó velli þar til í ágústmánuði, að hún veiktist hastarlega, var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri og lést þar eftir um það bil mánaðar- legu, eða þann 8. september síð- astliðinn, þrátt fyrir það, að allt var gert sem hægt var henni til bjargar. Þarmeð eru þessi ágætu hjón komin á svið forfeðranna, en þau hafa skilið eftir minningar . sem ekki munu gleymast þeim er til þekktu. Við hjónin kveðjum þau með djúpri virðingu og þökk, og að- standendum sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Egill Jóhannsson,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.