Dagur - 08.01.1975, Blaðsíða 4

Dagur - 08.01.1975, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgöarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. NÝTT ÁR Nýtt ár er gengið í garð og dagarnir lengjast á norðurslóð. Tími reiknis- skila stendur yfir og vonirnar tengj- ast komandi tíð. Þjóðhátíðarár er liðið og jafnframt viðburðaríkt ár á innlendum vettvangi. Velmegun ríkti enn um land allt og atvinnu- góðæri. Má segja, að lífskjör almenn- ings hafi sjaldan verið betri, né kaup geta almennings meiri, þrátt fyrir versnandi viðskiptakjör erlendis og óbreytt kaupgjald. Hin öfluga sókn vinstri stjórnarinnar í byggðamálum varir enn, og hefur hlotið stuðning allra flokka. Landsbyggðarstefna og atvinnuöryggi er þýðingarmesta kjör orð núverandi stjórnar, ásamt stækk- un landhelginnar og aukinni gróður vernd. Allir íslenskir þegnar munu styðja stjórnvöld í þessum málum, hvort sem forsætisráðherrann heitir Geir eða Ólafur, og á meðan sú stefna er af einhug þjóðarinnar studd, þarf ekki að óttast um velferð hennar, að svo miklu leyti, sem hún er í eigin hendi. Hátíðarhöld um land allt, í minn- ingu ellefu alda búsetu, voru menn- ingarleg eins og þjóðin óskaði að liafa þau og enginn hefur heyrst kvarta yfir því. En hvers vegna flest- ar aðrar fjöldasamkomur hér á landi eru óhófi, agaleysi og siðleysi merkt- ar, getur nú verið enn áhugaverðara umhugsunarefni en áður. Síðustu mánuðir ársins minntu æði oft á þau hræðilegu mistök, að treysta á hagstætt verð á innfluttri olíu í stað þess að virkja innlendar orkulindir. Að Suðvesturlandinu undanskildu, er verið að reyna að bjargast við díselmótora til raforku- framleiðslu í hverju héraði og næst- um hverri sveit, hafandi jarðhitann undir fótum og fleiri og öflugri fall- vötn í flestum héruðum en liægt ef að nýta í langri framtíð. Raforku- skorturinn á íslandi er óafsakanleg hneisa, er hrinda verður hið fyrsta. Skammsýn stjórnmálaforysta og ofur- vald Reykjavíkur eiga hér mikla sök. Þegar neyðarástand vegna raforku- skorts leggst með öllum sínum þunga á landsbyggðarfólk, utan Suðvestur- lands, brigsla forystumennimir hver öðrum, en viðhlítandi átök í virkj- unarmálum fyrirfinnast engin. Þess verður að krefjast, að liið nýja ár verði ekki aðeins enn eitt ár vona — heldur framkvæmdaár í virkjunar- málum landsbyggðarinnar. GLEÐILEGT ÁR. Enn eru komin áramót — stund reikningsskila og fyrirheita. Vetrarsólhvörf og svartasta skammdegið að baki og horft er til hækkandi sólar og lengri daga. Gamalt ár er kvatt og nýju heilsað. Þau tímamót eru gjarnan notuð sem eins konar sjónarhæð, þar sem staldrað er við og gáð til tímans tveggja átta — litið um öxl og horft fram á veginn. íslenzka þjóðin á margs að minnast frá liðnu ári, bæði sól- ríka sumardaga og skammdegis skugga. Það hefur verið við- burðaríkt ár á marga lund. Þeir innlendir atburðir, sem vafalítið munu geymast lengst í minnum og annálum, eru tengdir ellefu alda búsetuafmælinu. Þeirra tímamóta var minnzt með marg- víslegum og myndarlegum hætti, m. a. með hátíðahöldum víðs vegar um land og þjóðhátíð á Þingvöllum. Alþingi var háð að Lögbergi og gerði samþykkt um sérstaka landgræðsluáætlun næstu árin. Þá samþykkt má skoða sem táknræna viðurkenn- ingu á þeirri skuld sem þjóðin stendur í við landið. Þá skuld ber henni að gjalda í næstu framtíð. Þess er ánægjulegt að minnast, að öll hátíðahöld, bæði í héraði og á Þingvöllum, fóru fram með þeim hætti, að vart er hægt að segja, að þar hafi nokkurn skugga borið á, og voru öllum þeim til sóma, er fyrir stóðu. Margt var það og annað, sem gert var til að minnast land- námsins, þó að það verði hér eigi tíundað. En flest stefndi það að því marki að efla samhug þjóðarinnar og vekja heilbrigð- an þjóðarmetnað. Þess háttar huglæg áhrif verða að vísu hvorki mæld né vegin, en eigi þarf að efa, að þeirra hafi eitt- hva.ð gætt. Og hvort sem slík áhrif hafa verið meiri eða minni og hvort sem þau hafa verið bundin við stundina eða reynast varanlegri, geta þau aldrei orðið nema til góðs. Þjóðhátíðarárið ætti að hafa aukið skilning þjóð arinnar á gildi landssögunnar, og sögu sinni mega íslendingar sízt af öllu gleyma. Hún hefur löngum verið sá orkugjafi, sem styrkti þjóðarsálina bezt og svo verður vonandi einnig á ókomn uni árum. Það verða margar, bjartar myndir tengdar land- námsafmælinu, sem geymast, þó að á ýmsu hafi annars oltið í þjóðmálum, og þar hafi eigi allt verið sem skyldi. I; : ' i . i Atburðirnir í fyrravor. Á stjórnmálasviðinu urðu miklar sviptingar og örlagarík- ar, svo sem alkunna er. Þingrof, alþingiskosningar og myndun nýrrar ríkisstjórnar. Má ætla, að þau tíðindi öll og aðdragandi þeirra séu mönnum enn í svo fersku minni, að óþarft sé að rekja þau ýtarlega. Hér skulu því aðeins nefnd örfá atriði, sem sízt mega gleymast. Á það skal fyrst minnt, að fyrrverandi ríkisstjórn myndi væntanlega enn vera við völd og engar alþingiskosningar hefðu átt sér stað, ef meirihluti eins stj órnarflokksins — Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna — hefði ekki skorizt úr leik og gengið til liðs við þáver- andi stj órnarandstöðu. Gat eng- um dulizt, hvað fyrir þeim félög um vakti þá, og hvert þeir ætl- uðu, því að kosningar vildu þeir ekki. í annan stað skal á það minnzt, að gripið var til þing- rofs vegna þess, að meirihluti Alþingis fékkst ekki til að fjalla um frumvarp ríkisstjórnarinnar um efnahagsaðgerðir með venju legur. og þinglegum hætti, þ. e. vísa því til annarrar umræðu og nefndar til athugunar. í stað þess ætlaði hann að fella frum- varpið við fyrstu umræðu, sem er nær dæmalaust á síðari ár- um, og óverjandi, eins og á stóð, þegar vissar ráðstafanir voru óhjákvæmilegar. En á röksemd- ir og varnaðarorð var ekki hlust að, en þess eins krafizt, að stjórnin segði af sér. Það var sett öllu ofar og ekkert hirt um þjóðarhag. Áður en ég lagði frumvarpið fram, hafði ég reynt að skapa um það víðtæka samstöðu, jafn- vel gert tillögu um myndun stjórnar allra flokka, en öllu slíku var vísað á bug. Og ekki lagði ég frumvarpið fram sem neina úrslitakosti. Ég marg tók það fram í framsöguræðu, að ég væri fús til að athuga hvers konar breytingar á því, enda Ólafur Jóhannesson, ráðherra. Landhelgin og orkuniálin. Ákveðið er, að á árinu 1975 verði nýtt og stórí skref stigið í landhelgismálinu. Með þeirri stórfelldu stækkun landhelginn- ar ættu stoðir atvinnulífsins að styrkjast. Þegar er hafinn nokk- ur undirbúningur útfærslunnar, en honum þarf að sinna meir á næstu mánuðum. Engin mál hafa verið meir á dagskrá í heiminum á liðnu ári en olíuverð og orkumál. Það er eðlilegt því að hækkun olíu hefur skipt sköpum í vel flest- um iðnaðarríkjum. Þá er farið að leita að öðrum orkugjöfum. Onotaðar orkulindir verða því æ dýrmætari. Olíuverðspreng- ingin hafði gagnger áhrif á efna- hagsmál ökkar — miklu meiri að síður virðist ástæða til að vera á verði í þeim efnum, ekki síður en á vettvangi efnahags- mála og athafnalífs. Það er sums staðar vottur af fátækt í and- lega sviðinu. Og ég held, að sumt af því, sem miður fer í þjóðlífinu, megi rekja til þeirrar innri, andlegu fátæktar. Ég nefni aðeins ýmiss konar óreglu ofbeldishneigð og hryðjuverk- semi og rótleysi, að ógleymdri um. Og ætli hin taumlausa vín- nautn og óreglusemi eigi ekki stundum rót að rekja til eirðar- leysis og einhvers konar leið- inda — lífsflótta? Ætli þetta sé ekki í sumum tilfellum sprottið af sk'orti á innri fullnægingu — af vöntun á lífsfyllingu? Þessi hlið mannlífsins má ÓLAFUR JÓHANNESSON, FORMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS: næðist megintilgangur þess eftir sem áður, en allt kom fyrir ekki, og þá var eðlilegt og sjálfsagt að leggja málið í þjóðardóm með þingrofi og kosningum. Úrslit kosninga og stjórnar- myndun. Urslit kosninganna urðu svo þau, að stjórnarmenn og stjórn- arandstæðingar reyndust jafn- margir. Ríkisstjórnin varð því að segja af sér. Eftir alllangar, árangurslausar stjórnarmynd- unartilraunir, þar sem m. a. var þrautkannað, að fyrri stjórn varð ekki endurreist með stuðn- ingi Alþýðuflokksins, m. a. vegna ágreinings um varnarmál og efnahagsmál var núverandi samstjórn Framsáknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins mynduð. í rauninni var ekki um annan kost að ræða, ef mynda átti starfhæfa þingræðisstjórn, en það er auðvitað ein af frum- skyldum þjóðfulltrúanna á Al- þingi. Þessi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir ráðstöfunum, sem til þessa hafa tryggt landsmönn um fulla atvinnu og komið í veg fyrir stöðvun atvinnurekstrar. Ég tel þessi minnisatriði nægja varðandi stjórnmálavið- burði liðins árs. Þar verður hvort sem er engu um breytt, úr því sem komið er. En hinu verður ekki neitað, að erfið- leikarnir nú væru auðveldari viðfangs, ef við þeim hefði verið snúizt á réttan hátt og í tæka tíð. Ástand væri annað nú en raun ber vitni og horfurnar aðrar, ef sl. vor hefði náðst sam- komulag um svipaðar efnahags- ráðstafanir og þær, er fólust í framlögðu efnahagsmálafrum- varpi fyrri ríkisstjórnar. Efnahagslegir erfiðleikar framundan. — En hverjar eru horfurnar á komandi ári? Sú spurning mun flestum þykja áhugaverð- ari en upprifjun liðinna og um- deildra atburða. En við þeirri spurningu verður seint gefið óyggjandi svar. Þrátt fyrir allar vísindalegar framfarir og tölvu- tækni eru menn í reyndinni litlu nær en áður um það, hvað framtíðin ber í skauti sér. Þó reyna menn að spá í eyðurnar og geta farið nærri um líklega, almenna þróun á vissum svið- um, t. d. í efnahagsmálum, á næstunni, en þó geta óvæntir atburðir alltaf sett þar strik í reikninginn. Jafnvel morgun- dagurinn getur valdið ávæntum straumhvörfum í lífi einstakl- inga og heilla þjóða. Það verður því alltaf byggt á ágizkunum og spádómum, hver framtíð þjóð- arinnar verði á því ári, sem nú fer í hönd. Ég er enginn spámaður og ætla því ekki að hætta mér út á þá hálu braut að gizka á, hver verða muni framvindan á kom- andi ári. Ég vil aðeins segja það, að framundan eru áreiðanlega efnahagslegir erfiðleikar. Þeim valda að langmestu leyti versn- andi viðskiptakjör og innflutt verðbólga, sem ekki er á færi neinna stjórnvalda að ráða við. En viðbrögð og viðhorf hér á landi og' landlægur verðbólgu- hugsunarháttur hafa magnað vandann, í stað þess að úr hon- um hefði þurft að draga með skynsamlegum mótaðgerðum stjórnvalda og þjóðarinnar allr- ar. En í öllum gagnaðgerðum verður að forðast einstefnu- akstur. Það verður að gæta þess, að úrræði á einu sviði valdi ekki meiri skaða á öðrum. Oll eru mál þessi flókin. En aðal atriðið er, að viljann vantar. Hver og einn miðar við sinn ímyndaða stundahag og lokar augunum fyrir þeim staðreynd- um, sem við blasa, þar á meðal því sem er að gerast í kringum okkur í nálægum löndum. Það hefur óhjákvæmilega sínar afleiðingar hér. En það er sannarlega engin ástæða til að lóta hugfallast, þó að um sinn syrti í álinn. Við íslendingar höfum oft séð það svartara. Aldrei óður höfum við verið betur undir það búnir að mæta nokkrum mótbyr eins og nú. Og vissulega er engin vá fyrir dyrum, þó að velmegun geti ekki aukizt með sama hraða og allra síðustu árin, eða jafn- vel þó að eitthvað þyrfti að draga saman seglin. Við skulum því þrátt fyrir allt líta með hæfi legri bjartsýni til komandi árs. Tilvera, framfarir og sjálfstæði okkar íslendinga hafa byggzt á bjartsýni — jafnvel stundum þvert gegn fræðisetningum — og svo verður enn að vera. en menn almennt hafa gert sér grein fyrir. Þrátt fyrir virkjanir og hitaveitur erum við enn svo háðir olíunni. En við eigum miklar, ónotaðar orkulindir. Á komandi ári og á næstu árum verða orkumálin ein stærstu viðfangsefnin. Við verðum að leggja stóraukna áherzlu á beizlun hinna ónotuðu orku- linda, svo að spara megi sem mest innflutning orkugjafa — olíu og bensíns — þó að eftir sem áður verðum við alltaf háð- ir notkun olíuvara. Það er því ekkert vafamál, að orkumálin verða mál málanna hjá okkur á næstunni og munu krefjast mikilla átaka af stjórnvalda hálfu. Umfram allt þarf náttúr- lega að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir það neyðar- ástand í rafmagnsmálum, sem átt hefur sér stað vetur eftir vetur á vissum stöðum. Betur má, ef duga skal. Núverandi ríkisstjórn hefur að ýmsu leyti góð skilyrði til að veita landinu forsjá. Hún hefur mikinn þingstyrk og hún á stuðning hjá stórum meirihluta þjáðarinnar. Hún ætti því að hafa góðar forsendur til að beita sér fyrir skynsamlegri lausn þeirra vandamála, sem við er að fóst. En til þess þarf einbeitt- an vilja og samstilltan stuðning þess þingliðs, er hún styðst við. Starfsaldur stjórnarinnar er enn of stuttur til þess, að dómur verði felldur um störf hennar. Við skulum bíða þess, að af henni fáist meiri reynsla. En það er mín skoðun, að hún þurfi að taka betur á en hingað til, ef duga skal. Andleg fátækt og mannrækt. Þegar litið er til næsta árs, eru horfur um efnahagslega af- komu mörgum, og þá ekki hvað sízt stjórnmálamönnum, efst í huga. Það er eigi óeðlilegt. En vissulega má það ekki gleymast, að við lifum ekki af brauði einu saman. Það þarf líka að leiða hugann að hinum andlegu af- komuhorfum, ef svo má segja. Öll ytri skilyrði sýnast vera fyr- ir hendi til andlegrar grósku í þjóðlífinu. Og vafalaust má benda á ýmsar framfarir á því sviði. Ýmiss konar menningar- starfsemi stendur í blóma. Eigi ekki gleymast. Hún er ekki að- eins verkefni fyrir uppalendur — heimili, skóla og kennimenn — heldur fyrir okkur öll — þjóð ina alla. Og þó að tal okkar snú- ist oft mest um efnahagsmálin, eru vandamálin, e. t. v. þegar allt er gætt, ekki síður hugar- farslegs eðlis og orsakir efna- hagsvanda eiga kannske að ein- hverju leyti upptök sín á hug- lægu sviði ef grafið er fyrir ræturnar, má rekja þær til breyttra viðhorfa og annars gildismats en áður ríkti. Þessum viðfangsefnum í sín- um margvíslegu myndum þarf að gefa gaum á komandi ári. Það þarf að muna eftir mann- ræktinni ekkert síður en efna- legu afkomunni. Með þeim ásetningi skulum við heilsa nýju ári. Ný stjórnarskrá. Það ár, sem er að kveðja í kvöld, var ekki aðeins byggðar- afmælisár. Það var einnig stjórn arskrárafmælisár. Fyrir eitt hundrað árum — 1874 — fékk ísland sína fyrstu stjórnarskrá. Hún nefndist „stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni íslands“ og var sett af konungi án atbeina Alþingis og byggðist á málagreiningu „stöðulaganna“. En með þessari stjórnarskrá fékk Alþingi með konungi lög- gjafarvald í sérmálum landsins, og var eigi lengur aðeins ráðgef andi. Þetta var því merkur áfangi á leiðinni til sjólfstjórnar og vel þess virði, að hans sé minnzt. Þessari stjórnarskrá var svo breytt með stjórnskip- unarlögunum frá 1903 um heimastjórn, en með þeim varð gerbreyting á stöðu landsins. Þó að við búum nú við lýðveldis stjórnarskrána frá 1944, ásamt síðari breytingum, þá er stofn hennar ennþá að mörgu leyti stjórnarskráin 1874. Hér var því um merkisafmæli að ræða. En á þetta er sérstaklega minnt hér vegna þess, að í mál- efnasamningi stjórnarflokkanna er svo fyrir mælt, að stjórnar- skráin skuli endurskoðuð á kjör tímabilinu. Starfandi er nefnd til endurskoðunar á stjórnar- skránni. Hún hefur gefið mönn- um sérstakt færi á að koma fram með tillögur um stjórnar- skrárbreytingar. Er líklegt, að menn noti þetta tækifæri og komi fram með ýmsar hugmynd ir, en það verður svo hlutverk nefndarinnar að meta þær. Þó að stjórnarskráin hafi í meginatriðum reynzt vel, er endurskoðun hennar tímabær. En þar má ekki hrapa að neinu, því að helzt hafa þær stjórnar- skrárbreytingar, sem gerðar hafa verið í fljótræði reynzt mis jafnlega. Stjórnarnefndin hlýtur að taka mörg atriði til skoðunar, svo sem hvort halda eigi í deilda skiptinguna, forsetavaldið, hvernig velja á ríkisstjórn, ákvæði um stjórnmálaflokka, skipun uppbótarþingsæta, kjör- dæmaskipun og kosningafyrir- komulag, dómaskipan og mann- réttindaákvæði, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Hér verða ekki, settar fram neinar ákveðnar til- lögur um þessi efni, enda er æskilegt, að menn beri saman bækur sínar um þau, áður en þéir' bindá sig við ákveðna lausn. Annað landnámsafmæli næsta ár. Þegar talað er um afmæli, má ekki gleyma því, að á næsta ári er merkilegt afmæli. Þá verður haldið hátíðlegt eitt hundrað ára afmæli landnáms íslendinga í Vesturheimi. Haustið 1875 stigu fyrstu íslenzku landnem- arnir á land við Winnipegvatn í Kanada. Saga íslendinga í Ameríku er merkileg. Það er aðdáunarvert, hve vel þeir hafa varðveitt ís- lenzka tungu og þjóðernis- kennd. Tryggð þeirra og ræktar semi við ættarlandið, sem þeir hafa sýnt við mörg tækifæri, verður seint fullþökkuð. Ég held, að við stöndum í þakkar- skuld við þá. Ég held, að við höfum ekki stutt þá og sýnt þeim þann skilning sem skyldi. Úr því þurfum við að bæta. Vafalaust leggja margir fslend- ingar leið sína vestur á næsta ári og endurgjalda þannig heim sókn íslendinga vestan hafs hingað í sumar sem leið. Atburðirnir í Neskaupstað. Enn höfum við verið á það minnt, nú skömmu fyrir ára- mótin, að ísland er land mikilla náttúruhamfara. Snjóflóðið í Neskaupstað er hörmulegt áfall, sem hrærir hjarta hvers einasta íslendings. Þar er ekki aðeins um að ræða tjón fyrir byggðar- lagið sjálft, heldur þjóðina alla. Mannslíf verða aldrei bætt, þó að hægt sé að rétta hjálparhönd og sýna samúð, en eignatjónið á að reyna að bæta og endur- reisa atvinnulífið svo skjótt sem auðið er. Þjóðin öll verður þar að vera í samábyrgð. Það er víst, að landsmenn all- ir senda þeim í Neskaupstað samúðarkveðjur. En öll orð eru fátækleg við slík tækifæri. Hitt skiptir mestu að láta verkin tala. Hófsemi í orðum og athöfnum. Við fögnum nýju ári, bindum við það vonir og biðjum þess, að óskir okkar rætist. Eins vildi ég sérstaklega óska íslenzku þjóðinni — þ. e. að hún temdi sér meiri hófsemi á komandi ári en hingað til, og nota ég þá hóf- semi í víðtækum skilningi. Þá myndi draga úr hinni taum- lausu gjaldeyriseyðslu, óhóflega innflutningi og kaupæði. Þá myndi draga úr hinni skefja- lausu eyðslu og lífsþæginda- kapphlaupi. Þá myndu menn fara .gætilegar í framkvæmdum en nú. Þá myndu menn ekki lifa um efni fram. Þá væri kröf- um í ýmsum efnum stillt meir í hóf en tíðkazt hefur að undan- förnu. Þá myndu menn verða gætnari í orðum, í stað þess að gera góð og gild nafnorð og lýsingarorð innihaldslaus vegna ofnotkunar. Aukin hófsemi í orðum og athöfnum mundi horfa til heilla fyrir þjóðina, því að hófsemi er dyggð, sem mjög hefur verið vanmetin að undan- förnu. Þess væri óskandi, að hugarfarsbreyting í þá átt ætti sér stað á komandi ári. Ég vil svo ljúka þessum ára- mótahugleiðingum með því að þakka framsóknarmönnum fyrir samstarfið á liðnu ári og óska þeim farsældar á nýju ári. Ég þakka þeim fórnfúst og óeigin- gjarnt starf. Ég þakka þeim margar vinsamlegar, persónu- legar kveðjur. Við skulum ekki slaka á starfinu á komandi ári. Landsmönnum öllum óska ég árs og friðar. □ HÚSN j I ÍRÚÐ til leigu að Brekkugötu 9. íbúðin er Ira herbergja og eldhús. I*eir sem hafa áhuga sencli nöfn, heimilisföng og símanúmer til Radiobúðarinnar, Brekkugötu 9. -K -K ★ Verslunarpláss að Brekkugötu 9 er til leigu. Þeir sem hafa áhuga sendi nöfn, heimilisföng og símanúmer til Radiobúðarinnar, Brekkugötu 9. Síðari námskeið vetrarins hef jast 20. janúar. Upplýsingar í síma 23472. um Upplýsingar um nýjar iðnaðarhúsalóðir í Glerár- hverf eru veittar á skrifstofu byggingafulltrúa Akureyrar, Geislagötu 9, í viðtalstíma kl. 10,30 —12,00 f. h. alla virka daga nema laugardaga. 'Þeir sem óska eftir lóðarveitingu á þessu ári leggi inn umsóknir sínar fyrir 1. febrúar n. k. Nauðsynlegt er að endurnýja eldri umsóknir. BYGGINGAFULLTRÚI AKUREYRAR. Sænska barna Sænska barna 10—12 ára verður kennd í Náms- flokkum Akureyrar til vors. Innritun fer frarn í Iðnskólanum kl. 17—19 og í síma 2-16-62 fram á laugardag, en kennsla hel’st í næstu viku. Foreldrar eldri barna eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við forstöðumann í siina 1-12-37 eða í síma 2-17-92. FORSTÖÐUMAÐUR. FLOKKAR AKUREYRAR Innritun er hafin í almenna flokka á seinni önn. Eftirtaldar, greinar verða kenndar fáist næg þátt- taka: enska barna, enska I—IV; þýzka I; vélritun; bókhald; bókband; spánska; rússneska; sænska barna (10—12 ára). Necnendur á fyrri önn, sem hyggjast halda áfram eru vinsamlegast beðnir að innrita sig að nýju. Innritun fer fram í Iðnskólanum alla daga fram til 11. janúar kl. 17—19 og í síma 2-16-62. Kennsla hefst mánudag 13. janúar. FORSTÖÐUMAÐUR. Frá Iðnskólanum á Akureyri Væntanlegir nemendur í 1., 2. og 3. bekk, komi í skólann til skráningar föstudaginn 17. janúar. 3. bekkur kl. 8 síðdegis. 2. bekkur kl. 8,30 síðdegis. 1. bekkur kl. 9'síðdegis. Ath.: Verklega trésmíðadeildin nýja er senn full- setin, en nokkrir komast enn að í væntanlegri málmsmíðadeild. SKÓLASTJÓRI. Námskeið í ensku í janúar, febrúar og mars mun ég halda nám- skeið í ensku fyrir 1. Byrjendur. 2. Þá sem lengra eru komnir. Fjörtíu kennslustundir á hvoru námskeiði. Aðeins 6 nemendur í ilokki. Hringið í síma 1-14-85 eftir kl. 20 jressa viku. PÉTUR JÓSEFSSON.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.