Dagur - 06.12.1975, Blaðsíða 2

Dagur - 06.12.1975, Blaðsíða 2
2 Óratoría 74. Saga úr sjúkrahúsi Komin er út hjá Almenna bóka félaginu ný bók eftir Guðmund Daníelsson rithöfund, er heitir ÓRATÓRÍA 74 — Saga úr sjúkrahúsi. Það er að verða augljóst öll- um, sem vel fylgjast með skáld sagnagerð á íslandi, að Guð- mundur Daníelsson er upphafs- maður nýrrar bókmenntagrein- ar eða skáldskaparforms, sem kannski msétti nefna „hina af- hjúpuðu skáldsögu“, og eru Landshornamenn — sönn saga í h-dúr (1967) fyrsta bók hans af þeirri gerð. Spítalasaga — utanflokka í bókmenntunum (1971) er af sömu ætt, og síðast en ekki síst er svo þessi nýja bók: Óratóría 74 — Saga úr sjúkrahúsi: í öllum þessum bókum beitir Guðmundur tækni og aðferð- um skáldsagnahöfundarins, en víkur af alfaraleið (móderníser- ar) með einstaklega hlífðar- lausri bersögli um sitt eigið til- finningalíf, líkt og hann sé að sálgreina og brjóta til mergjar annan einstakling eða með öðr- um orðum hugsmíð sína úr heimi skáldskaparins. Óratóría 74 fjallar um það sem raunverulega hefur gerst, ýmist umhverfis höfundinn eða innra með honum, mannlíf, sem víða liggur á mörkum vits og óvits, lífs og dauða. En hvernig sem allt veltist og hvernig sem horfir, bregst skopskynið höf- undinum aldrei, og síst þegar hann fjallar um sjálfan sig. Halldór Pétursson teiknaði myndirnar. Bókin kostar 2.640 krónur. □ Land og lýðveldi Þriðja bindi. Land og lýðveldi er þriðja bindi ritgerðasafns Bjarna heitins Benediktssonar, forsætisráð- herra. Hörður Einarsson, sem séð hefur um útgáfu þessa bindis eins og hinna tveggjá, segir í formálsorðum, að ritið sé úrval úr ræðum og ritgerð- um Bjarna Benediktssonar, „sem hann flutti og saihdi eftir að fyrri tvö bindi Lands og lýð- veldis komu út .... Má því segja, að í ritinu gefi að líta nokkurt yfirlit um grundvallar- skoðanir þess manns, sem ótví- rætt hafði manna mest áhrif í íslensku þjóðlífi á sjöunda ára- tug þessarar aldar.“ Alls ei'u í bindinu 17 ræður og ritgerðir, og er lengsta rit- gerðin um Ólaf Thors, 70 bls., skrifuð að honum látnum. Af öðru efni skal þetta nefnt: Landið og tungan (1965), Frelsi, sjálfstæði og friður koma ekki af sjálfu sér (1967), Um stjórn- mál og þekkingarleit (1968), Lýðveldið 25 ára (1969), Ríkis- forsjá og frjálsræðisstefna (1965), Verðbólgan og vandi íslenskra atvinnuvega (1966), Þættir úr fjörutíu ára stjórn- málasögu (1970). Nafnaskrá f ylgir ritgerða- safninu. Bókin er 214 bls. að stærð. Q Segið nú amen, séra Pétur Guðmundur G. Hagalín hefur sent frá sér nýja skáldsögu, hina fyrstu síðan 1967. Þessa nýju sögu nefnir hann Segðu nú amen, scra Pétur, og er aðal persónan glæsileg, viljasterk og fégráðug kona, sem brýst fram á eigin í'ammleik og býður sið- rænum venjum og almennings- áliti byrginn. Á kápu bókar- innar segir svo: í þessari nýstárlegu og áhrifa ríku skáldsögu lýsir Guðmund- ur Gíslason Hagalín af alkunnri snilld sinni hvernig mannleg náttúra, fjárhyggja og kynhvöt skapa mönnum örlög. Aðal- persóna sögunnar, hin glæsilega og geðríka Herborg Bjarna- dóttir skeytir lítt um siðræna hefð og illt umtal samborgar- anna og misjafnt álit þeirra á líferni hennar og framkomu. Þessi nýja skáldsaga Haga- líns er 203 bls. að stærð. Q Hindenburg-slysið Zeppelin loftförin vöktu geysi- lega athygli hVar sem þau komu komu, meðal annars liér á íslandi. Þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi notaði hann þau til að sýna glæsileik og tækniþekkingu nasismans. Hindenburg loftfarið var stolt Ilitlers, það var stærra en nokkurt herskip og bauð upp á öll hugsanleg þægindi. Heims frægt fólk sóttist eftir að ferð- ast með loftfarinu og blöðin kepptust um að skrifa um ferð- ir þess og Hindenburg varð tákn um mátt og megin nasis- mans — þar til sprengingin mikla varð, hinn 6. maí 1937, við Lakehurst í Bandaríkjunum og Hindenburg brann til ösku og 36 manns fórust í augsýn hjálparvana áhorfenda. Höfundur byrjar bók sína á því að rekja sögu Zeppelin- loftskipanna, hverfur svo að Hindenburg-farinu, lýsir ná- kvæmlega seinustu ferðinni og ýmsum af því fólki sem tók þátt í henni, bæði af óhöfn og úr hópi farþega. Síðan er gerð grein fyrir eftirleiknum og rak- in saga níkkurra þeirra sem af komust úr slysinu. Sagan er rituð að undangeng- inni víðtækri heimildakönnun, en höfundurinn, Michael Mac- Donald Mooney, er kunnur bandarískur blaðamaður og hefur m. a. lengi verið ritstjóri Saturday Evning Post. Hindenburg-slysið er 170 bls. að stærð. Q Menn og múrar Menn og múrar er sjálfsævi- saga þýskrar stúlku sem bjarg- aði lífi á annað þúsund norskra og danskra pólitískra fanga sem Gestapó hafði klófest í síðari heimsstyrjöldinni og lifðu við hungur og pyndingar víðsvfegar um Þýskaland. Fyrir þetta ávann hún sér heitir Engill fanganna. Almenna bókafélagið gefur bókina Menn og múrar út, Tómas Guðmundssön ís- lenskaði. Bókin bregður upp ljóslifandi myndum af daglegu lífi alménn ings í Þýskalandi frá þeim tíma, þegar veldi Hitlers var að hrynja í rústir og flugflotar bandamanna helltu sprengjum 5'fir boi'girnar nótt eftir nótt. Hér kj'nnumst við einnig hinu „dulda Þýskalandi“, fólkinu sem hafði fullan skilning á því sem var að gerast, en hafði ekki möguleika á því að láta að sér kveða. Hiltgunt Zassenhaus, höfund ur bókarinnar, er nú sjúkra- húslæknir í Baltimore í Banda- ríkjunum. Þýðandinn, Tómas Guð- mundsson skáld, segir í lok for- mála síns fyrir bókinni: „. . . . á vorum tímum, þegar mörgum er það þungbært áhyggjuefni, hversu lítið og sjaldan örlar í bókum, blöðum og öðrum fjöl- miðlum á þeim hugsjónum mannúðar og mildi, sem einar geta gert vora gömlu jörð að varanlegum samastað hamingju og friðar, er það mikil gæfa að hitta fyrir sér fólk eins og höf- und þessarar bókar." Q Suðrið Suðrið eftir Borges í þýðingu Guðbergs Bergssonar heitir ný bók sem komin er út hjá Al- menna bókafélaginu. Argentíska skáldið Jorge Luis Borges er fæddur í Buenos Aires 1899, en á árunum um og eftir fyrri heimsstyrjöldina dvaldist hann á Spáni og í Sviss landi, þar sem hann lagði m. a. stund á nám, en hann er sér- fræðingur í málvísindum, eink- um engilsaxneskri tungu. Jafn- framt kynnti hann sér ger- mönsk mál, og þá ekki síst forn íslenskar bókmenntir, sem hann ann af alhug. Hann hefur sagt að hann hafi lært mikið af knöppum stíl fornrar íslenskrar sagnritunar. Allir, sem handgengnir eru fögrum bókmenntum, kunna einhver skil á ritverkum Jorge Luis Borges. Þau eru sérstæð og persónuleg, taka mið af um- hverfi höfundar,, en eru þó ekki síður alþjóðleg í þeim skilningi, að þau eiga erindi við fólk, hvar í heiminum sem er. Suðrið er fyrsta ritsafn Borges, sem út kemur hér á landi, og er að því mikill feng- ur, ekki síst vegna þess, að sög- urnar eru þýddar beint úr spænsku. Guðbergur Bergsson hefur valið sögurnar og þýtt þær og hefur lagt mikla alúð við verk sitt. Það er hnýsilegt að kynnast því, hvernig þessir tveir gjörólíku höfundar knýja saman dyra hjá íslenskum les- endum. Q Stjörnuskipið Ný skáldsaga eftir Kristmann Guðmundsson er komin út hjá Almenna bókabélaginu. Nefnist hún Stjörnuskipið — geimferða saga og telst til þeirrar tegund- ar bókmennta, sem nefnd heíur verið vísindaskáldskapur. Kristmann Guðmundsson hef ur einn íslenskra höfunda feng- ist við ritun vísindaskáldsagna og er Stjörnuskipið þriðja skáld saga hans í þessari bókmennta- grein. Segir hún frá íslenskum stjörnufræðingi sem tekur þátt í vísindalegum rannsóknar- leiðangri og fer víðsvegar um himingeiminn. Eru leiðangurs- menn frá ýmsum stjörnum og margvíslegir að gerð og útliti. Þeir rannsaka einkum lífið á stjörnunum og komast að hin- um ótrúlegustu sannindum, og gæðir þessi fui'ðuveröld frá- sögnina mikilli spennu. Stjörnuskipið er 155 bls. að stærð. Q Njósnari nasista í þjónustu breta Nýlega er komin út hjá Al- menna bókafélaginu einhver þekktasta alvörunjósnasagan frá síðari heimsstyrjöldinni. Bókin nefnist Njósnari nasista í þjónustu breta og er sjálfs- ævisaga hins kunna njósna- foringja Dusko Popovs. Bókin lýsir einstæðum njósna ferli Popovs í síðari heims- styrjöldinni í spennandi frá- sögn. í orði kveðnu vann hann fyrir þjóðverja — sem kölluðu hann Ivan, og töldu hann fær- asta njósnara sinn —■ en í reynd njósnaði hann fyrir breta, sem nefndu hann Þríhjólið og not- færðu sér snilli hans á þaul- hugsaðan og mjög árangurs- ríkan hátt. Hann átti ríkan þátt í að blekkja þjóðverja fyrir inji- rásina í Normandy, enda sagði breski hershöfðinginn Petrie að Popos hefði einn síns liðs látið sjö til fimmtán herfylki þjóð- verja bíða óvirk og aðgerðar- laus fyrstu tvær vikur inn- rásarinnar. En Popov var ekki aðeins njósnari — hann var líka gleði- maður og hrókur alls fagnaðar, kunni að meta fagrar konur en þær urðu býsna margar á vegi hans! Bókin er 287 bls. að stærð. □ Húsnæði____________ Einbýlisliús á Hjalteyri til sölu. Sími 3-21-09. 2ja herbergja íbúð ósk- ast til leigu frá áramót- um. Uppl. í síma 2-15-16 milli kl. 7—8 á kvöldin. Nemandi í M.A. óskar eftir lierbergi til leigu frá áramótum. Uppl. í síma 6-13-88. Ungur maður óskar að taka á leigu herbergi eftir áramót, helst sem næst Iðnskólanuin. Hringið í síma 6-22-60. BEIN LÍNA Islenzkt Ijóðasafn II. bindi komið út. Almenna bókafélagið hefur gefið út II. bindi af „íslensku ljóðasafni“. Spannar það ljóð frá sautjándu öld til fyrri hluta 19. aldar. Fyrsta skáldið sem safnið tekur til er séra Hall- grímur Pétursson en síðasta Steingrímur Thorsteinsson. Um er að ræða úrval ljóða þeirra skálda, sem þá voru uppi. Bók- in er 460 síður og hefur Kristján Karlsson, sem ritstýrir þessum bókaflokki, valið ljóðin í sam- vinnu við Hannes Pétursson skáld. Áður vár III. bindið af ljóðasafninu komið út en það nær til frá síðari hluta 19. aldar og fram til upphafs þeirra tuttugustu. „íslenska ljóðasafnið“, sem verður í 5 bindum kemur út hjá Bókaklúbbi AB, og eiga ekki aðrir en klúbbfélagar kost á að kaupa safnið. Klúbburinn, sem er ársgamall um þessar mundir, hefur nú 4000 meðlimi. Markmið Bókaklúbbs AB er að sjálfsögðu að gefa klúbb- félögum kost á að eignast vand- aðar bækur með betri kjörum en ella væri hægt. □ Undanfarin ár hefur útvarpið tekið upp það nýmæli að fá for- ráðamenn þjóðfélagsins til þess að sitja fyrir svörum í útvarpi og sjónvarpi. Margir hafa þessir þættir verið vinsælir meðal hlustenda. Kemur það líka til að þáttunum hefur verið vel stjórnað af fréttamönnum út- varpsins. í efnisvali hefur þess oftast verið gætt, að velja við- fangsefni sem snerta alla þjóð- ina eða efni, sem ekki væru tengd sérstökum landshlutum. Nú virðist í skjóli vinsælda þáttarins eiga að fara að smeygja inn efni sem er bundið við þröngt svið vissra byggðar- laga og pólitískra þrýstihópa. Það voru margir sem tóku eftir því á sunnudagskvöldið, að á besta hlustunartíma eftir kvöldfréttir, sat borgarstjórinn í Reykjavík fyrir svörum út af skipulagsmálum í Breiðholts- rverfum. Gert var mikið úr því af stjórnendum, að í framtíðinni væru í þessum hverfum fjórð- ungur reykvíkinga og áttundi hver íbúi landsins, sem bæri að taka tillit til. Ekki skal gert lítið úr nauðsyn þess, að þeir í Breiðholtum komist í kallfæri við borgarstjóra sinn. Hins veg- ar er skörin farin að færast upp í bekkinn, þegar borgarstjórinn í Reykjavík er farinn að nota útvarpið til þess að ná sam- bandi við borgarbúa um hverfa- málefni. Þess er að geta að Sjálf stæðisflokkurinn ræður yfir öflugum hverfasamtökum í Reykjavík, sem er opinn vett- vangur fyfir borgarstjórann. Eigum við eftir að fá fleiri fróðlega hverfaþætti um Reykja vík? Er útvarpið að fara hér inn á nýja braut? Er hugsan- legt að bæjarstjórum stærstu kaupstaðanna gefist tækifæri til þess að tala við úthverfafólk sitt á Beinni línu? Margt bendir til, að þá yrði þungt fyrir fæti. Það er í minnum haft, að sjón- varpið kynnti rækilega skipu- lagshugmyndir í Reykjavík í sérstökum þætti. Menn hafa tekið eftir því, að ekki hefur hinu nýja aðalskipulagi Akur- eyrar verið gerð skil með sama hætti. í fyrra voru í vetrardaglcrá hljóðvarpsins og sjónvarpsins sérstakir dreifbýlisþættir, Eng- ir slíkir þættii' eru á dagsk^'á þessa vetrar. Einnig virðist bera minna á í fréttaskýringarþætt- inum Kastljósi efni sem snerta byggðamál. Auðvitað byggist þetta að sjálfsögðu mest á mati þeirra, sem efnisvali ráða. Hver og einn lítur sér næst? Hver er réttur hinna dreifðu byggða í aðalfjölmiðli þjóðarinnar? Hvenær situr bæjarstjórinn á Akureyri fyrir svörum í þætt- inum Bein lína? Geta norðlend- ingar, sem eru fjölmennari en Breiðholtið rætt við framámenn þjóðarinnar um byggðamál í Beinni línu? Við bíðum á með- an eftir næsta hverfaþætti fyrir Reykjavík. □ □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.