Dagur


Dagur - 27.08.1975, Qupperneq 8

Dagur - 27.08.1975, Qupperneq 8
AU&LVSINGÁSÍMI Akureyri, miðvikudaginn 27. ágúst 1975 FULL BÚÐ B i . .GULLSMIÐIR AF NÝJ'JM 1 //^ M 11 SIGTRYGGÚR - VÖRUM \J & PÉTUR f AKÚREYRl SMÁTT & STÓRT dag, eiga, að þeim tíma liðnum, 18,6 millj. króna, miðað við að féð hefði verið lagt á vöxtu jafn óðum. Fyrir þá, sem stunda þessar reykingar kappsamlega, eru þetta heldur ógeðfelldar staðreyndir í tölum (og finnur vcl sá er þetta ritar). En dæmið er ekki þar með búið, því við bætist umsögn lækna og heilsu- fræðinga. RÚSSAR KAUPA MALNINGU Sagt hefur verið frá því í frétt- um, að Harpa h.f. í Reykjavík muni framleiða livítt lakk fyrir um 200 milljónir kr., sem sam- kvæmt samningi fer til Rúss- lands. Magn þessa efnis er 1100 tonn, og hafa Rússar reynslu af íslensku málningunni frá Hörpu á liðnum árum. En nú hefur einnig verið samið við Rússa um kaup á 200 tonnum af hvítri olíumálningu frá Efnagerðinni Sjöfn á Akurcyri og er þetta fyrsti samningur verksmiðjunn- ar við Sovétmenn um málninga- kaup. NÝTT BORGARLEIKHÚS? Mannmörgum stöðum vex ekki allt í augum og sannast það á fyrirætlunum um byggingu nýs Icikhúss í Rvík, sem talið er að kosti um einn milljarð króna á núgildandi verðlagi. Búið er í borgarráði að samþykkja teikn- ingar þær, sem fyrir lágu. Mcginþungi fjármögnunar mun hvíla á borgarsjóði, samkvænit sérstökum samningi við Leik- félag Reykjavíkur. DÝRT AÐ AKA BIFREIÐ Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur, að það kosti að minnsta kosti 26,68 krónur að aka Volks- wagen-bifreið hvern kílómeter, pn sé rciknað mcð meðalvöxt- um af bílverðinu, hækki kostn- aðurinn í 31,10 krónur. Því hef- ur verið haldið fram, að einka- bílar væru ekki lengur nein munaðarvara, heldur sjálfsögð og eðlileg þægindi borgarinnar, auk brýnnar nauðsynjar fjölda fólks. En það fcr þó ekki á milli mála, hve dýrt það er að eiga bíl og reka hann yfir árið. Og sjálfsagt er kominn tími til þess, (Framhald á blaðsíðu 2) Hjálparbeiðni Völundur Heiðreksson, Eyrar- vegi 23, er sjúklingur á Borgar- sjúkrahúsinu v í Reykjavík. Vegna meinsemdar í hægri handlegg varð að taka af hon- um hendina í axlarlið og enn- fremur herðablað og viðbein. Völundur hefur orðið að ganga í gegnum sárar þrautir af þessum ástæðum, og augljóst er, að hans bíða erfiðleikar miklir, þó að tryggingar veiti góða hjálp. Við undirritaðir og blöð bæj- arins munu góðfúslega veita við töku vinargjöfum þeirra, sem vilja rétta Völundi hjálparhönd. Sóknarprestar. Dagijb kemur næst út miðvikudagimi 3. september. SKÓGURINN OG RYKIÐ Skógarreitir hafa alltaf talsvert aðdráttarafl og þangað sækir fólk á sumardögum, einkum eftir að hílar urðu jafn algengir og nú er. Enn verður Vagla- skógur oft fyrir valinu þegar fjölskyldur aka úr bænum um helgar í fjölskyldubílunum, svo þar verður mannmargt og flest- ir una þar hag sínum hið besta. En rykið á vegunum í skógin- um er alveg óþolandi. Hver bíll eys um þykkum rykmekki, enda aka margir óþarflega greitt. Undan rykinu er kvartað og hefur blaðið verið beðið að koma þeirri ósk á framfæri, að bót verði ráðin á þessu. Aílanum landað úr fyrra stangveiðamóti, ® r Hið árlega sjóstangveiðimót Sjóstangveiðifélags Akureyrar verður haldið laugardaginn 30. ágúst 1975. Mótið stendur í einn dag og róið frá Dalvík, eins og undan- farin ár. Mótið verður sett í Sjálfstæðishúsinu kl. 9 e. h. föstudagskvöld 29. ágúst. Á laugardagsmorgun kl. 7 verður ekið frá Akureyri til Dalvíkur og róið þaðan kl. 8. Komið verð ur að landi kl. 5 e. h. Mótinu verður slitið með hófi í Sjálf- stæðishúsinu, sem hefst með borðhaldi kl. 8 e. h. Þar fer fram verðlaunaafhending og dansað verður til kl. 2. Veður hefir verið með ein- dæmum gott hér í Eyjafirði í sumar og aflast vel á færi, svö vel lítur út með .veiði. Þátttöku ber að tilkynna til eftirtalinna manna: Jóhann Kristinsson, sími 21670, Matt- hías Einarsson, sími 23319, Kon- róð Árnason, sími 23024. ( Fr éttatilkynning ) Sauðárkróki, 26. ágúst. Margir bændur eru að ljúka heyskap sínum, sem hefur gengið frehi- ur vel og heyfengur er mikill. OiÉumö! Iöceo á Húsavík, 26. ágúst. Fyrirhugað er, að í þessari eða næstu viku hefjist lagning olíumalnr á nokkrar götur hér á Húsavík. Olíustöð er komin hingað og búið er að viða að efni og vinna ahmikið. af því. í haust verður olíumöl lögð á göturnar Laugar brekku, Fossvelli, Stóragarð og hluta af Ketilsbraut. Gatna- lengdin er um einn kílómeter. Auk þess verður olíumöl lögð á nokkur bílastæði. Gert er ráð fyrir, að blanda um fimm þús- und tonn af ölíumöl að þessu sinni, en nokkuð af þ.ví mun verða flutt i Mývatnssveit og að Kröfluvirkjun og notað þar. Þ. J. Kílóið á 725 kr= í Frakkar kaupa íslenskan lax háu verði, einkum stórlaxinn, en þessi ágæta fæða fer einkum : til hótela af betri tegundinni. ) Kaupendur gefa mest fyrir stærsta laxinn og vilja heldur netalax en lax veiddan á stöng. Þegar hafa verið seld 14,6 tonn af laxi til Frakklands, fyrir á tíundu milljén króna. Andri h.f. í Reykjavík hefur séð um milli- [ göngu við þessa sölu, □ Nú stendur yfir heysala til Reykjavíkur, héðan úr Skaga- firði. Það er Fákur, sem kaupir vélbundið hey af bændum á 16 krónur kílóið og er um nokkur þúsund hesta sölu að ræða og standa flutningar yfir þessa daga. Útgerðarfélag Skagfirðinga er byrjað að byggja geymslu- hús, sem jafnframt verður skrif stofubygging, allmikið mann- virki. Víða er nokkur bláberja- spretta en lítið sem ekkert sprettur í ár af krækiberjum. Tugum þúsunda af laxaseið- um hefur verið sleppt í Svartá, ofan við foss og nýlega byggð- an laxastiga. Indriði G. Þor- steinsson rithöfundur veiddi nýlega fyrsta laxinn ofan fossa og eru menn nú vonbetri en áður um árangur mannvirkisins og seiðasleppingunum. Héraðsmót Framsóknarflokks ins verður í Miðgarði á laugar- daginn og mætir þar Einar Ágústsson, varaformaður flokks ins, en formaður flokksins, Ólafur Jóhannesson, er erléndis um þessar mundir. Á vinnumarkáðinum er kapp- nóg að gera og hefúr verið únn- ið við fiskinn frá klukkan sjö að morgni til sjö að kvöl'di og einnig um helgar, auk alls ann- ars. Hér virðist mikil kaupgsta, sem er árangur 'hinnar-stöðugu og nægu atvinnu. G. O. AUGLYST EFTIR UPP- LÝSINGUM Lögreglan á Akureyri hefur beðið blaðið fyrir eftirfarandi: Dýpkunarmælir hvarf úr trillu- bát við Höpnersbryggju aðfara- nótt 11. ágúst sl. Hann er af Fureni-gerð. Það eru vinsamleg tilmæli lögreglunnar til þeirra, sem gefið gætu upplýsingar um þetta mál, að þeir gefi sig fram hið fyrsta. MIKILL SPARNAÐUR Sveinbjörn Jónsson bygginga- meistari hefur látið reikna út fyrir sig fróðlegar upplýsingar um kostnað við reykingar og svo upphæð þá, sem reykinga- fólk hefði getað sparað sairtan, með því að hætta og leggja jafn- virði inn í banka. Hann segir: Hefði karl eða kona minnkað reykingar sínar 1. júlí 1935 um einn sígarettupakka á dag og lagt andvirði sígarettupakkanna inn á bestu fáanlegu vexti í banka eða sparisjóði, hefði inni- stæðan nú verið 623.316 krónur. En aðgætandi er, að á fyrri hluta þessa tímabils var Iítil upphæð greidd fyrir hvern pakka, t. d. kostaði 20 sígarettu pakki 90 aura árið 1938 og 1961 kostaði pakkinn 21 krónu. DÆMI SAMKVÆMT NÚ- GILDANDI VERÐLAGI En Sveinbjörn hefur einnig lát- ið rcikna út sparnað við sígar- ettureykingar, miðað við nú- giklandi verðlag, sem er 190 krónur hver pakki af sígarett- um. Með því verðlagi í 25 ár, myndi hvcr einstaklingur, sem sparar að reykja einn pakka á Nýicga útskrifuðust 25 sjúliyaliðar frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, eftir eins árs nám. Nýtt námskcið liefst innan skamms. Mikil og stöðug aðsókn er að þessu námi. (Ljósmyndastofa Páls)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.