Dagur - 22.01.1975, Blaðsíða 8

Dagur - 22.01.1975, Blaðsíða 8
Dömu og herra steinhringar. Mikiö úrval. UM HÓLASTÓL 1 Á nýliðnu sumri rœddi ég ögn og ritaði um Hólastól og endur- reisn hans. Mér fannst rétt á þessu minningarári að líta til þess, sem frá Norðlendingum var tekið 1798, er biskupsstóll og skóli á Hólum voru lagðir niður, og jafnframt leiða hug- ann að væntanlegri endurreisn, er um það bil 200 ár væru liðin frá þeirri niðurlægingu og menningarlegu tjóni, sem af því hlaust. Hefur mér fundist að lengur mætti ekki dragast að sjálfur biskupsstóllinn risi á ný, þótt skólinn megi teljast endur- reistur, góðu heilli. I Þessari ábendingu tóku ýmsir vel í viðtölum og bréfum, m. a. vígslubiskupinn nyrðra sem vænta mátti, því að hann og Hólafélagið, sem lengi hefir starfað, mun að sjálfsögðu keppa að þessu marki. En ekki varð þó úr þessu nein almenn umræða, nema sterk rödd merk isbóndans og gáfumannsins í . Eyhildarholti, Gísla Magnússon ar. Sú rödd og undirtekt mun hafa glatt fleiri en mig, en Gísli telur lýðháskóla henta betur í því endurreisnarstarfi líkt og í Skálholti. Ég hafði nefnt nám- skeið fyrir presta og kennara. En vissulega væri mér það gleði efni, að hugsa til lýðháskóla á Hólum í Hjaltadal. Við slíkan skóla er auövelt að tengja nám- skeið af ýmsu tagi, svo að hvort tveggja rúmist innan þess ramma, sem báðir hugsa sér ! Enda munu slíkir skólar í fram- tíð meir líkjast því, sem við höf- STJÓRN F.Í.B. MÓTMÆLIR ! „Stjórn F.Í.B. mótmælir harð- lega þeirri hækkun á bensíni sem varð þann 11. þessa mán- aðar. Á einu ári hefur verð á bensíni hækkað úr 23 krónum upp í 51 krónu hver lítri eða um 121%. Verð á bensíni hér á landi er nú orðið með því hæsta sem þekkist í heiminum og er það mjög varhugaverð þróun í landi sem byggir svo mjög á notkun bifreiða." □ um nefnt námskeið, styttri eða lengri. Höfuðatriðið er að sjálfsögðu 'að endurreist verði hin forna og merka hefðarstöð til forystu norðanlands í málefnum kristi- legrar menningar, lífstrúar og þjóðrækni. Ég trúi því, að slík aflstöð yrði mikill andlegur og menningarlegur orkugjafi á komandi tíð. En ekkert gerist nema að sé unnið, og líklegasti aðilinn til forystu væri Fjórðungssam- bandið, svo og kirkjunnar menn, og þau blöð, sem liðsinni vildu veita. Mætti jafnvel nú þegar hefja fjársöfnun, sem væri þá líka Vegna mikillar aðsóknar og eftirspurnar, hefur L. A. ákveð- ið að hafa aukasýningar á „MATTHÍASI“ n. k. fimmtu- dags- og sunnudagskvöld. Þeir sem enn hafa ekki séð sýning- viljayfirlýsing. Það mundi lög- gjafinn kunna að meta og þannig hófst endurreisn Skál- holts. En á meðan samstaða er að skapast um þetta mál, sem gera mætti ráð fyrir að yrði jákvæð, gæti lítill vísir með fjár framlagi í sparisjóðsbók orðið hvatning. Sú bók ber nafn Hóla stóls og er í vörslu Landsbank- ans á Akureyri. Hún bíður þess að í hana safnist og Hólastóll njóti á sínum tíma. Og slíkum bókum mun án efa fjölga þegar stund ákvörðunar rennur upp. 28/12 1974. Með beztu kveðju, og árnaðaróskum. Snorri Sigfússon. una, eru eindregið hvattir til að láta ekki úr greipum sér ganga þetta tækifæri til að kynnast hinum margbreytilega og litríka persónuleika skáldsins og mannsins Matthíasar Jochums- sonar. □ SMÁTT & STÓRT „ATTA BALA HÚS“ Byggingarlist íslendinga náði víða furðu langt á meðan byggt var úr torfi og grjóti. Veggir voru hlaðnir með listrænu hand bragði og risin voru brött vegna lekahættu. Nú er byggt úr steini og þök klædd járni. En byggingarnienn nútínians hafa ekki ennþá lært að byggja leka laus hús, meðal annars vegna hinna fáránlegu, flötu þaka. Því miður skammast þeir sín ckki einu sinni fyrir handarverk sín en tala um svona og svona margra bala hús! „Atta bala hús“ merkir, að það hús leki á átta stööum og þurfi því að setja átta bala undir húslekann. SNJÓRINN A HÚSÞÖKUM Hin flötu eða hallalitlu luisþök eru hinar mestu snjóakistur og hafa fréttir af því borist, að svo mikill snjór safnist á þau, að sum hafi látið undan snjóþung- anum, og er þetta raunar ekki ný saga. Manni getur dottið í hug, í samtölum við suma bygg- ingameistara, að húsleki sé eitt af náttúrulögmálunum, svo illa cru þeir á vegi sttaddir í iðn- grein sinni — og því miður glæpist almenningur á að kaupa þessi liús og fær ekki bætur fyrir byggingargalla af þessu tagi. MUNIÐ AÐ GEFA SMAFUGLUNUM Fólk er oft á það minnt, að gefa smáfuglunum og öndunum. Fuglavinur leit inn á skrifstof- una í síðustu viku og bað þá að koina þeirri ósk á framfæri við verslanir, að þær hefðu þær vörur á boðstólum, er gefa mætti auðnutittlingum og snjó- tittlingum, en þær vörur fengj- ust nú ekki. Er þessari ábend- ingu hér með komið á framfæri og því bætt við að margir bæjar búar hafa af því mikiö yndi að gefa fuglum þegar liarðindi eru og fuglarnir taka því með þökk- um, svo scm sjá má. VÍSAÐ TIL BÆJARFÓGETA Nokkrar mæður hafa lagt þá spumingu fyrir blaðið, hvemig á því standi, að unglingar, sem vegna aldurs mega ekki hafa vín um hönd, komi dauða- drukknir út úr Sjálfstæðislms- inu. Þessu er því til að svara, að meint lagabrot í umdæmi bæjarfógetans á Akureyri ber að kæra til embættisins. Og ef- laust er bæjarfógetinn einnig fús til viðræðna uin vandamál af þessu tagi, hvort sem þau eru kærð eður ei. ÞYKKJUÞUNGT FÓLK Bálreiðar konur og þungorðir rnenn hafa tjáð liug sinn um þá ráðstöfun, að snjóruðningstæki voru send upp í fjall, að Skíða- hóteli, á nieðan ýmsar götur bæjarins voru enn — og eru — ófærar bifreiðum og sum liús nú orðin olíulaus, þar sem ófært er. Að stórum orðum slepptum, er á þctta minnt fyrir þá, sein þessum málum ráða og getur það verið athugunarefni þegar næsti liríðarkafli kemur. „UM HEIMILIS- LÆKNISÞJÓNUSTU í ÞÉTTBÝLI“ Fundur haldinn að tilhlutan landlæknis o. fl. í Domus Medica þriðjudaginn 14. janúar 1975 ályktar eftirfarandi: „1) Hraða ber byggingu heilsu- gæslustöðva til þess að bæta almenna læknisþjón- ustu. 2) Til bráðabirgða verði bætt úr brýnasta skortinum með því að sjúkrasamlög og bæjarfélög í samvinnu við ríkið taki á leigu eða reisi hentugt húsnæði og búi heilbrigðisstéttum viðun- andi starfsaðstöðu. Reynsla ýmissa bæjarfélaga hefur ! einmitt sýnt fram á gildi slíkrar lausnar.11 □ Grenivík, 20. janúar. Frystihús- ið hér er undir háum bakka og salthús er áfast. Ofan á þökin kom á fjórða meters snjólag í óveðrinu og lét þak salthússins undan síga á sextán metra parti, og féll það inn. Fiskur var eng- inn í húsinu. Tvær jarðýtur hafa unnið að því að moka frá húsinu og margir hafa unnið við að moka af þakinu og er því verki ekki enn lokið. Verulegar skemmdir urðu ekki aðrar, nema á Grýtubakka, þar sem þak íbúðarhúss lét sig eitthvað, en brotnaði þó ekki verulega. Þá hafa bílar lagst saman undan snjóþunganum, svo sem bíll sóknarprestsins í Laufási, sem stóð á þjóðvegin- um. Þriggja metra skafl er hér ofan á öðrum bíl, sem menn hafa ekki enn þorað að moka upp. Hér er óskaplegur snjór. Gamall maður sagði, að þetta væri mesti snjór er hann myndi eftir. Aðrir segjast muna meiri snjó. Ekki þurftu bændur að hella niður mjólk, svo mér sé það kunnugt, því að í gær komust ruðningstækin hingað norður og opnuðu veginn. Tveir vegheflar og þrjár jarðýtur voru þá búnar að vera að störfum á veginum frá Akureyri hingað norður frá því á miðvikudagsmorgun. Gef- ur þetta hugmynd um, hve snjóalögin voru mikil. Mokað var dag og nótt. Fært er nú um Dalsmynni austur að snjóflóð- inu milli Skarðs og Þverár. Snjóflóðið er ákaflega mikið og hljóp það yfir Fnjóská og langt upp í hlíðina að vestan. Skógur- inn, þar sem snjóflóðið féll, er illa farinn. P. A. Ritstjóraskipti hafa orðið við Frey. Gísli Kristjánsson lét af ritstjórninni um áramótin, en við tók Jónas Jónsson frá Yzta- felli. Freyr hefur verið gefinn út í rúm sjötíu ár, og hefur Gísli Kristjánsson verið ritstjóri hans í tuttugu og níu ár samfleytt — ailt frá heimkomu sinni frá Dan mörku í lok heimsstyrjaldar- innar síðari. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.