Dagur - 01.10.1975, Blaðsíða 4

Dagur - 01.10.1975, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akurcyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Frentverk Odds Björnssonar h.f. Skapatrausfogfesíu Bæjastjórinn á Akureyri, Bjarni Einarsson, hefur skrifað um byggða- þróun í Samvinnuna. Hann rekur fyrst hvernig mörg einkafyrirtæki liafi stað'ið fyrir athöfnum á hinum ýmsu stöðum og á hinum ýmsu vaxtarskeiðum, sem dýrmætt afl í þróuninni. En þessar „gullaldir“ ein stakra landshluta hafa ævinlega byggst á tímabundnum uppgripum, * en síðan hafi fylgt samdráttur í at- vinnulífi, venjulega þannig, að einkafyrirtækin hafi dregið úr rekstri jafnvel hætt eða ílutt burtu og stundum hafi kaupfélagið staðið eitt eftir. Hafi þá kotnið í þess hlut að bjarga því sem bjargað varð og byggja upp staðinn og félagssvæðið. Sem samtök fólksins á hverjum stað, segir bæjarstjórinn, hafa kaupfélög- in tekið þátt í margvíslegri uppbygg- ingu, auk hinnar kunnu þjónustu við landbúnaðinn. Þau hafa tekið þátt í flestu því, sem til heilla hefur horft í viðkomandi byggðarlagi, og það ekki fyrst og fremst með tilliti til ágóðavonar. Dæmin um fisk- vinnslustöðvar, bíla- og búvélaverk- stæði og önnur þjónustu- og fram- leiðslufyrirtæki eru svo mörg, að óþarft er upp að telja. Einnig eru þess mörg dæmi, að kaupfélögin hafi stutt efnilega athafnamenn með framlögum til fyrirtækja þeirra, jafn vel með minnihlutaþátttöku. Hefur kaupfélagið þá í senn verið aflgjafi og skapari trausts og festu. Eitt skemmtilegasta dæmið um slíkt er stofnun Flugfélags Akureyrar. „í sögu Akureyrar hafa skipst á skin og skúrir,“ segir B. E„ „eins og í sögu annarra byggðarlaga. Tími liákarlaveiða leið og síldin kom í staðinn og hvarf aftur. Einstakir athafnamenn hafa lagt mikið af mörkum til eflingar bæjarins. Sum einkafyrirtæki hafa horfið af sjónar- sviðinu, en önnur hafa haldið áfram og í dag eru mörg merkileg fyrirtæki rekin á Akureyri. En það er lán Akureyrar, að í öllum sviptingum íslensks atvinnulífs hefur bærinn átt gífurlega sterkan bakhjarl, þar sem er starfsemi Sambandsins og KEA. Iðnaðarfyrirtæki samvinnumanna hafa verið bænum sú trausta undir- staða, sem staðið hefur af sér öll hret. Ég er ekki í vafa um, að ef þýðing starfsemi samvinnufélaganna fyrir þróun byggðar á íslandi væri könn- uð, kæmi í Ijós, að hún hefur ráðið úrslitum í að byggð hefur haldist á fjölda þeirra staða sem nú eru líf- vænlegir. Ég vil sjálfur taka svo djúpt í árinni að segja, að hefði sam- vinnufélaganna ekki notið við, væri ísland þegar orðið, eða að verða borgríki við Faxaflóa.“ □ rSiiiiáli Knútur Otterstedt: Vegna þeirra athugasemda sem birst hafa í blöðum út af því, sem eftir mér er haft í dagblað- inu Vísi þann 17. sept. sl., vil ég , gera. nokkra grein fyrir því hvernig raforkumál okkar norð lendinga standa, út frá mínum sjónarhóli. I. Orkuniarkaður. a. Gert er ráð fyrir að Sigöldu- virkjun verði tilbúin síðla árs 1976 og mun þessi viðbót duga Landsvirkjunarsvæð- inu fram til 1980, skv. upp- lýsingum frá Landsvirkjun. Auk þess hefir orkuráð- herra lýrt því yfir að í Hraun eyjarfossvirkjun verði ráðist strax á eftir Sigölduvirkjun. b. Á fjárlögum þessa árs eru um 150 millj. kr. til úndir- búningsframkvæmda vegna hugsanlegrar Bessastaðaár- virkjunar og eftir því sem ég best veit, er nú lagt mikið kapp á að nota þessa fjár- veitingu. Ég er alveg sammála Ingv- ari Gíslasyni þegar hann seg- ir að Kröfluvirkjun hljóti að þjóna Norðurlandi og Austur landi saman, það er skynsam legasta leiðin úr því sem komið er. Fjárveitingin og fram- kvæmdir vegna Bessastaða- árvirkjunar benda hins veg- ar ekki til þess að Kröflu- virkjun eigi að þjóna Austur landi, fyrst um sinn. Austurland þarf ekki bæði 30 MW virkjun og línu, en yfirverkfræðingur Rafmagns veitna ríkisins hefir lýst því yfir að hafist verði handa við virkjunarframkvæmdir þess- ar, þegar á næsta ári. c. Af framansögðu er ljóst að varhugavert er að reikna með öðrum markaði en á Norðurl., a. m. k. næstu árin. II. Orkuspár. Með tilliti til framanritaðs treysti ég mér ekki til þess að reikna með öðrum markaði en á Norðurlandi og ég tel mig þekkja þá möguleika, sem þar eru á orkusölu allvel, a. m. k. á Laxársvæðinu, en þar fer megin orkunotkunin nú fram. Eftirfarandi tafla sýnir raf- orkunotkunina á Norðurlandi (samtengda svæðinu), undan- farin ár svo og mína spá fram til 1980. enda er í þeirra spá gert ráð fyrir að framhald verði á raf- hitun og að hún fari ört vax- andi þegar þarna er komið. (Skeiðfosssvæðið er ekki með talið enda með þeirri virkjun, sem þar er nú unnið að, sjálfu sér nógt fram undir 1980). Notkun um marktaxta á svæði Rafmagnsveitna ríkisins frá Laxárvrkjun er mjög mikil og þar af leiðandi einnig raf- hitun, þannig' að á því svæði verða engar stökkbreytingar vegna rafhitunar. Alvarlegar athuganir fara nú fram á möguleikum á hitaveitu fyrir Akureyri og nágrenni, og orkuráðherra hefir lýst því yfir að líta beri á Akureyri sem hitaveitusvæði. Vissulega er slík framkvæmd, ef af verður, tímafrek en ekki flýtir hún fyrir fullnýtingu Kröf lu virk j unar. Af þessu sést að rafhithn set- ur mikinn svip á orkuspána og er Ijóst að hitaveita á Akureyri hefir þau áhrif að orkunotkunin verður mikið minni heldur en spá Verkfræðistofu Sig. Thor- oddsen gerir ráð fyrir. III. Varaafl og rekstraröryggi. Ég er sammála Ingvari Gísla- syni þegar hann segir að ónotað afl í Kröflu (vél nr. 2) megi skoða sem nokkurs konar vara- afl. Byggðalínan eykur að sjálf- sögðu einnig rekstraröryggið verulega. Það hlýtur þó ætíð að vera matsatriði hversu mikið varaaflið á að vera miðað við aflþörf og hversu mikið má fyr- ir það greiða. Ég tel hins vegar að ef á að líta á umframaflið í Kröflu og línuna eingöngu út frá rekstraröryggissjónarmiði, a. m. k. fyrst um sinn, þá er rekstraröryggið of dýru verði keypt. Það má ekki gleyma því að á hinu samýengda svæði á Norður landi eru dísilstöðvar sem sam- tals að afli eru um 21 MW, þannig að þar er til staðar um 40% af aflþörf Norðurlands árið 1980, miðað við ofan- greinda spá. Það er misskilningur hjá Ingvari Gíslasyni að varaaflið í Kröflu komi í stað núverandi dísilstöðva. Dísilstöðvarnar fara þá fyrst að gegna sínu vara- aflshlutverki þegar nægilegt afl er að öllum jafnaði fyrir hendi, en skammtímatruflanir verða og það hefir víst engum dottið í hug að taka þessar dísilstöðv- Ár 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 MW 22,2 25,0 26,6 32,0 34,8 37,9 40,6 43,6 46,7 49,9 53,3 Gwh 121 137 149 170 180 200 220 239 256 273 290 Framleiðslugeta núverandi . vatnsaflsstöðva á svæðinu er ásamt gufustöðinni við Náma- fjall um 185 Gwh/ári og aflget- an að vetrarlagi um 23 MW. Séu þessar tölur dregnar frá orkuspánni verður mismunur- inn í árslok 1980 um 30 MW og rúmlega 100 Gwh, sem Kröflu- Virkjun kemur tl með að fram- leiða. Vitanlega eru orkuspár óviss- ar og aðstæður og orkuþarfir geta breyst, en þær þurfa að breytast mikið til þess að fá fram þá tölu, sem Ingvar Gísla- son nefnir. Skv. upplýsingum frá verk- fræðistofu Sigurðar Thorodd- sen er þeirra orkuspá fyrir Norðurland árið 1978 um 52 MW og um 260 Gwh, en árið 1980 um 73 MW og 365 Gwh. Af þessu sést að munurinn á minni orkuspá og þeirra er ekki mjög mikill árið 1978, hins veg- ar miklum mun meiri árið 1980, ar niður. Þær eru og verða alltaf nauðsynlegur þáttur í raforkukerfi Norðurlands. IV. Lokaorð. Ég harma það að ekki skuli mega ræða þessi þýðingarmiklu mál fyrir okkur norðlendinga án þess að gripið sé til persónu- legra ádeilna og skætings. Það sem ég fyrst og fremst hefi haft í huga er það, að þegar framkvæmdum við Kröfluvirkj Föstudaginn 19. september af henti Lionsklúbburinn HUG INN, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri öndunar og hj.arta hraðamælingartæki til notkun ar við gjörgasslu ungbarna. Sigurður Jóhannesson fráfar andi formaður HUGINS afhenti tækið og sagði að það væri keypt fyrir það fé, sem safnað un og línuna lýkur, þá hefst rekstur þessara mannvirkja og einhver verður að borga stofn- kostnaðinn, ásamt árlegum rekstrarkostnaði, og ég er ekki einn um það að hafa áhyggjur af því að erfitt verði fyrir raf- magnsnotendur á Norðurlandi að standa undir. þeirri miklu fjárfestingu, sem hér á sér stað, og hætt er við að hún endur- speglist í verulega hækkuðu raf orkuverði, nema óafturkræf framlög ríkisins til þessara framkvæmda komi til. Með tilliti til þess að athugun fer nú fram á stofnun Norður- landsvirkjunar, þá tel ég nauð- synlegt að þessi mál öll verði þar rædd með rökum og allar staðreyndir lagðar fram. Uti- lokað er fyrir norðlendinga að stofna til Norðurlandsvirkjunar án þess að vita hvernig afkoma þess fyrirtækis verður og hver verði rekstrargrundvöllur þess, en þar vegur vissulega kostn- aður vegna Kröfluvirkjunar mjög þungt. Ég vil í þessu sambandi nefna að orkumálastjóri hefir ítrekað bent á nauðsyn þess að kanna nú þegar orkusölumöguleikana frá Kröflúvirkjun og að rætt verði við hugsanlega kaupend- ur um orkUverð og fleira í því sambandi. Að lokum langar mig að varpa fram eftirfarandi spurn- ingum til orkuráðherra. 1. Hver er áætlaður stofnkostn- aður Kröfluvirkjunar og hvað er ársframleiðslugetan mikil við fulla nýtingu? 2. a) Er ákveðið að hefja fram- ' kvæmdir við Bessastaða- árvirkjun á næsta ári? b) Ef svo er ekki, því er þá verið að verja þarna 130- 140 millj. kr. í ár í undir- búningsframkvæmdir? c) Ef ákveðið er að hefja framkvæmdir næsta ár, verður þá háspennulína frá Kröflu til Austurlands samt sem áður byggð 3. Hefir verið gerð athugun á greiðslu- og rekstrarafkomu Kröfluvirkjunar nokkur ár hver er niðurstaðan? 4. Er gert ráð fyrir að orku- notendur á Norðurlandi eigi að standa undir rekstri Kröfluvirkjunar (og Byggða línunnar)? Ef ekki, hver á þá að bera kostnaðinn? Ég vil að endingu, til þess að fyrirbyggja misskilning, lýsa því yfir að það er ekki mín skoðun að Kröfluvirkjun sé óþörf, enda fyrirsögn Vísis. Bæði Byggðalínan og Kröflu- virkjun eru þarfar framkvæmd ir, sem ekki er ágreiningur urn að skuli koma, en það hefir eklíi verið sýnt fram á að í full- virkjun Kröflu og Byggðalínu þurfi að ráðast samtímis. Eins og ég sagði við blaðamann Vís- is, getur hvor framkvæmdin um sig leyst núverandi orkuvanda norðlendinga, og hefði því mátt fresta milljarða fjárfestingu um nokkur ár, og ætli það hefði ekki komið sér vel í þeim efna- hagsörðugleikum sem þjóðin á nú við að stríða? □ var með sölu á ljósaperum og jóladagatölum á siðasca ári. Fyrir hönd sjúkrahússins tók Baldur Jónsson, yfirlæknir á Barnadeild við tækinu, færði Lionsklúbbnum HUGINN kær ar þakkir, og gat þess að það myndi stuðla að enn betri gæslu ungbarna og auðvelda starfsfólki gæslu þeirra. □ Dömu- skyrtublússur Nýjar gerðir, 6 litir. Verð kr. 1625. VERZLUNÍN DRÍFA SÍMI 2-35-21. TAKÍÐ EFTIl ALLT VERÐUR SELT! Ýmislegt vænt á góðu verði. Gerið reyfarakaup str í dag. Opið aðeins í nokkra daga enn. Baraafataversl. ÁSGEÍR Skipagötu 2, Akureyr Nýkonúð Rósastrengir í ullarjava. Gobelin-myndir, strengir og púðar. Veggmyndir með fléttusaumi. Strannnamyndir. VERZLUNÍN DYNGJ/ NÝKOMIÐ! Ullarnærföt á 1—5 ár M'k'k Langermabolir úr bómull á 1—7 ára Mkk Jersey náttkjólar á 6—12 ára. Mkk Skólapeysur nreð vös- uun, ný gerð. VERSLUNIN ÁSBYRGI SÍI 2141 í Teppadeild: TEPPABÚTAR Mikill afsláttur Ný sending ENSK GÓLFTEPPI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.