Dagur - 08.01.1975, Page 8

Dagur - 08.01.1975, Page 8
Baguk Aknreyri, miðvikudaginn 8. jan. 1975 Dömu og heira I k gullsmið.p steinhringar. Ií Æ 11 SIGTRYGGUR Mikið úrval. 11 & péYur f ÁKUREYRI 1 <Skí>^>'?>^Xí>^x5x5xíxJ><$>^x$><S><$x$x^xSxíxS>^>^x5><?xS>^xSxSxSx5xS>^xÍxÍ>^xSxSxsx$xíx$xí><?x5xs><5>,S><Í>^?>><Í>/5>/5>4>í>^>^>^?><S>'íxSxí><$><s><$x5> SMÁTT & STÓRT Áður en síðasta ár var allt, afhenti forseti bæj irstjórnar, Valur Arnþórsson, Jakobi Frímanns- syni heiðursborgarabréf bæjarstjórnar með ræðu í hófi á Ilótel KEA. Fulltrúar annarra flokka í bæjarstjórn árnuðu heiðursborgaranum heilla og að síðustu flutti Jakob Frímannsson ræðu. (Ljósmyndastofa Páls) i§s!öðin fekur til sfarfa Vetraríþróttamiðstöðin í Hlíðar fjalli tekur til starfa 15. janúar n. k. Þó verða lyftur opnar laug ardag og sunnudag 11.—12. jan. I sumar hefir verið unnið að margháttuðum endurbótum á skíðaaðstöðunni í Hlíðarfjalli, m. a. reistar 2 nýjar lyftur. Ein við Stromp, er það svokölluð T-lyfta frá fyrirtækinu Doppel- mayr í Austurríki. Þessi lyfta er alsjálfvirk og getur í vetur flutt 300 manns á klst., en há- marksafköst eru 500 manns á klst. Þá hefir verið reist tog- braut skammt frá hótelinu og er hún einkum ætluð byrjend- um og þá sérstaklega nemend- um skíðaskólans, en hann mun taka til starfa fljótlega og verð- ur það auglýst síðar. Þar sem nú eru starfræktar 4 lyftur í Hlíðarfjalli, er nauð- synlegt að breyta miðasölufyrir komulagi, þannig að í stað þess að selja 5, 20 eða 80 ferða kort eins og gert hefir verið, verða seld dagkort, sem veita hand- hafa rétt til að nota allar lyft- urnar að vild þann dag sem kortið gildir. Eftir kl. 14 verða á boðstólum % dags kort. Þá verða einnig á boðstólum kvöldkort, sem gilda frá kl. 19—22, en fyrirhugað er að hafa togbrautirnar við hótelið og Stromp í gangi til kl. 22 frá mánudegi til föstudags. Þá verða einnig til sölu árskort, sem gilda í allar lyftur í allan vetur. Handhafi árskorts þarf að, leggja til mynd af sér, sem síðan er þpad á árskortið og því komið fyrjr í plastveski. Árs- kort gildir aðeins á nafn. Þessi árskort eru tvímæla- laust mikil hagræðing fyrir þá, sem stunda skíðaferðir í ein- hverjum mæli. í vetur verða skíðalyfturnar opnar sem hér segir: Stólalyft- an daglega frá kl. 10—12 og 13—17.30 nema mánudaga frá kl. 13—17.30. Togbrautin við Stromp frá kl. 13—22 mánud. til föstud. Laugardaga og sunnu daga frá kl. 10—17.30. Togbraut irnar við hótelið mánud. til föstud. kl. 10—22, laugardaga og sunnudaga kl. 10—17.30. Skíðabrekkurnar við Stromp og hótelið verða upplýstar á kvöldin. Greiðasalan í Skíðahótelinu verður opin daglega frá kl. 8—22.30. Þar verður á boðstól- um ýmsir smáréttir, smurt brauð, kökur, öl, sælgæti, kaffi og fleira. Þá er vert að benda á, að Skíðahótelið er hentugur staður fyrir árshátíðir og minni sam- kvæmi. Þar eru borðsalir fyrir 30 og 60 manns og aðstaða til að framreiða veislumat, sé hann pantaður með fyrirvara. (Fréttatilkynning) KVENNAAR Samkvæmt ákvörðun Samcin- uðu þjóðanna, verður þetta ár helgað konuni. Verður það gert með margvíslegum hætti um heim allan. Hér var á fyrsta degi ársins stofnað Kvennasögu safn íslands, og er stofn safnsins gjöf Önnu Sigurðardóttur, bæði bækur, tímarit, blaðaúrklippur og handrit. En gefandinn er kunn kvenréttindakona í Reykjavík. KAUPÆÐI Á LIÐNU ÁRI Innflutningur landsmanna á síð asta ári var ákaflega mikill. Hækkandi verðlag og óvissa ýtti undir kaupgleði fólks og nálgaðist kaupæði. Miklar fram kvæmdir og endurnýjun at- vinnutækja kröfðust auðvitað mikils innflutnings, að venju, en við það bættist mikil kaup- geta almennings, sem keypti flest er nöfnum tjáir að nefna. Verslanir voru yfirfullár af vör- um allt árið. Sem dæmi af kaup æðinu má nefna, að seldir voru á þessu ári ellefu þúsund bílar og enn standa tvö þúsund bílar óseldir frá fyrra ári. SKAUTASVELLIÐ Reykvíkingar hafa, þegar veður guðirnir hafa leyft, gert skauta- svell og haldið því við undan- farnar vikur við mikinn fögnuð fólks. Akureyringar hafa fram að þessu látið sér nægja að lýsa upp þann stað, sem ekkert skautasvell er á. Margar fyrir- spurnir hafa um það borist, livenær bærinn sjái sér fært að rétta náttúrunni þá hjálparhönd sem þarf til að gera skautasvell og halda því við, börnum, ungl- ingum og enn fleiri til ánægju og heilsubótar. Þessum mörgu fyrirspurnum fólks er nú hér með komið á framfæri, í von um skjóta og æskilega úrlausn. Eftir hverju er verið að bíða? Frá lögreglunni Samkvæmt upplýsingum yfir- lögregluþjónsins, Gísla Ólafs- sonar, var rólegt í bænum um jól og áramót. Umferð var ekki eins mikil og oft áður, m. a. vegna erfiðra samgangna. Þrjár brennur voru á Akur- eyri að þessu sinni, eða miklu færri en venja er til. Stærst var bæjarbrennan í Glerárhverfi og þangað safnaðist fjöldi fólks á gamlárskvöld. Miklu af flug- eldum var skotið. Slys urðu ekki, að því er lögreglunni er kunnugt, í sambandi við ára- mótin og fór allt friðsamlega fram. Dansleikir voru í sam- komuhúsunum og nokkur ölvun þegar leið á nóttina, en tiltölu- lega fáir gistu fangahúsið á nýársnótt. Um síðustu helgi voru nokkr- ir menn teknir vegna ölvunar við akstur. Aðfaranótt sl. laug- ardags var brotist inn í útibú KEA við Hlíðargötu og stolið um tvö þús. kr. í skiptimynt. Á árinu 1974 voru teknir 111 menn vegna meintrar ölvunar við akstur og eru það heldur færri en árið áður. í fangahúsið voru settir 676 á móti 616 í fyrra. Af þessum 676 voru 47 konur á móti 20 í fyrra og hafa þær því fært sig verulega upp á skaftið. □ Lifii Kláus cg stóri Kláus Leikfélag Akureyrar er nú aftur að hefja starfsemi sína, með nýju ári, og óskar öllum bæjar- búum og öðrum leikhúsgestum og yelunnurum gæfu og gengis : a nýju ári, með kæru þakklæti fyrir liðið ár. Barnaleikritið „Litli-Kláus og Stóri-Kláus“ er nú æft af kappi og verður væntanlega tilbúið til sýninga síðari hluta þessa mán- aðar, svo unga fólkið og aðrir í bæ og byggð geta farið að búa sig undir hina árvissu góðu skemmtun. Þá hefjast aftur sýningar á „Matthíasi" og verð- ur bæði fyrir skólafálk og aðra, sem enn hafa ekki séð þessa ágætu sýningu. Eru skólar, sem hug hafa á hópferðum í leik- húsið hvattir til að hafa sam- band við skrifstofu félagsins nú þegar — sími 11073 — en félagið hefur ákveðið að veita skólum sérstaka fyrirgreiðslu í sam- bandi við sýningar á „Matt- híasi“. Ástæða er til að hvetja alla leikhúsunnendur til að láta „Matthíasarkvöld“ ekki fram hjá sér fara, sérstaklega ættu allir þeir, sem eiga áskriftar- skírteini að nota þau sem fyrst, því ekki er víst að sýningar verði margar úr þessu. „Davíðskvöld“, sem verða átti næsta verkefnið, frestast af óvið ráðanlegum ástæðum, en hugur stendur til þess að það verði á verkefnaskrá félagsins næsta haust. Hvað hér kemur í stað er enn ekki fullráðið. (Fréttatilkynning) éttir Víða er haglaust og hróssimmn gefið út Sauðárkróki, 7. janúar. Að venju hélt ungmennafélagið Tindastóll unglingadansleik ann an jóladag, ennfrcmur Kven- félag Sauðárkróks skemmtun á nýársdag og félagsheimilið hélt dansleik á gamlárskvöld. Voru allar þessar samkomur vel sótt- ar og fóru vel fram. Togararnir lágu hér inni jóla- dagana, ljósum skreyttir, héldu svo til veiða en komu inn á garnlárskvöld. Tveir héldu á miðin strax eftir áramótin en einn, Hegranesið, er inni og er verið að taka upp vél skipsins. Veðráttan hefur verið hin versta. Milli jóla og nýárs gerði aftaka rok. Þá brotnuðu sex raf línustaurar á Fagranesi á Reykjaströnd, en þar er heimilis rafstöð og þar fuku járnplötur af útihúsi. Síðasta laugardag var furðu- legt veður. Um hádegi fór að snjóa og kyngdi niður ógnar- miklum snjó á skömmum tíma. En allt i einu, svona um sex- leytið, fár að rigna og rigndi þá ofboðslega. Þá var samkoma hjá karlakómum Heimi í Miðgarði og var hún minna sótt en orðið hefði í sæmilegu veðri. Nú þarf víðast að gefa hross- unum út, því jarðlaust er víða en hey næg. G. O. í Krossum á Árskógsströnd, 4. janúar. Síðustu daga ársins voru hin verstu veður, en í desefnbermánuði 'öllum. vár tíð rýsjótt og kominn tálsvert mik- ill snjór. Aðfaranótt gamlárs- dags gerði ofstopaveður af suð- vestri. Fúku þá hlutar af þaki fjóss, hlöðu og mykjuhúss í Ytra-Kálfsskinni. Brak úr b þessu sleit raflínu og varð raf- magnslaust hér í sveit og í Svarfaðardal. Viðgerðarmenn kömu- næsta morgun. í óveðri þessu brotnuðu rúður í húsum og 80 hesta hey fauk á Stóru- Hámundarstöðum. Samkoma var í Árskógi og fólk átti í erfið leikum með að komast heim til sín og tókst það án slysa. Á síðasta ári stunduðu 136 skip loðnuveiðar, þegar þau voru flest ó miðunum. Aflinn, sem var metafli, var 463 þúsund lest- ir, eða um 22 þúsund lestum meiri cn 1973. Framleiðsla loðnu mjöls varð 65 þúsund lestir og eru talsverðar birgðir enn óseld ar, en loðnulýsið seldist strax fyrii- gott verð. Þá voru nær 20 þúsund lestir af loönu seldar frystar til Japan, en kvartanir hafa borist um framleiðsluna fró kaupendum. Fiskifræðingar spá mikilli loðnugengd á þessu ári og nú eru margir bátar að verða til- búnir til veiða og munu halda á miðin um leið og hafrann- sóknarskipin gefa veiðivon. □ Vertíð er að hefjast og sumir búnir að leggja, þótt fisklaust hafi verið að kalla bæði í haust og seinnipart sumars. Nýr bátur .■ bætist við flotann. Gunnar Níelsson og synir hans á Hauga nesi keyptu hann. Báturinn heit ir Arnarnes, keyptur frá ísa- firði, 30 tonn, smíðaður í Vör á Akureyri í fyrravetur. Þeir feðgar selja svo gamla bátinn sinn til ísafjarðar og hefur sá bátur verið mikil happafleyta. Sauðfé hefur verið í húsi síð- an hálfan mánuð af vetri og það er varla snöp fyrir hross. Hér í sveit voru fimm íbúðar- hús í smíðum í sumar og á Litla-Árskógssandi var unnið við nýtt holræsakerfi, Þá hafa staðið yfir útihúsabyggingar á þrem bæjum, svo það er engin kyrrstaða eða kreppa hjá okkur ennþá, hvað sem verður. S. K.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.