Dagur - 06.12.1975, Blaðsíða 7

Dagur - 06.12.1975, Blaðsíða 7
7 Ör búreikningunum 1974 W.V.V.V.V.V.V'.V.V.V.V.V.V.V.V.VAV.V.V.VV.V.V.V.V.V iV.V.V.V.V.V.V.V.VV KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK skrifar 11 um bækur .o Á árinu 1974 færðu 166 bændur búreikninga í samvinnu við Búreikningastofnun landbúnað- arins, þar af voru 128 búreikn- ingar teknir til endanlegs upp- gjörs. Kúabú voru 42, sauðfjár- bú 38, en blandaðan búskap höfðu 48 bændur. Meðalstærð búreikningabúanna reyndist vera 529 ærgildi, eða 129 ær- gildum stærra bú, en verðlags- grundvallarbúið. Meðal fjöl- skyldulaun af landbúnaði og vextir af eigin fé reyndust vera 1.010 þús. kr. Á síðastliðnu ári voru sauð- fjárbúin með lítið eitt hærri fjölskyldutekjur en kúabúin, minnstar tekjur gáfu blönduðu búin. Framleiðslutekjur voru að meðaltali 2.548.265 kr., launa greiðslugeta á vinnustund reyndist vera 205 kr. Að meðaltali keyptu bænd- urnir tilbúinn áburð fyrir 254 þús. kr. og kjarnfóður fyrir 387 þús. kr. Fundur með fulltrúum bygg- ingameistari og verkalýðs- félaga, er aðild eiga að bygg- ingaiðnaðinum á Akureyri, haldinn 3. desember 1975, leyfir sér að vekja athygli bæjar- stjórnar Akureyrar og atvinnu- málanefndar bæjarins á þeim mikla samdrætti í bygginga- framkvæmdum, sem þegar er orðinn, og ekki síður þeim alvar legu horfum, sem framundan eru í þessari starfsgrein. Þegar er tekið að brydda á atvinnuleysi og ljóst, að víð- tækar uppsagnir starfsfólks eru á næstu grösum, nema þegar í stað verði gripið til nauðsyn- legra ráðstafana til að tryggja það, að byggingaframkvæmdir geti haldið áfram með eðlileg- um framkvæmdahraða. Fundurinn væntir þess sér- staklega, að bæjarstjórn og at- vinnumálanefnd beiti áhrifum sínum til hins ýtrasta í þessum efnum og tryggi það, að opin- berum framkvæmdum verði haldið áfram og hlynnt verði að framkvæmdum einstaklinga og félaga. Þá vekur fundurinn athygli þingmanna, ríkisstjórnar og Húsnæðismálastofnunar ríkis- ins á því, að of sein og lítil fyrir greiðsla Húsnæðismálastofnun- arinnar í sambandi við íbúða- byggingar er stærsti þátturinn Minnisvarði Inga T. Lárussonar Nefnd sú, er vinnur á vegum austfirsku átthagafélaganna að því, að Inga T. Lárussyni tón- skáldi, verði reistur minnis- varði,' svokölluð Inga T. Lár- nefnd; hefur opnað gíróreikning nr. 19760, sem þeir geta greitt inn á, sem styðja vilja þessa fyrirætlun. Reikningsnúmerið 19760 er ártal næsta árs að viðbættu einu núlli, en á því ári er ætlað að varðinn i'ísi í fæðingarbæ tónskáldsins, Seyðisfirði. Ingi lést árið 1946 svo að á næsta ári eru liðin 30 ár frá andláti hins ástsæla listamanns. Með fyrirfram þökk. F. h. Inga T. Lár- nefndarinnar, Þórarinn Þórarinsson, formaður. Veltan jókst um 52% miðað við árið áður, en framleiðslu- kostnaður hækkaði um 48%. Meðalnyt kúnna var 3.144 ltr., og framleiðslutekjur á árskú voru rúmar 112 þús. kr., en breytilegur kostnaður 51 þús. kr. og framlegð því 60 þús. kr. Mjög mikill munur var á tekjum, mjólkurframleiðendur, 12 bændur höfðu yfir 80 þús. kr. framlegð á árskú, en 5 minna en 40 þús. kr. Meðalfallþungi dilka var 14,47 kg, kjötþungi eftir kind var 17,32 kg, kjarnfóður var gefið að meðaltali 15,9 kg á kind og að auki 3,3 kg af gras- kögglum. Meðalframlegð á kind var 3.892 kg. eða 1.309 kr. meiri en árið áður. Heildar framleiðslutekjur á kind voru 5.357 k’r. í þessu vandamáli og stöðvun íbúðabygginga og um leið stór- fellt atvinnuleysi blasir við, ef ekki verða hið bráðasta af- greidd lögbundin lán Húsnæðis málastofnunarinnar og enn- fremur leyst lánamál bygginga- kerfisins varðandi leiguíbúðir og verkamannabústaði. F. h. Meistarafélags bygginga- manna á Norðurlandi Ingólfur Jónsson. F. h. Trésmiðafélags Akureyrar Torfi Sigtryggsson. F. h. Múrarafélags Akureyrár Sigursveinn Jóhannesson. F. h. Verkalýðsfél. Einingar Þorsteinn Jónatansson. Nýlega hefur verið stofnað á Akureyri félag áhugamanna um Esperanto. Eru stofnfélagar urn 20 talsins, og ríkir mikill áhugi fyrir útbreiðslu málsins. Meðlimir í félaginu geta allir orðið sem hafa áhuga á út- breiðslu Esperanto og er ekki skilyrði að þeir hafi lært málið. Formaður félagsins er Ólafur Jónas Rafnar: Bæjarlýsingar og teikningar úr Eyjafirði fram Útgefandi Sögufélag Eyfirðinga (Eyfirsk fræði III.). Sérkennileg bók. Einstæð bók. Hér geta menn séð hvernig húsakynni forfeðranna voru fram um síðustu aídamót. Þó aðeins sé um teikningar af grunnum bæjanna að ræða, er nákvæm lýsing af þeim með flestum myndunum. Og þó þess ar bæjalýsingar séu allar mið- aðar við Eyjafjörð sunnan Akur eyrar, þá var húsagerð þannig um allt land. Trúlega var þó víða verr byggt, a. m. k. hér stóðu byggingar lengur og bet- ur en í votviðrasamari héruð- um. En hvernig er þessi ein- staka bók til komin? Þegar Jónas heitinn Rafnar var yfirlæknir í Kristnesi .... Notum hans eigin orð úr eftir- mála bókarinnar: „Á sólbjörtum sumardegi árið 1937 var mér gengið frá Krist- neshæli út og upp að Hjálm- stöðum, sem áður var næsti bær við Reykhús, en hafði ver- ið í eyði um alllangt skeið. Öll þök bæjarhúsanna voru þá rifin eða fallin inn, en eftir stóðu opnar tóttir, signir og skældir veggir, næsta ömurlegir á að líta, og biðu þess eins að verða jafnaðir við jörðu.------Þá ílaug mér í hug, að fróðlegt yrði komandi kynslóðum að vita nákvæmlega, við hvaða híbýlakost forfeður þeirra Halldórsson, ritari Guðbrandur Sigleifsson og gjaldkeri Harald- ur Bogason. Á næsta sumri verður haldið alþjóðaþing Esþerantista í Reykjavík og gefst mönnum þar tækifæri til að hitta og ræða við fólk frá hinum fjar- lægustu þjóðlöndum. (Fréttatilkynning) hefðu búið á ofanverðri 19. öld og allt þar til er sementssteyp- an útrýmdi torfinu og grjótinu. Ég mældi því og teiknaði upp bæjarrústirnar á Hjálmstöðum og skömmu síðar á Grísará, sem þá var einnig komin í eyði.“ Þannig lýsir þessi valinkunni, önnum kafni læknir tildrögum þessa mikla verks, sem hér liggur fyrir. Hann var sonur þess manns, sem skráði hið mikla fræðasafn íslenska þjóð- hætti. Sjálfur var Jónas yngri mikiil fræðaþulur, sagnasafnari og í viðbót ágætur teiknari. Áhuginn, sem vaknaði á rústum Hjálmstaða sólskinsdaginn góða 1937, dó ekki. Jónas teiknaði alla bæi í þrem hreppum inn- fjarðarins, um 140, og það tók hann 22 ár. Þó segist hann hafa fengið ómetanlega hjálp margra kunnugra manna, sem mundu hrunin hús óg hvar hver tóft hefði verið. Einnig studdist hann við úttektarbækur hrepp- anna svo langt sem þær náðu. Hér er um mikið menningar- afrek að ræða, sem mun því meir metið, sem lengra líður. Auk grunnmynda af bæjum bjargast hér mikill fjöldi nafna á hinum einstöku hlutum hús- anna og innviðum. Mikill er munurinn á híbýl- um manna þá og nú. Sjáið minnstu bæjargrunnana: Bað- stofa, búr og fjós. En höfuðbólin með milli 20 og 30 hús og kofa í einni hvirfingu. Sjá t. d. Munkaþverá um 1900. Sögufélagsstjórninni þótti ein sýnt að ráðast í að gefa út þetta sérstæða verk, er því stóð það góðfúslega til boða. En á því voru margvíslegir örðugleikar, m. a. tæknilegir og auðvitað fjárhagslegir eins og vant er þegar menning á í hlut. Og svo var að fá mann til að sjá um útgáfuna. Þetta síðasta leystist vel. Valdimar Gunnarsson menntaskólakennari frá Bringu í Eyjafirði tók verkið að sér og leysti það af hendi með sóma. Og það má koma hér fram, að allir, sem komið hafa nærri út- gáfunni hafa gert sitt allra besta. Jóhannes Óli Sæmunds- son framkvæmdastjóri Sögu- félagsins, á ógreiðanlega þökk skilið fyrir sinn hlut svo og allir starfsmenn og ráðamenn Prent- verks Björns Jónssonar, sem sáu um frágang bókarinnar all- an. Séra Bolli Gústafsson teikn- aði forsíðuna, andlit höfundar með gamlan bæ að baki, hann á einnig teikningu á bakhlið, þ. e. gamla klukknaportið á Möðruvöllum fram. Verk þetta liggur nú frammi, með formála Valdimars og eftir mála Jónasar Rafnars og orða- skýringum. Þetta verk á erindi við þrjá hópa manna: a. Þá, sem huga að fortíðarminnum í rann- sóknarskyni, b. þá sem fræðum unna og c. þá, sem búa á bæj- unum, sem teikningarnar eru frá. Og svo er að fylla gömlu tóttirnar sögu. Mikilsvert er að geta séð í anda ytra umhverfi mannlífsins á liðinni tíð. Meira að skyggnast inn í hug þeirra. En „hver einn bær á sína sögu,“ og hana stóra. Stjórn Sögufélags Eyfirðinga má vera stolt af útgáfu þessari, hvernig sem viðtökurnar verða. Bókin er 167 bls. og mjög vel unnin. □ I vikr;: ■■■•.: ... i Vatnajökull Texti dr. Sigurður Þórarinsson. Myndir Gunnar Hannesson. Útgefandi Iceland Revievv Books. Bók þessi, sem ég hef nú handa á milli er á ensku, en hún kem- ur einnig á íslensku. Forlagið hefur gefið út áður hinar fögru myndabækur: ísland, Eldgosið í Vestmannaeyjum, Reykjavík, Myndir af listaverkum Ásmund ar Sveinssonar og svo bókina um Akureyri. Þýðandi textanna er Hallberg Hallmundsson, sem er íslendingur búsettur í Ameríku og kona hans May, sem er þarlend. Hlutur þeirra í bókum þessum er mikill og góður. Nú myndi margur halda að Vatnajökull væri ekki mikill myndheimur. En þar skjátlað- ist þeim. Þetta er undraveröld. Byggðin er við jaðar jökulsins að sunnan, gróðurinn skríðm' eins hátt og fótfestu er að fá. Þarna eru naktar klappir, heit- ar gufur, hveraaugu, lón jökul- sprungur og svo hinn margvís- legi ferill manna og farartækja um snæbreiðurnar, og litbrigð- in eru óendanleg. Það er nóg að sjá þessar bæk- ur til að sannfærast um að ljós- myndun er list. Og Gunnar Hannesson er sannur lista- maður, vel búinn tækjum og fundvís á fyrirmyndir. Um texta dr. Sigurðar þarf ekki að fjölyrða, hér fer saman fullkomin þekking og afburða frásagnargáfa. Hér er því sönn konungsgersemi, bók, sem lengi má við una. Kannski myndi ein hver segja að þetta sé köld fegurð. — En hún er björt. Gísli B. Björnsson bjó bók- inni stakkinn og er hans hlutur góður. O Ný sending al hveifi! Robln URVALS HVEITI 10 lb. poki kr. 643 5 lb. poki kr. 324 10% lægra í kjörmarkaði MATVÖRUBÚÐIR K.E.A. EFNI TIL ÖLGERÐAR DUFT SEM BLANDAST í 10 LÍTRA AF VATNI Leiðarvísir með hverju boxi OG ÞIÐ FÁÍÐ LJÚFFENGT JÓLAÖL KJÖRBOÐIR k. e. a. Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins. íí Dyggsnga ;vaemdnm á FÉLAG ÁHUGAIANNA UM FSPERANTO

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.