Dagur - 08.01.1975, Blaðsíða 1

Dagur - 08.01.1975, Blaðsíða 1
TÓLFMANN Hinn 20. desember féllu mikil snjóflóð á Neskeupstað og lét- ust þar 12 manns. Utför þeirra var gerð 30. desember og þeirra tveggja minnst, er ófundnir voru. Snjófióð eyðilagði Síldar- vinnsluna, skemmdi hraðfrysti- húsið og lagði með því atvinnu- Hrísey, 6. janúar. Veðráttan hefur verið mjög óstöðug hér í Hrísey í desembermánuði. Tjón hefur þó ekki orðið í óveðrum að heitið geti. Þó sökk trilla hér í höfninni, en hún náðist strax upp, óskemmd. Talsverður snjór er nú kom- inn. Fólk hefur borðað mikið, einnig dansað og sungið og læt- ur sér líða vel. Frá Utgerðarfélagi Akureyr- inga h.f. hengum við nær 20 tonn af fiski og er verið að vinna hann, en Drangur færði okkur þennan fisk og svo eru þrír bátar búnir að leggja net en ekki hefur viðrað til að vitja um. Þessir bátar eru: Eyrún, Hafrún og Eyfell. S. F. líf staðarins í rúst. Mörg liundr- uð tonn af svartolíu runnu í sjóinn og menguðu fjörðinn. Ríkisstjórnin ákvað strax að bætt skyldi tjón það af völdum snjóflóðanna, sem unnt er að bæta, og Rauði krossinn og Hjálparstofnun kirkjunnar hófu þegar fjársöfnun. Fannfergi og raforkuskortur gerðu allt lijálparstarf erfitt á staðnum. Snjófióð féll á Siglufirði dag- inn áður, skemmdi tvö hús, en manntjón varð ekki, og á Seyðis firði og raunar miklu víðar féllu snjóflóð, sem litlum sögum fer þó af, vegna þess að þau hurfu í skugga snjóflóðanna miklu og hörmulegu á Neskaupstað. □ Fr. Vestmann tók þessa mynd í skólanum í fyrrakvöld. Myndlistarskóli á Hkureyri Á fyrra ári varð nokkurt umtal um myndlistarmál á Akureyri. í bænum starfar myndlistar- skóli eins og fyrirfarandi ár og kennir þar Sólveig Stefánsson myndlistarkennari. Skólinn hef ur aðsetur í Verslunarmanna- húsinu við Gránufélagsgötu og mun þar starfað flest kvöld vikunnar af áhugasömum nem- endum skólans, auk þess sem barnaflokkar hafa þar sérstaka tima, síðari hluta dags ákveðna daga í viku hverri. Myndlistarskóli Akureyrar er rekinn á ábyrgð þeirra Aðal- steins Vestmanns, Helga Vil- bergs og Ullu Þormar. Nemend- ur eru um 50 í 5 flokkum. Á fyrra ári ákvað bæjarstjórn in stuðning við Myndlistarskól- ann, sem þá hét Myndsmiðjan, sem svaraði launum eins kenn- ara. Þar sem þessi skóli hefur tekið við af Myndsmiðjunni, hefur það verið talið sjálfsagt, að bærinn styrkti hann á hlið- stæðan hátt. í þessu sambandi má geta þess, að bærinn tók á sl. hausti Verslunarmannahúsið á leigu til afnota fyrir Námsflokka YEÐRAHAMUR í Sigurður 0. Bj örnsson látinn Sigurður O. Björnsson prent- meistari og prentsmiðjustjóri á Akureyri andaðist í Fjórðungs- sjúkrahúsinu 3. janúar, nær 74 ára. Utför hans verður á laugar- daginn. — Hans verður nánar minnst hér í bíaðinu. □ Dagu kemur næst út: 15. janúar'. — Dalvík, 4. janúar. Skemmdir urðu á þrem bæjum í roki kvöldið fyrir gamlársdag. Hluti af fjárhúsþaki fauk á Koti í Svarfaðardal, járnplötur af íbúðarhúsi á Atlastöðum og jeppi skemmdist þar einnig, m. a. af áfoki og mikill hluti þaks af íbúðarhúsinu á Sandá fauk þá einnig, bæði járnplötur og klæðning. Sama kvöld var dansleikur í Árskógi á Árskógsströnd og kjánuðust þangað margir héðan frá Dalvík, en svo varð fólk þetta veðurteppt og komst ekki heim fyrr en daginn eftir, og ■ gekk, heimferðin misjafnléga. . . I Hér var dansleikur á. nýárs- nótt og varð þá rafmagnslaust í klukkustund og þótti það víst nokkur tilbreyting. Þá hélt karlakórinn samsöng á laugar- daginn milli jóla og nýárs. Stjórnandi er Gestur Hjörleifs- son og undirleikari Guðmundur Jóhannsson frá Akureyri. Veð- ur var heldur rysjótt, eins og fyrri daginn og tóku fjórir bílar þátt í að flytja undirleikarann til Dalvíkur. Sá fyrsti bilaði, annar hélt ekki veginum o. s. frv. Maðurinn komst á ákvörð- unarstað klukkan hálf ellefu um kvöldið.. Söngurinn þótti góður og mun verða endur- tekinn. V. B. Akureyrar og gerði aðilum Myndlistarskólans um leið kleift að halda þar uppi kennslu. Er af þessu ljóst, að Mynd- listarskóli starfar í bænum með góðri þátttöku og stuðningi bæjaryfirvalda. Hins vegar hafa forvígismenn Myndlistarfélags- ins á Akureyri lýst því yfir, að það félag væri úr sögunni. Námsefni skólans er hið sama og á sambærilegum námskeið- um við Myndlista- og handíða- skólann í Reykjavík. Einnig má geta þess, að forráðamenn þess skóla hafa viðurkennt Mynd- listarskólann á Akureyri og tekist hefur nokkurt samstarf skólanna, sem- væntanlega á þó eftir að aukast. Forráðamenn skólans hér á Akureyri vænta þess, að hér geti orðið tveggja vetra forskóli fyrir þá, sem myndlistarnám hefja syðra, og er auðséð hve mikilvægt það er. Myndlistaráhugi hefur ætíð verið verulegur og jafnvel mik- ill á Akureyri. Myndlistarskól- inn er framhald af starfi margra manna, sem bæði í orði og verki hafa haldið uppi mynd- listarlífi í bænum, en þar má m. a. nefna Hauk Stefánsson, sem fyrir mörgum árum hélt hér námskeið fyrir áhugafólk um myndlist, ennfremur Einar Helgason, sem síðar kenndi hjá Námsflokkum Akureyrar. Síðari námskeið skólans hefj- ast nú 20. janúar og er hægt að bæta nokkrum nemendum við, en að sögn forráðamanna tak- markar húsrými skólans nem- endafjöldann. □ Akuréyrartogararnir Svalbakur landaði í gær og fyrradag 130 tonnum. Harðbakur landaði 48 tonnum 3. janúar Sólbakur landaði 70 tonnum 2. janúar. Sléttbakur landaði 27. desem- ber 147 tonnum. Kalclbakur nýi fer á veiðar einhvern næsta dag. □ Hlulti verðlaun Á gamlársdag hlutu þau Jenna og Hreiðar Stefánsson kennarar frá Akureyri og Kristján Reyr, verðlaun úr Rithöfundasjóði ríkisútvarpsins, sem formaður sjóðsstjórnar, dr. Jónas Krist- jánsson, afhenti við hátíðlega athöfn. Verðlaunin námu 150 þúsund krónum. Jenna og Hreiðar eru kennar- ar við Langholtsskóla en eru Akureyringar og kunn af sínum mörgu og góðu barnabókum. □ Á síðasta ári voru 73 bruna- útköll hjá slökkviliði Akur- eyrar, en 63 árið áður. Enginn stórbruni var á árinu, en tvær miklar sprengingar ollu tugmilljóna tjóni. Af þessum 73 skiptum var slökkviliðið kallað 10 sinnum út vegna elds í ökutækjum og 12 sinnum vegna sinubruna. Útköll sjúkrabíls voru 804 á síðasta ári, þar af 177 utanbæjar eða 22%. Árið 1973 voru út- köllin 732, þar af 150 utanbæjar. Um 70% af sjúkra- og bruna- útköllunum voru að degi til, eða frá klukkan 8 að morgni til kl. 8 að kveldi. (Skv. uppl. Tómasar B. Böðv- arssonar slökkviliðsstjóra) Sigurður ÓIi Brynjólfsson. ... aJ Framsóknarfélögin á Akureyri halda fund annað kvöld, fimmtu dag, kl. 20.30 í Hafnarstræti 90. Fundarefni er: Fjárhagsáætlun Akureyrarkaupstaðar, fram- sögumaður Sigurður Óli Brynj- ólfsson bæjarfulltrúi, og fjárlög ríkisins, framsögumaður Ingvar Gíslason alþingismaður. Bæði eru þessi fundarefni mikil og verðug umræðuefni og nauðsynlegt að sem allra flestir lóti sig þau nokkru varða. Blaðið hvetur fólk til að sækja fund þennan vel og stund víslega, hlýða á mál manna, taka þátt í umræðum og bera fram fyrirspurnir. □ Ingvar Gíslason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.