Dagur - 22.01.1975, Blaðsíða 1

Dagur - 22.01.1975, Blaðsíða 1
Skíðalyftur og miðasala Þar sem nú eru starfræktar 4 lyftur í Hlíðarfjalli, er nauðsyn- legt að breyta miðasölufyrir- komulagi, þannig að í stað þess að selja 5, 20 eða 80 ferða kort eins og gert hefir verið, verða seld dagkort, sem veita hand- hafa rétt til að nota allar lyft- urnar að vild þann dag, sem kortið gildir. Eftir kl. 14 verða á boðstólum Vz dags kort. Þá Húsfreyja hrapaði Á Skefilsstöðum á Skaga varð það slys, að húsfreyjan, Margrét Viggósdóttir, lenti ásamt drátt- arvél er hún stjórnaði, fram af Skefilsstaðabökkum, 15—20 metra háum. Hún fótbrotnaði og brákaðist í baki og liggur nú í sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Margrét, sem er ekkja og býr með börnum sínum á Skefils- stöðum, var ásamt sonum sínum að bjarga reka er slysið varð. Þykir með ólíkindum, að konan komst lifs af úr þessu falli. Menn af næstu bæjum komu þegar á slysstáð og báru konuna upp á bakkann, en síðan flutti slysavarnasveit frá Sauðárkróki hana í sjúkrahús og var læknir með í þeirri ferð. Slysið varð á föstudaginn. G. O. verða einnig á boðstólum kvöld- kort, sem gilda frá kl. 19—22, en fyrirhugað er að hafa tog- brautirnar við hótelið og Stromp í gangi til kl. 22 frá mánudegi til föstudags. Þá verða einnig til sölu árskort, sem gilda í allar lyftur í allan vetur. Handhafi árskorts þarf að leggja til mynd af sér, sem síðan er límd á árskortið og því komið fyrir í plastveski. Árs- kort gildir aðeins á nafn. Börn innan 12 ára hafa ókeypis aðgang að togbrautun- um við Skíðahótelið virka daga frá kl. 10—19, um helgar frá kl. 10—17.30. Þessi árskort eru tvímæla- laust mikil hagræðing fyrir þá, sem stunda skíðaferðir í ein- hverjum mæli. í vetur verða skíðalyfturnar opnar sem hér segir: Stólalyftan daglega frá kl. 10—12 og 13— 17.30, nema mánudaga frá kl. 13—17.30. Togbrautin við Stromp frá kl. 13—22 mánudag til föstudags. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 10—17.30. Togbrautirnar við hótelið mánu daga til föstudags kl. 10—22, laugardaga og sunnudaga kl. 10—17.30. Skíðabrekkurnar við SStromp og hótelið verða upplýstar á kvöldin. Greiðasalan í Skíðahótelinu verður opin daglega frá kl. 8—22.30. □ LOÐNUVERÐIÐ ÁKVEÐÍÐ Loðnuvertíðin er nú hafin og mörg skip komin á miðin aust- an við land. Verð á loðnu hefur verið ákveðið og er mun lægra en sl. ár. í tilkynningu Verðlagsráðs sjávarútvegsins segir: „Á fundi yfirnefndar Verð- lagsráðs sjávarútvegsins í dag var ákveðið eftirfarandi lág- . marksverð á loðnu til bræðslu eftirgreind tímabil á loðnuver- tíð 1975. 1. Frá 17/1 til 8/2 hvert kg kr. 2,80. 2. Frá 9/2 til 15/2 hvert kg kr. 2,05. 3. Frá 16/2 til 22/2 hvert kg kr. 1,90. i 4. Frá 23/2 til 1/3 hvert kg kr. 1,60. 5. Frá 2/3 til 8/3 hvert kg kr. 1,35. 6. Frá 9/3 til 15/3 hvert kg kr. 1,25. Eftir 15. mars er ekki verð í Auk framangreinds verðs greiði kaupendur kr. 0,15 fyrir hvert kg frá 17/1 til 15/2, en kr. 0,10 frá 16/3 til 8/3 í loðnuflutn- ingasjóð. Eftir þann tíma er ekki greitt framlag í loðnu- flutningasjóð. Afhendingarákvæði eru ó- (Framhald á blaðsíðu 5) Eftir síðasta norðangarð var komið mikið fannfergi á Norður landi og Austurlandi og féllu þá enn víða snjóflóð í síðustu viku. í Stíflu í Fljótum féllu tvö að austanverðu. Skall annað á bænum Lundi, bæði íbúðarhús og fjárhús, en bærinn er í eyði og grandaði snjóflóðið því hvorki mönnum né skepnum. En á þriðja hundrað hestar heys voru þar og munu þeir hafa Bændaklúbbsfmidur Fyrsti fundur Bændaklúbbsins verður á Hótel KEA mánudag- inn 27. janúar og liefst kl. 21.00. Frummælandi verður Jón Kristjánsson fiskræktarfræðing ur hjá Veiðimálastofnuninni og tnlar um fiskræktarmál í ám og vötnum. □ skemmst eða eyðilagst. Hitt snjó flóðið féll hjá Melbreið, skammt frá bæ og sleit þar símalínu og raflínu. Aðfaranótt þriðjudags, einnig í síðustu viku, féll snjóflóð á fjárhús á Ljótsstöðum á Höfða- strönd og eyðilagðist það, svo og hlaða og um 70 fjár drápust. Bændur á Ljótsstöðum eru tveir: Sveinbjörn Sveinbjörns- son og Trausti Fjólmundsson. Sömu nótt féll mikið snjóflóð í Dalsmynni, milli Þverár og Skarðs, en þar féll einnig gnjó- flóð í fyrra og tók með sér veiði mannahús. Þá féll snjóflóð í Óslandshlíð, um þriggja km breitt en gránd- aði ekki fólki né fénaði, að því er talið er, en eyðilagði girðing- ar. Hafa snjóflóð ekki fallið þar í mannaminnum. □ j m Þessi gamla mynd minnir á, að nú mun víðast jarðlaust fyrir hross og þarf því að gefa þeim,í úti eða inni. Til að gcfa hrossunum út henta vélbundnu baggarnir vel og fýkur heyið síður en <r (Ljósm.: E. D.) <3 £ laust hey. © 1 £ f <3 Á laugardaginn kom til Akur- ejuar með flugvél, sex manna snjóbíll, sem Flugbjörgunar- sveitin á Akureyri keypti ónot- aðan suður í Borgarfirði. Hann mun, með fullum búnaði, kosta hálfa aðra milljón króna. Hann er útbúinn til farþega- og sjúkra flutninga. Samkvæmt umsögn formanns flugbjörgunarsveitarinnar, Gísla Lórenzsonar, á sveitin annan snjóbíl gamlan, svo þetta er nánast endurnýjun og auk þess á sveitin tvo fjallabíla og jeppa, allt góð tæki. Um 120 manns eru í Flug- björgunarsveit Akureyrar og er bækistöð sveitarinnar í Strand- götu 55 B. Stór hópur vaskra manna er jafnan reiðubúinn til björgunarstarfa. Nú í stórhríð- inni voru 15—25 manns að störf um við akstur í bænum hálfan þriðja sólarhring, stanslausa vakt. Annaðist sveitin þá flutn- ing starfshópa sjúki'ahúss og fleiri stofnana og vinnustaða, og kom sér vel. Auk formanns, Gísla Lórenz- sonar, eru í stjórn Vernharður Sigursteinsson varaformaður og Tryggvi Gestsson gjaldkeri. Hinn nýi bíll er keyptur fyrir happdrættiságóða 1973 og 1974. Bæjarbúar hafa jafnan sýnt okkur mikla vinsemd, er við höfum verið að safna fé til starf seminnar, sagði formaður að lokum. □ jan opin 3 daga í viku Sú nýbreytni verður nú upp tekin, að í vetur mun Akur- eyi'arkii'kja verða opin á mánu- dögum, þriðjudögum og föstu- dögum frá klukkan 6 til 7.30. Þar sem kirkjan er yfirleitt ekki opin nema á sunnudögum á messutíma, er þetta gert í því skyni, að fólk, sem ekki kemst til kirkju á sunnudögum, geti notfært sér þetta tækifæri og Fjárhagsáætlun Ákureyrarhæjar er komin ti! fyrri umræðn Fyrri umræða um fjárhags- áætlun bæjarsjóðs Akureyrar- kaupstaðar fyrir árið 1975, fór fram í gær. Hér fara á eftir helstu liðir um tekjur og gjöld, eins og það er samandi'egið í áætluninni: Tekjur: Þús. kr. Útsvör................ 396.700 Aðstöðugjöld .......... 70.800 Framlag úr Jöfnunarsj. 84.200 Skattar af fasteignum . 113.900 Tekjur af fasteignum . . 9.400 Gatnagerðargjöld...... 17.000 Hagnaður af rekstri bifreiða og vinnuvéla 4.500 Hluti bæjarsj. af vegafé 14.400 Vaxtatekjur ............ 2.800 Ýmsar tekjur.............. 400 Gjöld: Þús. kr. Stjórn bæjarins og ski'ifstofur........ 27.450 Eldvarnir .............. 23.550 Félagsmál ..............116.820 Menntamál .............. 89.675 íþróttamál ............. 21.312 Fegrun og skrúðgarðar 16.280 Heilbrigðismál ......... 15.920 Hreinlætismál........... 46.300 Gatnagerð, skipulag og byggingaeftirlit... 173.500 Fasteignir ............. 18.800 Styrkir til félaga..... 8.370 Framlag til Framkv.sj. 33.000 Vextir af lánum........ 20.978 Ýmis útgjöld ........... 17.600 komið í kirkjuna til að eiga hljóðar stundir. Æskulýðsfélagar munu sjá um gæslu kirkjunnar. (Fréttatilkynning) Hörmulegt flugslys Hinn 17. janúar fórst þyrla á Kjalarnesi. Með hcnni fórust: Indriði II. Einarsson yfirverk- fræðingur, Lúðvík Karlsson flugmaður, Kristján S. Ilelga- son frainkvæmdastjóri, Sigur- björg Guðmundsdóttir ráðs- kona, Stcfán Ólafsson verkfræð ingur, Guðmundur Ilannesson verkstjóri og Tóxnas Sigurðsson verkfræðingur. Þyrla þessi var eign Þyrlu- flugs h.f., nýlega keypt frá Bandaríkjununi. □ Björn Sigmundsson Björn Sigmundsson, fyrrum deildarstjóri hjá KEA á Akur- eyri og einn af vinsælustu leik- ururn bæjarins um árabil, er látinn, á níræðisaldri, Hann varð bráðkvaddur að heimili sínu, Munkaþverárstræti 4, síð- asta laugardagskvöld. Hann var ekkjumaður. Útför hans verður á laugardaginn. □ Þús. kr. 714.100 Rekstrargjöld samt. kr. 629.555 Fært á eignabreytingar 84.545 Stefáll Bjai'man Dagur kemur næst út 29. janúar. — Þús. kr. 714.100 Hækkanir frá fyrra ári eru mjög miklar, bæði gjalda- og tekjumegin, og er það bein (Framhald á blaðsíðu 6) Stefán Bjarman lést í Fjórðungs sjúkrahúsinu á Akureyri 28. desexnber, áttræður. Hann var snjall og landskunnur þýðandi bóka margra heimsfrægra höf- unda er rituðu á enska tungu. Ilann var maður skarpgáfaður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.