Dagur - 23.10.1974, Blaðsíða 1

Dagur - 23.10.1974, Blaðsíða 1
Um fundi og lieysýni BÆNDAKLÚBBSFUNDIR eru nú að hefjast að nýju eftir sumarhlé. Fyrsti fundur vetrar- ins verður haldinn að Hótel KEA mánudaginn 28. okt. n. k. og hefst kl. 21.00. Frummælandi verður dr. Björn Sigurbjörns- son forstöðumaður Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins. Ræð- ir hann um tilraunastarfsemi í landbúnaði. Einnig mun hann ræða nokkuð þær breytingar sem framundan eru hér í Eyja- firði á sviði tilrauna. Eru bænd- ur hvattir til að mæta. Taka á heysýnum stendur nú yfir og eru þeir bændur sem vilja fá tekin heysýni beðnir að tilkynna það fyrir 31. okt. n. k. til Búnaðarsambands Eyjafjarð- ar, ef niðurstöður eiga að liggja fyrir fljótlega. Þeir sem búnir voru að leggja inn pantanir, en hafa ekki feng- ið tekin sýni enn, eru beðnir að endurnýja pantanir sínar. Þær niðurstöður sem nú liggja fyrir benda til þess að bæði prótein- og steinefnamagn sé lægra en var á síðasta ári. Frá Búnaðarsanibandi Eyjafjarðar. Bygging leiguíbnða BÆJARSTJ ÓRN Akureyrar hefur samþykkt tillögu leigu- íbúðanefndar, að hún beiti sér fyrir kaupum á 10 íbúðum á þessu ári og jafnframt hefur bæjarstjórn samþykkt áætlun nefndarinnar um byggingar næstu ára, samkvæmt lögum um leiguíbúðir sveitarfélaga. í 75 félög hafa sagf upp SAMKVÆMT upplýsingum skrifstofu Alþýðusambands ís- lands mun nú láta nærri, að um 75 aðildarfélög sambandsins hafi sent inn uppsögn kjarasamn- inga. Uppsagnir hafa borízt frá" flestum hinum stærri félögum en nokkur smærri félög eiga enn eftir að senda inn uppsagnir samninga. Innan Alþýðusam- bandsins eru einnig 25 sjó- mannafélög en bréf þeirra eru send Sjómannasambandi ís- lands. □ Aðild ðð Nerðurbraut hf. AKUREYRARBÆR hefur ný- lega samþykkt í bæjarstjórn með 8:1 atkvæði, að gerast stofn aðili að samtökum þéttbýlis- staða á Norðurlandi um varan- lega gatnagerð. Fjórðungssam- bandið beitti sér fyrir stofnun hlutafélagsins, sem heitir Norð- urbraut h.f. Hlutabréf eru 10 milljónir og skiptast milli þétt- býlisstaðanna í hlutfalli við fólksfjölda og lengd ófrágeng- inna gatna. Hlutur Akureyrar verður 2,5 millj. kr. Gert er ráð fyrir, að samvinna verði um nauðsynleg tæki til gatnagerð- ar, milli Akureyrarbæjar og hins nýja félags. □ Vignir Giiðmundsson blaðamaður látinn VIGNIR Guðmundsson frá Mýr arlóni við Akureyri og lengi blaðamaður hjá Morgunblað- inu er látinn, aðeins 48 ára. Hann hafði átt við langvarandi vanheilsu að stríða. □ þeirri áætlun er gert ráð fyrir kaupum eða byggingu á 30 íbúð um á næsta ári, og miðað við núgildandi verðlag er kostnað- arverð þeirra íbúða samtals um 114 milljónir kr. Til greiðslu á árinu 1975 eiga að koma a. m. k. 60 milljónir kr., þar af á bæjar- félagið að leggja fram 12 milljónir. En gert er ráð fyrir að bærinn selji skuldabréf fyrir 9 millj. kr. af þeirri upphæð. Samkvæmt lögum leggur Hús næðismálastofnun ríkisins fram 80% af stofnverði húsanna, sem lán til langs tíma. Að fimm ár- um liðnum geta leigjendur keypt íbúðir þessar með góðum greiðsluskilmálum. □ SKlÐALYFTA IHL f SUMAR hefur verið unnið að því að byggja skíðalyftu í Reit- hólum við Stromp í Hlíðarfjalli. Lyfta þessi er staðsett á sama stað og gamla kaðallyftan við Stromp, en hún hefur nú verið flutt neðar í fjallið. Nýja lyftan er um 530 m löng og er hæðar- mismunur í henni 200 metrar og afköst á klst. um 350 manns. Þessi lyfta er toglyfta og er fólk dregið eftir snjónum á skíðum. Lyftan er nú fullgerð og til- búin til notkunar um leið og nægur snjór er kominn og verð ur hún þá formlega vígð. Norðurverk h.f. annaðist smíði á undirstöðum en lyftan er að öðru leyti keypt frá sama fyrirtæki og stólalyftan sem fyrir er en það er fyrirtækið Doppelmayer í Austurríki. hér í Þistilfirði Gunnarsstöðum í Þistilfirði, 22. október. Slátrun sauðfjár er að ljúka á Þórshöfn, en þar á eftir hefst nautgripaslátrunin. Féð reyndist mun léttara en í fyrra. Fjárleitum er lokið á Hvamms heiði og Dalsheiði, einnig á Tunguselsheiði og var farið á vélsleðum. Fundust þá 24 kind- ur samtals. Heimtur eru ekki slæmar, en á Langanesströnd og í Vopnafirði berast fregnir um lélegar fjárheimtur eða mun lakari. Meiri hníslasótt er í lömbum en nokkru sinni fyrr. Einn bóndi missti úr henni sjö lömb, en veikin er að heita má á hverj um bæ. Dýralæknirinn, Rögn- valdur Olafsson, er störfum hlaðinn, skoðar t. d. kjöt í slát- urtíðinni á þrem stöðum: Þórs- höfn, Vopnafirði og Kópaskeri. Kemur dugnaður hans sér vel, og einnig sú fyrirgreiðsla, sem konu hans, Emelíu Kristjönu Kristjánsdóttur frá Grímsstöð- um, er í blóð borin. Sjálfvirk símstöð kom hér snemma í september og aldrei hefur verið erfiðara að nota sím ann hér í sveit en eftir þau um- skipti. Átján bæir eru á einni línu og nú í langan tíma næst ekki í miðstöð nema margir hringi í einu, helst ekki færri en sex svo miðstöð heyri hring- inguna og er þar þó ekki síma- afgreiðslufólki um að kenna. Suma daga næst ekki einu sinni á milli bæja í sveitinni, og verða menn þá að bregða fyrir sig betri fætinum og ferðast á milli, í stað þess að síma. Þykir okkur þetta vægast sagt léleg þjón- usta. Sjómenn afla á línu og fiska ofurlítið þegar gefur. Komið mun á land svipað aflamagn og þó aðeins minna en á sama tíma í fyrra. Ó. H. Myndin er af endastöð nýju skíðalyftunnar ofarlega í Reit- hólum, í um 900 m hæð yfir sjó. (Ljósm.: H. S.). FRÁ LÖGREGLUNNI Á AKUREYRI SAMKVÆMT umsögn lögreglu varðstjóra á mánudaginn voru um helgina fjórir ökumenn teknir fastir fyrir meinta ölvun við akstur. Á sunnudaginn varð bílvelta í Arnarneshreppi og var hálku um kennt. Fimm manns voru í bílnum og meiddist enginn alvarlega. Að öðru leyti var fremur ró- legt, en að venju nokkur ölvun um þessa helgi. Q STÚKAN BRYNJA 70 ARA SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld minntist stúkan Brynja nr. 99 sjötíu ára afmælis síns með há- tíðarfundi á Hótel Varðborg. Til fundarins var boðið, auk Brynjufélaga, félögum stúkn- anna ísafoldar og Akurliljunnar á Akureyri og Norðurstjörnunn ar á Dalvík, svo og fulltrúum Stórstúku íslands og flciri gest- um úr Reykjavík. Slæm flug- æta yið Skeiðsfossvirkjun VERIÐ er að stækka Skeiðsfoss virkjun í Fljótum. Blaðið leitaði upplýsinga um þetta hjá Sverri Sveinssyni rafveitustjóra á Siglufirði og fékk þá eftirfar- andi upplýsingar: Unnið er að byggingu nýrrar stöðvar, sem verður byggð 1200 metrum neðar en núverandi virkjun, við Fljótaá. Gamla Skeiðsfossvirkjunin er 3,2 mega vött en nýja virkjunin verður 1,6 megavött. Vatn til hennar er tekið neðan við gömlu stöðina, án stíflugerðar, og leitt í skurði alllangt niðureftir og fæst þá 30 metra fallhæð. Unnið er við gerð skurðarins og hefur Norð- urverk tekið það að sér, sam- kvæmt útboði. Gert er ráð fyrir að nýja stöð- in verði tilbúin eftir rúmlega eitt ár. Jafnhliða skurðgreftrin- um er nú unnið að byggingu stöðvarhússins. Vélar hafa allar verið pantaðar og verið að end- urskoða áætlunargerð um að- færslupípu, en þar verður valið á milli trés og járns. Búið er að sprengja fyrir pípuinntaki og vann Norðurverk það og sprengdi einnig fyrir stöðvar- húsinu. Lyftir á Sauðárkróki og Tréverk á Siglufirði hafa einnig verk að vinna við þessa fram- kvæmd. Enn hefur ekkert fram komið, sem valdið hefur töfum við verkið. Unnið verður eins langt fram á vetur og veður leyfir. Siglufjarðarkaupstaður á Skeiðsfossvirkjun og einnig hina nýju rafstöð. Ætlunin er að tengja þessa stöð Skagafjarð- arveitu, en leiðsla liggur nú þegar til Sléttuhlíðar og Ólafs- fjarðar. □ skilyrði hömluðu þó, því miður, komu sunngnmanna. Á fundinum rakti Eiríkur Sigurðsson sögu Brynja og minntist stofnenda hennar og þeirra manna sem mest og best hafa þar unnið í þágu bindindis og félagsmála. Þar voru einnig flutt ávörp og kveðjur og stúk- unni færðar ýmsar góðar gjafir. Þrjár konur, þær Jónína Steinþórsdóttir, Ágústa Tómas- dóttir og Sigríður Friðriksdótt- ir, voru gerðar að heiðursfélög- um. Núverandi æðstu templarar stúkunnar eru þeir Árni Valur Viggósson og Eiríkur Jónsson. Stúkan heldur að jafnaði fund annan hvern mánud. í Varðborg 16. flokksþing ÁKVEÐIÐ hefur verið að flýta 16. flokksþingi framsóknar- manna um einn dag frá því sem áður hafði verið ákveðið. Hefst þingið því kl. 10 árdegis sunnu- daginn 17. nóvember. Verður það haldið í veitingahúsinu Glæsibæ. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.