Dagur - 22.01.1975, Blaðsíða 4

Dagur - 22.01.1975, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Ifafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-11-GG og 1-11-G7 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAYÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prcntverk Odds Björnssonar li.f. Þjóðskáldið Davíð Stefánsson Tvö af þjóðskáldunum, séra Matthi- as og Davíð frá Fagraskógi, áttu heima á Akureyri unr áratugi. Yel var það, að Leikfélag Akureyrar sviðsetti Mattliiasarkvöld með leik- þáttum og upplestri úr liinum ýmsu verkum skáldsins. Síðar ætlaði Leik- félagið einnig að liafa Davíðskvöld með svipuðum Iiætti, en fórst fyrir. Nú hefði Davíð Stefánsson frá Fagraskógi orðið áttræður í gær, 21. janúar, en hann lést 1. mars fyrir tæpurn áratug. Ríkisútvarpið minnt- ist skáldsins en við Eyjafjörð, í heimabyggð hans, sem hann unni svo mjög, mun það ekki liafa verið gert með neinskonar viðhöfn. Hinn stórbrotni maður, Davíð frá Fagraskógi, gleymdist engurn er hon- um kynntist. svo sérstæður var liann, vitur og snjall, og á ljóðliörpu sína lék Iiann á þann veg, að allir vildu hlusta. Ljóð hans náðu til flestra ís- lendinga og urðu liluti af þeim í and- legu lífi. Hvar, sem þjóðskáldið frá Fagraskógi tók til máls, varð hátíða- stund. Boðskapur hans var drengileg- ur og djarfur, og um leið var hann máttuður fagnaðaróður til lífsins, höfundar þess, landsins og náttúra þess, og til allra þeirra karla og kvenna, er unnu liörðum höndum og þurftu að ganga um lágar dyr. Davíð Stefánsson varð snennna ókrýndur konungur íslenskrar ljóða- gerðar. Norðurland varð svipmeira af verkum hans og skáldið jók reisn okkar sem einstaklinga. Því er okk- ur skylt að minnast hans, holt að lesa ljóð hans og treysta minningarnar. Biskup íslands sagði við útför skáldsins: Davíð var skáld nýrrar aldar, sem markaði tímamót í sögu ljóðlistar á Islandi. En það eru ein- mitt slíkir menn og þeir einir, sem sporin marka á ferli listanna og verða ódauðlegir í þeirra heimi. Þjóðin þekkti hann strax sem óskasvein og gaf sig töfrum lians á vald. Hann þurfti ekki að herjast til ríkis. Hann var borinn til þess og auk heldur erfinginn um leið og hann birtist. Þjóðin gaf honum hjarta sitt og liann þurfti ekki að venja hana við tungu- tak sitt, þýí hún kannaðist þegar við það. Röddin var hennar þó önn- ur slík hefði aldrei heyrst fyri'. □ Fyrir jólin fluttu þeir Ingi Tryggvason og Páll Pétursson þingsályktunartillögu um lagn- ingu byggðalínunnar svonefndu, frá Hvalfirði til Skagafjarðar á árinu 1975. Nú, eftir áramótin, ræddi ritstjóri Dags við Inga Tryggvason um þingsályktunar- tillögu þeirra tvímenninganna og um orkumál almennt á Norð urlandi. Þingmaðurinn sagði þá m. a. eftirfarandi: Þessi þingsályktunartillaga var fyrst og fremst flutt til að vekja athygli á þeim bráða vanda, sem að Norðlendingum steðjar í orkumálum og nauð- syn þess að leysa brýnasta vanda nú þegar. Nú er áætlað, svo sem kunn- ugt er, að hefja lagningu byggða línunnar á þessu árþ og er mið- að við', að í fyrsta áfanga nái hún norður að Laxárvatnsvirkj un í Húnavatnssýslu. Síðan yrði lögð lína þaðan að Varmahlíð í Skagafirði, en þegar hefur verið lögð lína milli Akureyrar og Varmahlíðar Vissulega hafa verið skiptar skoðanir um gagnsemi og rétt- mæti þessarar byggðalínu. Auð vitað leysir hún aðeins hluta af því vandamáli, sem orkuskort- urinn á Norðurlandi er. En fyrst þessi lína er lögð, er mjög nauðsynlegt, að það verði gert svo fljótt og á sem skemmstum tíma sem verða má, og hluti þess kostnaðar, sem stofnað er til með lagningu línunnar greið- ist með olíusparnaði á þeim tíma, sem líður þar til nýtt orku ver á Norðurlandi hefur raf- orkuframleiðslu. Harma ber, að lagning byggða línunnar er ekki þegar hafin. Sá dráttur verks er þegar orð- inn dýr. Byggðalínan á að vera öryggistæki byggðanna, sem hún liggur um og tengir, og hún á að geta flutt orku, hvort held- ur sem er norður eða suður. Þó að umrædd þingsályktun- artillaga geri ráð fyrir að flýta lagningu byggðalínunnar, er sjálfsagt að önnur úrræði, ef til eru, séu athuguð jafnframt. Þó er okkur nú fremur þörf á fram kvæmdum en endalausum at- hugunum. Á síðastliðnu ári gáfu Raf- magnsveitur ríkisins út dreifi- bréf, þar sem tilkynnt var, að ekki yrðu gefin út ný leyfi til húsahitunar með rafmagni á Norðurlandi öllu. Slíkt ástand í orkumálum er bæði óalandi og óverjandi. Ef hins vegar yrði tekin einhver sú ákvörðun í orkumálum Norðurlands, sem bægði orkuskortinum frá dyr- um á þessu ári, mætti á ný leyfa rafhitun húsa þegar á næsta vori. Byggðalínan í Varmahlíð ætti, að mínum dómi, að opna á ný möguleikana á, að fá raf- magn til hitunar nýrra húsa. Bráðabirgðagufuaflstöð í Kröflu átti að gera svipað gagn. Ef hvorugt er gert, blasir enn við okkur nýr vetur með enn aukinni olíunotkun og því öryggisleysi, sem orkuskortin- um fylgir. Ef við höfum engin önnur skjót úrræði gegn orku- skortinum, en að breyta rán- dýrri olíu í raforku, má nokkru til þess kosta, að flýta þeirri framkvæmd, sem þegar er ákveðin og öllum ber saman um, að hljóti að koma fyrr eða síðar: lagning byggðalínunnar alla leið í Varmahlíð. Byggðalínan veitir Norðlend- ingum auðvitað ekki fullt öryggi í orkumálum. í fyrsta lagi er gert ráð fyrir, að nokkra daga ársins verði Suðurland ekki aflögufært með raforku. í öðru lagi geti slík byggðalína bilað. Varaaflstöðvar knúnar olíu verða því fullkomin nauðsyn, eftir sem áður, en olíunotkunin ætti að geta minnkað stórlega, auk þess sem aflétt yrði að mestu eða öllu takmörkunum á rafmagnsnotkun til húshitunar og annarra almennra þarfa. í þessu sambandi er vert að minna á, að dísilstöðvum til framleiðslu rafmagns sé dreift svo um orkuveitusvæði Laxár- virkjunar sem skyldi. Bili háspennulínan frá Laxár- virkjun norður yfir Reykja- heiði, skapast óðara fullkomið öngþveiti í orkumálum Norður- Þingeyinga og er ástandið þar raunar ekki of gott, þótt ekki bjáti sérstaklega á. Þéttbýlis- Ingi Tryggvason. staðir eins og Ólafsfjörður, Dal- vík og Grenivík hafa ekkert varaafl. Þess verður sennilega langt að bíða, að flutningslínur á Norðurlandi geti staðið af sér öll vetrarveður, auk þess sem bilanir af öðrum sökum en veðurs hljóta alltaf að geta kom ið fyrir og verða eflaust algeng- ari eftir því sem dreifikerfið eldist. Þess vegna er meginþörf að dreifa varaaflstöðvunum og draga þannig úr því tjóni á verðmætum og öflun verðmæta, sem lengra eða skemmra orku- leysi veldur. Hver raforkulaus dagur í sveit eða sjávarplássi er dýr, auk þeirra almennu óþæginda, sem orkuleysið og öryggisleysið hefur í för með sér. Margir ein- staklingar leggja í stórfeldan kostnað til að draga úr áhætt- unni, sem núverandi ástand veldur. Bændur kaupa dísilvél- ar til að geta mjólkað og kælt mjólkina og svo mætti lengi telja. Fráleitt sýnist þó, að hver einstaklingur fyrir sig þurfi að kosta stórfé til slíkrar öryggis- ráðstafana. Þær hlýtur að verða að gera á félagslegum grund- velli. Samtenging hinna ýmsu orkusvæða, styrking línanna um byggðir og dreifing vara- stöðva miðar allt að auknu öryggi. En allt þetta dugar skammt, ef ekki er nægrar orku aflað til dreifingar um héruðin. Þar bind um við fyrst og fremst vonir við gufuaflsvirkjun í Þingeyjar- sýslu, en sjálfsagt er að hyggja jafnframt að undirbúningi vatns aflsvirkjunar á Norðurlandi, sem hafist yrði handa um að reisa strax að lokinni byggingu gufuaflsstöðvarinnar. Byggða- línan verði, eins og áður segir, fyrst og fremst íbúum hinna ýmsu héraða til öryggis, tæki til að jafna aðsttöðu þegnanna til að njóta þeirrar raforku, sem við vinnum úr afli vatnsfalla eða jarðgufu. En þó að lögð verði byggða- lína nú og raforkuver rísi við Kröflu innan þriggja ára, sér hvergi fyrir endann á þeim verk efnum, sem fyrir hendi eru í orkumálum Norðlendinga. Það þarf að taka ákvörðun um, hvort þéttbýlissvæði eins og Akureyri verði hitað með jarð- varma eða rafmagni. Dreifikerfi rafmagnsins þarf að styrkja og endurnýja til að það geti gengt hlutverki sínu sómasamlega. Víða er flutningsgeta línanna ónóg til að mæta þeim aukna orkuflutningi, sem þörf er á í næstu framtíð. Þær hömlur, sem settar hafa verið á sölu raf- magns til upphitunar og ann- arra þarfa, eru afleiðingar orku skortsins. Næst getur orðið að takmarka orkusöluna vegna vanhæfni dreifikerfisins til að sinna hlutverki sínu. Við verð- um að líta á raforkuna, sem þá undirstöðunauðþurft, sem allir landsmenn hljóti að eiga jafnan og greiðan aðgang að. Hömlur á orkusölu til ákveðinna þarfa í einstökum landshlutum, hljóta að hafa áhrif á byggðaþróun, beina fólki og fjárfesingu til forgangssvæða í orkumálum, fæla fólkið burt þaðan, sem orkuneyslan er takmörkuð af hálfu yfirvalda og ótrygg af völdum veðurguða. Hækkun olíuverðs hefur á skömmum tíma leitt okkur í þann sannleika um ástand orkumálanna, beint huga okkar að því hvílíkan feikna auð við eigum í formi óbeislaðs vatns og varmaorku og hve sárastutt við erum komin á veg með að nýta okkur þessa orku. Til að koma sómasamlegu lagi á þessi mál öll, tryggja íbúum landsins næga, ódýra orku, öllum sem jafnast, þurfum við að verja stærri hluta þjóðartekna og meiri hluta lánstrausts okkar útávið í náinni framtíð en við höfum gert að undanförnu. Þeir fjármunir munu áreiðanlega skila sér aftur. Vel kann að vera, að ýmsum þyki lítill nýr sannleikur koma fram í þessu orkuspjalli. Þögn um orkuvandann þjónar þó eng um jákvæðum tilgangi, svo að séð verði. Til frekari áherslu þykir mér rétt að telja hér upp að lokum þær aðgerðir, sem lík- legastar og nauðsynlegastar eru að mínum dómi, til að losa Norð lendinga úr þessari spenni- treyju, sem orkuskorturinn hef- ur búið þá nú um skeið. 1. Gera þarf áætlun um, hvaða þéttbýlissvæði geta notað jarðvarma til upphitunar húsa og hvaða svæði verða hituð með rafmagni. Stærsta spurningin í þessu efni er upphitun húsa á Akureyri og er mikil nauðsyn, að ákvörðun verði sem fyrst tekin um, hvort lögð verður hita veita til Akureyrar eða ekki. 2. Byggingu orkuvers á Kröflusvæðinu verði hraðað svo sem kostur er, svo að orkufram- leiðsla þar geti hafist haustið 1977. 3. Byggðalína verði lögð á ár- inu 1975 og framkvæmd þess verks ekki skipt á fleiri ár. Vafa laust eru ýmis vandkvæði á, að þetta verk verði unnið á þessu ári. svo sem skortur fjármagns, þjálfaðs vinnuafls og langur af- greiðslufrestur efnis. Á árinu 1906 lögðu íslendingar símalínu frá Seyðisfirði til Reykjavíkur, fullkomlega vanbúnir tækni og reynslu. Hví skyldi okkur ekki geta tekist nú, sjötíu árum síð- ar, að leggja raflínu á einu ári, sem líklega er meira en helm- ingi tsyttri en símalínan, sem lögð var á einu sumri? 4. Dísilstöðvar til framleiðslu rafmagns verði reistar á öllum þéttbýlisstöðum á Norðurlandi, þar sem þær eru ekki fyrir eða skortur er á varaafli. Þegar raf- línur eru í lagi nýtast þessar rafstöðvar heildarkerfinu, hvar sem þær eru staðsettar, en þeg- ar línur bila dregur fjölgun dísilstöðvanna úr þeirri hættu, að heil byggðarlög verði án raf- orku lengri eða skemmri tíma. 5. Unnið verði skipulega að styrkingu og endurnýjun á dreifikerfi rafmagnsveitnanna, þannig að skortur á flutnings- getu raflína hindri ekki notkun rafmagns til upphitunar eða annarra þarfa nokkurs staðar á svæðinu. 6. Leyst verði á viðunandi hátt þörf þeirra sveitabýla, sem enn hafa ekki fengið rafmagn frá samveitum. 7. Stefnt verði að því að allir notendur rafmagns eigi kost á þriggja fasa rafmagni, en mjög mikill munur er á kostnaði og ýmsum möguleikum við notkun eins og þriggja fasa rafmagns. 8. Stefnt verði að jöfnun á verði raforku til sameiginlegrar notkunar. 9. Sveitarfélög á Norðurlandi öllu sameinist um stofnun Norðurlandsvirkjunar, sem verði framkvæmdaaðili og for- ystuafl um öflun og dreifingu raforku í landsfjórðungnum. Af þessari upptalningu má sjá, að verkefnin eru mörg brýn og kostnaðarsöm. Ef við Norð- lendingar viljum halda okkar hlut gagnvart öðrum landshlut- um um þróun byggða og at- vinnulífs, megum við ekki standa öðrum að baki í öflun og nýtingu vatns- og varmaorku. Náttúran hefur ekki síður gefið okkur möguleika en íbúum annarra landshluta. Áðurnefnt dæmi um bann við rafmagnshitun í nýbyggingum á Norðurlandi setur okkur skör lægra gagnvart neyslu landsins gæða en þá íbúa landsins, sem engri slíkri takmörkun lúta. Þess sjást að vísu merki, að úr orkuskortinum rætist. En verð- ur það svo fljótt og myndarlega gert, að ekki hljótist varanlegt tjón af drættinum, umfram það sem orðið er? Oflug samtök og samstaða Norðlendinga sjálfra eru líkleg- ust til að hafa úrslitaáhrif til úrbóta. Þess vegna er e t. v. stofnun Norðurlandsvirkjunar nú líklegasta ráðið til að flýta fyrir viðunandi úrbótum í hin- um vanræktu orkumálum okk- ar Norðlendinga. 19. janúar 1975. Ingi Tryggvason. Lækkun kaupaaldurs Víða í Bandaríkjunum var áfengiskaupaaldur lækkaður í 18 ár fyrir þrem árum. — Áhrif þess koma m. a. fram í umferð- inni. — Hér eru dæmi úr þrem ríkjum: í Flórída var um það bil 1% þeirra, sem tekin voru fyrir ölvun við akstur, á aldrinum frá 18—21 árs áður en áfengis- kaupaaldurinn var lækkaður. Síðan hefur þeim fjölgað í 10%. í Michigan hefur fjöldi þeirra unglinga á aldrinum 18—20 ára, sem lent hafa í alvarlegum um- ferðarslysum, aukist um 54%. í Massachusetts hefur fjöldi þeirra aukist um 100%. „Listen, des. ’74.“ (Áfengis varnaráð ) INGI TRYGGVASON ALÞINGÍSMAÐUR: 5 Sigurður 0. KVEÐJUORÐ lindra verður samdráff afhafnalífs mikla afví a Sigurður O. Björnsson prent- smiðjustjóri lézt föstudaginn 3. þessa mánaðar. Með honum er fallinn í valinn einn þeirra borgara, sem sett hafa svip á Akureyrarbæ síð- ustu áratugina. Óhætt er að full yrða, að allir Akureyringar og Eyfirðingar, sem komnir eru til vits og ára, hafi kannast við Sigurð af afspurn, ef ekki af persónulegum kynnum. Jafn- framt má fullyrða, að hver sá, sem honum kynntist, hafi borið til hans hlýjan hug, því maður- inn var svo einstaklega geð- þekkur og átti til að bera það drengilega yfirbragð og þá ein- lægu framkomu, sem ósjálfrátt vakti traust hvers þess, er við hann átti einhver skipti. Vafalaust munu flestir Akur- eyringar fyrst og fremst minn- ast Sigurðar O. Björnssonar sem hins dugmikla prentsmiðju- stjóra og smekkvísa bókaútgef- anda, enda var það hans atvinna og aðalstarf, og á því sviði vann hann sér og fyrirtæki sínu álit og virðingu um land allt. Sjálfur vildi hann þó gjarnan telja sig bónda ekki síður en bæjarmann, enda hafði hann á unga aldri búið sig undir að helga landbúnaði starfskrafta sína. Það átti þó ekki fyrir honum að liggja að verða bóndi í venju legum skilningi. Hins vegar fann hann þrá sinni til ræktunar starfa og samneytis við náttúru landsins svölun í sínu mikla og merkilega skógræktarstarfi, sem hann sinnti af áhuga og eldmóði um langt skeið og meðan heilsa og kraftar entust. Og áhuganum á lífi og starfi sveitafólksins í héraðinu glataði hann aldrei, þrátt fyrir umsvifamikið starf sitt á Akureyri, heldur fylgdist hann af lifandi umhyggju með öllu því, sem hann taldi að til heilla horfði í byggðum Eyja- fjarðar raunar bæði til sjávar og sveita. Af sömu rót var einnig runn- inn hinn mikli og einlægi áhugi hans á samvinnustarfinu í hér- aðinu. Hann skildi flestum öðr- um betur hin gagngeru hags- munatengsl bæja og byggðar Eyjafjarðar, og í samvinnustefn unni sá hann hið rétta tæki til að samræma hagsmunina og tryggja beggja hag öllum til gagns. Og Sigurður var ekki einasta áhugasamur áhorfandi að þró- un samvinnumála hér um slóð- ir, heldur var hann virkur fé- lagsmaður alla tíð og þátttak- andi þar sem þeim ráðum var ráðið, sem gert hafa samvinnu- félagsskapinn að þeim burðar- ási atvinnu- og athafnalífs, sem raun ber vitni. Hann sat í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga frá árinu 1958 til dauðadags. Á þeim vettvangi var hann jafnan hinn bjartsýni framfaramaður, sem vildi að félagið legði öllum góð- um málum lið og gerði allt af myndarskap, sem það ætti hlut að. Sem samstarfsmaður var Sigurður einstaklega þægilegur maður, réttsýnn, sanngjarn og tillögugóður. Félagar hans í stjórn Kaup- félags Eyfirðinga eiga margar endurminningar um samstarfið við hann og allar góðar. Með þessum orðum viljum við nú að skilnaði þakka Sigurði O. Björnssyni fyrir hönd félags- fólksins alls langt og heilla- drjúgt starf hans í kaupfélaginu og fyrir kaupfélagið. Sérstak- lega þökkum við, samstarfs- menn hans í stjórn félagsins, ánægjuleg samskipti og sendum fjölskyldu hans hugheilar sam- úðarkveðjur við fráfall góðs heimilisföður og göfugs manns. Hjörtur E. Þórarinsson, VaJur Arnþórsson. NÝÁRSÞANKAR AÐ GEFNU TILEFNI í flestu erum vér íslendingar eftirbátar frændþjóða vorra. Lengi höfum vér borið oss sam- an við okkar gömlu herraþjóð, Dani, en ætíð er það svo, að vér stöndum þeim eigi í nokkru snúning. Lengi héldum vér þó, að í menningarlegu tilliti stæðum vér þeim í mörgu jafnfætis. En þar hefur oss glapist sýn, sem og í mörgu öðru. Allar siðaðar þjóðir eiga sér t. d. vínmenn- ingu, og þar standa Danir mjög framarlega. Nýlega hafa þeir sett Evrópumet í áfengisneyslu. Þá hafa þeir, að sögn, sérstaka nýlendu, fyrir þá hugsjónaríku einstakiinga, sem helga sig þess um þætti menningarlífsins. Vér íslendingar erum ótta- legir veifiskatar í áfengisneyslu og okkar einasta tromp í þeim efnum er Egill Skallagrímsson á Borg. Hans mesta ágæti voru drykkjusiðir, ásamt þeirri hreysti, er þeim fylgdi. Mikið hefur oss hrakað síðan sá mað- ur var og hét. Ætla má, að áfengisbann það, sem hér gilti á árunum 1915— 1934 hafi orðið þess valdandi, að sú kynslóð, sem telst vel full orðin, hafi aldrei lært að neyta áfengis og sé því allsófær um að kenna niðjum sínum, að neyta hinna dýru veiga. „Þó svo áfengisneysla sé hér nokkur, er það staðreynd að hún er mun minni en víða í grannlöndum vorum. Og ekki er ólíklegt, að það sé orsök þess, að hér er að sumra dómi meira áfengisböl en víða annars stað- ar, þar sem meira er drukkið. Aðstaða til skikkanlegrar vín- drykkju þekkist hér ekki, eða varla.“ Já, hvar ætli þennan vísdóm hafi verið að finna fyrir síðustu jól? Hér þarf að ráða bót á hið bráðasta. Oldurhús eru aðeins tvö á Akureyri. Þar er áfengi selt á verði, er aðeins er á færi pelsklæddra hefðarfrúa og grá- Úr ræðu Ingvars Gíslasonar alþm. á fundi Framsóknar- félags Akureyrar 8. janúar. í upphafi ræðu sinnar sagði Ingvar Gíslason að mikil óvissa ríkti um afkomu- og efnahags- horfur íslendinga á þessu ári. Hverjum meðalskyggnum manni ætti að vera ljóst, að grundvöllur fyrir kauphækkan- ir er ekki fyrir hendi. Það yrði verkafólki, öðrum launamönn- um og alli-i þjóðinni hefndar- gjöf, ef nú yrði efnt til einn- sýnnar kjarabaráttu. Ef almenn kauphækkunar- skriða skylli yfir þjóðfélagið við ríkjandi aðstæður, þá yrði það slíkur hvati á verðbólgu- og dýrtíðarbálið, að engum vörn- um yrði við komið. Verðbólgan á síðasta ári á sér að vísu fleiri orsakir en eina, sagði Ingvar Gíslason. En ég held að óraun- hæfar kauphækkanir á árinu eigi stærsta þáttinn í því, hvernig ailt fór úr böndunum. Og ef nú á enn á ný að knýja fram óraunhæfar kauphækkan- ir, þá getur ekki farið nema á feldarherra, að kaupa. Hér þurfa að koma alþýðuöldurhús. Mætti t. d. hugsa sér að Hótel Varðborg, Alþýðuhúsið, Lón og Eiðsvallagata 18 gætu þjónað því hlutverki til að byrja með, en fleiri hús kæmu ugglaust til greina. Þarna gæti fólk komið saman að loknum vinnudegi, til menn- ingarlegrar áfengisneyslu, sér til andlegrar og líkamlegrar uppbyggingar. Vafalaust verður hægt að finna upp á einhverju því, er gæti skapað þörf fyrir þann hluta húsnæðisins, er óhentugur þætti til drykkju, eins og gistiherbergi hótelsins. Þarna skal hver drekka að vild og án endurgjalds, er hefur inn- an við 700 þús. kr. árstekjur. Greiðsluhvóti hinna, sem meiri hafa tekjur, skal fara stighækk- andi, samsvarandi skattstigan- um. Þó skal við það miðað, að verð hvers DOBBELS-ASNA sé aldrei hærra en lítersverð mjólkur á hverjum tíma. Að öðru leyti skal sölu áfengis hátt að, sem hverrar annarrar mat- vöru. Þó má segja, að með því að skipa áfenginu á sama bekk og t. d. búvörum og hreinlætis- vörum, þá sé áfenginu viss van- virða sýnd. Þó kæmi vel til greina að selja áfengið með annarri menningarvöru, svo sem bókum og listaverkum. Aðalatriði er, að vér, þegnarnir, getum sem fyrirhafnarminnst nálgast áfengið. Annað er ótækt. Þá er með öllu ótækt að leggja skatt á menningardrykk vorn, til niðurgreiðslu á vörum, sem að dómi ritfærra manna væri þjóðarbúinu hentugra að sækja til nágrannaþjóða vorra. Veit nokkur um samtök, sem vinna á móti notkun bifreiða? Væri það ekki fáránlegt ef ein- hverjir stofnuðu með sér félag gegn notkun bifreiða Það má því ljóst vera, að öll félagasam- tök, er vinna gegn notkun áfengis, eru á villigötum og þarf að snúa starfsemi þeirra við og á rétta braut, inn á hærra Ingvar Gíslason. einn veg: Gengisfelling kemur strax í kjölfarið. Ávinningur fyrir launafólk verður enginn, þjóðarbúskapurinn mun verða fyrir alvarlegu áfalli og truflun- um. Atvinnuöryggi yrði stefnt í voða. Um hvað á að sameinast? Ég vona því, að þær samninga viðræður, sem fram fara milli launþega og atvinnurekenda, snúist ekki um óraunhæfar „kjarabætur11, heldur um leiðir til þess að tryggja að núverandi atvinnuástand og lífskjarastig svið, áfengismenningunni til dýrðar. Þarna er nú allstór hópur fólks, er unnið gæti mikið og gott starf, með dúlítilli tilsögn. Þarf litlu að breyta, aðeins starfsháttum og heitum. Þannig yrði Áfengisvarnarráð ríkisins Áfengisráð o. s. frv. Barnastúk- urnar og skólarnir fengju það hlutverk að kenna ungdómnum hóflega og menningarlega áfeng isneyslu. Bjórinn gæti verið handa byrjendunum, í fyrstu lotu. En hann þarf að framleiða af margskonar styrkleika og vera til sölu á hverju götuhorni. Sterkasti fjölmiðill þjóðarinnar getur haft áhrif, áfengismenn- ingunni til framdráttar. Þar þarf þó sáralitlu við að bæta. Margir gætu t. d. auglýst sömu vöruna, en með mismunandi orðalagi. Til glöggvunar má taka dæmi: Hóflega drukkið vín, gleður mannsins hjarta, gleymdu ekki að birgja þig upp fyrir helgina, eða í veiðiferðina o. s. frv. „Eymd okkar í áfengisneyslu á rætur sínar að rekja til hræsni, fordóma og fáfræði. Vín menning er m. a. fólgin í því að kenna fólki að nota áfengi.“ Ekki er vanþörf á því fyrir þá, sem á landsbyggðinni búa, að mýkja kverkarnar til að koma niður sjávarplássmenning unni. Og vel hljómar þetta: Með menningu skal menningar neyta. Ef einhverjum þykir, sem of langt sé nú gengið, er ég nú segi við íslenskar mæður, kennið börnum yðar að neyta áfengis, má ljóst vera, að ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Og ef enn er ekki nógu glöggt tal- að, þá vísast til pistils í Alþýðu- bandalagsblaðinu á Akureyri 20. des. 1974. Þér, hér heima eða suður í Jóliannesarborg, vil ég segja: Leggjumst öll á eitt og útbreið- um vínmenningu vora. Sækjum fram undir kjörorðinu, Allt á floti alls staðar. Sgár. breytist ekki til hins verra. Þó að ég sé sannfærður um, að beinar kauphækkanir nú yrðu verkafólki hefndargjöf, þá vil ég leggja á það áherslu, að launafólk á kröfu til þess að allt sé gert til að hindra samdrátt atvinnulífs og uppbyggingar í landinu. Ég tel líka að það eigi að vera hægt að halda í horfinu hvað snertir afkomu almenn- ings, en það verður ekki gert með einhliða kaupkröfubaráttu. Síður en svo. í mínum augum er það fyrst og fremst óttalegt og illt til umhugsunar, ef til samdráttar og atvinnuleysis kemur. Það yrði áreiðanlega affarasælast fyrir almenning í landinu, ef áhrifaöfl þjóðfélags- ins, þ. á. m. verkalýðshreyfing- in, sameinuðust um að koma í veg fyrir samdrátt. Ég tel að það eigi að vera aðalmarkmið ríkisstjórnarinnar í atvinnu- og kjaramálum að sporna við sam- drætti og koma í veg fyrir at- vinnuskort. Framsóknarmenn munu fyrst og fremst leggja áherslu á þetta atriði í stjórnar- samstarfinu. Við afgreiðslu fjár- laga fyrir árið 1975 var gengið út frá því, að opinberar fram- kvæmdir héldust svipaðar og verið hefur. Það eru því engar samdráttarhugmyndir uppi. Enda er ég sannfærður um, að það er alröng stefna nú að ætla að ,,bæta“ ástand efnahagsmál- anna með samdráttaraðgerðum. Ég held þvert á móti að ástandið í heiminum sé þannig að okkur beri að vera á verði fyrir utan- aðkomandi samdráttar- og kreppuáhrifum og gera ekkert af sjálfsdáðum til þess að vekja upp atvinnuleysisdrauga. Ég tel það aðalatriðið fyrir launþega og landsmenn alla að ekki komi til samdráttar í atvinnulífinu. Atvinnuleysi er þjóðarböl, sem koma verður í veg fyrir. Þó að skilyrði til beinna kauphækk- ana séu ekki fyrir hendi nú, þá er sú krafa í fullu gildi að áfram verði rekin sem öflugust at- vinnustarfsemi í landinu. Væri vel farið, ef ráðandi öfl þjóð- félagsins, Alþingi, ríkisstjórn og stéttarfélög, sameinuðust um slíkt markmið. Enda veit ég fyrir víst, að þetta er ósk og krafa almennings. Ég teldi það því nánast svik við okkar dug- lega og vinnufúsa fólk, ef sam- dráttur yrði vakinn upp með einhverjum „útspekúleruðum“ hagstjórnaraðferðum á sama tíma sem kjarabætur eru ann- ars óhugsandi. Fjörugt athafna- líf og mikil vinna er hið eina, sem fólk getur nú vænst að verði til þess að vega upp á móti dýrtíðinni. Af þessum ástæðum skelfist ég samdrátt og atvinnu- skort og vona að til slíks þurfi ekki að koma. □ - Loðnuverð ákveðið (Framhakl af blaðsíðu 1) breytt frá því sem verið hefur. Fulltrúum í Verðlagsráði er heimilt að segja verðinu upp frá og með 9. febrúar og hvenær sem er með viku fyrirvara. Verðið var ákveðið með at- kvæðum oddamanns og fulltrúa loðnuseljenda gegn atkvæðum fulltrúum loðnukaupenda. í nefndinni áttu sæti: Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, sem var oddamaður nefndarinnar, Guðmundur Jör- undsson og Ingólfur Ingólfsson af hálfu loðnuseljenda og Guð- mundur Kr. Jónsson og Jón Reynir Magnússon af hálfu loðnukaupenda. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.