Dagur - 10.12.1975, Blaðsíða 4

Dagur - 10.12.1975, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarniaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odtls Björnssonar h.f. Þáttur Þ mffmanna í útvarpsræðu 1. desember gerði Eysteinn Jónsson hin ýmsu stórmál þjóðarinnar, svo sem hina ævarandi frelsisbaráttu, efnahagsmál, land- helgismál og svo þátt Alþingis í úr- lausnum, að umtalsefni. Hann sagði þá meðal annars: Vart verður við dálítið sérkenni- lega gagnrýni á stjórnmálamenn og stjórnmálastarf um þessar mundir. Það er ekkert nýtt og er eðlilegt og það er nauðsynlegur þáttur í fram- kvæmd lýðræðis og þingræðis, sem ég vona að við öll viljum í heiðri halda. En mér finnst ástæða til að vara við nokkrum hættumerkjum, sem mér virðist bóla á. Ég vara við því, að reynt sé að festa með þjóð- inni þá skoðun, að kappræður stjórn málamanna og annarra um úrræði í þjóðmálum séu óþarfa þras, ósam- boðið þeim, sem til trúnaðaistarfa hafa verið kvaddir. Ég vara við þeirri skoðim, að stjórnmálamenn séu ein- hverskonar stöðluð manngerð og gefa með því í skyn, þó að það sé tæpast ætlunin, að óþarfi sé fyrir menn, senn hvað líður, að leggja vinnu í það að velja og hafna. Umræður um stjórnmál eru mis- jafnar að gæðum. Sumt má líklega með réttu heita þras. En svo hlýtur ætíð að verða og dregur það ekki vitund úr nauðsyn þess, að kappræð- ur um stjórnmál fari fram, því að þær eru grundvöllur lýðræðis. Þörf er á að rifja það upp sern oftast, að það er skylda okkar allra að reyna að greina vífilengjur og þras frá rök- um og málefnalegum flutningi. í lýðræðisþjóðfélagi eiga menn ekki aðeins réttinn til þess að velja og hafna, heldur ber mönnum skylda til að gera það. Aðeins lítill hluti mannkynsins býr við fullt frelsi til þess að velja og hafna. Við, sem eig- um þennan rétt, verðum að meta hann að verðleikum og rækja þær skyldur sem hann leggur okkur á herðar. Sjálfsagt verður að bæta mál- flutning, eflá gagnrýni og umræðu, jafnvel finna heppilegri umræðu- snið um erfið og flókin mál. En það verður líka að hlusta betur, en oft vill verða og fella »em flesta rök- studda dóma um málefni og menn. Farsæl framkvæmd lýðræðis og þingræðis byggist á því, að menn bregðist almennt ekki skyldum sín- um í þessum efnum. Þingræðið er sú vinnuaðferð, sem við höfum valið okkur við framkvæmd lýðræðisins. Alþingi er æðsta stofnun landsins, og hafði forystu í frelsismáli þjóðarinn- ar frá því það var endurreist og þar til lokamarkinu var náð. Alþingi (Framhald á blaðsíðu 2) Á jörðu hér - síðasta hék ðlafs Ólafur Tryggvason, huglæknir frá Hamraborg, andaðist 27. febrúar á þessu ári. Hann var þjóðkunnur maður, huglæknir og hafði opna lækningastofu á Akureyri um margra ára skeið og á efri árum .tók hann sér penna í hönd og varð einnig þekktur rithöfundur, þótt hann hæfi ekki ritstörfin fyrr en urti sextugt. Hann hafði lokið síð- ustu bók sinni, Á jörðu hér, áður en hann andaðist og hefur Skuggsjá nú gefið hana út. Kristján frá Djúpalæk ritaði formála að þessari síðustu bók Ólafs og gerir þar grein fyrir lífi hans og starfi, sem hann helgaði kærleiksverkum í ára- tugi. Bækur Ólafs Tryggvason- ar eru beint framhald af því starfi hans, svo sem lesendum bóka hans er kunnugt og þessi nýja bók er enn ein grein á þeim meiði. Bókarkaflarnir bera þessi nöfn, auk formálans: Fjallið, Við ána, Hjúkrunarkonan, Þátt- ur Vilborgar, Skólinn, Á jörðu hér, Njáludraumur Hermanns Jónassonar, í leit að ljósi, Spá- konan, Að vera barn, Ábyrgð, Þekking, Samstilling, Ég vitja þín æska, Sálvernd og náttúru- Frá vordögum Frá vordögum, Ijóð eftir Bene- dikt Ingimarsson. Þetta er 96 blaðsíðna bók með ljóðum og lausavísum. Utgefandi mun höf- undur sjálfur. Prentverk Odds Björnssonar vann bókina. Höf- undur er þekktur að hag- mælku og ljóðrænni hugsun. □ Náttfiðrildi Náttfiðrildi, ljóð eftir Gylfa Gröndal. Útgefandi Setberg. Bók þessi er 48 bls. og skiptist í 4 flokka. Höfundur hefur áður birt ljóð sín í tímaritum, og hann hefur lengi stundað blaða- mennsku. Er nú ritstjóri Sam- vinnunnar. □ r Arbók Þingeyinga Árbók þingeyinga 17. árgangur er komin út og ritstýra henni þeir Bjartmar Guðmundsson og Sigurjón Jóhannesson, en út- gefandi eru Þingeyjarsýslur og Húsavikurkaupstaður. Ritið er um 340 blaðsíður, prentað í Prentverki Odds Björnssonar. Hefst ritið á kvæði Kolbeins á Strönd, er hann nefnir Svip- myndir. Eins og í fyrri Árbók- um þingeyinga kennir hér margra grasa í lausu máli og bundnu, auk beinna frétta úr hreppum og kaupstað. Er ritið bæði fróðlegt og skemmtilegt að vanda. Q vernd (viðtal), Um heimspeki- rit Brynjóifs Bjarnasonar, Ragn heiður BrynjóLfsdóttir, Ódauð- leiki, Frelsi og Lífskoðun. Bók- in er á þriðja hundrað blað- síður. Ólafur Tryggvason. í einni af fyrri bókum sínum segir Ólafur Tryggvason svo: „Þegar öll kurl koma til grafar er meira af gæðum í veröldinni en vonsku, meira af fegurð í heiminum en ljótleik, meira af sannindum í tilverunni en ósannindum. Sú skáldsaga sem lýsir fegurð og manngöfgi, er því engu síður „raunsæ", engu síður „lalutlæg rannsókn“ en greinargerð höfunda í skáld- söguformi, sem greina eðlisgerð mannsins í gegn um hjúp sið- fágunar og menntunar sem „fordild, nautnasýki, rag- mennska og flærð“ og leitast við að „tæta manninn sundur.“ Þess vegna skal eilífðarvissa, ímyndunarafl og fegurðarskyn ráða mestu um samningu skáld sagna. Það mun greiðfærasta leiðin til að bjarga þeirri tví- fættu tegund, sem breytir auð- æfum jarðar í vetnissprengjur og geislavirkt úrfelli meðan börnin svelta.“ Þannig var trú höfundar á manninum og lífsskoðun. Á einum stað í hinni nýju bók, Á jörðu hér, í kaflanum Spákonan, um Þórdísi spákonu á Skagasti'önd, spyr hann: „Hvað er lögmál? Það eru lög- mál að íslag myndast á tjörn- inni f tíu stigá frosti, og þeim mun þykkra, sem frostið varir lengur. Þetta lögmál þekkja all- ir. Það er því enginn leyndar- dómur. Það er einnig náttúru- lögmál, að ef maður hatar náunga sinn af öllum mætti, þá myndast dökkt ský umhverfis þá báða, þann sem hatar og hinn, sem hataður er. Þetta lög- mál er að miklu leyti leyndar- dómur, því að það er tiltölulega fáum mönnum fullkomlega aug ljós staðreynd. En þetta lögmál er spákonunni eins ótvíræður veruleiki og íslagið á tjörninni. Og sé blásið að hatrinu um ára- bil, veldur það báðum aðilum mikilli vanlíðan og kann að hafa margvíslegar verkanir í för með sér til ógæfu og eyði- leggingar. Alla þá ógæfu grein- ir spákonan, og einnig veit hún, með hverjum hætti unnt hefði verið að afstýra henni. Þetta er að sjá í tvo heimana.“ Hinum mörgu, sem kynnst hafa Ólafi Tryggvasyni sjálfum eða verkum hans, mun þykja nokkurs um það vert, að fá enn eina bók frá hans hendi. Bækur hans eru mannbætandi. □ Sögulegur fundur í Kanada f sambandi við 100 ára afmæli landnáms fslendinga í Vestur- heimi var boðað til sögulegs fundar í Winnipeg, sem var merkilegur fyrst og fremst fyrir þá 'sök, að slíkur fundui' ýmissa forystumanna ísl. austan hafs og vestan hafði aldrei verið haldinn áður. Við þetta tæki- færi afhenti Árni Bjarnarson útg. á Akureyri ávísun að upp- hæð 6000 $ til Lögbergs Heims- kringlu, en hér var um að ræða frjáls framlög héðan að heiman, þar. af verulegur hluti frá Norð- urlandi. Um 50 manns sátu há- tíðafund þennan á Winnipeg Inn þar í borg og á þessari mynd má sjá hluta gestanna frá íslandi, m. a. talið frá vinstri: Andrés Björnsson, Heimi Hann esson, sr. Ólaf Skúlason, Árna Bjarnarson að afhenda ávísun- ina, en við henni tekur dr. ÚTRÁS, ný AB-bók Almenna bókafélagið hefur sent frá sér skáldsöguna Útrás, sem er raunsæ og hispurslaus lýsing á lífi ekkju, sem missir mann sinn af slysförum, eftir hjóna- band, sem henni verður brátt ljóst að byggst hefur á gagn- kvæmri blekkingu. í beiskju Námskeið íyrir frjótækna Um síðustu mánaðarmót lauk í Reykjavík námskeiði fyrir verð andi frjótækna. Námskeiðið hófst 3. nóv. Þátttakendur voru 9, víðsvegar af landinu og luku þeir prófi sem fullgildir frjó- tæknar. Kennarar á námskeiðinu voru ráðunautar Búnaðarfélags íslands í nautgriparækt og dýra læknar. Verkleg kennsla fór fram í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands á Selfossi, en bók- legt nám í Bændahöllinni og á Tilraunastöð Háskólans í meina fræði að Keldum. Þetta var 5. námskeiðið, sem haldið hefur verið fyrir frjótækna. Búfjársæðingar (tæknifrjóvg- un) hófust hér á landi árið 1946. Fyrsti kálfur, sem getinn var með tæknifrjóvgun, fæddist á „Yísið þeim vegiim” Svo nefnist bók, er sr. Helgi Tryggvason yfirkennari hefir ritað, en Leiftur h.f. í Reykja- vík gefið út. Þessi bók er a&tluð stórum hópi lesenda. Hún er ætluð öll- um þeim, sem láta aig nokkru varða uppeldi barna. Notið hafa kennslu Helga kennara margir. Mun því sumt af efniviðum verksins þeim kunnugt áður. En hins vegar er þar mjög margt nýtt. Höfundur setur fram kenn- ingu þá, sem víða mun þykja til nýjunga talin, að Biblían öll og þó einkum Nýja testamentið sé uppeldisrit frá hendi Guðs. Staddur var ég eitt sinn á fjölmennum fundi. Þar réðist maður einn af mikilli mælgi á boðorðin tíu, sem börnum voru kennd. Hvort þau eru kennd nú í skólum eða jafnvel fyrir ferm- ingu, veit ég ekki. Hitt veit ég, að ætti ég nú að kenna börnum kristánfræði, mundi ég lesa og lesa vandlega kafla marga í bók Helga, og þá hvað helst kafla, hans um boðorðin tíu. Segja. má, að þau séu grund- völlur þeirrar menningar hall- ar, sem vér, vestrænir menn, búum í nú. Hvet ég alla foreldra, kenn- ara, klerka- og- forráðendur barna að kaupa bók Helga, lesa hana og lesa hana vel. Sæmundur G. Jóhannesson. Ytri-Varðgjá í Eyjafirði 23. janúar 1947. Fyrsti sæðinga- maður, eins og þessir starfs- menn bændasamtakanna voru kallaðir lengi framan af, var Hjörtur E. Þórarinsson, bóndi á Tjörn í Svarfaðardal. í dag starfa 31 frjótæknir í öllum héruðum landsins. Frá árinu 1972 hafa um 84% af kún- um f landinu verið tækni- frjóvgaðar. Reknar eru tvær nautastöðvar, f Laugardælum á vegmn Búnaðarsambands Suð- m-lands og á Hvanneyri á veg- um Búnaðarfélags íslands. Sauðfjársæðingar eiga sér lengri sögu hér á landi. Þær hófust árið 1939, en var hætt árið 1943. Á árunum 1945—1958 voru sæddar á hverjum vetri nokkur fjöldi áa, en þá varð aftur hlé fram til ársins 1963. Á sl. ári voru sæddar 15.885 ær, þ. e. 2,2% af ám, sem settar voru á. Nawtgriparækt. í upphafi árs 1974 var fjöldi nautgripa í landinu 66.530, þar af voru mjólkurkýr 37.087. Síð- astlíðin 5 ár hefur kúnum f jölg- að um 212, en innvegin mjólk f mjólkurbúin aukist á sama tíma um tæp 15 millj. kg. Á fyrstu árum þessarar aldar var meðalnyt fullmjólka kúa í naut griparæktarfélögunum 2.200 kg. Þá voru aðeins 880 kýr á skýrsl- um. Á sl. ári voru 12.945 full- mjólka kýr á skýrslum. Meðal- nyt þeiri'a var 3.728 kg. Að meðaltali hefur nyt kúnna aukist um rúm 20 kg á ári á þessari öld. Fita í mjólkinni hefur einnig aukist. Hún var um aldamótin 3,60% en er nú 4,10%. Verulegar breytingar hafa orðið á íslensku kúnum frá því að fyrstu nautgripa- ræktarfélögin voru stofnuð. Þá voru hyrndar kýr í meirihluta, en nú eru innan við 10% af kúnum hyrndar. Fyrir 50 árum var meðalvigt kúnna 338 kg, en nú 410 kg. Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins. BYSSA! Winchester haglabyssa 3ja skota sjálfvirk í skinnliylki. tapaðist í sl. mánuði úr bíl. Skilvís finnandi eða þeir sem gætu gefið upplýs- ingar vinsamlegast hringi í síma 2-32-85. Fundarlaun. Vil kaup a notaða jeppakerru, helst léttbyggða. Uppl. í síma 1-11-61. sinni og ráðleysi varpar hún sér út f hringiðu skemmtana- lífsins og kemst þá' í kynni við ýmsar dekki'i hliðar lífsins, fyrst hér heima og síðan í Bandaríkjunum. Sagan er gáskafull og um- búðalaus lýsing, sem ber í senn svip af þjóðfélagsádeilu, ástar- sögu og djörfum bókmenntum. Höfundur bókarinnar, Jó- hanna Þráinsdóttir, er Reyk- víkingur, hefur dvalist víða er- lendis, þar á meðal í Banda- ríkjunum, og ber bókin þess glöggt vitni, að hún er þaul- kunnug staðháttum þar. Utrás er fyrsta frumsamda bók höfundar, en áður' hefur hún birt smásögur f tímaritum. Umf. Skriðu- hrepps sigraði Skákmót UMSE, 4ra manna sveitakeppninni, lauk sl. sunnu- dag. Umf. Skriðuhrepps varð sigurvegari mótsins, hlaut alls 15V2 vinning. Fyrir félagið tefldu: Guðmundur Búason, Ármann Búason, Hreinn Hrafns son, Rúnar Búason, Búi Guð- mundsson, Jósavin Gunnars- son .og Hreiðar Aðalsteinsson. Heildarúrslit mótsins urðu þessi: Vinn. Umf. Skriðuhrepps 15% A-sveit umf. Saurbæjar- hrepps og Dalbúans 12 Umf. Svarfdæla 1©% Umf. Möðruvallasóknar 9 B-sveit umf. Saurbæjar- hrepps og Dalbúáns 6 Skákkeppninni stjórHaði Þitr- oddur Jóhannsson. Hraðskákmót UMSE fer- éram í skátaheimihnu Hvammi, Akur eyri, sunnudaginn 14. þ. m,- og hefst klukkan 13.30. — Keppt verður í tveim aldursflokkum, þ. e. eldri flokki, svo og ungl- ingaflokki 16 ára og yngri. — Þátttakendur hafi með sér töfl og skákklukkur. ( Fr éttatilky nning ) Lárus ’ Sigurðsson, læknir í Winnipeg. Við hlið þeirra situr Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, Grettir Leo Johannsson, sem stjórnaði samkomunni og sr. Pétur Sigur geirsson. Margar ræður voru fluttar á þessum hátíðlega fundi, m. a. lýsti menntamála- ráðherra yfir sérstökum áhuga sínum og ísl. ríkisstjórnarinnar að efla menningarsamskipti ís- lendinga áustan hafs og vestaru V.-ísl. megin borðið má greina dr. Paul Thorlaksson, lækni, formann hátíðanefndar við há- tíðahöldin vestra nú í október svo og frú Hrund Skúlason, bókavörð, sem er ættuð frá Norðurlandi, fædd á Akureyri. Ljósm.: Gísli Ólafsson. Q Flauelið er komið 11 litir. Aðeins í 20 til 30 púða af lit. Hannyrðaverzlunin HRUND HF. Haínarstræti 103. Sími 1-13-64. Til jólagjafa! Mikið úrval af mjög fallegum klukkustrengjum, 'veggstykikjum, púðum og borðrenningum í ullarjava. Hannyrðaverzlunin HRUND HF. Hafnarstræti 103. Sími 1-13-64. Til jólagjafa! Handþryikktar herra- svuntur. Handþrykkt dágatöl. Ódýrar diskaþurrkur, ■ 3X í pakka. Dúkar, dúkaefni. Allskonar hanyrðavörur í gjafapakkningum. VERZLUNIN DYNGJA Við höfum úrvaið í jólamatinnn DILKAKJOT: Heil lær Úrbeinuð lær Úrbeinaður hryggur Heill hryggur Kótelettur Lærsneiðar Súpukjöt Hamborgarhryggur Hamborgarlær Saltkjöt, úrvalsgott Svið, óverkuð og verkuð Nýru — Hjörtu London Lamb HANGIKJÖT: Lær Lær, beinskorin Frampartar Frampartar, beinskornir Magáll ALIKÁLFAKJÖT: Kraftsteik Gullash Buff, barið og óbarið Fíle — Hakkað Nautatunga T.bone FUGLAR: Alihænur Kjúklingar Kjúklingalæri Kjúklingabrjóst Rjúpur SVÍNAKJÖT: Kótelettur Hamborgarhiyggur Lærsteik Lærsteik, beinlaus Bógsteik Kambur, beinlaus, nýr Kambur, beinlaus, léttreyktur Bæonskinka Bacon Við viljum sérstaklega benda á okkar Ijúfffenga, léttreykta lambakjöt, LONDON LAMB °g HAMBORGARHRYGG, beinl. og með beini ÚR DJPÚPFRYSTI: Emmess ís: jarðarberja, súkkulaði, vanillu, nougat. Istertur með alls konar íssósum Ennfremur frosið grænmeti, jnargar tegundir MEÐ JÓLASTEIKINNI: Rauðkál, nýtt og niðursoðið Hvítkál, nýtt Gulrætur, niðursoðnar Rauðrófur, nýjar, niðurs. Agurkur í glösum Pickles, margar tegundir Asíur í glösum Blandað grænmeti, m. teg. Grænar baunir, m. tegundir Snittubaunir Tómatar í dósum Paprika í glösum Aspargus Sveppir Remulade sósa Mayonaise Hollensk sósa Tómat-sósa ALLS KONAR SMÁRÉTTIR: Beinlausir fuglar Lambasnitcel og fl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.