Dagur - 23.10.1974, Blaðsíða 8

Dagur - 23.10.1974, Blaðsíða 8
Bagxjk Akureyri, miðvikudaginn 23. okt. 1974 NÝKOMIÐ ÚRVAL AF GULLVÖRUM ÆVINTÝRI Á GÖNGUFÖR SMÁTT & STÓRT SENN Á FJÖLUNUMIIJÁ L. A. Saga Geirdal (Lára) og Arnar Jónsson (Vermundur). (Ljm.: Páll) NÆSTKOMANDI f ö s t u d a g Jjann 25. okt. frumsýnir Leik- félag Akureyrar hinn góðkunna, gamansama söngvaleik J. C. Hostrups, „Ævintýri á göngu- för“ í þýðingu síra Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili, með breytingum og nýþýðingum eft- ir Lárus Sigurbjörnsson og Tómas Guðmundsson. Sviðsetn- ing og leikmyndir eru eftir Ey- vind Erlendsson. Áskell Jóns- son hefur æft söngvana og leik- ur á flygilinn. Leikarar eru tíu: Þráinn Karlsson (Hans), Kjart- an Olafsson (Kranz), Björg Baldvinsdóttir (frú Kranz), Jakob Kristinsson (Pétur), Arn ar Jónsson (Vermundur), Gest- ur E. Jónasson (Ejbæk), Aðal- steinn Bergdal (Herlöv), Saga Aðsfcð við Geirdal (Lára), Þórhildur Þor- leifsdóttir (Jóhanna), og Ey- vindur Erlendsson (Svale). „Ævintýrið" er óþarft að kynna frekar, svo lengi hefur það átt vísan griðastað í hjört- um þjóðarinnar, enda heldur ekki í fyrsta sinn sem leikarar L. A. reyna íþrótt sína á þessu vinsæla verkefni. Leikfélagið mun í vetur, í fyrsta sinn, reyna að halda tveim föstum sýningardögum í viku hverri, það er á föstudög- um og sunnudögum. Aukasýn- ingar verða aðra daga vikunnar þegar þurfa þykir. Aðgöngu- miðasalan verður einnig opin á föstum tímum, í'rá kl. 16 til kl. 18 hvern sýningardag og daginn fyrir sýningu. Einnig hálfá stundu fyrir opnun hverrar sýningar. Leikhúsgestir eiga þess kost nú sem áður að kaupa áskriftakort sem gilda á fleiri sýningar og veitist þá afsláttur allt að 40% eftir því hvað keypt er á margar sýningar í einu. Einnig fást kort sem gilda á all- ar frumsýningar félagsins. Sím- inn er 11073. í byrjun nóvember hefst leik- listarkennsla á vegum L. A. og skulu þeir sem áhuga hafa fyrir þátttöku, hafa samband við leik hússtjórann, sem gefur allar nánari upplýsingar. Síminn er 11073. Kennsla og þjálfun verð- ur bæði fyrir nýliða og lengra komna. Unnið hefur verið að ýmsum lagfæringum á leikhúsinu í haust. Komið er nýtt upphífinga kerfi í loft leiksviðsins ásamt nýjum ljósarám. Einnig hefur verið reynt að prýða nokkuð þann hluta hússins sem gesta- móttaka fer fram í. Hugmyndin er að koma þar fyrir ljósmynd- um tengdum leikhúsinu, eink- um úr fyrri sýningum L. A. og standa vonir til að nokkuð af þeim verði komið upp fyrir frumsýninguna á „Ævintýrinu“ þann 25. þ. m. □ GYLFI Þ. HÆTTIR | FORMENNSKU Gylfi Þ. Gíslason, sem um ára- bil hefur verið formaður Al- þýðuflokksins, hefur opinber- lega lýst því yfir, að hann gefi ekki kost á sér til að gegna for- mannsstörfunum áfram. En hann er formaður þingflokksins. Vaxandi óánægju hefur gætt innan flokksins, einkum meðal yngri manna, með stefnu flokks- ins á undanförnum árum. Lík- legt þykir, að Benedikt Gröndal verði kosinn formaður flokks- ins. Þá hefur Eggert G. Þor- steinsson ákveðið, að gegna ekki lengur ritarastörfum flokksins. MISJÖFN AFKOMA Fram fer um þessar mundir út- tekt á stöðu sjávarútvegsins. En flestir fiskframleiðendur bera sig mjög illa, í von um aðstoð ríkisvaldsins og er það raunar ekki nýr söngur, heldur hinn árlegi. Að sjálfsögðu er afkom- an misjöfn, bæði hjá eigendum skipa og vinnslustöðva. Þær gleðilegu fregnir hafa t. d. bor- ist frá Húsavík, þótt óstaðfestar séu, að Fiskiðjusamlag Húsa- víkur hafi, er átta mánuðir voru liðnir af árinu, verið komnir með 18 milljón króna hagnað á rekstrinum. En þótt þessi tala kunni að vera of liá má fullyrða, að um góðan rekstur er það að ræða. Eftirtektarvert er, að Fisk iðjusamlag Húsavíkur hefur greitt hluthöfum verulegan arð, en hitt er ekki síður athyglis- vert, að það hefur einnig greitt sjómönnum uppbót á fiskverðið. AÐ FJÁRFESTA Á SPÁNI Skattayfirvöld telja sig hafa á hendi gögn, er eindregið bendi til þess, að íslendingar hafi Iagt fé í fasteignakaup suður á Spáni. Fer nú fram rannsókn á þessu máli, því líklegt má telja, Skólar byrjaðir á Sauðárkróki LAUGARDAGINN 26. október gengst Kiwanishreyfingin á ís- landi fyrir merkjasölu um lánd allt. Allur ágóði af sölunnhmun renna til geðverndarmála. Það er von okkar, að Norð- lendingar leggi okkur lið, er komið verður til þeirra með K- lykilinn og hjálpi þann veg að styrkja brýnt málefni og opni jafnframt skilningi braut, svo að geðlæg vandamál alls konar komist til meðferðar hjá æfðu hjúkrunarliði þegar í byrjun og fordómar allir hverfi. Ef margir leggjast á eitt næst undraverður árangur. Framlag þitt kann að verða LYKILL að mikilli hamingju. Kivvanisklúbbarnir á Norðurlandi. Sauðárkróki, 22. október. Skól- arnir á Sauðárkróki hófu starf um síðustu mánaðamót. í Barnaskólanum eru 260 nem endur í 11 gekkjardeildum. Nýr skólastjóri er Björn Björnsson, en eins og kunnugt er, andaðist skólastjórinn, Björn Daníels- son, á sl. sumri. Hafði hann verið skólastjóri Barnaskólans um fjölda ára og gengt starfinu með mikilli prýði. Auk skóla- stjóra starfa 10 kennarar við skólann. í Gagnfræðaskólanum eru 160 nemendur í 7 bekkjardeildum. Sjóvinnunámskeið er við skól- ann og verður það fram að ára- mótum. Á.því eru 80 nemendur. Skólastjóri er Friðrik Margeirs- son. Auk hans starfa 10 kenn- arar við skólann. í Iðnskólanum eru nú 45 nem endur og starfar hann í tveim lotum. Fram að áramótum starf ar fyrsti og annar bekkur, en eftir áramót þriðji og fjórði bekkur. Skólastjóri er Jóhann Guðjónsson. Auk hans kenna 10 stundakennarar við skólann. Tónlistarskólinn var settur í byrjun október. Hann hefur nú fengið mjög vistlegt og rúmgott húsnæði í Safnahúsinu við Faxa torg. Eru það mikil umskipti til bóta, frá því sem var í gamla spítalanum, en þar voru skilyrði mjög ófullkomin. í skólanum eru 50—60 nemendur. Skóla- stjóri er Eyþór Stefánsson en aðalkennari Eva Snæbjarnard. Sauðfjárslátrun lauk 21. októ ber. Lógað var 57 þúsund fjár. Þyngsta dilkinn, sem var 39,4 kg — lýgilegt en satt — átti Leiíur Þórarinsson í Keldudal, og jafnframt er ]jað sjöunda árið í röð, sem hann á þyngsta dilk- inn á sláturhúsinu. En meðal- vigt Leifs bónda var 20,6 kg. Hann lagði inn 281 dilk í haust, 220 tvílembinga, 20 lambgimbra lömb og 36 einlembinga. Sig- urður Sigurðsson á Brúnastöð- um fékk nær sömu meðalvigt. Ennþá er unnið við flugvöll- inn nýja, á söndunum niður við Vötnin, og er verið að yfirkeyra hann í haust. Flann verður tek- inn í notkun næsta sumar. Hegranes kom með 70 tonn og Drangey með 120 tonn, og var verið að landa úr þessum skipum. Er því atvinna næg að vanda, líf og starf. G. O. SAMKVÆMT viðtali við Krist- ján Ármannsson, kaupfélags- stjóra á Kópaskeri, er sauðfjár- slátrun lokið þar. 28.000 fjár var lógað og meðalþungi dilka var 14,8 kg eða 340 grömmum létt- ara en í fyrra. Auðveldara var að fá fólk til sláturhússtarfa en á fyrirfarandi árum. Fjárheimt- ur voru góðar hjá bændum og víða ágætar, en hins vegar mun féð hafa verið í afleggingu síð- ustu vikurnar, þótt það reyndist betra en á horfðist. Rjúpnaveiði er ekki mikil enn þá í þessari sveit, en er mun meiri í Kelduhverfi, að því er rjúpnaskyttur herma. í gær var verið að steypa upp íbúðarhús, annað af tveimur sem trésmiðir eru að byggja sér hér á Kópaskeri. í ráði er að hreppurinn byggi tvö íbúðar- hús. Við höfum ekki séð snjó í byggð á þessu hausti. Vegirnir eru með besta móti, en við erum óhressir yfir því, að hingað eru engar fastar áætlunarferðir í vetur, til fólksflutninga, hvorki á landi eða í lofti. Norðurflug kemur þó hingað tvær póstferð- ir í viku og við höfum vöru- flutningabíla í ferðum allt árið, þegar færi gefur, sagði kaup- félagsstjórinn að lokum. □ að ef svo reynist, sé um að ræða liin grófustu skattsvik. ÓKEYPIS TANNVIÐGERÐIR Samþykkt hafa verið á Alþingi lög um ókeypis tannviðgerðir barna á aldrinum 6—15 ára og raunar fleiri aðila í þjóðfélag- inu. Kostnaður á að skiptast milli sveitarfélaga og Trygging- arstofnunar ríkisins. Þessi lög eru þó ekki komin til fram- kvæmda ennþá, og mun ósamið við tannlækna um þetta mál. T ANNFIIRÐIN GIN Tannhirðingu er mjög ábóta- vant, einnig meðal barna og unglinga, að því er tannlæknar segja. En tannhirðingin er for- senda þess, að viðgerðir komi að verulegum notum, og hún er jafn nauðsynlegur heilbrigðis- þáttur, hvort sem viðkomandi einstaklingar greiða hann eða hið opinbera. Talsverður áróður hefur verið tekinn upp, varð- andi tannliirðu og hefur hann án efa borið verulegan árangur. SPARAKSTURSKEPPNI Síðan bensínið hækkaði svo mjög, að bifreiðaeigendur fóru aö finna fyrir bensínkostnaðin- um, jókst áhugi manna á spar- neytnum bílum. Þar af spratt sú sparaksturskeppni, sem fram fór í Reykjavík um síðustu helgi. Bílarnir fengu 5 lítra af bensíni hver og var keppnin í því fólgin að komast sem lengst á þessu eldsneyti. Sá bílinn, sem lengst komst, var Citroen 2 CV og komst liann austur að Seljalandsfossi, rúmlega 130 km vegalengd. Sparaksturskeppnin vekur, ásamt bensinverðinu, athygli á sparneytnu bílunum. Nýja heilsuhælið BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur samþykkt að verða við erindi NLFA, þar sem óskað var eftir því, að félagið fengi að byggja heilsuhæli í landi Skjald arvíkur, og hefur því verið val- inn staður nyrst í landi Skjaldar víkur. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um, hvort félag ið fær leyfi til að nýta jarðhit- ann á Laugalandi á Þelamörk. VERSLUNARSKÓLI Á AKUREYRI? BÆJARSTJÓRN hefur ítrekað fyrri áskorun sína til ríkisvalds ins um að stofna verslunarskóla á Akureyri, og í framhaldi af þeirri áskorun hefur bæjar- stjórn samþykkt þá tillögu skólanefndar Akureyrar, að kos in verði nefnd heimamanna, til að vinna að framgangi og undir búningi þessa máls. Oft hafa þessi mál verið rædd áður og þess má geta, að á sl. ári lá frumvarp fyrir Alþingi um verslunarskólanám og í því frumvarpi gert ráð fyrir, að fyrsti verslunarskóli, sem ríkið stæði að, yrði á Akureyri. Ekki náði þá þetta frumvarp fram að ganga, en vonir standa til, að málið verði tekið þar upp að nýju. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.