Dagur - 16.04.1975, Blaðsíða 1

Dagur - 16.04.1975, Blaðsíða 1
AGUR LVIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 1G. apríl 1975 — 16. tölubl. eru fundin ^ skammf frá Kópaskeri Kópaskeri, 14. apríl. Hafrann- sóknarstofnunin fann í síðustu viku rækjumið hér skammt undan. Var rækjan væn og virt ist talsvert magn af henni. En FRÁ LÖGREGLUNNI í fyrrakvöld hnupluðu ungling- ar peningum og fleiru í Vega- nesti. Þessir unglingar voru handsamaðii- nær samstundis. Eldur í Strandgötu 39 Klukkan fjögur á mánudags- nótt var slökkvilið bæjarins kvatt að Strandgötu 39, þar sem eldur hafði orðið laus. Húsið er tveggja hæða timburhús á steyptum kjallara. Eldur komst á allar hæðir og skemmdist það mjög og verulegur hluti innbús eyðilagðist. Tók það slökkvilið- ið tvær klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins. En engan mann sakaði, en í húsinu voru átta eða níu manns. Slökkvi- liðsstjóri taldi, að eldurinn hefði átt upptök sín í kyndi- klefa í kjallara hússins. Hafði verið farið fram á lagfæringar þar, en þær ekki gerðar, áleit slökkviliðsst j óri. Hús þetta var byggt 1908 og tæplega viðgerðarhæft. þetta er þó lítt kannað ennþá. Þetta þykja mikil tíðindi hér, því rækjuveiðar og rækju- vinnsla hafa víða gjörbreytt atvinnuháttum og gefið miklar atvinnutekjur. Hingað er nýkominn 66 tonna eikarbátur, sem Auðunn Bene- diktsson útgerðarmaður á Kópa skeri hefur keypt og er hann fyrst gerður út með línu. Segja má, að átta bátar stundi héðan grásleppuveiðar. Veiði er sæmileg en óstillt tíð hefur hamlað nokkuð þeim veiðum. í Axarfirði var 19 stiga frost á laugardagsnóttina, en mun minna hér á Kópaskeri. Vegui'- inn til Húsavíkur er sæmilega fær. Einstaklingar á Kópaskeri hafa þrjú íbúðarhús í byggingu. Hreppsfélagið sótti um. lán til byggingar 12 leiguíbúða en fyrirgreiðsla hefur enn ekki fengist. Ætlunin er, ef þessi fyrirgreiðsla fæst, að byggja þá þrjár íbúðir á ári. Húsnæðis- ekla er hér á staðnum. K. Á. Lón er samkomustaður unglinganna. BÆRINN HEFLIR KEYPT LÓN Akureyrarkaupstaður hefur keypt húsið Lón, hús Karlakórs ins Geysis, fyrir 8 milljónir króna, og verður kaupverðið greitt á næstu sjö árum. En bær inn hefur haft þetta hús á leigu nokkur undanfarin ár, og notað það fyrir æskulýðsstarfsemi. Æskulýðsráð hefur umsjón með rekstri hússins, en forstöðumað- ur er Gunnar Jónsson. Rætt hefur verið um, að gefa húsinu nýtt nafn, en um það hefur engin ákvörðun verið tekin. □ Rækjuveiðar en ekkert nýtt rækjustríð Grímsey, 14. apríl. Örlítið ís- hrafl sást hér við eyna fyrir helgi. En þótt það væri svo lítið, að naumast væri orð á því ger- andi, tóku sumir upp grásleppu net sín á laugardaginn til að Frá kiwanisklúbbnum HRÓLFI Fyrir skömmu var Kiwanis- klúbbnum Hrólfi á Dalvík gefn ar 100 þúsund krónur. Gefand- inn var Páll Hallgrímsson á Dalvík. En klúbburinn hefur nýlega keypt húsið Bergþórs- hvol og ætla klúbbfélagar að breyta því í samræmi við starf- semi sína. Sérstakur skattur hefur verið lagður á klúbb- félaga í vetur, sem á að standa undir húskaupunum. Starfsemi Kiwanisklubbsins hefur verið með miklum blóma í vetur og hefur klúbburinn fengið marga fyrirlesara á fundi sína. Allmikla fjárhæð hefur klúbb urinn veitt á þessu starfsári til líknar- og menningarmála. Síð- asta vetrardag heldur klúbbur- inn sumarmáladansleik og skemmtun fyrir böm í íþrótta- húsinu á Dalvík. (Fréttatilky nning) láta ekki ísinn eyðileggja þau, ef ágengur yrði. En í gær var komin austanátt og ísinn er horfinn. Nú er verið að vitja um f blíðskaparveðri. Grá- sleppuveiðin hefur nú verið stunduð í hálfan mánuð og gengið sæmilega vel. Fimm út- höld stunda þessar veiðar. Veðráttan hefur verið óhag- stæð til sjósóknar í allan vetur. í gær var hér haldin guðs- þjónusta. En þá kom sóknar- presturinn, séra Pétur Sigur- geirsson vígslubiskup, hingað. Einnig var haldin tombóla til ágóða fyrir ferðasjóð skólabarn- anna. Þá hafa gestakomur af nýju tagi orðið hér verulegar, en það eru sjómenn rækjubátanna, sem farnir eru að stunda rækju veiðar hér örskammt frá eynni, sem oft leita vars við eyna þeg- ar eitthvað er að veðri. En góð rækjumið eru hér skammt und- an og góður afli þegar gefur. Hér er ekkert rækjustríð því sjómenn á rækjubátunum gefa okkur af þessu góðgæti. Nú fer höfnin að verða of lítil því bátarnir stækka. Við höfum tvo dekkbáta og búið er að kaupa þann þriðja, þótt hann sé elcki hingað kominn, því hann e,r á vertíð syðra. Bátur- inn er nýr og leggui' upp í Grindavík á þessari vertíð. Félagsheimilið okkar er nú loks að fullu frágengið og er það mjög vistlegt orðið og skemmtilegt. Vígsla þess mun verða síðar á árinu. Snjór er með meira móti, en við erum að vonast eftir hlý- indum og þá hvei'fur snjórinn mjög fljótt. S. S. DráffðrskipiS er á leiðinni Húsavík, 15. apríl. Skip það frá Englandi, sem er á leið til ís- lands og ætlað var það hlutverk að draga Hvassafell af strand- stað við Flatey, hefur verið veðurteppt við Færeyjar og Iðavölliir afhentur Akureyrarkaupstað Fimmtudaginn 10. apríl afhenti Barnaverndarfélag Akureyrar Akureyrarkaupstað leikskóla sinn, Iðavöll, til eignar og um- ráða. Formaður Barnaverndar- Tjaldurinn kom 4. apríl Tjaldurinn kom hingað 4. api'íl og sáust þá átta fuglar „fínir í tauinu“, svörtu og hvítu. Nokkr ar álftir sáust hér um 20. mars og gæsa hefui’ orðið vart síð- ustu daga. Senn er von fleiri fugla. Húsandarhjón hafa í vetur dvalið á Pollinum. □ félagsins, Einar Hallgrímsson, og bæjarstjórinn, Bjarni Einars son, fluttu ávörp við það tæki- færi. Bæjarstjóri afhenti leik- skólann síðan félagsmálaráði en við tók formaður þess, Soffía Guðmundsdóttir. Athöfn þessi fór fram í húsakynnum skólans án veisluhalda. Barnaverndarfélag Akureyr- ar á aldarfjórðungs starf að baki. Leikskólinn Iðavöllur við Gránufélagsgötu tók til starfa fyrir 15 árum og hefur gegnt mjög þörfu hlutverki. Á eign- inni hvíla engar kvaðir né veð- bönd og hún er gefin með öll- um búnaði. Barnaverndarfólag- ið snýr sér nú að öðrum verk- efnum, sem helguð verða, sem fyrr, börnunum. Eiríkur Sigurðsson var í 16 ár formaður Barnaverndarfélags- ins, Erla Böðvarsdóttir fóstra hefur starfað við Iðavöll í 9 ár og Þóra Þorsteinsdóttir for- stöðukona skólans hefur starfað þar álíka lengi. Páll Gunnars- son hefur um langt skeið verið ólaunaður gjaldkeri félagsins og framkvæmdastjóri skólans frá öðru eða þriðja starfsári. í stjórn Barnaverndarfélags Akureyrar eru: Einar Hall- grímsson, Bjarni Kristjánsson, Valgerður Valgarðsdóttir, Páll Gunnarsson og Þóra Þoi'steins- dóttir. □ Akuievrartoffarar seinkar því komu þess. En eftir því sem mér er tjáð, er björg- unartilraun fyrirhuguð þegar skip þetta kemur. Frá samning- urn um það er þó ekki búið að ganga ennþá. Búið er að bjarga meirihluta áburðarins úr Hvassafelli og mestu af olíunni, en tæki og búnaður skipsins er allt á sínum stað og hefur ekki verið hreyft. Leikfélag Húsavíkur hefur verið að sýna leikritið Ég vil auðga mitt land eftir Þórð Breiðfjöi'ð við mikla aðsókn og vinsældir. Hefur leikritið verið sýnt 14 sinnum og 2 sýningar eftir, en þær verða á miðviku- dag og föstudag. Skugga-Sveinn var á sínum tíma sýndur 22 sinnum og er þetta nýja leikrit næst að sýningarfjölda. Aðalfundur K. Þ. verður hald inn í næstu viku, á þriðjudag og miðvikudag. Þ. J. Kaltlbakur landaði 135 tonnum á Akureyri á mánudaginn. Svaibakur landar sennilega á morgun, fimnrtudag'. Ilarðbakur gamli er á veið- um. Ilarðbakur nýi er í sinni fyrstu veiðiferð. Sléttbakur landaði 7 179 tonnum. Sólbakur er bilaður. Kaldbakur kemst ekki á veið ar vegna verkfallsiss og fleiri stöðvast jafn skjótt og þeir koma til hafnar, hafi samningar ekki tekist. □ apríi Bæiidalvlúbbsfiindur verður á Hótel KEA í dag, mið- vikudaginn 16. apríl, og' hefst klukkan 21.00. Frummælandi verður Jón Kristjánsson fiski- fræðingur og ræðir hann um ræktun fiskjar í ám og vötnum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.