Dagur - 01.10.1975, Blaðsíða 8

Dagur - 01.10.1975, Blaðsíða 8
AGUR Akureyri, miðvikudaginn 1. okt. 1975 STEIN- HRINGAR NÝKOIVINIR, IViiKIÐ ÚRVAL Knattspyrnumenn á Árskógs- strönd komu nokkuð óvænt inn í hina hörðu keppni íslands- mótsins sumai'ið 1974 og aftur nú í sumar, og stúlkurnar létu heldur ekki sitt eftir liggja í handbolta. Þá hefur það vakið athygli, hve margir leikir og einnig íþróttamót, hafa farið fram á Árskógsströnd, en ástæð an til þess er nýr knattspyrnu- og íþróttavöllur í næsta ná- grenni við skólahús og félags- heimili hreppsins. Á Árskógsströnd stunda menn landbúnað og sjósókn og hafa löngum nóg að starfa. íbúarnir voru 319 við síðasta manntal, og þegar við það er miðað verður hlutur þessarar sveitar í íþróttamálunum og framkvæ'mdum vegna íþrótta, umtalsverður. Dagur hitti nýlega formann Ungmennafélagsins Reynis á Árskógsströnd, Gylfa Baldvins- son, bónda í Engihlíð, og bað hann að segja lesendum eitt- hvað ,frá þeim málum, er hér var drepið á. Hann sagði: Já, Árskógsströnd hefur ver- ið talsvert í sviðsljósinu nú í sumar í sambandi við knatt- spyrnuna, í annarri deild. Mörgum kom það á óvart og kannski okkur mest, að okkur tókst að komast upp í 2. deild sumarið 1974. Menn höfðu það á orði í sumar, að þátttaka okk- ar yrði aðeins til þess að við féllum niður í 3. deild. En margt fer öðru vísi en spáð er, og ungmennafélagar Reynis Gylfi Baldvinsson. eru þekktir að því að. vera ákveðnir þegar þeir tak:a sér eitthvað fyrir hendur. í voi' var tekið til við að undirbúa knattspyrnuliðið fyrir átök sumarsins í 2. deild. Og þá bauðst okkur ei'lendur þjálfari. Nokkuð óx mönnum kostnaður við ráðningu erlends þjálfara í augum. En þar sem félagið hafði alveg sparað sér kostnað Frétt frá Alþýðuleikhúsinu Alþýðuleikhúsið hefur fengið Stefán Baldursson leikstjóra til að koma norður til Akureyrar næstkomandi sunnudag og segja frá svokallaðri Vasa-ráð- stefnu, sem haldin var í Finn- landi í júní síðastliðinn. Á ráð- stefnunni voru saman komnir fulltrúar allra starfsgreina leik- húsa á Norðurlöndum til þess að ræða um efnið: „Valdaupp- bygging og stjórnunarfyrir- komulag leikhúsa og áhrif þess- ara þátta á listrænan árangur." Var Stefán einn íslensku full- trúanna á ráðstefnunni og mun hann segja frá niðurstöðum ráð stefnunnar og sjónarmiðum sem þar komu fram og er síðan ætlunin að fundarmenn ræði þetta efni nánar. Fundurinn verður að Hótel Varðborg, neðri sal, næstkom- andi sunnudag kl. 14.30 og er opinn öllu áhugafólki um leik- hús. Að gefnu tilefni er væntan legum fundarþátttakendum bent á að fundurinn verður því aðeins að fært verði flugleiðina til Akureyrar um helgina. við þjálfara áður, var ákveðið að ráða þjálfarann. Hann er skoskur maður, Dankan Mac Dowell að nafni, og kom hann til starfa í júní. Þjálfaði hann bæði yngri og eldri flokka og náði mjög góðum árangri með liðin. Enda fór það svo, að Reynir hélt sæti sínu í 2. deild. Þótt knattspyrnan sé sú grein, sem hæst ber í starfi Reynis, hefur íþróttafólk félags- ins náð mjög góðum árangri á mótum UMSE. Þannig vann handboltalið Reynis með yfir- burðum alla sína leiki þar í sumar og frjálsíþróttafólkið sigraði á héraðsmóti UMSE, sem haldið var á Árskógsvelli. En þetta mót var það fyrsta, sem haldið er á þessum nýja velli en nýlega er lokið við að ganga frá frjálsíþróttaaðstöðu við völlinn, eg: honum hafa fé- lagsmenn komið upp í sjálfboða vinnu að mestu leyti og þykir hann mjög góður. Eins og sjá má af framan- sögðu, hefur verið blómlegt íþróttastarf hjá Reyni. Fleira þarf. þó til að koma, því allt kostar þetta talsverða peninga, sem oft er erfitt að afla fyrir ■ svo lítið félag, sem aðeins hefur um hundrað félagsmenn, án þess að safna skuldum. En þetta hefur þó tekist og hafa skemmti nefndir félagsins verið iðnar s við að ná inn peningum. Margir félagsmenn hafa lagt fram mikla vinnu og sýnt hug- kvæmni, bæði við framkvæmd- ir og tekjuöflunarleiðir. Þess vegna stendur fjárhagur félags- ins vel, þrátt fyrir mikinn kostn að við þátttökuna í knattspyrnu keppnínni. En sýnt er, að kostn aðurinn verður miklu minni á næsta ári, þar sem fjögur lið á Norðurlandi leika þá í 2. deild. Dagur þakkar upplýsingar Gylfa Baldvinssonar, en þær sýna svo ekki verður um villst, að víðar er unnt að vinna fyrir nútíð og framtíð en á stórum þéttbýlisstöðum, þegar áhugi er fyrir hendi í íþróttamálum. □ REYKINGAFOLK DAIVIK 5 — Daga Áætlunin er nú orðin mjög vel þekkt hér á landi. Sí- aukinn fjöldi fólks tekur þetta námskeið og losnar undan oki reykinganna. Dagana 5.—9. okt. n. k. verð- ur 5 — Daga Áætlunin fram- kvæmd á Dalvík. Námskeiðið fér fram í Dalvíkurskóla, Dal- vík, hefst sunnudagskvöldið 5. okt. kl. 20.30 og stendur yfir fimm kvöld í röð. Allir — ungl- ingar og fullorðnir, konur og karlar sem mögulega geta, — .eru hvattir til að nota þetta Dalvík, 30. sept. Snjór er lítill á Dalvík, en gangnamenn ui'ðu að skilja eftir fé í göngum frammi á áfrétt, vegna ófærðar. Byrjað er að grafa fyrir nýrri heilsugæslustöð. Búið er að steypa kjallaraveggi í byggingu stjórnsýslustöðvarinnar og er ætlunin að steypa plötuna yfir J fyrir veturinn. Á dagskrá er að selja hinu tækifæri til að losa sig við reyk ingarnai'. Hættan,' sem af þeim stafar, er öllum liós. Heilsan og lífið er í veði. Á hverju kvöldi verða ásamt fróðlegum erind- um sýndar kvikmyndir, er varpa óræku ljósi á raunveru- leik þessara mála. Eini kostnað- urinn, sem þátttakendur þurfa að bera er kaup á handbók, sem kostar kr. 500,00. Læknirinn, sem starfa mun með Jóni Hj. Jónssyni við þetta námskeið, er Eggert Briem héraðslæknir, Daivík. opinbera. skuttogarann Baldur á Dalvík til fiskileitar og haf- rannsókna, en það mál var þó ekki frágengið í gær. Steingrímur Þorsteinsson á Dalvik hefur stoppað upp bjarn dýr það,'sem sjómenn frá Olafs- firði skutu fyrr á þessu ári og Óláfsfjarðarkaupstaður á. Mun þetta fyrsta bjarndýrið, sem upp er stoppað hér á landi. V.B. s Passíukórinn, á Akureyri hefir þegar hafið vetrarstarfsemi sína, með æfingum þriggja tón- verka fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit, sem flutt verða næsta vor. Þau eru: Missa Brevis eftir Mozart, Magnificat eftir Vivaldi og Psalm 112 eftir Hándel. Einnig mun kórinn koma fram á hljómleikum á jólaföst- unni ásamt Lúðrasveit Akur- eyrar, og flytja lag Björgvins Guðmundssonar Aðfangadags- kvöld og Deutzt Messe eftir Schubert. Kórinn er að miklu leyti skipaður nemendum úr Tón- listarskólanum á Akureyri, sem er fólk á öllum aldri. Öllum sem áhuga hafa er vel- komið að vera með, og mæti þá á laugardag kl. 13 í Tónlistar- skólanum' (2. hæð). Eins og áður verður fenginn liðsauki frá Reykjavík. á vor- tónleikunum, þ. e. a. s. ein- söngvara og hljóðfæraleikara til viðbótar við þá sem eru á staðnum. SMÁTT & STÓRT, HVER ÆTLI STEFNAN SÉ? Leiðara Alþýðubandalagsblaðs- ins 12. sept. lauk svo um fyrir- hugaðar landhelgisviðræður: „Lágmarkskrafan hlýtur að vera:' Engar undanþágur til fisk veiða innan 50 mílna landhelgi.“ í næsta tölublaði kom svo leið- rétting þar sem sagt er, að setn- ingin hafi átt að hljóða svo: „Engar undanþágur til fisk- veiða innan 200 mílna land- helgi.“ I þriðja tölublaði Alþýðubandalagsblaðs, er svo sagt frá saniþykkt alþyðubanda lagsmanna á Vestfjörðum. Þar stendur: „Sérstaklega varar ráð stefnan við því að samið verði við útlendinga um áframhald- andi veiðar innan 50 mílna markanna." Af framansögðu er ekki undarlegt þótt spurt sé, hver sé stefna Alþýðubandalagsins í landhelgismálum. ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Alþýðusamband Islands hefur á fleiri en einn veg vakið athygli. Má þar fyrst nefna einarða af- stöðu þess til þeirrar þjóðar, sem um skeið hefur sýnt mesta óbilgirni á íslandsmiðum. En þar er átt við vestur-þjóðverja og hótun Alþýðusambandsins um uppskipunarbann á þýskum vörum. f öðru lagi hefur mið- stjórn þess einróma samþykkt að sagt verði upp gildandi kjara samningum fyrir 1. desember n. k. Og í þriðja lagi hefur AI- þýðusambandið óskað viðræðna við stjórnvöld um hugsanlegar leiðir til hömlunar verðbólg- OLÍA FRA NORÐMÖNNUM f opinberri heimsókn forsætis- ráðherra fslands til Noregs, var landhelgismálið mjög á dagskrá og ráðherrann fékk tækifæri til að kynna málstað íslendinga. En þar bar olíumál einnig á góma. Möguleiki er talinn á því, að íslendingar kaupi olíu af norðmönnum strax á næsta ári, ef það reynist hagkvæmt, í stað þess að kaupa hana frá rússum, svo sem verið hefur. Undirtektir á tónleilcum kórs ins sl. vor sýndu að fólk kann vel að meta þessa tegund tón- listar, og verður þetta vonandi fastur liður í menningarlífi bæjarins. Stjórnandi kórsins er Roar Kvam. □ Sauðárkróki, 30. sept. í fyrri- nótt varð sá atburður, að stór- um vörubíl var stolið hér. Fannst hann síðar og þá utan vegar og ekki mikið skemmdui'. Stóðréttir voru í Skagafirði um helgina. Má þár fyrst nefna Laufskálarétt í Hjaltadal og Skarðarétt eða Tungurétt í Gönguskörðum, ennfremur Staðarrétt og Mælifellsrétt. Margt hrossa var í réttum þess- um, enda mun stóðhrossum fara fjölgandi. Eins og vanalega voru flest hross í Laufskálarétt, SAFNA FYRIR SJÁLFA SIG Nokkuð ber á því, og liefur verið undan því kvartað, að börn gangi um bæinn, þykist vera að safna fyrir eitthvert félag eða stofnun, en finni upp á þessu sjálf og séu að gabba fólk. Því núður munu kvartanir þessar ekki með öllu ástæðu- lausar og þarf að leiða börnun- um það fyrir sjónir, að verkn- aður þeirra sé óheiðarlegur. Auk þess gerir þetta allar safn- anir tortryggilegar í augum almennings. NORÐLENSKUR j SKÓLASTJÓRI Norðlenkur skólastjóri gerði það m. a. að umræðuefni við skólasetningu nú í haust, hvort það væri rétt stefna hjá forráða mönnum fræðslumála, að ætla að stytta til muna sumarlilé skólanna og gera þar með nem- endum erfiðara að afla sér vinnu en efna í þess stað til dýrrar skólakennslu um verk og vinnubrögð, svo nemcndur verði ekki reynslulausir glópar o. s. frv. Væri ekki nær, segir skólastjórinn, að lofa unga fólk- inu að stunda líkamlega vinnu um bjargræðistímann og jafn- vel ætlast til þess af því, cins og kínverjar gera. SKÓLAHÚSNÆÐIÐ OG FJÁRHÚSIN Og enn segir: Er ekki kenning- in um íengri árlegri nýtingu kólahúsanna'í þörf fyrir endur- skoðun? Þætti það góð hagfræði hjá bónda, að reka fé sitt heim úr afrétt um hásumar og taka það á hús og gjöf til þess að fá lengri árlega nýtingu fjárhúsa sinna? „RINGULREIÐ í KOLLINUM Á KNÚTI“ Hinn 17. september lét fram- kvæmdastjóri Laxárvirkjunar, Knútur Otterstedt á Akureyri, liafa það eftir sér í viðtali við Vísi, að „önnur hvor fram- kvæmdin er óþörf“, byggða- línan eða Kröfluvirkjun. Enn- fremur, að orkuöflun við Kröfíu sé alltof mikil, og ringul reið ríki í þessum málum. Iðnaðarráðherra, Gunnar Tlioroddsen, svarar þessu í Vísi tveim dögum síðar og segir þar, að ringulreiðin sé einkum í kollinum á mönnum, sem þann- ig tali. Ráðherranum finnst einkennilegt, að * þeir, sem liáværast hafi kvartað um orku skortinn fyrir norðan, kvíði því nú mest, að raforkan verði of mikil! Layfskálaréll eða 7—800 talsins, einkar falleg- ur hópur og með stærsta móti nú. Þessi hross gengu á Kol- beinsdalsafrétt í sumar. Hrossasala er dauf í sumar og lítið selt innanlands og til útlanda. Ekki þarf að kvarta um at- vinnuleysi, því atvinna er meiri en hægt er að sinna. Fyrri og seinni göngum er lokið. Féð reynist fremur vænt. En nú eru komin frost og hætt við að dilkar leggi af, nema þeir gangi á káli eða grösugum tún- um. G. Ó.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.