Dagur - 10.12.1975, Blaðsíða 1

Dagur - 10.12.1975, Blaðsíða 1
FILMUhúsið akureyri Grill-réttir á Kaffi-teríunni Laugardaginn 13. desember mun Matstofa KEA taka upp þá nýbreytni að hafa á boðstólum allan daginn ýmsa heita smá- rétti auk hinna föstu rétta, sem hafa verið framreiddir á venju- legum matartímum. Á síðari árum hefur mjög farið í vöxt neysla hinna svonefndu „grill“- rétta, þ. e. glóðarsteiktra og Barnastúkan Sakleysið hefur barna-bingó í Hótel Varðborg sunnudaginn 14. desember kl. 4. Þar verða eingöngu leikföng i boði og verða þau pökkuð í jóla pappír á staðnum. Ágóðinn af bingóinu rennur í ferðasjóð barnanna. Þess er vænst, að foreldrar leyfi börnum sínum að taka þátt í þessari skemmtun í Varð- borg á sunnudaginn. Sjá auglýsingu á öðrum stað í blaðinu. □ djúpsteiktra matarrétta, en hin- ir nýju réttir Matstofunnar eru flestir þeirrar tegundar, t. d. ýmsar steikur innbakaðir fisk- réttir, franskar kartöflur og hinar vinsælu hamborgarar. Þessa rétti, svo og aðra matar- rétti Matstofunnar, er hægt að fá heimsenda. Matstofa KEA hefur frá fyrstu tíð leitast við að hafa veitingar sínar á sem lægstu verði enda mun hún nú vera með ódýrustu veitingastöðum landsins. Mat- stofan hyggst nú auka fjöl- breytni sína með því að hafa fyrrnefnda smárétti á boðstól- um allan tímann, sem staður- inn er opinn, þ. e. frá kl. 8 f. h. til kl. 9 e. h. og er þess að vænta að það verði bæjargestum og bæjarbúum til hagræðis eink- um nú í jólaannríkinu. Fréttatilkynning frá Hótel KEA. Frá liöfninni í Ólafsfirði. (Ljósm.: Örn Steinþórsson) SULUR Norðlenska tímaritinu Súlum verður um næstu helgi dreift til skuldlausra kaupenda. Þetta er tíunda hefti ritsins og lýkur með því fimmta árgangi. Rit- stjórar eru sem fyrr Jóhannes Oli Sæmundsson, sem einnig er útgefandi, og Erlingur Davíðs- son. Þetta nýja hefti, sem margir bíða eftir og mikið hefur verið spurt um, er allstórt og í því fjölbreytt efni að venju. □ FRÁ LÖGREGLUNNI Á AKUREYRI Aftur var mannaður bátur og ærnar, sem eftir urðu fyrir nokkru í Héðinsfirði á dögun- um, voru sóttar og gekk sú ferð slysalaust og eru nú þessar kindui' komnar lieim til sín, sagði bæjarstjórinn í Ólafsfirði, Pétur Már Jónsson á mánudag- inn. / Atvinnulífið hefur verið gott á þessu ári, en í haust hef- ur verið tregt fiskirí, og þar sem sjósóknin er undirstaða atvinnu og athafnalífs í kaup- staðnum, hefur atvinna minnk- að til muna. Unnið er við að innrétta verk námsálmu gagnfræðaskólans og fram £ nóvember var unnið við byggingu heilsugæslustöðvar- innar. Sú bygging er að vísu skammt á veg komin, en sökkl- ar voru steyptir og lítill kjallari einnig. Þá var fram á haust unnið við flugvöllinn og fyrir það fé, sem til var. Væntanlega verður þessu verki lokið á næsta sumri og að því er stefnt. Búið er að flytja undirlagið í völlinn að mestu leyti og er völlur þessi vestan við ósinn. Heldur hefur viðrað illa fyrir skíða- og skautaíþróttina, en margir hafa þó brugðið sér á skíði, enda ólafsfirðingar mikl- ir skíðamenn og láta fá tæki- færi ónotuð til skíðaiðkana. Tafl- og bridgeklúbbar starfa en fremur lítið er um skemmt- anir, sem svo eru nefndar, nema dansleikir, því ýmiskonar félagsstarfsemi er tæpast kom- in af stað ennþá. Ófært er yfir Lágheiði en Múlavegur opinn. Ekki eru menn ennþá farnir að setja upp jólaskrautið utan- húss, og allt er mannlífið frem- ur rólegt og stórtíðindalítið, sagði bæjarstjórinn í Ólafsfirði að lokum. ‘ Q áL Þegar blaðið leitaði fregna af stjóri fyrir svörum og sagði hitaleitinni á Syðra-Laugalandi efnislega á þessa leið: í Eyjafirði í gærmorgun, varð Borun gengur sæmilega. Við Dagbjartur Sigursteinsson, bor- erum komnfr niður á 618 metra Hún trítlaði við hlið- ina á mér í vinnuna A föstudaginn, 5. desember, var ekið á kyrrstæðan bíl, A 5407, sem er grænn Saab, austan við íþróttahúsið við Laugargötu. Daginn eftir var ekið á annan bíl, A 2866, þar sem hann stóð austan við íþróttaskemmuna við Tryggvabraut. Bílarnir eru báðir skemmdir, en þeir sem hér voru að verki óku brott og létu ekki frá sér heyra. Það eru vinsamleg tilmæli lögreglunnar, að þeir, sem gefið gætu upplýs- ingar í þessu máli, láti þegar vita. □ I!!IÍI1I!SII!E9!!!IIIII18IIIII!EISIII Verslanir eru opnar á laugar- daginn 13. desember til kl. 6 e.h. liiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimm Hrísey, 8. deseniber. Snæfell kom í gær og landaði hér um 55 tonnum af ljómandi fallegum kassafiski, alveg framúrskar- andi góðum fiski, svo nú er nóg að gera fram yfir miðja vikuna. Þetta var önnur veiðiferð skips ins. Veðráttan hefur verið rysjótt um tíma, en engin teljandi snjór. Af minni bátunum rær Eyfellið eitt, hefur net og fær lítið. Aðrir dútla við báta sína og búa þá undir netavertíðina eftir áramótin. Núna um hádegið í dag, þeg- ar ég fór í vinnuna, kom njó- hvít rjúpa og trítlaði við hliðina á mér alla leið, og var aðeins fá fet frá mér. Hún var áreiðan- lega eitthvað að spjalla við mig, þótt ég skildi það ekki. Hér á eynni er ennþá dálítið af rjúp- um, sem gegn vana sínum fóru ekki til lands og hafa bara verið hér. Þær koma oft heim í húsa- garða og eru ótrúlega gæfar. Hingað til Hríseyjar komu um daginn útstillingameistarar KEA til að stilla út og skreyta búðarglugga útibúsins hér. Blessaðar konurnar eru farnar að baka og er brauðið sérlega ljúffengt og flestar búa til laufa brauð að gömlum og góðum sið. S. F. gær dýpi og við vorum að fá upp áðan 23 lítra af 83 gráðu heitu vatni, svo segja má, að.þetta sé að verða svolítið líflegt. Búið er að fóðra efstu 100 metrana. Þar er borholan 13 þumlungar og síðan er holan 8,5 þumlungar. Við höfum und- anfarið borað um 11 metra á klukkustund, þangað til í nótt, en þá harðnaði bergið ofurlítið, áður en þetta heita vatn kom.. Unnið er á þrískiptum vökt- um og vinna fjórir á hverri vakt. Hér hefur þegar náðst árang- ur af boruninni á Laugalandi, sem er verulegur og lofar góðu. Hrossauppboðið í Þórustaðarétt fór fram á laugardaginn í roki og rigningu, að viðstöddum mörgum mönnum. Seld voru um 40 ótamin hross á öllum aldri að kalla, mörg á tamning- araldri en einnig folöld og gaml ar stóðhryssur. Meðalverð var Þess ber þó að geta, að verk- efnið er stórt, þar sem er hita- veita fyrir Akureyri, og miðað við það, nær þessi árangur auð- vitað skammt, enda verður nú haldið áfram að bora í þeirri von að mikið náist af heitu vatni — og menn bíða spenntir. Vegir hálir Vegagerðin sagði blaðinu eftir- farandi síðdegis í gær: í dag var vegur hreinsaður á Oxnadalsheiði og var þar lítill snjór. Vegurinn til Reykjavík- ur er nú opinn. Múlavegur var hreinsaður um helgina og því sæmilegt bílfæri til Ólafsfjarð- ar. Tií Húsavíkur er öllum bíl- um fært um Dalsmynni, en að- eins jeppafæri á Vaðlaheiði. Mikil hálka er á vegunum. Q um 30 þúsund krónur. Hæst seldist álitlegur hestur á 65 þúsund krónur. í folöldin voru boðnar 12—25 þúsund krónur og í veturgömul tryppi allt að 30 þúsund. En eins og fyrr segir var meðalverð hrossanna um 30 þúsund krónur. Q HROSSAUPPBOÐID

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.