Dagur - 06.12.1975, Blaðsíða 1

Dagur - 06.12.1975, Blaðsíða 1
'éj ■ allatsteiöiP^ EFNAVHRKSMIÐJAN SJÖFN Dague ■ LVIII. arg. — Akureyri, Iaugardaginn 6. des. 1975 — 51. tölublað Haustuppboð á hrossum Sýslumaður Eyjafjarðarsýslu auglýsti í síðasta tölublaði Dags uppboð á allt að 54 hrossum í Þórustaðarétt í Glæsibæjar- hreppi og á uppboðið að fara fram í dag, laugardag. Þar sem haustuppboð á hrossum eru fremur óvenjuleg, spurðist blað ið fyrir um það hjá sýslumanni, hverju þetta sætti. Hann svar- aði því svo, að hér væri um að ræða hross Hallgríms á Vöglum á Þelamörk. Hann væri orðinn gamall maður og ekki heill heilsu og hefði farið fram á það sjálfur, að hrossin væru boðin upp, þar sem hann hefði ekki getað aflað heyja. Nokkrum lirossum heldur hann þó eftir og hefur hey og hús fyrir þau. Uppboðshrossin munu ótamin og á öllum aldri, og ekki er ólíklegt, að þar kunni að leyn- ast gæðingsefni og ekkert lík- legra en þau séu mörg. Uppboðið hefst kl. 1 e. h. □ Dalvík, 4. desember. Karlakór Dalvíkur, undir stjórn Gests Hjörleifssonar, hefur gefið út söngplötu með 13 sönglögum sínum. Undirleikari er Guð- mundur Jóhannsson og ein- söngvarar Jóhann Daníelsson, Helgi Indriðason og Halla Jónas dóttir. Upptakan var gerð hjá Tónaútgáfunni. Stjórnsýslumiðstöðin hér á Dalvík er í byggingu. Byrjað var á byggingunni í sumar og var steyptur kjallarinn fyrir veturinn. Um hana verður getið síðar. Aflabrögð hafa verið fremur léleg, enda miklar ógæftir. Af UMSE heim- sótli skclana Ungmennasamband Eyjafjarðar hefur undanfarin ár heimsótt barna- og unglingaskóla sýsl- unnar og haft uppi fræðslu um skaðsemi tóbaks og áfengis. 1 þessari viku hefur fram- kvæmdastjóri UMSE, Þóroddur Jóhannsson, og Hörður Zophoní asson, skólastjóri Víðistaðaskól- ans í Hafnarfirði, ferðast á milli skólanna þessara erinda. Þeir sýndu kvikmynd um reykingar, aðra um skemmtanir án áfengis og ræddu við nem- endur um skoðsemi tóbaks og áfengis og luku heimsólcn sinni í ellcfu skóla á fimmtudaginn. Heimsókn þeirra var hvarvetna vel tekið og það er þakkarvert hjá Ungmennasambandi Eyja- fjarðar að leggja sitt af mörk- um í baráttunni við skaðvæna tísku. □ H!!ilEIS!lt!!ISII!lIii3l!ll!ilfi!8ISl því leiðir, að of lítil vinna er í hraðfrystihúsinu. Björgvin kom inn í gær með 70 tonn af fiski. Minni bátar hafa aflað mjög lítið og nú er ekkert unnið við rækjuna. Bændur hafa liaft fé sitt í húsi að undanförnu, bæði vegna vondra veðra og snjóa. Hross ganga úti. Reiðhestum fjölgar á Dalvík. Menn hafa sótt gæðinga og þó einkum gæðingsefni suð- ur á land, en einnig vestur í sýslur. Að þeSsu sinni munu við- skipti í verslunum hafa verið eitthvað minni en á sama tíma undanfarin ár. Er sýnilegt, að fólk hefur minna fé handa á milli en áður. Tvær bækur eftir dalvíkinga hafa komið út nú í haust. Er hin fyrri ljóðabók Haraldar Zophoníassonar, en hin síðari er skáldsaga eftir ungan dalvík- ing, Guðlaug Arason, og gefur Iðunn hana út. Fy rstu j ólaskrey tingarnar eru komnar upp. V. B. Hrossaeign bæjarbúa virðist fara vaxandi með hverju ári. Fjölmargir akureyringar eru aðfluttir sveitamenn og flestir þeir, sem kalla mætti innfædda í bænum og komnir eru til full- orðinsára, hafa alist upp með búskap meira og minna. Rækt- arlönd akureyringa eru mjög mikil og alltaf hefur verið hér umtalsverður búskapur margra einstaklinga. Nautgripirnir hurfu úr bænum fyrir mörgum árum, en eru á næstu lögbýl- um. Hins vegar er margt af 111 sauðfé og hrossum ennþá í bænum, þótt hús búfénaðarins hafi víðast orðið að þoka um set, út fyrir hið eiginlega þétt- býli. Samkvæmt upplýsingum ásetningsmanns hér í bæ, Þór- halls Péturssonar á Vökuvöll- um, munu á sjöunda hundrað hross hafa verið í eigu bæjar- búa veturinn 1974—1975 og um 2500 fjár var þá á fóðrum. Nú í haust hafa margir keypt hross vestan úr Skagafirði og Húna- vatrissýslum, svo búast má við, að hrossaeignin aukist. Þá eru nú settar mun fleiri lífgimbrar á vetur en í fyrrahaust og bend ir það til þess, að sauðfjárrækt- in sé síður en svo á undanhaldi. Margir munu hafa nokkurn tekjuauka af sauðfjárrækt og sumir af hrossarækt. Hitt veld- Ur þé eflaust meiru, hve mörg- um finnst það mikil sálubót í þéttbýli og við einhæfa vinnu, að eiga kinda- eða hesthúskofa og hafa nokkurt sálufélag við hina mállausu vini sína. Þá eiga akureyringar 78 hunda, skrásetta og tryggða, og ótalda ketti. Þessi húsdýraeign er ekki öllum að skapi og stund um ganga klögumál á víxl út af dýrum. Stafar sumt af veru- legri viðkvæmni, en annað af því, að eigendiir dýranna gæta þeirra ekki sem skyldi. Að samanlögðu virðast bæjar búar ákveðnir í því að halda búskap sínum áfram, nytja tún sín, eiga kindur í kofa og reið- hesta við stall. □ Grænlendingar fá 200 mílur Danska stjórnin hefur sam- þykkt að færa fiskveiðilögsögu Grænlands út í 200 sjómílur ef enginn árangur næst á hafrétt- arráðstefnu S. þ. í New York næsta vor. Grænlandsráðherrann, Jörg- en Peder Hansen, skýrði frá því að loknum ríkisstjórnarfundi á miðvikudaginn, að stjórnin hefði einnig sapaþykkt starfs- áætlun þá sem landsráð græn- lendinga og hann gerðu í síð- ustu viku. Samkvæmt henni á að takmarka rækjuveiðar við strönd Vestur-Grænlands með tvíhliða samningum við þær þjóðir sem stunda þær veiðar. Frá lögreglunni Verslanir eru opnar 6. deseinbcr. a morgun, □ IIBllllllllliBiBIXIIlllimilIlIIIIII Söngskemmtun verður í Borgar bíói þann 10. desember. John Speight bariton syngur og kona hans, Sveinbjörg Vilhjálms- dóttir, leikur undir. Þau flytja einsöngslög, bæði innlendra og erlendra höfunda. Þau hjónin eru bæði kennar- ar við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. □ í fyrradag varð harður árekstur milli tveggja fólksbíla á Oxna- dalsheiði, vestast í Giljareitum. Var annar bíllinn með A-núm- eri en hinn með K-númeri. Fimm manns voru fluttir í sjúkrahús á Akureyri, en ekki mikið meiddir nema lítil stúlka, skagfirsk, sem meðal annarra meiðsla fótbrotnaði. Bílarnir eru taldir nær ónýtir. Að kveldi sama dags var ungur maður á óskrásettri skellinöðru tekinn á Akureyri, eftir nokkurn eltingarleik lög- reglunnar. Hjólið er í vörslu lögreglunnar. Bílaleigubíll valt neðan við Eyrarland í Ongulsstaðahreppi á miðvikudaginn. Bíllinn skemmdist en enginn meiddist. Nokkrir minniháttar árekstr- ar hafa orðið í umferðinni í bænum undanfarna daga. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.