Dagur - 29.11.1975, Page 2
2
FRÁ VERKALYÐSFÉLAGINU EININGU
Á fundi Verkalýðsfélagsins Ein-
ingar, sem haldinn var í Borgar
bíói á Akureyri 15. nóvember,
voru eftirfarandi samþykktir
gerðar:
Fundur Verkalýðsfélagsins
Einingar, haldinn á Akureyri
15. nóvember 1975, lýsir fyllsta
stuðningi við samþykkt mið-
stjórnar Alþýðusambands ís-
lands frá 18. september sl, þar
sem því er beint til allra sam-
bandsfélaga, að þau segi upp
gildandi kjarasamningum fyrir
1. desember.
Fund,urinn samþykkir að íela
stjórn félagsins að segja nú
þegar upp öllum kjarasamning-
um félagsins, þannig að þeir
falli úr gildi um áramót.
Jafnframt lýsir fundurinn
þeirri skoðun sinni, að í þeim
kjarasamningum, sem í hönd
fara, beri að leggja höfuð-
áherslu á ráðstafanir til að
hefta verðbólguna og að samið
verði um verðtryggingu launa,
þó þannig, að sömu vísitölu-
bætur að krónutölu komi á alla
launaflokka. Ennfremur yerði
það sótt fast, að eitt og sama
álag verði greitt á alla yfir-
vinnu, en hætt að kalla yfir-
vinnu ýmist eftirvinnu, nætur-
vinnu eða helgidagavinnu. Þá
verði krafist eins mánaðar
orlofs fyrir alla, og í beinum
launakröfum verði það haft að
leiðarljósi, að laun fyrir dag-
vinnuna eina eiga að nægja til
eðlilegs lífsframfæris meðal-
fjölskyldu.
(Samþykkt samhljóða)
Fundur Verkalýðsfélagsins
Einingar, haldinn á Akureyri
15. nóvember 1975, lýsir fyllsta
stuðningi við þá ákvörðun ríkis
stjórnarinnar að færa fiskveiði-
lögsögu íslands út í 200 mílur
þann 15. fyrra mánaðar.
Fundurinn treystir þvf að
stjórnvöld haldi fast á rétti
þjóðarinnar í hugsanlegum
samningum við aðrar þjóðir
- Starfshópar . . .
(Framhald af blaðsíðu 1)
í henni eiga sæti: Þórunn Sigur
björnsdóttir, sími 11316, Katrín
Jónsdóttir, 23871, Sölvi Aas-
gaard, Sólveig Gunnarsdóttir,
2158,0, Hildigunnur Einarsdótt-
ir, 22242, Þóra Þorsteinsdóttir,
11156, Guðrún Sigurðardóttir,
22946, Hermína Stefánsdóttir,
23289, Soffía Guðmundsdóttir,
11270, Sigrún Stefánsdóttir,
22271, Hóimfríður Jónsdóttir,
23137, Sólveig Adamsdóttir,
22070. Munu þær veita frekari
upplýsingar um starfshópana,
ef óskað er.
Eru allir, konur og karlar,
sem áhuga hafa á að starfa að
jafnréttismálum, hvattir til að
mæta n. k. miðvikudagskvöld
kl. 20,30 í Menntaskólanum
(gamla skólahúsið, vestui'dyr)
en þá er ætlunin að hefja
starfsemina.
vegna veiða innan fiskveiðilög-
sögunnar og hafi það jafnan
ríkt í huga hversu helstu nytja-
fiskastofnar við landið eru í
alvarlegri hættu vegna ofveiði.
Jafnframt verði þess gætt, að
fiskstofnarnir verði ekki lagðir
í hættu með ofveiði íslenskra
skipa og allar nauðsynlegar
hömlur verði settar á veiðar á
ungfiski og stundun veiða á
helstu uppeldisstöðvun fisk-
stofnanna.
Loks er það skoðun fundar-
ins, að tíniabært sé að harnla
gegn frekari innflutningi fiski-
skipa, þar sem vafasamt or, að
þörf sé fyrir stærri veiðiflota
en nú er til í fandinu, en inn-
íencLar skipasmíðastdðvar eiga
að geta annað. nauðsynlegu við-
haldi og endurnýjun.
(Samþykkt samhljóða)
Fundur í Verkalýðsfélaginu
Einingu, haldinn í Borgarbíói á
Akureyri 15. nóvember 1975,
samþykkir að skora á Alþingi
að setja á yfirstandandi þingi
löggjöf til að leiðrétta það mikla
misrétti, að svokallaðir atvinnu
rekendur sleppi við að borga
útsvar og skatta, ef þeir geta
sýnt það í bókhaldi sínu, að
fyrirtæki þeirra hafi tapað
vegna stórkostlegra afskrifta
og flýtifyrninga.
(Samþykkt samhljóða)
Fundur haldinn í Verkalýðs-
félaginu Einingu laugardaginn
15. nóvember 1975, samþykkir
að félagið kaupi á þessu og
næsta áfi hlutabréf í Útgerðar-
félagi Akureyringa h.f. fyrir
eina milljón króna.
(Samþ. með öllum atkv. gegn 2)
Ráðstefna um ferða-
málin á Húsavík
Húsavík, 27. nóvember. Hafin
er vinna við að innrétta nýja
vefnaðarvörudeild í aðalversl-
unarhúsi Kaupfélags Þingey-
inga við Garðarsbraut, Húsavík.
Deildin verður á annarri hæð
hússins, þar sem áður voru
skrifstofur kaupfélagsins. Búið
er að flytja skrifstofurnar upp
á þriðju hæð. Nýlega er komin
vörulyfta í verslunarhús K. Þ.
og er hún til mikils hagræðis.
Byrjað er á byggingu nýrrar
efnalaugar fyrir Fatahreinsun
K. Þ. Fatahreinsun er nú í
gömlu og lélegu húsi og er
vinnuaðstaða þar mjög slæm.
Stofnfundur sameignarfélags
um dvalarheimili aldraðra var
EFTIRÞANKAR
Kjördæmisþing framsóknar-
manna í Norðurlandskjördæmi
eystra, sem haldið var á Hótel
KEA 8. og 9. nóvember, var hið
18. í röðinni. Á því sátu um 60
manns, og skiptu karl og kona
með sér forsetastörfum.
Á kjördæmisþingum flytja
þingmenn flokksins í kjördæm-
inu skýrslu um störf Alþingis,
málefni kjördæmisins og stjórn
málaviðhorfið. Hafa þær ræður
á undanförnum árum oft verið
hinar markverðustu, veitt
margskonar upplýsingar og
vakið miklar umræður.
Kjördæmisþing hafa þing-
menn flokksins undirbúið á
þann veg m. a., að semja upp-
köst að ályktunum um lands-
mál og kjördæmismál, og sér-
staka stjórnmálaályktun. Þessi
uppköst hafa síðan verið færð
í hendur þingnefndum til athug
unar og breytinga, og síðan
hafa nefndirnar lagt þær vel
endurskoðaðar fyrir þingið til
samþykktar. Þingfulltrúum hef
ur verið skipt í nefndir, svo
allir gætu tekið þátt í þeim.
Að þessu sinni var í sumum
atriðum hafður nokkur annar
háttur á. Ræður alþingismanna
voru fremur stutt ávörp og þótt
mörgum leiðist ræðuhöld, eink-
um langar ræður, fer það aúð-
vitað meira eftir innihaldi ræð-
unnar en tímalengd, hvað menn
hlusta vel.
Þá var sú nýbreytni upp tek-
in, að í stað uppkasta af álykt-
unum um landsmál og kjör-
dæmismál, var nefndarmönn-
um fengið í hendur minnisblað
með spurningum. Minnisblöð
eru einstaklega nauðsynleg, en
það þarf venjulega miklu lengri
tíma til að búa til ályktunartil-
lögur en að lagfæra uppköst vel
unninna tillagna.
Lesa úr skriðjöklum Svaibarða?
Barensburg (APN). Rannsókn-
arleiðangur sovéskra jöklafræð
inga er farinn til norska eyja-
klasans Svalbarða til þess að
framkvæma þar víðtækar rann-
sóknir, sem búist er við að muni
veita margar nýjar upplýsingar
varðandi íshelluna. Á áætlun
leiðangursins eru m. a. rann-
sóknir á landslaginu undir ís-
hellunni, á mengun íssins, bæði
hinnar náttúrlegu og eins þeirr-
ar er stafar af mannavöldum.
Vænta menn mikils bæði af
útvarpsbylgjumælingum og af
rannsóknum framkvæmdum úr
þyrlum. Vísindamenn telja, að
hugsanlegt sé að finna daladrög
og skörð undir íshellunni, þar
sem fast land sé neðar en haf-
flöturinn.
Á Svalbarða eru gífurleg kola
lög, sem á síðari árum hafa
vakið athygli vísindamanna í
auknum mæli. T. d. hafa
sovéskir grasafræðingar komist
að þeirri niðurstöðu, að þarna
hafi fyrir mörgum milljónum
ára vaxið eik, linditré og fleiri
trjátegundir. □
Flestum þingfulltrúum mun
finnast nokkurs um vert, að
skiptast á skoðunum um þær
megin stefnur og einstök mál-
efni, sem kjördæmisþing vill
leggja áherslu á. Og í nefndar-
störfunum blanda menn geði og
skiptast á skoðunum, rökhugsa
og rökstyðja" málin. Þetta er
engu minni þáttúr þingstarfa
eða ómerkari en sjálfir þing-
fundirnir, þar sem fnálin eru
afgreidd.
Stundum, og æði ' oft, fer
nefndarmönnum eins og skák-
mönnum, að þeir lenda í tíma-
hraki og geta ekki unnið eins
vel og þeir vildu. Þetta skildi
Gísli heitinn Guðmundsson
vandlátur um vinnubrögð kjör-
manna best, því hann var mjög
dæmisþinga og taldi tímann
ekki of dýrmætan til rökræ§na
um málefni þjóðarinnar og
þessa landshluta. Hann var and
vígur því, að „slíta þinghaldið
sundur“ með skemmtisamkomu
á milli þingdaga og víst hefur
hún neikvæð áhrif á þingstörf-
in, þótt hún kunni að hafa sér
annað til ágætis, svo sem að
vera góður mannfagnaður, eins
og skemmtisamkomur fram-
sóknarmanna þykja vera.
Án þess að gera lítið úr
ágætri viðleitni manna til að
vinna vel og samviskulega þau
nefndarstörf, er þeim voru fal-
in, reyndist tíminn til þess of
naumur. Of lítill undirbúningur
þinghalds og naumur og sundur
slitinn þingtími, lætur sig ekki
án vitnisburðar. Af síðasta kjör
dæmisþingi má ýmislegt læra
og færa sumt í betra ííorf. Þess
ber þó að geta, að sjálfir þing-
fundirnir gengu vel svo og af-
greiðsla mála þar.
Kjördæmisþing framsóknar-
manna rnega aldrei; lenda í
þeirri lægð, almennt séðj að
þau séu eitt af því, sem ekki
verði komist hjá og illu sé best
aflokið og á sem skemmstum
tíma. Kjördæmisþingin eiga að
vera vettvangur skoðanaskipta,
þar sem fólk hefur tíma til að
hugsa og tala, og að setja fram
álit sitt í formi ályktana og yfir
lýsinga, og móta þann veg
stefnu sína og flokksihs í kjör-
dæminu. Alþingismönnum er
ákaflega mikill styrkur að vand
virkum kjördæmisþingum og
þeir geta jafnframt verið miklir
veitendur upplýsinga, sem þeir
öðrum fremur geta miðlað
vegna starfa sinna á Alþingi.
En til alls þessa þarf nokkurn
tíma, og þann tíma verða öll
kjördæmisþing að ætla sér.
Nýkjörin kjördæmisstjórn
mun nú skipta með sér verkum
og hefja störf. Hún er til þess
kjörin að sameina hið pólitíska
starf og veita því þá forystu í
kjördæminu, sem til er ætlast
á félagsmálasviðinu. Dugmiklir
áhugamenn í stjórn þessara
samtaka kjördæmisins, geta í
mörgum greinum látið gott af
sér leiða í þrotlausu starfi
öflugs stjórnmálaflokks, og þess
fjölmennasta í þessum lands-
hluta. Fundahöld, ráðstefnur og
mannfagnaðir eru meðal venju-
legra verkefna. Og ennfremur
verður að sinna fjármálahlið-
inni.
Þar sem mikið' á að vinna, er
talið nauðsynlegt að kjördæmis
sambandið hafi einhvern fastan
samastað eða skrifstofu, jafnvel
fastan starfsmann þar. En nú á
dögum ber nokkuð á því, að
„skrifstofa“ sé í .hugum manna
einskonar lausnarorð, jafnvel á
borð við það að komast undir
enda regnbogans með óskir
sínar, og stundum er hún, því
miður, aðeins vottur þess, að
menn eru að koma sér undan
verkum, sem þeir voru kjörnir
til að vinna. Þá fyrst er þörf á
skrifstofu og starfskröftum þar,
að þar eigi veruleg og ákveðin
verk að vinna, sem áhugamönn
um er ofvaxin tómstundavinna.
En- hvort sem nýkjörin kjör-
dæmisstjórn vinnur sjálf eða
. lætur vinna hin ýmsu félags-
málastörf, sem til er ætlast, er
þess að vænta, að þau verði vel
unnin og vel studd af flokks-
mönnum. Q
haldinn í félagsheimilinu á
Húsavík 31. október sl. Þar var
samþykkt svohljóðandi tillaga:
Fundur sveita- og sýslufélaga
í Þingeyjarþingi haldinn á
Húsavík samþykkir að stofna
félag um byggingu dvalar-
heimilis aldraðra á Húsavík.
Fundurinn kaus nefnd manna
til að gera drög að samþykktum
fyrir félagið. í nefndina voru
kosnir: Björn Guðmundsson,
Juóni, N.-Þing., Teitur Björns-
son, Brún, S.-Þing. og frá Húsa-
vík Haukur Harðarson bæjar-
stjóri, Egill Olgeirsson bæjar-
stjórnarfulltrúi og Sigurður
Gisurarson sýslumaður. Bæjar-
stjóra Húsavíkur og sýslumanni
þingeyinga var falið að senda
drögin til meðferðar sveitar-
stjórna og boða síðan til fram-
haldsstofnfundar félagsins.
Ráðstefna Ferðamálaráðs var
haldin , á Húsavík 14. og 15.
nóvember sl. Hana sat meðal
annarra indverskur maður, er
stjórnað hafði könnun ferða-
mála á íslandi á vegum Sam-
einuðu þjóðanna. Á ráðstefn-
unni voru gerðar fjölmargar
ályktanir. Samþykkt var svo-
hljóðandi tillaga um hvera-
lækningar:
Ráðstefnan ályktar, að beina
þeirri áskorun til fulltrúa ís-
lands í Norðurlandaráði, að
þeir beiti sér fyrir samstarfi
Norðurlandaþjóðanna við að
koma á fót hér á landi norrænni
endurhæfinga- og heilsuræktar-
stöð, þar sem norrænu fólki
með tilstyrk sjúkratrygginga á
Norðurlöndum verði gefinn
kostur á því að njóta þess
lækningagildis, sem býr í ís-
lensku hveravatni.
Samgöngumálaráðuneytið
bauð til kvöldverðar í ráðstefnu
lok.
í umræðunum á ráðstefnunni
var harðlega gagnrýnt, að fyrir
hugaðar fjárfestingar til ferða-
mála eru að mestu ætlaðar á
Reykjanesi og annars staðar á
suðvesturhorni landsins. Nefnd
sú, er kannaði ferðamál íslands
á vegum S. þ. kom ekki til
annarra staða á Norðurlandi en
til Akureyrar og þar staldrað
við í aðeins fjórar klulcku-
stundir og ekki kom nefndin í
Þingeyjarsýslur, þar sem þó er
helmingur af háhitasvæði
landsins. Það má lieita furðu-
legt, að nefnd, sem átti að gera
könnun á ferðamá'lum á íslandi
skuli nær ekkert hafa kynnt
. sér ísland, utan Reykjavíkur og
næsta nágrennis. Þ. J.