Dagur - 09.10.1974, Blaðsíða 8

Dagur - 09.10.1974, Blaðsíða 8
AUGLVSINGASÍII UR Akureyri, miðvikudaginn 9. okt. 1974 j NÝKOiVllÐ g L GÚLLSIVÍIÐIB ’ ÚRVAL AF f/jj SiGTRYGGÚR GULLVÖRUIVl 1J 8í. PÉTÚR • yT l/ r' ;T N— 5 AKUREYRI 1 & S.l. laugardag afhenti Kiwanisklúbburinn Kaltíbakur 250 þúsund krónur í hjartabílsöínunina <?> ^ og er meðfylgjandi mynd tekin er Stefán Gunnlaugsson forscti Kaídbaks afhenti Guðmundi 4 Biönda! gjöfina. Aðrir á myndinni erli, Khvan isfélagarnir (f. v.) Haraldur Sveinbjörnsson, % Otto Tuíinius, Sævar Vigfússon og Sigurjón Þorvaldsson. (Ljósm.: Fr. Vestm.). <$X$><»^<$>^^X^<^<^<J>^^X$X^X$K$X$X$K$>^X$X$X$><JXÍXÍX$>^X^<Í^X$><$X$X$><$>^<Í>^><$X$X^>^X$X$XJ><$^XÍXÍXJ><^<$X5XÍXÍXÍ>^ Á LAUGARDAGINN var nýtt barna- og unglingaskólahús vígt á Hofsósi. Er það fyrsti áfangi af fleiri fyrirhuguðum, og eiga skólann þrír hreppar: Hofs- hreppur, Hofsóshreppur og Væn iömh írá Brúnastöðum Sauðárkróki 7. október. Sigurð- ur Sigurðsson á Brúnastöðum í Lýtingsstaðahreppi lagði nýlega inn 137 dilka og fóru allir í fyrsta flokk og var meðalvigt þeirra 20,9 kg. Mun þetta með eindæmum, enda bóndinn mik- ill fjárræktarmaður og fyrir- myndar bóndi. Þyngsta dilkinn, 32,4 kg, átti Símon Traustason, Ketu í Hegra nesi. Sauðfjárslátrun stendur enn yfir hjá Kaupfélagi Skag- firðinga. G. Ó. BANASLYS Á DALVÍK AÐFARANÓTT 5. október varð dauðaslys hér á Dalvík. Sjómað ur, að nafni Þorleifur Kristinn Arnason, Karlsbraut 12, var að ganga yfir götuna og heim til sín, varð fyrir bíl og lést sam- stundis. Hann var ókvæntur og barnlaus. V. B. Fellshreppur. Nemendur verða 115 talsins. Skólastjóri er Garð- ar Jónsson, fastir kennarar 6 og stundakennarar að auki. Þessi byggingaráfangi mun kosta um 27 milljónir króna, 642 fermetrar að stærð með 5 kennslustofum og öðru nauð- synlegu húsrými. Þetta mun fyrsti skólinn, sem byggður er með hliðsjón af hinum nýju fræðslulögum. Skólabörn verða flutt heim og heiman. Við erum mjög ánægðir með nýja skólann, sagði Óli M. Þorsteinsson á Hofsósi er blaðið Hrísey 8. október. Okkur líður ljómandi vel í Hrísey, því allir eru friskir og brattir það ég veit, enda kemur Eggert Bríem læknir á Dalvík hingað rcglu- lega. Hann er ljómandi maður og heldur viö heilsunni, er ný- kominn núna og er þessa stund- ina að hressa upp á mannskap- inn, sem hans þarf að leita. Menn fara á sjó þegar gefur. Fjórir bátar eru ó snurvoð, þrír á línu og þegar vel viðrar fara menn á trillunum og renna færi. Alltaf reitist eitthvað, en heilt yfir má -segja, að afli sé tregur. Okkur vantar alltaf fisk og það er nú það eina, sem okk- Állt er á kafi í snjó FRÉTTIR bárust af því í norðan hríðinni á dögunum, að allt hefði farið á kaf í snjó á fremstu bæjum Svarfaðardals. Þar var mikill og jafnfallinn snjór, um eins meters djúpur. Var þá jarð laust fyrir allar skepnur og nokkrum erfiðleikum bundið að koma sláturfé til Dalvíkur vegna snjóanna, en slátrun var hraðað á þessum bæjum vegna hinna óvenjulegu aðstæðna. Nú hefur snjóa leyst svo, að ekki er nema snjóhrafl eftir á láglendi, þar sem mestur snjór- inn féll. Margir bændur voru uggandi yfir því í haust, að ekki yrði unnt að koma öllum nautgrip- um í hús ef veður spilltust snemma. Sú varð og raunin á, þar sem svo mikið er nú víða af geldneytum. En hey eru hvar vetna næg og skjól finnast einn ig, svo ekki mun þetta hafa komið að sök. Nautgripaslátrunin hefst að sauðfjárslátrun lokinni. Q leitaði frétta hjá honum á mánu dagsmorguninn. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra var meðal gesta. Óli sagði ennfremur: Hofsós er nú að rísa úr öskustónni. Hér hefur verið ágæt atvinna í tvö ár og afkoma fólks ólíkt betri en hún áður var, enda vill nú unga fólkið gjarnan setjast hér að. Eru nú sex íbúðarhús í byggingu og í haust verður byrjað á tveimur í viðbót. Það er allt ungt fólk, sem nú er að byggja. Það mátti heita hér eymdarástand, en nú hafa orðið þáttaskil. ur vantar tilfinnanlega. En það vantar líka mikið þegar fiskinn vantar. Allt getur þetta þó stað ið til bóta. í hretinu varð jörð alhvít en ekki mikill snjór og er hann að mestu farinn. Skólinn er byrjaður, nemend ur um 60 talsins og við hann starfa fjórir íastir kennarar. Dalvíkurrútan hefur nú minnkað þjónustu sína. Hún kom niður á Litla-Árskógssand þrisvar til fjórum sinnum á viku í sumar og Hríseyjarferj- an fór þá jafnframt til lands. Nú eru ferðir ekki nema tvær á viku og þykir okkur það held ur lítið og erum við ekki ánægð ir með það. í morgun sátu ellefu rjúpur rétt við húströppurnar hjá mér þegar ég kom út og rótuðu þær sér ekki er ég gekk hjá þeim, áleiðis til vinnu minnar. Það eru heilar breiður af rjúp um á eynni nú í haust og þær eru að verða talsvert hvítar, og ósköp gæfar eru þær. Þær eru mikið í görðunum lieima við húsin og una sér vel þar. Fálk- ar virðast hér mun fleiri en áð- ur og eru rjúpurnar þeim auð- veld bráð eins og allir þekkja. Stundum fljúga rjúpnahópar undan fálka hér inn á milli húsa, en fálkinn hverfur þá frá Síminn lélegur í Valnsdal Ási í Vatnsdal 7. október. Mikið ólag er á símanum í þessari sveit og getur skapast af því hálfgert neyðarástand. Línurn- ar eru gamlar og ónýtar og þriðjungur sveitabæjanna eru öðru hverju símasambandslaus- ir. Fólk verður að aka langan veg til að reka almenn erindi, sem annars væri hægt með því að nota símann, og sjá allir hve mikið ófremdarástand þetta er, og skjótra úrbóta þörf. Okkur' vantar fólk til starfa við sauðfjárslátrunina, því skóla fólkið, sem þar hefur unnið, hefur verið að hverfa til skóla sinna, en örðugt reynist að fá fólk til að fylla í skörðin. Fá- mennt er á sveitaheimilunum, svo ekki er gripið upp fólk þar, þótt á þurfi að halda. G. J. ígætor kynningarfundur liiá A.A.‘Samlökunum SL. laugardag héldu A.A.-sam- tökin á Akureyri kynningar- og útbreiðslufund að Hótel Varð- borg. Þessi fundur verður við- stöddum ógleymanlegur fyrir margra hluta sakir. Þarna voru mættir félagar af Suðurlandi frá þrem deildum, og fluttu þeir hreinskilnar og hjartaskerandi ræður um það böl, sem áfengið hafði leitt yfir þá og heimili þeirra. Sorg, smán og niðurlæg- ing hafði orðið hlutur þeirra í fylgd Bakkusar. Loks kom að því að augu þeirra opnuðust, flestra vegna kynna við félags- skap A.A., samtök þeirra, til sjálfsbjargar, er lotið höfðu í lægra haldi fyrir víni. Hrein- skilni og kjarkur þessara manna var virðingarverður, mælska þeirra og fögnuður yfir unnum sigri dásamleg. Þeir sögðu nokrar setningar, sem. mótast hafa og orðið ályktunarorð, eft- ir dýran reynsluskóla, t.d.: Áfengi er ekki framleitt fyrir mig. Ég hef ekki skapstyrk til að stjórna drykkju minni, þess því hann óttast mennina meira en rjúpan. Rjúpan á sér marga vini meðal Hríseyinga og falleg er hún núna. S. F. SÓLBERG í FYRSTU VEIÐIFERÐINNI Ólafsfirði 4. október. Nýi skut- togarinn, Sólberg, fór í sína fyrstu veiðiför s.l. þriðjudag. Virðist allt í besta lagi og geng- ur veiðin eftir atvikum vel. Ólafur Bekkur kom inn á þriðjudagsmorgunn með 70 tonn fiskjar, en að því loknu fór hann í botnhreinsun á Ak- ureyri. Veiði hefur verið treg undanfarið, enda lítt á sjó gefið þar til nú síðustu daga. B. S. vegna tek ég ekki staup. Vín er ekki fyrir mig. Þeir geta ekki snúið baki við fortíð sinni og hætt að drekka. Þeir segja að- eins: Ég ætla að reyna með guðs hjálp og góðra manna, með eigin veikum vilja — að neyta ekki víns í dag. — Nýr dagur kemur og fyrirheitið er endur- tekið. Og stenst. A.A.-samtökin hafa hjálpað ótrúlega mörgum út úr víta- hring drykkjuskapar, reist úr rústum lífshamingju einstakl- inga, heimila þeirra og nánustu samferðamanna. Þetta skilja að- standendur og að drykkju- hneigð er sjúkdómur, sem lækna þarf; þeir hafa því stofn- að félagsskap, „Alanon“, til að styðja við bak hinna veiku og efla skilning á vandamálum þeirra. Þann félagsskap geta all- ir fyllt, sem vilja styðja við brákaðan reyr. Þeir, sem eiga við áfengisvanda að stríða höfðu gott af því að sækja þennan fund. Við hin „sterku“ höfðum einnig mikið að læra þar. — Fundurinn var sem betur fór nokkuð vel sóttur. Hafi þeir þökk, sem að honum stóðu. XX. DR. AÐALBJÖRN KRISTJÁNSSON AÐALBJÖRN Kristjánsson varði doktorsritgerð sína við Há skóla íslands 8. september, en heimspekideild hafði áður met- ið hana hæfa til doktorsvarnar. Ritgerðin fjallaði um Brynjólf Pétursson, ævi og störf. And- mælendur voru Bergsteinn Jóns son og Björn Þorsteinsson. Dr. Aðalbjörn Kristjánsson er ættaður úr Köldkinn, bróðir Árna heitins Kristjánssonar menntaskólakennara á Akur- eyri. □ Dagur kemur næst út 16. október. SAMKVÆMT símtali við Þór- ólf bónda í Stórutungu í Bárð- ardal hefur eitthvað af fé fennt. Hann sagði: Það fennti nokkuð af fé en sumt er skriðið úr fönn og liggur enn ekki ljóst fyrir, hvernig heimtur eru. Ennþá vantar nokkuð af fé. Enn er snjóhrafl og var jarðlaust um skeið. Féð reynist heldur lélegt, enda búið að fara illa undan- farnar vikur. Enn eru hey úti og á sumum stöðum mikil. Það hefur ekki þornað á strái í margar vikur og heyin því illa farin og sum alveg ónýt. Búið er að fara í þrennar göngur og er leitum þó ekki lokið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.