Dagur - 27.11.1974, Page 1

Dagur - 27.11.1974, Page 1
AGU LVU. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 27. nóv. 1974 — 52. tölublað FILMUhúsis akureyri ORYGGISBELTI Á TOGURUM ÖRYGGISBELTI hafa verið tekin í notkun á öllum togurum Útgerðarfélags Akureyringa. hf. Áki Stefánsson skipstjóri tók þau fyrst í notkun á Sólbaki. Þykir þessi nýjung, einkum eftir að beltin og línurnar voru endurbættar hér af skipstjórum Ú. A., veita aukið öryggi um borð og minnka slysahættu. □ NORÐURVEGUR KOSTAR 5-7 MILLJARÐA NÖRÐURVEGUR, þ. e. vegur- inn milli Akureyrar og Réykja- víkur með varanlegu slitlagi hefur verið til umræðu á Al- þingi. Á því svæði, sem v.egur- inn liggur um, búa nú um 30 þúsund manns, þegar íbúar Reykjavíkur og Suðurnesja eru frá taldir. Talið er, að sú vegagerð sem hér um ræðir kosti milli 5 og 7 milljarða króna. Flutningsmenn þessa máls á Alþingi telja æski- legt, að framkvæmdin verði hafin strax á næsta ári og væri þá þegar hægt að setja varan- légt slitlag á nokkra þá vegar- kafla, sem þegar eru undir- búnir til þess. Frá 16. flokksþin •iiianna ÞRIGGJA DAGA flokksþingi framsóknarmanna, sem hófst í Reykjavík 17. nóvember, var að vonum veitt mikil athygli og sú athygli var bæði flokksfólki og landsbyggðarfólki ánægjuleg. Þingið var óvenju fjölmennt, þar voru nú miklu fleiri konur Dalvík, 2G. nóvember. Leikfélag Dalvíkur er byrjað að æfa sjón leikinn Hart í bak eftir Jökul Jakobsson. Leikstjóri er Jóhann Ögmundsson. Form. Leikfélags Dalvíkur er Halla Jónasdóttir. Skíðafélagið hefur staðið að endurbótum á skíðaaðstöðu í Böggvisstaðafjalli í haust. Búið er að flytja togbrautina á betri stað og lagfæra hús, sem félagið á þar. Bíða skíðamenn svo eftir snjónum. Formaður félagsins er Jón Halldórsson. Lionsmenn á Dalvík unnu við það í nótt al skipa út saltfiski og láta þeir kaup sitt við þessa vinnu renna til starfsemi félags síns. Margir freista gæfunnar við rjúpnaveiði, en lítið er um rjúpu og koma flestir með litla veiði að kveldi. V. B. en áður hefur tíðkast og unga fólkið fjölmennti. Að þessu sinni eru það þó ekki alþingis- kosningar, sem örvuðu til þátt- töku, svo sem oft hefur verið, heldur hinn almenni stjórnmála áhugi. Vinstri stjórnin opnaði augu almennings um land allt meira og betur fyrir því en nokkru sinni fyrr, að byggða- stefna Framsóknarflokksins í verki, olli algerum straumhvörf um í framfarasókn og atvinnu- öryggi á landinu öllu á þriggja ára valdaferli sínum undir for- sæti formanns Framsóknar- flokksins, Ólafs Jóhannessonar. Þá var stigið stórt skref í land- helgismálinu og fiskiskipastóll landsmanna efldur, og er það kunnara en frá þurfi að segja. Þótt hér sé ekki rúm til að rekja ályktanir sextónda flokks þingsins í heild, fara hér á eftir stuttir kaflar úr stjórnmála- ályktuninni: Úrslit kosninganna 1971 urðu þau, að flokkar viðreisnarstjórn arinnar svonefndu misstu meiri hluta á þingi og mynduð var stjórn fyrrv. stjórnarandstæðu- flokka undir forystu Ólafs J- hannessonar formanns Fram- sóknarflokksins. Stjórn Ólafs Jóhannessonar markaði þátta- skil í sögu landsins. Stjórnin hóf alhliða framfarasókn, en hæst af verkum hennar ber þó út- Fyrsti togarinn 50 niílna niarkanna VARÐSKIPIÐ Ægir, skipherra Guðmundur Kjærnested, tók þýska togarann Arcturus BX ÞETTA nafn ber nýútkomin bók, sem þegar er komin í bóka búðir. Það er bókaútgáfan Ice- land Riview, sem stendur að útgáfu bókarinnar á ensku en Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri er útgefandi íslensku bókarinnar, undir nafninu Akur eyri og norðrið fagra. Textann skrifaði Kristján frá Djúpalæk, en Gísli B. Björns- son hannaði bókina, sem hefur auk þess að geyma 74 litmyndir og nokkrar svarthvítar 16 ljós- myndara. Flestar eru myndirn- ar frá Akureyri og nágrenni, en einnig eru þar myndir fagurra staða í Þingeyjarþingi. Bókin er prentuð í Hollandi, bæði enska og íslenska útgáfan. May og Hallberg Flallmundsson sneru íslenska textanum á ensku. Flin nýja bók er einstaklega fögur og á kynningarbók sem þessari var mikil þörf. ísland Reviw, en ritstjórar eru Heimir Iiannesson og Har- aldur Hamar, hafa áður gefið út margar fagrar landkynningar bækur, sem hlotið hafa mikla viðurkenningu heima og er- lendis. Heimir, Gísli B. Björns- son og Geir S. Björnsson kynntu hina nýútkomnu bók á fundi með blaðamönnum á Hótel KEA á mánudaginn. Voru viðstaddir sammála um nauð- syn þessarar bókar og luku á hana lofsorði. Áður hafa komið út í þessum flokki almenn ís- landsbók, bók um eldgosið í Vestmannaeyjum, Reykjavíkur bók. Samtímis Akureyrarbók- inni kemur út bók er kynnir Ásmund Sveinsson og listaverk hans. Allar þessar bækur eru sérlega hentugar til gjafa .fyrir vini og viðskiptamenn erlendis og fyrir erlenda gesti, er sækja landið heim, og hafa þær hlotið miklar vinsældir sem slíkar — ekki sízt fyrir glæsilegt útlit og listrænt yfirbragð. □ 739 að ólöglegum veiðum 15 sjó- mílur innan 50 mílna markanna á Mýrargrunni á sunnudaginn. Var togarinn færður til hafnar í Vestmannaeyjum. Landhelgisgæslan hafði þrisv- ar á einum sólarhring afskipti af togara þessum, sem færði sig út úr landhelginni, er við hon- um var stuggað en kom jafn- harðan innfyrir aftur. Slcotið var fjórum púðurskot- um að togaranum og síðast rniian föstu skoti framan við stefni hans og gafst skipstjórinn þá upp en sex vopnaðir skipsmenn af Ægi fóru um borð, mættu ekki mótspyrnu og sigldu tog- aranum til Eyja. Mælist taka togarans vel fyrir og þykir atburðurinn ekki hafa orðið vonum fyrr. Er þetta fyrsti landhelgisbrjóturinn sem tekinn er innan 50 mílna mark- anna og færður til hafríar. Viðbrögð útgerðarmanna í Þýskalandi urðu snörp og frétt- ir, sem þaðan bárust strax eftir atburðinn, mjög rangar í veiga- miklum atriðum. í ÞESSARI viku er fyrirhuguð sérstök starfsemi hjá söfnuði votta Jchóva hér í bæ. Auk þess að trúboðshjónin Kjell og Iiris Geelnard heimsmkja söfnuðinn munu allir meðlimir þess taka þátt í dreifingu sérstaks frétta- blaðs, sem gefið er út á vegum biblíufélagsins „V arðturninn11 og dreift hefur verið um ])essar mundir í þeim 207 löndum, sem vottar Jehóva starfa í. Frétta- blaði þessu er dreift almenningi að kostnaðarlausu og fjallar um spurninguna „Er þetta allt, sem lífið býður?“ I því er bent á svör Biblíunnar við spurning- um svo sem hvort upphaflegur tilgangur Guðs hafi verið að lífsskeið mannsins ætti að vera aðeins 70—80 ár. Söfnuðurinn lítur fram til þess að dreifa þessu hugvekj- andi blaði og vonast til að því verði vel tekið meðal almenn- ings. Sérstök opinber samkoma verður á sunnudaginn kemur, þegar Kjell flytur fyrirlestur með skuggamyndum frá 26 löndum. Sýningin verður í Þingvalla- stræti 14 og er allt áhugasamt fólk velkomið. (Fréttatilkynning) færsla fiskveiðilögsögunnar í 50 rnílur og miklar framkvæmdir í byggðamálum. Sökum klofn- ings í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, missti stjórnin starfhæfan meirihluta á síðasta þingi og kom því ekki fram nauðsynlegum aðgerðum í efna hagsmálum. Eftir að tilraun Framsóknarflokksins til að efna til víðtæks samstarfs um nauð- synlegar efnahagsaðgerðir og samstjórn allra þeirra flokka, sem á þær féllust, hafði mis- heppnast, var ekki um annað að ræða en að stofna til nýrra þing kosninva og leggja málin í dóm kjósenda. í samræmi við yfirlýsingar sín ar fyrir kosningar, reyndi Fram sóknarflokkurinn fyrst að mynda stjórn með sömu flokk- um og áður ásamt Alþýðu- flokknum og ná samkomulagi um óhjákvæmileg úrræði í efna hagsmálum, cn sú tilraun mis- heppnaðist sökum viljaleysis bæði í röðum Alþýðubandalags- ins og Alþýðuflokksins. Fram- sóknarflokkurinn valdi þá þann kost að mynda stjórn með Sjálf- stæðisflokknum, þar sem verj- andi var að láta ráðstafanir í efnahagsmálum dragast lengur, og þingræðisstjórn varð ekki mynduð með öðrum hætti. Fyrir þingkosningarnar lagði Framsóknarflokkurinn alla meg ináherslu á að lausn efnahags- mála yrði að ganga fyrir öðru á næsta kjörtímabili sökum yfir vofandi stöðvunar atvinnu- sem sprottin var bæði af útlend rekstrar og vaxandi verðbólgu um og innlendum rótum. í sam ræmi við þessa yfirlýsingu mun (Framhald á blaðsíðu 2) Skotmark BÁTSFORMAÐUR á Árskógs- strönd kvartaði undan því, að einhverjir skotglaðir menn hefðu skotið á og eyðilagt fimm belgi á þorskanetatrossum á milli Grunnanna, nú um helg- ira. Sagði hann auðséð, að skot- ið hefði verið á fárra faðma færi, og taldi að vonum sæmra fyrir skyttur að velja sér annað skotmark. Q

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.