Dagur - 16.04.1975, Blaðsíða 7

Dagur - 16.04.1975, Blaðsíða 7
7 SMATT & STÖRT Tankvæðing að hefjast hjá K. Þ. Sala (Framhald af blaðsíðu 8) byggð, eins og neytendur sækj- ast eftir. LAX OG LAMBAKJÖT Menn tárast yfir því, að út þarf að flytja búvörur við lægra verði en þær eru seldar á innan landsmarkaði. En það gildir annað um laxinn en lamba- kjötið. Hjá Kaupfélagi Borg- firðinga reyndist verðið á besta útflutta laxinum kr. 370 kílóið, en fyrir hann fengust á inn- lendum markaði aðeins 170 kr. kílóið. Verðið á laxinum birtist í síðasta hefti Kaupfélagsrits- ins, sem Kaupfélag Borgfirð- inga gefur út reglulega og er bæði skemmtilegt og fróðlegt rit og Björn Jakobsson hcfur lengi annast. 1 ÁBURÐARVERÐIÐ GREITT NIÐUR Verð á tilbúnum áburði hækk- aði í þetta sinn um 153% miðað við síðasta ár. Þcssa gífurlegu verðhækkun hefur ríkisstjórnin ákveðið að greiða niður með 752 milljón króna framlagi úr ríkissjóði og er sú upphæð um helmingur hækkunarinnar. Af þessari niðurgreiðslu færist þó hluti eða 152 milljónir til næsta árs. Með þessu er dregið úr þeim stórfelldu hækkunum á verði búvara, sem orðið hefðu ef áburðarverðsliækkunin hefði öll gengið inn í verðlagið. GROMYKO HEIMSÆKIR fSLAND För Einars Ágústssonar utan- ríkisráðherra til Sovétríkjanna vakti verulega athygli, m. a. vegna þess hve hann fékk virðu legar og vinsamlegar móttökur og að A. A. Gromyko utanríkis- ráðherra þekktist boð utanríkis ráðherra okkar um að koma í heimsókn til íslands. Þá vakti það einnig athygli, að samið var um lækkað olíuverð í utanför Einars Ágústssonar og mun það kærkomin frétt. EINKENNILEGUR TÓNN En fleira hefur vakið athygli en utanför Einars og framúrskar- andi móttökur æðstu embættis- manna Sovétríkjanna, og það er blað sjálfs forsætisráðherra fs- lands, Morgunblaðið, sem gerði þessa för utanríkisráðherra okk ar og móttökur að leiðaraefni fyrir helgina. Morgunblaðið „stelur“ næstum „senunni“ af Einari Ágústssyni og á alveg dæmalausan hátt. Þar eru gróf- ar dylgjur um gestgjafana uppi hafðar í þeim illkvittna tón, sem hlýtur að vekja furðu og fyrirlitningu hugsandi manna. Hatursskrif af þessu tagi um þjóð, sem við eigxun mikil og góð samskipti við og höfum lengi átt, eru flestu betur til þess fallin að spilla hinum hag- kvæmu viðskiptum og magna hatur í stað vinsemdar. HÁSKALEIKUR A fSNUM Á mánudaginn var hópur barna, um tuttugu talsins, að leik í smábátadokkinni við Höpnersbryggju. fsinn var þar mjög sundurlaus og hlupu böm in fram og aftur á ísjökunum, sum ung og smávaxin. Nær- staddur lögregluþjónn, sem bent var á þetta, hristi höfuðið og sagði, að þau neituðu að yfir- gefa staðinn. Þarna er stórkost- leg slysahætta. VEIKUR ER VORÍSINN Undanfarna daga hafa margir bæjarbúar skemmt sér við dorg á ísnum frammi á Pollinum. fsinn er þó þunnur og viðsjáll mjög og ættu menn að hafa það í huga, að veikur er vorísinn. Heppnir menn veiddu nokkuð af fiski, jafsvel svo, að þeir komu ekki öllum aflanum með sér og þurftu að fara tvær ferð- ir. Á mánudaginn fór ísinn að losna sundur og myndast í hann breiðar vakir og hættulegar. Á hinum veika ís er það hið mestal glapræði er fólk safnast saman, svo sem stundum vill verða. Innan skamms hefst tankvæð- ing á félagssvæði Mjólkursam- lags Kaupfélags Þingeyinga. Félagið er um þessar mundir að fá fyrstu sendingu sína af mjólkurkælitönkum, og verða þeir settir upp og teknir í notkun á næstu vikum og mánuðum. Hér er um að ræða Muellers-kælitanka frá Banda- ríkjunum, sem keyptir eru fyr- ir milligöngu Dráttarvéla h.f., sem eru umboðsmenn fyrir- tækisins hér á landi. Fleiri hundruð slíkir tankar eru nú í notkun á öllum helstu mjólkur- svæðum landsins. Q Frá Félagi iðnnema Akureyri í Félagi Iðnnema á Akureyri var bráðabirgðasamkomulag, er A.S.Í. og V.S.f. hafa gert, sam- þykkt með svohljóðandi álykt- un: Almennur félagsfundur hald- inn 6/4 1975 ályktar, að iðn- nemar á Akureyri séu tilneydd ir að samþykkja bráðabirgða- samkomulag það, sem A.S.Í. og V.S.Í. hafa gert, vegna þess að öll helstu verkalýðsfélög bæjar- ins hafa gert það. Einangruð barátta iðnnema er vonlaus. Fundurinn bendir jafnframt á, að samningar án vísitölu- bindingar launa eru lítils virði og mestar líkur á. að umsamd- ar 4.900 kr. verði að engu orðn- ar 1. júní. Fundurinn átelur harðlega þá stefnu A.S.Í.-forystunnar að leggja blessun sína yfir kjara- ránslög ríkisvaldsins, sem m. a. kemur fram í því, að hún viður kennir, að laun skuli aðeins hækka um ca. 10% í stað 45%, sem hefði þurft til að ná sama kaupmætti og eftir kjarasamn- inga síðastliðins vetrar. Einnig fordæmir fundurinn Dráttarvélar h.f. eru að hefja innflutning á tveimur nýjum vélum frá Massey-Ferguson. Annars vegar er um að ræða heybindivél af verðinni MF-15, sem var í prófun hjá bútækni- deildinni á Hvanneyri síðastlið- ið sumar og reyndist mjög vel. Hin vélin er sláttuþyrla af gerð inni MF-70, og er hún á ýmsan hátt frábrugðin þeim gerðum, sem verið hafa á markaðnum hér á landi. í sambandi við kynningu á þessum nýju vélum efndu vinnubrögð níu-manna-néfndar A.S.Í., en stefna hennar virðiSt vera að hafna allri baráttu hins almenna launþega. Teljum við baráttustefnu í verkalýðsmál- um einu leiðina, sem vænleg er til sigurs. □ Bifrelðir Nýjar vélar frá Massey-Ferguson Volvo Amason árg. ’63 til sölu eftir árekstur. Uppl. í síma 2-31-83 eftir kl. 7 á kvöldin. Til sölu G.M.C. trukk- ur. Tilboð óskast send til Asmundar Kristinssonar, Höfða, fyrir 1. maí. Til sölu Volkswagen ‘67 með lítið keyrðum skiptimótor, einnig 1 Vl tonna trilla, 3ja ára gömul. Uppl. í síma 2-39-12. Dráttarvélar til námskeiðs í samráði við Massey-Ferguson fyrir þá starfsemi sína, sem hafa með sölu og þjónustu vél- anna að gera. Jafnframt tóku þátt í námskeiðinu nokkrir starfsmenn kaupfélaganna, sem fara með söluumboð fyrir Dráttarvélar. Námskeiðið hófst mánudag- inn 24. mars og stóð í þrjá daga. Kennari kom frá skóla Massey- Ferguson í Englandi til þess að leiðbeina um notkun og við- hald hinna nýju véla. □ Til sölu er 4ra tonna trilla, endurbyggð 1973. iÞá sett í ný Volvo Penta 36 lia. og dýptarmælir nneð hvítlínu. Tvær raf- magnsrúllur og Sóló- eldavél. Uppl. í síma 4-11-32 á Húsavík. Vel með farinn barna- vagn til sölu. Verð kr. 15.000. Simi 2-17-70. Sem nýr kvenleðurjakki til sölu. Stærð no. 14. Verð kr. 6.000. Uppl. í síma 2-37-97. Til sölu er Philips stereó segulband án magnara. Selst á góðu verði. Uppl. í sírna 2-15-82. Eldavélasett til sölu. Sími 2-25-81 eftir kl. 19. Til sölu Cenovox harm- onikka og Hayvett magnari, einnig trommu sett á 35 þús. og 200 w Marshall söngkerfi. Uppl. í síma 6-13-53 milli kl. 7—8 á kvöldin. fAtvinna GOÐ AUGLÝSING GEFUR GÓÐAN ARÐ Vantar mann til land- búnaðarstarfa nú þegar. Vinnumiðlunar- skrifstofan. ATYINNA Viljum ráða rnenn til starfa i' verksmiðjunni. • • r ULLARÞVOTTASTOÐ S.I.S. SÍMI 1-14-70. FRÁ BRIDGEFÉLAGI AKUREYRAR Aðrir þátttakendur voru eftirtalin fyrirtæki: Nýlokið er hinni árlegu firmakeppni félagsins með þátttöku 128 fyrirtækja. Keppnin var enmfremur einmenningskeppni. Einmenningsmeistari varð Alfreð Pálsson. Sigurvegari í firmaikeppninni að þessu sinni varð Bifreiðaverkstæði Jóhannesar Kristjánssonar, 117 stig, spilari Alfreð Pálsson. — í öðru sæti Kjötiðnaðarstöð KEA, 115 stig, spilari Páll Jónsson. — í þriðja sæti Möl og sandur, 113 stig, spilari Hörður Steinbergsson. — í 1 jórða sæti Pedromyndir, spilari Jóhann Gauti. Aðalgeir og Viðar Báta og bílasalan Gufupressa Akureyrar Linda h.f. Raflagnadeild KEA Tómas Björnsson, Amaró Borgarbíó Hckla, fataverksmiðja Leðurvörur Rakarastofa Valda og Ingva byggingavöruverslun Akureyrar Apótek Brekka, verslun Híbýfi h.f. Möf og sandur Rannsóknarstofa Norðurlands Trésmíðafélag Akureyrar Almcnnar iryggingar Cesar, verslun Hafnarbúðin Mjólkursamlag KEA Rafval og Co. Tíminn, dagblað Augsýn h.f. Dúkaverksmiðjan Hagi h.f. Markaðurinn, verslun Sinári h.f., trésmiðja U t vegsbankinn Akra Drífa, verslun Hótel KEA Matvörudeild KEA Stcfnir, bifreiðastöð Útgerðarfélag KEA Axel og Einar Draupnir Hótel Varðborg Norðurverk h.f. Sjiikrasamlag Akureyrar Útgerðarfélag Akureyringa Ásmundur Jóhannsson Dagur Happdrætti DAS Nýja-bíó Skipaafgr. Jakobs Karlssonar Varmi h.f., járnsmiðja Baugur h.f. Drangur Hagkaup Olíusöludeild KEA Skapti h.f. Vikan, vikublað Bautinn Dagskráin s.f. Halldór Ófafsson, úrsm. Oddi li.f., vélsmiðja Slippstöðin h.f. Vör h.f., skipasmíðastöð Brunabótafélag íslands Einir h.f. Iðunn, skógerð Olíuverslun íslands, B. P. Sjómannafélag Eyjafjarðar Valgarður Stefánsson, heildv Bókval Eyrarbúðin Iðunn, sútun Olafur Ágústsson Sigurður Guðmundsson, Verslunin Riin Billiardstofan Eining, verkalýðsfélag Iðja s.f., amboðsversm. Pétur og Valdimar klæðaverslun Valprent h.f. Btinaðarbankinn Fatahreinsun Vigfúsar og Ara: J. M. J., herradcild Pedromyndir Sport- og hljóðfæraverslunin Víkingur s.f., bifreiðaverkst. Bókabúð Jónasar Flugfélag íslands Jón Bjarnason, úrsm. Plasteinangrun Sjóvá, Kr. P. Guðmundsson Vöruhús KEA Bifreiðaverkstæði Ferðaskrifstofa Akureyrar Kúdógfer Prentverk Odds Björnssonar Sana Verkfræðiskrifstofa Sig. Jóh. Kristjánss. Fjórðungssjúkrahúsið Kaupféfag vcrkamanna Reynir s.f., trésm. Sandblástur og málmhúðun Thoroddsen Bilasalan h.f. Flóra Kaffibrennsla Akureyrar Ragnar Steinbergsson, lögfr. Skjaldborg s.f. Vélbátatrygging Eyjafjarðar Blóinabúðin Laufás Gefjun K. Jónsson og Co. Raforka h.f. Sigtryggur og Pétur, gullsmiðir Ymir s.f., trésmiðja Berg s.f. Gunnar Ásgeirsson Kjötiðnaðarstöð KEA Rakarastofa Sigtryggs Sparisjóður Glæsibæjarhrepps Þór h.f., trésmiðja Bílaleiga Akureyrar Gunnar Sólnes, liigfr. Köfun s.f. Rafveita Akureyrar Sjálfstæðishúsið Örkin lians Nóa Byggingavörud. KEA Geisfi h.f. Landsbankinn Rakarastofa Hafsteins BRIDGEFÉLAG AKUREYRAR ÞAKKAR ÖLLUM ÞÁTTTAKENDUM VEITTAN STUÐNiING OG VELVID í GARÐ FÉLAGSINS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.