Dagur - 10.12.1975, Blaðsíða 2

Dagur - 10.12.1975, Blaðsíða 2
2 Nokkrar bækur frá Ægisútgáfunni Blaðinu hafa borist nokkrar bækur frá Ægisútgáfunni í Reykjavík. Mennirnir í brúnni Mennirnir í brúnni, þættir af starfandi skipstjórum, fimmta bókin í þessum bókarflokki. Guðmundur Jakobsson skráði. Þessi bók fjallar um Bern- harð Pálsson, skipstjóra á Stapafelli, Sigurð Þ. Árnason, skipherra hjá Landhelgisgæsl- unni, Steinarr Kristjánsson, skipstjóra á Laxá, Tryggva Blöndal', skipstjóra á Esju og Þórarin Inga, skipstjóra hjá Eimskip, og með þessari bók lýkur þessum vinsæla bókar- flokki Ægisútgáfunnar. Auk framangreindra þátta, er inn- gangur og siglingasaga íslend- inga. Bókin er rúmar 140 blað- síður og á margan hátt hin fróð- legasta. Þeir eru orðnir 37, skip stjórarnir, sem frá hafa sagt í þessum bókum, og hafa þeir stjórnað fiskiskipum og farskip um og kunna frá mörgu að segja, sem annars staðar er ekki skráð. □ Skyggnst yfir landamærin Þetta nafn ber þýdd bók eftir Jean-Babtiste Delacour í þýð- ingu Kristínar R. Thorlacius og undirtitillinn er: Furðuleg - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) svæðinu, lagí hart að stjórn kaupfélagsins að hraða mjög byggingu verslana, svo að það mætti njóta þeirrar verslunar- þjónustu, sem félagið veitir á hverjum stað. ítrekaðar áskor- anir lágu á sínum tíma fvrir KEA frá íbúum Glerárhverfis, að það setti þar upp verslunar- útibú, svo sem gert var. Og fyrir ári síðan lágu fyrir óskir íbúa Lundahverfis um að félag- ið reisti útibú þar og hraðaði framkvæmdum. Hvarvetna tel- ur fólk sig vera afskipt í versl- unarþjónustu, ef það hefur ekki möguleika á að versla við eigið fyrirtæki. Það liggur því alveg ljóst fyrir, að væntanlegir íbuar nýja íbúðahverfLsins í Glerár- hverfi muni sækja það fast, sem aðrir, að KEA reisi þar og reki útibú, eins og á öðrum stöðum í bænum. - Þáttur þingmanna (Framhald af blaðsíðu 4) hefur alla tíð verið í farar- broddi framfarasóknar |>jóð- afinnar. Við liöfum valið Jiann kost að dreifa valdinu. En |>egai- til kemur látum við lögin ráða. Sumum finrjst kannski of lauslega búið um ýmsa hnúta. En svona hefur J>jóðin viljað hafa j>etta og það hefur gef- ist vel. Það reynir mikið á marga og má ekki mistakast nú, fremur en fyrr, að ná fullnægjandi tökum á mál- efnum landsins við erfið skilyrði. Það mun heldur ekki mistakast ef þjóðin notar J>ær vinnuaðferðir, sem best hafa dugað í sókn hennar frá áj>ján lil frelsis, og úr örbirgð til bjargálna reynsla fólks, sem farið hefur yfir landamæri lífs og dauða og átt afturkvæmt. í bókinni eru 16 kaflar, auk formálsorða, og hún fjallar um það, hvað gerist eftir dauðann. í bókinni er reynt að gefa svör við því og þau svör eru byggð á vitnis- burðum fólks, sem hefur sann- anlega dáið en vaknað aftur til lífsins. Er margt af þessu fólki heimsfrægt. Þeir, sem áhuga hafa á dul- rænum efnum, munu vilja eign ast þessa bók. Hér er um reynslu þeirra að ræða, sem ferðast hafa og séð sig um á meðan líkami þeirra lá látinn. í dagsins önn í dagsins önn — Eiginkonur og mæður segja frá ævi og störf- um. Svo heitir nýútkomin bók Ægisútgáfunnar og hefur Þor- steinn Matthíasson tekið saman. En konurnar sem segja frá eru þessar: Alla-Magga, Hveragerði, Lára Wathne, Laufey Valgeirs- dóttir, Bjarnarhöfn Margrét Sæmundsdóttir, Miðhúsum, Garði, húsfreyjurnar Mundína og Guðrún á Ytri-Á í Ólafsfirði, Olga Sigurðardóttir, Hnífsdal, Ragnheiður Brynjólfsdóttir frá Ytri-Ey, Sigrún Þorgrímsdóttir á Viktor 707 og Þuríður Guð- mundsdóttir frá Bæ. Á kápusíðu segir, að þessi bók sé út gefin þeim konum til vegsemdar, sem helgað hafa líf sitt mikilvægasta starfi hverrar konu, því að vera móðir og kona. Þessar konur hafa sam- tals eignast 96 börn, konur sem eru hamingjusamar og vildu ekki skipta kjörum við nútíma- konur. Bók þessi, um hinar barn- mörgu konur, sem ekki áttu kost á pillunni og hefðu kannski ekki kært sig um hana, er 190 blaðsíður. □ Tortímið París Ekki er nú bókarheitið mein- laust, enda bókarefnið nokkuð rosafengið. Höfundurinn er Sven Hazel og hefur hann skrif- að’ f jölda bóka, sem þýddar hafa verið á tugi tungumála. í bók- um hans kannast lesendur við furðufuglana Gamlingjann, Porta, Lílla, Svein Hazel sjálfan og Legioninn, meiri og minni vpðamenni, sem frömdu hin ýmsu ódæðisverk, slepptu alveg fram af sér beislinu á frídögum og voru svo kjaftforir að furðú sætir. Þessi nýja bók er úr stríðinu og með fyrri einkenn- um, hrein hrollvekja og orð- bragðið ,ekki sem fínlegast, lík- lega hvorki lesefni barna eða kvenna, nema forhertra. Þetta er því engin jólabók, en margir hafa gaman að svona hressileg- um og feimnislausum bókum, þá jól eru liðin. Þýðingu önnuð- ust Balduj- Hólmgeirsson og Bárður Jakobsson. Bókin er 218 blaðsíður. □ Hótel Mávaklettur Hótel Mávaklettur heitij- enn ein bók Ægisútgáfunnar í Reykjavík og er það spennandi ástarsaga eftir Denise Robins og þýdd af Sigurlínu Davíðs- dóttui’. Saga þessi gerist í sjávarþorpi. Þangað kemur Martéinn nokkur, kaupir hús og útbýr hótel fyrir ferðamenn. Þá fer nú að lifna yfir hlutun- um og þarf ekki að rekja þa sögu hér. En bókin er 230 blað- síður, góður afþreyingarlestut BLAÐBURÐUR Vantar krakka eða eldri mann til að bera Tím- ann út í Helgamagra- stræti og Munkaþverár- stræti. Uppl. í síma 11443 kl. 10-12 f. h. U mboðsmaður. wHúsnæðim 3ja herbergja íbúð til leigu. Uppl. í síma 2-38-83. Ung kona með eitt barn óskar eftir íbúð til leigu. Uppl. í Þórustöðum I, sími 2-31-00. Hafið J>ið séð ódýru og fallegu hjónarúmin úr bæsuðu spónaplötunum einnig eins manns rúm sem fást í K.B.-húsgögnum. Fallegar liannyrðavörur og ýmislegt fleira til jólagjafa í Byggðaveg 94. Steyptu járnin komin aftur. Afgreitt frá kl. 13, sími 2-37-47. Vel mel farið eldliús- borð, selst ódýrt. Uppl. í síma 2-11-64. Stereoútvarpsfónn til sölu, ódýrt. Uppl. í síma 2-39-29 Skrifstofusfúlka óskasf frá 13,30-5. Ferðaskrifstofa Akureyrar NVm HVTT! HEITÍR SMÁRÉTTIR, eins og innbakaðir fiskréttir, franskar kartöflur °g liinir vinsælu hambogarar. SENDUM HEIM. MATSTOFA jjt * wBifreiðirmm """"^mrnmmmmmimm^mmi^^^mm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmm Til sölu skemmdur eftir árekstur Consul H. fastbak, árg. 1973. Til sýnis á BSA-verk- stæðinu. Tilboðum skal skila til Sjóvá, Glerár- götu 24, Akureyri, fyrir föstudagskvöld, sími 22244. Af sérstökum ástæðum er til sölu nýtt Schaub Lorenz sjónvarpstæki — tækifærisverð, Uppl. í síma 2-18-30. Sófasett (svefnsófi og tveir stólar) notað, og barnakojur til sölu, (stáluppistöður). Uppl. í síma 1-95-89. Spalding skíði til sölu, stærðir 195, 205, 210. Sími 1-13-52 Vagnkerra og burðar- rúm til sölu. Sími 2-19-05. Vagnkerra til sölu. Sími 1-95-16. RAFHA eldavélar til sölu, selst mjög ódýrt. Sími 2-32-59. Til sölu Suzuki 50 árg. 1974. Uppl. í síma 1-14-76 milli kl. 4—7 e. h. Svefnsófi og tveir stólar til sölu. Uppl. í síma 1-13-38 eftir kl. 18, Sá sem í síðustu viku nóvember fékk afgreidd ar rangar buxur, vin- samlegast komi með þær sem fyrst og taki sínar. Gufupressan, Skipagötu 12. Til sölu er Peggy barnavagn. Á sama stað óskast keypt barna-trérimla- rúm, sem má J>arfnast viðgerðar og létt sumar- kerra. Uppl. í Dalsgerði 5 f, sími 2-23-89. Húseigendur athugið! Tek að mér að innrétta hús og íbúðir, einnig smíði glugga og útidyra- hurða. Uppl. í síma 2-11-89 eftir kl. 7 e. li. Hvolpar fást gefins. Uppl. í sírna 2-13-52. wAtvinna Atvinnurekendur! Ungur verslunarskóla- menntaður maður ósk- ár eftir vellaunuðu starfi, hef góða reynslu að baki. Umsóknum skal skila til afgreiðslu blaðsins fyrir 15. des. merkt „DUG- LEGUR“. Get tekði börn í ‘gæslu strax eftir áramót. Uppl. í Norðurgötu 3, norðvesturendi milli kl. 3—6 alla næstu daga. Ráðskona óskast stráx. Uppl. í síma 2-22-29 kl. 7 e. h.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.