Dagur - 01.10.1975, Blaðsíða 1

Dagur - 01.10.1975, Blaðsíða 1
FILMUhúsis akureyri Frumsýning LA á sunnud. Leikfélag Akureyrar frumsýnir sjónleikinn Tangó á sunnudag- inn kemur, 5. október, og hefst sýningin klukkan 8.30. Leik- ritið er eftir Slavomir Mrosek en þýðinguna gerðu Þrándur Thoroddsen og Bríet Héðins- dóttir. Leikstjóri er Eyvindur Erlendsson. Tangó er fyrsta verkefni Leik félags Akureyrar á þessu leik- ári. Tangó segir frá fjölskyldu, sem loksins eftir langa mæðu Fc fe Stórutungu, 29. september. Nú í morgun var 11 gráðu frost en sólskin. Lokið er fyrstu göng- um hér í Austurafrétt, beggja megin Skjálfandafljóts. 22. sept ember fóru menn áleiðis í aðrar göngur hér í Austurafrétt, á tveim bílum. Lengst á svokall- aða Laufrönd, en þá er komið mun nær jöklum en byggð. Þann dag var sæmilegt veður en norðan kæla og miðaði leitar mönnum vel áfram og komust þeir til baka, norður á Krókdal um kvöldið með 10 kindur. Hugðust þeir leita norðursvæð- ið daginn eftir. En þegar á nótt- ina leið fór að snjóa og að morgni var komin dimmviðris- hríð og kyngdi niður snjó, bæði í byggð og óbyggðum. Var þá séð fyrir enda fjárleitar og var féð skilið eftir, en gangnamenn voru 9 klukkustundir að kom- ast til byggða. Mývetningar voru í göngum um sama leyti. Leitarlöndin liggja saman og lentu mývetningarnir einnig í erfiðleikum. Hér í dalnum snjóaði mikið og setti í skafla. Er því slæmt til jarðar og er útlitið hið versta. Þeir bændur, sem slátra á Húsavík, hafa losnað við helm ing sláturlamba, en hinn hlut- inn bíður, ásamt fullorðnu fé. Betur hefur gengið hjá þeim, Ljón nerðiifsiiis Leó Árnason frá Mánavík, A.- Hún., heldur málverkasýningu á Hótel Varðborg. Sýningin verður opin þessa viku. Leó hefir áður sýnt verk sín á Akureyri, Reykjavík, Kefla- vík, Amsterdam, Hamborg, Kaupmannahöfn og víðar. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. □ hefur tekist að losa sig við höft og hlekki gamalla siða og menn ingar og lifir nú, eins og hún sjálf kallar, frjálu nútímalífi með listrænar tilraunir á stefnu skránni. Svo sem venja er í byrjun leikárs, getur fólk keypt sér áskriftakort og er það hagræði þeim, sem leikhúsið ætla að stunda í vetur. Auglýsing um frumsýning- una er á öðrum stað í blaðinu í dag. □ nnir sem fé láta til Akureyrar og Svalbarðseyrar, að losna við lömbin. Alls staðar er verið að tína saman fé úr heiðum og í daln- um. Margt fé er tekið úr fönn en ekki illa á sig komið. Mjög er hætt við, að meiri brögð séu að því, en komið hefur í ljós. Hættan er mest þegar svona veður gerir á auða jörð. Erfiðleikar voru fyrir mjólk- urbílinn og fékk hann hjálp veg hefils. Þ. J. Féð fleira og Ási í Vatnsdal, 28. sept. Seinni göngur hafa nú staðið undan- farna þrjá daga. Leitarveður var fremur slæmt og því hætt við, að eitthvað af fé kunni enn að vera eftir á heiðum. Stóðrétt er í Undirfelli í dag. Megnið af stóðinu þekkist og er það skilið úr úti en afgangurinn er svo rekinn í réttina og þar er dregið í sundur, eins og vant er. Ekki mun verá mikill snjór á heiðum og hér í byggð má heita snjólaust. Sauðfjárslátrun gengur alveg eftir áætlun á Blönduósi og er lógað tvö þúsund fjár á dag. Féð er talsvert vænna en í fyrra og síðast þegar ég vissi munaði það 750 grömmum á skrokk til jafnaðar. Áætlaður sláturfjárfjöldi er 65 þúsund, og Niu íhúðarhús í smíð- um í Grímsey Grímsey, 29. septeniber. Við höfum ekki enn séð snjó í Grímsey og allt er fagurgrænt ennþá, en nú er kuldalegt að líta til landsins. Nú er glamp- andi sól og heiðríkur himinn. Bátarnir eru á sjó í dag, en í haust hafa verið óvenjulega miklar ógæftir. En hér hafa menn nægileg verkefni þótt ekki gefi á sjó, því það eru svo margir að byggja. Það eru níu íbúðarhús í smíðum. Sumir eru að byrja en aðrir miklu lengra á veg komnir og búið er að flytja í tvö húsanna. Júlímánuður var mikill afla- mánuður hjá okkur og nú fara menn að róa með línu. S. S. Dagur kemur næst út 8. október. — fþróttahús í sniíðum við Glerárskólann á Aku reyri. (Ljósm.: E. D.) Um árabil hefur kartöfluútsæði verið ræktað við Eyjafjörð á vegum Grænmetisverslunar landbúnaðarins, undir eftirliti jurtasjúkdómafræðings, til sölu sunnanlands. Þetta stofnútsæði er fleira en nokkru sinni áður. Svolítið er enn úti af heyjum, því eríiðlega hefur gengið að ná þeim inn. Ekki er þó um mikið heymagn að ræða. Talsvert mikið hefur verið malbikað af götum á Blönduósi í sumar. Ennfremur eru eins- konar hraðbrautarframkvæmd- ir undirbúnar í sumar og á að setja slitlag næsta sumar á nýj- an veg frá Blönduósi að Stóru- giljá og er vegurinn tekinn beint frá Blönducsbrú og út hjá Hjaltabakka. Ekki eru þó allir á einu máli um, að þetta sé rétt stefna. Margir vegir í héraðinu eru þannig, að þeir fara undir snjó á hverjum vetri, og mikil þörf á íað hækka þá, en vegur- inn á milli Blönduóss og Stóru- giljár er hins vegar með betri vegum, eða jafnvel sá besti. En af því fé var veitt til þessa verks, var ekki um annað að gera en nota bað á þennan hátt. G. J. Á fimmtudaginn í síðustu viku, 25. september, var Lagarfoss- virkjun á Fljótsdalshéraði, eða Lagarfljótsvirkjun, formlega tekin í notkun, að viðstöddum orkumálaráðherra og mörgum öðrum gestum. Virkjunin framleiðir 7 mega- vott, miðað við núverandi að- stæður og kostnaður við hana 860 milljónir króna. Virkjun þessi er fjarstýrð frá Grímsár- virkjun. Jafnhliða var gerður 16 hólfa laxastigi til hliðar við virkjunina og telst með virkj- unarframkvæmdunum. Lagarfossvirkjun er rennslis- virkjun, en fyrirhugað er að hefur þótt gefast vel á undan- förnum árum og er eftirsótt. í samtali við einn kartöflu- ræktarbóndann, Bergvin Jó- hannsson á Áshóli í Grýtu- bakkahreppi á mánudaginn, sagði hann, að þessi stofnrækt myndi í sumar vera í 10—12 hekturum lands og að stærstum hluta í Grýtubakkahreppi, en einnig á Svalbarðsströnd og í Ongulsstaðahreppi. Nokkrir bændur hafa ekki lokið við að taka upp kartöflurnar. En kart- öflurnar eru enn óskemmdar, því snjór er í görðunum og hef- ur hlíft kartöflunum við all- miklu frosti í nótt. Uppskera er nokkru minni en í fyrra, en þó sæmileg. Bændur fá um 30% hærra verð fyrir stofnútsæðið en aðrar kartöflur. Afbrigðin, sem ræktuð eru, eru gullauga, binté, Helga og rauðar íslensk- ar. Þá hafði Bergvin það eftir kartöfluræktarbændum i Þykkvabæ, að þar reyndist ey- firska útsæðið mun betur en það sunnlenska og munaði það Grenivík, 30. sept. Menn hafa verið að finna eina og eina kind í skurðum, en naumast er enn komið í ljós, hve margt íé hef- setja lokur í flóðgáttir til að safna vatni ofan virkjunar til miðlunar að vetrinum, en um þær lokur og vatnsborðshækk- un munu ekki allir á einu máli og hefur hér farið' sem oftar við gerð virkjana, að hugsanleg ágreiningsatriði eru ekki leyst áður en framkvæmdir hefjast. Það var haustið 1966, sem fyrir alvöru var farið að ræða um þessa virkjun, en 1971 var samþykkt að hefja framkvæmd ir og stóðu þær til 1974, en töfðust vegna afgreiðsluseink- ana á vélahlutum frá framleið- endum, Skoda Export í Tékkó- slóvakíu. □ 20% ávöx! allt að þriðjungi. Þessu til viðbótar hefur Þor- steinn Tómasson, erfðafræðing- ur, látið hafa eftir sér, að ey- firska útsæðið gefi allt að 20% meiri uppskeru en sunnlenskt og virðist þetta óháð ræktunar- stað. Þá sagði erfðafræðingurinn, að kartöflurækt undir plasti gæfi tvisvar til þrisvar sinnum meiri uppskeru en plastlaust. Auk þess væru kartöflur undir plasti um 20% auðugri af sterkju en með venjulegri rækt un, án plasts. □ Bjargvætturinn r • ' 1 i grasmu Bjargvættui'inn í grasinu er nýjasta bók Almenna bóka- félagsins. Hún er eftir J. D. Salinger og í þýðingu Flosa Olafssonar. Höfundurinn er bandaríkjamaður og þessi bók þekktasta verk hans og var hún í fyrstu mjög umdeild. □ ur farist og er það þó ekki í stórum ■ stíl. Erfiðleikar eru á því að ná fé saman og mjög er hart til jarðar. Hætt var við að fara í aðrar göngur um helgina vegna illviðris. Eftir norðan kuldakastið var farið á sjó í gær. Þrír bátar réru með línu og komu að í gær- kveldi með tvö og hálft tonn, tveir þeirra, en einn með 5,7 tonn, og mun hann hafa sótt lengra en hinir. P. A. VEGIR FÆRIR - FJALLVEGIR HÁLIR Upplýsingar Vegagerðarinnar í morgun: ■ ( Allir fjallvegir eru hálir en færir, sumir þó aðeins stórum bílum og gildir þessi umsögn austur í Grímsstaði. Vegfarend- um er bent á að kynna sér veg- ina áður en lagt er af stað, og útbúa farartæki sín samkvæmt því. □ Erfitt er að ná fénu saman

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.