Dagur - 06.12.1975, Blaðsíða 8

Dagur - 06.12.1975, Blaðsíða 8
GULLSMIÐIR -S-yí SIGTRYGGÚR &\PÉTUR akOreyri LV.V SMÁTT & STÓRT •" Nokkrir mætir meiin og konur við nýja sjúkrabíiinn á Akureyri í haust. (Ljósm.: E. D.) Síðustu daga hafa um fimmtíu breskir tog'arar stundað veiði- þjófnað hér við land, í umsjá gæsluskipa og herskipa breska flotans. Landhelgisgæslan hefur losað níu breska togara við veiðarfæri sín með klippunum siðan undanþágusamningurinn rann út 13. nóvember í haust. | Varðskipið Oðinn er nú kom- ið' heim eftir viðgerð í Árósum í Danmörku. Skipherra er Sig- urður Árnason. Skip Land- helgisgæslunnar eru því sex að i tölu. Svo er að sjá, sem starfs- menn Landhelgisgæslunnar á | sjó, eflist við hverja raun, því : þeim hefur tekist að klippa i aftan úr veiðiþjófum, þar sem ] herskip, eftirlitsskip og dráttar- UM 100 FÉLÖG MEÐ LAUSA SAMNINGA NÚ'ÞEGAR ] Um eitt hundrað verkalýðsfélög | hafa sagt upp samningum. ] Kjaramálaályktun Alþýðusam- bands íslands hefur vei'ið send atvinnurekendum og er búist j við, að viðræður um nýja kjara- samninga hefjist bráðlega. Átján manna viðræðunefnd ASÍ, undir forystu Björns Jóns- sonar, mun fara með málefni verkalýðsfélaganna. □ bátar hafa verið til verndar þeim. Einn af' síðustu togurunum, sem varpan var klippt frá, á Vestfjarðamiðum, reyndist hafa ólög'legan búnað veiðarfæra. Trollpoki togarans yar klæddur og er það bi'ot á alþjóðalögum. Með þessu móti sleppa smá- fiskar ekki og er þetta smáfiska dráp alvarlegt brot, og þar sem varpan er nú í höndum Land- helgisgæslunnar, er unnt að nota hana sem sterkt sönnunar- gagn gegn fyrri eigendum. Bretar smygluðu einum fréttamanna sinna af miðunum, með sjúkum manni í land á Norðfirði. Fréttamaðurinn var frá BBC. Hann var tekinn fast- ur á Egilsstöðum, þar sem hann var skilríkjalaus og koma hans algert brot á banni því, er ís- lensk stjórnvöld hafa sett í sambandi við hin bresku skip. Sjúkum er veitt móttaka, cn önnur þjónusta bönnuð. Mir- öndu, er mann þennan flutti í land og komin var á miðin, var gei't að snúa-til lands og sækja manninn og var svo gert, og sáu stjórnvöld1 ekki ástæðu til frekari málareksturs af þessu tilefni. Dómsmálaráðherra, Ólafur Jóhannesson, hefur sagt, að þetta atvik geti oi'ðið til þess, að taka þurfi á arinah veg á þessum málum, og að bresk skip fái ékld að koma með slas- aða menn til hafnar, nema um alvai-leg meiðsl sé að ræða. SnemnTa í gærmorgun klippti Þór togvír á tíunda breska tog- aranumj þar sem hann' var í hópi veiðiþjófa og í vernd her- skips og dráttarbáta, sem fylgdu váfðskiþlriu fast eftirj' án þess að geta komið í veg fyrir klippinguna. Bresku tog- araskipstjórarnir létu miður fögur orð falla um framgöngu flotans. Hins vegar dáðu fjöl- miðlar Bretlands dáðríka fram- göngu sjóhersins á íslands- miðum. . Q HÁSKÓLI A AKUREYRI ReykVískur alþingismaður, Þór- arinn Þórarinsson, flutti ræðu á haustfagnaði framsóknar- manna á Akurcyri 9. nóvember í liaust. Hann lagði áherslu á, a'ð norðlendingar fengju sinn liáskóla og færði rnörg rök að . nauðsyn þess. Hann sagði m. a.: Það er ekki nóg fyrir lands- byggðina að fá togara og verk- smiðjur, ef unga fólkið, sem stcfnir að langskólamenntun, verður allt að safnast saman á einn stað. Þá mun margt annað fylgja á eftir.“ Ilann mótmælti því eindregið, að ekki væri til nema eitt öflugt menntasetur á landinu, sem licfði mikið að- dráttarafl. TVEIR HASKÓLAR SKAPA JAFNVÆGI OG AÐHALD Þórarinn Þórarinsson gat þess einnig í ræðu sinni, að með því að hafa aðeins einn háskóla í landinu, væri sú hætta yfirvof- andi, að þar mvndaðist andleg einokun, og þar gæti skapast deyfð og doði, en einnig upp- lausn og stjórnleysi. Hæfileg r samkeppni væri holl á milli tveggja slíkra menntasetra. Há- skóli á Akureyri, skapaði bæði jafnvægi og aðliald. Það cr eltki lit í bláinn, sagði ræðumaður, að bretar hafa valið þá leið, að fjölga háskólunum í stað þess að stækka þá. IIASKÓLINN HRAPAÐI í ALITI Þéssi rökstuðningur Þórarins Þórarinssonar rifja'ðist upp 1. deseniber, þegar námsmenn við Háskóla fslands fluttu liátíða- dagskrá sína þann dag. Ræðu- höld þeirra hneyksluöu satt að segja margan manninn og særði fólk djúpum, andlegum sárum. Vonbrigði fólks voru lík því þegar foreldrar verða vitni að ófarnaði einkabarns. Mönnurn fannst Háskóli íslands setja niður, sem kallað er og fólkið minha fremur á nemendur í unglingaslcóla en háskóla. Ætli svokallað háskólahneyksli hefði átt sér sta'ð ef Háskóli íslands Stórutungu, 27. nóvembcr. Veð- ur haía verið góð síðustu vik- urnar. Fé er hýst en lítiö gefið. Það er góð uppbót fyrir illviðra kafla í haust, sem allir vita hvernig var. Störf hinna ýmsu félagasam- taka eru að hefjast, spilin tekin A I Ekki liggja fyrir enn nákvæmt yfirlit um fjölda fjár sem slátr- að var á þessu hausti, en tekið hefur verið saman yfirlit um framleiðslu kindakjöts. Af dilkakjöti fengust 13.003 smálestir, en í fyi-ra reyndist magnið vera 11.966 smálestir. Heildarmagn kindakjöts nú varð 14.577 smálestir, það er 8,23% aukning frá árinu 1974. Reiknað er með nokkurri aukningu í slátrun nautgripa. Sala á nautakjöti hefur vérið mjög áþekk og undanfarin haust. Ekki hefur orðið sú aukn ing á sölu nautakjöts og gert hafði verið ráð fyrir, þegar ákvörðun var tekin um lækkun á smásöluverði þess. Ástæðurn- ar er að nokkru hægt að rekja til nnutakjötsútsölunnar en þá seldust á skömmum tíma rúmar 300 smálestir. Margt fólk hefur eflaust ekki ennþá áttað sig á að hægt er að gera hagstæð matarkaup á nautakjöti, þegar keypt er í hálfum og heilum skx-okkum. Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins. fram og bridge sþilað einu sinni í viku hverri. Saumaklúbbur kvenna hefur hafið starf sitt. Svo eru Ixin sjálfsögðu félö'g, svo sem ungmennafélag og kvenfélag, sexn vinna' gott starf. Hinn 15. september átti Dag- rún Pálsdóttir á Stóruvöllum sjötuesaj'mæl.l Veðurfar og annríki þá, varð þess valdandi, að ekkert varð um dagamun af því tilefni. Dagrún er sérlega félagslynd, hefrir tekið þátt í félagsstöríum Urnf. Einingar- innar, scm er mjög starfandi félag og hefur ætíð verið og er með elstu ungnxennafélögum landsins. Dagrún er nú heiðurs- félagi þess. Dagrún hefur einnig verið mjög virkur þátttakandi í kvenfélaginu Hildi, hér í fram hluta Bárðardals. Ætíð hefur hún verið boðin og búin til hverskonar þjónustustarfa fyr- ir þessi félög, sjálfkjörin við" kaffiketilinn, þegar svo bar við. í tilefni afmælisins glöddu þessi tvö félög liana með veg- legu samsæti í barnaskólanum 22. þ. m., og þá var sumar- veður. Fram voru bornar rausn ai'legar veitingai', ræður flutt- ar, sungið og spiluð félagsvist. En síðast var dansað af miklu fjöri þangað til langt var liðið fram á nótt. Þ. J. hefði átt keppinaut norðan fjalla? BILUN I LAXÁRVATNS- VIRKJUN Svo illa vildi til, að bilun varð í dísilvél Laxárvatnsvirkjunar í Húnavatnssýslu, en líklegt tal- ið, að viðgerð ljúki fyrir jól. En frá því bilunin varð, hafa 2—3 megavött frá Laxárvirkjun kom ið að góðu gagni fyrir vestan. Þetta atriði sýnir betur en rnörg orð, hvers virði það er að fá sem fyrst samtengingu allra orkuvera Iandsins. Því miður verður nokkur dráttur á því, að svokölluð byggðalína verði full- gerð. Áætlað er nú, að línan frá Andakílsárvírkjun til Hrúta- fjarðar verði fullbúin að hluta í vetur. Og það verður ekki fyrr en á næsta ári, að lokið verður við kaflann á milli Lax- árvatnsvirkjunar og Varma- hlíðar. MEÐ SIGURBROS A VÖR Mikil hálka var í bænum í gær og áttu margir í erfiðleikum á leiðinni upp Kaupvangsgilið vegna þess að malbikuð gatan var svellrunnin. Sumir bílar voru á keðjuin og komust ekki, aðrir á negldum dekkjum og runnu þeir framhjá og voru ökumenn þeirra með sigurbros á vör. Þess ber þó að geta, að þegar meira snjóar eru keðj- urnar metri, því þá njóta þær sín. En gangandi fólk átti einnig í erfiðleikum í liálkunni, einkum það, sem var á ferðinni árla morguns á mcðan veður- liæð var nokkuð mikil. Skó- sólarnir þurfa, þegar svo ber undir, einnig að vera til þess búnir, að unnt sé að ganga á þeim í liálku. NÚ ATHUGA MENN VERÐIÐ Glöggur verslunarmaður á Ak- ureyri tjáði blaðinu, að svo virtist sem fólk gerði nú meiri verðsamanburð á vörum í versl unum en áður og eyddi jafnvel talsverðum tíma til þeirra lduta. Taldi hann það merki þess, að betur þyrfti að gæta fjármunanna vegna minnkandi kaupmátar launa. Verslunar- maðurinn sagði þó, að mikið yrði keypt fyrir jólin, eins og ætíð áður, enda virtust margir hafa rúm fjárráð. En vel er það, að alinenningur geri verðsaman bur'ð í verslunum, áður en hann velur og liafnar. Verðskynið hefur raskast mjög í vitund manna hin síðari ár, vegna tíðra verðbreytinga, en einnig vegna þess hve fjórráð hafa verið rúm. átverkasýning á HóSel KEÁ Hinn kunni véstur-þýski mynd- listarpi'ófessor og íslandsvinur Rudolf Weisauer er nú staddur í bænum og er með málverka- sýningu að Ilótel KEA. Rudolf er þekktur listamað- ur, sem sýnt hefur víða um heim, en sérstöku ástfóstri hef- ur hann tekið á íslandi og hefur hann haft fjölmargar sýningar í Reykjavík og víða út um land. Sérgrein Rudolfs eru stein- prents- og vatnslitamyndir, og hefur hann skapað íslenskum myndlistarmönnum fagurt for- dæmi með verkum sínum, auk þess, sem hann hefur fengist til að leiðbeina í þessum listgrein- um, í Myndlista- og handíða- skóla íslands. Rudolf þarf ekki að kynna fyrir Akureyringum, þar sem hann hefur sýnt oft hér, en sér- stök athygli skal vakin á hinu hógværa verði myndanna, sem er langt undir sannvirði og í engu samræmi við verðbólgu nútímans. Sýningin er opin frá kl. 14.00 til kl. 22.00 daglega til mánu- dagsins 8. desember n. k. (Fréttatilkynning) GILTU TÍSKUHÁLS- KEÐJURNAR NÝKOMNAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.