Dagur - 29.11.1975, Side 4

Dagur - 29.11.1975, Side 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Ótrúlegf siðleysi í haust báru íslenskir og breskir fiski fræðingar saman bækur sínar um fiskstoínana við ísland og greinar- gerð Hafrannsóknarstöfnunarinnar um það efni. Bresku íiskifræðing- arnir voru að heita mátti sammála okkar fræðimönnuin um stærð stofn- anna og hámarksnýtingu þorsks, ýsu, ufsa og karfa. Samkvæmt niðurstöð- um þessum eru botnlægar fiskteg- undir ofveiddar, alveg sérstaklega þorskurinn, og má ekki á næsla ári veiða meira af honum en 230 þús- und tonn, og það magn og miklu meira, geta íslendingar sjálfir veitt með sínum fiskiskipum. Þrátt fyrir þessar niðurstöður heimta bretar 110 þúsund tonna veiðar í landlielgi Islands, og þær veiðar eru hafnar undir herskipavemd. Þetta er ótrú- legt siðleysi, þótt ofveiðisjónarmiðið eitt sé lagt til grundvallar, og þetta siðleysi er byggt á valdi stórþjóðar, sem bæði á herskipaflota og flug- flota og beitir þeim nú þegar báð- um. Vegna ofveiði við ísland blasir sú hætta við, að fiskistofnar liverfi eins og síldin og þá blasir jafnframt við efnahagshrun hér á landi. Þetta skilja allir landsmenn og þoka sér einhuga saman í baráttunni við ásælnar fiskveiðiþjóðir. Því er þó ekki að leyna, að mikill skoðana- munur er á milli stjómmálaflokka um framkvæmdaatriði málsins. Allir kjósum við sem skjótust og fyllst yfir ráð til nauðsynlegrar friðunar og fullan rétt til nýtingar á öllum fiski innan 200 mílna landhelginnar. En við stöndum jafnframt frammi fyrir þeim vanda, að geta ekki varið mið- in gegn flotavelduni, sem bæði liafa vilja og vald til að veiða innan ís- lenskrar lögsögu. Sá vandi, að geta ekki varið miðin, skapar þá aðstöðu að verða að velja á milli samninga, þar sem undanþág- ur yrðu veittar, eða engra samninga, og verja miðin eftir bestu getu. An sanminga geta erlendar fiskveiði- þjóðir sótt afla á fslandsmið, í skjóli valds, svo sem dæmin sanna. Það er átakanlega grunnfær stefna, þótt hún eigi hvarvetna vemlegan hljóm- grunn, að neita fyrirfram öllum samningum. Samningar með nokkr- um veiðilieimildur innan 200 mílna, geta, frá verndunarsjónar- miði einu saman, verið hagkvæmari en engir samningar. En hvor leiðin sem valin er, verður hún að miðast við lokatakmarkið, sem er vemdun Og nýting fiskstofna innan hinnar nýju landhelgi, íslendingum einum til handa og full yfirráð eins fljótt og verða má. □ Yfirlit um gjaldskrár rnuii símaþjónustu laiidsbyggðarinnar Krisfjana Ingibjörg Halldórsdóftir NEÐRI DÁLKSTÖÐUM Fædd 11. nóvember 1930. Dáin 10. nóvember 1975. Fjórðungsþing Norðlendinga haldið 1.—3. september 1975 á Raufarhöfn gerði ályktun um jöfnun aðstöðu vegna álags á símagjalda eftir fjarlægð. Enn- fremur ályktun um bætta síma- þjónustu í sveitum. Það er réttlætismál að íbúar landsins hvar sem þeir búa njóti sömu kjara um síma- þjónustu. Ljóst er, að gjald fyrir hvert teljaraskref hefur hækkað með almennu verðlagi, en afnota- gjöldih hafa ekki fylgt eftir. Skrefagjöldum sjálfvirka sím ans er skipt í 9 gjaldflokka. í gjaldflokki O er tími ekki mældur en á því svæði eru bæjarkerfi innbyrðis. í hæsta gjaldflokki er hvert skref 6 sekúndur, sem kostar kr. 7,32 með söluskatti. 1 þessum gjald- flokki er Reykjavíkursvæðið miðað við fjarlægðarsvæði eins og ísafjörð, Akureyri og Egils- staði. Tífaldur munur á snnaþjónustu. Sé hringt frá Akureyri eða fjarlægari svæðum til Reykja- víkur telur teljari sjálfvirku stöðvanna tífalt miðað við skref innan svæðis í Reykjavík. Það er hægt að hringja í 10 númer í Reykjavík fyrir eina mínútu eða 10 skref frá Akureyri. Hugsum okkur fyrirtæki á Akureyri, sem mundi hringja 5 símtöl á dag til Reykjavíkur miðað við 3 mínútur hvert, þarf að greiða fyrir það 274 þús. á ári. Ef sama fyrirtæki er í Reykjavík og hringir sama sím- talafjölda innan svæðis er kostn aður kr. 9—10 þús. Fyrir sömu gjaldtöku má hringja 150 um- framsímtöl á dag innan Reykja- Þar sem starfstími handvirku stöðvanna er til muna styttri er ljóst að mikið vantar á að sveit- irnar njóti sama öryggis í síma- þjónustu og þéttbýlið. Þá kem- ur fram veruleg mismunun milli bæja í nálægð við þéttbýli hvort þau eru í tengslum við aðalstöð eða millistöð. í Norðurlandi eru 10% allra notenda sjálfvirka símans í landinu. Þeir greiða 17,3% allra skrefagjaldanna. Notkun síma eykst meira í Norðurlandi en landsmeðaltal. Um 60% af tekjum sjálfvirku stöðvanna eru vegna umfram- símtala. Umframsímtöl í Norð- urlandi er tæp 18% teljara- skrefa í landinu. Símanotkunin í dreifbýli fer vaxandi og er handhægur sam- skiptamiðill fólks milli svæða og því þýðingarmikill liður fyr- ir þjónustustarfsemi úti um landið. Þjónustan ódýrust á Reykja- víkursvæði. Um helmingur þjóðarinnar er á gjaldskrársvæði Reykjavíkur og nágrennis. Þetta eru um 66% notenda sjálfvirku stöðv- anna. Þessi hópur er innan lægsta gjaldflokks, þar sem hvert símtal er aðeins reiknað eitt ski'ef eða kr. 7,32. Innan þessa svæðis eru allar greinar þjónustustarfsemi í landinu og mest af umsvifum þjóðfélagsins. Ofan á þá staðreynd að megin hluti skrefagjalda í Reykjavík er í lægsta flokki og svæðið greiðir ekki hlutfallslega skrefa fjölda miðað við símnotenda- fjölda hafa afnotagjöldin ekki fylgt vei'ðlagsþróun. Þetta hef- ur skapað mismun, sem nemur um 65% í verðlagi afnotagjalda. Væri þetta leiðrétt má færa niður skrefagjöldin um 400— 500 millj. kr. á ársgrundvelli. Sé gert ráð fyrir að 40% skrefagjalda sé í hæsta gjald- flokknum má nota hækkun afnotagjalda til þess að fella þá Möguleg lækkun frá 50%—90% Sé gert ráð fyrir niðurfell- ingu hæstu gjaldflokkanna er það sparnaðui' fyrirtækis, sem hringir að norðan 5 símtöl á dag, til Reykjavíkur um 50%. Hins vegar séu öll skrefin jöfn- uð út í símgjaldaflokka er sparnaður allt að 97%. Svo að fullkomin jöfnuður náist þarf að mæla öll teljara- skref sömu tímaeiningu, hvort heldur er um að ræða innan svæðissamtöl eða. milli svæða. Framkvæmd þessara tímamæl- inga ætti að vera auðleysanlegt tæknilega séð. Þetta er til hags- bóta á tvennan hátt. Með þessu fæst fullkomið jafnrétti allra landsmanna gagnvart sömu þjónustu og léttbæri álagi sím- ans og komast mætti hjá jöfn- um, sem hækkaði afnotagjöldin. (Fréttatilkynning) Laugardaginn 15. nóvember var kvödd frá Svalbarðskirkju að viðstöddu miklu fjölmenni hús- freyjan á Neðri-Dálksstöðum, Svalbarðsströnd, en hún lést af slysförum 10. nóvember síðast- liðinn. Mig setti hljóða er ég frétti um lát þessarar góðu nágranna- konu minnar og við spyrjum því er kona í blóma lífsins, sem á svo mörg verkefni óleyst hrifin á brott frá eiginmanni og börnum? Kristjana var fædd á Neðri- Dálksstöðum, dóttir hjónanna Kristjönu Vilhjálmsdóttur og Halldórs Albertssonar bónda þar. Þau eignuðust þrjú börn auk hennar: Huldu sem gift er Hreini Ketilssyni, Elínu gift Þorsteini Jónssyni, og Björn er þau misstu á fyrsta ári. Kristjana giftist eftirlifandi eiginmanni sínum Inga Þór Ingimarssyni 5. júní 1949. Eign- uðust þau fimm börn: Björn, dó á fyrsta ári, Ómar Þór f. 9 mars 1953, Ingu Maríu f. Í7. júní 1955 sem he'itbundin er Gunnari Tryggvasyni, Hönnu Dóru f. 26. maí 1960, og litla augasteininn þeirra allra Huldu Hrönn sem Náttúruminjaskrá Norðurlands vestra Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN) hafa á undanförnum árum unnið að skrásetningu náttúruminja á Norðurlandi í samvinnu við N áttúruverndarráð. Með náttúruminjum er átt við hvers konar sérstakar lands lagsmyndanir, svo sem fossa, hella, dranga, gil, framhlaups- hóla o. s. frv., jarðfræðilegar minjai', svo sem fundarstaði steingervinga, svo og staði með ríkulegum eða sérstökum gróðri, dýralífi o. s. frv., en þar má nefna t, d. flæðiengjar. Félagið hefur nú sent frá sér fyrsta hluta þessarar svonefndu náttúruminjaskrár, þ. e. Nátt- úruminjaskrá Norðurlands vestra (Húnaþings og Skaga- fjarðar) í fjölrituðu formi. í skránni eru tilgreindir rúm lega eitt hundrað staðir og svæði, sem félagið telur mikil- vægt að vernda í vestursýslum Norðurlands. Er þeim skipt í fjóra flokka, I. Stór landslags- svæði, II. Strandlendi og eyjar, III. Votlendi og vötn og IV. Ymsar landslagsminjar. Af stærri svæðum, sem SUNN leggur til að vernda sér- staklega má nefna Bjargasvæð- ið í V.-Hún., hluta Vatnsdals og Þings í A.-Hún. og hluta af Hegranesi í Skagafirði. í formála skrárinnar kemur fram, að tilgangur hennar sé fyrst og fremst að vekja athygli á náttúruverndargildi hinna skráðu minja. Félagið vonar, að vitneskjan um þetta gildi geti orðið minjunum einhver vernd, eða a. m. k. orðið til þess að menn hugsa sig um áður. en þeir raska þeim. Skráin fæst afhent á Náttúru gripasafninu á Akureyri (Náttúr uverndartof u ). (Fréttatilkynning) Til ríkisstjórna á Norðurlöndum Norræna bindindismótið, hið 26., haldið í Molde 8.—14. ágúst 1975, hefur eftir ýtarlegar um- ræður um áfengismál á Norður- löndum samþykkt eftii'farandi ályktun samhljóða: Á Norðurlöndum öllum eykst áfengisneysla sífellt. Slíkt hið sama gerist nú í flestum lönd- um heims. Víðtækar vísinda- rannsóknir hafa sannað að tjón af völdum áfengis stendur í réttu hlutfalli við heildarneyslu þess. Það á bæði við um heilsu- tjón og félagslegan vanda af ýmsu tagi. Þessar nýju vísinda- legu staðreyndir benda á að Norðurlandaþjóðirnar munu innan tíðar verða að horfast í augu við aukið tjón af völdum áfengisneyslu ef ekki veiður spyrnt við fótum. Ríkisstjórnir Norðui’landa hljóta að líta á það sem hlut- verk sitt — innan vébanda Sam einuðu þjóðanna, Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar og annarra alþjóðastofnana — að hrinda af stað áætlunum um að draga úr áféngisneyslu. Ef látið verður hjá líða að vinna að slíku, á sama hátt og unnið er gegn neyslu annarra vímu- efna, jafngildir það því að láta sig engu skipta geigvænlega ógnun við þroskamöguleika og heill einstaklinga og þjóða. Á Norðurlöndum er áfengis- neysla tiltölulega lítil miðað við önnur iðnaðarríki. Það stafar einkum af því að hér er þessum vanda veitt náin athygli og áfengismálanstefna okkar er virkari en gerist víðast annars staðar. Áfengisvarnaráð. verður sex ára 15. desember. Á heimili þeirra er einnig María móðursystir hennar, sár er nú söknuður hennar. Kristjana var sístarfandi enda mörg verkefni er sveita- konan þarf að leysa af hendi. Hún hafði mikinn áhuga á bú- skapnum, var sama hvort hún starfaði innan húss eða utan, allt var unnið af sannri gleði enda hjónin samhent og hjóna- band þeirra farsælt. Kristjana var mjög félagslynd og naut þess að starfa að félags- málum með sveitungum sínum. Hún mætti alltaf kát og' hress og smitaði alla af sinni einlægu gleði. Það er gæfa fyrir okkur sveitunga hennar að hafa átt slíka konu. Ég vil tileinka minn ingu hennar þessar fögru ljóð- línur Davíðs Stefánssonar: Þá bar hún hæst, er byljir skullu á og brauzt gegn þeim, sem væri hríðarmugga. Með fórn og elsku vann hún vegsemd þá, er veitist þeim, sem gefa líf og hugga. Hún fann. hvað þegn og þjóðir mestu varðar, var þerna guðs, en dóttir sinnar jarðar. Það er þungbært fyrir eftir- lifandi eiginmann að sjá á eftir tryggum og góðum lífsförunaut, en í huga hans munu geymast dýrmætar minningar um góða og mikilhæfa konu. Við hjónin viljum þakka henni fyrir þær ánægjustundir er við áttum á heimili þeirra, við kveðjum með sárum sökn- uði og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég og fjölskylda mín eigin manni, börnum, foreldrum, móðursystur, systrum og öðr- um ættingjum. Megi góður Guð styrkja ykk- ur og hugga. S. G. 'SxS: 1 Sofðu nú hér sofðu, mitt hjarta skal vaka hjá þér. Á ljómandi guðsdýrðar landi lifir þinn andi. Mákona mín Kristjana Ingi- björg Halldórsdóttir (kölluð Gósa) er dáin, horfin okkur öllum vinum sínum svo óvænt, á besta aldri, í miðri dagsins önn. Það er svo ótrúlegt, samt er það svo. Það er mikil eftirsjá að þessari konu fyrst og fremst fyrir hennar nánustu, ástvini (sem sýnd hefur verið mjög mikil samúð og þeir þakka af alhug) einnig hennar mörgu vini. Hennar er sárt saknað. Gósa var fædd á Neðri-Dálks- stöðum á Svalbarðsströnd þann 11. nóv. 1930. Foreldrar hennar eru hjónin Kristjana Vilhjálms- dóttir og Halldór Albertsson, þar bóndi þá. Gósa ólst upp hjá foreldrunum á Dálksstöðum og með systrum sínum tveim, þeim Huldu, sem er elst og Elínu, sem er yngst. Bróður áttu þær einn, Björn að nafni. Hann dó á fyrsta ári. Með ágætum foreldrum og í glöðum og mjög samrýmdum systrahóp dvaldist Gósa þar heima öll sín uppvaxtarár. Einnig með Maríu móðursystur sinni, sem var henni sem önnur móðir og hennar börnum eftir að þau komu til og hefur ætíð borið hag heimilisins svo mjög fyrir brjósti. Lánsöm var Gósa að eiga svona gott æskuheimili og æsku daga, enda átti hún til að bera gott lundarfar, hress, kát og drífandi var hún, jafnaðarlega, en heilsan var ekki alltaf sterk. Henni var mjög mikið gefið, íramúrskarandi dugleg og allt lék í höndum, hvort sem það var við útivinnuna eða innan- hússstörfin, líka var hún mikil hannyrðakona við útsaum, hekl og prjón. Mér varð stundum starsýnt á hve miklu hún kom í verk á því sviði, með öllum öðrum heimilisstörfum. Hún hefur eflaust helgað sér sálmaversið. Starfa því nóttin nálgast nota vel æviskei'ð ekki þú veist nær endar ævi þinnar leið. Starfa því aldrei aftur ónotuð kemur stund ávaxta því, með elju ætíð vel þitt pund. Ung giftist Gósa hálfbróður mínum Inga Þór Ingimarssyni frá Vatnsleysu, og var þeirra sambúð til fyrirmyndar, skiln- ingsrík og hlý. Þau eignuðust 5 börn. Þeirra elstur er Björn, næstur er Ómar Þór, Inga María, Hanna Dóra og Hulda Hrönn tæpra 6 ára. Öll eru börnin elskuleg og gott fólk. Ungu Dálksstaðahjónin tóku við búi af tengdaforeldrum Inga ásamt Huldu og manni hennar Hreini Ketilssyni frá Finnastöð- um. Fyrstu búskaparárin bjuggu þessi ungu hjón ásamt foreldrum systranna í Dálks- staðahúsinu, sem þá var mun minna en það er nú, en síðar fengu þau Hulda og Hreinn hluta af Dálksstaðalandi undir býlið Sunnuhlíð. Allur hefur sambúskapurinn hjá þessu fólki gengið frábær- lega vel. Samrýmdar voru syst- urnar mjög og menn þeirra hafa líka átt samlyndi og sam- stöðu, en það er mikið lán fyrir alla er slíks njóta og því var þeim betur stætt, er yfir dundi höggið þunga sára. Tíminn mildar meinin, svo er Guði fyr- ir að þakka Gósa mín, ég undir- rituð, tengdamóðir þín Þórunn og allt mitt fólk, þökkum þér frá innsta hjartans grunni kynn in á gengnum árum. Öllum ást- vinum þinum sendum við okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Margrét H. Lúthersdóttir. KRISTJÁN ERÁ DJÚPALÆK: SÓLIN OG ÉG Kristján frá Djúpalæk hefur fyrir löngu unnið sér sess sem eitt af helstu ljóðskáldum þjóð- arinnar. Hann hefur gefið út 10 ljóðabækur, auk þýðinga og sendir nú frá sér þá elleftu, 88 blaðsíðna bók: Sólin og ég. Bókin skiptist í 2 kafla og nefnist sá síðari „Glettur og gráglettur.“ í fyrri kaflanum eru ýmis kvæði þar sem kemur fram tær lyrik. Vil ég þá nefna Sólin og ég sem er eins konar uPPgjör og niðurstaða. Fyrsta erindið er svona: Senn er okkar samvist lokið, sól, þig eina lofa ég. - Þakka fylgd um furðulanda farinn veg. Og vegna þín varð þessi ganga - þolanleg. Þá má benda á annað mjög ljóðrænt kvæði. Það nefnist „Þetta land.“ Þetta land geymir allt, sem ég ann. Býr í árniði grunntónn míns lags. Hjá þess jurt veit ég blómálf míns brags. Milli bjarkanna yndi ég fann. Ber mér útræna ilminn frá sjó. Blærinn angan frá lyngi í mó. Djúpa hugró á fjöllum ég finn. Meðal fólksins er vettvangur minn. Þetta land skamma stund bjó mér stað. Ég er strá í þess mold. Ég er það. Þá skal minna á enn eitt ljóð í svipuðum tón. Þar lýsir skáld- ið þreytu sinni á ys borgar- Þeir týna margir hugarró í borga ys og önn, sem áttu kyrrlátt bernskuvor í sveitum. Við hverfum eins og reköld í múgsins myrka sæ og munum ekki lengur hvað við heitum. Hve gott er þá að flýja sem hraðast þaðan heim í hug, og leita aftur draums og friðar, og seiða fram í minningunni glötuð berskugull í gili, þar sem bergvatnslindin niðar. !■■■■■■■■! Nyrra bóka qetið I :■:■ *.■« !■■■■■ ,v.v.v Ó, má ég ekki sitja þarna aðeins stutta stund ' á steini hjá þér, káti bæjar- lækur, og heyra gömlu lögin, sem þú leikur enn í dag, ~og ljóð, sem aldrei voru fest á bækur. Því ég er orðinn þreyttur á þessum tónagný, sem þrumii' mér við eyru dag og nætur. „XJiorg er hvorki fossbúi né hjarðpípa, sem hlær, og heldur enginn strengur til, sem grætur. En Kristján á fleiri strengi. Þarna er aðeins eitt minningar- kvæði — það er um skáldbróð- ur hans og náinn vin í áratugi, Guðmund Böðvarsson. Þetta er voldugt kvæði og eitt af því besta sem Kristján hefur ort. í því er innilegur tónn og — þrótt fyrir tilefnið, bjartsýni. Ég ætla að vitna í 3 erindi: Menn vita hvar hönd sú liggur, er ljóð þín skráði. í litlum grafreit í byggð þinni fram til dala. En hvar er andinn, skaparinn þú, er skópst þau? Þeir skynja það ei né sjá. — Ég veit, að hann lifir í ljósi, og til hans tala. — Láta hörpuna hljóma við hjarta síns undirspil, fara fingrum um strengi fimlega, kenna til með öllu, sem órétt þolir, öllum, er sigla í strand. — Þruma gegn þeim, sem kúga og þeim er svíkja vort land. Veröld þú kvaddir og vini, vel undir ferðir búinn. — Roðnar í eyri rósin, ryður sig Hvítá og ymur: — Hörpusveinn, hittumst við ósinn. Hér eru ljóðaflokkar um björkina, hafið og einnig flokk- ui' um fornar vættir: álfa, huldufólk, dverga og tröll. Mig langar að vitna í 3 vísur úr kvæðinu um dvergana: BLÚMAEYJAN TENERIFE Flugleiðh- h.f. hafa nú ákveðið að efna til sólarferða til Tene- rife og eru sjö ferðir áformaðar í vetur. Fyrsta ferðin verður farin 14. desember og sú síðasta 4. apríl, þ. e. um páskana. Sólarfrí í skammdeginu verð- ur sífellt vinsælla. Um áramót- in 1970—1971 hóf Flugfélag fs- lands skipulagðar ferðir til Gran Canaria. Fyrsta veturinn voru farnar sjö ferðir, en vegna mikillar eftirspurnar og vax- andi vinsælda sólarferðanna hefur þeim farið fjölgandi og eru nú orðnar fastur liður í starfsemi Flugleiða h.f. Flestar ferðanna hafa verið flognar með Boeing 727 þotum Flug- félags íslands, en á annatímum hafa hinar stóru DC-8-63 þotur Loftleiða einnig verið nýttar til Kanaríeyjaflugs. Mörg þúsund íslendingar hafa nú kynnst Gran Canaria og í vetur bætist blómaeyjan Tenerife við sem viðkomustaður. Tenerife er af mörgum t.alin fegurst Kanarí- eyja og hún er þeirra gróður- sælust. Farþegar Flugleiða munu dveljast í hinum fræga ferðamannabæ Puerto de la Cruz, sem er á austurströnd eyjarinnar. Gististaðir eru 4. Vart þarf að taka fram að allir bjóða þessir staðir upp á góðar sundlaugar, góða aðstöðu til sól- baða og á þrem eru diskótek og dans á hverju kvöldi, en dans 2—3 í viku á því fjórða. Sem fyrr segir, verður fyrsta ferðin til Tenerife farin 14. desember og stendur í þrjár vikur. Þá verða einnig tveggja vikna ferðir, en lengsta ferðin mun taka 24 daga. Eins og í fluginu til Gran Canaria verður brottför frá Keflavík kl. 08:00 og komið til Tenerife kl. 14:45. Við heimferð er lagt af stað frá Tenerife kl. 16:00 og komið til Keflavíkurflugvallar um kl. 23:00. (Frá Kynningardeild Flug- leiða h.f., Reykjavíkurflugvelli) Kristján ftá Djúpalæk. í dvergasteini Dvalinn býr, dýrir málmar gleðj’ ’ann. Stál- og gull- og silfur-svarf sindrar kringum steðjann. Enginn á svo haga hönd. Hróður Dvalins vítt um lönd sverð og sylgjur flytja, söm til skarts og nytja. Ei er Dvalinn hár til hnés, hélað skegg á vöngum. Hann um forna frægðartíð fámáll hugsar löngum. — Menn nú smíða vopn að vild, vígja dauða, ekki snilld. Skreytir glys og glingur grannan háls og fingur. Dauft er yfir dvergaþjóð, dagur hennar líður. Hroðvirk glottir hraðans öld, handverks dauðinn bíður. Sumir slípa samt til kvelds safír meðan birta elds dvín í dverga smiðju. Dvalins lýkur iðju. Þetta kvæði opnar útsýn til margra átta og er ekki allt þar sem það er séð. Hefur skáldið t. d. í huga hina fornu ljóðhefð þegar það talar um að slípa safírinn. Kvæðið Drengur fjallar um eilíft horfna æsku höfundarins: Ég sé stundum lítinn dapran dreng. Er dimmir hann reikar um engi sölnað og leitar að blómi, sem eitt sinn þar óx en er nú fölnað. Hann vill ekki sannleikann viðurkenna, og gráir vestar, hann gáir austar. En það er til lítils að leita að lífsins fegursta blómi, er haustar. Og stundum hinn fölleita ferðalang mér finnst sem ég þekki: Drengur, ég kalla hikandi, komdu nær. Það er eitthvað, sem minnir á æsku mína í augum þér. — Fram hann gengur. Ég lít í hans andht. Mitt líkist því ekki lengur. Eyjan græna lýsir tengslum okkar við írland og harmi yfir örlögum hinna írsku frænda vorra. Hér fylgir fyrsta og síð- asta erindið: Óku seglum eftir vindi ;| írskir munkar, norður hingað. Þráðu land hvar þögnin ríkti, I þar sem eng'inn hafði syndgað. ■ Heilir menn með helga dóma, ■ handrit, krossa, fjöðurstafi. Bæn og starfi, bók og Kristi ' byggðin vígðist, nyrst í hafi. Djúp og sönn er samúð okkar. Sorgir klakahjúpinn brjóta. J Valda hlýtur síðusárið ji sviða fleirum en það hljóta. jv Frændabyggðir ólög eyða, i orðið sumar þar að vetri. i Eyjan græna! Eyjan hvíta ann þér hlutar miklu betri. i Að síðustu nokkur orð um glettur og gráglettur. Þar víkur höfundur að ýmsu ógeðfelldu í samtíðinni. Tónninn er alltaf hófstilltur og óvíða gætir beiskju. Laun heimsins: Á fjóskofaburst minni sólskríkja sat og söng þar af öllum mætti. Sama lag, sama brag, með sömu tilburðum dag eftir dag. Það var dálítið þreytandi. (Verst að hún þóttist vera veitandi). Hún reigði sig alla, raddbrigðin jók og reif sig niður í kok; dillaði stéli, dró sig í hnút. Ég hélst ekki við', inn í hús i\ mitt gekk. En hleypti kettinum út. Þetta kvæði getur varla talist græskulaust, eða er það bara mér, sem dettur í hu'g sumir, sem fjalla um listir og bók- menntir? í kvæðunum kemur fram, að Kristján hefur ljóðmálið algjör- lega á valdi sínu. Hann notar jafnvel hina erfiðustu hætti án þess að rímið eða formið beri innihaldið ofurliði. Og það sem meira er: Hann breytir, að því er virðist áreynslulaust, eldri bragarháttum og býr til nýja. Þannig verður formið hvergi tilbreytingarlaust. Þessi bók er, auk þess að vera góður skáldskapur, verulegt framlag til þróunar og endur- nýjunar á íslensku ljóðformi, sem er svo sannarlega ekki dautt. Kristján frá Djúpalælc hefur að mínum dómi, ásamt Snorra Hjartarsyni, Þorsteini Valdemarssyni, Hannesi Péturs syni, Þorgeiri Sveinbjörnssyni og fleirum, lagt fram drjúgan skerf til þessarar endurnýjunar. Bókin er prýdd myndum eftir Bolla Gústafsson. Hún er til- einkuð konu skáldsins, Unni Friðbjarnardóttur, og er smekk lega útgefin af Bókaforlagi Odds Björnssonar. Magnús Ásnmndsson. Þörf á vafni í fundargerðum Vatnsveitu Akureyrar kemur fram, að þör£ mun á borun nýrrar holu á Vaglaeyrum á Þelamörk til að . auka neysluvatn til bæjarins. En eins og nú standa sakir, virðist lítið mega út af bera, e£ ekki á að verða vatnsskortur. Áætlaður kostnaður við borun- ina er þrjár milljónir króna. Flutningsgeta leiðslunnar til bæjarins er enn ekki íullnýtt. j

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.