Dagur - 16.04.1975, Blaðsíða 5

Dagur - 16.04.1975, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Byggðastefnan í hættu Alþingi er að undirbúa málmblendi- verksmiðju við Hvalfjörð. Hana á að reisa fyrir erlent f jármagn að öllu leyti, því að hlutur fslendinga í verk- smiðjunni, allmargir milljarðar króna, verður erlent lán. I’essi verk- smiðja krefst mikillar raforku og nýrrar virkjunar. Eignarhlutur ís- lendinga verður stærri en erlendra. Búið er að lofa gróða af verksmiðj- unni. Á sama tíma og Alþingi f jallar um verksmiðjnírumvarpið, er tilkynnt, að spara eigi ríkissjóði 3—4 milljarða útgjöld, þó óskilgreind og varnögl- um slegin. Andófsmenn málmblendi- verksmiðjunnar óttast mengun og lxfríkisröskun í Hvalfirði og jafnvel víðar, * ennfremur smærri atriði saniningsúppkasts við erlenda og fjársterka móteigéndur. Eitt veigamesta stefnuatriði nú- verandi ríkisstjórnar er að lialda uppi öflugri byggðastefnu, jafnvel meiri en á vinstristjómarárunum. Margt er hægt að fyrii'gefa mistækri stjórn, sem gengur fram undir merki byggðasfefnunnar í verki, jafnvel ný fjárlög með hverju nýju tungli. En stundum villást menn eða hrekjast af aðalleið, jafnvel þótt liún Iiafi verið skýrt mörkuð. Og nú sýnast stjórnvöld hafa tapað byggðastefn- unni. Ný stóriðja á Suðvesturlandi og ný stórvirkjun hennar vegna, einnig á Suðvesturlandi og niður- skurður verklegra framkvæmda, sem auðvitað kæmi fyrst og fremst niðúr á landsbyggðinni, er stórkostleg stefnubreyting eða alger villa, því þessar ráðstafanir ganga þvert gegn byggðastefnu. En hvérnig stendur á áttavillu stjórnar og þings? Hafa þingmenn og þjóðin beygt sig fyrir lævísum áróðri um, að þeim BERI að byggja upp og treysta atvinnulífið á einum stað landsins, en öðrum landshlut- um verði aðeins AÐ SINNA f NEYÐ. Á þessu tvennu er sá regin- munur, að fulltrúar á löggjafarþingi og stjórnsýslunarmenn hefðu átt að halda vöku sinni. Þessi meginmunur kemur meðal annars frain í stór- virkjunum, hverri af annatri á Suð- vesturlandi, stóriðju, vegagerð, hafn- arbótum o. fl. á meðan sú deyfð ríkir á Norðurlandi, sem orkumálin ]>ar er glöggt dæmi um. Ef marka má yfirlýsingar ráða- manna þjóðarinnar um hagkvæmni málmblendiverksmiðju á Suðvestur- landi, ættu t. d. þingmenn Norð- lendinga að krefjast hennar og stór- virkjunar norðan f jalla, þó ekki væri nema til að bjarga heiðri byggða- stefnunnar frá algeru skipbroti. □ Frá Fj órðungssambandinu Fulltrúar landshlutasamtak- anna á Vesturlandi, Vestfiörð- um, Norðurlandi og Austur- landi koma-reglulega saman til skiptis í landshlutunum til að ræða hagsmunamál þessara landshluta og landsbyggðarinn- ar almennt. Þessi starfshópur heldur reglulega tvo fundi ár- lega með alþingismönnum þess ara landshluta. Samstarfsnefnd þessara landshluta, sem í eiga sæti tveir fulltrúar frá hverj- um samtökum, kom saman til fundar dagana 8. og 9. apríl á Akureyri. Fundurinn gerði til- lögur um þau málefni sem mest brenna á sameiginlega í lands- hlutunum. Samstarfsnefndin átti fund með alþingismönnum landshlut anna að Hótel Sögu í Reykja- vík föstudaginn 11. apríl. Fram- sögumenn fyrir tillögum sam- starfshópsins voru Jóhann Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirð- inga og Guðjón Stefánsson, framkvæmdastjóri Samtaka í Vesturlandskjördæmi. • Síðan hófust almennar umræður, sem þátt tóku í alþingismenn og full trúar í samstarfsnefndinni. HELSTU NIÐURSTÖÐUR OG ALYKTANIR. Samstarfsnefndin bendir á, " að sú jákvæða búsetuþróun, sém átti sér stað í dreifbýlinu 1973, er að snúast til hins verra. Bendir nefndin á, að engin landshluti utan Faxaflóasvæðis ins nái meðaltalsfjölgun íbúa í landinu 1974 og í sumum þrótt- miklum þéttbýliskjörnum var fólksfækkun. Sú atvinnuaukning, sem kom í kjölfar skuttogarakaupa og frystihúsauppbyggingar skapar ekki búsetuaukningu um lengra tímabil, nema á eftir fylgi aukn ' ing atvinnutækifæra í iðnaði og þjónustugreinum. - Misræmið á milli dreifbýlis- ins annars vegar og Faxaflóa- svæðisins hins vegar, þar sem iðnaðuj- og þjónustustarfsemi þjóðarinnar er að mestu stað- sett, veldur að dómi nefndar- innar, ásamt húsnæðisskorti að aðstöðumun til menntunar, mestu um búseturöskun í land- ■ inu. Heildartekjur á hvern íbúa eru lægri úti á landi, en í Reykjavík. Þessi mismunur Svig karla. - Tími Haukur Jóhannsson, KA 83,32 Tómas Leifsson, KA 83,50 Teodór Sigurðsson, ÍMA 85,79 Konur. “ Tími Margrét Baldvinsd., KA 106,01 Margrét Vilhelmsd., KA 107,53 Guðrún Frímannsd., KA 107,53 Drengir 15—16 ára. Tími Karl Frímannsson, KA 90,71 Ingvar Þóroddsson, KA 90,91 Ottó Leifsson, KA 94,10 Stórsvig karla. Tími Haukur Jóhannsson, KA 110,54 Tómas Leifsson, KA 112,87 Teodór Sigurðsson, ÍMA 117,60 Veður og skíðafæri eins og best var kosið, sól, logn og ný- fallinn snjór. Mótsstjóri var Óðinn Árna- son en tímavörður Grétar Ólafs son. Mjög margt fólk á skíðum í Hlíðarfjalli. Eftirleiðis verða lyfturnar í Hlíðarfjalli opnar frá kl. 13—21 alla virka daga, en um helgar eins og venjulega 9.30—17.30. □ hlýtur að hafa veruleg áhrif á búsetuþróunina. Sé álagningar- aðstaða sveitarfélaga borin sam an kemur í ljós, að álagningar- tekjur á hvern íbúa í Reykja- vík eru hærri en í dreifbýlinu, án þess að beitt sé hærri gjald- stigum. Samstarfsnefndin telur, að þennan aðstöðumun eigi að jafna með breyttum úthlutunar reglum Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga, sem stefni að jöfnun á aðstöðu sveitarfélaganna, til að sinna verkefnum sínum. Samstarfsnefndin væntir þess að byggðanefndin skili áliti á þessu Alþingi og verði síðan samþykkt lög um afgerandi ráð stafanir til að tryggja búsetu og fjölbreytni atvinnulífs í hin- um dreifðu byggðum landsins. Landshlutasamtök. Samstarfsnefndin leggur sér- staka áherslu á, að lög um lands hlutasamtökin verði samþykkt á yfirstandandi þingi, og minnir á að aðalfundur allra landshluta samtakanna hafa samþykkt áskoranir til alþingismanna á þann veg. ■ ■ ■ ^ • t ; I Þéttbýlisvegafé og gatnagerðaráætlun. Sérstaka áherslu þarf að leggja á að tryggt sé lánsfjár- magn til að standa undir 50% kostnaðar á 10 ára fram- kvæmdatímabili gatnagerðar- áætlunar. Núgildandi lagaregl- ur um úthlutun þéttbýlisvega- fjár eru óraunhæfar, sem sést m. a. á því, að landshlutamir Vestan, Norðan og Austan eru með 48.0% þjóðvega í þéttbýli en til þeirra rann aðeins 23.4% þéttbýlisvegafjárins, á tímabil- inu 1964—1974. Einnig skal á það bent, að þéttbýlisvegaféð hefur skipst ójafnt, höfuðborgin hefur feng- ið á síðustu 10 árum rúmar 18.400 kr. á hvern kílómetra, en sá landshluti, sem minnst fékk hefur aðeins fengið 2.717 kr. á km þjóðvega í þéttbýli. Séu þessir þrír landshlutar (V A N) reiknaðir sem heild, koma út að meðáltali 7.051 kr. á hvern kílómetra, en landsmeðaltal er 13.489 kr. á km. Af þessu er ljóst er skipting þýttbýlisvega- fjár eftir íbúareglunni er byggð á rangri forsendu. Nefndin skorar á þingmenn dreifbýlisins að reyna að ná fram leiðréttingu á núverandi misrsémi. Húsnæðismál. Húsnæðismálastofnun ríkis- ins hefur gert tillögur um að byggðar verði 277 leiguíbúðir, á vegúm sveitarfélaga á yfir- standandi ári. Nú þegar er búið að úthluta lánsfé til byggingar 138 íbúða. Mjög" áríðandi er að útvega Byggingasjóði ríkisins fjármagn til að lána til þeirra 139 íbúða, sem enn skortir fjármagn til. Sýning á íslenskum minkaskinn um var í Varðborg á Akureyri á sunnudaginn, sú fyrsta sinnar tegundar liér á landi. Minka- ræktin, sem nú er stunduð hér á landi, hefur staðið í finun ár og eru minkabúin sjö talsins. Þessi atvinnuvegur liefur átt í fjárhagsörð'ugleikum, sem tald- ir eru stafa af ónógri frjósemi dýrannn, of litlum fóðurfram- leiðslustöðvum fyrir minkabúin og reynslulcysi minkahirða. Verð á minkaskinnum hefur ekki verið hagsætt fyrir fram- leiðendur síðustu finun árin, Samstarfsnefndin ítrekar hér með ósk sína um að ráðherra skipi framkvæmdanefnd, sem annist framkvæmd áætlunar um leiguíbúðir á vegum sveitar félaga. í nefndinni eigi sæti full trúar landshlutanna. Framkvæmdastofnun ríkisins. Samstarfsfundurinn leggur til að lög og starfshættir Fram- kvæmdastofnunar ríkisins verði endurskoðuð, til að auka starf- semi að byggðamálum, með efl- ingu Byggðasjóðs og stofnun byggðamáladeildar. Dreifing opinberrar þjónustu. Samstarfsnefndin telur það vera eitt af meginstefnumálum dreifbýlisins, að skipulegar að- gerðir í dreifingu opinberrar þjónustu • út á landsbyggðina verði hafnar hið fyrsta. Jafnframt slíkum flutningi þjónustu þarf að koma til í rík- ari mæli aukning valds hinna einstöku landshluta í sérgreind un málefnum þeirra. Orkumál. Samstarfsnefndin bendir á gífurlegt misræmi f hitunar- kostnaði húsa, eftir byggðalög- um. Hraðað verði rannsóknum og undirbúningi að gerð stærri orkuvera í þeim landshlutum, sem þau eru ekki fyrir. Orku- ver landsins verði samtengd til að tryggja öryggi í orkuflutn- ingi og orkudreifingu. Hafnarmál. Samstarfsnefndin 1 e g g u r áherslu á, að komið verði upp umdæmisskrifstofum hafnar- málastofnunarinnar úti um land. Fundurinn bendir á, að ein- ungis 1.7% af heildarupphæð fjárlaga 1975 er ætlað til hafnar framkvæmda, og telur að ekki komi til greina að dregið verði úr þessari fjárveitingu við vænt anlegan niðurskurð fram- kvæmdafjár. Jöfnun flutningskostnaðar. Samstarfsnefndin bendir á að vegna aukins flutningskostnað- ar búi dreifbýlið við mun hærri framfærslukostnað, en Faxa- flóasvæðið. Telur nefndin að brýnni þörf sé nú, en nokkm sinni fyrr, að jafna þennan að- stöðumun með opinberum að- gerðum. Samstarfsnefnd urn vegamál. Samstarfsnefndin óskar þess, að með lögum verði komið á fót samgöngumálanefndum, sem skipaðar verði fulltrúum Vegagerðar ríkisins og samtaka sveitarfélaga í viðkomandi landshlutum. Skipan opinberra framkvæmda. Samstarfsnefndin ítrekar ósk ir sínar um, að löggjöf um skip- an opinberra framkvæmda eða 80 danskar krónur meðal- verð fyrir skinnið. Minkastofn- arnir í þessum sjö minkabúum eru taldir sæmilegir og mikið af íslcnsku skinnunum mjög góð vara. Veðrátta hér á landi er talin hagstæð framleiðslu úrvals minkaskinna og aðalefni minkafóðurs er fyrir hcndi og mjög gott. Nú á að flytja inn alhnikið af minkum frá Finn- landi og stofna minkabú, sem verður sameign Finna og íslcnd inga, þar sem hinir fyrrncfndu leggja m. a. til þekkingu sína og reynslu. verði breytt, svo að sveitar- stjórnir geti áfrýjað stöðvunar- valdi Framkvæmdadeildar Inn- kaupastofnunar ríkisins. Símamál. Samstarfsnefndin bendir á það mikla óréttlæti sem lands- byggðin býr við í símakostnaði. Vekur nefndin athygli á, að hægt er að tala 30 símtöl, með ótakmarkaðri tímalengd, innan Reykjavíkursvæðisins fyrir sama gjald, og eitt viðtalsbil kostar í sjálfvirkum síma t. d. frá ísafirði, Akureyri eða Egils- stöðum til Reykjavíkur. Niðurskiirður opinberra framkvæmda. Samstarfsnefndin varar mjög alvarlega við niðurskurði á framkvæmdum ríkisins úti um land, þar sem stærstu framlögin eru til málaflokka, sem hafa grundvallarþýðingu í byggða- þróun, svo sem til heilbrigðis- mála, skólamála, hafnarmála og annarra samgöngumála. Sér- staklega varar nefndin við skerðingu á fjáröflun til Byggðasjóðs. (Fréttatilkynning) - Stutt fréttabréf ... (Framhald af blaðsíðu 8) gera sér vonir um, að þar verði risin jafnstór bræðsla fyrir næstu loðnuvertíð og sú, sem snjóflóðin eyðilögðu í vetur. Að því er stefnt. Virkjunin við Lagarfoss skil- ar enn ekki fullum afköstum, en nú er hætt að keyra dísil- vélarnar, allt frá Borgarfirði eystra til Djúpavogs. Þetta er heimafengin orka í stað þess að hún var áður keypt frá aröbun- um og er það blessaður munur og mikill gjaldeyrissparnaður. Vandkvæði hafa verið á því að halda uppi nægilegri spennu syðst á svæðinu, vegna þess að dreifilínur eru of veikar. Ætl- unin er að bæta úr því á næsta sumri með nýrri línu frá Gríms árvirkjun, yfir Þórsdalsheiði til Reyðarfjarðar. Við það er kom- in hringlína, sem eykur öryggið til mikilla muna. Svo er áformað hjá rafmagns veitunum að setja rennslislokur í Lagarfossvirkjunina til að Vyggja vatnsmiðlun að vetri til. En það gæti hins vegar orð- ið upphaf að nýjum Laxár- sviftingum. Enn hefur ekki fundist lík Hlínar Ingvarsdóttur, 5 ára, er drukknaði í Eyvindarstaðaánni í síðustu viku. V. S. F ulltr úaráðsf undur Sambands ísl. Sveitarfélaga Fulltrúaráðsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldinn hér á Akureyri n. k. þriðjudag og miðvikudag, og er það aðalfundur, sá fyrsti, sem haldinn er utan Reykjavíkur. Páll Líndal formaður fulltrúa ráðsins setur fundinn á þriðju- daginn. Geir Hallgrímsson for- sætisráðherra fyltur ávarp, enn fremur forseti bæjarstjórnar, Valur Arnþórsson. Jón Sigurðsson forstjóri Þjóð hagsstofnunar flytur ræðu síð- ari fundardaginn, um búskap sveitarfélaganna. Á eftir verða fyrirspurnir og umræður um ræðu þessa. Framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra sveitarfélaga er Magnús E. Guðjónsson fyrrver- andi bæjarstjóri á Akureyri. □ Loðskinnasýning 5 Fæddur 26/9 1917. Dáinn 25/3 1975. Tak skíðin og MINNING Enn hefur dauðinn höggvið skarð í hópinn vinnuhaga, þitt endadægur óvænt varð, nú öll er lífs þíns saga. Við andlát' þitt hér allt varð snautt, það andar kalt uni lundinn. Nú sorg er hjúpað sætið autt, og sár er kveðjustundin. Þitt líf hér brast sem leifturskin, þvi Iauk nær niiðjum degi. Með þér við kveðjum kæran vin, þitt kall við skiljum eigi. Þín minning lifir, mild og tær, hún mýkir lijartasárin. Á ferli þínum friðarblær þér fylgdi gegnum árin. Og takmark lífsins trúin sér, þó tárin glitri á hvörmum, því Hann, sem ljós og lífið er, þig lykur náðarörmum. Við þökkum tryggð og létta lund og ljúfa daga, — bjarta. Þú óvænt mættir efstu stund með yl hins trúa hjarta. Ó, Ijúfi Jesús, lof sé þér þá Iiljublómin anga, og eins er þrautir þjaka hér er þyngist jarðarganga, þú hefur opnað himins dyr, þar liólpin sál er fundin. Og yl þinn gefðu enn sem fyr um auða skógarlundinn. J. S. Nokkra umhugsun og umtal hefur grein mín vakið, sú er birtist í síðasta tbl. Dags, og er það vel. En ekki eru þar allir á mínu máli, sem ekki er von. Þá sagði einn, að greinin væri svo háfleyg, að hann skildi mig ekki. Þótti mér þetta næsta ótrúlegt, nema vera kynni í sambandi við línúbrengl, sem varð í prentverkinu. Þar færð- ist lína til og varð jafnvel mér sjálfum talsvert erfitt að lesa hana inn á réttum stað! — Sum- ir segja, að ég sé. þarna á eftir tímanum, orðinn gamaldags. og skilji ekki. viðhorf þeirra yngri, sltíðaklossaliðsins, en af umtali finn ég, að þá eru allmargir fleiri á sama stigi og ég. Þess gat ég ekki í fyrri grein minni, að slysahætta reynist mikil með þessum tæknibúnaði til fótanna. Oryggisbúnaðurinn reynist ekki öruggur, skíðin losna stundum ekki við fall, ökklinn er fjötraður, og leggur- inn brotnar ofan við hart reim- aðan klossann. Orsökin er sögð sú, að um of er hert að skrúf- um til þess að verða sem stöðug astur við skíðin. Það þarf' að kynna þennan umbúnað fyrir börnum og byrjendum. Lækn- ir, við sjúkrahúsið hérna, sagði það fyrir nokkrum dögum, að höfuð áhyggjuefni þeh-ra við slysavarðstofuna, væri Hlíðar- fjallið, meiðslin og brotin þar væru hræðilega tíð. Því betur voru slysin ekki svo tíð nú um páskana, færið mýkra en um tíma áður. í raun og veru er sá fótabún- aður og bindingar, sem tíðast sjást nú hér í Hlíðarfjalli, bara- fyrir atvinnumenn og þá, sem eru að æfa og búa sig undir erfiða keppni. Fjöldinn ætti að fá annað og heppilegra á fæt- urna, þ. e. a. s. þeir sem vilja njóta fjölbreytni skíðaferðanna til fjalla og alhliða þjálfunar þeirra fyrir líkamann. Þetta er mín skoðun á málinu, aðrir hafi sína, ef vilja. Við þyrftum að fá á markað- inn sportskíði, létt á fæti, liðug til sveiflu í brekku, og þó vel hæf til göngu, þ. e. fyrir þá, sem ekki stefna og æfa til kapp Karlakórinn GOÐI Karlakórinn Goði, sem skipað- ur er söngmönnum úr fjórum hreppum austan Vaðlaheiðar, hefir í vetur æft af kappi og hafa æfingar verið tvisvar í viku síðan í janúarlok. Æft er í Stórutjarnaskóla. Stjórnandi kórsins í vetur sem og undan- farna vetur er tékkneski hljóm sveitarstjórinn Robert Bedzek, en hann starfar við Tónlistar- skóla Húsavíkur og tónlistar- deild Stórutjarnaskóla, er stofn- sett var haustið 1973, og hefir því starfað tvo vetur. Robert er í sumar á förum til Prag, þar sem hann er fast- ráðinn við „Prag-konsetrt“. Kórinn mun halda marga samsöngva á næstunni víða um Norðurland, og flytja fjölbreytt efni, eins konar úrval þess efn- is, er kórinn á síðustu vetrum hefir flutt, en uppistaða skrár- innar er þó flutt í fyrsta sinn nú. Með kórnum koma fram fjór- ir einsöngvarar, þeir Viktor A. Guðlaugsson, Bragi Vagnsson, Helgi R. Einarsson og Sigurður Stefánsson. Þá koma þessir hljóðfæraleik arar fram með kórnum: Sigurð- ur Árnason flauta, Helgi R. Einarsson gítar, riksson harmonikka og Robert Bedzek fiðla og xýlófónn. Þá mun Goðakvartettinn syngja nokkur erlend þjóðlög, en hann er skipaður kennurum úr Stórutjarnaskóla þ. á. m. söngstjóranum, Robert Bedzek. Kvartettinn hyggur á sjálf- stæða tónleika síðar í vor og í sumar. Kórinn mun á næstunni syngja á þessum stöðum: Þriðju daginn 15. apríl kl. 21.30 á Grenivík, fimmtudag 17. apríl kl. 21.30 í Ljósvetningabúð, laugardag 19. apríl kl. 20.30 í Samkomuhúsinu á Akureyri, sunnudag 20. apríl kl. 16.00 á Húsavík, og kl. 21.30 í Skúla- garði, þriðjudaginn 22. apríl kl. 21.00 í Freyvangi og tvo sam- söngva ráðgerir kórinn í Skaga- firði fimmtudaginn 24. apríl n.k. Stjórn kórsins skipa nú: Viktor A. Guðlaugsson, Stóru- tjarnaskóla, Sigtryggur Vagns- son, Hriflu og Jón G. Lúters- son, Sólvangi. Stórutjarnaskóli er nú orðinn eins konar félagsmiðstöð á þessu svæði, og á sl. vori var stofnaður Lionsklúbburinn Sig urður Lúter, sem þar hefir að- syngur Grímur Frið- setur sitt, auk ýmiss konar starf semi kvenfélaga. Ráðgert ér að borun eftir heitu vatni verði hafin við skólann innan skamms, og er gert ráð fyrir, að bor sá, er að undanförnu hefir verið á Hrafnagili, verði notað- ur til verksins. Framkvæmdir við sundlaug eru nú á lokastigi, og jafnframt er unnið við gerð tengiálmu skólans, en í henni er íþróttaaðstaða öll, bókasafn, setustofa nemenda o. fl. göngu. Og skíðabönd eða gorma þarf að miðað við alhliða notk- un, þar sem fóturinn er ekki fjötraður við skíðin í göngu, en festing sæmileg til brekku- ferða, þar sem ökklinn fær að þjóna sínu hlutverki og styrkist við æfinguna, alveg öfugt við það, sem klossabindingurinn leyfir. Mér varð það á síðast, að segja eina ferð í stólalyftunni kosta kr. 85,00. Verðið er aðeins 80 krónur, en það er nóg. Dags- kortið kostar 600 kr. Fyrir það verð fáum við, þegar margt er um manninn, að standa lengi í biðröðinni milli ferða. En það skyldi varast, að hafa þessi kort með sama lit frá dégi til dags, breyting aðeins sú, að skipt er um einn tölustaf, og er það leik- ur einn að haga og nota sama kort t. d. bæði 30. og 31. Ungl- ingarnir, sem í biðröðina þyrp- ast, eiga fáir „peninga eins og skít“ og það er ekki rétt að freista þeirra — eða annarra — að láta vera að borga 600 kr. nema annan daginn! Umsjónar- maðurinn hefur enga aðstöðu til að sjá hið rétta úr klefa sín- um. En svangur strákur, sem kominn er í stólinn og líður upp í „Stromp“ á kortinu frá því í gær hugsar e. t. v.: Eftir næstu ferð skrepp ég inn í sal og fæ mér að éta. Ég get fengið tvær stórar brauðsneiðar með áleggi og eitt mjólkurglas fyrir 600 krónurnar, sem ég sparaði mér þarna! En hótel í Hlíðarfjalli virðist miðað við aðsókn þeirra, sem hafa miklu meira af pen- ingum en skít, og slíkir virðast enn til með þessari barlóms — syngjandi þjóð eins og t. d. kall inn (fyrir sunnan?), sem keypti sér hest fyrir 70 þús. krónur. Kunningjarnir, sem aldrei höfðu getað fengið hann með sér á hestbak, spurðu, hvað hann ætlaði að gjöra með hest. „Mig vantar skít á lóðina mína,“ sagði kall. Það er vissulega gaman og unaðslegt líka, að koma upp í sóldýrð og fannir Hlíðarfjalls, sjá mannfjöldann og alla mögu- leikana, sem bjóðast, og njóta dýrindiskrása í fallegum veit- ingasal. Og þó óska ég umbóta: Að biðraðirnar (aðgerðaleysið) styttust, en fleiri og fleiri leit- uðu út um ása, lægðir og hlíðar í göngu og rennsli, með gott á fótum. Ög fólk á skíðum, ungl- ingar og áhugafólk á öllum aldri, þarf að eiga kost á góðri hressingu fyrir lítið verð, t. d. mjólkurglas (kvart-lítra), og væna brauðsneið með smjöri og osti, fyrii- 75—100 krónur, þ. e. nál. búðarverði í bænum, að viðbættu álagi um 100%. Á slíku og öðru þvílíku gæti orðið góð sala. Mál er að linni, meinar ritstjórinn. „Brekknakoti" á páskum. j Jónas Jónsson. Lovísa (Fréttatilkynning) Hinn 18. apríl verður húsfreyj- an á Norðurvegi 15 í Hrísey, sjÖ tug, og vildi ég gjarnan senda góðri vinkonu heillaóskir og örfá kveðjuorð á þessu merkis- afmæli hennar. Lóa er Þingey- ingur að ætt, fædd að Brettings stöðum á Flateyjardal og kom- in af hinum gamla og sterka stofni Brettingsstaðaættar, sem á sér djúpar, traustar rætur í þingeyskum jarðvegi. Frá því að hún stofnaði heimili með manni sínum, Júlíusi Stefáns- syni í Hrísey, hefur hún af alhug unnað Eyjafirði og eyj- unni sinni góðu. Júlíus, maður hennar, vel þekktur bátasmiður og mikill hagleiksmaður, lézt fyrir 5 árum, og átti Lóa þar á baki að sjá hinum ágætasta eiginmanni og ljúfum heimilis- föður. Þá miklu sorg bar hún með stillingu og reisn. Börn þeirra hjóna eru 8, sem komizt hafa til fullorðinsára, og eru öll mannvænleg og hafa öll haft með sér að heiman ágæta lyndiseinkunn, þrek og dugnað, glaðværð og gott hjartalag. Dagsdaglega er Lovísa kona hæglát og fremur hlédræg. Mikil og erfið störf hefur hún um áratugi leyst af hendi sem móðir og húsfreyja á umsvifa- Þakkir til menntamálaráðherra Á aðalfundum félaga áfengis- varnanefnda á eftirtöldum stöð um hafa verið samþykktar þakk ir til Vilhjálms Hjálmarssonar menntamálaráðherra fyrir þá ákvörðun hans að veita ekki áfengi á vegum ráðuneytisins: Gullbringusýslu, Kjósarsýslu, Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu, Vestur-ísafjarðarsýslu, Norður-ísafjarðarsýslu, Stranda sýslu, Austur-Húnavatnssýslu, við Eyjafjörð, Suður-Þingeyjar- sýslu, Austurland, Austur- Skaftafellssýslu, Vestur-Skafta- fellssýslu, Rangárvallasýslu, Árnessýslu. Mörg þessara félaga hvetja jafnframt aðra ráðherra til að fara að dæmi Vilhjálms Hjálm- arssonar. Fréttatilkynning 9. 4. 1975. (Áf engisvarnaráð ) miklu heimili, og hennar mesta hamingja er vafalaust að sjá þá góðu ávexti sem hús hefur upp- skorið í börnunum sínum, og þau sjálf hafa einnig kunnað vel að meta þá gæfu, sem það er að eiga jafn góða foreldra. Oft hefur verið glatt á hjalla, þegar fundum okkar Lóu bar saman. Hún virðist svo sannar- lega ausa af ótæmandi brunni kjarks og glettni, sem lífgar allt hennar umhverfi. Við slík tæki- færi getur hún átt það til að kasta fram vísu, því hún er vel hagmælt eins og margt af henn- ar fólki. Hún er sannur höfð- ingi heim að sækja, tíguleg kona í framkomu allri, og sú reisn sem hún hefur til að bera, er henni meðfædd og eðlileg kynfylgja frá gömlum þingeysk um ættum. Lífsgleði hennar og bjartsýni er af sama toga spunn in. Fjölmargir hafa notið gest- risni fjölskyldunnar að Norður- vegi 15 í Hrísey, því allir finna, að þeir eru þar innilega vel- komnir, og þaðan fer maður alltaf léttari í lund og með góð- ar minningar. Á þessu merkisafmæli þínu vil ég fyrir hönd fjölskyldu minnar senda þér hugheilar hamingjuóskir og bið þér og öllum þínum nánustu blessun- ar. Vinur. j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.