Dagur - 06.12.1975, Blaðsíða 5

Dagur - 06.12.1975, Blaðsíða 5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. ÁFANGAR Sagt er, að sjálfstæðisbarátta smá- þjóðar sé ævárandi, og sýnir sagan, að svo er. Sagan sýnir einnig, að þessi barátta stærri þjóða hefur orðið mörgum erfið. Sjálfstæðisbarátta ís- lendinga var bæði löng og hörð. Margir fyrri áfangar hennar tilheyra nú sögunni, en aðrir eru flestum fullorðnum enn í fersku minni. Alþingi var endurreist 1845, versl- unarfrelsið var lögfest 1854, stjómar- skráin var okkur veitt 1874 og færði hún Alþingi löggjafarvald og fjár- veitingarvald. Heimastjórn fengum við 1904, fullveldissamninginn 1918 og síðasti áfanginn var stofnun lýð- veldis 17. júní 1944, á Þingvöllum við Öxará. En með þeim áfanga var hið stjórnarfarslega frelsi þjóðarinn- ar til lykta leitt með fullum sigri. Síðan hefur verið nær óslitið fram- faraskeið á íslandi, vaxandi velmeg- un og rnörg stórvirki unnin í þágu alþjóðar. En stjórnarfarslegt sjálfstæði er ekki nóg. Atorka við framleiðslu til lands og sjávar og nýting lands- og sjávargæða þarf einnig til að koma. Ræktun lands hefur miðað vel og við eigum vel vélvæddan landbúnað, sem veitir þjóðinni holla fæðu og dýrmætt hráefni í iðnað. En sjávar- útvegurinn skapar hins vegar mest af þeim gjaldeyri, sem landsmenn þurfa að nota til að geta lifað menn- ingar- og athafnalífi í landi sínu. Landlielgisbaráttan er og hefur verið eitt helsta sjálfstæðismál þjóð- arinnar, hefur hún staðið í áratugi og stendur enn. Við stöndum frammi fyrir þeim vanda, að vera beittir voþnuðu valdi innan íslensku fisk- veiðilögsögunnar um þessar mundir. Nú stendur yfir lokasókn íslendinga í þessari löngu baráttu. Höfuð auð- lind landsmanna er í hafinu um- hverfis landið. Þar hefur nú gengið svo mjög á fiskistofna, að framundan er hrun sjávarútvegsins, verði ekki spyrnt við fótum. Ú tfærsla landhelg- inriar var gerð á síðustu stundu og veit raunár enginn ennþá, hver þró- unin verður í stærð fiskistofna næstu árin. íslendingar samþykktu land- grunnslög 1948, færðu út landhelg- ina í 4 mílur 1952 og línan dregin fyrir minni fjarða og flóa. Árið 1958 var landhelgin færð út í 12 mílur, og í 50 sjómílur 1972. Síðasta út- færsla landhelginnar kom svo til framkvæmda í haust og voru þetta allt einhliða ráðstafanir. Með þeim var fetað- í fótspor margra annarra þjóða, en jafnframt unnið að því, að fá viðurkenningu á auknum rétti eyja og strandríkja, samanber haf- réttarráðstefnuna. Baráttan í land- helgismálinu er mesta sjálfstæðis- barátta þjóðarinnar á síðari árum. □ Fyrir 30 árum hófust millilanda ferðir Flugfélags íslands. Fyrstu ferðina fóru Jóhannes R. Snorrason, Magnús. Guð- mundsson, Jóhann Gíslason og Sigurður Ingólfsson á Katalína- flugvél, sem tók 22 farþega. Flugferðin frá Reykjavík til Largs í Skotlandi tók 6 kíukku- stundir og var ferðin farin 11. júlí 1945. Nú er flugtíminn rúm hálf önnur klukkustund með þotum Flugleiða. Farþegar í fyrstu flugferðinni voru fjórir. Þetta var upphaf millilanda- flugsins. Þessa 30 ára afmælis millilandaflugsins var í haust minnst með því, að þá buðu Flugleiðir eða „betri helming- ' ur“ þeirra blaðamönnum lands- málablaða utan höfuðborgar- innar í kynnisför til Skotlands. Hópur blaðamanna af lands- byggðinni, ásamt tveim frá sjón varpinu, taldi 27 manns. Farar- stjóri var Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiða. Ferðin hófst frá Keflavíkurflugvelli að morgni 8. október og stóð í þrjá daga. Undirritaður afþakkaði í fyrstu það góða boð að slást í Skotlandsför, en snerist hugur eftir viðræður við fararstjór- ann, hvort sem það var fremur af talhlýðni minni .eða þeim hæfileikum fararstjórans að tala um fyrir mönnum, og hafði ég mikla ánægju af ferð- inni. í upphafi slíkrar ferðar veit maður lítt um sína samferða- menn, en verður að treysta því að sameiginlegur skakstur í flugvélum. og bifreiðum, sam- eini fremur en sundri og að maður verði manns gaman þeg- ar hlé verða á hinu óvænta á erlendri grund. Hitt viási ég af gamalli reynslu, að fararstjór- inn, Sveinn Sæmundsson, blaða fulltrúi, er starfi sínu vaxinn, þaulvanur fararstjóri hópferða, þægilegur í viðmóti, kátur og fyrirhyggjusamur. Hann hefur þá kosti góðs tamningamanns, að hafa fremur laust taumhald, takmarkar því frelsi einstakl- ingsins sem minnst, en hefur þó alla þræði £ öruggum höndum. Það segja hestamenn, að þá fái gæðingarnir frjálslegan og fallegan' höfuðburð,- og ekki veit ég betur en að höfuðburðurinn væri sæmilegur í hópi ham- ingjusamra blaðamanna, er þeir tylltu fá á fósturjörðina, heim komnir í ferðalok. Jafnan hefur það þótt nokk- urt ferðalag, að fara til útlanda og fyrrum mjög í frásögur fært. Nú er þetta breytt vegna góðra og skjótra samgangna, svo skjótra, sem fyrr greinir. Og á þeim tíma er farþegum borinn bæði matur og drykkur og ekki af verri sortinni. Gamli Kata- lína-flugbáturinn frá • banda- ríska flughernum flaug aðeins í sjö þúsund feta hæð og mun hafa tekið viðeigandi dýfur í skýjunum, en okkar flugvél, þotan Gullfaxi, fór langt ofar skýjum og haggaðist ekki í heiðríkju háloftanna. Við lentum mjúklega á einni af mörgum flugbrautum' Glas- gow-flugvallar og þótt vel færi úm alla í Gullfaxa, var betra að hafa fast land undir fótum, ekki síst í dýrðarverði. Nú hófst dagskráin með dá- lítilli bílferð, síðan kaffisopa á sérkennilegu veitingahúsi og „léttum hádegisverði“. Þar var - „hænufótur og h'anastél“ og veitandi var skostur eigandi staðarins, en jafnframt mikillar viskíverksmiðju rétt hjá. Ef- laust má það til fróðleiks telj- ast að sjá viskíverksmiðju, sem framleiðif eina milljón gallon af þessum eftirsótta drykk á ári og hefur víst nokkuð. tryggan markað. En að hlusta á eina til tvær ræður um framleiðsluna á hverri hæð, er fullmikið, þótt eigandinn sé mælskur og fróður og að alltaf sé sjón sögu ríkari. Vonandi taka íslenskir blaða- menn af landsbyggðiimi ekki upp á því að notfæra sér hina nýju kunnáttu í framleiðslu á sterku brennivíni eða viskíi. Það var dálítill súrkeymur í verksmiðjunni, ekki ólíkur og af vothéyi, enda bruggað úr ávöxtum jarðar. En þakka ber alla gestrisnina þar, og veiting- ar þegnar eða sama og þegnar. Orskammt frá verksmiðjunni var hestur í girðingu, mikill og fríður stólpagripur, léttur í spori undir sjálfum sér og gljá- kembdur. Liturinn var blandað ur rauðu, hvítu og jörpu og man ég ekki hvað hestamenn kalla hesta með þessum lit, kannski litförótta. Glasgow stendur við Clyd- ána, sem er stórfljót og rennur í rparggreindan Clydfjörðinn, sem tegir arma sína langt aust- ur í landið. Hvar sjór og á mæt- ast veit ég ekki, en hins vegar sáum við á nesi einu dálítinn kastala, og var okkur sagt að á þeim stað tækju skipin hafn- sögumann á innleið. Og ör- skammt þaðan er eina kjarn- orkuverið á Skotlandi. Ekki fengum við að skoða það, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir farar- stjórans. Ekki myndi það hafa verið síður fróðlegt en viskí- verksmiðjan, en þar sem skoð- un var ekki leyfð ber ekki að harma það, og huggun má það vera að þurfa þá heldur ekki að óttast um að hafa komið of nærri geislavirkum efnum. Það er_ekki víst að þessþáttar rjúki eins fljótt úr mönnum og veit- ingarnar í hinni verksmiðjunni. Nú var ekið til Largs, sem er þéttings bæjarleið, en Largs er 10 þúsund manna ferðamanna- bær_ án verksmiðja og þar dvelja að jafnaði 30 þúsund manns á sumrin og íbúarnir hæla staðnum fyrir það, að fleiri fái þar sólsting en á Mallorka! Leiðin frá Glasgow til Largs er einkar fögur og áfangastað- urinn, þessi litli ferðamanna- bær, er viðfeldinn og friðsæll með afbrigðum. Húsin standa í ávölum, skógivöxnum hæðum, upp frá firðinum, þar sem skemmtibátarnir liggja við festar og haggast ekki í logninu. Þarna er gnægð gististaða, sem á' þessum árstíma hafa að mestu lokið annasamri þjón- ustu við það hamingjusama fólk, sem getur veitt sér hvíldar daga á þessum rólega og sumar fagra stað. Garðarnir, umhverf- is vinaleg múrsteinshúsin, standa enn í blóma, en haust- litirnir voru búnir að fara mjúkum höndum um laufskóg- ana. Líklega er landið ekki fegurra á öðrum árstíma. Ekið var í rútubíl, sem okkur flutti um skoska grund og rúmaði vel alla íslendingana og Vötn, skógi vaxnar hæðir og vinaleg múrsteinsliús laða til sín ferðamenn úr öllum áttum. Þessi mynd er frá Loch Loniond. hina ágætu forráðamenn Flug- leiða í þessu landi, svo sem Stuart nokkurn ágætan og nú alla leið niður að sjó í Largs. Þar var stutt’ og skemmtileg athöfn er fólst í því, að farar- stjórinn afhenti bæjarstjóra staðarins gestabók með útskorn um og táknrænum spjöldum til minningar um komu Katalína- flugvélarinnar, sem lenti við þessa strönd fyrir 30 árum. Um kvöldið sátum við kvöld- verðarboð bæjarstjórnar og var þar etið og drukkið af hjartans lyst, ræður fluttar, skipst á gjöfum o. þ. h. En meðan borðhaldið stóð sem hæst, birtist hávaxinn skoti í hinum skrautlegasta þjóð- búningi, sem allir kasnast við. Hann gekk hægt og tígulega í veislusalinn og lék á volduga sekkjapípu sína. Á hæla honum gekk matreiðslumaður, í bún- ingi sinnar stéttar og holdugur eins og slíkum ber. Hann bar fat mikið í höndum og á því var heitur lifrarpylsukeppur og mikil sveðja. Eftir einn hring í salnum staðnæmdust komu- menn við borð skota eins, sem móttók fatið og setti á borðið hjá sér. Reis hann síðan úr sæti, flutti kvæði en greip sveðjuna þar sem við átti og hjó lifrarpylsukeppinn í tvennt. Síðar kom svo skemmtikraftar, karl og kona, sem léku og sungu við fögnuð áheyrenda. .......''JfTT \ ■9-’*' Norðlendinganúr lögðu upp frá Akureyri í Skotíandsferðina og á flugvellinum kófst fcrðalagið. Gist var á Castle hóteli og var herbergisfélagi minn Run- ólfur nokkur Elentínusson úr Keflavík, ritstjóri Suðurnesja- tíðinda, maður hláturmildur. Ekki kann ég frá tíðindum að segja að hinu langa borðhaldi loknu, því þá þótti mér dagur- inn þegar orðinn góður og hæfi lega langur. Hins vegar fór ég að rifja upp fyrir mér eitt og annað, sem ég hafði lesið um Skotland og um stutta för þangað nokkrum árum áður. Varð sá árangur þó fremur lítill. Skotland, föðurland Roberts Bruce og Roberts Burns, heim- kynni lifrarpylsu, skotapilsa, sekkjapípna, hafragrauts, holda nauta og dýrra veiga, er strjál- býlt land, á mælikvarða Evrópu. íbúar eru á sjöttu milljón á 78.765 ferkílómetr- um lands. Á Skotlandi skipt- ast á fjöll, heiðalönd, þröngir dalir, vötn, grösugt sléttlendi og úti fyrir ströndunum er fjöldi eyja. Landið er stjórnarfarslega sjálfstætt, með eigin þjóð- kirkju, skólakerfi og lagasetn- ingu, en yfirstjóx;nin situr þó í London, undii- forystu skot- landsi-áðherra. Nú eru kröfur um fullan aðskilnað orðnar háværar. Við höfum þegar kynnst viskíframleiðslunni, séð lifrai- pýlsu og héyrt í sekkjapípu, en hafragraut fengum við engan í fei’ðinni. Séð höfðum við einnig hina holdmiklu nautgripi, þar sem svartskjöldótt var í mciri- hlutanum, einnig sáum við svarthöfðafé. Tímanlega næsta dag risu menn úr rekkjum, sumir lítið eitt rauðeygðir af ókunnu lofts- lagi, aðrir fölir af því að hafa ekki sofið í sínu eigin rúmi, en flestir morgunsprækir eins og hanar og létu ekki dragast úr hömlu að taka til matar síns. Mér er nær -að álíta, að matar- gerðarlist skota sé ekki á háu stigi. Mér er það til dæmis óskiljanlegt hvernig þeir geta farið svo með kartöflurnar, að þær eru nær óætar, og ekki er kaffið gott, en blanda af kaffi og soðinni mjólk er góður di-ykkur og virðist mjög algeng- ur. Undir borðum voru sögur sagðar af atburðum þeim, kvöld inu áður, sem síðla höfðu gerst. Mátti af þeim ráða, áð félagar mínir hefðu staðið sig vel að vanda, með þeirri undantekn- ingu einni, að þéttvaxin. söng- mær hafði snúið einn þeirra niður í skoskum dansi og þó ekki verr en það, að hann stóð upp aftur. Framundan var fei’ðadagur í mildu veðri og röku. Farar- skjóti okkax-, ágæti langferða- bíllinn, ásamt öruggum og kurteisum ökumanni, stóð ferð búinn í hlaði og brátt hófst ferðin, allt til Loch Lomonds- vatnsins dásamlega. Unaðsleg ferð um skógi vaxnar hæðir, meðfram fjörðum og fljótum, gegnum sveitir, þar sem holda- nautahjarðimar og svarthöfða- féð voru á beit á ræktuðu landi, gegnum bæi og þorp, eftir steyptum og góðum vegum, án mikillar umferðar. Þegar við ókum meðfram Loch Lomondvatni, vakti sil- ungurinn og var ekki laust við að það vekti hjá manni áhuga. Það eru nú hvorki meii;a né minna en þrettán tegundir fiska í þessu stóra vatni. Víðast liggur vegurinn mjög nærri vatninu. Á aðra hönd er skógar hlíðin, vatnið á hina og handan þess einrúg mikill skógur. Á eyju einni í vatninu hafa nektarunnendur bækistöð. Þangað var horft, ef ekki glápt, en ekkert sást þar af klæðlausu fólki, í-aunar engin sála. Ég held að flestir eða allir hafi verið sammála um það, að á þessum slóðum myndi unaðs- legt að eyða sumarfríi, jafnvél ævidögum, sögðu sumii-. íslenskir blaðamenn eru öðr- um löndum sínir líkir í þvr efpi að verða þorstlátir á erlendi-i grund. Þegar þeir sjá bjórkrá, svolgra þeir eins og eyðimerkur farar við uppsprettulind, nema templai;arnir. Þó má geta þess, að blaðamennirnir frá Akur- eyri sinntu lítt drykkjunni og stóðu sig eins og hetjur. En sjálfskipaður talsmaður templ- aoa og jafnframt skáld ferðar- innar var Halldór Kristjánsson frá- Kirkjubóli. Hann flutti fararstjóra drápu. Hér má kannski skjóta því inn, að skotar eru ákafir knatt- spyrnuunnendur eins og aðrir bretar. í Glasgow er knatt- spyrnukappinn Jóhannes Eð- valdsson mjög þekktur vegna íþróttar sinnar. Margir landar hittu hann og lét hann vel af högum sínum hjá Celtic. Skotar hafa jafnan verið miklir skipasmiðir. í Glasgow voru smíðuð skipin Queen Mary og Queen Elisabet, stærstu farþegaskip í heimi. Þessum skipum var fleytt til sjávar niður Clydána. Énn eru þar smíðuð skip og sum engin smásmíð. Við skoðuðum skipa- smíðastöð þar, og hefur hún níu þúsund starfsmenn og hafði tveim dögum áður sjósett 76 þús. tonna olíuskip. Lá það við festar og risti grunnt. En margfalt stærri skip er þar unnt að smíða. Vélar og tæki eru stórkostleg, hávaðinn víða ærandi, en ekki sáust menn með heyrnarhlífar. Einhver í - hópnum skellti í góm þegar skoða átti skipasmíðastöð þessa og sagðist nú hafa komið í Slipp stöðina á Akureyri! Um fljót og firði ganga far- þega- .og flutningaskip, enn- fremur ferjur til og frá. Við fengum svolitla sjóferð með bílferju sinni, sem Júpíter heitir. Fór vel um menn og bíla. Blaðamannahópurinn dvaldi eitt kvöld í hinni gömlu Glas- gowborg. Fararstjórinn bjó menn undir kvöldið með eftir- farandi sögu: íslendingur einn, sem gisti borgina, fjáður vel og vín- hneigður, hugðist veita sér •ánægju kvöld eit-t. Hóf hann svo drykkjuna, lék mikið yfir sér að hætti margra landa, var -i-óspar á fé o. s! frv. Morguninn eftir fannst hann pð húsabaki inríl á milli tómra öltunna og var fluttur í sjúkrahús. Var hann illa skorinn í andliti, tanii færri en áður, kjálkabrotinn, Sveinn Sæmundsson, fararstjóri. blár og marinn og peningalaus. Saga þessi varð mjög til varnaðar þetta kvöld í stórborg inni, enda varð þar ekkert óhapp í hópi blaðamanna. Skrifstofur Flugleiða í Glas- gow eru á „vernduðu“ svæði og er því lítil hætta á húsnæðis- hraki. Þegar leið að ferðalok- um, heimsóttum við þann stað og þangað kom varaborgarstjóri Glasgowborgar, með gullsnúr- una, embættistákn sitt, og af- henti liann Flugleiðum skjaldar merki brogarinnar, en Sveinn fararstjóri afhenti honum aftur á móti mikinn og táknrænan minnispening með mynd Kata- línuflugbátsins. Við gistum á Ingram hóteli í Glasgow næstu nótt, fórum skoðunarferð um morgunjnn, versluðuin um stund en héld- um síðdegis heim á leið og þeg- ar við komum í Keflavíkurþok- una og lentum á flugvellinum, var ferð lokið, of stuttri að vísu, en bæði skemmtilegri og fræð- andi. Mér er það nú efst í liuga, að margir myndu njóta þess ríkulega, að eyða sumarleyfi sínu í hinu undur fagra Skot- landi, ef þeir á annað borð hleypa heimdraganum. í ferðamannahópnum voru eftirtalin, auk undirritaðs:. Sig- rún Stefánsdóttir, Hjörleifur Hallgríms og Ottar Einarsson frá Akureyri. Frá Siglufirði voru: Jóhann Möller, ÞormóðUr Runólfsson, Bogi Sigurbjörns- son og Hinrik Aðalsteinsson. Frá Vestfjörðum: Halldór Kristjánsson, Guðjón Friðriks- son, Olafur Þórðarson, Magnús Guðmundsson og Gestur Hall- dórsson. Frá Keflavík: Runólf- ur Elentínusson. Frá Vest- mannaeyjum voru: Jón Stefáns son, Jóhann Björnsson, Stein- grímur Arnar og Þorkell Sigur- jónsson. Frá Suðurlandi: Gísli Sigurðsson og Valdimar Braga- son. Og frá Austuilöndi: Jón Kristjánsson og Ágúst Jónsson. Frá sjónvarpinu voru: Marí- anna Friðjónsdóttir og Harald- ur Aðalsteinsson. Heiðursgestir í ferðinni voru: Jón Jóhannesson og Sigurður Ingólfsson, en þeir voru meðal þeirra, er þátt tóku í fyrstu millilandaferð Katalínubátsins, annar farþegi en hinn yéla- maður. í stuttri Skotlandsferð væri e. t. v. ástæða til að bregða sér nokkrar aldir aft-ur í tímann og minna á sögulegar heimildir um samskipti þjóðanna, allt frá þeim tíma er skoskir menn hófu landnám á íslandi, ásamt öðrum þjóðum. En það er nú önnur saga, eins og þar stendur. Og það er ofar í huga að líta á þróun flugmála, frá þvf Flug- félag íslands fór sitt fyrsta utan landsflug fyrir 30' árum og' til dagsins í dag, þegar álíka ferðir er orðinn daglgeur þáttur í rekstri flugfélaganná tveggja, sem kenndur er við flug. Til marks um breytinguna á þess- um árum íslenska míllilanda- flugsins má néfna, að á- fyrstu sex mánuðum þessa árs fluttu þotur Flugfélags fslands' ög Loftleiða um 160 þúsund far- þega milli landa. Og á tíma- bilinu frá 1. janúar þessa árs til júníloka flutti Flugfélag ís- lands 93 þúsund farþega innan- lands. E. D. GJAFIR TIL ELIJHEIMILIS AKUREYRAR i Nýlega hafa E.H.A. ' borist nokkrar góðar gjafir. Frá N. N. kr. 100.000,00. Frá N. N. kr. 20.000,00. Frá= N. N. kr. 50.000,00. Þá héldu nokkur börn hluta- veltu í okt. sl. og varð ágóði kr. 6.340,00, en ágóðann afhentu þau E.H.A. Börnin eru: Stefán Brynjarsson, Kringlumýri 16, Guðrún Hlín Brynjarsdóttir, Kringlumýri 16, Ásdís Stefáns- dóttir, Löngumýri 16, -Gréta Baldursdóttir, Löngumýri 25 og Heiðar Geir Konráðsson, Kringlumýri 27. Þá færði Elín Tryggvaclóttir frá Arndísarstöðum, Bárðardal, Elliheimili Akureyrar að gjöf 125 bindi bóka. r \ Allar þessar gjafir þþkkar stjórn E.H.A. af alhug. 1 Q FRA BRIDGEFELAGI AKUREYRAR -t I Fjórða umferð í sveitakeppni Bridgefélagsins var spi-lpð sl. þriðjudagskvöld. Úrslit urðu þéssi: ' ‘ Stig 20—0 10—10 13—7 11—9 18—2 18—2 17—3 Alfreð — Páll Sigurður — Örn Júlíus — Arnald Sveinbjörn — Birgir Víkingur — Gunnar Ævar — Jóhannes Stefán — Friðrik Einhvers staðar í fcrðinni var þessi ljósmynd tekin, en allmarga vantar á myndina. Röð sveitanna eftir 4 'um- ferðir og stig er þessi: Stig 1. Sv. Alfreðs Pálssonar 78 2. — Arnalds Reykdal 63 3. — Ævars Karlessonar 54 4. — Víkings Guðm.sonár 53 5. — Gunnars Berg 41 6. — Birgis Steind.s. MA 41 7. — Sveinbj. Sigurðss. : 37 8. — Júlíusar Thorarensén 36 9. — Stefáns Vilhjálmss; 36 10. — Páls Pálssonar 35 11. — Arnar Einarssonar 34 12. — Jóh. Sigurjónss. MA 22 13. — Friðriks Steingr.s. 16 14. — Sigurðar Vigfúss. 14 Fimmta umferð verður spiluð n. k. þriðjudagskvöld að Hótel KEA kl. 8. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.