Dagur - 23.10.1974, Blaðsíða 4

Dagur - 23.10.1974, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. ... Um raforkumál á Norðurlandi RAFVEITA Akureyrar synjar hús- eigendum um raforku til húsaliitun- ar. Ástæðan er raforkuskortur. Akur- eyringar og fólk á því svæði, sem orkutengt er Laxárvirkjun, horfir fram á raforkuskort, ekki aðeins næstu mánuði, lieldur um miklu lengri framtíð. íbúar í Norðurlandskjördæmi eystra verða sem einn maður að knýja á eins skjóta úrlausn þessara mála og unnt er, og með lengra sjón- armið og ört vaxandi orkunotkun í huga. Orkuþörfin er svo aðkallandi, að kjörorðið hlýtur að vera þetta: Við verðum að fá aukna raforku, hvaðan sem hún kemur. Þessi þörf yfirskyggir allan skoðanamun um smærri atriði málsins. Byggðalína að sunnan gefur fyrsta möguleika til lausnar raforkuvand- ans á Norðurlandi. Bygging hennar tekur eitt ár eða meira. Virkjun Kröflu tekur lengri tíma, en jafn- hliða byggðalínu rnilli Norður- og suðurlands verður að standa fast að framgangi þeirrar virkjunar. Ekki mega deilur um eignaraðild, sein- læti um stofnun Norðurlandsvirkj- unar, eða önnur þau atriði, sem skoð anir kunna að vera skiptar um, tefja virkjun Kröflu, en undirbúningur þeirrar virkjunar er í liöndum ríkis- ins. Nýlega var borað eftir lieitu vatni í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjar- sýslu og kom þar upp í einni bor- holu 42 lítrar af 125 stiga heitu vatni á sekúndu. Beinist athygli nú mjög að Reykjahverfi setn hugsanlegum varntagjafa fyrir Akureyri, þótt þar á staðnum muni notkun heits vatns aukast mjög og sitji í fyrirrúmi. Áður Iiöfðu nokkrar athuganir verið gerðar á varmaveitu frá Bjarnarflagi í Mývatnssveit. Nægur jarðhiti virð- ist vera á báðum þessum stöðum. En rannsókn á varmaveitu fyrir Akur- eyri, þótt jákvæð reynist, má ekki á neinn hátt tefja byggðalínu né raf- orkuframkvæmdir, enda leysir heita vatnið ekki raforku af hólmi nema að takmörkuðu leyti. Hér hafa aðeins verið nefnd tvö atriði til raforkuaukningar sem á þessum tíma sýnast líklegust til skjótrasta úrbóta, þegar frá eru tald- ar olíustöðvar. Hin rnörgu, norð- lensku almannasamtök og einstakl- ingar verða nú að setja raforkumálin öðru ofar, þar til sigur er unninn. □ Yinnslu Leiðrétting á atliugasemd frá Ingólfi Árnasyni rafveitust jóra lijá Raímagnsveitum ríkisins TAKIÐ EFTI-ft SVO sem kunnugt er, standa yfir margháttaðar framkvæmd- ir á sviði mjólkurframleiðslunn- ar í héraðinu. Vafasamt er, að fólk almennt geri sér grein fyr- ir, hversu gífurlega umfangs- miklar þessar framkvæmdir eru, og því sneri blaðið sér til kaupfélagsstjóra Kaupfélags Ey firðinga, Vals Arnþórssonar, til þess að fá nánari upplýsingar um þessar margháttuðu fram- kvæmdir. í hverju eru helzt fólgnar þær miklu framkvæmdir, sem yfir standa í héraðinu á sviði mjólk- urvinnslunnar? Við getum í megindráttum skipt þessum framkvæmdum í tvennt, annars vegar þeim, er lúta að meðhöndlun mjólkur- innar áður en hún berst til mjólkurstöðvarinnar, og hins vegar þeim, er lúta að vinnslu mjólkurinnar hjá mjólkurstöð- inni. í hvoru tveggja er að ger- ast veruleg umbylting hér hjá okkur í Eyjafirði. Varðandi fyrra atriðið vil ég í fyrsta lagi nefna þann veru- lega fjölda nýrra og mjög full- kominna fjósa, sem bændur í héraðinu hafa verið að byggja á síðustu árum. Auk þess að vera mjög stór og myndarleg, eru þessi fjós öll útbúin mjög fullkomnum mjólkurhúsum og yfirleitt alltaf með kælitönkum, þangað sem mjólkin rennur beint frá mjaltavélunum í gegn- um rörmjaltakerfi. í öðru lagi vil ég nefna, að fjöldi rörmjalta- kerfa hefur á síðari árum verið settur upp í eldri fjósum, sem bætir mjög meðferð mjólkur- innar. Og í þriðja og síðasta lagi vil ég nefna tankvæðinguna, sem að sjálfsögðu felur í sér gjörbyltingu í geymslu og flutn- ingi mjólkurinnar. Svo sem kunnugt er felur tankvæðingin það í sér, að mjólkin er geymd heima á bæjunum í kælitönk- um og af kælitönkunum er henni dælt beint á geyma tank- bifreiða, sem flytja hana til mjólkurstöðvarinnar. Nú þegar er búið að tankvæða Höfða- hverfi, Svalbarðsströnd, Önguls staðahrepp, Saurbæjarhrepp og Hrafnagilshrepp, og á næsta ári er áformað að Glæsibæjarhrepp ur, Hörgárdalur og Öxnadalur komi inn í tankvæðinguna. Nú þegar hafa verið keyptar 4 tank- bifréiðar til þessara flutninga og sú fimmta bætist væntanlega við í ársbyrjun 1975. í heild er áætlað að tankvæðingin verði komin um allt framleiðslusvæði Mjólkursamlags KEA áður en nýja mjólkurstöðin á Lunds- túni tekur til starfa. Það hefur þegar komið í Ijós, að gæði mjólkurinnar halda sér betur með þessari geymslu- og flutn- ingaaðferð en áður var, og er það mjög gleðilegt. Eyfirðingar hafa haft forystu í landinu að því er varðar gæði mjólkurinn- ar. Sú forysta þarf að haldast og til þess tel ég vera öll skilyrði, m. a. vegna þeirra miklu fram- kvæmda, sem hér hafa staðið yfir og framundan eru. Hvern þátt á KEA í þessum framkvæmduni? Bændur byggja að sjálfsögðu fjós sín sjálfir og kaupa sín rör- mjaltakerfi og mjólkurtanka. Mjólkursamlag kaupfélagsins kaupir hins vegar tankflutninga bifreiðarnar og annast rekstur þeirra. Hins vegar hefur kaup- félagið sem betur fer getað að- stoðað bændur verulega í sam- bandi við uppbyggingu þeirra og þá sérstaklega með lánsfjár- SEGIR VAIUR ARNÞORSSON KAUPFELAGSSTJÓRI fyrirgreiðslu vegna fjósbygging anna meðan þeir bíða opinberra lána og meðan aukin fram- leiðsla í nýju og stærra fjósi er að skila arði til þess að greiða niður þann hluta fjárfestingar innar, sem bændur ekki fá lán- aðann úr opinberum sjóðum. Því miður binda nú utanaðkom andi erfiðleikar, þ. e. verðbólgu bálið, hendur okkar verulega umfram það sem áður var, þannig að verulega verður að draga úr þessari fyrirgreiðslu í bili, einnig meðan við stöndum í þeim gífurlegu framkvæmd- um sem raun ber vitni á sviði mjólkurframleiðslunnar, þ. e. mjólkurstöðvarbyggingunni. — Það er hins vegar ljóst, að áfram haldandi uppbygging heima á bæjunum er nauðsynleg þegar litið er til lengri tíma, og von- andi getur kaupfélagið síðar stutt að þessum málum á svip- aðan hátt og að undanförnu, enda má öllum vera það ljóst, að mjólkurbúskapurinn er ein styrkasta stoðin undir auðlegð Eyjafjarðar. Viltu ræða þær forsendur, sem liggja til grundvallar því, að ráðist er í byggingu nýrrar mjólkurstöðvar? Forsendurnar eru að sjálf- sögðu nokkuð margslungnar, en ég skal nefna þær veigamestu. í fyrsta lagi var núverandi mjólkurstöð tekin í notkun 1939, þegar mjólkurmagnið var aðeins 3—4 millj. lítra á ári. Á síðasta ári var mjólkurmagnið hins vegar 21—22 millj, lítra, þannig að mjólkurstöðin er ein- faldlega að springa á því verk- efni, sem nú er á hana lagt. í öðru lagi koma núverandi hús- næðisþrengsli í veg fyrir, að m j ólkursamlagið geti aðhæft framleiðslu sína markaðsvið- horfunum á hverjum tíma og framleitt þær vörur, sem arð- mestar eru fyrir reksturinn fjár hagslega. Þannig neyddist sam- lagið til þess að framleiða í miklum mæli smjör og kasein á síðasta ári í stað 45% feits osts. Mjólkurmagnið, sem í þessa framleiðslu fór, hefði skil- að yfir 6 krónum hærri arði pr. lítra hrámjólkur í 45% feitum osti. Og í þriðja lagi vil ég nefna, að byggingin verður að teljast mjög þýðingarmikil frá sjónarmiði landbúnaðarins í heild og reyndar þjóðarheildar- innar. Talsvert magn mjólkur- vara er flutt út á ári hverju og hefur komið í ljós, að lang arð- vænlegasti útflutningurinn á þessu sviði er 45% feitur Óðals- ostur. Hann skilar um tvöfalt hærra verði í útflutningi en Goudaosturinn, sem hingað til hefur verið aðal útflutningsost- urinn. Hins vegar krefst Óðals- osturinn, eigi að framleiða hann í umtalsverðu magni, mun meira húsrýmis en við nú höf- um yfir að ráða, en nýja mjólk- urstöðin er einmitt hönnuð með það fyrir augum að geta ráðið bót á þessu vandamáli. Það er sem sagt áformað að hún fram- leiði þennan nýja ost í veruleg- um mæli og spari með því þjóð- arbúinu stórar fjárhæðir miðað við útflutning á Goudaosti. Að lokum vil ég segja það um for- sendur mjólkurstöðvarbygging- arinnar, að í rauninni var að- eins um tvennt að velja, að byggja nýja mjólkurstöð eða stöðva algerlega frekari þróun mjólkurframleiðslunnar í Eyja- firði. Hver eru hclztu atriðin varð- andi tæknilega hlið byggingar- innar? Gróft reiknað verður bygg- ingin öll ca. 40.000 rúmmetrar, aðalbyggingin kjallari og ein hæð, starfsmannaaðstaða, skrif- stofur og húsrými fyrir rann- sóknarstofur tvær hæðir í við- byggingu austur úr aðalbygging unni, og svo kyndistöð, verk- Valur Arnþórsson. stæði o. fl. í einnar hæðar bygg- ingu vestan við aðalbygginguna. Stöðin öll er hönnuð af sérfræð- ingum sænska mjólkurbúasam- bandsins og vélar allar skipu- lagðar af sérfræðingum Alfa- Laval í Svíþjóð, en auk þess njótum við aðstoðar innlendra sérfræðinga og þá bæði verk- fræðinga hér á Akureyri og frá Teiknistofu Sambands ísl. sam- vinnufélaga í Reykjavík. Stöðin er ekki hönnuð af verulegri um framstærð miðað við það mjólk urmagn, sem áætlað er að henni berist á fyrstu starfsárunum, en henni er hins vegar þannig fyrir komið, að auðvelt eigi að vera að byggja við hana eftir því, sem þörfin vex. Sjálfvirkni við vinnslu mjólkurinnar er aukin mjög verulega frá því sem nú er. Slíkt er að sjálfsögðu dýrt í upphafi, en sjálfvirknin á að spara verulega vinnuafl í fram- tíðinni og þannig skila sér fjár- hagslega. Hvað miðar framkvæmdum og hvenær er áætlað að þeim ljúki? Langt er á veg komið að gera aðalbygginguna fokhelda og er áformað að þeim áfanga ljúki nú fyrir áramótin, Auk þess hafa undirstöður kyndistöðvar og móttökupallar fyrir mjólkur flutningabifreiðarnar verið steyptar. Þá er búið að ganga frá kaupum á mjólkurvinnslu- vélunum frá Alfa-Laval og verða þær afhentar á árinu 1975. Reiknað er með, að stöðin fullbúin geti tekið til starfa um áramótin 1977—78, komi ekkert sérstakt í veg fyrir ótruflað áframhald framkvæmda, en það væru þá einkum hinir alvarlegu efnahagsörðugleikar með til- heyrandi lánsfjárskorti, sem gætu tafið framkvæmdir. Eru fyrirliugaðar nýjar fram- Ieiðslutegundir í nýju mjólkur- stöðinni? Sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir þrengslin í gömlu stöðinni höfum við verið, og erum enn, að fikra okkur áfram með nýjar framleiðslutegundir og nýjar umbúðir, en á þetta verður að sjálfsögðu hægt að leggja aukna áherzlu í nýju stöðinni. Við höf- um jú þegar tekið upp fernu- pökkun á mjólk o. fl. vörum, sem má skoðast sem hluti þeirr- ar byltingar í meðferð mjólkur- innar, sem áður er á minnst. Þá höfum við þegar í nokkrum mæli tekið upp framleiðslu á Óðalsosti og framleiðsla youg- urt er á næsta leiti, en hvoru tveggja mun fá stórbætta að- stöðu í nýju stöðinni. Má segja að það sé meira af vilja en mætti að farið er út í þessar greinar framleiðslunnar í gömlu stöðinni, en hér hjálpar einstök ósérplægni starfsfólks samlags- ins, sem við þröngar aðstæður lætur ekki sitt eftir liggja að leitast sífellt við að bæta fram- leiðsluna. í nýju stöðinni er áformað að framleiddur verði rjómaís í nokkrum mæli, og fleiri framleiðslugreinar hafa komið til álita, sem of snemmt er að ræða um á þessu stigi. Svo flókin sem tæknihlið svona stórframkvæmdar hlýtur að vera, hýst ég við að f jármálar hliðin sé enn flóknari, eða er ekki svo? Þegar ágæt aðstoð ýmiss kon- ar sérfræðinga bætist við hæfni og reynslu þeirra, sem fyrir dag legum rekstri mjólkurvinnsl- unnar standa, svo og byggingar stjóra okkar og byggingar- manna, má segja að tæknihliðin sé tæpast nokkurt vandamál. Hún krefst vissulega mikillar athygli og umhugsunar og út- heimtir mikið starf, en hún er eins og hvert annað viðfangs- efni, sem þessir aðilar eru full- færir um að leysa. Fjárhagshlið svona stórframkvæmdar er hins vegar á þessum síðustu verð- bólgutímum að verða nánast óleysanleg krossgáta og virðist nauðsynlegt, að opinberir aðilar taki lánamál o. fl. atriði varð- andi svona framkvæmdir til algerrar endurskoðunar, eigi uppbygging mjólkurvinnslu- stöðva í landinu að geta átt sér stað. Eina lánsféð, sem fáanlegt er innanlands, er 50% lán frá Stofnlánadeild landbúnaðarins út á byggingarframkvæmdirn- ar, en ckki út á vélarnar. Fyrir u. þ. b. ári var byggingarkostn- aður áætlaður ca. kr. 350 millj. kr. og vélakaup 150 millj. kr., eða alls ca. 500 millj. kr. Nú hefur byggingarvísitala hækkað stórlega og gengið hefur bæði sigið og fallið, þannig að sam- bærilegar tölur eru nú vafa- laust nær því að vera 460 millj. kr. og 200 millj. kr., eða alls 660 millj. kr. Á einu einasta ári hef ur því fjárfestingarþörfin um- fram lán Stofnlánadeildarinnar hækkað um hvorki meira né minna en kr. 105 millj. og ekki einu sinni víst, að Stofnlána- deildin hafi peninga til þess að svara sínum hluta. Vissulega er hægt að fá lán erlendis til véla- kaupanna, en þau eru þá til svo stutts tíma yfirleitt, að greiðslu- byrði þeirra kemur á alltof stutt an tíma í kjölfar svo mikillar fjárfestingar. Ég skal ekki hafa um þetta langt mál, en vil að lokum gera í megin dráttum grein fyrir þeim atriðum, sem opinberir aðilar þurfa að mín- um dómi að taka til endurskoð- unar til þess að greiða fyrir svona framkvæmdum. í fyrsta lagi þurfa lán Stofnlánadeildar- innar að hækka í sömu prósentu og lán Fiskveiðasjóðs til vinnslu stöðva sjávarútvegsins, þ. e. 67%, og ná bæði til húsa og véla eins og lán Fiskveiðasjóðs. í öðru lagi þurfa að koma óaftur- kræf framlög úr opinberum sjóð um til byggingar mjólkurstöðva í líkingu við framlög þau, sem veitt hafa verið til byggingar sláturhúsa, en slík framlög koma jafnt neytendum sem framleiðendum til góða. í þriðja lagi þarf að örva innlög bænda í stofnsjóði mjólkursamlaganna með því að gera slíka stofnsjóði skattfrjálsa til jafns við al- menna stofnsjóði og almennt sparifé, en reynslan sýnir að mjög erfitt er að fá umtalsverð framlög bænda í stofnsjóði sam- laganna, meðan þau ekki njóta skattfríðinda til jafns við annað sparifé. I fjórða og síðasta lagi tel ég svo að leyfa ætti upp- byggingu skattfrjálsra bygg- ingar- og endurnýjunarsjóða við samlögin, en þetta atriði gæti að einhverju leyti komið í stað stofnsjóðanna, sem ég nefndi hér á undan. Þessa, leið er mér kunnugt um að Svíar hafa farið og þekki ég t. d. dæmi þess, að nýlega, er byggð var þar ný mjólkurstöð, var helmingur stofnkostnaðarins til í bygging- arsjóði, sem samlagið hafði fengið að byggja upp skatt- frjálst. Það hlýtur að verða miklu skemmtilegri og heppi- legri leið að hvetja til uppbygg- ingar eigin fjármagns en að svona framkvæmdir þurfi að mestu leyti að vera upp á náð og miskunn fjárvana lánasjóða komnar. Því vil ég í lokin leggja áherzlu á að opnuð verði sú leið, að byggja megi upp skatt- frjálsa byggingar- og endur- nýjunarsjóði við mjólkursamlög in í landinu. Slíkt myndi koma að ómetanlegu gagni í framtíð- inni, þegar búið væri að byggja upp slíka sjóði, en gagnvart yfir standandi framkvæmdum er það að sjálfsögðu fyrsta atriðið, er ég nefndi, liækkun lána- prósentunnar og lán bæði út á hús og vélar, sem að gagni get- ur komið, að sjálfsögðu svo að ógleymdum óafturkræfu fram- lögunum, segir Valur Arnþórs- son að lokum og þakkar blaðið hin fróðlegu svör hans. □ NÝLEGA birti Ingólfur Árna- son, rafveitustjóri á Akureyri athugasemdir við ályktun bæjar stjórnar Húsavíkur frá 19. sept. sl. um sjónvarpssendi á Húsa- víkurfjalli. í nafni bæjarstjórnar Húsa- víkur geri ég eftirfarandi leið- réttingu á athugasemdum hans að fengnum upplýsingum frá tæknideild Landssímans í Reykjavík 2. þ. m. I. Tæknideild Landssímans sneri sér í upphafi beint til Raf- magnsveitu ríkisins í Reykjavík með beiðni um gerð kostnaðar- áætlunar fyrir raflögn upp á Húsavíkurfjall ásamt beiðni um að framkvæma verkið. II. Rafmagnsveitur ríkisins í Reykjavík skiluðu kostnaðar- áætluninni til tæknideildar Landssímans á sl. ári og greiddi Landssíminn Rafmagnsveitum ríkisins í Reykjavík fyrir verk- ið samkvæmt þessari áætlun í júlí 1973. Enda þótt Húsavíkurfjall sé í landi Húsavíkurkaupstaðar, hef ur Rafveita Húsavíkur engar raflínulagnir í fjallinu. Raflínan út á Tjörnes liggur hins vegar þvert í fjallshlíðinni ofan við bæinn og er styzt úr þeirri línu að endurvarpsstöð- inni. Tjörneslínan er eign Raf- magnsveitna ríkisins og því var leitað til þeirrar stofnunar um framkvæmd verksins. Rafveita Húsavíkur var hins vegar aldrei beðin um að fram- kvæma þetta verk og því er rangt að segja að hún hafi skor- ast undan að vinna það. Bæjarstjórn Húsavíkur harm- ar það sambandsleysi sem virð- ist ríkja milli aðalstöðva Raf- magnsveitna ríkisins í Reykja- vík og rafveitustjóra þessarar stofnunar á austanverðu Norð- urlandi, en til Rafmagnsveitna ríkisins í Reykjavík hafa bæjar yfirvöld hingað til snúið sér með kvatanir yfir drætti á þess- ari línulögn. Jafnframt lýsir bæjarstjórn Húsavíkur því yfir að athuga- semd hennar þann 19. sept. var ekki beint gegn neinni ákveð- inni persónu, enda var bæjar- fulltrúum þá ekki kunnugt um hvað olli seinaganginum við að leggja raflínuna upp á Húsa- víkurfjall. Virðingarfyllst. Haukur Harðarson, bæjarstjóri. SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra Akureyri, sendir aðalfélögum og styrktarfélögum sínum bestu kveðjur, um leið og bent er á jólabasar félagsins, sem halda á um miðjan nóvember n. k. eða um 23. nóv. i síðasta lagi. Óskað er eftir að félagsfólk muni bas- arinn og geri stórt átak með stórum basar, gefa má kökur, prjónavörur, svo og aðra góða muni. í stjórnarnefnd basarsins eru: Synjað um raforku til húshifunar ENN einu sinni hefur það skeð, að Rafveita Akureyrar hefur ekki séð sér fært að verða við beiðni húseigenda um raforku til húsahitunar. Þetta kemur fram í fundargerð Rafveitu- stjórnar frá 10. október sl. þeg- ar synjað var umsókn um raf- hitun frá 17 húsbyggjendum við Eikarlund. Skýring á synjun- inni er sú, að engin raforka er til, til húsahitunar. □ Jón G. Pálsson, Skarðshlíð 16 A. Sími: 22583. Iðunn Ágústsdóttir, Ránargata 5. Sími: 21150. Guð- rún S. Sigurbjarnardóttir, Odd- eyrargata 36. Sími: 23039. Sig- ríður Marteinsdóttir, Löngu- hlíð 1 E. Sími: 22917. Snæfríður Ingólfsdóttir, Ránargata 18. Sími: 11489. Sigurbjörg Snæ- bjarnardóttir, Skarðshlíð 21. Sími: 21361. Margrét Antons- dóttir, Langholti 15. Sími: 22633. Til ofanskráðs nefndaríólks skulu félagar og velunnarar fé- lagsins snúa sér viðvíkjandi basarnum. En síðar mun verða auglýst hvenær basarinn verð- ur haldinn, og taki fólk eftir því í blöðunum, mun verða auglýst snemma í nóvember n. k., og svo nokkrum dögum fyrir bas- ar. Höldum góðan og stóran basar, (jólabasar). Vinsamlegast. Nefndin. ALLIR sem lesið hafa Islands- söguna með svolítilli eftirtekt, geta með eigin augum séð, hvernig baráttan gegn sjúkdóm- um og fyrir bættu heilbrigði landsmanna hefur gengið frá öndverðu og fram á þennan dag. Það er ástæðulaust að rifja upp alla þá stóru sigra sem unn- ist hafa, enn síður væri rétt að eyða tíma og rúmi í að telja saman einstök atriði né gera yfirlit yfir nýjungar og fram- farir. Fjölmiðlar nútímans sjá sómasamlega um þær hliðar heilbrigðisþjónustunnar. En það sem yfirleitt alltaf er látið sitja á hakanum, oftast verður út- undan, sárasjaldan verið kennt né kynnt almenningi er svo- nefnd geðheilbrigðisþjónusta eða almenn geðvernd í land- inu. Ekki skal þó gert lítið úr starfi Geðverndarfélags íslands sem gefur út tímaritið Geð- vernd, en fyrir utan þetta er ekkert það til hér innanlands, sem flokkast gæti undir skipu- lega ahnenna fræðslu um þessi mál. Félagar Kiwanisklúbba um allt land eru um þessar mundir Fáein orð um Læknamiðstöðina í „Degi“ 16. október er rætt um erfiðleika á að ná símasambandi við Læknamiðstöðina á Akur- eyri, í grein, sem ber fyrirsögn- ina „Aðeins einn sími“. Læknamiðstöðin á Akureyri er enn í mótun, þótt hún hafi starfað í rúmlega eitt ár. Það var fyrst hinn 1. október sl. sem allir heimilislæknar bæjarins voru komnir á Læknamiðstöð- ina. Læknamiðstöðin er því þakk- lát fyrir allar ábendingar um það, sem betur má fara. Lækna- miðstöðin hefur orðið vör við auknar kvartanir um erfiðleika á að ná símasambandi við hana, en þar sem telja verður hættu á vegna fyrirsagnarinnar fyrir greininni og óskarinnar í lok greinarinnar að hún valdi mis- skilningi hjá fólki á ástæðum til þessara erfiðleika, þykir rétt að taka fram eftirfarandi. í upphafi voru 4 símar, 4 síma númer á Læknamiðstöðinni. Það leiddi til þess, að sjúkling- ur, sem þurfti að ná til læknis hringdi fyrst í eitt númer, ef það var á tali reyndi hann ann- að númer og svo koll af kolli. Þetta þótti okkur frá upphafi ákaflega óheppilegt fyrirkomu- lag, og fengum okkur við fyrsta tækifæri eitt símanúmer með 4 línum út í bæ. Það þýðir, að 4 menn geta náð samtímis í mið- stöðina, og númerið er ekki á tali nema allar 4 línurnar séu uppteknar. Það er því ekki rétt, sem segir í greininni, að símum hafi fækkað, þeir eru jafnmarg- ir, en símanúmerum var fækk- að úr fjórum í eitt. Af því ætti að vera augljóst hagræði eins og að framan segir, og við verð- um því að vona, að forysta síma mála, sem Dagur heitir á, verði ekki við þeirri ósk blaðsins að færa í hið upphaflega horf. Læknamiðstöðin hefur fyrir nokkru fengið síma utan skipti- borðs Læknamiðstöðvarinnar, sem hugsaður er sem neyðar- sími og jafnframt til þess að læknar stöðvarinnar geti hringt þaðan að einhverju leyti og létt þannig á skiptiborðinu. Aðeins - Landssíminn, lögreglan og lækn ar hafa símanúmerið. Þá hefur Læknamiðstöðin einnig fyrir nokkru lagt inn beiðni um skiptiborð með 6 lín- um út í bæ og hefur símstjór- inn tekið vel f þá beiðni og mun hafa gert ráðstafanir til þess að það megi verða hið fyrsta. Á Læknamiðstöðinni starfa nú 8 heimilislæknar, 4 fyrir há- degi og 4 eftir hádegi. Símavið- talstímum er þannig fyrir kom- ið, að fleiri en 2 læknar hafa ekki símaviðtalstíma samtímis og hafa saman 4 línur. í síma- viðtalstíma má því gera ráð fyrir, að læknar séu að jafnaði að tala á 2 linum, en tveir sjúkl- ingar bíði. Það fer því nokkuð eftir lengd hvers viðtals, hvað næsti maður kemst fljótt að og þá hvað auðvelt eða erfitt er að ná í Læknamiðstöðina. Afgreiðsla Læknamiðstöðvar- innar hefur einnig þann hátt á, ef erfiðlega gengur að ná til læknis, að bjóða sjúklingum að rita niður símanúmer þeirra og láta síðan viðkomandi lækni liringja til sjúklingsins. Þetta eykur að sjálfsögðu enn meira álag á símann, en er þó bæði sjálfsögð og nauðsynleg þjónusta við sjúklinga. Ef til vill er rétt fyrir sjúklinga, að nota sér það, í stað þess að bíða lengi í símanum t. d. þegar þeim er sagt að viðkomandi læknir sé á tali og sjúklingar bíði. Læknamiðstöðin mun leitast við að fullnægja óskum sjúkl- inga eftir mætti, og vonar, að með væntanlegu 6 línu skipti- borði verði auðveldara að ná sambandi við Læknamiðstöðina en verið hefur. F. h. Læknamiðstöðvarinnar Ragnar Steinbergsson. að undirbúa víðtæka fjársöfnun og er ákveðið að söfnunarfé renni til geðverndarmála, en af því tilefni hefur undirrituðum gefist kostur á að koma eftir- farandi á framfæri: Er ekki kominn timi til að stofna geðverndarfélag hér, góð ir Akureyringar og págrannar? Væri ekki alveg tilvalið — um leið og við opnum budduna og gefum aura í söfnun — að leiða hugann um stund að því hvað geðvernd er í raun og veru? Er því nægilegur gaumur gefinn, hvernig störf og verksvið geð- verndarfélags gætu tengst ýms- um öðrum heilsugæzluþáttum þjóðfélagsins, bæði opinberum aðilum og eins áhugamanna- hópum og félagasamtökum? Við fyrstu athugun finnst mér mjög sennilegt að geðverndarfélag hér í bænum gæti á mjög marg- víslegan hátt komið til liðs við þá sem þegar eru byrjaðir á hjálpar- og mannúðarstörfum, er flokka mætti undir geðvernd í víðasta skilningi þess orðs. Mér verður hugsað m. a. til Félagsmálastofnunar bæjarins, Geðdeildar F.S.A., skólasálfræði þjónustunnar, Barnaverndar- félagsins, AA-samtakanna og fleiri aðila er fást beinlínis við afleiðingar geðrænna truflana hjá mannfólkinu. En geðvernd er ekki fyrst og fremst hugsuð sem þessháttar aðstoð, þótt brýn sé. Miklu fremur hlýtur geðvernd að beinast að því að fyrirbyggja þær geðrænu trufl- anir sem leika fólk það grátt að hjálpar sé þörf. Geðvernd er hliðstæð almennri heilsuvernd og heilsurækt og takmarkið er einfaldlega það að gera öllum kleift að lifa lífi sínu þannig og jafnframt reka áróður fyrir því að allir hagi líferni sínu þannig, að sem allra minnst hætta sé á því að geðheilsa bili. Geðvernd má skipta í 2 undir flokka, geðvernd einstaklingsins og geðvernd fjöldans. Gcðvernd fjöldans beinist annars vegar að því að styðja og efla vísindalegar rannsóknir á eðli allra geðrænna sjúkdóma. Auk þess er stefnt í æ ríkara mæli að því að minnka það and- lega álag sem fylgir því að lifa í nútíma þjóðfélagi. Á þeim vettvangi má tala um langtíma- markmið, eins og þjóðfélagsum- bætur, t. d. jafnrétti kynjanna og afnám launamisréttis, en auk þess hafa fleiri og fleiri áhuga á að gera þjóðskipulagið mann- úðlegra, reyna að koma sam- keppnishugsjón þjóða og ein- staklinga fyrir kattarnef, en skapa samstarfsvilja og efla sam. vinnu í staðinn. Svo má einnig nefna það að réttara gildismat en nú tíðkast er hollara fyrir geðheilsuna þegar til lengdar lætur, andleg verðmæti heilsu- samlegri en veraldleg verð- mæti. Geðvernd einstaklingsins mið ar að því að varðveita andlegt jafnvægi og geðheilsu hvers ein staks manns frá vöggu til graf- ar. Það má segja að starfið hefj- ist löngu fyrir fæðingu hvers einstaklings, með því að hyggja að líðan móðurinnar á með- göngutíma og við fæðinguna. Fyrstu tilfinningatengsl barns við móður eru háð líðan beggja og margir álíta að þroski barns- ins á þessu sviði, strax á fyrsta æviskeiði ráði úrslitum um það hvernig geðheilsa verði síðar á ævinni. Ekki má gleyma til- finningatengslum við föður, og hafa mörg rök verið leidd að því, að beztu uppvaxtarskilyrði hvers einstaklings séu í svo- nefndri kjarnafjölskyldu eða með einni móður og einum föð- ur í heimilinu. Með þetta í huga vil ég hvetja til rækilegrar um- hugsunar um þá ráðstöfun að reisa nýja vöggustofu hér í bæn um. Er ekki þróuninni stefnt í öfuga átt, væri ekki nær að reyna að koma til móts við allar einstæðar mæður fjárhaglega, þannig að þær þyrftu alls ekki að láta börnin á vöggustofur yfirleitt? Heimilis- og hjónabandsráð- gjöf heyrir undir geðvernd ein- staklingsins, fjölskylduráðgjöf og almenn heilsugæzla hafa einnig það markmið að varð- veita heill og heilsu einstakl- ingsins. Skólar móta börn og unglinga og eiga sinn þátt í upp eldinu auk heimilanna. Þroski og uppbygging persónuleika einstaklings hefst á fyrsta ári og lýkur ekki fyrr en á fullorð- insárum. Skólaandi og félagslíf í skólum eru þættir, sem skipta geðheilsuna e. t. v. meira máli en þekkingarítroðslan og námið sjálft, en þetta finnst mér of oft gleymast, þegar yfirstjórn menntamála ætlar að hrista and legan doða af landslýðnum með fræðslukerfinu. Að lokum þetta: Margir þekkja hörmungar drykkju- sjúklinga og heimila þeirra. Ef nógu margir taka höndum sam- an um vel skipulagt geðverndar starf, er ekki að vita nema unnt sé að minnka og vonandi fyrir- byggja með öllu böl ofdrykkj- unnar. Stofnum geðverndar- félag á Akureyri hið bráðasta. Brynjólfur Ingvarsson. [j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.